Tíminn - 13.01.1937, Blaðsíða 2
6
TlMlNN
mörg járn í eldi til að hlynna
að atvinnulífinu. Undanfarin
ár höfðu verið fluttar inn kar-
töflur frá öðrum löndum fyrir
300 þús. kr. á ári. — Á sama
tíma var fjöldi manna atvinnu-
laus. Alþingi samþykkti nú
lög um verðlaun fyrir kartöflu-
framleiðslu og um skipulag á
sölunni. Áma Eylands var
falin forstaða þessa fyrirtækis.
Jafnframt var undirbúið að
reisa kartöflukjallara og mark-
aðsskála í Reykjavík fyrir
bændur. Er það hús nú hálfbú-
ið, á lóð ríkisins á Amarhóls-
túni. Jafnframt þessu sam-
þykkti Alþingi að komið skyldi
upp garðyrkjuskóla á Reykjum
i ölfusi, og tekur hann vænt-
anlega til starfa næsta vor. —
Er hér tekið vel og myndar-
lega á öllum hliðum málsins.
Verðlaunin hjálpa stórlega til
að auka framleiðsluna, þannig
að einn einyrki í Homafirði
liefir ræktað og komið í hús
140 tn. af ágætum jarðeplum.
Á annari jörð í sömu sveit er
uppskeran 300 tn. Framleiðsl-
an hefir stóraukizt um allt
land. En Áma Eylands hefir
tekizt að halda verðlaginu
föstu, og hindra verðhrun og
undirboð. Næsta vor verður
markaðsskálinn tilbúinn og þar
geta framleiðendur á Suður-
landi mætt neytendum í Rvík
milliliðalaust. Um sama leyti
bjTjai- garðyrkjuskólinn á
Reykjum. Þar á ríkið mikla
gróðurskála og þar er glæsilegt
land til mikillar ræktunar. Frá
þessum garðyrkjuskála mun
margháttuð þekking og æfing í
garðrækt dreifast um allt land,
bæði í almennri garðrækt og í
ræktun við jarðhita. Erlendis
er byrjað að rækta banana og
ananas í glerhúsum við kola-
eld og rafbirtu. Enginn getur
gizkað á framtíðarskilyrði Is-
lands í þeim efnum.
vm.
Ihaldið byggði óðinn sem ó-
sjófært skip. Það vildi hafa
þrjú gæzluskip, en það kostaði
800 þús. kr. árlega. Þjóðin
hafði ekki efni á því. Stjórn
-Ásgeirs Ásgeirssonar lét skip-
in liggja 1—2 í einu. En að
láta óðinn liggja árlangt kost-
aði 60—70 þús. kr. Framsókn-
armenn beittu sér fyrir að
hann yrði seldur og andvirði
hans látið ganga í vopnaða
báta. Skipið var selt og nú eru
bátasmiðir í undirbúningi með
smíði smærri skipa til að
tryggja landhelgisgæzluna. —
Ráð Framsóknarmanna er að
liafa eitt gott stórskip til
gæzlu og björgunar og 4—5
vopnaða vélbáta. Pálmi Lofts-
son hefir haft forustu um
þetta mál. Hann leigði heppi-
lega vélbáta og setti á þá fall-
byssur við hæfi bátanna. —
Gæzla þykir nú betri en nokk-
umtíma áður, og síðan Her-
mann Jónasson tók fyrir mögu-
leikana með loftskeytasvikin
er landhelgin ágætlega varin.
Vopnuðu bátarnir og Ægir eru
hið varanlega og hagnýta
framtíðarskipulag í landhelgis-
málunum.
rx.
Þorsteinn Briem hafði látið
flytja inn nokkra „Karakúl“-
hrúta og dreifa þeim um landið.
„Bændaflokks“-nazistinn Ás-
geir L. keypti þá í Þýzkalandi,
því að vatnsveitingafræðin var í
augum Þ. Br. og félaga hans
bezti kostur á manni til að velja
dýr til innflutnings. Litlu eftir
að skepna úr þessum hóp hafði
komið í Borgarfjörð gaus þar
upp skæð drepsótt í sauðfé. Ní-
els Dungal hafði byggt sér dýra
höll í Rvík til „vísindalegra
rannsókna“ fyrir , gróðann af
hinu dýra bóluefni er hann
framleiddi þar. Var hróðri hans
mjög haldið á lofti í Mbl. og
var helzt að sjá sem enginn
sjúkdómafræðingur stæði hon-
um á sporði. Nú var sjálfsögð
skylda Dungals vegna rann-
sóknarstofu sinnar, að snúa sér
að rannsókn veikinnar í Borg-
arfirði. En hann gekk þar
dræmt að verki, og sýndi tóm-
læti í meira lagi. Fyrir aðhald
ríkisstjóraarinnar fór hann þó
eina meiriháttar rannsóknar-
ferð og birti skýrslu sína i
Mbl. Lýsti hann þar í nafni ó-
skeikulla vísinda öllu eðli og
gangi veikinnar. Var sýkillinn
annað veifið í kindinni; en hina
stundina í einskonar skel úti í
grasinu. Dungal kvað pest
þessa dafna bezt, þar sem þétt-
býlt væri og margt sauðfé í
landþrengslum. Mbl. sannfærði
menn um að hættan væri lítil.
V.
Skömmu eftir að þingi slelt
gaf Haraldur Guðmundsson út
bráðabirgðalög um breytingu
á stjóm síldarverksmiðjanna:
Þrír menn stjórakjörnir í stað
fimm. Stjórnarflokkarnir höfðu
upprunalega ætlað sér að hafa
aðeins þrjá menn í stjóm verk-
smiðjanna, en þá hafði Ásgeir
Ásgeirsson ekki enn fullráðið
að skilja við íhaldið í bili og
studdi þá til að hafa mennina
fleiri og kosna í þinginu. í-
haldið vissi hvað það söng og
Ásgeir líka. Tilgangurinn var
að koma í síldarbræðslustjóm-
ina þeim mesta ólánsmanni,
sem komið hafði á Siglufjörð.
Sveinn Benediktsson hafði ver-
ið dæmdur útlægur af réttlát-
um dómi vinnandi manna á
Siglufirði fyrir athafnir, sem
seint munu fimast. í verk-
smiðjustjórninni kom hann af
stað ófriði og illindum við alla
heiðarlega og sómasamlega
menn. Takmark hans sýndist
vera að draga verksmiðjurnar
cfan í skarnið og helzt að
leggja þær í rústir. Með bráða-
birgðalögunum var hann
hreinsaður út. En sú lælaiing
var dýr, þegar rífa varð upp
sjálft hveitið til að losna við
illgresið.
Svo mikil landhreinsun þótti
að Sveini og ýmiskonar van-
metaskepnum, sem honum
fylgdu, að lítið hefir verið tal-
að um verksmiðjurnar síðan.
Hin nýja stjórn vildi bæta úr
misfellunum, svo sem verða
mátti, en svo margt var illa í
garðinn búið, að mörgu er á-
bótavant ennþá. Verðið hækk-
aði á síldarvörunum, bæði méli
og lýsi, vegna stríðshættunnar,
og veiðin var mikil. Má því bú-
ast við þolanlegri útkomu í ár.
En tilfinnanlegur halli var frá
fyrra ári, sem þarf að vinna
upp, og fjölmargt, sem þarf að
iaga og bæta. Enn vantar festu
og ró í stjórn verksmiðjanna.
öll þorp vilja nú fá síldarverk-
smiðju fyrir sig, en helzt loka
alla aðra úti frá að hafa þar
vinnu. Er slíkt þroskaleysi
mjög ólíkt þeim stórhug, sem
[Höfundur þessarar greinar er
ungur maöur úr Dalasýslu, Jón
Emil GuÖjónsson fré Kýrunnar-
stöðum í Hvammssvoit].
I.
Framsóknarflokkurinn var
stofnaður, þegar þjóðin var í
þann veginn að öðlast aftur hið
forna frelsi sitt. Ný viðhorf
voru að skapast í lífi þjóðar-
innar. Um leið og sjálfsforræð-
ið var fengið hlaut stjórnmála-
baráttan að færast að verulegu
leyti yfir á nýtt svið. Nú átti
þjóðin að fara að ráða sínum
málum sjálf. Alstaðar blöstu
við henni óleyst viðfangsefni.
Nágrannaþjóðimar voru orðn-
ar henni fremri í verklegri
menningu og ræktun landa
sinna. Nú var þess þörf að
leysa með skjótum og örugg-
um tökum viðja úreltra starfs-
hátta og' hagnýta þau auðæfi,
sem geymzt höfðu um aldir ó-
notuð í skauti landsins. — öll
söguleg og félagsleg rök hnigu
þess vegna að því að myndast
hlyti þjóðmálaflokkur, sem
þyrði að sækja fram, — flokk-
ur, er þess væri megnugur að
Framsóknarflokkurinn hafði
um þessi mál, er hann kom á
skipulegri síldariðju með lög-
gjöfinni 1928. Að minni hyggju
er enn ekki nema bráðabirgð-
arlausn fengin á verksmiðju-
málunum. Socialistar og íhalds-
menn hafa sameinazt gegn
Framsóknarmönnum og gert
síldarverksmiðjurnar að ríkis-
rekstri, í stað þess að vera
samvinnurekstur. Með núver-
andi skipulagi eru verksmiðj-
urnar í árlegri hættu að vera
reknar með tapi. Og hvernig á
að vinna upp það tap? Á að
jafna því á kaupmenn og bænd-
ur? Eða á að vinna það upp
með að kaupa síldina undir
sannvirði í eitt eða tvö ár? Eða
í að láta menn eins og Svein
Ben. stýra verksmiðjunum
þannig, að þær verði gjald-
þrota og verði seldar innlend-
um eða útlendum spekúlöntum?
Þessu og mörgu fleiru er eftir
að svara áður en verksmiðju-
málið er komið í heilbrigðar
skorður.
VI.
Stjórnin hafði ætlað að þre-
menningamir í verksmiðju-
stjórninni skyldu vera sinn úr
hverjum flokki. Ihaldið átti
tveim sinnum kost á að fá í
nefndina sérfróða og hófsama
flokksmenn, þá Hafstein Berg-
þórsson og Sigurð Kristjáns-
son kaupmann á Siglufirði. En
íhaldið hótaði báðum þessum
mönnum' hverskonar ófarnaði,
ef þeir færu í verksmiðju-
stjómina. Fór því svo, að þeir
urðu mannlausir í þeirri nefnd
og gátu engum um kennt nema
offorsi sínu og gáleysi. En ekki
liðu nema nokkrir dagar frá
því að lauk umtali um nefndar-
skipun þessa, og þar til Ólafur
Thors, formaður íhaldsmanna,
gerði sig sekan í því skelmis-
striki, sem seint mun fymast.
Vertíðin hafði verið hin
liörmulegasta. Veiðin lítil.
Verðið á fiskinum lágt og var-
an torseld. Aðstaða sjómanna
bg útgerðarmanna var því hin
erfiðasta. Ef síldin gaf ekki
björg um mitt sumarið, vofði
hungursneyð yfir sjómönnum
taka ákveðið á viðfangsefnun-
un og leysa þau með hagsmuni
alþjóðar fyrir augum. — Og
þetta varð.
Mikill hluti þjóðarinnar
skildi, hvað þurfti að gera. Og
nú, þegar litið er yfir farinn
veg í sögu Framsóknarflokks-
ins, má segja, að eigi hafi það
verið að ástæðulausu, að flokk-
urinn tók sér það glæsilega
nafn, sem hann hefir ætíð bor-
ið. — Á hinum ýmsu sviðum
í menningarbaráttu þjóðarinn-
ar hefir hann verið stór að
starfi og mikill að verki. Vítt
um landið — til sjávar og
svei'ta — getur nú að líta
árangur hinnar þróttmiklu um-
bótabaráttu flokksins. Saga
þeirrar baráttu verður ekki
lakin hér almennt. Hér verður
aðeins vikið að tveimur áföng-
um, sem Framsóknarflokkurinn
hefir náð, á sóknarbraut sinni
í barát'tunni fyrir auknum rétt-
indum og bættum lífsskilyrð-
um æskunnar í landinu.
II.
í sveitunum hefir Framsókn-
og verkamönnum kringum allt
land, en gjaldþrot yfir bátaeig-
endum, og ófyrirsjáanlegir erf-
iðleikar fyrir bankana, sem
eiga fé hjá útgerðinni, og
hjá ríkissjóði, sem hvarvetna
þurfti að hjálpa, en sviftur
miklu af tekjum sínum. 1 vor
sem leið óskaði hver sæmileg-
ur maður í öllu landinu að
síldin kæmi að landi, að veiði-
tíminn yrði lengdur, að hver
fleyta yrði á floti við veiðarnar
og að sem allraflestir menn
’nefðu þar atvinnu.
ólafur Thors og Mbl. tóku í
allt annan streng en allir aðrir.
Ólafur reyndi að espa bátaeig-
endur og sjómenn til að krefj-
ast svo mikillar kauphækkunar,
að síldarbræðslur ríkisins stór-
töpuðu, ef þær færu af stað, en
annars yrði almennt verkfall
og engin framleiðsla við sjóinn.
Að lokum ákvað verksmiðju-
stjórnin að hún myndi borga
málið með kr. 5,30, en það var
mikið hærra en árið áður og
varð þó verulegur tekjuhalli
á rekstrinum það ár. ólafur
sagði, að kaupa mætti málið á
sex, sjö og að lokum á átta
krónur. Hann talaði þessa daga
eins og Einar Olgeirsson, þeg-
ar hann er í sem mestum víga-
hug að reyna að sprengja
mannfélagið með öfgum sín-
um.
ólafi var veitt hæfilegt við-
nám. Dag eftir dag, í heila
idku, var aðstaða hans krufin
til mergjar og veilurnar í mál-
stað hans. Málstaður hans var
vondur og þoldi enga gagnrýni,
enda hrundi spilaborg hans.
Sjómennirnir skildu að hér var
verið að reyna að svíkja þá í
tryggðum af formanni Mbl.-
flokksins. En þeir höfðu blekk-
ingar hans að engu, fóru norð-
ur með skip sín, fylltu þau
með afla og björguðu sjálfum
sér, fjölskyldum sínum, bæjar-
félögum og landinu.
En hvað gekk ólafi Thors
til þessarar hringavitleysu ? Sú
gáta er auðráðin. Honum gekk
hvorki til fáfræði eða mann-
spilling, heldur algerð örvænt-
ing um fjármálaaðstöðu ættar
arflokkurinn háð sína baráttu
fyrst og fremst og unnið sína
stærstu sigra, enda þótt að það
sé fjarri því, að hann hafi
einskorðað starfsemi sína við
þær. Forvígismenn flokksins
hafa ætíð verið fremstir — og
stundum einir — í fylkingu
þeirra, sem varið hafa rétt
hinna dreifðu byggða á sviði
landsmálabaráttunnar. Og öll
þau framfaramál, er mest hafa
verið landbúnaðinum til hags-
bóta, hafa komizt áleiðis vegna
hinnar gunnreifu baráttu
Framsóknarflokksins. En and-
stæðingar flokksins hafa stund-
um ymprað á því, að þessi bar-
átta hafi borið lítinn árangur.
En alstaðar tala staðreyndirn-
ar á móti slíku. Fólkið sjálft,
sem í sveitunum býr, getur
bezt dæmt um þetta og gerir
það líka. Því harðar, sem and-
stæðingamir hafa veitzt að
Framsóknarflokknum, þeim
mun betur hefir fólk hinna
dreifðu byggða sýn't trú sína
á stefnu hans með því að veita
honum stuðning sinn og fylgi.
(Samanber kosningaúrslitin
1931 og 1934). — Æskan í hin-
um dreifðu byggðum ætti held-
ur ekki að vera í vafa um það,
hvaða stjórnmálaflokkur hafi
mest á sig lagt til að fullnægja
óskum hennar og muni líkleg-
astur til að gera það í framtíð-
sinnar. Allar skynsamlegar á-
stæður hlutu að knýja ólaf til
að gæta hófs í þessum efnum.
Hann var forstjóri í fyrirtæki,
sem hefir fjölda fólks í vinnu
tímum saman, m. a. við síld-
veiði. Framkoma hans stefndi
eingöngu að því að hækka
kaupið. En hvorki Kveldúlfur
né mörg önnur fyriríæki höfðu
ráð á að gangast fyrir kaup-
hækkun. Hann var kosinn á
þing sem atvinnurekandi og
hann reyndi að skaða þá. Hann
var formaður í íhaldsflokki,
sem fyrst og fremst stefnir að
Jágu kaupi. Og að lokum yar
hann nýlega orðinn bankaráðs-
maður í þjóðbankanum. Og
þeirri stofnun var ekki verra
gert en að teppa allan sfldar-
ílotann sumarið 1936 og skapa
almennt hallærisástand í land-
inu. En ólafur gekk á móti
öllum boðum skynseminnar.
Ilann einbeitti kröftum sínum
og aðalblaði flokksins að því
eina marki, að fá annað af
tvennu: Annaðhvort gífurlegan
rekstrarhalla fyrir atvinnurek-
endur og banka á útgerðinni,
eða stöðvun síldarflotans og
landshallæri, sem af því hlaut
að leiða.
Flan ólafs kom af því, að
hann taldi Kveldúlfi bezt borg-
ið með því, að almennt hrun
yrði í landinu. Þetta fyrirtæki
virtist hafa tapað árlega stór-
kostlega miklu fé. En fyrirtæk-
ið hafði 5—6 framkvæmdar-
stjóra, og hver þeirra eyddi
meira en þrír ráðherrar. Slíkt
líf hlaut að enda með verulegri
breytingu, þegar Kveldúlfur
gat ekki fengið meira lánað
hjá þjóðbankanum. Glæfra-
framkoma formanns íhalds-
flokksins kom af þvi að hann
vildi hætta á að skapa hallæri
i landinu, ef í þeirri ringul-
reið yrðu stjómarskifti, svo að
hann kæmist í meirihlutaað-
aðstöðu og gæti látið gefa
Kveldúlfi eftir eins mikið fó
og þarf til að fullgera dýran
og góðan bflveg milli Reykja-
víkur og Akureyrar. Hitt er
annað mál, hvort atvinnurek-
endur í Mbl.-flokknum háfa
hrósað happi yfir að vera
bundnir við örlög Kveldúls.
VII.
Umbótaflokkarnir höfðu
inni. Hún hefir líka sýnt það,
að hún veit það vel. Hún sýndi
það meðal annars í síðustu
kosningum með því að fylkja
sér meir í Framsóknarflokkinn
heldur en nokkum annan
flokk.
III.
Æskan er bjartsýn á lífið.
Hún er djörf í vonum sínum og
stór í óskum. Hún gerir mikl-
ar kröfur til lífsins, en vill líka
leggja mikið á sig til að full-
nægja þeim. Hún er spurul
gagnvart fyrirbærum tilver-
unnar, og þess vegna er hún
námfús. Hún vill þroskast og
vaxa til stórra starfa og
drengilegra átaka. Þess vegna
vill hún vera í skólum, þar sem
hún getur gert anda sinn auð-
ugri og líkama sinn hraustari.
En æskan er líka starfsfús, og
hún heimtar réttlæti. Hún vill
liafa rétt 'til að vinna fyrir sér
sjálf og til að geta lifað sjálf-
stæðu lífi. Þess vegna krefst
hún atvinnu og möguleika til
að geta myndað sér heimili.
Þannig eru óskir og kröfur
hinnar heilbrigðu æsku. Sam-
tíðin svarar þeim aðeins á mis-
munandi hátt á hverjum stað
og tíma. Hvaða svör hefir ís-
lenzka sveitaæskan fengið? Og
hverjir hafa helzt orðið til að
svara henni ? Það mun eigi
verða hrakið, að unga fólkið í
sveitunum hefir nú ástæðu til
að vera bjartsýnna á lífið og
sína eigin framtíð heldur en
tíðast fyrr. Réttur þess hefir
verið aukinn. Möguleikarnir til
að komast áfram, hafa marg-
faldazt. Bjarminn yfir dag-
renningu þess eigin starfslífs
er meiri en áður.
IV.
Lengi hefir sveitaæskan mátt
láta sér nægja að þreyja
heirna við lágreista bæinn sinn
cg horfa út á hafið eða mæna
upp á fjallið og hugsa um það,
hvað í fjarlægðinni kynni að
felast. Hún hefir átt sína út-
þrá — sína menntaþrá. Hún
hefir þráð að geta yfirgefið
sína eigin sveit um stund og
komið svo heim aftur víðsýnni
og fróðari.
Slíkar hafa verið þrár henn-
ar og óskir. En fullnæging ósk-
anna hefir tíðast verið fjarri.
Æskudraumarnir hafa sjaldn-
ast orðið að veruleika. Lengst
af hefir æska sveitanna lítil
eða engin skilyrði haft til að
svala ú'tþrá sinni og menntun-
arfýsn. Það hefir yfirleitt ekki
verið um neina skólamenntun
að ræða henni til handa. Hin
svo að segja eina leið hefir
verið hinni lærði vegur. Og
hann hefir eigi verið mörgum
opinn. Flestir hafa orðið að
láta sér nægja heimafræðslu.
Og skylt er að minnast þess,
að furðu vel hefir hún mörg-
um dugað. Mörg íslenzku
sveitaheimilin hafa verið slík,
að þau hafa orðið þess megn-
ug að veita unglingunum þá
fræðslu, sem haldgóð var og
þróttmikil að ýmsu leyti. En
með þeim straumhvörfum, sem
orðið hafa í atvinnuháttum
þjóðarinnar á síðus'tu áratug-
um, hefir þeim heimilum fækk-
að, sem geta talizt fær um að
fullnægja menntaþörf æskunn-
ar. Kröfur atvinnulífsins til
einstaklinganna hafa líka
breytzt og aukiz’t. Þörfin til
menningarsóknar utan heimil-
anna sjálfra hefir orðið meiri
og meiri.
— Og nú, hefir sveitaæskan
líka eignast sín eigin mennta-
setur, héraðsskólana. Draumur,
sem æsku margra kynslóða
hefir dreymt, er orðinn að
veruleika. Á síðustu árum hef-
ir fólkið í sveitunum séð glæsi-
legar byggingar rísa í sinni eig-
in byggð. Þeim hefir ekki verið
hrönglað upp í kaupstöðum og
sjávarþorpum við lélega að-
stöðu. Heldur hafa þær verið
reistar í faðmi íslenzkra dala
og við barm íslenzkra fjalla við
hin ágætustu skilyrði. Ekkert
Framsóknarflokknrínn
og œskan.
Nýir skólar og ný byggð,