Tíminn - 21.12.1936, Blaðsíða 1

Tíminn - 21.12.1936, Blaðsíða 1
09 tnnbeimta ©afnatatt. 16 eíml 2353 - PóetbWf 961 ©jaíbbagi * b í a ðo Ina er I |nui Átaanaurínn fostat 7 ft. XX ár. Reykjavík, 21. desember 1936. 53. blað. Yfirlif um vinnudeilumálið L ! Eg hefi of tar en einu sinni áður sýnt fram á þá erfiðleika, sem Alþýðufl. og Mbl.menn eiga í sambúð sinni í kauptúnunum, og að ef ekki nyti við Fram- sóknarflokksins, myndi ný ; Sturlungaöld vera byrjuð í kaupstöðum landsins með eyði- leggjandi áhrifum sínum fyrir landið allt. Það, sem um er i i barizt er, hversu skipta skuli J arðinum af framleiðslunni við sjóinn milli svokallaðra hús- bænda og svokallaðra þjóna. ! Hvað eftir annað hefir Fram- j sóknarflokkurinn borið klæði á vopnin og firrt vandræðum, í hermáli Jóns Magnússonar 1925 og kúgunarmáli íhalds- ins 1932, svo að ekki séu nefnd nema tvö dæmi. Erlendis hafa hin hörðu átök milli verkamanna og atvinnu- rekenda knúð báða aðila til að takmarka ófriðinn, bæði með samningum og löggjöf. 1 Dan- mörku komst hið fyrsta skipu- lag á þessi mál með samningi milli málsaðila árið 1899, og síðan hefir verið aukið við nýjum samningum og löggjöf. Verkamenn og atvinnurekend- ur hafa staðið að þessu skipu- lagi og aðrar stéttir hafa stutt að því af alefli. 1 menntuðu landi kunna menn ekki við að láta hnefaréttinn og áflog skera úr málum á einu sviði þjóðlífsins, eftir að réttar- vernd er fengin allsstaðar ann- arsstaðar. Síðan árið 1925, að Fram- sóknarmenn stöðvuðu her- hlaup Jóns Magnússonar og komu á löggjöfinni um sátta- semjara í vinnudeilum, hefir flokkurinn og blöð hans beitt sér fyrir að hér á landi yrði sett vinnulöggjöf. Krafa Fram- sóknarmanna er einföld og ó- breytt. Við viljum lögleiða hér það skipulag, sem komizt hefir á um Norðurlönd með sam- komulagi verkamanna og at- vinnurekenda. Við viljum að á- tökin um verkamálin séu háð á grundvelli laga og réttar, og að sá grundvöllur sé byggður á jafnrétti beggja málsaðila, n. 1 fyrravetur, eftir að Her- mann Jónasson hafði sett mál- ið á dagskrá að nýju í ára- mótaræðu sinni, sté íhalds- flokkurinn vafasamt spor í málinu. Eggert Claessen var látinn gera frv. um vinnulög- gjöf, og Thor Thors og Garð- ar Þorsteinsson fluttu það í þinginu. Það var erfitt að hugsa sér óheppilegri menn til að taka málið upp, sökum þess hve illa allir þessir menn voru þokkaðir hjá öllum verkalýð í landinu. Naumast voru nokkrir menn jafn illa fallnir til að koma á skjótri lausn í þessu máli. Valið á þessum forgöngu- mönnum bendir ekki á að Mbl.- mönnum hafi leikið hugur á að flýta lausn málsins, miklu fremur að gera það tortryggi- legt í augum verkamanna. Ekki stóð lengi á svari, sem var jafnilla tilfundið og valið á forgöngumönnum íhaldsins. Kommúnistar gripu tækifærið og héldu æsingafundi um mál- ið á ýmsum stöðum við sjoinn. Verkamenn, sem ekki þekktu til málsins, nema af æsingar- ræðum kommúnista, sam- þykktu greiðlega mótmæli, sem strax voru símuð til Alþingis. Framsóknarmenn tóku með ró og festu á málinu. Þeir vissu, að slík mál verða ekki leyst af Eggert Claessen og Einari Olgeirssyni. Málið varð að fara af æsingastiginu til ró- legrar athugunar. Það varð að fara úr höndum manna, sem vildu nota það til illinda og æsinga, til lausnar fyrir at- beina þeirra manna, sem ætla að afmá vinnubrögð kommún- ista og nazista úr lífi þjóðar- innar. in. Sú aðstaða Framsóknar- manna, að vilja fá réttláta og heilbrigða vinnulöggjöf, gerði óhjákvæmilegt fyrir flokkinn, að reyna til hins ítrasta að báðir deiluaðilar samþykkta lausnina. Upptaka málsins af Claessen og Kveldúlfi var. ekki gerð af áhuga að leysa málið eins og komið hafði fram í málsmeðferð forsætisráðherr- ans fyr um veturinn. Alþýðuflokkurinn taldi sig varbúinn að ganga frá málinu þegar í stað. Emil Jónsson benti réttilega á mismun á undirbúningi jarðræktarlag- anna, þar sem ýmsir bændur höfðu lagt grundvöllinn. Hér hafði enginn verkamaður kom- ið nærri málinu. Á flokksþingi Alþýðuflokksins virðist málið hafa verið rætt ýtarlega, og þar hefir verkamannaflokkur- inn í fyrsta sinn fengið hlut- lausar skýringar frá ýmsum af leiðtogum flokksins, um hvert gagn verkamannastéttin gæti haft af skynsamlegri vinnulöggjöf. Á hinn bóginn má telja fullvíst að hjá ýms- um fulltrúum, ekki sízt af Vesturlandi, hafi borið á mót- þróa gegn allri löggjöf um þessi málefni. Mun þar bæði hafa gætt ókunnugleika um þá hættu, sem verkamenn eiga yfir höfði sér, ef kommúnistar cg nazistar hafa framvegis rétt til að kveikja elda, þar sem þeim þóknast, í nafni verkamannasamtakanna. Svo sem betur fór, réðu þeir í þetta sinn, sem meiri höfðu þekkinguna. Flokksþing verka- mannanna mælti með því, að sett yrði nefnd í málið til að undirbúa löggjöf um þetta efni. Alþýðuflokkurinn á hér mest að vinna og mest í hættu. — Flokkar socialista á Norður- löndum eru allir orðnir það stórir, að þeir eru fyrir löngu komnir af óláta og æsingastig- inu. Þeir afneita allir kommún- istum i og öllu þeirra athæíi. Þeir leggja megináherzlu á að vinna fylgi fjöldans með ró- legu umbótastarfi, og góðu samkomulagi við aðrar stéttir. Stauning er beinlínis vinsæll hjá atvinnurekendum í Dan- mörku, og er hann kom hingað í sumar, sóttust isynir TJhor Jensens mikið eftir samneyti við hann. Nygaardsvold hefir nýlega alvarlega aðvarað alla verkamannastétt Noregs um að forðast ólögleg verkföll. Skýr- ingin er auðsæ. Norski verka- mannaflokkurinn óttast að ein- hverir verkamenn kunni, undir áhrifum kommúnista, að byrja á lögleysum í sambandi við vinnudeilur, og að allt slíkt at- hæfi komi óorði á verkamanna- stéttina, og spilli framgangi fiokksins. IV. Hér á landi reyna byltingar- flokkarnir báðir að spilla vinnufriðnum. Nazistar ráða miklu í Mbl.- flokknum, og kommúnistar vilja komast inn í Alþýðu- fJokkinn, til að ráða þar. Að vísu hefir Alþýðuflokkurinn afneitað kommúnistum hátíð- lcga. En kommúnistar reyna, þótt fáir séu, að blása að kol- unum, og ætla sér að draga ^erkalýðinn út af friðsömum leiðum, í róstur, sem eingöngu skaða þá. Gott dæmi um viðleitni kom- múnista í þessu efni, er upp- hlaup þeirra í Vestmannaeyjum í vor sem leið. Bæjarútgerðin í Hafnarfirði, sem er rekin af leiðtogum verkamanna, hafði keypt nokkuð af hálfverkuð- um fiski í Vestmannaeyjum. Skyldi senda fiskinn með skipi til viðtakenda. En allt í einu dettur kommúnistum í Eyjum í hug að gera upphlaup og stöðva fisksendinguna til verkamanna í Hafnarfirði. — Þeim tókst að draga með sér ýmsa verkamenn úr öðrum stjórnmálaflokkum undir því yfirskyni, að hér ætti að bjarga atvinnumöguleikum eyjabúa. Hér sáu leiðtogar Alþýðu- ílokksins andlit Sturlungaald- arinnar gægjast upp yfir haf- flötinn hjá dröngum Heima- kietts. Meginhluti manna í öllum þrem þingflokkunum villvinnu- frið og lögbundið skipulag. En nazistar og kommúnistar kveikja elda innbyrðisstyrjalda frá tveim hliðum. önnur pest- in sækir á að sýkja íhaldið. Hin jleitar á Alþýðuflokkinn. Bílstjóraverkfallið var sýking beggja. Það eru ekki mörg missiri síðan að ölafur Thors varð svo reiður á þingi yfir úrskurði úr forsetastóli, að hann hótaði að draga eða láta draga forset- ann úr virðulegasta sæti Al- þingis, stóli forsetans í sam- einuðu þingi. Það skiftir ekki miklu máli hér, að gremja Ó. Th. stafaði af því, að hann og nokkrir fé- lagar hans ætluðu með hrekkj- um og misnotkun þingskap- anna, að gera þingmeirihlutan- um ókleift að fara með umboð sín fyrir kjósendur. En segjum að málstaður ó. Th. hefði ver- ið góður, eða sæmilegur. Var þá rétt af þingmani, sem var óánægður með úrskurð þingfor- seta, að „skipuleggja" áflog um forsetastólinn ? Átti aðeins að gera þetta eina sinni, eða aðeins við einn mann, t. d. Jón Baldvinsson? Er ekki var- legra að gera ráð fyrir því, að ef þingmenn hefðu byrjað að berjast um forsetastólinn, þá hefði það orðið almennur siður, eins og í Þýzkalandi, þegar nazistar og kommúnistar börðust á þingfundum, unz þjóðin varð vonlaus um frelsið cg ofurseldi sig hinum grimm- asta þrældómi, sem sögur fara af? Ól. Th. sá, að hin heimsku- lega hótun hans myndi ekki auka veg hans. Ef til vill hafa fiokksbræður hans- komið viti fyrir hann, að reyna ekki framkvæmdina. Um hitt efast enginn, að þingstjórn og lýð- frelsi þolir ekki þann bráða á- lits- og traustshnekki, sem fylgir því að ofbeldi sé beitt í lóggjafarsamkomunni, og lægstu siðir götunnar fluttir þangað í staðinn fyrir fágað- ar og þrautprófaðar venjur. VL En nákvæmlega sama lögmál gildir úti í mannlífinu, á skip- um, í námum, verksmiðjum, við vegagerð, alstaðar þar sem unnið er að framleiðslunni. Ef lög og skipulegar venjur eru virtar að vettugi, þá lendir hlutaðeigandi starfsgrein í upplausn og niðurlægingu. Tvö dæmi frá stórþjóðunum era glöggur vottur um þetta. Á Italíu var mikill órói og agaleysi eftir heimsstríðið. Fréttirnar um hið unga verka- mannalýðveldi í Rússlandi voru þá nýjar, og glöptu verkamönn- um sýn. Þeir hugðust að feta í fótspor Rússa, tóku margar verksmiðjur af réttum eigend- um og hugðust að reka þær sjálfir. Ur því varð þó ekki annað en upplausn og glund- roði. En einmitt vegna þessara öfga, þroskaleysis og taum- leysis, tókst fascistunum að safna her til verndar hagsmun- um efnastéttanna. Fátækling- arnir höfðu byrjað að beita ó- lögum og ofbeldi. Þeir drógu lög og rétt úr forsetastólnum. En fyr en varir, hafði eldur- inn, sem þeir kveiktu, brennt þá sjálfa. Fascistarnir hrifsuðu landið undir sig, og slógu all- ar frelsishreyfingar hinna fá- tæku niður. Auðvaldið læsti fátæklingana í heljargreipum og lækkaði lífskjör þeirra meir en nokkurn þeirra hafði órað fyrir. Hitt dæmið er frá Frakk- landi. Þar er foringi Socialista, Leon Blum, stjórnarforseti. Hann styðst við .samfylkingu" írjálslyndra manna, socialista og kommúnista. Það sem sam- einar þessa flokka, er óttinn við nazisma efnastéttanna. I fyrstu hugðu róttækir verka- menn, að þeir ættu nú svo sterka stjórn, að þeir gætu gert upp gamlar væringar við atvinnurekendur. ólögleg og tilefnislaus verkföll geysuðu um landið. Víða tóku kommún- istar upp gamla ítalska siðinn og settust að í verksmiðjun- um, eins og væru þær þeirra eign. t fyrstu reyndi Blum að rniðla málum, og fá kommún- istana til að sýna hóf og gætni. En þeir urðu því kröfufrekari. Þ4 sá Blum, að ef hann gæti ekki látið lög og rétt gilda í landinu, þá væri stjórn hans búin, og óeyrðir og ófriður um allt land. Nú hefir hann knúð þingið til að samþykkja mjög ákveðna vinnulöggjöf, og þar sem kommúnistar taka verk- smiðjumar, rekur lögreglan þá í burtu. Á þennan einfalda hátt reyn- ir Leon Blum að bjarga frelsi borgaranna og frelsi landsins. Og enginn efast um að hann er á réttri leið. VH. Islenzki alþýðuflokkurinn hefir oft átt í kaupdeilum, víða um land, eins og jafnan gerist með unga verkamannaflokka. Þessar deilur hafa venjulega verið formlausar, sem von er til, þar sem tæplega er um að ræða aðra löggjöf í þessu efni, en lögin um sáttasemjara rík- isins, og svo hin ýmsu lagaboð um greiðslu verkakaups^ sem snerta málið nokkuð. Á þess- um vaxtarárum verkamanna- flokksins hafa alþýðuflokks- menn lært að gera verkföll og þola verkbönn. Þegar kallið kom, þótti hlýða að standa saman, og gert ráð fyrir að í öllum vinnudeilum væri mál- staður þeirra, sem teldu sig koma fyrir verkalýðinn, svo ör- uggur, að þar mætti nema staðar í fylkingunni. En fyr en varir kemur að því, að verkamannaflokkurinn er orðinn einn af þrem stjorn- málaflokkum landsins, hefir meirihlutaaðstöðu í þinginu, og ráðherrann, sem fer með meginhluta atvinnumálanna, er úr flokki verkamanna. Bak Við hina skipulögðu sveit verka- mannanna, stendur hinn litli hópur kommúnista, fús til hverskonar æsinga, íslenzk deild undir stjórn Rússa. Og í hægri fylkingararmi standa fjandmenn verkamannastétt- arinnar, eins og Steindór Ein- arsson, Eggert Claessen og nazistaskríllinn í Mbl.-liðinu. Allt þetta lið er tilbúið í félagi &ð uppleysa þjóðskipulagið með því að búa til „hvít verkföll", á móti hinum eiginlegu verka- mönnum og ráðherra þess flokks. VIII. Þekktust af þessum verk- löllum er upphlaup þeirra Ja- kobs og Meyvants fyrir ári síðan. Alþingi hefii samþykkt lög um stórkostlega aukna og bætta vegalágningu, um meiri vegi og betri vegi, og hækkar í því skyni benzínskattinn lítið eitt. Ef nokkrir menn áttu að vera sérlega þakklátir, þá áttu það að vera bifreiðarstjórarnir. Og allir betri menn stéttarinn- ar voru það. En kornrnúnistar t SliirlvHiliuii bóndi á Brúnum 15. þ. m. andaðist á heimili Ágústs Einarssonar kaupfélags- stjóra i Hvolhreppi, Sigurður Vig- íússon írá Brúnum undir Eyja- ijöllum. Hafði hann um stund unnið að verzlunarstörfum hja Kaupfélagi Hallgeirseyjar, svo sem stundum áður um þetta leyti árs, cn veiktist af lungnabólgu og lézt úr afleiðingum hennar. Sigurður ólst upp hjá ágœtum foreldrum að Brúnum, i einni af fcgurstu byggðum landsins. Hann naut aðeins hinnar fátœklegu íar- Uennslu, sem titt var um efnalitla sveitadrengi fyrir 35-40 árum. En hann tók frá upphafi mikínn bátt i störfum ungmennafélaganna og var einn af þeim, sem sú félags- hreyfing orkaði mjög á. Sigurður varð ágætur reiknings- inaður, rithöndin falleg, en eink- um ritaði hann fagurt íslenzkt mál. Hann var hagmœltur og Eöngvinn og lék mjög vel á har- monium. Hann las mikið, kunni Norðurlandamálin til hlitar og las mikið af góðum ritum á >eim málum. pýzku lœrði hann til- sagnarlaust að kalla svo vel, að hann las hina sígildu þýzku höf- unda. Eitt sinn hafði hann a orði við þann, sem þetta ritar, að sig langaði til að þýða Vilhjálm Tell eftir Schiller, honum find- ist hann skilja hann svo vel, en þetta er eitt af höfuðritum þessa fkáldjöfurs, og þó í bundnu máli. Er óvist að aldur eða önn hafi leyft að þessi sjálfmenntaði sveita- bóndi hafi ráðizt 1 þetta stórvirki. En sú er bót í méli, að þeir sem þekktu Sigurð bezt, vissu að hér var ekki mœlt af yfirlæti, enda treystu honum vel til verksins. Ekki mun það blóm eða sá nytja- gróður hafa vaxið i byggðarlaginu að hann ekki þekkti það með nafni. Enda má í einu orði um hann segja, að hann væri sann- menntaður, þótt sjálfmenntaður \æri. í byggðarlaginu var Sigurður jafnan kvaddur til hinna vanda- mestu starfa, en til þess að öðl- ast það traust, sem honum hefði borið í félagsmálum, mun hann hafa verið of mildur og góðlátur að dómi samsýslunga sinna. Árið 1922 tók Sigurður við búi að Brúnum og kvæntist það ár Björgu Jónsdóttur frá Hallgeirs- ey. Var ástriki þeira mikið. pau eignuðust tvo drengi og eina dótt- ur. — Sigurður var um fimmtugt. O. M. og nazistar sáu sér leik á borði, að freista að skaða hina friðsömu verkamannahreyf- ingu. Og þessir tveir upp- hlaupsflokkar gera verkfall saman, kalla það bílstjóraverk- fall, og höfðu nokkra lítt mennta menn úr stéttinni í sinni þjónustu. Þessi óaldar- lýður stöðvaði allar bílferðir um bæinn og til og f rá bænum í hálfan mánuð. Og hvert var tilefnið? Það voru lög, sem meirihluti Alþingis hafði sam- þykkt, og að þessum lögum stóðu allir fulltrúar verka- mannaflokksins á þingi. Hér átti að draga forsetann úr for- setastóli. Hér ætlaði óupplýst- ur götulýður að taka sér vald

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.