Tíminn - 28.04.1937, Síða 4

Tíminn - 28.04.1937, Síða 4
72 T 1 M I N N RYO VARNARM'ALN/N6 HRÆRIST VEL FYR/R NOTKUN FYR/R, STÁLBYGGINGAR, JARNGRINDUR, SKIP.O.FL. LAKK l MÁLNINGARVERKSMIÐJAN HRRPfl-REVKJRVIK HARPO-ryðvarnarmálning í dósum með rauðum míðum, er sú málníng, sem pér eígfið að nota til þess að mála pök, skip, brýr, járn- grindur o. II. Framleidd hjá okkur í 8 mismunandi litum. Hin lagaða málning* frá verksmiðju okkar heitir HARPOLIN; hún er til- húin til notkunar, drjúg og ending- argóð. HARPOLIN er framleídd í 30 mismunandí lítum og selst í dósum með bláum og gulum miðum. Notíð hana ínnan húss og utan, par sem heimtuð er góð vinna og fagurt útlít. Með hvítunum nofíð þér lítí frá okkur. Allír lítír framleíddír olíurífnír. K R O m o S-Títanhvíta er sú bezt f áanlega máln- ing utan húss og ínnan. Enniremur: Zínkhvíta kemisk hrein. Blýhvíta og Dekkhvíta. JÖKULL hvítt Japanlakk HARPANIT, glær lökk. Ennfremur: Mött olíumálníng. - Þurkefní. - Kvístalakk - Spartl. - Kíttí. - Menjukíttí. - Mál-Terpentína. - Krít. - Bronce. Málníngarvörur okkar eru seldar um land allt hjá kaupmönnum og kaupfélögum. LAKK- OG MÁLNINGARVERKSMIÐJA REYKJAVÍK SIMI 1994 »Ljós heímsins« „Ljós heimsins“ heitir hin nýútkoma bók Halldórs Kiljan Laxness. Þetta er allstór saga (237 bls.) og segir aðallega frá munaðarlausum dreng, Ólafi Kárasyni Ljósvíking. Hann elst upp sem sveitarómagi á Fæti undir Fótarfæti. Heimilisfólkið þar er húsfreyjan ásamt börnum hennar, tveim son- um og einni dóttur, og auk þeirra eru tvær mæðgur. Allt cr þetta mesta ruslfólk, svo að leitun mun á jafn samvöldu úr- kasti; sérstaklega eru þó strák- arnir ruddafengnir og heimsk- ir, og heimasætunni er sí og æ iýst sem kjötstykki, sem lykti illa. — Með þessu fólki elst söguhetjan upp, svangur, bar- inn og þrautpíndur til verka strax og hægt er, og á allan liátt illa meðfar inn. Ilann þráir að halla sér að einhverjum, er hann gæti leitað skjóis hjá. Iíelzrt langaði hann að halla sér upp að brjósti heimasætunnar Magnínu — og gráta. En hann efaðist um, að hún liefði mann- legt brjóst. „Hún hafði nefni- lega ekki kropp og þaðan af síður líkama, hún hafði búk. Það var af henni lykt“. Og hann spurði sjálfan sig að því, hvort inns't inni kynni að leyn- ast sál. Magnína „var digur og hörð, en blá framan í og hund- urinn hnerraði, þegar hann þef- aði af henni“. Það var þó þessi stúlka, sem kenndi honum að lesa. Hann þráði bækur og hugsaði sér að skrifa bækur í hundraðatali, þegar hann væri orðinn stór. En bókaskortur var mikill og honum líka bann- aður bóklestur, nema þegar kom fram undir fermingarald- ur, þá varð hann að læra kver- ið. Og þá dugði nú ekki annað en lesa af mesta kappi og lí'ta hvorki til hægri né vinstri og umfram allt átti hann þá að kunna allt orðrétt, því „það var hætt við að glopps. dytti á guð, ef maður sleppti úr einu -orði“. Ekkert mátti hann spyrja um af því, sem í kver- inu stóð. Ytri guðrækni var talsverð á heimilinu. Húsmóðir- :in tók oft postilluna og setti upp mei’kilegt „freðandlit" og þuldi húslestur yfir heimilis- fólkinu, er stundum fékk sér ’þá góðan blund á meðan. Áflog bræðranna út af Jönu, ■dóttur húskonunnar, er hafði það helzt sér til ágætis að hafa „útafliggjandi augu“ — urðu •í ll-ægileg, Eldri bróðirinn ætl- ;aði þá að gera vissar aðgerðir á yngra bróðurnum með slátur- hníf, en friðaðist við það að fá Jönu upp í rúmið til sín, en þá rætlar sá yngri að skera höfuð- ið af ó. Kárasyni með hnífn- mm, því að „það er þá þetta, senuhefst upp úr að vera hlut- iaus í mannfélaginu". En í því kom húsfreyjan að og stillti til friðar og rak Jönu upp úr rúm- inu. Hún strauk þá pilsin niðr- um sig og fór, en liúsfreyjan tók fram postilluna, kallaði á fólkið og las yfir því lesturinn. — Nokkru eftir ferminguna veiktist Ó. Kárason hættulega. Voru veikindin að nokkru leyti vegna meiðsla af völdum bræðr. anna á Fæti undir Fótarfæti. Lá hann þannig þungt haldinn í tvö ár. En auk líkamlegrá þjáninga leið hann sárt af því að hafa ekki bækur til að lesa. Þá var það, að liann fékk Númarímur Sig. Breiðfjörðs og varð þá Breiðfjörð athvarf ! hans í öllum þjáningum „og svo bar það við, að í fyrstu sóldögum á þorra steig skáldið sjálft niður úr litla sólargeisl- | anum á súðinni, eins og úr , liimneskum gullvagni, og lagði\ rjóður og bláeygur sína mildu snillingshönd á hið kvalafulla höfuð Ólafs Kárasonar Ljósvík- ; ings og sagði: Þú ert ljós heimsins". Þetta „Ijós heimsins" heldur svo áfram að týra við sár veik- indi og skemmta sér að kveð- skap, sem verður seinast til þess, að „skáldið“ er rekið í burt af heimilinu og flutt á kviktrjám áleiðis á hrepp sinn, Sviðinsvík. Annað leirskáld, er Reimar hét, dálí'tið skemmti- legur karl, sem m. a. hafði ort 50 erfiljóð, er hann virti á 75 aura stykkið, flutti „Ijós heimsins“ á kviktrjám yfir langa heiði. Fóru þeir frá Fæti undir Fó'tarfæti árla dags, en seint um kvöldið komust „skáldin" af heiðinni niður í dal hinumegin við fjallið að kotbæ, sem Kambar hét. Þar var ung stúlka, Þórunn að nafni, sem læknaði sjúka með hjálp Friðriks nuldulæknis. „Skáldið“ Ó. K. L. lýsti sjálf't heilsu sinni þannig, þegar hér var komið: „Það voru margir cjúkdómar fléttaðir hver inn í annan. Höfuðið á honum var þríbrotið, bæði eftir menn og skepnur. Heilinn var á einum stað vaxinn út í eyrað, og fylgdu þessu alveg óstjómleg- ar höfuðþjáningar. Auk þess var gengið út á honum brjóst- beinið, og sullur undir brjóst- inu, og allt ein samgróin mein- semd, sullurinn, lifrin og gollurshimnan. Þar að auki hafði hann ýmsa magasjúk- dóma og gat varla sagt að hann hefði melt nokkurn matarbita í undanfarin tvö ár“. En um nóttina að Kömbum varð Ó. Kárason alheill fyrir aðgerðir „straums og skjálfta“ og að morgni skildu „skáldin“ eftir kviktrén og riðu af stað hnakkakert á kláranum. 0 g endar svo sagan þennan sama dag á því, að bæði leirskáldin cru laus við reiðskjó'tana og eru að fara á bát yfir til Svið- insvíkur og sjá þar glitta í hall. ir meðfram ströndinni, því „þessar hallir voru allar úr skíru gulli“. „Frá sér numinn horfði unga skáldið á kvöld- roðann braga í öllu þessu gulli bak við hvítar elskandi þokur vomæ'turinnar“. Framhald. Vigfús Guðmundsson. Alvaran í Alþýðufi. Framh. af 3. síðu. Ásgeirsson að gera fyrir Al- þýðuflokkinn, maðurinn, sem árið 1930 vildi halda hlífiskildi yfir Islandsbanka, maðurinn, sem árið 1933 bannaði Útvegs- bankanum að krefjast trygg- inga fyrir skuld bankans hjá Kveldúlfi, maðurinn, sem á sl. þingi lýsti yfir því opinberlega i þingskjali, að hann væri á móti frumvarpi Alþýðuflokks- ins um skiptameðferð Kveld- ulfs, — maðurinn, sem fyrir fimm árum gerðist forsætisráð- herra í samsteypustjórn, sem talið var að byggðist á því fyrst og fremst, að ekki væri þá unnt að vinna með Alþýðu- flokknum að lausn landsmála! Svona. er alvaran hjá Alþýðu- flokknum í bankamálunum! Glæsilegur vottur um einlægni og framsýni Héðins Valde- marssonar í baráttunni fyrir hinar vinnandi stéttir! Samvinnumenn! Sendíö oss allt sem pér þurfiö að láta prenta. Allskonar prent- un fijótt og vel af hendi leyst. Höfum eigin bókbandsvinnustofu PRENTSMIÐJAN EDDA H.F. Talsími 3948. Laugavegi 1. Pósthóif 552. Reykjavik. Happdræiíi Háskóla Islands Endurnýjun til 3. flokks fer fram 24. apr. til 4. maí í 3.—10. fl. eru vinning- ar að upphæð meira en 1 mílljón króna Dvöl er nýkomin út. Flytur hún að vanda nokkrar stuttar úrvals- sögur eftir fræg erlend skáld, svo sem Pusjkin, Galsworthy og Gustaf af Geijerstam, og eina frumsamda á islenzku eftir Sigurð B. Gröndal. Jónas Jónsson frá Hriflu ritar um þrjá einyrkja, Ásgeir Ásgeirsson fræðslumálastjóri um Knarrarnes- hjónin Ragnheiði og Ásgeir, í til- efni af guilbrúðkaupi þeirra. Guð- mundur Ingi og porsteinn á Úlfs- stöðum eiga þar létt og lagleg kvæði. Daníel Daníelsson ritar um skeiðhesta, Sigurjón í Snælivammi um gróður og skjól, ritstjórinn um bókasöfn og bóklestur. Ýmislegt fléira er í heftinu. pað er 72 bls. að Ferdamena ættu að skipta við Kaupfélag Reykjavíkur. — Þar hafa þeir tryggingu fyrir góðum og ó- dýrum vörum. stærð i stóru broti og kostar að- cins eina krónu fyrir áskrifendur. Varia er hægt að benda á betri bókakaup, því Dvöl enj bæði fróð- legt og skemmtilegt rit. Prentsm. EDDA h.f.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.