Tíminn - 03.03.1937, Síða 4

Tíminn - 03.03.1937, Síða 4
40 T 1 M I N N Hamburg 36, Símnelni: Ægír. Dammtorstrasse 27. Símii 346635 & 525931. Kaupum íslenzkar afurðír hæsta verði Utvegum allar íunflutníngsvörur frá Þýzkalandi og flestum öðrum löndum með beztu skilmálum. framgöngu. Reglumaður með afbrigðum á þeim aldri. Nú er það huggun foreldra og vina hans, að vita, að hann er kallaður þangað, sem andi hans fær meira að starfa „Guðs um geim“, laus við jarð- lífsböndin, þar sem hann á- I ! nam í Svíþjóð á sama tíma. | Þannig má, segir blaðið, telja I næstum óendanlega. Þær tölur, sem hér hafa ver- ið nefndar, sýna aðeins við- ' skipti C. W. S. Heildarumsetn- 1 ing kaupfélaganna, sem fá ýmsar vörur sínar frá öðrum Margt er til mikilla bóta í byggingarlist seinni ára og nú er HELLU-ofnian, sem ryður sér til rúms um Norðurlönd, kominn. F allegur, fyrirferðarlítill, polir að vatnið frjósi í honum, gefur geislahítun, ódýr, íslenzkur. Þetta er fyrsti HELLU-ofninn, sem settur var upp hér á landi, í húsi Þóris Baldvinssonar, húsameistara í Reykjavík. Hann er 82 mm á þykkt, 700 mm hár og 2000 mm langur. Hitaflötur hans er 10,72 m2, en teningsmál bans aðeins 0,12 m3. Vatnsmagn hans er einungis 19 lítrar, en hann hltar ágætlega stofuna, sem er 31,3 m2 að flatarmáli eða oa. 80 teningsmetrar. I0|í Skrifstota Austurstræti 14, 3. liæö. Reykjavik. Sími 1291. I + I Helgí Ólaísson Helgi ólafsson var fæddur 29. des. 1908 á flelgustöðum við Reyðarfjörð. Þar ólst hann upp hjá foreldrum sínum, Ólafi Helgasyni og Guðrúnu Stef- ánsdóttur. Haustið 1925 fór hann í Al- þýðuskólann á Eiðum; var þar við nám í tvo vetur. Þar kynnti hann sig sem siðprútt og skyldurækið ungmenni, sem vann sér traust og virðingu bæði kennara og meðnemenda sinna. Heima í sveit sinni var hann hvers manns hugljúfi. 1930 veiktist hann og varð að fara á Vífilsstaðahæli. Þar og á heilsuhælinu á Reykjum var hann 214 ár. Var þá heilsa hans það góð, að hann fékk fararleyfi heim. En hann var einn af þeim mönnum, sem vann meiri og kaldari vinnu en heilsan þoldi. Hann vildi ekki vera öðrum til byrði og mun því hafa lagt meira að sér við vinnu, en heilsan þoldi. Því hann varð að fara aftur á hæl- ið 1935 og dó þar 21. marz 1936. Hann bar sjúkdóm sinn með karlmennsku og stöku jafnað- argeði, svo að aldrei heyrðist æðruorð eða óstillingarhjal til hans. Æfisaga hans varð ekki löng en fögur til eftirbreytni. Með burtför Helga er þungur harmur kveðinn að foreldrum hans, því hann var þeim ágætur sonur, hlýðinn, dagfarsgóður, og sannarlegt prúðmenni í allri samt öðrum burtförnum vinum, tekur á móti okkur síðar meir. Blessuð veri minning hans. Vinur. Utan úr heími Framh. af 1. síðu. menn ráða er orðið algerlega hljótt um samvinnufélögin og frá nokkrum stöðum hefir frétzt með sannindum að starf- semi þeirra hafi verið bönnuð. Málaleitun Alþjóðasambands- ins um hjálp til spanskra sam- vinnumanna hefir yfirleitt ver- ið vel tekið eins og fjárfram- iag K. F. ber líka nokkurn vott um. Sænska samvinnublaðið „Vi“ birtir fyrir nokkru tölur, sem gefa góða hugmynd um það, hversu stórvaxin ensku sam- vinnufélögin eru orðin. Verzlunarvelta sambands ensku kaupfélaganna(C. W. S.) nam á síðastl. ári rúml. tveim milljörðum íslenzkra króna. Það seldi til kaupfélaganna og ann- ara viðskiptamanna sinna 102 millj. kg. af smjöri og til sam- anburðar nefnir „Vi“ það að öll smjörframleiðslan í Svíþjóð sé 67 millj. kg. Það seldi 321 millj. kg. af sykri, en öll árs- neyzlan í Svíþjóð er 270 millj. kg. Tóbaksverksmiðja þess framleiddi á síðastl. ári vörur fyrir 160 millj. kr. eða 12 millj. kr. meira en öll tóbakssalan en C. W. S., er vitanlega miklu meiri. Álít dýralækna um horgfárzku fjárpestína Dýralæknar landsins hafa sam- kvæmt boði landbúnaðarráðherra sctið á ráðstefnu hér í bænum undanfarna daga til að ræða um orsakir og eðli borgfirzku fjárpest- arinnar. Hafa fjórir þeirra, Hann- es Jónsson, Bragi Steingrímsson, Sigurður Hlíðar og Jón Pálsson, komizt að þeirri niðurstöðu, að veikin sé ekki „sjálfstæður sjúk- dómur, heldur sjúkdómsform, sem kemur fram í sambandi, beint eða óbeint við tvo áður þekkta sjúkdóma: lungnadrep annarsveg- ar og lungnaorma hinsvegar". þá telja þeir engar sannanir fyrir því að veikin sé bráðsmitandi og ó- læknandi, því „oss er lcunnugt um nokkra sjúklinga, sem taldir eru að bafa haft þessa veiki, en hafa nú náð noklcrum bata“. Tveir af dýralæknunum, Ásgeir Einarsson og Ásgeir Ólafsson, eru ekki að öllu leyti sammála hin- um, en „telja þó sennilegt, að veikin sé ekki nýr (innfluttur) sjúkdómur, heldur sjúkdómsform, sem komi fram í sambandi við tvo áður þekkta sjúkdóma: Lungna- pest annarsvegar og lungnaorma- veiki hinsvegar". „Hinsvegar teljum við“, segja þeir, „að veikin sé nýtt fyrirbrigði að því leyti, að svo illkynjaður faraldur í sauðfé hafi ekki komið fyrir á síðari áratugum. Ennfrem- ur teljum við veikina nýtt fyrir- brigði að því er snertir sjúklegar breytingar í lungum og sum ytri sjúkdómseinkenni". Framsóknarfélag stoinað í Bolungarvík Seint í síðastliðnum mánuði gengust nokkrir áhugasamir Fram- sóknannenn í Bolungarvík fyrir stofnun Framsóknarfélags þar. Stofnendur voru aðeins fimmtán, en hinsvegar er kunnugt all- margra fylgismanna Framsóknar- flokksins, sem eigi höfðu aðstöðu (il að ganga í félagið á stofnfund- inum, en munu ganga í það síðar. I stjórn féiagsins voru kosnir pórður Hjaltason bóndi á Ytri- Búðum formaður, Jens E. Níelsson kennari Ytri-Búðum og Guðmund- ur Magnússon bóndi Hóli. Ágæt herhergfi til leigu á Hverfisgötu 32 yfir lengri eða skemmri tíma. — Hentugt fyrir ferðafólk. — Sími 3454. Dvöl, 1,—2. hefti 5. árg. er ný- komin út. Hún er fjölbreytt að vanda og skemmtileg. íslenzkir höfundar eru í þetta sinn m. a.: Jón Eyþórsson, Kolbeinn frá Strönd, Hallgr. Jónasson, Berg- sveinn Skúlason, Valdimar Jó- bannsson, Sigurður þorsteinsson, Karl Strand, Vigfús Guðmunds- son, og erlendir höfundar: Maupa- sant, Feuchtwanger, Galsworthy 0. fl. Skagfirðingur og G. St. senda þuru í Garði vísu, og kvæði eru þar eftir tvö ung skáld, o. m. fh er í þessum heftum. þau kosta aðcins eina krónu samanlagt til áskrifenda og er það óvanalegt bókaverð. Ritstj.: Gísli Guðmundsson. Prentsmiðjan Edda h.f. ♦

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.