Tíminn - 16.09.1936, Blaðsíða 3
T1MIN N
149
send bændunum sjálfum til at-
hugunar og málið á þann hátt
lagt fyrir þá hlutlaust.
Ég tel, að með þessum lögum
séu gerðar verulegar réttar-
bætur fyrir þá, sem eiga að
þeim að búa, og mér virðist, að
með þeim sé iagður grundvöll-
ur, sem miklu skipti: Það er
beint og aukið áhrifavald bænd-
anha sjálfra á Búnaðarfélag ís-
lands, og sanngjarnt og nauð-
synlegt samstai’f milli félags-
ins og landbúnaðarráðherra. En
gott og náið samstarf á milii
þessara þriggja aðila er nauð-
synlegt, ef vel á að takast. Ég
játa að þessi lög, eins og önn-
ur löggjöf, eru náttúrlega ekki
alfullkomin, og muni þurfa at-
hugunar og umbóta.
Við erum sennilega ekki sam-
mála um sum ákvæði þessara
laga, en vissulega er sá ágrein-
ingur ekki stór í sjálfu sér, ef
rétt er skoðaður og áður en við
förum að stækka hann í augum
sjálfra okkar og annarra. Og
óendanlega smár er hann, á-
greiningurinn, samanborið við
þá miklu nauðsyn, að þeir aðil-
ar, sem eiga að vinna að um-
bótum og framförum í íslenzk-
um landbúnaði geti gert sam-
stillt átak honum til fram-
dráttar, því að þau liafa sjald-
an verið fleiri stórmálin í land-
búnaðinum, er kalla á lausn,
en einmitt nú, og hraði breyt-
inganna skapar stöðugt ný
verkefni. Sum þessara mála
verða ekki leyst nema með
samstarfi. En ef við viljum
landbúnaðinum vel, og ef við
höfum allir þann eina vilja að
gera fyrir hann það, sem við
getum, hversvegna skyldum við
þá láta ágreining sitja í fyrir-
rúmi fyrir samstarfinu ? Ég
staðhæfi, að það er ekki hægt
að gera slíkt með skynsamlegri
cg rólegri yfirvegun, heldur
hlyti það að verða gert af óró-
legum skapsmunum, það er
ekki gert fyrir hagsmuni ís-
lenzks landbúnaðar heldur gegn
hagsmunum hans.
Það má máske segja, að það
sé óþarft að brýna þetta fyrir
ykkur, góðir búnaðarþingsfull-
trúar, sem flestir eruð við ald-
ur og margir rólegir, hugsandi
menn, en ég vil nú heldur hafa
gert það en látið það ógert,
því að öldur skapsmuna og öfga
rísa nú á tímum svo óeðlilega
hátt. Og ég hefi séð það í
þessu máli ekki sízt, að það er
svo stundum, að það er eins og
menn deili til þess að deila,
og stækki ágreining til skað-
semdar fyrir málefnin, þótt á-
greiningsatriðin séu sáralítils
virði. Og menn ganga jafnvel
svo langt, að búa til ágrein-
ingsatriði af engu, aðeins til
þess að geta deilt.
Að svo mæltu afhendi ég ykk-
ur, háttvirtu búnaðarþingsfull-
trúar, þessi lög til þess að þið
getið gert viðvíkjandi þeim
þær ákvarðanir, sem búnaðar-
þingið er nú kallað saman tíl
þess að gera, samkv. ákvæðum
hinna nýju laga.
Ég óska þess að það verk
megi fara ykkur farsællega úr
hendi.
Ágæt herbergi
til leigu á Hverfisgötu 32
yfir lengri eða skemmri
tíma. — Hentugt fyrir
ferðafólk. — Sími 3454.
Ferðamenn
ættu að skipta við Kaupfélag
Reykjavíkur. — Þar hafa þeir
tryggingu fyrir góðum og ó-
dýrum vörum.
Álit minnihluta laganefndar
<zr skipuð vap á Búnaðarþingi HI að afhuga afstöðu Bún-
aðarfélags íslands Hl hinna nýju jarðrækfariaga
Búnaðarfélag íslands (B. í.)
hefir um langt skeið verið ráð-
gefandi og til aðstoðar ríkis-
stjórninni um mikinn hluta af
þeim málum, sem landbúnað
varðar, og hefir oft verið mælt
svo fyrir í allmörgum slíkum
lögum, að B. í. er ýmist falin
umsjón með framkvæmd lag-
anna, eða leita skal álits þess
um framkvæmda atriði.
Hinsvegar naut B. f. styrks
úr ríkissjóði til starfsemi sinn-
ar, og bar styrkurinn jafnframt
uppi kostnað við þá starfsemi,
sem B. 1. er falin með lögum.
fhlutun um fyrirk'omulag B.
í. var af löggjafarvaldinu látið
afskiptalaust þar til jarðrækt-
arlögin voru sett 1923, þá var
lögfest með samþykki Búnaðar-
þings að í notum þess, að B. í.
var falin framkvæmd og um-
sjón þeirra, skipaði atvinnu-
málaráðherra, meirihluta í
stjórn B. í. eftir tillögum land-
búnaðarnefnda Alþingis.
Þessi skipun um stjórn B. í.
hélzt þar til hún var felld úr
lögum árið 1935. í stað þess
var lögfest að atvinnumálaráð-
herra skipi annan endurskoð-
enda félagsins.
Áður en þessi breyting var
gerð á Álþingi 1935 var sett at-
hugasemd við styi’k til B. í. á
fjárlögum svohljóðandi:
„Ríkisstjórninni er falið að
undirbúa tillögur urn framtíð-
arskipulag félagsins, og um
yfirstjórn búnaðarmála og
leggja þær fyrir næsta Alþingi.
Þar til sú framtíðarskipun er
gerð, getur ríkisstjórnin gert
það að skilyrði fyrir greiðslu á
styrk til félagsins, að fjár-
hagsáætlun félagsins sé sam-
þykkt af landbúnaðarráðherra,
svo og ráðning búnaðarmála-
stjóra, er ekki sé nema einn“.
Á næsta Alþingi kom ekkert
frá ríkisstjóminni um skipun
búnaðarmála, og drógst það til
Alþingis árið 1936, að það var
fellt inn í hin nýju jarðræktar-
lög. Má því segja, að aldrei
hafi slitnað þráðurinn hjá rík-
isvaldinu að hafa sterka íhlut-
un um B. I., þó að dráttur yrði
á framkvæmdum stjórnarinnar
um eitt ár að fullnægja vilja
Alþingis.
Það er vitanlegt að B.I. hefir
þróast, frá því að vera félag
nokkurra áhugasamra embætt-
ismanna í Reykjavík um bún-
aðarmál, til þess að vera mið-
stöð búnaðarfélagsskapar í
landinu, og jafnframt hefir það
tekið að sér störf, leiðbeining-
ar og framkvæmd mála fyrir
ríkisvaldið, einnig er oft til
þess leitað sem ráðgefandi
stofnunar fyrir Alþingi og ríkis
stjórn.
Vegna þessarar síðasttalinn-
ar starfsemi hefir ríkisvaldið
haft ástæðu til að gera kröfu
til afskipta af fyrirkomulagi fé-
lagsins. Með tilliti til þessarar
aðstöðu B. I. skal hér fara
nokkrum orðum um þær kröf-
ur í þessu efni, sém ríkisstjórn.
in gerir hér til afskipta af
skipulagi B. í. Það er vitanlegt
öllum, sem til þekktu og ljóst
hugsa, að þegar Alþingi sam-
þykkti að fella niður ákvæðin
um hina ríkisstjómarskipuðu
stjórnarmenn B. í. hafði þing-
meirihlutinn fyrir augum á-
kvæðin, sem fylgdu fjárlögum
1935 og hugðust koma áhrifum
sínum fyrir með framkvæmd
þeirrar athugasemdar, enda var
af B. I. veitt mótttaka styrk
þeim, sem fylg'di athugasemd-
inni án allra gagnkrafa, má því
telja að B. í. hafi með því á
óbeinan hátt lagt sig undir nýj-
an samningsgrundvöll í þessu
efni.
Afskiptum ríkisvaldsins af B.
L, sem felst í fyrsta kafla jarð-
ræktarlaganna, má skipta í
tvennt:
I fyrsta lagi yfirstjórn og úr-
skurðarvald landbúnaðarráð-
herra.
I örðu lagi undirbygging B.
í. og kosning til Búnaðarþings.
Samkvæmt öllum starfsvenj-
um er búnaðarmálastjóri sá
maður, sem hefir yfirlit yfir
daglega starfsemi félagsins og
lætur framkvæma vel flest þau
mál, sem skýr og föst fyrir-
mæli eru um. Meðan starfssvið
B. í. er tvískipt, eins og áður
er bent á, verður umboðs-
mennska hans vegna B. I., bæði
að framkvæma mál, sem til-
heyra B. I. sem félagi, og jafn-
framt að inna af hendi þau
störf, sem ríkisvaldið felur B.
í. með lagafyrirmælum, og
mörg eru þess eðlis að þau
krefjast ákveðinnar afgreiðslu,
án íhlutunar stjórnar B. I.,
sem vitanlega tekur aðalléga
ályktanir um framkvæmdir,
sem ekki liggja bein fyrirmæli
um.
Að þessu athuguðu er íhlut-
arréttur um val búnaðarmála-
stjóra miklu eðlilegra afskipti
fyrir ríkisvaldið, heldur en það
sem áður var, þegar ríkis-
stjórnin hafði á hendi val
meirihluta stjórnar B. I., með
þessum skilningi verður búnað-
armálastjóri á vissan hátt um-
boðsmaður beggja þeiri’a aðila,
er hlut eiga að máli, sem skil-
greining á þessu eru ákvæði
þriðju greinar um framkvæmd-
iv fyrir ríkisvaldið og úrskurð-
arvald ráðherra í ágreinings-
málurn.
Fyrsta grein bæði hinna eldri
og nýju jarðræktarlaga hljóð-
ar svo:
„Atvinnumálaráðuneytið (land-
búnaðarráðherra) hefir á hendi
æðstu stjórn allra ræktunar-
mála“.
Um þessa grein hefir ekki
verið deilt.
Skilgreining á því, hvernig og
hvenær á að beita þessari yfir-
stjórn, er í hinum nýju jarð-
ræktarlögum. B. í. getur ekki
verið það betra eða örwggara,
að þessi yfirstjórn sé óskil-
greind og ráðherra geti gripið
inn í þegar honum býður svo
við að horfa.
Það er ljóst mál að öllum
hlutaðeigendum er bezt, að val
búnaðarmálastjóra sé með góðu
samkomulagi, enda yrði reynsl-
an sú, að þó engin fyrirmæli
væru um þetta, myndi stjórn
B.í. ekki stætt með að velja bún
aðarmálastjóra, þvert á móti
vilja þess ráðherra, sem fer
með landbúnaðarmál.
Samstarf og samningar
stjórnar B. í. og landbúnaðar-
ráðherra er svo mikil, að þetta
atriði verður aldrei nema til-
tölulega mjög lítill hluti af því,
sem stjórn B. I. verður að
semja um við hverja ráðandi
ríkisstjórn.
Eins og nú er fyrirkomið B.
í. er undirstaða undir Búnaðar-
þingi, búnaðarfélög hreppanna,
með búnaðarsamböndin sem
millilið. Búnaðarfélög hrepp-
anna fjölguðu mjög mikið við
gildistöku jarðræktarlaganna
1923, og einkum með þeim á-
kvæðum, sem sett voru 1928,
að allir þeir, sem njóta vilja
styrks samkvæmt jarðræktar-
lögunum, voru skyldaðir til að
vera félagar í búnaðarfélagi
hrepps eða bæjar, og var þá
jaínframt ákveðið að búnaðar-
félög hreppanna fengju nokk-
urt starfsfé úr ríkissjóði. Með
þessu og fleiru hafa búnaðar-
félög hreppanna styrkzt og
myndað víða sjálfstæða félags-
starfsemh
Búnaðarsamböndin voru sum-
part stofnuð fyrir áhrif frá B.
í. og sumpart sem eðlilegur
þroskaferill búnaðarfélagsskap-
arins í viðkomandi héraði. Þau
liafa breyzt nokkuð frá fyrstu,
en eftir að lög B. í. frá 1931
voru samþykkt, hafa þau gagn-
vart B. í. haldist með sömu
tölu og stærð,, en hinsvegar
liafa þau skipzt meira heirna
fyrir, og hefði sú skipting ef
til vill gengið lengra, ef aðstaða
þeirra til B. I. hefði ekki fa!l-
ið í fastar skorður með lögunum.
Þar eð fulltrúar til Bún-
aðarþings, eru kosnir á aðal-
fundum sambandanna, virðist
það nokkuð rík venja, að auk
þess sem sömu menn eru oft
lengi við stjórn sambandanna,
þá verður forráðamaður, eða
menn, sem oftast fyrir vali
sem fulltrúar á Búnaðarþing.
Þetta hefir bæði kosti og gaila
í för með sér. Kostirnir eru,
meiri festa í störfum og dýpri
þekking á þeim málum, sem um
er fjallað hins vegar festist
þetta ef til vill of mikið í sama
farvegi, og breytt viðhorf og ný
viðfangsefni eiga tregari að-
gang.
Eins og nú er komið þróun
sambandanna eru kosnir fulltrú-
ar á aðalfundi búnaðarsamband
anna í búnaðarfélögum hrepp-
anna. Víða einn fulltrúi fyrir
einn hrepp, án tillits til hve
margir félagsmenn eru í hverj-
iun hreppi. Fulltrúar á aðal-
lundum búnaðarsambandanna
kjósa svo fulltrúa á búnaðar-
þing. Með þessu fyrirkomulagi
verða áhrif félagsmanna í bún-
aðarfélögum hreppanna því ó-
bein og mjög misjöfn, því að
fulltrúar hafa mjög misjafn-
lega marga fulltrúa á bak við
sig. Þessi kosningaaðferð hefir
verið við höfð, vegna þess að
það hefir þótt léttara í vögum
þrátt fyrir að mönnum hafa
verið ljósir annmarkar þessa
íyrirkomulags.
Nú er þróunin í þá átt að
gera kröfur til þess að kosning-
ar séu beinar til áríðandi sýsl-
ana fyrir stærri heildir, og þar
sem hér er komin fram tillaga
í jarðræktarlögunum, um að
færa þetta í lýðræðighorf þá
eru sparnaðarástæður einar-
haldlitlar til þess að standa á
móti þeirri réttarbót sem óbein-
ar kosningar eru. Hér kemur
og til greina að með því að
opna áhrifavald til kosninga á
Búnaðarþing, beint til allra
þeirra sem landbúnað stunda,
þá veitir slíkt áhrifavald bæði
ábyrgðartilfinningu og áhuga á
þeim málum sem varðar búnað-
arfélagsskapinn í landinu. Með
því fyrirkomulagi á kosningun-
um rofnar sá stakkur sem Bún-
aðarþingi var skorinn með lög-
um þess 1931, því að fulltrúar
verða nokkru fleiri og væri vel
ef það gæti orðið til þess að
Búnaðarþing gæti betur orðið
við beim kröfum sem til þess
eru og verða gerðar á hverjum
tíma. Enn má benda á það, að
þegar lög B. I. voru samþykkt
1931, var felldur úr lögunum
aðalfundur B. í. og val full-
trúa á þeim. Með því voru þurk-
aðar út síðustu leifar frá þeim
tíma, sem það var byggt upp
sem félag einstakra áhuga-
manna, og fékk það þá á sig
fullkomna mynd sambands með
undirdeildum, hafði frá því
sjóitarmiði val fulltrúa til Bún-
aðarþings á fundum búnaðar-
sambandanna, rétt á sér. Eink-
um með tilliti til þess að þá var
verið að ganga frá leifum þess
fyrirkomulags sem B. í. hafði
verið að vaxa upp úr.
Nú eru jarðræktarlögin bygð
upi> á þeim grundvelli að fyrst
og fremst ná þau til einstak-
linganna og styrkja auk þess
búnaðarfélög hreppanna nokkuð ’
til að halda uppi starfsemi ;
sinni. Hins vegar gera þau á- J
kveðnar kröfur til samband-
anna og B. I. Sem framhald
af þessu er eðlilegur sá skiln-
ingur að einstaklingarnir hafi
bein áhrif á kosningu til Búnað-
arþings. Þarna mætast tvö ólík
sjónarmið og undir þeim kring-
umstæðum er eðlilegast að það
sjónarmiðið sem gefur einstak-
lingunum meiri rétt, sé tekið,
þegar það auk þess á engan
hátt getur skaðað það kerfi
sem búnaðarfélagsskapurinn í
landinu byggist á.
Það virðist hafa verið tölu-
verð óánægja með afgreiðslu
jarðræktarlaganna á Alþingi nú
og um einstök atriði þeirra.
Þau eru samþykkt á Alþingi
með aðstoð þess stjórnmála-
floklcs sem talið er að ekki hafi
sérstaklega álitið sig varða
landbúnaðarmál. Auk þess þyk-
ir ekki hafa verið leitað nægj-
anlega álits B. í. um málið.
Þessai ástæður allar eru þannig
vaxnar, að það getur ekki mynd
að bætta aðstöðu til að auka
áhrifavald B. í. í landinu, að
kasta lögunum frá sér, því að
það er augljóst mál, að nær-
tækara er fryir B. í. að beina
áhrifum sínum til bóta, að
hafa á hendi framkvæmd lag-
anna, en ef þeim væri stjórnað
ftá deild í stjórnarráðinu.
Slík stjórnardeild myr.di
sækja í að vaxa, eins og allt
lögmál lífsins stefnir að, og
sælast fljótlega eftir þeim mál-
um sem B. í. er nú falið fyrir
löggjafarvaldið. Auk þess yrði
þessi stjórnardeild að , hafa
trúnaðarmenn um allar sveitir
landsins.
Þar sem hin fjármunalega að-
stoð til eflingar landbúnaði
myndi þá koma í gegn um
þessa stjórnardeild myndi bænd
um þykja tveir tígulkongar
vera lcomnir í spilin. Og gæti þá
svo farið að þrátt fyrir kerfis-
bundið stjórnarfyrirkomulag og
góðan og göfugan vilja, myndi
B. í. dragast í skuggann og
v-erða máttlaust til áhrifa,
bæði hjá bændum landsins og
emkum hjá löggjafravaldinu.
Að þessu athuguðu vill minni
hluti laganefndar Búnaðarþings
ins leggja til:
„Búnaðarþingið ályktar að
Búnaðarfélag íslands taki að
sér framkvæmd hinna nýju
jarðræktarlaga *og ákveður að
breyta lögum sínum samkvæmt
því.“
Reykjavík 14. sept. 1936 . .
.Tón Hannesson
ök bítur sekan
Svar tll Pálma Eánarssonar
Eitír Gunnar Þórðarson,
bónda í Grænmmýrartungu
Það eru nú liðnir fullir tveir
mánuðir síðan grein mín um
jarðræktarlögin birtist í Tíman-
um. En ráðunauturinn hefir
fundið svo berlega til sektar
sinnar fyrir óréttan málflutn-
ing, að hann hefir hyllst til
að draga svar sitt þar til nú,
að ætla mætti að ég hefði ekki
tíma til andsvara fyr en eftir að
aukafundi Búnaðarþings væri
lokið, og málið búið að fá nokk-
uð breytt viðhorf.
Annars er það mest einkenn-
andi við þessa grein Pálma Ein-
arssonar, er birtist í Fram-
sókn 10. þ. m„ hvað mikill hluti
hennar er málalengingar og
rætnar bollaleggingar um mig,
sem ekki koma við röksemdum
um málið. Svo sem að ég hafi
verið fenginn til að ski’ifa, að ég
hafi skrifað þetta um sláttinn,
að ég hafi af einkaástæðum ætl-
að að kljúfa Búnaðarsamband
Vestfjarða og svo framvegis.
Ég get að vísu talið mér til
tekna að hann virðist gera ráð
fyrir að samsýslungar mínir
myndu að sjálfsögðu velja mig
fyrir fulltrúa væri sambandinu
skipt. En það sanna í þess umáli
er, að við allir mættir fulltrúar
úr Strandasýslu fluttum tillögu
á sambandsfundi 1935 um að
teknir yrðu til athugunar rnögu-
leikar fyrir hentugri skiftingu
sambandsins vegna hinna miklu
samgönguörðugleika. Var því
vel tekið af öllum fundarmönn-
um,* og þóttu ríkar ástæður
mæla með því. En hins vegar
nokkrir örðugleikar á fram-
kvæmd skiptingarinnar. Vil ég
í þessu sambandi geta þess að
ég ræddi þetta mál þá um vor-
ið við Tryggva heitinn Þórhalls-
son og tók hann mjög ákveðið
undir það, taldi það líklegt til
búnaðarfélagslegra framfara og
h.ét málinu stuðningi sinum.
Ráðunauturinn er jafnvel svo
vonlaus um aðstöðu sína til að
verja fyrri ummæli, að hann
reynir að forða sér frá að
standa við niðurstöður þær er
hún gefur tilefni til, með því
að láta í veðri vaka, að ég hafi
verið með aðdróttanir urn van-
í'ækslu í leiðbeiningastarfi hans
út um land, sem ég hefi ekkert
sagt um. Auk þess er hann með
ofstækisfullan stóryrðavaðal,
sem ekki er svara verður, svo
sem að ég sé „djúpt sokkinn til
þjónustu við þá, sem lítilsvirða
bændur landsins“, að ég „ger-
ist málsvari svívirðinga þeirra,
sem þeim sé sýndar“ o. s. frv.
Það er hvorttveggja að mörg-
um finnst ráðunauturinn yfir-
lætislegur froðusnakkur, enda
berídir slíkur ritháttur, sem
þetta, allmikið til þess.
Pálmi reynir að gerast verj-
andi þess að Metúsalem Stef-
ánsson brást skyldu sinni sem
ritstjóri að ópólitísku búnaðar-
blaði, og hefir hvað eftir ann-
að flutt hlutdi-æg ummæli um
jarðræktarlögin. Segir hann að
ég vilji útilolca starfsmenn
Búnaðarfélagsins frá að hafa
frjálsar skoðanir. Þetta er ekki
rétt. En mitt álit er, að þeir
sem annast sérstaklega trúnað-
arstörf fyrir bændur, eiga að
finna hjá sér skyldu til að skýra
málin óhlutdrægt, en gerast
eklci „agitatorar“ ófyrirleitinn-