Tíminn - 05.05.1937, Page 4

Tíminn - 05.05.1937, Page 4
76 T 1 M I N N Kosníngaskrifstofa F r amsóknarf lokksíns er í Sambandshúsínu í Reykjavík, þríðju hæð, símí 15 2 9. ferðum Jónasar Hallgrímssonar og annara málfegrunar- og um- bótamanna, er með fögru máli og útsýni venja lesendur sína á að sjá það fagra, sem lífið hefir að bjóða, — heldur en að- ferðum þeirra, sem ef til vill ætla að venja almenning af sóðaskapnum með því að sýna sem mest af honum og vera máske mestir sóðarnir sjálfir. Laxness er nú umsvifamest- ur rithöfundur hér heima á íslandi. Enginn efast um gáfur hans og hann hefir sýnt mikinn dugnað óg mjög virðingarverð- an m. a. í því að brjótast víða um lönd til aðdrátta í þekk- ingu sína og þroska. Útlit er fyrir að bækur hans verði lesn- ar um allan heim og frægð hans, og þá sennilega um leið íslands, er í uppsiglingu. Fljótt á litið ætti þetta að vera mikið fagnaðarefni okkur samlönd- um hans hér heima, sem njótum uppskerunnar af af- burðum þessa sáðmanns Norð- ursins. En þegar athuguð eru nánar kynnin, sem heimurinn fær í sögum Laxness af þessum liólma við heimskautsbaug, dregur dálitla þokuslæðu fyrir það „ljós heimsins“, sem skín frá sögueyjunni. Niðurl. næst. Vigfús Guðmundsson. lausnar, sem skjótlega þarf að ieysa. Ef til vill hefir sveita- fólkinu aldrei riðið eíns mikið á því og einmitt nú að fylkja sér saman. Það getur oltið á samheldni þess, hvorc íhaldinu tekst nú með aðstoð sprengi- flokks síns að vi/ma sigur í kosningabaráttunni, — sigur, sem það gæti svo gert að sín- um „úrslitasigri“. Það er vitað, ao allmargir í forystuliði Sjálf- stæðisflokksins eru gegnsýrðir af nazistisku hugarfari. í því sambandi má minna á það, að Sjálfstæðisflokkurinn var í op- berri kosningasamvmnu við Þjóðemissinna í Reykjavík í síðustu bæjarstjórnarkosning- um þar. Hreinn lýðræðisflokk- ur myndi aldrei hafa leyft sér slíkt. — Alþýðan í sveitum og \'ið sjó þarf ekki að vera í mikl- um vafa um það, hvers hún má vænta, ef svo ólíklega tæk- ist til, að íhaldið sigraði nú. Þá getur svo farið, að mörg- um bóndanum finnist „þröngt fyrir dyrum“. En ísJenzki bónd- inn á eftir að ganga að kjör- borðinu í vor, þar sem hann tekur sinn þátt í að ákveða, hver eigi að verða réttur byggðalífsins á næstu árum. Hann tekur m. a. sína ákvörð- un um það, hvort þeim flokki, sem margsinnis hefir óvirt bændastéttina í orði og verki, Sjálfstæðsflokknum á að heppn ast að rýra bændavaldið í land- inu með því að láta sprengi- menn sína, frambjóðendur „Bændaflokksins“ rjúfa lands- málasamheldni og hagsmuna- samtök sveitafólksins. Og þess ber að vænta, að enn sem fyrr verði það bænda- stéttin íslenzka, sem með festu sinni bægir voða nazismans frá hinu íslenzka þjóðfélagi, jafn- framt því sem hún heldur áfram að efla og styrkja bændavaldið í landinu, Fram- sóknarflokkinn. Jón Emil Guðjónson. Á víðavangi Framh. af 1. síðu. löndum, því að þeir hafi undan- farið haft hliðstætt samstarf við íhaldið. Er þetta annað tveggja furðuleg ósvífni eða fá- fræði hjá Jóni. Veit hann ekki að bæði í Noregi, Svíþjóð og Finnlandi styðja bændaflokk- arnir stjórn með verkamönn- um og í fullkominni andstöðu við íhaldið? í Danmörku er Ymstrimannaflokkurinn að vísu í andstöðu við jafnaðarmanna- stjórnina, en aldrei myndi hon- um detta í hug að ofurselja sig danska íhaldsflokknum og auðmannavaldi Kaupmanna- hafnar á þann hátt, sem lið- hlaupar Jóns í Dal nú hafa oíurselt sig „heildsalaklíku" þeirri, sem nú „ræður stefnu“ Sjálfstæðisflokksins. En þessir flokkar eru heldur ekki stofn- aðir af flugumönnum eins og „Bændaflokkur“ Jón í Dal, sem ekkert er nema nafnið. Ásgeir féll við „prófið“. Þegar lokið var 1. umræðu á Alþingi um frumvarp Alþýðu- flokksins um skiptameðferð Kveldúlfs, var því vísað til f jár- hagsnefndar. Meðal nefndar- manna þar var Ásgeir Ásgeirs- son. Þegar útbýtt var nefndar- álitum meira- og minnahluta, kom það í Ijós, að Ásgeir var a móti frumvarpinu. En nokkr- um dögum síðar lýsir Alþýðu- blaðið yfir því, að nefndur Ás- geir Ásgeirsson verði á kjöri fyrir Alþýðuflokkinn í Vestur- ísafjarðarsýslu. En hvemig lýst jafnaðarmönnum þar í sýslu á vitnisburðina, sem Al- þýðublaðið var búið að gefa þeim, sem væru á móti þessu sæla frumvarpi? Og ætli þeim fari ekki að fækka, sem taka Alþýðuflokkinn alvarlega í þessu máli ? Stjóm Kommúnistaflokksins þykist, eftir því sem Þjóð- viljinn og Morgunblaðið segja, vilja gera Framsóknarflokkn- um þann greiða að styðja frambjóðendur hans í þeim kjördæmum, þar sem engir kommúnistakjósendur eru til nú orðið. Lítur helzt úr fyrir, að tilkynning þessi sé pöntuð af íhaldinu í því skyni að nota hana sem rógsefni gegn Fram- feóknarflokknum. En Framsókn- arflokkurinn þarf hvorki hjálp frá Berlín né Moskva til að ná þeirri tölu þingsæta, sem til þess þarf að tryggja málstað hans framgang eftir kosningar. Annars hafa forsprakkar kom- múnista staðið með Ólafi Thcrs í því að koma af stað mjólk- uiverkfalli, bílstjóre.verkfalli og sildveiðaverkfalli. Þannig hafa vinnubrögð þeirra verið á und- anförnum árum. Ætti Mbl. að vera trúandi ti' að oúa svo að þes.sum gömlu raiidamönnur.., að það missi pá ekki út úr „b: eiðfylkingunni“ í Morgunblaðið er mjög hneykslað út af ó- knyttamönnum þeim, sem fyrir nokkrum dögum létu hnefarétt- inn ráða í húsgagnavinnustofu hér í bænum. Enda munu slík- ir þokkapiltar tæpast eiga sam- úð margra manna. En vandlæt- ing Mbl. út af þess háttar tií- tektum kemur úr hörðustu átt. Hverjir stóðu fyrir „skrílvik- u.nni“ 1931? Hverjir hafa fóstr- að unglingana með „hreinu bugsanirnar“, sem hvað eftir annað hafa ráðizt á menn á götum bæjarins á næturþeli? Hverjir æfa liðið í Kveldúlfs- portinu? Hverjir hafa hótað að draga forseta Alþingis niður úr fundarstjórastólnum á lög- gj af ar samkomu þ j óðarinnar ? Og hverjir eru það nú, sem ætla að beita „hörkubrögðum“ til þess að breyta hinu íslenzka þjóðfélagi til samræmis við sína lífsskoðun? íhaldsblöðin þegja. Nýja dagblaðið hefir bent á eftirfarandi staðreyndir: Á sama tíma (árunum 1925— 1937), sem heildarupphæð skatta til ríkisins hefir lækkað um 121/2% að meðaltali á landsmann, hefir heildarupp- hæð skattanna til Reykjavíkur- bæjar hækkað um 126% og 40% að meðaltali á hvern bæj- arbúa. Á sama tíma hafa skuld- ir bæjarsjóðs næstum fjór- faldazt, og skuldir kaupstaðar- ins í heild (bæjarsjóðs og bæj- arfyrirtækjanna) eru orðnar 15,6 milljónir, eða 4^0 krónur á hvert mannsbam í bænum og 2200 krónur á hverja fimm manna fjölskyldu. Morgunblað- io og Vísir þegja! „Neikvæða“ ræðan. Mb. birtir í fyrrad. ræðu Ólafs Thors, er hann hélt á fundi Yarðarfélagsins s. 1. sunnu- dagskvöld. Mun mega skoða þessa ræðu sem einskonar kosn- ingaávarp frá Sjálfstæðis- fiokknum. En í Reykjavík gengur hún nú þegar undir nafninu „neikvæða ræðan“, og svo mun hún verða nefnd yfir- ieitt í kosningabaráttunni. ..Neikvæða ræðan“ er í. styztu máli sagt óhein yfirlýsing um það, að Sjálfstæðisflokkurinn hafi engin úrræði fram að bera i sérstökum málum. Hún er al- mennt orðagjalfur um, að at- vinnuleysið sé „sjálfskaparvíti“ (þeirra, sem atvinnulausir eru?), sem Sjálfstæðisflokkur- inn einn „treystir sér til að leysa“ með því að „endurlífga trú manna á mátt sinn og meg- in“!*) Ennfremur er það full- yrt, að Sjálfstæðisílokknum myndi „reynast kleift að gera ailt í senn; lækka skatta, af- borga skuldir, en auka þó fram- kvæmdir ríkissjóðs“! Þá er sagt, að flokkuiinn vilji „vernda þann iðnað, sem fyr- ir er í landinu“, en þó létta inn- flutningshöftunum af sem allra íyrst, og virðist ekki gott að samræma þetta tvennt. í öðru orðinu er það þó viðurkennt, að „innflutningshöftin og gjald- eyrisskömmtunin" séu „nauð- syn“. Er það, að visu fram tekið, að nauðsynin sé „ill“, en þó sýna þessi ummæli að flokk- . urinn treystir sér ekki lengur til að virða almenningsálitið að vettugi í þessu máli. Þá er Ó. Th. með ónot út aí gengis- ski’áningu krónunnar, og er þó sjálfur tvístígandi um, hvað gera skuli. Ennfremur illskast hann út af því, að fátækra- framfæri hefir verið létt af sveitunum án þess þó að leggja tii að því fyrirkomul. sé breytt. Þá er sagt, að Sjálfstæðismenn geti „með sögulegum rétti miklast af“ fjármálastjórn Jóns heitins Þorlákssonar, en ekki eru tilgreind nein verk núlif- andi Sjálfstæðismanna, sem á- stæða sé til að „miklast af“! *) Elcki er þess getið, hvort „fs- lendingar" eigi þá að kasta krist- inni trú eins og ýmsir háttstand- andi nazistar í þýzkalandi! Loks er því slegið föstu, að Sjálfstæðisflokkurinn vilji koma á „heigvirðu og réttlátu stjórn- arfari“ og „ráðvendni í með- ferð opinbers fjár“. Er þetta eina fyndnin í hinm löngu „nei- kvæðu ræðu“, en að þeirri fyndni munu lika margir brosa! Reynslan er ólýgnust. Þegar Jón í Dal, Hannes á Hvammstanga og Þorsteinn Briem gerðust andstæðingar Framsóknarflokksins, og hófu áróður í þá átt að sundra fylgi hans í landinu, sögðu þeir: Við höfum ekki svikið. Við erum gamli Framsóknarflokkurinn, og þeir einu, sem fylgja fram stefnu hans eins og hún var ] 17 ár. Allir hinir hafa svikið og gengið frá stefnu flokksins. Og þessu sama hafa þeir reynt að halda fram í blaði sínu þau þrjú ár, sem liðin eru síðan þeir hófu viðleitni sína til flokksmyndunar. Ýmsir trúðu þessu í fyrstu, en stöðugt hefir þeim farið fækkandi, sem von er. Og nú þarf enginn að vera í vafa framar. Hverjum þykir líklegt, að Framsóknarflokkur- inn hefði, t. d. meðan Tryggvi Þórhallsson var íorsætisráð- lierra, látið sér detta í hug að styðja í kosningum menn eins og Magnús Guðmundsson, Árna frá Múla, Eirík Einarsson, Garðar Þorsteinsson, Jón á Reynistað, Pétur Ottesen, Jón Ólafsson, Pétur Magnússon eða Kveldúlfsbræður, svo að nefnd- ir séu nokkrir þeirra, sem fylg- ismönnum „Bændafiokksins" er sagt að kjósa nú í sumar? Við flesta þessa menn hefir Fram- sóknarflokkurinn átt í höggi á annan áratug. Og svo er bænd- um ætlað að trúa þvi, að þeir, sem berjast fyrir því að koma þessum mönnum á þing, séu hinir einu sönnu Framsóknar- menn! ' v- ríkisþingsins eða þýzkra kjós- enda! En hver á að dæma um það, hvenær „nauðsyn“ sé að takmarka lýðræðið, ef vilji og vald er fyrir hendi? Ólafur Thors talar í „neikvæðu ræðunni" um Framsóknarflokkinn „sem í öndverðu var bændaflokkuri. Þessi yfirlýsing kemur nokkuð seint. Hvenær \ iðurkenndu íhaldsmenn það fyrir bændum, að Framsóknarflokkurinn væri bændaflokkur ? Kannske þeir lýsi yfir því eftir næstu 20 ár, að Framsóknarflokk'irinn hafi verið „bændaflokkur“ árið 1937, ef einhver ihaldsmaður þá verður til í landmu. Eftirtektarverð er sú yfirlýsing i „neikvæðu ræðunni“ að „flokkurinn (þ. e. Sjálfstæðisflokkurinn) viður- kennir atvinnubótavinnu sem kreppuráðstöfun“. Hingað til hafa Sjálfstæðismenn og hinir innlimuðu liðhlaupar Jóns í Dal ekki linnt látum að rógbera Framsóknarflokkinn fyrir það í sveitum, að hann hafi veitt fé tií atvinnubóta, og hefir þetta verið talin „þjónkun við social- ista“! Ætlar íhaldið nú að fara að þjóna socialistum? Óvænt viðurkenning. „Allar birgðir af útflutnings- vörum eru seldar jafnóðum og þær eru framleiddar", segir Ó. Th. í „neikvæðu ræðunni". Má segja, að slíkur vitnisburður um árangurinn af stefnu ríkis- stjórnarinnar í utanríkisverzl- un komi úr óvæntri átt. Sjálf- sagt verður Ó. Th. fús til að endurtaka hann á kosninga- fundum í vor! Rödd hrópandans. Ó. Th. segir í „neikvæðu ræð- unni“, að skattarnir, sem nú eru hér á landi, séu „fremur eignarnám en venjulegt skatt- gjald“. Hér í blaðinu hefir það verið sannað með tilvísun í vís- indalegt, erlent hagfræðitíma- rit, að skattar til ríkisins hér, eru lægri á íbúa en nokkurs- staðar annarsstaðar á Norður- löndum, miklu lægri en í Bret- landi og lægri en að meðaltali j Norðurálfunni utan Rúss- lands. Hingað til hafa íhalds- blöðin ekki treyst sér til að mótmæla þessari staðreynd. „Eignarnáms“ ákæra Ó. Th. er því ákæra á hendur ráðandi manna í öllum ríkjum Norð- urálfunnar. Raunalegt, að stórveldin skuli ekki eiga mann eins og Ólaf Thors til að benda þeim á óhæfuna! Morgunblaðið kemst svo að- orði um „nei- kvæðu ræðuna“, að í henni hafi Ólafur Thors „skýrt frá helztu stefnuskrármálum flokksins11. Eftir þessu orðalagi blaðsins að dæma hafa „helztu stefnu- skrármál“ Sjálfstæðisflokksins alls ekki verið kunn áður, ekki einu sinni þeim „innsta hring“ fiokksins, sem innritaður er í Varðarfélagið og þar sækir fundi! Er þetta raur.ar eðlileg athugasemd hjá ritstjórum Mbl., því að flokkur, sem er orðinn algerlega „neikvæður“, hefir engin stefnuskrármál. Hitt láðist Mbl. að taka fram, að bæði flokksmennirnir og aðrir eru nú jafnnær um það og þeir voru áður er. „neikvæða ræðan“ var flutt, hver þau séu þessi „helztu stefnuskrármál Sjálfstæðisflokksins". Því að formaður flokksins hafði akki frá neinu slíku að skýra! Góð skipti. Á í blaði því, sem Jón í Dal gefur út fyrir peninga frá kaupsýslumönnum 1 Reykjavík, segir hann svo frá þeim tíð- indum, er í Framsóknarflokkn- um gerðust á aukaþinginu 1933: „Meirihluti þingflokksins vildi leggja afkomumöguleika framleiðslunnar og bændanna í hendur sósíalistanna“. En það, sem meirihluti Framsóknar- fíokksins vildi á aukaþinginu 1933 var að fela Sigurði Krist- inssyni forstjóra Sambands ísí. samvinnufélaga stjórnarforystu og semja um stjórnarmynd- un við 'verkamenn á þeim grundvelli, að þegar í stað yrðu gerðar skipulagsráðstafanir til að hækka verð á aðalafurðum landbúnaðarins, mjólk og kjöti. Þetta vildu Jón í Dal og Þor- steinn Briem ekki. Þ. Br. vildi fá að vera kyr í ráðherrastóli með aðstoð íhaldsins, þó að það kostaði það að bændur gætu ekki fengið meira en 70 aura fyrir kg. af kjöti og mjólkur- verðið hefði lækkað um 3—4 aura pr. lítra síðan 1930. En bændur landsins skáru úr vorið 1934. Þeir létu Þ. Br. fara úr íáðherrastólnum og viku Jóni í Dal út úr þingsalnum, en fengu í þeirra stað verðhækk- un á kjöti sínu og mjólk. Og enginn þarf að efast um, að það hafi verið góð skipti fyrir bændur. « e 1 \ „Ekki að nauðsynjalausu“! Ólafur Thors segir í „nei- kvæðu ræðunni“, að Sjálfstæð- isflokkurinn vilji ekki ganga „að nauðsynjalausu á rétt Al- þingis“. Hitler og Göring munu heldur ekki telja sig hafa geng- ið „að nauðsynjafauuu“ á rétt Reykjavík Sími 1249. Símnefni Sláturfélag. NlðursaðuverkBmiðja. Reykhús. Bjúgnagerð. Frystlhúa. Framleiðir og selur í heildsölu og smásöln: Niður- soðið kjöt og fiskmeti fjölbreytt úrval. Bjúgu og allskonar áskurð á brauð mest og best úrval á landinu. Hangikjöt, ávalt nýreykt, riðurkent fyrir gæði. Fros- ið kjötíð allskonar, fryst og geymt í vólfrystihúsi. eftir fylstu nútímakröfum. Ostar og smjör frá Mjólkurbúi Flóamanna. Verðskrár sendar eftir óskum, og pantanir afgreiddar um alt land. Ekkí er ráð nema í tíma sé tekíð. Hinir búfróðustu menn telja að notkun góðra stálljáa - Eylandsljáanna — só ein hin nytsamasta nýjung, á sviði landbúnaðarins, á síðari árum. Hafa bændur efni á því að láta þessa nýjung ónotaða? Notkun ljáanna er enginn tilraun núoröið því á síðustu 5 árum hafa selst 21.660 „Ey- landsljáir“. Pantið Ijáina í tæka tíð, því framleiðslan er takmörkuð. Samband ísl. samvinnufélaga Jtitstjóri: Gísli Guðmundsson. I Prentam. EDDA h.f.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.