Tíminn - 06.01.1937, Blaðsíða 4

Tíminn - 06.01.1937, Blaðsíða 4
4 TlMINN sýkingu og nágrannabæirnir. Frá einum bæ hafa sýkst 6— 7 bæir. Sem sagt, veikin virðist smitandi og breiðast út frá Deildartungu, eða réttara sagt frá Deildartungufénu sumarið 1935. Um veturinn og vorið drapst þar margt fé (um 140) á öll- um aldri úr lungapest, að því er menn bezt \ ita, en um haustið og veturinn, var veik- in orðin uppdráttarsýki í þeirri mynd og með þeim breytingum, sem ég hefi lýst hér að framan. Hvenær hún hefir byrjað allra fyrst, veit maður ekki. Það er altalað mál, að kara- kúl-hrúturinn, sem var í Deild- artungu veturinn 1934—35, hafi flutt pest þessa til lands- ins, eða að minnsta kosti hafl veikin byrjað í honum. Rökin fyrir þessu, eru svo mörg, að ég treysti mér alls ekki til að bera ákveðið á móti því, en heldur ekki til að dæma um það. Hrúturinn var aldrei kruf- inn, því að hann týndist á fjalli. Þetta sannast eða afsannast, þegar veikin er full-upplýst. Um haustið 1935) kemur veikin í þessari sömu mynd fram víðar um Borgarfjörð, og ber þó mest á henni í Deildar- 'tungu. Verður ekki betur séð, en að Tunguféð hafi breitt hana út á heiðinni. í réttunum virðist það hafa sýkt milcið frá sér, því að seinnipart vetrar og um vorið (1936) kemur veikin víða upp bæði í Borgar- firði og Húnavatnssýslu. Að vetrinum er smi'thætta ekki mikil, en eftir að fé var sleppt í vor breiddist veikin ákaft út á Arnarvatnsheiði, Tvídægru og lengra austur. Og nú er svo komið að veikin er í flestum hreppum Mýrasýslu í fjórum hreppum í Borgar- fjarðarsýslu, í öllum hreppum í Vestur-Húnavatnssýslu, en í Aus'tur-Húnavatnssýslu, er að- eins einn bær (í Vatnsdal) undir grun. Og nú seinast liefir Mosfell í Grímsnesi bætzt i hópinn. Veikin hefir komið afar mis- jafnt niður á bæjum. Snmstað- ar eru aðeins 1—2 kindur veik- ar, en annarsstaðar hefir drep- izt um V3 af stofninum ogallt þar á milli. í Deildarungu lifir V5 og í Kietti 1/3 af gamla stofninum og er féð nú hætt að drepast á þessum bæjum, eins og veikin virðist búin að rasa þar út. Hvað er hægt að gera til að verjast veikinni? Það sem fyrst er að gera, er að banna með reglugerð allan fiutning eða samgang fjár milli sýktra og ósýktra héraða og eins fjárflutning yfir sýkt svæði (t. d. Borgarnes) nema það sé ætlað til siátrunar eða tilrauna á óhultum stað. Það er eins skaðlegt að flytja fé af ósýktu svæði yfir á sýkt, eins og öfugt, því ef það fé sýkist, ber það veikina með sér á sumrin yfir í sína fyrri ósýktu átthaga. Það er sjálfsagt að reyna að stemma stigu fyrir veikinni við stórárnar og með girðingum (tvöföldum), þar sem vel hag- ar til frá náttúrunnar hendi, en til þess að eigi verði gert ofmikið eða lagt í óþarfa kostnað, þarf að fara fram ná- kvæm skoðun og leit að sýktu 0 g grunuðu fé á útjöðrum liinna sýktu héraða, eigi síðar en í marzmánuði næstkomandi. Reykjavík, 22. des. 1936. Ásgeir Ó. Einarsson. Ritstj.: Gísli Guðmundsson. Ávarp forsætisrádherra i Framh. af 1. síðu. í bægi þeim frá í tíma. Og : vissulega megum við oftar en i við gerum, leggja fyrir okkur 1 í kyrlátri alvöru spuminguna, sem þjóðskáldið leggur fyrir okkur: „Hvað má höndin ein I og ein?“, og „einn er ekki nei'tt“, eins og skáldið kemst að orði. Tilfinningin fyrir heildinni þarf að vera sterk og vakandi. — Verzlunarörðugleikar okkar I geta kennt okkur það. Vissan i um það, að erlendar þjóðir líta 1 girndaraugum til auðæfanna í hafinu umhverfis landið, er | okkur hvöt til þess að standa i sem einn maður á verði um ; þessi auðæfi. Iíin þunga lífs- ! barátta þjóðarinnar nú í krepp- | unni sannar okkur, að við verðum fyrst og fremst að treysta sjálfum okkur og gæð- | um landsins. Aðeins. sem heild getum við lifað sem þjóð. — Landið og gæði þess viljum við eiga sjálfir og við skulum vera samtaka í því að nota þau og standa á verði um þau. Þessi hugsun virðist liggja svo beint við, og vera svo ! sjálfsögð, að ekki þurfi að ! minna á hana. En það var þó vegna þess að við gleymdum henni, að Island missti sjálf- stæði sitt. Og vegna þess að margar aðrar þjóðir hafa mun- að hana og gjört hana að sínu lífslögmáli, eru þær nú sterkar þjóðir með öruggum framtíðar- möguleikum. „Hér er verk til að vinna“, hér er takmark, sem ætti að vera skráð efst á skjöld hvers æskuiýðsfélags í landinu. — Ungmennafélögin völdu sér á sinum tíma orðtakið: „Islandi all't“. En það hefir verið of hljótt um ungmennafélögin undanfarin ár, og mörgum hef- ir fundizt þau um of bera blæ af mollu hversdagsleikans. Og hin fögru einkunnarorð þeirra hafa nú á síðustu tímum stund- um heyrst sem nokkuð hjá- róma rödd úr annara munni.En það hefir heldur ekki farið ! framhjá okkur, að í ung- mennafélögunum virðist vera að koma ný vakning. Er nýrr- ar vakningar von úr þeirri átt, eða kemur hreyfingin frá bind- indissambandi skólanna og öðrum samtökum skólanna? Þegar talað er um nýja vakn- ingu, þá má samt sem áður ekki skilja þau orð svo, að við eigum ekki, íslendingar, neina tilfinningu fyrir heildinni. Vissulega eigum við hana. En hjá þjóð, sem er smáþjóð, sem á í sífeldri baráttu fyrir til- veru sinni, og sem innan fárra ára á að taka ákvörðun um sjálfstæði sitt, þarf þessi til- finning að vera sérstaklega sterk. Það er talið, að þjóðern- istilfinningin sé heitust hjá þeim þjóðum, sem eiga í ófriði og þegar þegnarnir þurfa að | færa hinar stærstu fórnir. Við eigum, sem betur fer ekki í ó- friði í þess orðs venjulegu merkingu, en við stöndum í stöðugu stríði, stöðugri bar- áttu, sem vegna fámennis þjóð- arinnar- og erfiðleika landsins, getur á vissan hátt talizt hlið- stætt átalc við fórnir þeirra I þjóða, sem standa í ófriði. j Stríðið, sem við Islendingar j lieyjum, er til að rækta landið, j sækja auðæfin í hið dutlunga- j fulla en ríka haf, bæta húsa- kynni fólksins, sem lifir í landinu, auka samgöngumar, reisa skóla og menningarstofn- anir, og inna af hendi ótal margt margt fleira í framfara- ; átt, sem þessi smáþjóð átti fyrir fáum árum ógjört, og þarf mikið á sig að leggja til að geta komið í framkvæmd. Og fyrir okkur, sem erum smá- þjóð, er hin viðskiptalega bar- átta út á við líka erfiðari en fyrir ýmsar þær þjóðir, sem geta neytt stærðar sinnar, auðs og valds. Þess vegna verða menn að gjöra sér það Ijóst, að sú þjóðernistilfinning, sem hér er talað um, sönn þjóðernistil- finning, er ekki játning með vörunum, heldur tilfinning, sem er þess albúin að leggja mikið á sig og jafnvel færa fórnir. Það er léleg föðui'lands- ást, sem kemur fram í því, að tala í öðru orðinu um nauðsyn fjárhagslegs sjálfstæðis en gera jafnharðan kröfur um allskon- ar fjárframlög, óbilgjarnar kröfur til þjóðfélagsins fyrir sjálfan sig, stétt sína eða hér- að, en kvarta síðan undan hverjum þeim álögum, sem ríkið verður að krefjast af í- búum landsins. Það er að vísu ekki svo, að tilfinningin fyrir heildinni eigi eða þurfi að leggja hömlur á heilbrigt fram- tak eða einstaldingssjónar- mið. Bóndinn, sjómaðurinn, verkamaðurinn, iðnaðarmað- urinn eða kaupmaðurinn, gæt- ir á eðlilegan hátt sinna stétt- arhagsmuna. Menn geta barizt fyrir pólitískum skoðunum sín- um, barizt fyrir áhugamálum sínum, barizt gegn því, sem þeir álíta ranglátt, og þrátt fyrir það, haft sterka þjóð- ernistilfinningu. Þjóðernistil- finningin ætti einmitt að vera örfun hverjum dugandi borg- ara að starfa með áhuga og einbeittni að hverju því máli, er hann álítur rétt og gott. En til þess gjörir hún ófrávíkjan- lega kröfu, að þar sem þessi mál, hver sem þau eru, hvort sem það eru persónulegir hags- munir, pólitískar skoðanir eða annað, eru annarsvegar en hagsmunir þjóðarinnar hins- vegar, þá verði hver og einn að jláta Islendings sjónarmiðið ráða. Einar Benediktsson segir svo um Bretland í kvæðinu „Tínar- smiðjur“: „Flokkasundrung, fjand- skapsmái fylkjast, tala einum rómi. Þegar býður þjóðar sómi þá á Bretland eina sál.“ Góðir tilheyrendur! Eruð þið vissir um, að þetta brezka lífslögmál gildi einnig fyrir ckkar þjóð? En einmitt þetta lífslögmál er það, sem mestu hefir orkað um það, að gjöra „þokueyjuna" í norðurhöfum að móðurlandi í hinu víðlenda beimsveldi, þar sem aldrei sezt sól, og fjórði hluti mannkyns- ins byggir. Og brezka þjóðin veit það, og það sýna viðburð- ir síðustu tíma, að svo voldug, sem hún er orðin og mikils láðandi í heiminum, þá þarf hún samt á því að halda, að eiga „eina sál“ á hinum mestu reynzlustundum. Hvemig ætti þá smáþjóð að fá staðizt, ef hún skilur ekki þetta lífslögmál þjóðanna? T:1 hvers ættum við að vilja vera sjálfstæð þjóð, ef við erum ekki viss um, að þjóðarsómi íslands sé okkar eigin hags- munum ofar? Hve lengi myndi þá sjálf- stæðið vara ? En hvernig stendur á því, að | við höfum á seinni árum sára- fá ættjarðarljóð eignast, sem | nokkurs eru virði, samanborið , við hin eldri, og að þjóðin lær- j ir ekki þessi ljóð? Við höfum eins og ég áður nefndi, sem betur fer, aldrei þurft og þurfum vonandi aldrei, að berjast fyrir sjálf- stæði okkar á blóðugum víg- velli. Og e. t. v. er hér af þeim ástæðum ekki til staðar það ofurmagn heitra tilfinn- inga, sem birtist í ættjarðar- kvæðum Runebergs, þjóðskálds Finna, sem almenningur hér á landi þekkir í hinum glæsilegu þýðingum Matthíasar Joch- umssonar. En sannarlega skortir þó ekki yrkisefni í ætt- jarðarljóð okkar Islendinga. Því að þetta land á sína sögu um aldabaráttu fyrir frelsi, sögu um baráttu undir erlendu kúgunarvaldi, sem kostaði þúsundir mannslífa ,ekki fyrir vopnum, heldur á annan hátt og ekki síður átakanlegan, Hví skyldum við vera óminnugir á sögu hinna dimmu alda? Hvi skyldum við ekki minnast þess tíma, þegar fáeinum sjóræn- ingjum tókst að smala lands- mönnum saman eins og fénaði, og þegar 12 mönnum tókst að leggja undir sig svo að segja gjörvalt landið? öll sorgar- saga okkar þjóðar hrópar til ckkar vegna hinna þungu syndagjalda, er við hlutum að gjalda fyrir það, að á alvöru- stundu áttum við ekki næga ættjarðarást, ekki nægilega ríka tilfinningu fyrir þjóðar- heildinni, ekki þá einingu, sem sjálfstæðri þjóð er nauðsyn. Og hví skyldu ekki einnig skapast ný íslenzk ættjarðar- ljóð um framtíð íslands, feg- urð hinnar íslenzku náttúru, sem nú er að ljúkast upp fyrir augum umheimsins, landið, með hina þúsund möguleika. Upp úr djúpi endurminning- anna í íslenzkum bókmennt- um 0g sögu, upp úr hinum unga skilningi á möguleikum landsins, tign þess og óviðjafn- anlegri fegurð, á þjóðernistil- finningin að vaxa, drengileg og máttug. Ekki í fjandskap ! \ ið neina þjóð heldur í vináttu, ; ekki með hroka, heldur með | : látleysi styrkleikans, ekki sem ' pólitísk skrumauglýsing, held- ur eins og þögul skylda, sem allir ganga út frá, að allir ræki. í lífsstriti einstaklinganna, í : stórhug framtaksins, í á- greiningi okkar, deilum og flokkadrætti, á hjá hverjum einum að vera svo sterkur strengur þjóðemistilfinningar ofinn inn í hina strengina, að liann sé ætíð þeirra sterkastur, er á reynir. Eftir fá ár eigum við Is- lendingar að taka þýðingar- mikla og alvarlega ákvörðun um sjálfstæði vort og samband við umheiminn. Til þeirrar ákvörðunar, eins og allra hinna mikilsverðustu ákvarðana fyrr á árum, verðum við að geta gengið í þeirri trú, að sann- ast megi á okkur orð hins djúpvitra skálds, að hvenær sem þjóðarsóminn sé undir því kominn, þá eigi ísland eina sál. Gleðilegt ár! róðnrsild 200 tunnur ealtsíld söltuð til útfluiningp. í nýjar tunnur vevður seld til skepnufúðurs fyrir lágt verð. Skrifið eða símið. Sophus Árnason SigluSirði HAVNEM0LLEN Kaupmannahöfn mælir með sínu alviðurkennda IíUGMJÖLIOGHVEITI Meiri vörugæði ófáanleg S.I.S. skíptir eingöngu víð okkur. „----VEIT ÉG ÞAÐ, en þad er þó að míimsia kosti eítt sem má reyna til að bæta og bllðka skapið með og pað er REGLULEGA GOTT KAFFI • En e£ þú vilt búa til óað- fmaanlegt kafli þá verðurðn blessuð góða að nota Hitar, ilmar, heillar drótt, hressir, styrkir, kætir. Fegrar, yngir, færir prótt Freyu kaffibætir.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.