Tíminn - 25.11.1936, Blaðsíða 2

Tíminn - 25.11.1936, Blaðsíða 2
190 TÍMINN „Samíy lkinéar“-s krif íhaldsins ,stæld‘ eftir erlendum blöðum Mólmæli bænda gcgn ákvördun meirihluta Búnaðar- þings streyma hvaðanæia að 40 búnaðarfélög hafa pegar mótmælt í engu kemui' það jafn greinilega fram og samfylking- arskrifum Mbl. (og ísafoldar), hversu íhaldsflokkurinn er- laus við öll áhugamál og blaðamenn hans verða að seilast langt eftir éinhverju efni til að skrifa um. Sérhver maður, sem kominn er til vits og ára og þekkiv nokkuð til hins pólitíska við- horfs í landinu, veit að allar frásagnir Morgunblaðsins urn fyrirhugaða samfylkingu milli stjórnar Hermanns Jónassonar og stuðningsmanna hennar ann- arsvegar og kommúnista hins- vegar eru tilhæfulausar og lognar upp frá rótum. Og eng- um er það jafn kunnugt og manninum, sem skrifar sam- fylkingargreinarnar í Morgun- blaðið eftir fyrirmyndum í dönskum íhaldsblöðum og not- ar sitt litla ímyndunarafl til að færa þær í búning, sem sam- lagast íslenzkum kringumstæð- um. í samfylkingarskrifum Morg- unblaðsins er iðulega vitnað í afstöðu vinstri flokkanna á NorðurlÖndum til kommúnism- ans. Þeir hafa allir neitað sam- vinnu við kommúnista og byggt það á þeim eðlilegu ástæðum, að þeir vildu enga samvinnu við ofbeldisflokk, sem kúgaði flokksbræður þeirra og fótum- træði lýðfrelsið í því landi, þar sem þeir hefðu völdin. Komm- únistar vilja ekki vinna að framkvæmd umbótamála á lýð- ræðisgrundvelli og auk þess væri engu orði þeirra að treysta þar sem þeir dönsuðu í hverju máli eftir fyrirskipunum frá Rússlandi, gerðu sér því engar sjálfstæðar skoðanir um innan- iandsmálin, heldur létu útlend- inga, sem væru þeim ókunnir, ráða aðstöðu sinni gagnvart þeim. Þessa aðstöðu vinstri flokk- anna á Norðurlöndum hefir Morgunblaðið skýrt nokkurn- veginn rétt. En afstaða vinstri Ookkanna hér hefir verið og er nákvæmlega hin sama til kom- múnismans. Það eru fáar nýjungar í framleiðslu landbúnaðarins sen tekið hafa jafnskjótum fram- förum og náð jafn örum vexti eins og loðdýraræktin, einkum þó silfurrefaræktin í Noregi undanfarinn röskan áratug. F'yrstu silfurrefirnir voru flutt- ir þar inn fyrir rúmum tveim áratugum. Síðastliðið ár fluttu Norðmenn út refaskinn fyrir um 23 millj. króna, og í ár er búis't við að þesi útflutningur verði um 30 millj. kr. — Árin 1928 og 1929 var fjöldi silfur- refabúanna þegar orðinn það mikill í landinu, að almennur ótti var meðal manna, um yfir- vofandi offramleiðslu á grá- vöru, og þar af leiðandi sölu- tregðu og verðhrun. — Síðan hefir framleiðslan margfaldazt, salan geng'ur greiðara en þá og Aærðið er hærra. Nú virðist enginn óttast offramleiðslu. Vitanlega gjörá menn sér grein fyrir því, að áraskifti geta orðið að eftirspum og Hinsvegar hefir Morgunblað- ið aldrei gert grein fyrir skrif- um flokksbræðra sinna, íhalds- mannanna á Norðurlöndum, um þessa afstöðu vinstri flokk- anna þar til kommúnistanna. Sú framkoma blaðsins er vel skiljanleg, því þaðan hefir það hugmyndina að ósannindum sínum um samfylkingu milli vinstri flokkanna og kommún- istanna hér á landi. I Svíþjóð, Danmörku og Nor- egj fóru fram þingkosningar í baust. I öllum þessum löndum var það eitt höfuðádeiluefni íhaldsins gegn vinstrj flokkun- um, að þeir hefðu leynilegt samband við kommúnis'tana. Sérstaklega var þetta áber- andi í Danmörku. Kosningabar- áttan þar var líka óvenjulega hörð vegna þess, að deilan stóð um framtíð landsþingsins. Seinasta mánuðinn fyrir kosningar þar, var um ekkert meira skrifað í stjórnmáladálka íhaldsblaðanna .en samband Staunings við kommúnista og samfylkinguna, sem ætti að setja á laggirnar eftir kosning- arnar. Samhliða því kepptust íhaldsblöðin um það að birta skrípamyndir af Stauning um- kringdum af rússneskum og spönskum kommúnistaböðlum til þess áð gera þessa upplognu samfylkingu, sem viðsjárverð- asta í augurn fólksins. Þá voru og birtar myndir af Stauning, þar sem hann var að taka við fyrirskipunum frá Moskva. Og íandshornanna milli hljómaði heróp íhaldsins um hina „rauðu brú til Moskva“, sem Stauning myndi byggja, el' hann ynni kosningamar. Þeir, sem lásu þessi skrif dönsku íhaldsblaðanna fyrir kosningarnar, geta nú lesið hin- ar sömu greinar næstum dag- lega í. Morgunbl. efnisröðum stundum dálítið vikið til og þýð- ingarnar ekki alltaf alveg ná- kvæmar, sem auðsjáanlega er gert í því skyni að menn finni ekki sambandið. En sá felu- leikur hefir ekki heppnast bet- ur en svo, að enginn, sem lesið Ásgeirsson, alþingism. verðlagi þessa varnings eins og annars. En hitt telja margir örugt, sem kunnugas'tir eru íramleiðslu og verzlun loð- skinna, að á meðan svo er háttað í heiminum, að konur hafa gaman af fögrum klæð- um, og karlmenn kunna að meta fagurbúnar konur, þá muni loðskinnin lengi verða eftirspurð tízkuvara í einni eða annari mynd. Þar sem Noregur er það ná- grannalanda okkar, þar sem staðhættir allir og ytri skil- yrði eru hvað líkust og í okk- ar eigin landi, var ekki nema eðlilegt að við íslendingar gæf- um þessum nýja atvinnuvegi þeirra sérstakan gaum. Hefir það einnig verið svo um all- marga einstaka menn, sem kynnt hafa sér loðdýrarækt og ráðizt í að kaupa þau og ílytja inn í landið, svo að nú er hér þegar allmyndarlegur stofn silfurrefa, og einnig nokkuð af svokölluðum „minkurn". Sanit hefir dönsku blöðin, getur ef- azt um faðemið! Nöfnum er vitanlega breytt, þannig að nú kemur Haraldur, Jónas, Hermann, Héðinn og Eysteinn í staðinn fyrir Staun- ing, Munch og aðra foringja vinstri flokkanna dönsku. Það væri strax heiðarlegra, ef Morgunblaðið tryði skrifum lunna dönsku blaða, þó það notaði sér þau sem fyrirmynd. En Morgunblaðið hefir eins og áður er sagt gert þá grein fyr- ir afstöðu vinstri flokkanna á Norðurlöndum, að það veit auð- sjáanlega, að hvert orð íhalds- blaðanna um dönsku samfylk- inguna er helber uppsþuni. T. d. segir blaðið 29. okt.: „í nágrannalöndum okkar hafa kommúnistar reynt að leika sama leikinn og hér. En þar hafa vinstri flokkarnir rekið. þá af höndum sér. Per Albin Han- son vill ekkert hafa saman við þá að sælda. Stauning segir, að þeir séu allsstaðar til ills og bölvunar". Meiri aumingjadóm í blaða- mennsku er naumast hægt að hugsa sér. Morgunblaðið segir fyrst að öll skrif danskra íhaldsblaða um samfylkingu þar í landi séu markleysa, en tekur síðan upp sömu blekking- artilraunir gagnvart stjórnar- flokkunum hér á landi. Þessar ,,samfylkingar“-sögur voru líka notaðar gegn Roöse- velt í haust. íhaldsblöðin í Bandaríkjunum fluttu daglega fregnir um, að Roosevelt ætti í samningum við kommúnista. Blaðið Chicago Tribune hafði það einn morguninn eftir íréttaritara sínum í Riga, að Stalin væri búinn að gefa kom- múnistum fyrirskipun um að kjósa Roosevelt! Eitt af stuðn- mgsblöðum Roosevelts lofaði þá hverjum þeim 5000 dollara verðlaunum, sem gæti uppgötv- að, hver þessi fréttaritari væri. En enginn vann verð- launin, því að fréttaritarinn í Riga var auðvitað ekki til. — í annað skipti sögðu íhaldsblöð- in frá því, að Browder fram- bjóðandi kommúnista við for- setakosninguna væri farinn að hvetja kommúnista til að styðja Roosevelt. En vi'tanlega hafði Browder þessum ekki komiá til hugar að segja neitt þvílíkt. Allt varð þetta árangurs- laust. Roosevelt vann enn hefir eins og vonlegt er, verið nokkuð almenn varfærni eða ótti við nýjungar þessar, enda orðið víða ýmiskonar mistök A'egna vanþekkingar og annara byrjunarörðugleika. Nú er þetta óðum að breytast. Reynslan og þekkingin smá- eykst, og trúin með. Og nú má segja, að loðdýraræktin sé að vinna almenna a'thygli, enda má fullyrða, að hún hefir þeg- ar sýnt, að þar sem hún er stunduð af þekkingu og alúð, er hún öruggur og arðvænleg- ur atvinnuvegur. Búnaðarfélag íslands hefir nú undanfarin ár haft loðdýraræktarráðunaut á vegum sínum og sent hann ut- an, ásamt öðrum manni, Metú- salem Stefánssyni, til að kynna sér þessi mál meðal Norð- rnanna, og hafa þeir haldio uppi leiðbeiningastarfi heima- fyrir. Síðastliðið ár var stofn- að Loðdýraræktarfélag Islands c-g var því á síðastliðnu ári veittur nokkur styrkur úr rík- issjóði, Félag þetta, sem er á- bugafélag meðal íslenzkra loð- dýraeigenda, gekkst fyrir því að fá norskan bónda, Lars Kolás, hingað nú í haust, til að halda sýningar og flokka dýr- in. Kolás er sjálfur i’eyndur Rúml. 40 hreppabúnaðarfélög hafa lýst sig fylgjandi því, að Búnaðarfélag íslands haldi á- fram að fara með framkvæmd jarðræktarlaganna: Búnaðarfélag Seltirninga, Kjósarsýslu. BúnaðarfélagiÖ í Reykholts- dal, Borgarfjarðarsýslu. Búnaðarfél. Gufudalshrepps, Barðastrandar sýslu. Búnaðarfélag Reykhóla- hrepps, Barðastrandarsýslu. Búnaðarfélag Tálknafjarðar, Barðastrandarsýslu. Búnaðarfélag Ái’neshrepps, Strandasýslu. Búnaðarfélag Hrófbergs- hrepps, Strandasýslu. Búnaðarfélag Kirkjubóls- hrepps, Strandasýslu. Búnaðarfélag Óspakseyrar- hrepps, Strandasýslu. Búnaðarfélag Bæjarhrepps, Strandasýslu. Búnaðarfélag Rípurhrepps, Skagafirði. Búnaðarfél. Haganeshrepps, Skagaf j arðarsýslu. Búnaðarfélag Viðvíkur- hrepps, Skagafirði. Búnaðarfélag öngulstaða- hrepps, Eyjafirði. Búnaðarfélag Hrafnagils- hrepps, Eyjafirði. Búnaðarfélag Svalbarðs- strandarhrepps, S.-Þing. Búnaðarfélag Bárðdæla, S.- Þing. glæsilegri sigur en nokkurn liafði grunað. Og það má íhaldið vita, að uppskeran verður ekki meiri hér af samfylkingarblekking- unni en annarsstaðar. Hún hef- ir misheppnast hjá flokks- bræðrum þess í kosningunum bæði á Norðurlöndum og í Bandaríkjunum vegna þess, að fólkið þar vissi, alveg eins og það veit það hér, að hún er ekk.ert nema veiðibrella íhalds- ins, sem ekki hefir við nein rök að styðjast. refaræktarmaður, ' hefir auk þess um langt skeið verið um- sjónarmaður með refabúum í Noregi og dómari á sýningum. Þekking hans er því í bezta lagi, auk þess, sem maðurinn virðist gætinn og glöggur, og hefir félagið því vafalaust ver- ið mjög heppið með þennan ráðunaut sinn. Hann hefir nú skoðað og „merk't“ um 1000 silfurrefi, eftir norskum flokk- unarreglum, og látið eigendum þeirra í té margar og mikils- verðar leiðbeiningar. Það má telja víst að koma og ferða- lag Kolás auki mjög áhuga manna fyrir loðdýraræktinni, enda fer hann lofsamlegum orðum um þá byrjun, sem hér er hafin, yfirleitt. Það vii’ðist heidur ekki geta verið vafi lengur, að hér sé um að ræða stórmál fyrir íslenzkan land- búnað. Það er margt sem gerir það eðlilegt og sjálfsagt, að við Is- lendingar veitum þessum at- vinnuvegi sérs'taka athygli. íslenzk framleiðsla er, sem kunnugt er, mjög einhæf og fábreytt, einkum í landbúnaði. Erlendur markaður er tak- markaður, og sá innlendi þröngur. Hér er að verða of- Búnaðarfélag Þing. Reykdæla, S.- Búnaðai’félag Ixrepps, S.-Þing. Ljósavatns- Búnaðarfélag N.-Þing. Fjallahrepps, Búnaðai’félag ln-epps, N.-Þing. Pi’esthóla- Búnaðax’félag hrepps, N.-Múl. Hjaltastaða- Búnaðarfélag hrepps, N.-Múl. Fljótsdals- Búnaðarfélag hrepps, N.-Múl. Seyðisfjarðar- Búnaðarfélag fjarðar, N.-Múl. Loðmundar- Búnaðarfélag S.-Múl. Mjóafjarðan, fjúnaðarfélagið í Skógum á Völlum, S.-Múl. Búnaðarfélagið á LJtvöllum, S.-Múl. Búnaðarfélag Norðfjarðar- hrepps, S.-Múl. Búnaðarfélag Helgustaða- hrepps, S.-Múlasýslu. Búnaðarfélag Búða- og Fá- skrúðsfjarðarhr., S.-Múl. Búnaðarfélag Dyrhólahrepps, V.-Skaptafellssýslu. Búnaðarfélag Merkurbæja, Rangárvallasýslu. Búnaðarfélag Fljótshlíðar. Rangárvallasýslu. Búnaðarfélag Holtamanna, Rangái'vallasýslu. Búnaðarfélag Vestur-Land- eyja, Rangárvallasýslu. Búnaðarfélag Austur-Land- eyja, Rangáiwallasýslu. Búnaðarfélagið í Laugardal, Árnessýslu. Búnaðarfélagið í Grafningi, Árnessýslu. Búnaðarfélag Þingvalla- sveitar, Árnessýslu. Búnaðarfélag Biskupstungois- lirepps, Árnessýslu. Ágæf herbergi til leigu á Hverfisgötu 32 yfir lengri eða skemmri tíma. — Hentugt* fyrir ferðafólk. — Sími 3454. framleiðsla af mjólkurafurðum og kjötið selst aðeins með hörkubrögðum. Islenzkur land- búnaður framleiðir mjög lítið af „gjaldeyrisvörum", eða að- eins lítið brot af því sem þjóð- in þarfnast, vegna erlendra viðskipta. Auk þess má benda á það, að framleiðsla á venju- legum matvörum og öðrum lífsnauðsynjum, er ætíð „óarð- bærust“. Ki’öfur almennings um að selja þær við sem lægstu verði, eru oft svo harð- ar og vægðarlausar gagnvart framleiðandanum, að hann á fullt 1 fangi með að afla eigin nauðsynja fyrir söluverð þeirra. Um „lúxus“-vörur fer þessu aftur á móti svo fjarri, að þær þykja stundum því eft- irsóknarverðari, sem þær eru yerðhærri. íslenzkur landbún- aður byggist nær eingöngu á íramleiðslu almennra lífsnauð- synja, og hefir því ekki á boð- stólum nema verðlágar vörur. Ilinar einu framleiðsluvörur, er stundum mynda hér undan- tekningu, er dúnn og lax. Úr öllu þessu ætti loðskinna- framleiðsla, ef útbreidd væri, að geta bætt. Með því að gera hana að almennri aukabús- grein meðal bændanna, yrði bú- Jarðræktar- lögin nýju EStir Kristján Breiðdal bónda á Jörfa Jarðræktarlögin nýju eru nú mjög' um deild í landinu bæði í ræðu og riti. Það, sem mest mætti undrun vekja, er það, að svo virðist, sem viss póli- tísk tegund manna hafi komið sér saman um að afflytja hin- ar þýðingarmestu og nýtileg- ustu umbætur laganna, frá því sem var. Hvar sem til spyrst, eru það íhalds- og „bændafl.“- menn, sem fyrir þessu standa Verður ekki annað séð, en að allur þeirra bægslagangur sé aðeins viðtekin venja, að vera móti öllum laganýmælum frá stjórninni, og beinlínis upp- veisn og strákskapur. Hin um- deildu atriði ei’u fá, einkum 17. gr. laganna, og vildi ég stuttlega ræða hana. Nú stend- ur til að öll búnaðarfélög í landinu haldi fundi og ræði jarðræktarlögin og taki endan- lega afstöðu til þeirra. Vil ég því með línum þessum draga iram nokkur dæmi og skýra þau, ef vera kynni að menn litu á lögin með meiri sann- girni og eins og á og hlýtur að eiga að skilja þau. Setjuní svo að á mjög hag- kvæmum stað sé útmælt til ræktunar nokkur móastykki, öll jafn góð og auðveld til ræktunar, t. d. 10 ha. að stærð hvert. Eigandinn vill selja þau 10 nýbýlingum. — A. hefir keypt einn blett. Ræktar bann stykkið og girðir og fær sinn ríkisstyrk. B. kemur og vill kaupa blett, en A. býður sinn fullræktaða blett til lcaups. Sýnir hann B fram á hve miklu aðgengilegra sé að taka við ræktuðu landi, en karga móum. Jú, B. vill gjarn- an kaupa, og spyr hve dýr hann sé. A. segist selja allt við kostnaðarverði. Landið ó- læktað hafi kostað þet'ta — sem hann tiltekur, og hér sérðu reikninga yfir allan vinnukostnað. En hvað um jarðabótastyrkinn, spyr B. Ha! jarðabótastyrkinn, nú ég á hann sjálfur og sel hann auð- skapurinn fjölbreyttari, og ó- háðari vanhöldum í einstökum búsgreinum en hann er nú. Auk þess myndaðist markað- ur fyrir hið ódýra sölukjöt, og létti því á hinum þrönga kjötmarkaði. Auk þess væri liugsanlegt, að stóðeign gæti borið sig á góðum útigangs- jörðum, til framleiðslu kjöts handa refabúum. Refaræktin sjálf er talin, þar sem hún er lengs't komin og bezt rekin, mjög arðmikil atvinnugrein og sum árin beinn gróðavegur, þegar tízkan gerir sérstakar kröfur til loðskinnanna og of- framleiðsla virðist ekki hættu- leg. Eftirspurn eftir skinnum á heimsmarkaðinum virðist ör- ugg og er því „grávara" þessi einhver hinn ákjósanlegasti „gjaldeyrir", sem Island hefir tök á að framleiða. Skilyrði fyrir loðskinnaframleiðslu virð- ast engu lakari hér en í Nor- egi, heldur jafnvel betri. Norð- menn hafa nú þegar. náð út- flutningi, sem nemur þrem tugum milljóna króna. Okkur mundi muna um brot af því. En refastofn okkar nú mun orðinn svipaður og Norðmanna árið 1925. Það er því ekki ófyi’irsynju, Loðdýraræktin og landbúnaðurúm Eitir Bjarna

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.