Tíminn - 25.11.1936, Blaðsíða 1

Tíminn - 25.11.1936, Blaðsíða 1
,2^fgteií>sla og tnnfjeltnta §afnacott. 16 Síml 2355 - P*>»ít)óíf 961 ©jalbbagi tlaíoliis ii I j á n i Átgangurtmi fostai 7 ft. XX. ár. Reykjavík, 25. nóv. 1936. 49. blað. Opínherar ráðstafanír borgfírzku fjárpestinní Viðtal við Hermann Jónasson, landbúnaðarráðherra I sambandi við þær opinberu ráðstafanir, sem gerðar hafa verið í því skyni að stemma stigu fyrir sauðfjárpestinni borgfirzku, hefir Tíminn snú- ið sér til Hermanns Jónasson- ar iandbúnaðarráðherra og beö- ið hann að skýra frá því, sem ríkisstjórnin hefir gert í því máli, hver árangur hafi orðið og hvað sé í ráði að gera nú á næstunni. — Það er enginn vafi á því, segir ráðherrann, að veikindin í sauðfénu á undanförnum ár- um, eru meðal verstu erfið- leika bændastéttarinnar. Tjón- ið, sem þau hafa bakað land- búnaðinum, verður ekki í töl- um talið. Auk þess, sem bænd- ur víðsvegar um land. hafa misst fjölda fjár úr þessum veikindum, hafa þau alveg vafalaust komið niður á þann hátt, að fé hefir orðið rýr- ara til frálags og fóðureyðsla ineiri. Hver og einn getur líka sagt sér það sjálfur, að það er meira en lítið lamandi fyrir bændur, að eiga þessa hættu stöðugt vofandi yfir bústofni sínum — sérstaklega þegar um er að ræða sjúkdóma, sem eru óþekktir og ekki er vitað, af hverju stafa eða hvaða ráð eru við. Undanfarin ár hefir próf. Niels Dungal og fleiri starfs- menn við rannsóknarstofu há- skólans unnið að rannsókn og útrýmingu þessara sjúkdóma, og hefir ríkisstjórnin greitt kostnað, sem af því hefir leitt. Svo var einnig, þegar hin skæða pest kom upp í Borgar- firði í fyrra. En eins og ég kem síðar að, hefir enn ekki tekizt að leiða í ljós orsakirn- ar til þessarar hættulegu veiki eða hvort og að hve miklu leyti hún er smitandi. Skömmu eftir mitt s. 1. sum- ar bárust mér þær fréttir úr Borgarfirði, segir ráðherrann, að fé væri farið að finnast dautt í högum og á afrétti, og að sama pestin og í fyrra myndi vera þar að verki. Ég ritaði þá próf. Dungal bréf 19. ágúst, þar sem ég lagði fyrir hann að taka upp nýja rannsókn. Þykir mér réttast að bréf þet'ta sé birt, ásamt fleiri bréfum, er farið hafa milli min og rannsóknar- stofu háskólans um þetta mál, því að þau gefa nokkurnveg- inn glögga hugmynd um, hvað gert hefir verið og er verið að gera í málinu. Bréfið frá 19. ágúst er á þessa leið: „19. ágúst 1936. í Dorgaríjarðarhéraði geisar nú mjög skœð sauðfjárpest, seni sýni- 'cgt er að hlýtur' að valdá stór- tjóni, ni' okki tekst að vinna bug á benni. Ráðuneytið vill því hér- með leggja fyrir yður, herra pró- tessör, að setja yður þegaj í Ba'm- band við Jón óðalsbónda Hannes- sön í Deildartungu og aðra bænd- Úi' i Borgarfjarðarhcraði, þar sem veildn geisar nú til þess að h*fi?.t verði þegar.'handa um eirihyerjar- varhir, som að gaghi mogi koma gogn veikinni. pá vili ráðuneytið ennfreniur beiðásl álits yðar um það; hvort ckki mundi rétt að iá orlendan sérfræðing í búfjársjúkdómum til aðstoðnr við rannsóknir á voiki þessari og óskast svar yðar um það scni ráðuneytinu sem allra fyrst. Hermann Jónasson. /Vigfús Einarsson. Til hr. prófessors Níels Dungai". Próf. Níels Dungal ritaði mér þá svar á þessa leið: „Rannsóknastofa Háskóians. Reykjavík, 21. ágúst 1936. Samkvœmt beiðni yður, herra forsætisráðherra, með bréfi dags. 19. ág. þ. á. hefi ég sett mig í sani- band við Jón Hánnesson í DeiLd- crtungu og aðra bændur í Borgar- firði til að hafa spurnir af fjár- pest þeirri, sem nú hefir borið á' þar. Sem stendur er mjög litlar upplýsingar hœgt að fá um þessa veiki, vegna þess að menn vita ckki annað um hana en það, að féð drepst á afréttinum, en ekki cr unnt að íá nánar spurnir af því, hvernig þetta hagi sér. Ég hefi beðið Jón Hannesson í Deild- artungu að fylgjast með þvi, sem gerist í þessu máli og hvað mikil brögð sé að því, að féð drepist á afréttinum, og hefir hann lofað mér að gera það. Allar líkur eru til, að þetta sé sama veikin oar bar svo mikið á í Deildartungu í fyrra, og sem við gerðum þá nokkrar rannsóknir á. Sýnilegt er, að sú veiki er erfið viðfangs, en tii þcss að unnt verði að taka upp varnir gegn henni, sem að gagni megi koma, þyrfti að gera víðtækar rannsóknir á veikinni. TiL þess að það sé unt, þyrfti að veita sérstaklega fé til þess, og geri ég ráð fyrir að þurfa mundi um 5—10.000 krónur. Ef sú fjár- veiting fengist, nuindi ég gera það, som í mínu valdi stæði til þess að gera fullkomna rannsókn á veik- inni nú þegar í haust, og vonast ég til að með því móti mætti tak- ast að vinna bug á veikinni. Viðvíkjandi fyrirspurn yðar • um a"8 fá erlendan sérfræðing i bú- íjársjúkdómum til aðstoðar við rannsóknir á þessari veiki, skal þess getið, að ég geri mér ekki miklar vonir um að það mundi koma að miklu gagni, vegna þess hvc lítið er um sérfræðinga á þessu sviði, nefnilega í sauðfjár- sjúkdómum. Par sem ég býst vi* að þessi veiki stafi af ormum, þyrfti hér þvi að fá sérstakan mann, sem einkum hefði lagt stUnd á ormarannsóknir, en þeir menn eru fáir, s.em lagt hafa stund á lungnaorma í sauðfé, og hýst óg við að væri mikil leitun að slíkum manni og mundi kosta offjár, eí að þyrfti að fá hann hingað til rannsóknn um lengri tima. Virðingarfyllst. Níels Dungal. Ég tjáði pr'óf. Dungal, segir | iáðherrann, að fjárupphæð sú, er hann nefndi, myndi verðá lögð fram úr ríkissjóði, og fói lionum að gera þær ráðstafan- ir, er hann teldi nauðsynlegar. Hefir hann svo unnið að rann sókninni í haust og með honum þeir Guðmundur Gíslason lækn- ii og Ásgeir Einarsson dýra- læknir. Samkvæmt ráðleggingu próf. Dungals gerði ég ekki að svo stöddu neina beina ráðstöfun til þess, að útvega hingað er- lendan sérfræðing. Þó ræddi ég það mál við Halldór Pálsson sauðfjárræktarfræðing, sem kom hingað til lands í vor, að loknu námi, en nú dvelur í Bretlandi. Ég skal geta þess, að nú fyrir nokkrum dögum hefi ég fengið bréf frá Hall- dóri, þar sem hann kveðst hafa farið til London í þessu skyni. og skýrir frá ýmsum upplýsing- um, er hann hafi fengið. Þann 6. nóv. sl. ritaði ég svo próf. Dungal á ný og spurðist fyrir um árangur af rannsókn- inni í haust. Skýrsla sú, er hann þá gaf mér, fer hér á ef tir: „Rnnnsóknarstofa Haskólans. "Reykjavík, 7. nóv. 1936. Út ai' fyrirepum ráðuneytisins i bréfi dags. í gær um rannsókn- ir á sauðfjarsjúkdómum, skal ég loyfa mér að gefa ráðuneytinu oít- irfarandi upplýsingar, þar sem ég tol vist, að att sé við áaUÖfjá-*- \oikindin í Borgarfirði: Vcfjarannsóknir liafa sýnt að veikin er í því fólgin, að háfrumu- þekja kemur i stað hinnar lágu öndunarþekju í lungnablöðrunuin og ekki einungis það, heldur kem- u r líka ofvöxtur í háfrumuþekj- una, svo að ótal totur myndast svo að lungnablöðrurnar stækka, þenjast út og springa af ofvextin- um í þekjunni. pekjuvöxturinn or svo mikill, að e. k. æxlisvöxtur myndast, sem líkist að miklu leyti krabbameini, nl. að því leyti að þekjan vex takmai'ka- laust út í umhverfið og eyðilegg- ur allt sem fyrir er, alveg eins og á sér stað um krabbamein, on aftur á móti berst æxlisvöxturinn ekki með blóðinu til fjarlægar'i líffæra, eins og venjulegt er við krabbamein. þrátt fyrir ítarlegar tilraunir hcfir ekki tekist að sýna fram á neina sýkla, sem gætu verið or- sök sjúkdómsins, enda eru vefja- breytingarnar heldur ekki þannig, að búast megi við að þær stafi af völdum sýkla. Um orsakir sjúkdómsins er enn ekkert unt að fullyrða. Svo virð- ist sem eitthvert efni safnist fyrir i lungunum og hafi þau áhrif aö þekjan tekur til að vaxa stór- kostlega. Ég hefi grun um að þotta efni kunni að myndast í lungnaormum, e. t. v. að það sé kynvakar1 þeirra, þvi að kunnugt er, að unt er að framkalla krabba- mein í dýrum með því að dæla i þau kynvökum og þeim náskyld efni. Aður ltofii' tokizt aö framkaila krabbamcin i rottuni með því að láta - þær ota orma, som lireiö:'- iiöu um sig í maga þcirra og longu þær upp úr því maga- krabba. En ormarnir, som notaðir \ortt í rollutilraununum (go:i- goylononui nooplastica) er svip- aðrar tegundar og lungnaonnarnir í sauðfénu, eru hvbrirtyeggja ncmatoda. Við orum nú moð tih'áunir í gángi til að réyná aö i'á þotta upplýst. Aimarsvogar liöíum við setí á stnð bráðnbirgðntilraun lil uð íoyna að fá upplýst livorl ycik- in só smittandi og komast som f.llra fyrst að niðurstöðu um livort svo só, því að það skiplir auðvitað mjög miklu máli. Við höíum lióp af sýktum kindum úr líoi'garfirði og ósýktar, beilbrigðar kindur nf Suðurlandi saman í cinu ltúsi hór og fylgjumst moð þoim til að sjá hvort heilbrigðu kindurnar sýkjast. Ennfremur erum við að undir- búa tilraunir til að sanna eða afsanna hvort lungnaoi'malirfurn- ar sé orsökin til sjúkdómsins. Frá okkai' hendi er allt tilbúið til þcssarar tilraunar íyrir löngu, en enn hefir ekki tekizt að fá heyið, sem við höfum pantað ofan úr Borgarfirði, vegna vondrar færðar. En við þurfum alvog sérstakt hey, scm viö höfum fundið mikið í af lungnaormaHrfum. Framh. á 4 siðu. Á viðavangi ÍJ t varpsumræðurnar um jarðræktarlögin hafa að vonum vakið mikla athygli. Ó- sigur stjórnarandstæðinga, einkum seinna kvöldið, var mjög áberandi. Eftir að Stein- grímur Steinþórsson búnaðar- málastjóri hafði flutt ræðu sína um raunveruleg áhrif gtyrktilfærslunnar í II. kafla laganna, gafst Pétur Ottesen alveg upp við að ræða það mái og fór að tala um ýmislegt annað, sem ekki kom málinu við, en Jón í Dal varð reiður og jós úr sér persónulegum ó- notum um Steingrím. Bjarni Asgeirsson sannaði með tilvitn- un í þingtíðindin, að íhalds- menn hefðu árum saman bar- izt gegn því með hnúum og hnefum, að sjálfstæði Búnað- arfélagsins gagnvart ríkisvald- inu væri aukið, og að félagið fengi sjálft að kjósa stjórn sína. Og Hermann Jónasson forsætisráðherra gaf á stuttri stund í síðustu ræðu sinni svo eftirminnilegt og rökstutt yfirlit um stefnuleysi og á- byrgðarleysi stjórnarandstæð- inga, að flestum hefir orðið minnisstætt. „Bændaflokksmenn" svokallaðir eru farnir að vekja á sér athygli fyrir ó- vandaðan munnsöfnuð og að kunna sér hvergi hóf í dómum um menn og málefni. í útvarps- umræðunum sagði einn af full- trúum þeirra, Þor\raldur í Arnarbæli, orðrétt á þessa leið: „Fi-amsóknarmenn brjóta öll sín loforð á einn eða annan veg". Minna mátti ekki gagn Tryggvi Þórhallsson — brjöstmynd úr eir. Myndin er gerð af Ríkarði Jónssyni, að tilhlutun Búnaðar- félags Tslands. Var frú Önnu IClemenzdóttur afhent myndin íyrra sunnudag, í Laufási. Frummyndin, sem er úr gifsi, á að standa í húsi Búnaðarfélagsins. • gera! Við síðustu kosningar komu rúml. 11 þús. Framsókn- armenn að kjörborðunum. Lag- legur hópur það, ef Þorvaldur í "Arnarbæli segir satt! Undarleg rökfærsla. Andstæðingar jarðræktai'- laganna bera fram tvær rök- semdir gegn 17. gr. í fyrsta lagi segja þeir, að greinin svrfti bændur eignarrétti á jörðum þeirra. 1 öðru lagi segja þeir, að greinin sé álirifa- laust pappírsgagn! Vilja þeir nú ekki koma sér saman um, iltvoru þeir eigi heldur að halda fram, því að annaðhvort hlýt- ur að vera vitlaust? Hliðstæð- ar eru röksemdir þeirra um 5000 kr. hámarksstyrkinn. Öðru veifinu halda þeir því fram, að þetta hámarksákvæði komi hart niður á bændum. En í útvarpsræðu lýsir Pétur Ottesen yfir því, að ekki séu ísema 26 jarðir á öllu landinu komnar í hámark, og á sumum þeirra sé meira en eitt býli, svo að hámarkið komi ekki til , greina. Hins gleymdi Pétur að , geta, að jörð hans sjálfs, er ein af þessum 26, og að þess- vegna myndi margur í hans sporum hafa talið drengileg- legast að taka ekki þátt í deil- um um þetta atriði laganna. Guðsmaðurinn á Akranesi skýrði frá því í útvarpinu, að „ákveðið" hefði verið að láta verkamenn fá 75 þús. kr. í atvinnuleysis'trygg- ingu, og vildi bera það saman við styrkinn til Bf. Isl. En guðsmaðurinn gleymdi að geta þess, að þetta er upphæðin, sem atvinnuleysissjóðirnir mega fá hæsta og að á þessu éri hefir enginn atvinnuleysis- sjóður verið stofnaður og eng- in atvinnuleysistrygging fram- kvæmd. Pétur Magnússon þóttist í útvarpsumræðunum ekki vita til þess, að nokkurn- tíma hefði orðið árekstur milli búnaðarþings og hinnar þing- kjörnu stjórnar Bf. Isl. Þá veit Pétur of lítið til að verða tek- inn alvarlega í þessum málum. Hann veit þá t. d. ekki um það, að búnaðarþing samþykkti, að búnaðarmálastjóri skyldi ekki vera nema einn, en félags- stjórnin þverskallaðist við að íramk^'æma þennan vilja bún- aðarþingsins. Tíminn skýrði frá því í haust, að flokksfundir Framsóknar- manna hefðu verið haldnir 4 tveim stöðum á Snæfellsnesi og á báðum þessum fundum hefðu mætt samtals um 120 manns. 81. laugardag segir Jón í Dal i biaði sínu, að Tíminn hafi taíið 100 menn á öðrum fundinum, Gott sýnishorn af sannleiksást, þó'tt lítið sé! Hver á að hjálpa Bændaflokknum til að koma fram gengislækkun? Morgunblaðið birti í haust grein eftir Gunnar Viðar hag- fræðing, þar sem haldið var fram þeirri skoðun, að fella bæri gengi krónunnar um 30%. En í sambandi við birting þessarar. greinar gerði blaðið þá eftirtektarverðu og raunar stórpólitísku yfirlýsingu, að skoðanir greinarhöf. væru í ú- samræmi við skoðanir þess, og að það — Morgunblaðið — væri mótfallið gengislækkun. Þar sem Mbl. er höfuðmálgagn Sjálfstæðisflokksins, verður að líta svo á, að a. m. k. meiri hluti flokksins hafi tekið af- stöðu gegn gengislækkun. En hvað verður þá úr hinum stóru orðum Jóns í Dal og hans nóta? Hvernig hugsa þeir sér að koma fram gengislækkun í samstarfi við Sjálfstæðisflokk- inn, úr því að meirihluti þess íiokks — og kannske flokkur- inn allur? — er andvígur gengislækkun ? Ætli þetta lof- orð yrði ekki innleyst á svip- aðan hátt og prjónavélastyrk- urinn hans Þorsteins Briem, ef þjoðin yrði svo giftulaus að fela íhaldínu og varaliði þess meirahluta á Alþingi?

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.