Tíminn - 23.09.1936, Blaðsíða 2

Tíminn - 23.09.1936, Blaðsíða 2
152 TlMINN Öttinn viö beinar Rosningar ræður afstöðu meirahlutans á búnaðarþingi Útvarpsræða Hermanns Jónassonar, forsætísráðherra Búnaðarfélag- íslands var í fyrstu félag áhugamanna um landbúnaðarmál. Fram til árs- ins 1923 gætti þess miklu minna en nú í búnaðarmálum, þótt fyrir það störfuðu oft dugandi áhugamenn. En 1923 voru jarðræktarlög- in samþykkt, og samkvæmt á- kvæðum laganna tók félagið við framkvæmd þeirra og síðar fleiri laga fyrir ríkisvaldið. Þessi framkvæmd jarðræktar- laganna var bundin skil.vrðum: — Landbúnaðarráðherra hafði samkv. 1. gr. laganna æðsta vald í rælctunarmálum, og skip- aði tvo af þremur stjórnendum félagsins. Búnaðarfélag íslands gekk að þessum skilyrðum og breytti félagslögum sínum samkvæmt því. Þá sátu á Búnaðarþingi margir þeirra sömu manna, sem þar sitja nú. Stjórn fé- lagsins, sem landbúnaðarráð- berra skipaði meirihlutann í, réði samkv. félagslögum mest- öllu í félaginu. Hún skipaði búnaðarmálastjóra og aðra starfsmenn félagsins. Félagið seldi því sjálft sig' undir eins- konar ómyndugraforráð land- búnaðarráðherra með því að ganga að þessum skilyrðum um framkvæmd jarðræktarlaganna. Svo miklu þótti þá skipta, að félagið hefði framkvæmd jarð- ræktarlaganna. Félagið dafnaði nú mjög ört. Hreppabúnaðarfélögum f j ölg- aði. Búnaðarfélagið styrktist vegna jarðræktarlaganna og fékk. aukna starfskrafta vegna framkvæmdar þeirra og ýmsra annara laga fyrir ríkið. — En smátt og smátt tók að bera á meinsemdum í félaginu. Búnað- arfélag íslands var svo sem kunnugt er, í síðustu kosning- um, brúkað til hins ítrasta I Sokkspólitískt. Þannig var þetta félag, sem á að vera félag bændanna, þeg- ar núverandi ríkisstjórn tók við völdum. Það var ófrjálst félag, sem ekki réði, hvern það hafði fyrir framkvæmdastjóra, réð e k k i sína eigin starfs- menn, ekki sína félagsstjórn og var misbrúkað pólitískt, svo sem mest mátti verða. Framsóknarfl. vildi, eins og hann lýsti yfir fyrir kosning- arnar 1934, gera Búnaðarfélag Islands að sterku og frjálsu félagi bænda í landinu. Þess- vegna féllst hann á það, að fella niður ákvæði gömlu jarð- ræktarlaganna um vald ráð- herra til þess að skipa meiri- hJuta í stjórn félagsins, og með atkvæðum Framsóknarmanna var þetta samþ. á Alþingi 1935. Jafnframt hafði og á haust- þinginu 1934 verið samþykkt í fjárlögunum fyrir árið 1935, sem skilyrði fyrir fjárframlög- um til félagsins, að landbúnað- arráðrerra skyldi samþykkja val búnaðarmálastjóra og að búnaðarmálastjóri skuli aðeins vera einn. Þá skyldi og ríkis- stjórnin leggja fyrir Alþingi frumvarp til laga um framtíð- arskipulag Búnaðarfélags Is- lands. Búnaðarfélagsstjórnin sagði nú upp öllum starfsmönnum sínum árið 1934, unz séð yrði hvort Búnaðarþingið, sem kom saman 1935, tæki við þessum ákvæðum og skilyrðum fyrir fjárveitingunni. Búnaðarþingið 1935 féllst þá á þessi ákvæði, enda eru þau mjög eðlileg og- sanngjörn, því að búnaðarmála-. stjóri fer nteð hluta af fram- kvæmdavaldi ríkisstjórnarinn-. ar, þar sem iiann -framkvæmir ýnts landslög, sent Búnaðarfé- lagi íslánds eru falin og hann er jafnframt framkvæntda- stjóri félagsins. Það sýnist því eðlilegt, að hann sé valinn með samkomulagi þessara aðila beggja. Búnaðarmálastjóri var svo ráðinn með samkomulagi milli búnaðarfélagsstjórnarinn- ar og mín á síðastliðnu ári. Það sem hafði áunnizt fyrir frelsi Búnaðarfélags íslands var því þetta: 1) Búnaðarþing- ið réði nú stjórn sinni, áður landbúnaðarráðherra að meiri- lduta, 2) Félagsstjórnin réði búnaðarmálastjóra í samráði við landbúnaðarráðherra, 3) Félagsstjórn skipuð af búnað- arþingi, réði alla starfsmenn félagsins, en áður réði þá fé- lagsstjórn, skipuð að meirihluta af landbúnaðarráðherra, 4) Félagið og félagsstjórn réðu öllum sínunt sérmálunt íhlutun- arlaust, en áður félagsstjórn, skipuð að meirihluta af ráð- herra, 5) Félagið fer með framkvæmd rnargra mála fyrir ríkið, án íhlutunar ríkisvalds- ins, nema ef búnaðarmálastjóra cg félagsstjórn greinir á, þá ræður úrskurður ráðherra að sjálfsögðu. Það ákvæði gilti bæði samkvæmt gömlu lögun- um og hinum nýju. Þessi heil- brigði samningsgrundvöllur milli Búnaðarfélags íslands og landbúnaðarráðherra var lagð- ur á búnaðarþingi 1935 ogþess- um grundvelli er haldið órösk- uðuni með jarðræktarlögunum nýju eins og sjá má ef menn lesa 3 fyrstu greinar laganna. Menn skyldi því ætla, að um þetta gæti ekki orðið á- greiningur nú á búnaðarþingi, þar sem frá þessu var gengið i fyrra með samkomulagi aðila. En nú þykist búnaðarþingið ekki vilja samþykkja þann grundvöll, sem það samþykkti í fyrra. Það vill ekki, að land- búnaðarráðherra sé með í vali Iiúnaðarmálastjóra, sem ekki liggur þó fyrir að velja nú, en lá fyrir þá. En þetta atriði mun nú meir yfirvarpsástæða en á- greiningur. Það sem ágreiningi veldur er raunverulega allt annað. Það er skilyrðið um beinar kosningar til búnaðar- þings, sem sett er í jarðrækt- arlögunum fyrir því að félagið fari með framkvæmd laganna. Búnaðarfélag Islands hefir gamalt og úrelt kosningafyrir- komulag. Lengi hafði einn æfi- félagi í Búnaðarfélaginu sama kosningarétt og heilt hrepps- búnaðarfélag. Fulltrúar á bún- aðarþingi eru 14 að tölu. Þeir eru nú kosnir af búnaðar- sarnböndunum, en þar mæta kjörnir fulltrúar hreppabúnað- arfélaganna. En sumir þessara fulltrúa með 7 félaga að baki hafa sama kosningarétt eins og fulltrúar með 100 félaga að baki. Sumir hreppar, sem eigá langt að sækja á sambands- fundi félaganna eiga þar sár- fáa fulltrúa, aðrir alla sína full- trúa. Menn hafa kjörgengi í stjórn Búnaðarfélags íslands, þótt þeir séu ekki í neinu bún- aðarfélagi, eins„og Svavar Guð- mundsson, sem gekk í félagið nokkuð'tíöngu:æftór'Að.~hann var orðnui st jórjiandi 'L Búnaðarf é- laginu. Iielmingur /ybúnaðar- þingsf ulltrúa,.er kosinn. á 4 ára fresti, -Með' þessu kosningafyr- irkomuiagi er engin trygging fyrir því, að búnaðaiþingið sýni vilja og stefnu meirihluta bændanna j búnaðarmálum og þá heldur ekki sú félagsstjórn, sem búnaðarþingið kýs til að fara með þessi mál. .. Það sést bezt hvílík skop- mynd stjóm Búnaðarfélagsins er orðin, þegar Svavar Guð- mundsson, sem aldrei hefir unnið sérstaklega að landbún- aðarmálum og ekki- var í neinu búnaðarfélagi er einn aðal- stjórnandi félagsins. Þessu kosningarfyrirkomu- lagi vill Framsóknarflokkurinn breyta og samkv. 7. gf. jarð- ræktarlaganna ný.ju er það gert að skilyrði fyrir því að Búnað- arfélagið fari með framkvæmd jai'ðræktarlaganna, að kosn- ingafyrirlcomulaginu sé breytt í aðalatriðunum í það horf, að teknar séu upp befnar kosning- ar, þannig, að hver bóndi í hreþpabúnaðarfélagi öðlist rétt til að eiga þátt í að kjósa full- trúa á búhaðarþing, að hlut- fallskoshingar megi viðhafa og að bak við hverh fulltrúa á búnaðarþingi standi viss tala bænda. ' . Þetta er hirr eðlilega þfóun í félaginu til þess að gera það að sjálfstæðri stofnun landbún- aðarins. • Því ef félagið á að fara méð hluta af framkvæmdávaldi rík- isins, þá er það vissulega sjálf- sagt, að búnaðarþingið og stjórn þess sé byggt á lýðræði og kosningafyrirkomulagi, svip- uðu því, er framkvæmdavald ríkisins sjálfs hvílir á. Og það er nauðsyn vegna þess, að ef Búnaðarfélag ís- lands á að verða sterk stofnmi, sem tekið er tillit til, verður það að vera tryggt með kosn- ingafyrirkomulaginu, að bak við meirihlutavald búnaðar- þingsins og bak við þá félags- stjórn, sem búnaðarþingið kýs, standi meirihlutavilji bændanna í búnaðarmálum. Þótt undarlegt megi virðast vildi meirihluti búnaðarþings, 9 af 14 fulltrúum, ekki fallast á þetta. Meirihlutinn vill held- ur afsala Búnaðarfélaginu allri umsjá með framkvæmd jarð- ræktarlaganna, en að það komi fyrir, að bændur ráði því með beinum kosningum hvernig búnaðarþingið og stjórn Búnað- arfélagsins er skipuð. Og þó er það fyrirsjáanlegt, að ef Bún- aðarþing afsalar sér fram- kvæmd jarðræktarlaganna, þá verður ríkið að taka öll önnur mál sín af félaginu, því óhugs- andi er að ríkið láti félagið fara með sum málanna ef það þarf að starfrækja búnaðarmáia- slcrifstofu fyrir framkvæmd jarðræktarlaganna. Þetta sá meirihlutinh og viðurkendi. En þessir 9 menn láta sér það ekki fyrir brjósti brenna, þótt félag bændanna afsali sér fram- kvæmd og umsjá næstum allra mála fyrir landbúnaðinn — því það verður að ske heldur en að bændur fá beinan kosningarétt í félaginu — og vilji þeirra í búnaðarmálum fái að ráða. Þessa limlestingu á félaginu segist meirihlutinn gera til þess — til hvers haldið þið, góðir hlustendur — til þess að verja frelsi félagsins! En hvað ér Búnaðarfélag íslands? Eru það ekki meðlimir félagsins, bændurnir víðsvegar um landið. Er. það árás á frelsi þeirra að þeir fái með beinum kosninga- rétti, í stað óbeins, að ráða því Kvérjir’fári 'með umboð þeirra á búnaðarþingi og hverjir stjórni félagi þeirra? Er sann- leikurinn ekki heldur alveg það gagnstæða — aukið vald og frelsi félagsmanna. Hvað á meirihlutinn þá við, þegar hann segist vilja vernda frelsi félagsins? Hann á við það, að félagið séu þeir sjálfir — meirihluti búnaðarþingsfull- trúanna. Það er „frelsi“ þess- ara 9 búnaðarþingsfulltrúa, sem verið er að vemda — á kostn- að bændanna. Það er vitað, að sumir þessara fulltrúa komust með naumindum inn í búnaðar- þingið á eigin atkvæði, um aðra að þeir mundu ekki einu sinni koma til greina aftur og því síður kosnir, ef þeir afsöluðu umboðum sínum og beinar kosningar færu fram. „Frelsið“, sem þessir 9 menn vilja vernda í Búnaðarfélaginu eru umboð þeirra sjálfra. Og til þess að vemda þetta „frelsi“ á að limlesta félagið og láta það afsala sér flestöllum málum landbúnaðarins. Með þessi launráð við íélag- ið er farið bak við bændurna. Þess er vendilega gætt að geta ekki um þessa fyrirætlan í bún- aðarfélagsskapnum út um land- ið áður en fulltrúarnir koma til Reykjavíkur. í nefndaráliti meirihlutans segir: „Fulltrúar á þessu búnáðarþingi hafa ekki eins og sakir standa á bak við sig almennt neinn kjósendavilja i þessu málí, sém gefi nokkra skýra bugmynd um hverja stefnu meirihluti bænda aðhyll- ist í þessu máli“. Jarðræktar- login voru samþykkt fyrir fjór- um mánuðum. Þessir sömu full- trúar deildu á 'ríkisstjórnina fyrir að. ekki vannst tími til að senda lögin til umsagnar. En svo köma þeir sjálfir á búnað- arþing og muna það þá fyrst, að þeir hafa sjálfir gleymt því í f jóra mánuði að leita til um- bjóðenda sinna, og ía að vita vilja þeirra,— einmitt um það atriði, sent þeir áttu að taka ákvörðun urn. Og af því þeir vita ekki eins og þeir sjálfir segja „hverja stefnu meirihluti bænda að hyllist í þessu máli“, þá taka þeir þá ákvörðun, að afsala félaginu aðallandbúnað- armálUnum — til þess að af- stýra þéim „voða“, að umbjóð- endur þeirra, bænduntir, fái beinan kosningarrétt í félaginu! Mun nú ekki hitt sanni nær, að umbjóðendur fulltrúanna, bændurnir, hefðu kosið að full- trúar þeirra kæmi heim með beinan kosningarétt þeim til handa og jafnframt með aukið vald Búnaðarfélags íslands í landbúnaðarmálunum ? Þegar ég sá nefndarálit meirihlutans, þar sem svo mjög var rasað um ráð fram, að bændum fornspurðum, og jafn- framt tekið fram, að meirihlut- inn vissi þó ekki neitt um vilja bændanna í málinu, þá lýsti cg yfir því, að ég myndi ekki láta Búnaðarfélagið gjalda hinnar óhyggilegu ákvörðunar. Ég lýsti yfir, að ég myndi elcki, sem þó lá beinast við, taka af félaginu öll landbúnaðarmál, er íélagið fer með fyrir ríkið, heldur aðeins jarðræktarlögin, eins og ó.umflýjanlegt er. Á næsta Alþingi myndi þetta verða að gerast ef fulltrúamir ætluðu að halda fast við það að neita félagsmönnum um beinan kosningarétt og lýðræði í félag- inu. Ef þeir hinsvegar sæju, að sér á búnaðarþinginu nú á næsta vetri og létu bændur fá beinan kosningarrétt, þá mundi ég afhenda félaginu aftur fram- kvæmd jarðræktarlaganna og láta það halda framkvæmd annara laga fyrir landbúnað- inn. Bændur um land allt! Nú eru þessir fulltrúar send- ir heim til ykkar. Ennþá eigið þið, bændur, að geta komið í veg fyrir að þeir limlesti Bún- aðarfélag Islands. Ef þið viljið Á síðasta Alþingi voru nýju jarðræktarlögin samþykkt. Á þingi stóðu mennirnir, sem vanir eru að láta sérhagsmuni einstaklinganna sitja í fyrir- rúmi fyrir hagsmunum fjöld- ans og hagsmunum komandi kynslóða, á móti samþykkt lag- anna, og sérstaklega beittu þeir sér á móti, sem eiga marg- ar jarðir, og hafa þegar gert miklar umbætur á jörðunum, sem þeir búa á. Bezt lconi þetta fram í af- stöðu þeirra til hámarksákvæða ll. gr. og svo til 17. gr. En meirihluti þingmanna mat hagsmuni fjöldans meir en hagsmuni fárra éinstaklinga. Þess vegna voru lögin sam- þykkt. Síðan er töluvert búið að ræða um lögin. Það héfír verið ge’rt nokkuð í blöðunum, mikið á fundum, en þó mest í viðræð- um maima á miili. I þessum umræðum hefir mjög gætt mis- skilnings eða beinna rang- færslna og þó alveg sérstaklega þegar rætt hefir verið um 17. gr. og ákvæði hennar. Svo langt hefir þetta gengið, að Magnús alþingismaður * Guð- mundsson talaði um 17. gr. í útvarpsumræðunum á laugar- dag á þann hátt, að líkast var því, sem hann hefði aldrei lesið hana, eða minnsta kosti aldreí reynt að gera sér nokkra grein fýrir efni hennar. Það sem Magmús sagði þá mun nokkrum. sinnum vera bú- ið að segja mönnum áður af andstæðingum laganna. Þeir hafa reynt að hjúpa þau í einn samanhangandi blekkingavef, og þeim hefir líka um stund tekizt að fá einstaka menn til að trúa því, að þeir segðu satt, og það er til, að menn af þéssari ástæðu hafa ekki látið mæla jarðabætur sínar nú í sumar. Vegna þessa vildi ég fara nokkrum orðum um greinina. Ég tel haná langmestu réttar- bótina, sem fékkst með lögun- um, og ég tel að hún verði tií þess að létta bændum í fram- tíðinni lífsbaráttuna. Og hefði hún frá því fyrsta verið í lög- unum, þá má færa sterkar líkur að því, að skuldirnar sem margir bændur stynja nú und- ir, væru miklum mun minni, og miklu viðráðanlegri. Ég tel mér standa nærri að gera þetta, þar sem ég fyrir fleiri árum síðan hefi rætt þetta mál, og fundið að því að svipað ákvæði væri ekki í lög- um og' nú eru í 17. gr. Ég tel líka að mér standi það nærri, sem landbúnaðarnefnd- armanni, og ég ætla að sá skilningur, sem landbúnaðar- nefnd lagði í greinina, verði láta limlesta félagið ykkar og skilja það eftir málefnalaust, til þess að geta haldið við hin- um gamla kosningarrétti — þá í'ylgið þið þessum mönnum að málinu. En ef þið viljið gera Búnaðarfélag íslands að sterku félagi, með beinum kosninga- rétti og viðtæku valdi í land- búnaðarmálum — þá eigið þiS að þvinga fulltrúana til að snúa til baka. "Spumingin er þessi: Á Búnaðarfélag íslands að vera til fyrir þá 9 fulltrúa, sem meirihlutann skipa, eða á Bún- aðgrfélag íslands að vera til fyrir bændastétt landsins? lagðui' til grundvallar við út- skýringu á hvað sé með henni meint, en raunar er greinin sjálf svo ljós, að um það þarf elcki að deila. Hugsunin sem liggur til grundvallar fyrir efni greinar- ínnar, er þessi: Jarði'æktarstyrkurinn hefir tvennskonar þýðingu. önnur er sú, að hann léttii' mönnum að framkvæma umbótina sem styrkt er, og hvetur menn til þess. Þessum tilgangi hefir styrkurinn náð. Jarðabætumar hafa aukizt og mönnum hefir \egna styrksins verið léttara að framkvæma þær, en ella hefði verið. En auk þessa eiga umbæturnar sem styrktar eru, að verða til þess að lífsbarátta bændanna á jörðunum verði léttari en hún var, á meðan umbótin var ekki gerð. Þetta hefir ekki náðst nema að litlu leyti. Sá sem var á jörðinni og fékk styrkinn, hann nýtur arðs- ins af umbótinni að fullu með- an hann er kyr á jörðinni. En hætti hann, þá verður annað tveggja, að hann selur öðrum manni jörðina, eða hann bygg- ir hana. Selji hann jörðina, þá aðgætir kaupandi sem við tek- ur, hvers virði endurbótin er, og kaupir jörðina það hærra, sem nemur því, sem hann nú telur léttara að búa á henni. Sá er selur, er því búinn að festa verðhækkunina í jörðinni, búinn að láta viðtakanda borga sér hana, og þar með búinn að láta hann vaxta upphæðina það hátt, að ekkert er betra að búa á jörðinni, með þeirri vaxta- byrði, en að búa á henni án umbótanna. Sé hún ekki seld, verður hún leigð, og leig- an þá hækkuð tilsvarandi sem jörðin hefir batnað. Þetta hefir komið greinilega fram hin síðari ár. Fyrst með- an sömu mennimir bjuggu á jörðunum og fengu styrkinn, þá gekk allt vel og menn urðu þessa ekki varir. En þegar þeir fóru að selja jarðirnar, þá kom þetta í ljós. Það munu vera nokkuð á annað þúsund jarðir, sem búið er að selja og hækka vegna styrksins, eða umbót- anna seni styrkurinn var veitt- ur fyrir. Þessar jarðir eru bún- ar að fá yfir 2 miljónir kr. í styrk. Ef við gerðum ráð fyrir að jörðin hækkaði í verði, sem næmi hálfum kostnaði við um- bót þá, sem styrkur var veitt- ur til, þá er það yfir 1 miljón, sem bændur landsins, senr nú búa á þessum jörðum, þurfa að vaxta, fram yfir það, sem verið hefði, ef greinin hefði alltaf verið í lögunum. Það er þá líka svo, að meiri hluti af þeim bændum, sem nú Framh. á 4. síðu. Páll Zophoníasson; 17. greinin

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.