Tíminn - 23.09.1936, Blaðsíða 1

Tíminn - 23.09.1936, Blaðsíða 1
^fgreifrslct 09 tnni)eltnta gjafnatott. 16 <3imt 2353 — í>óott)ólf 96) ©jaíbbagi 6 1 a B o l n o et t 1 * n í Árgangurittn footar 7 ft. XX. ár. Reykjavík, 23. sept. 1936. 39. blað. Flóttinn er brostinn r 1 lið stjórnarandstæðinga vegna á- kvarðana búnaðarþings Íhaldsilokkarnír haia sjáliír borið iram á Alþingí sams- konar ákvædi og eru í 17. gr. jjarðræktarlaganna Framsókiiarílokkurinn skrif- aði stjói-nmálaflokkum þingsins í júnimánuði og óskaði eftir að útvarpsumræður færu fram um jarðræktarlögin. Ihaldið hindr- aði þetta þá, og bar fyrir „landsfundarhald“ flokksins. Vegna konungskomunnar og : heimsóknar forsætisráðherra ! Dana, varð útvarpsumræðum | ekki við komið fyrir slátt, úr því hinu fyrsta tækifæri var sleppt. Varalið íhaldsins vildi að út- varpsumræður færu fram með- an á búnaðarþingi stóð, en það var talið óviðeigandi, meðan ekki var vitað hver afstaða þess yrði. En Framsóknarflokk- urirm krafðist hinsvegar, að út- varpsumræður færu fram, þeg- ar að búnaðarþinginu loknu. En þá neituðu stjórnarandstæðing- ar að taka þátt í umræðunum. En þessa neitun sína tóku stjórnarandstæðingar aftur, þegar Hermann Jónasson lýsti því yfir, að hann mundi flytja eitt eða fleiri útvarpserindi um jarðræktarlögin, ef flokkamir fengjust ekki til þátttöku í al- mennum útvarpsumræðum um málið. En þó voru þeir ófáan- legir til að tala nema eitt kvöld. Það sem stjómarandstæðing- um gekk til með því að koma í veg fyrir að útvarpsumræður færu fram þegar að afloknu Búnaðarþingi, var ekkert ann- að en það, að þeir vildu að sem hljóðast yrði um ákvörðun þá, sem búnaðarþingið tók og hugðust með því eiga hægara með að villa mönnum sýn, svo sem þeir höfðu gjört á síðast- liðnu vori um jarðræktarlögin í heild sinni ,og þá með nokkr- um árangri. En svo urðu þeir aðþrengdir í þessu máli, að nú hefir fyrir kröfur Framsóknarflokksins vei’ið ákveðið að útvarpsumræð- ur fari aftur fram um þessi mál og þá tvö kvöld, fyrra hluta nóvembermánaðar, að haustönnum loknum. Verðhækkunarbölíð í útvarpsumræðunum kom berlega fram hið mismunandi viðhorf stjómmálaflokkanna um verðhækkun fasteigna. Hugsandi menn til sjávar og sveita hafa fyrir löngu skilið, hvílíkt böl það er fyrir atvinnu- vegina, þegar fasteignir, lóðir, iiús og jarðir komast í brask og hækka óeðlilega í verði Það er vaxtaþungi þessarar verðhækkunar, sem legið hefir eins og farg á atvinnulífi lands- ins undanfarna áratugi. Fyrsta tilraun löggjafar- , valdsins til þess að fyrirbyggja I að fé það, sem ríkið sjálft j leggur fram til atvinnuveg- j anna, lendi í braski og leiði þannig til verðhækkunar, er í logunum um Byggingar- og landnámssjóð. Menn muna glöggt hvert óp var gjört að 9. greininni í þess- um lögum, þegar laganýmælið kom fram. En það er greinilegt hvemig þessi stefna hefir verið að sigra. í lögunum um verkamanna- bústaði 5. gr. em tilsvarandi ákvæði svo og í lögum um sam- vinnubyggingar. Og svo langt er íhaldið kom- ið, að þingmenn flokksins á Al- þingi greiða atkvæði með lög- um um samvinnubyggðir og nýbýli, þar sem ákveðið er, að íramlag ríkisins til býlis megi aldrei selja eða veðsetja. Loks er þess að geta, að Þorst. Briem og Hannes á Hvamms- tanga hafa í nafni sins auma flokks borið fram frumvarp á Alþingi um nýbýli, þar sem lög- leiða skyldi, að framlag ríkis- ins til nýbýlanna, mætti hvorki selja né veðsetja. Svo ófyrirleitnir eru þessir menn, að þeir hafa ekki linnt ofsóknum á ákvæði 17. gr. jarð- ræktarlaganna, þótt þeir hafi sjálfir borið fram frumvarp á Alþingi með nákvæmlega hlið- stæðum ákvæðum. Magnús Guðmundsson sagði það í útvarpsumræðunum, að ákvæðin í 17. gr. jarðræktar- laganna, um að framlög ríkis- ins mættu ekki valda verð- hækkun, ætti enga hliðstæðu í íslenzkri löggjöf, og þó hefir þessi maður setið á Alþingi meðan öll þessi lög voru sett. Mælir M. G. þetta mót betri vitund? Eða er hann ekki bet- ur að sér en þetta! Pálmi Einarsson var það hygnari en Magnús, að hann reyndi ekki með einu orði að réttlæta ofsóknir liðsmanna sinna á ákvæði 17. greinarinn- ar, fór allur hjá sér og stein- þagði frammi fyrir öllum á- lieyrendum, þegar skorað var á hann að verja málstað stjórn- arandstæðinga um þessi atriði. Ofan á bætist svo það, að íhaldsflokkurinn á þingi hefir sjálfur borið fram frumvarp um óðalsrétt, en þar var ákvæði, sem bannaði sölu og takmarkaði rétt til veðsetning- ar á jörðum. Er þetta þeim mun eftirtektarverðara, þar sem hér var ekki um framlög frá ríkinu að ræða, heldur eig- ið fé bændanna sjálfra. Er þetta ákvæði framkomið í þeim tilgangi einum, að tryggja sem bezt skilyrði fyrir frambúðar- búskap á jörðunum og hindra á þennan hátt fjárflótta úr sveit- unum. Enda mun almenningi hafa orðið það auðskilið, er hann heyrði hina afburða rökföstu ræðu Steingríms Steinþórsson- ar búnaðarmálastjóra um til- gang jarðræktarlaganna, þótt íhaldið og varalið þess væri ekki sólgið í útvarpsumræður um þessa löggjöf. Mótsögn sem verður iræg Magnús Guðmundsson hélt því fram í útvarpsræðu sinni, að jarðræktarstyrkurinn mundi „gleypa" jarðeignir bænda, eft- ir því sem eigandi jarðar fengi meiri jarðabótastyrk minnkaði hluti hans sjálfs af eignarverð- mæti jarðarinnar, sjálfsábúðin gengi saman, en leiguábúðin ykist að sama skapi! En í sömu andránni hélt Magnús hinu fram, að ákvæði 17. gr. megnuðu ekki að koma í veg fyrir óeðlilega verðhækk- un. Kaupanda jarðar yrði kunn- ugt um hve mikið fylgifé jörð- inni fylgdi sem hann þyrfti hvorki að borga né heldur greiða vexti af, og þessvegna mundi hann bjóða þeim mun hærra verð fyrir jörðina, sem þessari fjárhæð næmi! Þessi mótsögn sýnir æði glöggt, hversu haldlausar eru röksemdir íhaldsflokkanna, þeg- ar þeir eru að þyrla upp rylci um ákvæði hinna nýju jarð- ræktarlaga. Skilyrðið um kosning- artilhögun á iordæmi Magnús Guðmundsson hélt því fram, að löggjafarvaldið hefði aldrei sett öðrum félög- um en Búnaðarfélagi Islands það skilyrði, að þau breyttu fé- lagslögum sínum um kosninga- rétt og kjörgengi, þótt þeim væri falin framkvæmd laga fyrir ríkisvaldið. — Emil Jóns- son bæjarstjóri benti M. G. á, að þetta væri rangt. Slík lög- gjöf hefði verið sett um Sölu- samband íslenzkra fiskfram- leiðenda sem skilyrði fyrir því, að það færi með saltfisksöluna. Hræðslan við gförðír búnaðarþings Það kom glöggt fram 1 út- varpsumræðunum hvað hrædd- ii stjómaraödstæðinger eru, þegar orðnir við gjörðir búnað- arþings. Báðir fulltrúar íhaldsflokk- anna, Magnús og Pálmi, töldu neitun meirahluta Búnaðar- þings um að taka vi3 fram- kvæmd jarðræktarlag, mna, að- eins áfrýjun til bænda um mál- ið. — En þetta er ekki rétt. Hefði búnaðarþingið sam- þykkt að taka við framkvæmd jarðræktarlaganna, þá hefði málinu verið skotið til bænda, vegna þess, að þá hefðu farið x’ram kosningar til búnaðar- þings, sem úr því hefðu skorið. liver vilji bænda var um þessi mál. Enda er Búnaðarfélaginu að sjálfsögðu opin leið að af- sala sér framkvæmd laga fyrir ríkið, hvenær sem það vill. Hinsvegar útilokar synjun meirihlutans á nýafstöðnu bún- aðarþingi, að félagið hefði þetta í hendi sér. Synjunin er fyrirvaralaus. Og hefði Hermann Jónasson landbúnaðarráðherra ekki lýst því yfir, að hann mundi ekki láta bændastéttina gjalda þessa frumhlaups, þá ætti félagið nú ekki kost á að taka málið aftur í sínar hendur. Það er þessi yfirlýsing ráð- lierrans, sem ein gjörir bænd- um fært að segja álit sitt um málið, og þetta var einasta leið- in til þess að Búnaðarfélagið gæti aftur fengið framkvæmd jarðræktarlaganna. Bændur verða vel að gæta þess, að nú kemur til þeirra kasta, og verða þeir því með samþykktum í hreppabúnað- arfélögunum að taka afstöðu til þessara mála, svo fulltrúar á búnaðarþingi í vetur geti ekki skotið sér undir það, að þeir hafi enga „skýra hug- mynd um hverja stefnu meiri-- hluti bænda aðhyllist í þessu máli“, svo notuð séu orð meiri- hluta laganefndar búnaðar- þings. Byrjunin á undan- haldinu Flóttinn er brostinn í lið íhaldsflólckanna. Þeir hugðust, að vinna það með samþyklct meirihlutans á búnaðarþingi, að Búnaðarfélag Islands yrði gjört að dvergfyrirtæki, cg skyldi fóma félaginu einungis til þess, að koma af stað óánægju innan bændastéttar- innar með þessi málalok og saka síðan stjómarflokkana um að hafa valdið þessu. Upp úr óánægjunni ætlaði þetta pólitíska spyrðuband að freista að auka fylgi s'itt meðal bænda. En þegar þeir sjá að fram- hláupi meirahlutans á Búnaðar. þingi er tekið með ró og still- ingu, þá brestur flótti í liðið. Þá þykjast þeir aðeins hafa skotið málinu til bænda. Þennan flótta munu bændur landsins reka. Þeir vilja ekki fóma hinu aldargamla félagi landbúnaðarins fyrir pólitíska spákaup.mennsku íhaldsflokk- anna, A víðavangi Viðskiptin víð útlðnd um síðustu mánaðamót. Samkvæmt bráðabirgða- skýrslum Hagstofunnar nam verðmæti innfluttrar vöru í j ágústmánuði s. 1. 3 millj. 664 þús. kr., og er það 682 þús. kr. : meira en í ágústmánuði 1935. j Ileildarverðmæti ixmflutnings- j ins fyrstu 8 mánuði þessa árs, j er 26 millj. 535 þús. kr., en þar frá ber að draga innflutt efni tii Sogsvirkjunar og til rafveitu á Isafirði og Siglu- firði, samtals 368 þús. Er því ’,röruinnflutningurinn nú raun- verulega 26 millj. 167 þús. kr., en var á sama tíma í fyrra 29 millj. 655 þús. kr. Hefir þannig orðið lækkun á innflutningnum frá í fyrra, sem nemur 3 millj. 488 þús. kr. Verðmæti útflutningsins í-á- gúst þ. á., er, samkvæmt bráðabirgðaskýrslunum, 6 millj. 908 þús. kr., en var 3 millj. 584 þús. kr. í ágúst 1935. Verð útfluttrar vöra 1. jan. til 1. sept. þ. á., er samtals 26 millj. 147'þús. kr., en var 23 millj. 408 þús. kr. á sama tíma 1935. Verzlunarjöfnuðurinn var, samkvæmt framansögðu, óhag- stæður um 20 þús. kr. um síð- ustu mánaðamót, en var óhag- stæður um 6 millj. 247 þús. kr. í lok ágústmánaðar 1 fyrra. Verzlunarjöfnuðurinn um síð- ustu mánaðamót er því rúml. 6 milj. 200 þús. kr. hagstæðari en um sama leyti í fyrra. Wennerström segir að Ásgeir sé genginn í Alþ.flokkinn. Ivar Wennerström fyrv. ráð- herra, sem hér mætti sem full- trúi sænsku stjórnarinnar á „Sænsku vikunni“ hefir eftir heimkomuna átt viðtal við aðal flokksblað sitt, Social-Demo- lcraten í Stoklíhólmi. I þessu viðtali skýrir Ivar Wennerström meðal annars frá þvi, að „forseti sameinaðs þings á Alþingishátíðinni og fyrv. forsætisráðherra, Ásgeir Ásgeirsson“, sé genginn í Al- þýðuflokkinn. Hér hefir ekkert verið kunn- gert um formlega inngöngu Ás- geirs í Alþýðuflokkinn, og á fundum í kjördæmi sínu mun Ásgeir ekki hafa gefið yfirlýs- ingu þar að lútandi. En á síð- asta Alþingi sat hann yfirleitt flokksfundi með þingmönnum Alþýðuflokksins. Ritstjóri Tímans kom heim um síðustu helgi frá fundahöldum í Norður- Þingeyjarsýslu. Verður nánar sagt síðar frá fundum þessum. T Til allra kaupenda Tím- ans I sveitum landsins er þeirri áskorun beint, að þeir stuðli að þvf, að greinar þær, sem blaðið flytur um jarðræktarlög- in, verði kunnar einnig þeim bændum, sem ekki eru áskrifendur blaðsins. Aukafunduv búnaðarþings Eins og kunnugt er, kom búnaðarþing saman til auka- fundar í Reykjavík 9. þ. m. til að taka ákvörðun um það, hvort Búnaðarfélag Islands ætti að halda áfram fram- kværnd jarðræktarlaganna og breyta lögum sínum á þá leið, að allir bændur landsins fengju beinan kosningarrétt við val fulltrúa til búnaðarþings. Iiagði landbúnaðarráðherrann, Hermann Jónasson, málið fyrir búnaðarþingið með ræðu, er birt var í síðasta tbl. Tímans. tJrslit urðu þau, að meiri- hluti búnaðarþingsins, 9 full- trúar af 14, ákvað, að Búnaðar- félag Islands skyldi afsala sér framkvæmd jarðræktarlaganna. Minnihlutinn, 5 fulltrúar, taldi aftur á móti rétt, að félagið héldi framkvæmdinni áfram og að bændur fengju beinan kosn- ingarétt til búnaðarþings. Þessir 5 fulltrúar, sem ekki vildu rýra starfssvið Búnaðar- félagsins, vora: Björn Hallsson bóndi á Rangá, Jón Fjalldal bóndi á Melgraseyri, Jón Hann- esson bóndi í Deildartungu, Kristinn Guðlaugsson bóndi á Núpi og Sigurður Jónsson bóndi á Amarvatni. Þeir munu nú áfiýja máli sínu til bændastétt- arinnar. Ósannindi Pálma Einarssonav Pálmi Einarsson endurtók í seinustu útvarpsræðu sinni þá staðhæfingu, að forsætisráð- herrann hefði í fyrra lofað þeim mönnum, sem Búnaðar- þingið hefði sent á hans fund, að skipulagi Búnaðarfélags Is- lands skyldi ekki verða breytt. Þetta er algerlega ósatt, eins og sjá má af því, að það var þá þegar lögbundið í fjárlögum cg margyfirlýst af forsætisráð- herra og meirihluta þings, að skipulag félagsins yrði endur- skoðað. — Menn sjá líka hvað það er trúlegt, að Jón bóndi í Deildartungu, sem samkvæmt orðum Pálma, á að hafa fengið þetta loforð hjá ráðherra fyrir búnaðarþingið, hefði tekið sæti í nefnd, til þess að breyta því, sem hann á að hafa fengið lof- crð um að skyldi ekki verða breytt! — Enda datt engum manni í hug að bera sér slíkt í munn á nýafstöðu búnaðar- þingi og hefði vitneskja um slíkt loforð, þó ekki verði látin liggja í láginni þar eða í nefnd- aráliti meirahlutans. . Það sem forsætisráðherra lofaði í fyrra var, að lagafrum- varpið, sem þá lá fyrir þinginu um að afnema vald ráðherra ril að skipa 2 menn í félagsstjóra, ikyldi ganga fram, og mætti búnaðarþingið kjósa sér stjórn í því trausti. — Þetta gerði bún- aðarþingið, og lögin voru sam- þykkt fyrir atbeina forsætis- ráðherra með atkvæðum Fram- sóknai’flokksins.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.