Tíminn - 15.02.1937, Blaðsíða 6

Tíminn - 15.02.1937, Blaðsíða 6
6 TÍMINN Viðhorf þvílíks mamis til eilífðarmáianna sézt svo að segja í öllum sálmum hans. Ég tek hér upphaf á einum þekktasta sálminum: „ó, þá náð að eiga Jesúm einkavin í hverri þraut! Ó, þá heill að halla mega höfði sínu’ í drottins skaut! ó, það slys því hnossi' að hafna, hvflíkt fár á þinni braut, ef þú blindur vilt ei varpa von og sorg í drottins skaut“. Þegar Matthías þýðir, þá yrkir hann ljóðin að nýju og gefur þeim brot af sinni sál. 1 þessu ljóði kemur Matthías allur fram, trúarþörf hans, aðdáun hans á mannsins syni, og fullvissa hans um endan- legan samruna mannssálarinnar við alheimsmáttinn. Dauðinn er ekki ægilegur í augum trúarskáldsins. Hann spyr: „Hvað er Hel — ? Öllum líkn sem lifa vel. — Engill, sem til ljóssins leiðir, ljósmóðir, sem hvílu reiðir, sólarbros er birta él, heitir Hel“. Þrjú erindi úr öðrum sálmi: „Englar hæstir, andar stærstir, allir lofi drottins nafn. — Allt sem andar, allt sem lifir uppi, niðri, himnum yfir, dýrki, lofi Drottins nafn. Himinn fagur, hver einn dagur, hver ein nótt með stjömusafn, stormar, þrumur, hvað sem hræðir, hvað sem vekur, örvar, glæðir, lofi Herrans, heilagt nafn. Fjallið liáa, fjólan smáa, fold og mar með lífsins safn; svalir jöklar, svartir rindar, sólu krýndir regintindar lofi Drottins dýrðamafn". Á þúsund árum hafa íslendingar ekki eignazt nema tvö trúarskáld. Það getur ef til vill verið huggun fyrir þá, sem fram að þessu hafa álitið heppilegt að halda miklu af áhrifamestu trúarljóð- um Matthíasar í nokkurri fjarlægð við þjóðkirkj- una, að hann eigi tímann fyrir sér. Það muni að líkindum líða nokkrar aldir þar til hið þriðja mikla trúarskáld fæðist á íslandi. ✓ XIH. Til að þýða úr erlendu máli, svo að það fái lífs- mátt og lífsgildi, þarf mikið skáld. Mestu skáldin em líka þeir, sem þýða bezt. Þess vegna em Jónas Hallgrímsson og Matthías Jochumsson mestir ljóða- þýðendur allra sinna landa. Jónas dó meðan hann var tiltölulega ungur maður, en Matthías varð fjör- gamall og starfaði að ljóðaþýðingmn í marga ára- tugi, með áhuga og hraðvirkni, sem má heita dæraft- laus. Þýðingarstarfsemi hans er ómetanleg fyrir íslenzkar bókmenntir og íslenzkt menntalíf, bæði sem fyrirmynd seinni kynslóðum og beinlínis til að flytja heim mörg hin mestu skáldverk germanskra og engilsaxneskra þjóða og inn í heimili hvers ís- lendings, sem kann að meta slíka fegurð. Matthías var sífellt á kynningarferðum til aimara landa, bæði með hinum tíðu siglingum, en þó ekki síður með stöðugum lestri erlendra skáldrita og bókmenntafræða. Hann varð á þann hátt, þrátt fyr- ir einangrun sína í dreifbýli sveitanna eða litlum kaupstað, stöðugt í náinni kynningu við hin mestu skáld og rithöfunda þeirra þjóða, sem mest hafa skarað fram úr í bókmenntum. Hann stóð þésá vegna á háum sjónarhól í sínu ríki. Hann hafðj yfirsýn um þau andlegu verðmæti, sem næst stóðu þjóð hans. Og hann varði mjög miklu af skáldskap sínum til friðsamra og göfugmannlegra víkinga- ferða til að sækja andans dýrgripi til annara þjóða og gera þá að óafturkræfri eign íslendinga. Gáfur Matthíasar voru alveg sérstaklega vel fallnar til þessarar bókmenntaiðju. Þegar hann las snilldarljóð á öðru máli, var harpa hans auðhreyfð. Hann varð hrifinn og hjarta hans fylltist fögnuðl Yfir hann kom eldmóður, eins og sigursælan her- konung, sem horfir yfir vígvöll, þar sem honum er leikur einn að sigra. Einstakar ljóðaþýðingar virð- ist hann hafa gert svo að segja í einu áhlaupí. Þá varð honum allt til hjálpar: Hin mikla hrifning, myndauðgi og líkingaauðurinn, miælskan og orð- kyngin. Mjög oft finnst Islendingum að Matthías hafi gert sum hin mestu snilldarverk erlendra stór- skálda jafnfögur og þau eru á frummálinu og þó um leið algerlega íslenzk. Þýðingar Matthíasar eru stundum heilsteyptari en hans eigin kvæði. Þess er áður getið, að hann hafði ekki sterka skipulags- gáfu, og var fyrst og fremst háður innblæstri og hrifningu. En þegar hann þýddi kvæði skálda, sem höfðu fastari formgáfu, bar eldur andagiftarinnar hann yfir alla erfiðleika, og fjölmargar af þvílíkum þýðingum eru nú í eigu Islendinga, fullkomnar og gallalausar eins og fágaðir gimsteínar. Þó var Matthías Jochumsson ekki jafnvígur á allar ljóðategundir. Bezt létu honum hetjukvæði og trúarljóð, því að þau stóðu næst hjarta hans. Aft- ur á móti gat hann ekki náð jafnvel hinum hug- Ijúfa blæ léttra ljóða, eins og sum önnur skáld. Matthías myndi ekki hafa getað þýtt „Stóð ég út í tunglsljósi" eða „Dunar í trjálundi" jafnvel og Jónas Hallgrímsson og þýðing Steingríms á Lorelei er miklu betri og skáldlegri en þýðing Mátthíasar. Af sömu ástæðu hefir Matthíasi mistekizt að þýða þjóðsöng Norðmanna „Ja, vi elsker", því að yfir því kvæði er dularfullur léttleiki, sem átti ekki hljómgrunn í sál hins íslenzka hetjuskálds. En þó að gerðar séu þessar undantekningar, þá er þýðingaheimur Matthíasar stór og víðfaðma. Hann tekur konungsljóð Dana, yrkir það om og

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.