Tíminn - 23.09.1936, Blaðsíða 4

Tíminn - 23.09.1936, Blaðsíða 4
154 TIMTNN Ræða búnaðarmálastj. Framh. af 3. síðu. \ handa skömmu áður. Aumari skollaleikur hefir aldi’ei verið leikinn fyr af ís- lenzkum stjórnmálamönnum. Þeir treysta því, að bændur sjái ekki í gegnum þennan vef lævísi og blekkinga. En bænd- ur landsins eru áreiðanlega ekki svo skyni skroppnir, að þeir sjái ekki, að hér eru á ferðinni kjósendaveiðar af auð- virðilegasta tæi. En þessir flokkar hafa nú þegar rekið sig á það, og munu þó án efa verða þess enn betur varir síð- •ar, að bændur sjá við slíku. Hlutur Bændafl. er þó enn aumari í þessu máli. Hann flytur sjálfur tillögu 1934 og 1935, sem hann hálfu ári síðar hamast á móti, af því að hann þá treystir því, að bændur, af ímynduðum stundarhag, muni fylgja sér að málum. — En ís- lenzkir bændur eru það þrosk- aðir, að þeir láta ekki leiða sig þannig afvega. Tíminn er nú þrotinn. Að síðustu þetta. Kynnið ykkur jarðræktarlögin sem bezt. Lesið vandlega þau ákvæði laganna, sem mest hef- ir verið deilt á. Dæmið þau ekki í ljósi þeirra blekkinga, sem þyrlað hefir verið upp í Lesið lögin sjálf og dæmið svo. málgögnum andstæðinganna. Hin nýju ákvæði eru einmitt sett vegna bændanna sjálfra. Þau eru fyrst og fremst sett til þess, að treysta það, að styrknum verði dreift sem jafnast til allra þeirra, er jarðrækt stunda. Og í öðru lagi er með ákvæðum 17. greinar verið að tryggja það, að jarð- ræktarstyrkurinn verði til lang- frama bundinn í býlum lands- ins. Að þar myndist höfuðstóll, sem jarðræktannenn og bænd- ur þessa lands fái að nota vaxta- laust við þau mikilvægu verk- efni, að breyta frjómögnum jarðar í daglegt brauð. En vegna bændastéttarinnar sjálfr- ar er bannað, að þessu vaxta- lausa fé verði breytt í lánsfé aftur. Aðrar' kvaðir eru ekki lagðar á þá, sem jarðræktar- styrkinn fá. — Ég endurtek til- mæli mín til ykkar, allir, sem á hlýðið, hvort sem það eru bændur eða aðrir jarðrætkar- menn, kynnið ykkur málið sem bezt, því að ég veit, að ef þið setjið ykkur vel inn í á- kvæði laganna, þá sannfærist þið um það, að hin nýju jarð- ræktarlög eru miklu hæfari til þess að vinna að réttlátri og eðlilegri þróun hins íslenzka landbúnaðar, en gömlu jarð- ræktarlögin voru, enda þótt þau itafi gert mikið gagn. Af þessum ástæðum hefir Framsóknarfl. unnið að endur- skoðun jarðræktarlaagnna, og liann veit að bændur verða hon- um einhuga þakklátir fyrir, þegar þeir í næði hafa íhugað málið. Steingr. Steinþórsson. Kolaverzlun sxotm»AB ÖuvrzaoH&B i KOU. BaykfaWk. Mai UBS Ferðamenn ættu að skipta við Kaupfélag Keykjavíkur. — Þar hafa þeir tryggingu fyrir góðum og 6- uýrum vörum. 17. greiuin Framh. if 2. síðu. eiga erfiðast með að standa undir skuldum sínum, eru bændur, sem keypt hafa jarðir, sem búið hefir verið að hækka í verði meðal annars vegna um- bóta gerðra af styrknum. Þetta getur hver sem vill séð, með því að kynna sér þetta mál, og athuga þetta þar sem hann er kunnugastur. Þeir sem víða eru kunnugir, eða vilja t. d. athuga þá sem verst voru staddir, þá þeir sóttu um kreppulán, munu fljótlega sjá að hér er rétt með farið. Hver munur það væri þess- um bændum nú, ef skuldir þeirra væri þetta minni, getur hver og einn séð og athugað sjálfur. Þessu er reynt að breyta með 17. gr. Það er með henni reynt að tryggja það, að allir, sem nota hið endurbætta land, njóti | vaxtanna af því sem ríkissjóð- I ur hefir til verðhækkunarinnar ? lugt með styrknum, og fyrir- | byggja að það verði einungis þeim til góðs, sem styrkinn fékk útborgaðan upphaflega. | 17. gr. hljóðar svo: 1 17. gr. Við fasteignamat skal mcta, hvað mikið býli hefir auk- izt að verðmæti fyrir styrk, greiddan býlinu samkv. II. kafla þessara laga. Skal sá hluti styrksins færður í sérstakan dálk í fasteignamatsbók, sem fylgifé býlisins, og þó með- talinn í matsverði þess samanlögðu. Telst fylgiféð sem vaxta- laust framlag ríkissjóðs til býlisins, og ex óheimilt að selja eða veðsetja þann hluta fasteignarinnar, sem matsverði stvrksins nemur. Við sölu jarða skal seljandi leggja fram yfirlýsingu frá Búnaðarfélagi íslands um, hve mikils styrks býlið hefir notið frá því er lög þessi öðluðust gildi, og skal sú verð- aukning, er af styrknum leiðir, sbr. undunfarandi málsgr., tilgreind sérstaklega í kaupsamningi. Seljist býli yfir fasteignamatsverð jarðeiganda, að við- bættu virðingarverði þeirra mannvirkja, er unnin hafa veríð á jörðinni frá því er síðasta fasteignamat fói fram, skal verðhækkuninni skipt hlutfallsloga eftir verðhæð þeirri, er seljandi á í eigninni, og því verðmæti samanlögðu, sem metið er, að stafi af styrk samkvæmt lögum þessum. Ber seljanda að greiða þann hluta verðhækkunarinnar, er af styrknum leiðir, til hlutaðeigandi bæjar- eða sveitarsjóðs. Að því leyti sem söluverð jarðar er metið hækka af ástæð- um, sem eru óviðkomandi þeim umbótum, er styrkur hefir verið greiddur til, skal sú verðhækkun undanþegin greiðslu til bæjar- eða sveitarsjóðs. Nú selst jörð fyrir neðan fasteignamatsverð, að við- bættu matsverði umbóta, er gerðai- hafa verið frá því er síðasta fasteignamat fór fram, og lækkar þá fylgifé jarðar- innar hlutfallslega. Að því leyti sem meta þarf við sölu jarða umbætur, pr gerðar hafa verið eftir að fasteignamat fór síðast fram, og meta og úrskurða, af hverjum ástæðum verðhækkun stafar, skai slíkt mat framkvæmt af 3 mönnum. Dómkveður sýshi- maður eða bæjaifógeti 2 þeirra, en hlutaðeigandi trúnaðar- maður Búnaðarfélags íslands skal vera oddamaður. Skal matskostnaður ákveðinn í matinu og greiddur af seljandá. 171 þess nú að menn fái sem beztan skilning á greininni, þá skal ég búa til dæmi, eins og aAla má að þau komi fyrir í framtíðinni. Segjum að einhver jörð sé nú ’ metin á 10 þús. kr. Einhvern- tíma í framtíðinni verður þessi jörð komin í það að hafa fengið hámarksstyrk eða 5000 kr. Við skulum hugsa okkur að hann væri allur veittur eftir að lög- unum var breytt á síðasta þingi, og því ætti nú öll sú verðhækkun, sem orðið hefði vegna styrktarfjárins, að verða fylgifé jarðarinnar. Sá bóndi, sem búinn væri að fá hámarksstyrk, væri vitan- lega búinn að leggja mikið sjálfur til jarða- eða húsabót- anna sem styrkurinn er veittur út á. Hve mikið það væri, færi eftir því, hver umbótin væri sem gerð hefði verið. Mats- mennirnir yrðu að meta það. Að því búnu verða þeir að meta hve miklu meira virði en 10 þús. kr. jörðin væri nú, og hve mikið af þeirri verðhækk- un kæmi af umbótunum. Ef við hugsuðum okkur að þeir fyndu, að þessi bóndi, sem bú- inn væri að fá 5000 kr. styrk, liefði sjálfru lagt fram 10000 við framkvæmd umbótanna, framyfir styrkinn, þá hefðu jarðabæturnar alls kostað 15 þús. kr. o g styrkurinn þá numið 1/3 af kostnaðinum. Ef þeir nú mettu að jörðin eða landið gæti hækkað um 9000 vegna umbótanna, þá væri fylgifé þessarar jarðar þriðjungurinn af 9000 kr. eða kr. 3000,00. Hefði sjálft frumverð jarð- arinnar ekki breyzt, þá væri þessi jörð metin á 19,000, en sí því væri fylgifé sem hvorki mætti selja né veðsetja, 3000 krónur. Nú skulum við gera ráð fyr- ir að bóndinn seldi jörðina. Fyrst skulum við gera ráð fyrir, að hann seldi hana á ! 19000 kr., eða matsverðið. j Kaupandinn þarf - þá ekki að borga fylgiféð eða 3000, og borgar því bara 16000. Það þarf hann að vaxta í stað 19 þúsund kr., ef greinin ekki vaeri. Þá skulum við gera ráð fyr- ir að hann seldi jörðina á kr. 28500. Þá kemur 3. málsgr. 17 gr. til framkvæmda. Eftir henni tilheyra fylgifénu 8/19 af verðhækkuninni, sem er umfram matsverðið, eða 1500 krónur. Kaupandinn yrði þá að I borga 24000 kr. fyrir jörðina, ; en seljandi yrði að borga 1500 I kr. í viðkomandi sveitar- eða bæjarsjóð. Bæjar- og sveitar- sjóður er hér gerður aðili, ein- ungis til þess, að svona sölur : komi síður fyrir. Þegar hann 1 hefir sjálfur fjárhagslegar á- j stæður til þess að vilja vita i um söluverðið, þá eru meiri llk- ur til að ekki verði um bak- samninga að ræða, og auk þess hefir sveitarsjóður áhuga fyr- Tilkynning. trá tlng’málará.ðnnant ríkisins. Bændur og yfirleitt allir sem hafa óhuga fyrir að flug komist aftur á hér á landi, eru hér með vinsamlega beðnir að tilkynna um sva?ði þau er þeir telja heppileg fyrir lendingu flugvéla, hvort heldur er á þeirra eigin landi eða annar- staðar. Svæðin þurfa að vera minst 600 x 600 metra stór, og annaðhvort renni- slétt eða mjög auðsléttuð. Bændur hafið hugfast hve mikið gagn flugvélar geta gert ykkur, hefjist handa áður en snjór fellur og mælið staði þá er þið teljið heppileg'a fyrir lendingu flugvéla, og sendið sem nákvæmastar upplýsingar um legu, stærð og ásigkomulag svæðisins til flng'málaráðnnants ríkisfns Reykjavik ii’ því, að sá sem kaupir, verði sem beztur þegn í sveitarfélag- inu, og þurfi því ekki að of- hlaða sig með vaxtabyrðum. Af báðum þessum ástæðum þótti rétt að koma sveitarsjóði í málið, og réttara að gera það, en að láta fylgiféð vaxa um upphæðina, því þá var hættara við baksamningum, sem ekki kæmu fram í kaupbréfinu sjálfu. Enn skulum við gera ráð fyr- ir að þessi jörð seldist nú ekki nema á t. d. 15000 kr. Fylgiféð hefir þá minnkað um 3/19 af 3000 krónum eða kr. 473 og kaupandinn yrði þá að greiða fyrir jörðina 12473 kr., en íylgiféð færi niður í 2527 kr. Með þessum dæmum ætla ég að menn sjái hvemig grein- in kemur til með að létta þeim búskapinn á jörðinni sem við henni tekur á hverjum tíma, og hvernig hún fyrirbyggir að sá er jörðina átti, þegar styrk- urinn var borgaður út, geti selt verðhækkunina, sem styrk- urinn orsakaði, og þar með gert umbótina lítils eða einkis virði fyrir þann, sem við tekur. Með þessum dæmum ætla ég líka að menn sjái að hverju er stefnt. Stefnan er að létta bændun- um í framtíðinni lífsbaráttuna, án þess að gera það á kostnað þeivra, sem nú búa á jörðunum. Þegar tímar líða, munu bændur landsins blessa þá stéttarbræð- ur sína, sem báru þetta mál t'ram til sigurs. Sá, sem styrk- inn fékk, hefir haft hans full not. Styrkurinn létti honum að framkvæma jarðabótina. Styrk- urinn létti honum einnig lífs- baráttuna meðan hann bjó á jörðinni. Og það var það, sem styrknum var ætlað að gera. En styrkurinn á ekki að verða eign hans við sölu. AUir sem á jörð- inni búa síðar, eiga að njóta hans. Og þama skilur okkur að, mig og þá aðra, sem sam- þykktu 17. gr., og hina, sem meta meir hagsmuni mann- anna, sem eiga jarðirnar þegar styrkurinn er veittur, en hags- muni allra þeirra, sem síðar koma til með að búa á jörðun- um. Spumingin er í rauninni þetta: Hvort á að taka meira tillit til hagsmuna mannsins, sem selur jörðina eða allra þeirra, sem síðar koma til með að búa á henni? Hvort á heldur að styrkja þann, sem eignaumráð hefir yf- ir jörðinni, þegar styrkurinn er veittur, til að geta selt hana riokkuð hærra vegna styrksins, en létta öllum sem síðar búa á jörðinni lífsbaráttuna með því að láta þá ekki vaxta verð- hækkunina? Um þetta greinir sérhags- munamennina á við okkur hina. Spunavélar smíðar undirritaður og selur með þessu verði: lö þráða kr. 300,00 20 þráða kr, 330,00 25 þráða kr. 360,00 Steián Jónsson, Núpi pr. Djúpivogur. Ágæt herbergí tii leigu á Hverfisgötu 32 yfir lengri eða skemmri tíma. — Hentugt fyrir ferðafólk. — Sími 3454. •£• Alil með íslenskum skipum! I útvarpsumræðunum á laug- ardag sagði Magnús Guð- mundsson orðrótt: „Hugsum okkur, að bóndinn væri búinn að fá svo mikinn styrk, að eign hans í jörðinni væri orðin eng- in“. Vill ekki M. G. útskýra hvemig þetta mætti verða? Hann sagði líka þetta: „Eftir því sem bóndinn gerir meira é jörðinni saxast meira og meira á eign hans í henni, en að sama skapi vex hluti ríkissjóðs". Vildi hann ekki útskýra hvem- ig þetta mætti verða? Til eru trúgjamir menn. Sumir hafa þetta eða hitt blað- ið fyrir sinn pólitíska guð, og sumir hafa Magnús Guðmund3- son fyrir átrúnaðargoð í póli- tík. Þess vegna hefir tekizt að fá nokkra bændur til þess að trúa staðleysum. Og einstöku menn hafa sýnt trú sína í verk- unum með því að láta ekki mæla hjá sér jarðabætur. Ég hefi heyrt um eina 20 menn víðsvegar um landið, sem ekki hafa látið mæla af ótta við það „að jarðimar yrðu þá ekki lengur þeirra eign“, eins og einn þeirra orðaði það \ ið mig. Það er illa gert að fara svona að. Þessum bændum, sem ég hefi heyrt að ekki létu mæla í ár, veitir flestum ekki af sín- um styrk. En þeir trúa á fals- spámenn, og því fer sem fer. Einasta leiðin til þess að bjarga þessum mönnum frá fjárhagslegu tjóni væri sú, að ráðherra skýrði lögin á þann , veg að mæla mætti jarðabætur þeirra að ári, en væri það ekki , hægt, færi vel á því, að falsspá- i mennirnir sjálfir bæm fram lagabreytingu á þingi í vetur, í sem gerði það fært að hinir af- í vegaleiddu þyrftu ekki að verða ! af jarðabótastyrk fyrir tilhæfu- lausar blekkingar, sem þeir hafa haft í frammi. Páll Zóphóníasson. Fjármark Guðm. P. Ásmunds- sonar Þormóðsdal Mosfellssveift: 1. Biti t'raman hægra. Biti framan fjöður aftan vinstra, 2. Heilrifað biti fr. hægra. Tvístýft aftan vinstra. Brennimark: Palli. (Fullorð- ið fé hornskellt á báðum hornum. A. Gabrielsson rædir álíft siftft á íslendingum víð sænskft blað Göteborgs Handels- och Sjöfarts-Tidning birti nýlega allrækilegt samtal um Island, sem blaðið hafði átt við Assar Gabrielsson, forstjóra Volvo-bílasmiðjanna, er hann kom heim úr íslandsferð- inni. Hr. Gahrielsson dáist, mjög að íslenzkri menningu, en getur þess að afkoma landsmanna sé um of duttl- ungum háð, þar sem hún velti að svo afarmiklu leyti á því hvort vel ári um fisk- og síldveiðar, og markað fyrir þessar afurðir. Getur hann þess, að undanfarið hafi eklti vel árað í þessu efni og hafi landið því orð- ið að mæta þeim erfiðleik- um með innflutningshöftum og bætir svo við: „Að einu leyti er þetta leiðinlegt, ekki sízt fyrir sænska útflytjendur, en á hinn bóginn ber röggsemi Islendinga í því að skera niður innflutninginn, vott um það, að þjóðin hefir framúrskarandi mikinn hug á því að færa allt í lag og að hún mætir erfiðleikunum með viturlegum ráðstöfun- um!“ Ritstjóri: Gísli Guðmundsson. Prent&m. Acta.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.