Tíminn - 27.10.1937, Blaðsíða 4

Tíminn - 27.10.1937, Blaðsíða 4
184 TÍMINN Utan úr helmí Pramh. af 1. siðu. ir stjórn hans og framkvæmdir orðið meiri en nokkuru sinni áður. Einkum hefir hann látið útrýmingu fátækrahverfanna til sín taka. La Guardia hefir þó ekki sízt unnið sér orðstír fyrir lægni sína í verkfallsmálum. Það er talið að hann hafi síðan hann var borgarstjóri átt persónuleg- an þátt í lausn 200 kaupdeilu- mála. Hann hefir hvatt fulltrúa verkamanna og atvinnurekenda á sinn fund og oftastnær með þeim árangri að samkomulag hefir tekizt. í borgarstjóratíð hans hefir lögreglan nær aldrei verið látin blanda sér 1 verkfalls mál eins og töluvert hefir verið gert í öðrum borgum. Fyrir þessar aðgerðir sínar hefir La Guardia hlotið miklar vinsældir meðal verkamanna. í New York er mikið af Gyð- ingum og nýtur La Guardia yf- irleitt stuðnings þeirra. Liggja fyrst og fremst til þess þær á- stæður að La Guardia er ein- dreginn andstæðingur fasism- ans og hefir oft viðhaft svo hörð ummæli um Hitler að þýzka stjórnin hefir gert umkvartanir út af því á stjórnarskrifstofun- um í Washington. La Guardia er ítalskur að ætt, en fæddur og uppalinn í Amer- íku. Foreldrar hans voru mjög fátækir, en þó hlaut hann sæmi lega menntun og var hann um nokkurt skeið starfsmaður við amerísku sendisveitina í Buda- pest. Er málakunnátta hans annáluð og einnig er hann mjög elskur að sönglist. Hann átti sæti á þingi Bandaríkj anna í nokkur ár áður en hann varð borgarstj óri. Vakti hann þar oft mikla at- hygli, enda er hann manna lagnastur í því að láta á sér bera, en slíkt þykir mikill kostur á amerískum stjórnmálamönn- um. Eitt sinn, þegar La Guardia bar fram í þinginu tillögu um ráðstafanir gegn aukinni dýrtíð, hafði hann meðferðis hrátt lambakjöt og svlnslæri og hampaði því framan í þing- mennina um leið og hann sagði frá því, hversu rándýrar þessar vörur væru orðnar. Frá- sögn af þessum atburði kom næsta dag í öllum stærstu blöð- unum og vakti mikla athygli á hinum unga þingmanni. t Frú Helga Björgvinsðótíir frá Efra-Hvoli. Hinn 13. des. 1903 fæddist þeim hjónunum Björgvin Vig- fússyni og Ragnheiði Einars- dóttur austur á Hallormsstað dóttir, sem var gefið nafnið Helga. Þessi dóttir fluttist barnung með foreldrum sinum á Suður- land, og ólst þar upp með þeim og lengst af á Efra-Hvoli. Þessi dóttir var ekki aðeins eftirlæti foreldra sinna, heldur allra hinna mörgu, er áttu þess kost að kynnast henni og þá ekki sízt íbúanna í byggðarlag- inu. Hún var fríð sýnum og hlý i lund, umhverfis hana var birta og glaðværð. Þess- vegna er hennar saknað um- fram það, sem algengt er, nú þegar hún hnígur að beði aðeins 33 ára gömul. Fyrir tveim árum fluttist Helga úr föðurgarði, er hún giftist eftirlifandi manni sín- um, Þórarni Þórarinssyni frá Valþjófsstað, kennara við Eiða- skólann. í siðastliðnum mán- uði lagðist hún á sjúkrahús í Reykjavík til þess að fá bót ráðna á kvilla, sem hvorki hana sjálfa né ástvini hennar grun- aði að mundi fá þennan endi. Andlát hennar bar að 27. sept- ember. Líkið var flutt austur að Efra-Hvoli tíl heimilis hinna öldruðu foreldra, og jarðsett 12. þ. m. frá Stórólfshvolskirkju við hlið bróður hennar, Einars, sem lézt á æskuskeiði og af öllum var talinn hið álitlegasta mannsefni. Mega eiginmaður og foreldr- Verklýðsfélögin og íasisminn EStir Þórarinn Þórarinsson, ritstjóra I. Frá því var skýrt í útvarpinu fyrir skömmu, að franska stjórnin hefði skorað á verklýðs- félögin að gæta hófs í vinnudeil- um og sætta sig við úrskurði gerðardóma. Er þetta ávarp ekki sízt eftirtektarvert fyrir þá sök, að 10. og 17. þessa mánaðar fóru fram mjög harðsóttar bæjar- stjórnarkosningar í Frakklandi. Fyrir ári síðan eða rösklega það, myndu franskir socialistar, en foringjar þeirra eiga nú sæti í ríkisstjórninni, hafa talið slíka áskorun hreinustu íhalds- mennsku og fordæmt gerðar- dóma sem fjandsamlegar stofn- anir í garð verkalýðsins. En hin mikla verkfallsalda, sem flóði yfir Frakkland í fyrrasumar, stytting vinnutímans og kaup- hækkanirnar, sem fylgdu á eftir henni, hafa sannfært frönsku socialistana um þá hættu, sem stafi af óbilgjörnum verkföllum, og þá nauðsyn að vinnudeilur séu leystar á friðsaman hátt. Það er nú greinilega komið á daginn, að atvinnuvegirnir í Frakklandi hafa ekki þolað þær ráðstafanir, sem þá voru gerðar. Fjöldi iðnfyrirtækja ber sig ekki lengur og hafa því.sett stjórn- inni þá kosti, að annaðhvort verði þau að hætta störfum eöa fá einhverja aðstoð þess opin- bera. Vaxandi halli er á verzl- unarjöfnuði landsins, því fram- leiðslan vex miklu minna en þörfin fyrir aukinn útflutning. Frankinn heldur stöðugt áfram að falla, vegna hinnar óvissu og geigvænlegu framtiðar, sem hvílir yfir atvinnuvegunum. Foringjar socialista fara þess vegna fram á það við liðsmenn sína, að stofna ekki atvinnuveg- unum í meiri voða með óbil- gjörnum kaupkröfum og verk- föllum. Þeir sjá, að slíkt myndi þýða þá auknu örðugleika fyrir atvinnulífið að óvíst er, hvort fram úr þeim yrði ráðið. II. Franskir socialistar hafa þannig komið auga á þá hættu, sem fylgir misbeitingu verkfalls- réttarins. En vel hefði þeim og öðrum socialistum, sem svipað er ástatt um, mátt vera það ljóst fyrir löngu. Það er viðurkennt í öllum lýð- frjálsum löndum að verkfalls- rétturinn sé verkamönnum ó- missandi réttindi. Hann sé ör- uggasta vörnin gegn ofríki at- vinnurekendans alveg eins og kaupfélögin séu traustasta vígið gegn óbilgirni milliliðanna. Hinsvegar hefir hjá leiðtogum verkamanna ríkt mjög ólíkur skilningur á því, hvernig þessum réttindum skyldi beitt. í tveim stórum löndum, Þýzka landi og Ítalíu, ríkti sá skilning- ur á verklýðssamtökunum meðal margra forystumanna þeirra, að þeim væri heimilt að einskis- virða skipulag og hagsmuni þjóð félagsins. Með mikilli hörku var tjóni og að reynt sé í lengstu lög barizt gegn því, að nokkrar regl- ur yrðu settar um tilhögun vinnudeilna og sáttaumleitanír. í Ítalíu fótumtróðu margir verk- ar vera þess fullviss að þeim er vottuð samúð og hluttekning langt um fram það, sem sýni- lega verður við komið við and- lát og jarðarför Helgu heitinn- ar. X. fallsleiðtogar eignarréttinn og létu taka verksmiðjurnar af eigendum þeirra með valdi. Hin minnstu smáatriðl, oft óskyld raunverulegum hagsmunum verkamanna, voru látin leiða til verkfalla. Orsök þeirra virtist helzt sú metnaðartilfinning for- sprakkanna, að geta látið aðra kenna á valdi sínu. f kröfum um kjarabætur var ekki tekið tillit til ástands og afkomu atvinnu- veganna, heldur hugsað um það eitt, að geta skreytt sig með því í augum verkamanna, að hafa knúð fram þetta og þetta mikla kauphækkun. Og aldrei var neitt um það hirt, hversu mikið tjón þjóðfélagið sjálft hlaut af hinum mörgu, langvarandi 111- deilum verkamanna og vinnu- veitenda. Þetta framferði verklýðsleið- toganna var ein aðalástæðan til þess að fasismanum tókst að festa rætur hjá millistéttum þessara landa og einnig meðal verulegs hluta verkafólksins. Mönnum ógnaði hið löglausa of- beldisathæfi og ósjálfrátt sner- ist andúðin gegn því upp í fjand- skap gegn réttindum verka- manna. Meðal margra verka- manna, sem vildu vinna en voru látnir leggja niður störf vikum og mánuðum saman, festist rót- gróið hatur gegn verkfallsleiðtog unum. Langalvarlegast var þó hið mikla tjón, sem verkföllin höfðu fyrir atvinnulífið í heild. Fjöldi fyrirtækja varð févana og hætti störfum beinlinis af þessum ástæðum og áhugi at- hafnamanna um að beitast fyrir nýjum atvinnurekstri, þvarr að sama skapi og vinnufriðurinn varð ótryggari. Þannig orsökuðu hin tíðu verkföll stóraukið at- vinnuleysi, auk þess vinnutaps, sem þeim hlaut að vera samfara. Þannig áttu verklýðssamtökin einhvern drýgsta þáttinn í að eyðileggja sig sjálf með því að hjálpa fasismanum beint og- óbeint til valda. Með herfilegri misbeitingu á valdi sínu, sköp- uðu þau þann jarðveg, sem reyndist fasismanum heppilegur til vaxtar. Fólk aðgætti það ekki í örvinglan sinni, að fasisminn færði því enn meira ófrelsi og rangindi. Því fannst ástandið orðið svo óþolandi, að allt annað hlyti að vera betra. III. í öðrum löndum, t. d. á Norð- urlöndum, hafa verklýðssamtök in farið allt aðra leið. Þau hafa yfirleitt kappkostað, þó nokkrar undantekningar séu til, að beita ekki meiri hörkubrögöum en nauðsyn hefir krafið, og gera ekki ósanngjarnar kröfur til at- vinnuveganna. í flestum þessum löndum hafa fljótlega eftir að vinnudeilurnar hófust, komizt á ákveðnar reglur, sem miða að því að firra báða aðila óþörfu að leysa deilumálin, án þess að til verkfalls þurfi að koma. — Samtökin hafa virt eignarrétt atvinnurekandans og hliðrað sér hjá að stofna til verkfalla, án þess að gild rök væru fyrir hendi. Þau hafa með festu og gætni unnið sér það álit, að menn líta orðið á þau, sem ó- missandi hluta í þjóðfélags- byggingunni, er skapi hollt jafnvægi á móti yfirgangi hinna sérdrægu yfirstétta. Reynslan er sú, að þar sem verklýðssamtökin hafa fylgt þessari stefnu, hefir árangurinn af störfum þeirra orðið mestur og farsælastur fyrir verkalýð- inn. Hvergi búa verkamenn við betri kjör en á Norðurlöndum, þar sem verklýðsfélögin hafa tamið sér þessi gætnu en mark- vísu vinnubrögð. Þar standa þau nú líka í mestum blóma og þar hefir fasismanum veitzt örðugast að festa nokkrar var- anlegar rætur. Franskir sósíalistar virðast nú hafa séð, að hyggilegast er að taka upp þessa stefnu, en hverfa frá hinni, sem átti sinn mikla þátt í að skapa fasismann í Þýzkalandi og Ítalíu. En hvert stefnir verklýðs- hreyfingin á íslandi? Fylgir hún fordæmi Norðurlanda, eða þræðir óhappaleiðir hinna hrundu verklýðssamtaka í Þýzkalandi og Ítalíu? IV. í undanförnum greinarköfl- um hefir verið sýnt fram á með hliðsjón af störfum erlendra verklýðssamtaka, hversu geysi- mikil áhrif starfsemi þeirra getur haft á það, hvort fasism- inn nær að blómgast eða ekki. í Ítalíu og Þýzkalandi átti hið löglausa atferli verklýðsleiðtog- anna verulegan þátt í sigri fas- ismans, á Norðurlöndum hafa verklýðsfélögin verið ein örugg- asta vörnin gegn ásókn öfga- stefnanna. Þessi reynsla erlendra þjóða hlýtur að valda því, að allir ein- lægir vinir lýðræðisins hér á landi horfa fram á það með talsverðum ótta, hversu mjög störf ýmsra ísl. verklýðsleið- toga bera orðið keim af stefnu hinna hrundu verklýðssamtaka í einræðislöndunum. Hér í bænum er t. d. nýlokið svonefndu kolaverkfalli. Það mun leitun á verkamanni, sem ekki viðurkennir, að það verk- fall hafi verið með öllu tilefnis- laust. Stjórn Dagsbrúnar tekur þar upp afskipti af kaupgjalds- máli, sem heyrði undir annað fagfélag og var Dagsbrún þvi alveg óviðkomandi. Málið var heldur ekki komið á það stig, að nokkurt útlit væri fyrir að ekki væri hægt að leysa það á frið- samlegan hátt. En þá bar svo við, að Reykja- víkurbær átti von á kolaskipi og stöðvun þess gat orðið bænum óþægileg. Stjórn Dagsbrúnar fær því þá hugmynd, að ef hún stöðvi skipið, geti hún ef til vill neytt bæinn til að verða við kröfu kyndaranna og þá hljóti hún, en ekki Starfsmannafélag Reykjavíkur heiðurinn af kaup- hækkuninni. Það er alveg augljóst mál, að hugsanagangur Dagsbrúnar- stjórnarinnar hefir verið á þessa leið. Hún heldur sig sjá góðan leik á borði til að auka á- lit sitt og ímyndar sér að þetta muni allt ganga eins og í sögu. Bærinn muni strax láta undan, þegar honum er sýnt í tvo heim- ana. Hún skeytir því engu, þótt hún gangi með þessu inn á vett- vang annars fagfélags, án þess að vera um það beðin. Hún hirð- ir ekki um það, þótt hún brjóti með þessu gerða samninga frá síðastliðnu sumri, þar sem sam- ið var m. a. um ákveðinn kaup- taxta fyrir alla meðlimi félags- íns. Hún hirðir ekkert um það, þó heimskulega eða ólöglega sé til verkfallsins stofnað. Hennar eina kappsmál er það, að verða fyrri til en Starfs- mannafélag Reykjavíkur, að knýja fram kauphækkunina. Þessi kauphækkunarmetnað- ur Dagsbrúnarstjórnarinnar var orsök kolaverkfallsins. Hann var líka orsök þess, að stjórnin hafði hugsað svo skammt og ó- vandlega, að hún sá ekki, að þannig var til verkfallsins stofnað, að öll vopn hlutu að snúast við I höndum hennar, og endalokin urðu líka mesta verk- fallsfýluförin, sem Dagsbrún hefir enn farið á öllum starfs- ferli sínum. V. Sú aðferð, sem stjórn Dags- brúnar viðhafði í þessu máli, var nákvæmlega hin sama, og fylgt var af verklýðsfélögunum ítölsku. Þar var ekki verið að hugsa um að búa í haginn fyrir friðsamlega lausn málanna, heldur beitt frekju, hótunum og ofbeldi, alveg eins og í þessu verkfalli. Það var ekki verið að nota verkfallsréttinn til að vinna með festu og gætni fyrir heildarhagsmuni verkalýðsins, heldur til að þóknast ofurkappi og metnaðartilfinningu mis- jafnlega góðgjarnra æfintýra- manna, sem höfðu komizt á ein- hvern hátt í leiðtogastöðu. Það þarf enga framsýni til að sjá, að haldi Dagsbrún og önnur verklýðsfélög hér áfram slíku háttalagi, mun fljótlega sækja í það horf, að hér verður stjórn- laust þjóðfélag. Þess myndi þá ekki langt að bíða, að reynt yrði að beita ríkið, samvinnufélögin og smáatvinnurekendur til sveita svipuðum fantabrögðum og Reykjavíkubæ voru sýnd í þessu máli. Fyrir ríkið yrði þá annað hvort að gera, að beygja sig undir ok ofbeldismannanna eða gera þær ráðstafanir á móti, sem gætu komið að haldi. Það er ekki ólærdómsríkt að athuga það, hverjir það eru, sem hafa fagnað yfir þessu verkfalli. Það eru ekki verka- mennirnir, sem voru látnir leggja niður vinnu. Það eru ekki félagsmennirnir í Dagsbrún, sem sjá aö félag þeirra hefir ekkert unnið á þessu verkfalli, en hinsvegar tapað töluverðu í áliti og opinberað að það hefði mjög ógætna og lélega forystu. Dagsbrún er líka áreiðanlega veikari nú en fyrir verkfallið. Vantraustið á félagsstjórninni hefir aukizt, en undirstaða þess, að verklýðsfélagsskapur geti verið sterkur, er að félags- mennirnir geti borið fullt traust til félagsstjórnarinnar, þegar vanda ber að höndum. Þeir, sem hafa fagnað yfir þessu verkfalli, eru fasistarnir og þeirra málgögn. Dag eftir dag hefir Morgunblaðið teygt lopann um þetta verkfall, og sýnt fram á þær lögleysur, sem þar voru framdar. Það er ekki af því að Morgunblaðið, blað helztu lögbrjóta og stórsvindl- ara landsins, láti sér svo mjög annt um lög og rétt. Það stafar af þeirri ástæðu, að Morgun- blaðið veit, að það hafa verið slík glappaskot og ofbeldisverk verklýðsfélaganna annarsstað- ar, sem hafa komið fasismanum til valda. Það veit, að íslenzka þjóðin er í eðli sínu friðsöm og andvíg ofbeldi, og að verka- menn í Dagsbrún eru að missa traustið á stjórn sinni. Þess vegna reynir blaðið að nota þetta tækifæri til hins ítrasta og ef það fær mörg slík tæki- færi, er enginn kominn til að segja, að leikur þess muni ekki heppnast. Það er þetta, sem verkamenn í Dagsbrún og annarsstaðar ættu að athuga vel. Þeir þurfa ekki annað en að lesa Morgun- blaöið til að komast að raun um að afturhaldinu þykir ekkert betra en að verklýðsfélagsskap- urinn hér undir forystu Guð- mundar Ó. og slíkra manna, vinni sjálfur að því, að grafa sér svipaða gröf og þá, sem geymir leifar hans í Þýzkalandi og ít- alíu. Frh. Loðdýralánadeíldm og slarisemí hennar Landbúnaðarráðuneytið hefir birt tvær reglugerðir varðandi Loðdýrarœkt, aðra um loðdýra- rækt almennt og hina um Loð- dýralánadeild Búnaðarbanka ís- lands. — í sambandi við það hef- ir blaðið átt viðtal við aðal- bankastjóra Búnaðarbankans, Hilmar Stefánsson, og spurzt fyrir um störf þessarar nýju lánadeildar. — Hve mikið verður lánað og hvenær hefjast útlán? — Heimilt er að lána allt aö 100 þúsund krónur á ári hverju í fimm ár. Fé sjóðsins er 10 þúsund króna styrkur úr ríkissjóði árlega í 5 ár, en auk þess ábyrgist ríkissjóður allt að 100 þúsund krónur árlega í 5 ár. Samkvæmt lögunum má lána 40—60 af hundraði af matsverði loðdýragarðs — það er af saman lögðu matsverði dýra og girðinga — og fer um lánsfjárhæð meðal jj annars eftir því, hvort um verð j! ur að ræða einstaklingsbú eða félagsbú, en ekki þarf að gera ráð fyrir að nokkru sinni verði lánað yjir 50 af hundraði af matsverði loðdýragarðs. Búizt er ' við að útlán geti hafizt um miðj- an nœsta mánuð. ;j — Og hvaða skilyröi setur bankinn fyrir lánveitingu til loð- j dýragarðs? — Lán til loðdýragarðs fær j enginn fyrr en loðdýragarður sá, er veðsetja á, er að fullu kominn upp, og fyrir liggja veðbókar- vottorð og vottorð ráðunauts um garðinn og til þess að lánsskjöl séu í lagi, ef um samvinnubú er að ræða, verður félagið aö vera stofnað samkvœmt lögum um samvinnufélög og lögskráð.. Veð- bókarvottorð viðkomandi sýslu- manns og ráðunauts fylgi einnig að sjálfsögðu. — Hversu hátt verða svo dýrin metin og hversu fer ef ekki verð- ur staöið í skilum? — Mat dýra ákveður lánveit- andi og ráðunautur á hverjum tma, og mun þar verða farið lítiö eitt upp fyrir skinnaverö. Beztu dýr verða sennilega ekki metin hærra til lántöku en 300 til 400 krónur og lakari dýr þaðan af minna. Eftir því ætti lán til bús með fjórum fyrsta flokks silfur- | refum að verða 600 til 700 krón- ' ur, auk láns út á girðingar, en hvað viðvíkur girðingunni, verð- ur sennilega lítið tillit tekið til annars en aðkeypts útlends efn- is og vinnu kunnáttumanna, ef um verður að ræða. Verði vanskil, verður fyrst gengið að búinu. Nægi það ekki til fullrar greiðslu láns, er lán- takandi, svo sem venja er til, skuldbundinn persónulega fyrir eftirstöðvum og verður hann að greiða þær. Að lokum kvað bankastjórinn lán ekki verða veitt að þessu sinni, öðrum en þeim, sem búa á fjárpestarsvæðinu og þá fyrst þeim, sem orðlð hafa fyrir mestu tjóni af völdum veikinnar. BETKI9 J. GRVNO’S ágæta hoílenzka reyktóhak VSBÐ: ÁROMATI8CHER SHAG kostaar br. 1,05 Vso FEINRIKCHENÐER SHAG — — 1,15--- Fæst f ðllum verzlunum.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.