Tíminn - 21.10.1936, Blaðsíða 2

Tíminn - 21.10.1936, Blaðsíða 2
168 TfSilffH Vetrarkoman Sumarið er að kveðja. Það var hið bezta fyrir sveitir landsins. Sumarblíða kom með almanakssumri, og hún kom til bændanna eins og frelsandi hönd almættisins, til að leysa þá undan því þunga fargi og þeim miklu áhyggjum, sem glíma þeirra við síðastliðinn vetur olli þeim. Spretta varð góð, og sum- staðar ágæt. Töður voru hirtar nokkuð djarft allvíða, og því hitnaði fullmikið í þeim. Það er því hætt við að eggjahvítu- efni omuðu töðunnar séu þung- meltanleg, og kýr geti ekki mjólkað háa nyt af henni einni. En víða er taða ágæt, og má fullyrða að hún sé með því bezta, sem hún getur orðið. Síðasti heyskapur sumarsins hraktist nokkuð sumstaðar, en óvíða svo að verulegur skaði hlytist af. Almennt eru því hey með meira og betra móti. Garðávöxtur var góður, en kartöflugras féll síðustu daga ágústmán. á Austurlandi og því er þar aðeins meðalspretta í görðum. Fé er vænt, þar sem það er heilbrigt, og það er sem betur fer víðast um landið, þó út af bregði í 4 sýsluhlutum. Haustið hefir Norðan- og Austanlands verið með afbrigð- um gott. Sumarið hefir því búið vel undir veturinn. Bjargræðistím- inn hefir notast vel, en þó sum- arið sé kallað bjargræðistím- inn, þá er þá ekki gert annað en koma vetrarforðanum í hús og 'tóftir, og hvemig bjargræðis- tíminn notast, sem peningar í bú bóndans, fer svo eftir því, hvernig honum tekst að vetr- inum, að nota heyjaforðann og láta skepnumar breyta honum í arðgæfar afurðir. Þetta starf liggur nú fyrir bændunum. Nú eiga þeir í vetur að fóðra fén- aðinn svo að hann breyti hey- unum í sem mest af seljanleg- um afurðum, og hann verði í því s'tandi, er vorið kemur, að geta notað sér til fulls, sumar- bagana næsta sumar. 1 sam- bandi við þetta vildi ég benda bændum á eftirfarandi: Þar sem seint var byrjað að slá, svo taða var sprottin úr sér, og þar sem svo hitnaði í henni, að hún ornaði, þarf að gefa hámjólkakúnum fóðurbæti með, eigi þær að sýna fullt gagn. i Hámjólkakúnum þarf að gefa fóðursalt kringum burðinn. Matskeið á dag í 1 'til 2 mánuði fyrir og eftir burð. Sama árangri má ná með því að gefa beinamél, og þá % til V2 kg. á I dag. i Menn ættu að haustnóttum að eiga fyrirliggjandi á heim- ilum nokkur þau helztu meðul, sem til þarf að grípa þegar kýr 1 veikjast. Með því að eiga meðul fyrir 3 til 5 kr. má oft vama því að kýr missi nyt vegna lakaþembu, lystarleysis o. fl. Hittið því næsta dýralækni. Fáið hjá honum heimiliskúa- apótek, með því getið þið oft bjargað kú úr dauðans greip- um, og oft komið í veg fyrir afurðatap. Með kvíða líta þeir nú fram á veturinn, sem eiga veika féð. 1 Borgfirðingar, Vestur-Húnvetn- ingar og Suður-Þingeyingar mega búast við þvi að erfitt reynist að verja féð vanhöld- i um. Nú drepst fé á þessum stöðum. Það er nú loksins farið að rannsaka þetta. Dungal, Ás- geir Einarsson, Guðmundur 1 Gíslason o. fl. vinna að því, og þess er að vænta að þeir finni hvert dauðameinið er, finni i hvernig féð tekur veikina, hvernig það verður varið fyrir henni, og hvemig hún verður læknuð. En enn liggur ekkert það fyrir, er dregið geti úr ugg manna og ótta, og það er hyggi- legt af mönnum á þessm svæð- um, að fækka fénu í bili, og : koma því af því, sem mest leggur sig í verð í haust. Enn vil ég minna menn á, að láta féð ekki leggja af í haust áður en það er tekið. Með því minnkar mótstöðuþrót'turinn, og með því er boðið heim alls- kyns fjárpestum síðari hluta : vetrar. Gætið þessa því vel, og sérstaklega þó þar sem veila er | fyrir í fénu. í Veturinn í fyrra minnti að I minnsta kosti Austfirðinga og 1 Norðlendinga á það að vel ber ! að setja á. Og aðrir vetrar . hafa áður minnt á þetta. Bænd- i ur urðu í fyrra að kaupa fóður- bæti fyrir um 400 þús. kr. Gæt- ið nú vel að ásetningnum í haust. Munið að allur heyskap- Víssu forstjórar Ffsksölu sambandsins að líran myndí falla ? ur sumarsins er í veði, ef út af bregður og fóðurskortur verður. Þá umsetja skepnum- ar ekki vinnu ykkar í sumar í afurðir. Og minnist þess, að það er oft erfitt verk að afla og draga að sér fóður, þegar snjóar og ófærð er komin. Og enn getur landsins fomi fjandi — hafísinn — sýnt sig 0g lok- að siglingaleiðum. Hafið því gát á ásetningnurn. Það er siður að óska gleði- legs sumars. Aftur þekki ég hvergi að menn óski h vo: öðr- um gleðilegs vetrar. Og þó tr þess meiri þörf. Þá er einangr- unin meiri. Þá er erfiðið meira. Og undir því að íólrun skepn- anna takist, er það komið hvort bóndinn fær arð af striti sum- arsins eða ekki, og hver sá arð- ur verður. Það ríður því ekki síður á því að vetrarverkin verði gleðilega úr hendi leyst en sumarverkin. Undir þeim er komið hver not verða af sumr- inu næst á undan. Ég vil því brjóta gamlan vana 0g óska ykkur þess, bændur, að vetur- inn verði ykkur gleðilegur. Þið ráðið því nokkuð sjálfir, hvort svo verður eða ekki. Það er fyrst og fremst undir ásetn- ingnum komið. Það er ennfrem- ur komið undir því, að þið unnið starfinu. Ég vona, að þið látið öll skilyrði vera til staðar. Þá þarf ekki að óska ykkur gleðilegs vetrar, þá verður hann ykkur gleðilegur. Þið hafið þá sjálfir skapað ykkur starfsgleð- ina, en hún er sú gleðin, er mesta fullnægju veitir. Og ég v il þá óska ykkur þess, að starf ykkar hvers eins í vetur, megi færa ykkur gleði, í þeirri von að svo megi verði segi ég gleðilegan vetur. Sunnudaginn síðasta í sumri. Páll Zóphóníasson. Ágæt herfoergi til leigu á Hverfisgötu 32 yfir lengri eða skemmri tíma. — Hentugt fyrir ferðafólk. — Sími 3454. Ferðamenn ættu að skipta við Kaupfélag Reykjavíkur. — Þar hafa þeir tryggingu fyrir góðum og ó- dýrum vörum. Morgunblaðið sagði fyrir nokkrum dögum í grein, sem prentuð er í Isafold og send út um sveitirnar: „Hver einasti hvítur maður, sem við miililandaviðskipti fæst, hefir séð í allt sumar, að gengisfall ítölsku lírunnar var vfirvofandi“. Hvernig mundu þeir þá vera á litinn, forstjórar Fisksölu- samlagsins, þeir Ríkharður Thors, Kristján og Proppé. Ekki sáu þeir fyrir gengis- fall lírunnar. Þeir þóttust meira að segja hróðugir að geta í september samið um sölu á tveim fisk- föi*mum fyrir ítalskar lírur, sem ekki eiga að greiðast fyr en í nóvember eða desember. Og verðið sem þeir seldu fyr- ir sannar að þá hefir ekki ór- að fyrir gengisfalli á lírunni. Þessir tveir seldu, en ósendu fiskfarmar, hefðu því gefið sjómönnunum 30% lægra verð íyrir fiskinn, en venjulega, ef ábyrgð ríkisins og ráðstafanir ríkisstjóniarinnar og gjaldeyr- isnefndar um sölu á lírununi til vefnaðarvörukaupmanna hefðu ekki komið til. Eða eru forstjórar Fisksölu- samlagsins kamiske „hvítir menn“ frá sjónarmiði Morgun- blaðsins. Vissu þeir gengisfall lírunnar fyrir? Vissu þeir það þegar þeir sömdu um sölu á tveim fisk- förmum, sem greiðast eiga í nóvember, að andvirði þeirra mundi ganga saman um þriðj- ung í október? Vissu þeir það, Valtýr Stef- ánsson! Hafi þeir vitað það, þá hefir {iessi sala verið framkvæmd með fullri vitund um, að hún hlyti að skaða sjómenn og útgerðarmenn, sem fiskinn áttu,. og þá jafnframt landið i heild sinni. Hafa þeir fómað svona miklu verðmæti, aðeins til þess, að Morgunblaðið og önnur mál- gögn íhaldsflokksins gætu fengið tækifæri til að saka gjaldeyrisnefnd og ríkisstjórn fyrir þær bjargráðaráðstafanir, sem hún hlaut að grípa til, til þess að forða sjómönnum frá tapi á þessari fisksölu, að svo miklu leyti sem auðið varð. Er þessu svona farið, Val- týr Stefánsson? Eru forstjórar Fisksölusam- lagsins samsærismenn, sem sitja á svikráðum við sjávarút- veginn og þjóðina í heild sinni, aðeins til þess að reyna að skaða þá ríkisstjóm, sem nú fer með völd? Þér skuluð svara, Valtýr! Spekingarnir við Morgun- lilaðið segja nýlega að aHir „hvítir menn“ í heiminum hafi vitað það fyrir, að ítalska líran myndi falla. í Englandi er gefið út blað, sem heitir „The New States- man and Nation“. Það er ekki víst, að ritstjórar Mbl. kannist við þetta blað, en það er a. m. k. þekkt og lesið í öllum ríkj- um „hvítra manna“, og er eitt þeirra blaða, sem bezt fylgjast með heimsviðburðum. Þann 3. október sl. — tveim dögum áður en ítalska líran íéll — birtir þetta alþekkta, enska blað ritstjórnargreinar um fall frankans og gengis- málin yfirleitt. Þar er því slegið föstu, að Þýzkaland muni að minnsta kosti fyrst um sinn halda fast við núverandi gengi marksins. Síðan segir svo (orðrétt): „Það lítur út fyrir að ítalia ætli að fylgja sömu stefnu. Mussolini hefir enn þá ekki get- að fengið sig til að taka aftur yfirlýsinguna sem hann gaf fyrir nokkrum árum, um það, að fascistar myndu aldrei, aldrei fella verðgUdi hinnar heilögu myntar, lírunnar — Á ensku: „Italy appears to be follo- wing the same line. Miissolini Var það kannske af þessum toga spunnið, þegar þessir sömu menn neituðu að láta fala 80 þúsund pakka af fiski til Portugal í sumar fyrir 31 shill- ings pakkann. Síðan hafa þeir selt fyrir 29 sh. og munu nú til með að selja megnið af þessum sömu 80 þúsund pökkum fyrir 27 sh. Sitja þessir menn á svikráð- um við landið? Þarna munu þeir hafa spilað ! öllu meira úr höndum sér af ! verðmætum frá aðþrengdum ! atvinnuvegi og fátækum sjó- mönnum, en gengisf^ll lírunn- ar kemur til að baka þessum sömu aðiljum. Gerðu þeir þetta af ásettu ráði, forstjóramir, Ríkarður, Kristján og Proppé? Þér segið til, Valtýr Stefáns- son! has not yet made up his mind to eat his words of some years ago when he declared Fascism would never, never devalue the sacred lira.“ ■ Þennan dag, 3. okt., er „New Statesman“ sýnilega enn þeirr- ar skoðunar, að Italía muni „f.vlgja sömu stefnu“ og Þýzka- land í gengismálinu og að líran muni ekki falla. Þessi almenna skoðun í Eng- landi og annarsstaðar hefir vafalaust að verulegu leyti byggst á áðurnefndri yfirlýs- ingu Mussolini um það, að Fascistar myndu aldrei fella líruna í verði. Síðastl. vetur, þegar enn var allt í óvissu um Abessiníustríð- ið, bjuggust ýmsir við, að faU lírunar væri óhjákvæmilegt. En síðan Italir unnu sigra sína í Afríku og refsiaðgerð- unum var af létt, hefir aHs ekki verið búizt við því, að líran myndi falla. Jafnvel 3. október álíta rit- stjórar „New Statesman and Nation“, að Mussolini muni halda fast við yfirlýsingu sína. Þann 5. október er líran fall- in um 30%. Og þessir brezku stjómmála- ritstjórar verða víst ekki framar „hvítir menn“ í augum Mbl.! Efu hYítir menn í Bretlandi? söluna tii I. Síðastl. fimmtudag (15. þ. m.) birtist í Nýja dagbl. grein undir fyrirsögninni „Fisksalan til Portugal“, þar sem flett var ofan af vítaverðum mistökum í fisksölu hjá Sölusambandi ísl. fiskframleiðenda. I greininni Var skýrt frá sem hér segir: „Löngu áður en uppreisnin brauzt út á Spáni í sumar, mátti heita að Spánn væri lok- að land fyrir viðskiptum við Island. Andvirði saltfisks, sem þangað hafði verið seldur, fékkst ekki greitt, og ekki var hægt að fá venjulegar banka- ■tryggingar fyrir saltfiski sem þangað yrði sendur, þótt kaup- endur væru fyrir hendi. Og sama var ástandið gagn- vart öðrum löndum sem selt hafa saltfisk til Spánar. Nokkrum dQgum áður en upp- reisnin á Spáni brauzt út, ráð- lagði umboðsmaður Sölusam- bands ísl. fiskframleiðenda, í Lissabon, Fisksölusamlaginu að íð saltiísk- Portugal bjóða 80 þúsund pakka af salt- fiski til Portugal fyrir 31 shil- iing pakkann, en þetta var að kalla 12% hærra verð, en meg- inið af saltfiski héðan hafði verið selt fyrir síðas'tliðið ár til Portugal. En hvað skeður? Fisksölusamlagið neitar að láta fiskinn falan fyrir þetta verð! Nú lá það í augum uppi, að úr því að fjárhagsörðugleikar Spánar voru orðnir svo miklir, að ekki var unnt að búa tryggi- lega um sölu á saltfiski þang- að, þá hlaut að skapast örtröð á. öðrum saltfiskmörkuðum, og þá einkum í Portugal, sem kaupir samskonar fisk hvað verkun snertir og Spánn, og auk þess all'táf hefir greitt andvirðið í „frjálsri valutu“. Enda stóð ekki á því, að að- í'lkeppinautar okkar, Norð- menn, notuðu sér tækifærið. Afleiðingin af þessari ráðs- mennsku hinna þriggja hálaun- uðu forstjóra Fisksölusam- lagsins íslenzka er sú, að nú eru þeir að bjóða þennan sama fisk fyrir 27* 1 2/3 shillings, sem þeir í sumar ekki vildu láta fal- ann fyrir 31 sh. En tapið sem sjómenn og aðrir fiskeigendur verða fyrir, nemur hundruðum þúsunda króna.“ H. Þeim, sem ábyrgðina bera á framkvæmdum S. I. F. hefir eðlilega sviðið það, að þessi stórfelldu mistök þeirra skyldu vera gerð almenningi kunn. Sama dag barst Nýja dag- blaðinu eftirfarandi bréf und- irritað af Ólafi Proppé, Thor Thors og Kristjáni Einarssyni. Forstjóramir reyna í þessu bréfi að þvo hendur sínar og koma ábyrgð eða a. m. k. „sam- ábyrgð“ á þessy verki yfir á aðra menn. En í rauninni er bréfið ekkert annað en játning um, að Nýja dagblaðið hafi skýrt nákvæmlega rétt frá. Er játningin staðfest með sím- skeyti frá Lissabon og bókun úr gerðabók hjá stjóm S. I. F. 16. júlí sl. Nýja dagblaðið hefir talið sjálfsagt að birta bréfið í heilu lagi. En það hljóðar á þessa leið: „Sölusamband íslenzkra fiskframleiðenda Reykjavík 15.10. ’36. Herra ritstjóri! Vegna ítrekaðra árása yðar á ioistjóra S. í. F., út af fisksölu til Portúgal, sjáum við okkur knúða til að æskja þess, að þér birtið án tafar í blaði yðar neðan- greindar athugasemdir: 1. það er stjóm S. í. F., en ekki forstjórarnir, sem endanlega á- kveður verðlag á saltfiski til allra markaða. í stjóm S. í. F. eigasæti i menn, kosnir af aðalfundi félags- ins, þar A meðal tveir fulltrúar liankanna, og tveir fulltrúar ríkis- stjórnarinnar, þeir Héðinn Valdi- marsson, alþ.m. og Jón Ámason, forstjóri. 2. Akvörðun sú um verðlag í Portúgal, sem þér gjörið að árás- arefni á okkur, var tekin á fundi stjórnar S. í. F., 16. júlí. Um þann fund er þetta bókað: „Ár 1936, fimmtudaginn 16. júlí, bélt stjóm S. í. F. fund á venju- logum stað. Mættir Magnús Sig- urðsson, Jóhann Jósefsson, Sig- urður Kristjánsson, Björn Ólafs, Halldór þorsteinsson og Héðinn Vaidimarsson, auk framkvesmda- stjóranna Ólafs Proppé og Thor Thors. Tekið fyrir: Símslceyti frá umboðsmönnum í Lissabon viðvíkjandi sölumögu- leikum í Portúgal. Var samþykkt í einu hljóði að halda fast við verðið fyrst um sinn“. Fundi slitið. (Sign.) Magnús Sigurðsson. (Sign.) Halldór Kr. porsteinsson. (Sign.) Bjöm Ólafs. (Sign.) Héðinn Valdimarsson. . (Sign.) Sigurður Kristjánsson. (Sign.) Jóhann þ. Jósefsson. Skeyti það sem um getur i fund- íirbókinni var svohljóðandi: „Innfiytjendur fastbjóða 30000 pnkka 29 shillings. Hugmynd okk- ar gjöra gagnboð 80000 (pakka) 31 shilling. Hvað álítið þið?“ Ástæða stjórnar S. í. F. til að hafna þessu 29 shillinga boði, var sú, að hún hafði ákveðið verðlag i Portúgal 33 shillings á 60 kg. pakka, en það var um 10% hærra vorð, en fvrsti nýi fiskurinn hafði verið seldpr þangað árið áður. — Vogna hins mikla aflabrests á síð- ustu vertíð, hafði stjóm S. f. F. talið nauðsynlegt að freista þess iið hækka verðlagið oa líklegt að svo mætti takast. Bnda hafði þessi verðhækkun þegar veriö samþykkt af kaupendum í Suður- Ameríku, á Cuba, á ftalíu og á Spáni; það hafði þegar verið seldur einn farmur til Spánar fyrir þetta liækkaða verð og nokkrum dögum áður, en þetta skeyti kom, var enn seld ný sending til Spánar, fyrir verð scm var 5 krónum hærra á skippund, en það sem S. f. F. bauð i Portúgal, en 17 kr. hærra en það sem Portúgal nú vildi kaupa á. Enda þótt Spánarmark- fiðurinn hafi mjög þrengst fyrir Islendingum undanfarið, áttu þó aðalkeppinautar vorir, Norðmenn og Færeyingar, greiðan aðgang að þessum markaði vegna vörukaupa þeirra á Spáni, í skiptum fyrir saltfiskinn. Við þurftum því ekk- ert að óttast um hinar litlu fisk- Irirgðir hér, að öllu eðlilegu. En nokkru eftir að umdeild ákvörðun um verðlag í Portúgai var tekin, braust uppreisnin út á Spáni. Við það gjörbreyttist allt viðhorf allra viðskipta A þessu sviði. 3. þótt hafnað væri hinu fasta tiiboði um sölu á 30000 pökkum á 29 shillings, heíir S. í. F. ekkert sannanlegt tjón beðið við það, því að skömmu síðar voru seldir þang- nð 40000 pakkar á sama verð. 4. Enda þótt þessi umdeilda á- kvörðun hafi verið tekin af stjórn S. í. F. og á hennar ábyrgð, viljum

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.