Tíminn - 03.12.1936, Blaðsíða 3

Tíminn - 03.12.1936, Blaðsíða 3
TlMINN 195 OlafurThors rýfur þieé! við Kaupfélag Ólafsvíkur er laus. Umsóknir sendist stjórn kaupfélagsins fyrir 15, janúar næstkomandi. Árslaun kr. 3000,00 þá, til að skjóta henni fram- fyrir í atkvæðagreiðslunni, þá tillögu, sem fyrst var talað fyrir og síðan samþykkt. — Ég óskaði þá, að hver einstak- ur liður þessarar tillögu væri borinn undir atkvæði fyrir sig, þar sem ég væri með sumum og rnótfallinn öðrum. Þessu neit- aði Guðm. Erlendsson, og sagði að allt yrði að berast upp eins og það væri. Reis þá upp einn öruggasti fylgismaður íhaldsins og skoraði á Guðmund að fella aftan af tillögunni mótmælin gegn beinum kosningarrétti bændanna til Búnaðarþings. Þorði tillögumaður þá ekki annað en að gera það, til þess að halda íhaldsmönnunum á tillögunni. Síðan var tillagan borin upp, svo breytt, og felld með 35:20 atkv. Ég held að engir, hvorki Framsóknarmenn né íhalds- menn, hafi viljað láta hafa sig til að greiða atkvæði með mót- mælum, sem þeir voru andvíg- ir, enda þótt ei'tthvað fylgdi með, sem þeir væru samþykk- ir. Og ég efast um, að nokkur heilvita maður sé svo skyni skroppinn að láta hafa sig til þess, þótt tíðindamanni Mbl. finnist slíkt sjálfsagt. Þá talar tíðindamaðurinn um að Framsóknarmenn hafi „koll- heimt“ á fundinn, en þá víst ekki íhaldið! Sannleikurinn var sá, að fundurinn var mjög vel sóttur, 60 af 65, sem atkvæð- isrétt áttu. En af þessum 5, sem vantaði, mun íhaldið hafa átt aðeins 1, sem lá sjúkur í rúminu, og með atkvæði hans \ar Guðm. Erl. skriflegt í vas- anum og vildi fá að telja það með á tillögu sína, enda þótt hann væri búinn að breyta henni frá því, sem hún var upprunalega. Hjá íhaldinu vant- aði því hvorki „koll“ né hönd, sem nokkur von væri til að gæti eða vildi greiða atkvæði með íhaldinu. Allt var tekið með, jafnvel þeir sjúku í rúm- inu. — Við, sem á fundinum vorum, sáum hina angistarfullu líðan íhaldsmannanna þar, — og kendum hálft í hvoru í brjósti um þá, og við töldum víst að sú líðan myndi brjótast út I einhverju vesældarvæli í Mbl. Þess hefir orðið nokkuð vart í Mbl. undanfarna daga, að formaður „Sjálfstæðisflokks- ins“ er kominn heim úr sigl- ingunni. Á föstudaginn lét harrn blað- ið birta viðtal við sig. Þar lét hann í fyrsta lagi hafa eftir sér fréttir um brezk þjóðmál, sem helzt bera þess vott, að maðurinn hafi verið bæði heyrnarlaus og sjónlaus með- an hann dvaldi þar í landi. í öðru lagi var þetta viðtal eins- konar bænarslcrá til þjóðarinn- ar um að kenna í brjósti um Kveldúlfsbræður, ef bankarnir yrðu svo ósvífnir að krefja þá um greiðslu á skuldum sínum eða húsaleigu eins og annað fólk. En á sunnudaginn slær Ö. Th. yfir í annan tón. Þar til- kynnir hann með stórum s'töf- um og miklum hátíðlegheitum, að Alþingi verði rofið nú í vet- ur og kosningar eigi fram að fara á vori komanda! Menn munu minnast þess, að á eldhúsdegi s. 1. vetur hóf þessi sami flokksforingi mál sitt á því, að bera fram þá „kröfu fyrir hönd Sjálfstæðis- flokksins", að Alþingi þá yrði rofið og gengið til nýrra kosn- inga. Hann lýsti yfir því jafn- framt, að núverandi ríkisstjóm væri komin í minnahluta meðal þjóðarinnar. Engum datt í hug, að þessi „lcrafa“ yrði tekin hátíðlega, fremur en maðurinn, sem bar hana fram. Og sjálfsagt munu menn á sama hátt láta það fara „inn um annað eyrað og út um hitt“, þó að ö. Th. nú gangi feti lengra og beinlínis eða Isafold. Svo er nú eixmig orðið. — En að það yrði svo ámátlegt og fjarri flestum staðreyndum, því höfðum við varla búist við. — Sveinbjöm Högnason. tilkynni það, að þing verði rof- ið! 1 vor sem leið tilkynnti hann, að ekkert skip myndi fara á síldveiðar fyr en búið væri að álcveða 6 kr. verð pr. mál á bræðslusíld. Allir vi'ta, hvernig það fór! Vitanlega hefir engin á- kvörðun verið tekin, hvorki um þingrof né nýjar kosningar, enda liggur það mál alls ekki fyx’ir nú, hálfum þríðja mánuði áður en þing kemur saman. En Ólafi fer líkt og „eggja- konunni" og lxeldur áfram hug- . leiðingum sínum út í framtíð- ] ina. (i „Sjálfstæðismenn um allt f land munu fagna þessum tíð- 1 indum“, segir hann. (Þeir segj- ast líka vera mjög „sigurviss- ir“ nú, eins og þeir áður hafa verið á undan öllum kosninga- ósigrum!). Og „óstjórnaröld" sú, „sem nú grúfir yfir landi voru“ á að hverfa eins og ský fyrir sólu, segir hann. Þá verður gaman að lifa fjrrir íhaldið! Bara að flokkur- inn verði nú ekki „sprunginn“ fyrir Jónsmessuna! En eftir á að hyggja: Ætli það sé mögulegt að fá lesendur Mbl. 'til að trúa því, að stjóm- in vilji kosningar í vor, vegna þess, að hún sé komin í minni- hluta, eins og ó. Th. sagði fyr- ir 8 mánuðum? ó. Th. hefir áður fengizt við að yrkja. I fyrravetur gerði hann t. d. vísu um einn höfuð- óvin sinn, Finn Jónsson á Isa- firði, og las hana upp á Al- þingi! En það veíður að vera sam- ræmi í ljóðagerðinni! Ágæt herbcrgí til leigu á Hverfisgötu 32 yfir lengri eða skemmri tíma. — Hentugt fyrir ferðafólk. — Simi 3454. Hvað segir Mbl. nú? Hæstaréttardómur er nýlega fallinn í máli Ragnars Jónas- sonar leynivínsala. Hafði hann í undirrétti verið dæmdur í 30 daga fangelsi og 3000 króna sekt, og staðfes'ti hæstiréttur þann dóm að öllu leyti. í sambandi við þennan hæstaréttardóm er fleira at- hyglfsvert. Með þessum dómi hefir hæstiréttur, og þ. á m. hinn gamli flokksmaður Mbl., Einar Arnórsson, skorið úr um lög- mæti úrskurða þeirra, er fyrv. lögreglustjóri kvað upp sl. vor um rannsókn símtala í sam- bandi við leynivínsölu. Hæsti- réttur hefir sem sé staðfest alla málsmeðferðina, og ekki fundið að úrskurðunum með einu orði. Það er í meira lagi leiðinlegt fyrir Jón Kjartansson, sem er gamall rannsóknardómari, að hann skyldi ekki vita betur um þessa hluti en frumhlaup Mbl. í vor bar vitni um. En hvað sem Jóni Kjartans- syni líður, þá er þó afstaða Bjarna Benediktssonar í þessu sprúttsölumá!.i ennþá alvarlegri. Bjarni er prófessor í réttarfari og í háskólanum á hann einmitt að kenna rannsókn opinberra mála. 1 vor 'taldi hann sig sanna það, að rannsókn símtala væri yfirleitt algerlega ólögmæt, og alveg sérstaklega í áfengismál- um. Hvað ætlar Bjami að kenna í háskólanum nú um þetta atriði, eftir að hæstarétt- ardómurinn er fallinn? Og hvað segir háskólinn nú um fræðimennsku Bjama Bene- diktssonar? Var það fáfræði eða flokks- ofstæki, sem réð árásum hans á Gustaf Jónasson lögreglu- stjóra sl. vor? Og er það heppi- legt að ætla þessum manni að veita verðandi embættismönn- um rétta og óhlutdræga fræðslu um lög landsins? Mbl. hefir skýrt stuttlega frá áðurnefndum hæstaréttardómi. Var þess getið í fréttinni, að málið hefði verið mikið rætt sl. vor! En hitt forðaðist blaðið að rifja upp hinar fólskulegu á- rásir sínar á lögregluna, fund- inn sæla í bai’naslcólaportinu, eða framkomu sjálfs formanns „Sjálfstæðisflokksins“ í sölum Alþingis. „Sér ekki á svörtu", segir gamalt máltæki. En mörgum mun þó þykja „Sjálfstæðis- flokkurinn“ hafa sett blett á heiður sinn með atferli sínu þá. Og Ijágviísmmim har ekki saman Morgunblaðið hefir undan- farið geipað mjög um það, að Alþýðusambandsþingið hafi lelcið upp stefnuskrá kommún- ista og síðan muni Framsókn- árflokkurinn gera stefnu Al- þýðuflokksins að sinni stefnu og sé þá kommúnisminn orð- inn ráðandi í landinu! Þessi frásagnaraðferð er fundin upp til að reyna að hnekkja fylgi núverandi stjórnarflokka. Það er sama aðferðin, sem fasistar beittu í Italíu og nazistar á Þýzkalandi. Andúðin gegn kommúnistum og forsögu þeirra, er mjög rík hjá meginhluta þjóðarinnar. Og nú finnst íhaldinu líf sitt liggja við, að takast megi að bendla Fi’amsóknarflokkinn við lcommúnista í augum almenn- ings. Þessvegna er í Mbl. byrjað á að skrökva því upp, að Al- þýðuflokkurinn hafi tekið upp stefnuskrá kommúnista — og þessi tilhæfulausa skröksaga er endurtekin, blað eftir blað. Fyrir nokkrum dögum var hér í blaðinu, sannað eitt áþreifanlegasta dæmið um þessa heimskulegu ósannsögli Mbl. Það var þegar Mbl. reyndi að halda því fram, að 3. liður í stjórnarmyndunarsamningi Framsóknarflokksins og Al- þýðuflokksins 14. júlí 1934, hefði verið tekinn upp úr „samfylkingar“-tilboði frá kommúnistum, sem samið var nærri tveim árum seinna! Og ennþá stendur það í moð- hausunum, að gera grein fyrir þessari óvenjulegu „rás við- burðanna". En nú bætist það við, að ljúgvitnunum er ekki farið að bera saman, fremur en í fyrri daga. Nýlega birtir Morgunbl. út- drátt úr ræðu, sem Gunnar Thoroddsen hafi flutt nýlega á barnasamkomu í Heimdalli. Mbl. segir, að Gunnar hafi þarna rætt um áðurnefnda starfsskrá Alþýðuflokksins, og hafi hann talið aðaleinkenni hennar vera þau, hversu mikils afsláttar kenni þar frá þeirri stefnu, er flokkurinn hafi áður haft í ýmsum málum. Svo aumir eru málfærslu- menn íhaldsins í söguþvættingi sínum, að þeir geta ekki einu sinni sameinast um sömu ó- sannindin! Jón og Valtýr segja í Mbl., að starfsskrá Alþýðuflokksins sé kommúnistisk. En Gunnar Thoroddsen seg- ir Heimdellingum, að „starfs- skráin“ sé ekki nærri eins rót- væk og hún hafi áður verið! Ætli það sé ekki bezt fyrir þessa pilta, að fara að ástunda „eintal sálarinnar" út af nið- urlægingu sinni meðal þjóðar- innar — og hætta að þreyta al- menning með slúðursögum, sem aldrei ber saman og allir sjá því, að eru lygasögur. Þetta eru þekktustu dæmin. En verkinu er ekki þar með lok- ið. Fyrír forgöngu Framsóknar- rnanna hafa verið brúaðar all- ar helztu ár frá Seljalandsmúla og austur að Klaustri, nema smáár, þar með talin stokka- lagning ánna í Mýrdalnum, og brýr á Klifanda, Kerlingardalsá og Múlakvísl. Þannig hefir Framsóknarflokkurinn skilið við vestursýsluna. Nú biður sýslan um kyrstöðu og hvíld á fram- förunum. Þá bæn er hægt að veita, þar sem mörg önnur hér- uð eiga meira af sínum sam- göngumálum óleyst. V. Leiðin liggur lengra austur. Bilveginn þrýtur. Ég kem inn í sveit sem lengi hefir hallast að Mbl.-stefnunni og óskað kyr- stöðu. Þar hætta hinar nýju brýr. Hjá Teigingarlæk vantar smá brú á akveg, sem annars mætti fara austur yfir Hverf- isfljót. Þar vantar brú á Djúpá, allmikið jökulvatn. Þeg- ar þær brýr eru komnar, verð- ur við Núpsstað austasti bíl- vegur á Suðurlandsbraut.og bíl- arnir nema staðar við hinn fagra Lómagnúp, sem Ásgrím- ur Jónsson hefir gert svo mik - ið til að kynna þjóðinni. Núps- vötnin renna þar yfir flata sanda, síbreytileg, og að því er virðist ófær yfirferðar nema á hestum og flugvélum. Hannes bóndi á Núpsstað fylgdi mér fram á Skeiðarár- sand. Og þegar við vorum hæst á sandinum, framan við lengstu jökultunguna, segir hann við mig, að þó að hann fylgi mér nú á hesti, þá álíti hann, að á sumrin eigi að vera bíll á Skeiðarársandi. Var það samráð þeirra Hannesar og Odds í Skaftafelli. Þeir álíta að á sumrið eiga að ganga bifreið milli Núpsvatna og Skeiðarár. Sandurinn er venju- lega þurr og harður. Ferða- menn koma þá að sunnan á bif- reið að Núpstað, eru fluttir á hestum yfir ána, stíga þá í bifreiðina og komast með lienni að Skeiðará, þar sem liún kemur upp eins og tröll- aukin lind, í einu lagi, þar sem Skeiðarárjökull liggur upp að hlíðum Öræfafjallanna. Þar er örstutt að ganga yfir jökulinn, ofan við upptök árinnar. Það er talinn 10—15 mínútna gang- ur, Ag jökulljim ekki .úfnari en það, að kunnugir menn á- líta, að í sumum sumrum megi með lítilli aðgerð aka bifreið- um yfir hann. Þegar komið er jfir jökulinn, er rúmlega klukkustundar reið heim að Skaftafelli, fram hjá hinum íagra Bæjarstaðaskógi, fram- hjá væntanlegum sundskála Skaftfellinga og yfir hinar íögru hlíðar innan við Skafta- fell. Ég geri ráð fyrir, að þar rísi innan skamms eitt hið vin- sælasta gistihús í sveit á Is- landi, og þaðan yrði að flytja og sækja ferðamennina til og frá Jökulbrúnni við Skeiðarár- lindina. Austan við Skaftafell eru tvær dálitlar jökulár, sem erf- itt er að brúa. En frá næsta bæ, Svínafelli, þar sem FI03Í bjó, má komast á bifreið aust- ur um öll öræfi, út að Ingólfs- höfða og ef til vill austur all- an Breiðamerkursand að hinni miklu torfæru Jökulsá. Á þeirri leið er ein fremur lítil á, sem heitir Kvíá, sem er fremur auð- velt að brúa, en austan á sand- inum eru breytilegar jökullær- ur, sem Skaftfeliingar myndu reyna að aka yfir, nema í vatnavöxtum. Þeim er manna bezt trúandi til að rata yfir vötnin sín. Eftir að komið er yfir Jökulsá er auðvelt að gera bílfært til Hornafjarðar. Á hin- um hörðu og sléttu söndum frá Jökulsá að Suðursveit er að- eins ein á, Stemma, sem auð- velt er að brúa. Góður akveg- ur er kominn eftir Suðursveit, og fyrir atbeina Framsóknar- manna er nýgerð brú yfir Kol- grímu. Þaðan er um tvær leiðir að gera niður á sandana við sjóinn, annaðhvort niður til sjávar, norðanvert við Kol- grímu, eða að fylgja þjóðveg- inum lítið eitt lengra, brúa Heinabergsvötnin og halda síð- an þvert austur að Flateyjar- bænum og þar fram á malar- kambinn. Eftir honum er slétt, en nokkuð þungfær leið að Ilöfn í Hornafirði. Þar þarf að gera bílferju, og í henni á að mega flytja hlaðna bíla á 10 mínútum yfir höfnina. Frá Ilöfn er fyrir atbeina Fram- sóknarmanna kominn góður bílvegur yfir Almannaskarð í Lónið. Núbúið er að mæla fyrir brú á Jökulsá í Lóni hjá Stafa- felli. Þaðan er nú kominn rudd- ur vegur og bílvegur til Djúpa- vogs. Síðan kemur bílferja yfir Djúpavog, og þaðan akvegur um Breiðdal og Breiðdalsheiði upp á Hérað. Og þá er búið að spenna akvegakerfið kringum landið. VI. Jökulsá á Breiðamerkursandi hefir lengi verið falin ein hin mesta ófæra hér á landi. Á sumrin hafa menn klöngrast cfan við upptökin á jökli, stundum langa og jafnvel hættulega leið, en af og til er áin reið, og nú sem stendur er þar lítil ferja, #em er notuð yfir annan álinn. Um nokkur undanfarin ár hefir áin runnið til sævar í tveim djúpum kvísl- um og lítið breytt sér. Hallinn er svo lítill að flóðs gætir langt upp eftir ánni. Við að athuga aðstöðuna komst ég að þeirri niðurstöðu að sjálfsagt sé að reyna að hafa tvær dragferjur yfir ána. Sennilega þyrfti að færa þær til stundum oftar en einu sinni á ári. Mikið skal til mikils vinna. Sú fyrirhöfn ætti ekki að vera eftirtalin í glímunni við eitt höfuðvatnsfall lands- ins. Það hefir kostað 400 þús. að brúa Markarfljót og Þverá, en 200 þús. að brúa Jökulsá á Sólheimasandi. Tvær dragferj- ur á þessa Jökulsá og síma- lína heim til ferjumannsins á Reynivöllum í Suðursveit eru ekki óviðráðanlegar fram- kvæmdir. VII. Ferðamenn, innlendir og út- lendir eiga að skapa Skaftfell- ingum auknar tekjur í sam- bandi við gisting, fylgdir um byggðir, inn á jökla o. s. frv. Að minni hyggju eru fjórir staðir í Skaftafellssýslu, sem hljóta að verða gistihúsastaðir í náinni framtíð. Það er Kirkjubæjarklaustur eða staðir í Landbroti skammt frá, Skaftafell og Svínarell í öræf- um og við kirkjustaðinn í Nesjum í Hornafirði. Klaust- ur er að fornu og nýju mikill gistingarstaður, en þar vantar enn húsrúm til að taka á móti þeim gestum, sem nú sækja þangað, hvað þá, ef gestkomur erlendra manna aukast mikið eins og við má búast. En bæ- irnir Skaftafell og Svínafell eru enn óþekkt dýrindislönd fyxir ferðamenn. Þessir tveir bæir standa sunnan undir öræfa jökli og í hléi við hann í kulda- átt. Vetrarblíða er þar ótrú- lega mikil. Þegar ég gisti á Svínafelli var um morguninn lilýtt veður, logn og millt, en ofsaveður og norðanbleytuhi’íð 20 km. austar, þar sem jökull- inn hlífði ekki. Ég álít, að veð- uráttan á þessum tveim bæj- um sé á íslenzka vísu eins og skjólið í Pódalnum með Alpana í norðanátt. Bæjarstæðin á báðum þessum heimilum eru undurfögur, og þó svo ólík. Skaftafell liggur betur við gestastraumnum. Það þyrfti að vei-a hægt að taka þægilega við 50 næturgestum allt sum- arið. í túninu eru fögur gil með hrynjandi fossum og há- vaxin björk og reynitré í hömx-unum. Þaðan er skammt til skíðalanda upp á Vatnajök- ul og sjálfan Öræfajökul. Inni

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.