Tíminn - 06.01.1937, Blaðsíða 1

Tíminn - 06.01.1937, Blaðsíða 1
^fgteibsía e.ms 2555 - P&»if»ólf 96! ©jaíbbagi btaðalne ct t jvini Srtcgangurtmi foalui 7 ft. XXI. ár. Reykjavík, 6. janúar 1937. 1. blað Er íhaldið að hefja nýja árás á bændavaldið? Enn munu flestu sveitafólki í fersku minni atburðir ársins 1931, þegar ríkisstjórn Fram- sóknarflokksins rauf Alþingi, til að koma í veg fyrir leyni- makk Sjálfstæðisflokksins og Alþýðuflokksins um að breyta kjördæmaskipun landsins og „brjóta bændavaldið á bak aftur“, eins og forsprakkar ,,skrílvikunnar“ komust að orði á fundum sínum í Varðarhús- inu. Og enn hafa menn ekki gleymt hinni hörðu kosninga- baráttu, sem á eftir fór, þegar þjóðin fékk Framsóknarflokkn- um hinn stærsta meirahluta, sem sézt hafði á Alþingi síðan 1908. En þó að þessi meirihluti væri stór, þá var hann samt ekki nógu sterkur. Vegna landkjörsins skorti Framsókn- arflokkinn meirahluta í efri deild. Þar höfðu andstæðing- arnir neitunarvald. Vegna klofningsstarfsemi þeirrar, sem Jón í Dal og menn hans hófu í Framsóknarflokknum ú't frá þessu ástandi, urðu úrslitin þau, að sveitimar töpuðu kjördæmamálinu að nokkru leyti. Þingmönnum var fjölgað og óskapnaður uppbótarmennsk unnar innleiddur í kosninga- lögin. Síðan þessi herferð var haf- in á hendur „bændavaldinu", eru liðin tæp sex ár. Og nú um þessi áramót berst út um landið nýr boðskapur frá andstæðingum „bænda- valdsins“. Formaður Sjálfstæðisflokks- ins, Ólafur Thors, hefir í Morg- unblaðinu á gamlársdag síðast- hðinn, birt áramótaboðskap til samherja sinna. Þar farast honum orð á þessa leið: „Þessi úrslit*) sanna, að stjómarskrárbreytingin og hin nýju kosningalög tryggja ekki lýðræðið í landinu. Af því leið- ir, að sjálfsögðu, að ekki getur liðið á löngu, að ný breyting verði á gjörð, sem tryggi, að Alþingi verði rétt spegilmynd af þeim kjósendavilja, sem fram kemur við hverjar kosn- ingar*. Hér er yfir því lýst, svo greinilega, að ekki verður í efa dregið, að formaður Sjálfstæð- isflokksins ætlar að bera fram kröfu um það, að kjördæma- skipuninni verði breytt enn á ný í þá átt að draga úr áhrif- um sveitanna og veikja bænda- valdið. Hvort sem það nú vakir fyr- ir Ólafi Thors, að taka upp til- löguna frá 1931 um sex stór kjördæmi með hlutfallskosn- ingu eða hina, að allt landið verði eit't kjördæmi — þá er sveitafólkinu þess áreiðanlega full þörf að vera á verði í tíma í þessu stórmáli, bæði gegn hinum eiginlegu flokksmönnum Ólafs Thors og flugumönnum þeirra í liði Jóns í Dal. Ennþá geta sveitirnar, ef *) þ. e. úrslit kosninganna 1934, Góðir íslendingar! „Svo líða um aldir árið hvert um sig“. Og það er eins og 'tíminn stansi um áramótin, til þess að gefa okkur tóm til að skoða farinn veg, átta okkur á, hvar við stöndum, og hugleiða hvert stefnir. Við hugsum reyndar flest, oftast mest um það, hvað muni vera framundan, en hugleiðum eltki eins oft og við máske ættum að gjöra, hve mjög framtíðin veltur á hverju augnabliki nútímans. Við lítum yfir árið, sem vav að kveðja. Það er eitt erfið- leikaár enn í sögu þjóðarinnar. Verð ýmsra innlendra afurða hefir að vísu farið hækkandi, en ný hætta, sauðfjárveikin borgfirzka steðjar nú að land- búnaðinum, og fyrir aðra aðal- grein sjávarútvegsins hefir árið verið érfitt.Hvoratveggja þessa erfiðleika vonum við að okkur takizt að yfirstíga. Hinsvegar hefir afkoma ársins gagnvart öðrum þjóðum, greiðslujöfnuð- urinn við útlönd, orðið betri en landsmenn munu yfirleitt hafa gjört sér vonir um í byrjun ársins. Þótt ýmsir erfiðleikar at- vinnulífsins og viðsjjriptamál- anna valdi okkur áhyggjum og kasti víða skuggum sínum, verður því ekki með rökum neitað, að í íslenzku þjóðlífi virðist jafnvel gæta meiri þróttar, meiri gróanda, en sum ár önnur. Skólar landsins, ekki sízt gagnfræðaskólarúir íkaup- stöðunum og héraðsskólarnir í sveitunum, eru mjög vel sótt- ir. Íþróttalíf æskunnar hefir tekið svo örum framförum, að hinir eldri hrífast með. Ri’t- höfundar okkar hafa vakið lofsverða athygli erlendis, og listamenn okkar sýna verk sín við góðan orðstír í stórborgum framandi landa. Á þessu erfið- leika ári er verið að ljúka við byggingu sundhallar í Reykja- vík, og er það stórmál í bar- áttunni fyrir vaxandi þrótti og ba'tnandi heilsu landsmanna. ís- lenzka þjóðin hefir lagt horn- stein að nýjum háskóla, og hafið byggingu rannsóknar- stofu átvinnuveganna, hag- nýtrar vísindastofnunar, sem mætti ef vel teks't verða eitt af talandi táknum hins nýja tíma. Erlendis stunda nú fleiri ungir, íslenzkir menn nám til þess að búa sig undir að taka virkan þátt í íslenzku atvinnu- lífi en nokkurntíma áður. En jafnhliða hefir og verið hafin ný rannsókn á auðæfum lands- ins og hafsins umhverfis það. Það hefir verið byrjað á ýms- um nýjungum í atvinnulífi landsins, og menn virðast vera samhuga í því, að leita að nýj- um möguleikum. ,ySetjið oss í sólskin, þá þær allar standa saman um réttindi sín, ráðið því, að senda 27 Framsóknarmenn inn á Al- þingi, meirahluta, sem gæti hrundið sérhverri nýrri árás á rét'tindi sveitanna. Megi áramótaboðskapur hins hvatvísa íhaldsformanns verða sveitunum varnaðarorð í þessu máli! f Avarp forsatisráðherra (IPlTJitt i útvarpið ái ri.-ý-jáirecLa.g' 1937) þekkist íslands þjóð“. Svo mælti íslenzkt þjóðskáld við írændþjóð okkar áður en við fengum frelsið. Hina öruggu trú á hæfileikum þjóðarinnar, er lýsir sér í þessari setningu og fleiri ljóðum þessa merka manns, hefir þjóðin oft sannað síðan 1918, og ekki sízt á ár- inu sem leið. Við skulum viður- kenna það, sem er, og við skul- um gleðjast yfir því, að hinar öru framfarir, og yfirleitt gró- andi þjóðlífsins, bendir á hæfi- leika og sannar, að þjóðstofn- inn er óbrotinn, þrátt fyrri margra alda ófrelsi og ánauð. En við skulum þá jafnframt nota þessi tímamót til þess að líta einnig á málið frá öðrum hliðum. Við skulum að vísu gera okkur þess grein, að hin tiltölulega miklu verk þjóðar- innar á stuttum 'tíma, og hin miklu umsvif hennar á árinu 1936, sanna ótvírætt hæfileika hennar og þor. En þetta er því miður ekki jafnframt full- gild sönnun fyrir styrkleika þjóðarinnar, sem heildar. Þar þarf fleira að koma til. I baráttu undánfarinna ára, og ekki sízt í baráttu síðasta árs, höfum við fundið það, og eigum að geta lært af því, að allir miklir erfiðleikar, sérstak- lega utanaðkomandi, reyna á okkur sem heild, jafnhliða því, að þeir reyna á okkur sem einstaklinga. Að þessu leyti eru verzlunarerfiðleikar okkar við erlendar þjóðir einna rík- astir að lærdómum. Viðskipta- þjóðir okkar eru vissulega okk- ur vinveittar, og ýmsar hafa sýnt þá vináttu í verkinu. En þrátt fyrir það, og þótt sumar þeirra hafi alþjóðabræðralag á stefnuskrá sinni, hafa þær flestar gagnvart okkur, smá- þjóðinni, ekki séð sér annað fært en að láta gilda þær hörðu viðskiptareglur, sem þær hafa verið beittar af öðrum, og gilda nú almennt milli þjóða. Við erum þakklátir þeim þjóð- um, sem hafa sýnt okkur vel- vild, en við ættum ekki síður að vera þakklátir fyrir hina hörðu áminningu um það til okkar, að í viðskiptum við aðr- ar þjóðir, ekki síður en í öðr- um málum, verðum við héðan af fyrst og fremst að treysta á okkur sjálfa. Þess vegna verðum við líka að leggja meiri áherzlu á það en gert hefir verið, að hvetja unga, hæfileikamenn, til þess að afla sér hinnar fullkomnustu menntunar í utanríkis- og við- skiptamálum, ’til þess að þjóðin sé við því búin að taka þau mál að fullu í sínar hendur — og treysta sjálfri sér. En jafnvel í þessum málum, viðskiptunum -við aðrar þjóðir, liefir gætt vissrar hlédrægni, og við höfum ekki fullkomlega getað staðið saman og komið fram sem heild. Við verðum að gjöra okkur það ljóst, að þetta er hættulegt tákn um veikleika. Alstaðar og undir öllum að- stæðum, þar sem við komUm xram gagnvart erlendum þjóð- um, verðum við að vera órjúf- 1 anleg heild. Hvar sem íslenzk- ur maður kemur fram erlendis, verður hann, ef því er að ; skipta,- að vera reiðubúinn að j koma fram sem fóstbróðir and- stæðinga sinna á íslandi. Út á við, meðal framandi þjóða, er- um við fyrst og fremst íslend- ingar. Einhver mun e. t. v. segja sem svo, að til þess að slík skyldurækni gagnvart þjóðar- heildinni verði ríkjandi, þurfi að réna ofsi deilu og sundur- lyndis milli eins'taklinga og flokka. En sterk ættjarðarást kemur m. a. fram í því, hversu æst og blind persónuleg og ílokksleg tillit hún getur sigr- að. Og vissulega eigum við tímabil úr okkar eigin sögu, sögu frelsisbaráttu okkar, þeg- ar styrinn s'tóð um Skúla fó- geta og Jón forseta o. fl. Þegar menn deildu hart sín á milli og stóðu þó eins og bræður hver við annars hlið út á við. Svo sterk er öll sönn ættjarð- arást. En þótt svo sé og um leið og við viðurkennum, að við getum ekki vænzt • þess að losna við ágreining og deilur, deilur um málefni, deilur um hagsmuni einstaklinga og stétta, deilur til þess að slíta upp illgresið sem vex í hverjum garði, og rífa niður það sem er rotið og spillt, — um leið og við viðurkennum, að svo verður að vera, skulum við einnig hugleiða það, að innan- landsbarátta sem gengur úr hófi fram, er velferð þjóðar- innar og frelsi hennar hættu- leg, og oft undanfari sundur- lyndis út á við. Það var bent á það, og rök- stutt mjög greinilega hér í út- varpinu af samstarfsmanni mínum fyrir mánuði síðan, hvernig óheiðarleg blaða- mennska, þar sem ósann- indi eru bæði dagsett og staðsett og notuð sem grundvöllur undir málflutning fyrir þjóðinni, getur orðið : lýðfrelsinu að fótakefli, og þá um leið frelsi landsins og sjálf- stæði. íslendingar, sem halda uppi slíkum málflutningi eru þjóðinni og sjálfstæði hennar óþarfir menn. En einnig ber okkur að hafa í huga hættuna af þeim deilum, þar sem hóp- ar manna, eða brot úr heild- inni, reyna að gera sig s'terk- ari en heildina sjálfa, og vilja í sínum málum gera sig ríkj- andi yfir sjálfu þjóðfélaginu. Ilvorttveggja eru þetta hættu- I legir sjúkdómar, vonandi bernskusjúkdómar okkar unga ríkis. Við skulum hafa augun opin fyrir þessari hættu. Al- menningsálitinu ber að rísa gegn henni, og ríkisvaldinu, ef þess gerist þörf. En bezta öryggið gegn öll- um þessum hæt'tum, er ást þegnanna á ættjörðinni, vak- andi drengskapur þeirra gagn- vart þjóðfélagsheildinni. Ætt- jarðarást, sem máske er köll- uð að einhverju leyti, eins og aðrar ástir, blind, en á þó einn- ;g hina hvössu sjón ástarinn- ar, og þessvegna sér það og skilur, að hagur heildarinnar er hagur allra og tjón æt’tjarð- arinar er allra tjón. Þessa til- finningu erum við svo lánsöm að þekkja úr sögu okkar göf- ugustu manna á ýmsum öldum. En við þurfuin ííka öll að læra að þelckja hana í olckar eigin brjósti. Þar sem þessi tilfinning fyrir landi sínu og þjóð er ríkjandi meðal þegnanna, þar eru þjóðirnar öruggar og sterkar. Það er hún, sem er að- almælikvarðinn á styrkleika þjóðanna sem heilda.Þessvegna var hún það fyrsta, sem Róm- verjar liinir fornu spurðu um, þegar þeir ætluðu að vinna nýt't land. Þeir spurðu um það fyrst af öllu, hvort þjóðin, sem í hlut átti, væri samhuga eða sundurlynd á reynzlustund- um. Og væri sundurlyndið ekki fyrir hendi, reyndu þeir að að skapa það áður en hernað- urinn var hafinn. Um hið sama var spurt þegar erlendir menn tóku frelsi þessa lands fyrir tæpum sjö öldum. Og þarna var það þá, sem á skorti. Okk- ur vantaði ekki menn með hæfileika og þor á S'turlunga- öld. Mikill og varanlegur ljómi stendur um nöfnin frá þeirri tíð. En hinir glæsilegu Islend- ingar Sturlungaaldarinnav efldu stríðandi hópa, sem áttu að gefa þeim vald til að drottna yfir þjóðarheildinni. Með sljóum augum sáu þeir þjóðinni blæða til ólífis. Til- íinningin fyrir heildinni, ætt> jarðarástin, var of veik hjá þessum mönnum. Þeir komu fram við útlent vald, ekki sem menn af sömu þjóð, heldur sem stríðandi öfl, vegna þess að ættjarðarást þeirra var ekki nógu sterk. Það finnum við öll, e. t. v. meira eða minna óljóst, og þess vegna þykir okkur nú mörgum hverjum, einna vænzt um Þórð kakala fyrir styrk- leika hans í veikleikanum. Þannig er okkar gamla rauna- saga. En þannig er sem betur fer ekki ástatt í dag. En svo bezt verður hættunum afstýrt, að menn geri sér þær ljósar og Framh. á 4. síðu. Veirarsólhvörf Sólin rís og sezt á bak við fjöllin, sveipar rökkur-hula fölvan dag. Náhvítt landið hjúpar helköld mjöllin; herðir vetur fast sinn rammaslag. Er sem lindir ljóssins út nú fjari, lífsstraum allan beri að dauðans ós. Mánans blik, sem blakti ljós á skari bregður kristalsglampa’ á hélurós. Myrkri þrungin fast að freðnu hjarni fangdjúp grúfir ársins lengsta nót't. Geislar elds frá hýrum heima arni hlutverk sólar vinna kaldri drótt. Læst í harðan frosts og fanna dróma foldin hvílir, eins og stirðnað lík; orðin gröf síns yndi og eigin blóma, örsnauð nú, sem fyr á vori rík. Þetta’ er hvíld, en það er ekki dauði; þrotlaust áfram heldur lífsins starf. Moldin gróðri vöxt af efnisauði undir fönnum býr við vetrar-hvarf. Mitt í sárri þrenging þungra stunda þroska og yndi lífs er framhald tryggt. öfl, sem vetrar-höfga bundin blunda brjótast fram, sé á ei lengur skyggt. Ljósár nýtt nú ljórnar yfir foldu, lyptist roðinn yfir sólarbraut. Þó geislar skjálfi og flökti um freðna moldu, færist ylur senn í Jarðar skaut. Þegar léttir möru myrkur-valda má'ttug gleðin örfar hjartans slátt. Burt frá myrkri, móti ljósi, að halda merkir rétt sé stefnt í vaxtar-átt. Sigurstund! Þá ljóssins vaxa veldi, vænghaf morguns hækkar lopts um geim. Ljóssins móðir, fögrum, frjóum eldi fer sitt landnám yfir Norðurheim. Þér ég fagna, dagsins dýra stjarna, drottning lífs, er seður Jarðar þörf. Ómi lofgjörð allra Norðurs barna almættinu — nú við sólarhvörf. Sigurður Jónsson (á Arnarvatni).

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.