Tíminn - 30.06.1937, Blaðsíða 3
i
TIUIN N
111
1934: Gísli Sveinsson (S)
423, Lárus Helgason (B) 231,
Guðgeir Jóhannsson (F) 143,
Óskar Sæmundsson (A) 51 og
landlisti Kommúnista 6 a'tkv.
V estmannaey jar:
Kosinn er Jóhann Jósefsson
(S) með 879 atkv. Isleifur
Högnason (K) fékk 497, Páll
Þorbjarnarson (A) 289, land-
listi Framsóknarfl. 40, Guð-
laugur Br. Jónsson (U) 11 og
landlisti Bændafl. 1 atkv.
1934: Jóhann Jósefsson (S)
785, Páll Þorbjamarson (A)
388, Isleifur Högnason (K) 301,
Óskar Halldórsson (Þ) 64,
landlisti Framsóknarfl. 18 og
landlisti Bændafl. 3 atkv.
Rangárvallasýsla:
Kosnir eru Sveinbjörn
Högnason (F) með 946 atkv.
og Helgi Jónasson (F) með 934
atkv. Jón Ólafsson (S) fékk
895, Pétur Magnússon (S) 891,
landlisti Alþýðufl. 4, landlisti
Kommúnista 4 og landlisti
Bændafl. 4 atkv.
1934: Jón Ólafsson (S) 856,
Pétur Magnússon (S) 850,
Sveínbjörn Högnason (F) 836,
Helgi Jónasson (F) 826, Svaf-
ar Guðmundsson (B) 36, Lárus
Gíslason (B) 34, Guðmundur
Pétursson (A) 34, Nikulás
Þórðarson (U) 15 og landlisti
Kommúnista 2 atkv.
Árnessýsla:
Kosnir eru Jörundur Bryn-
jólfsson (F) með 1305 atkv.
og Bjami Bjarnason (F) með
1253 atkv. Eiríkur Einarsson
(S) fékk 1075, Þorvaldur Ól-
afsson (B) 989, Ingimar Jóns-
son (A) 170, Jón Guðlaugsson
(A) 127 og landlisti Kommún-
ista 8 atkv.
1934: Jörundur Brynjólfs-
son (F) 893, Bjarni Bjarnason
(F) 891, Eiríkur Einarsson
(S) 840, Lúðvík Nordal (S)
730, Magnús Torfason (B) 424,
Sigurður Sigurðsson (B) 285,
Ingimar Jónsson (A) 240, Jón
Guðlaugsson (A) 177, Magnús
Magnússon (K) 47 og Gunnar
Benedik'tsson (K) 36 atkv.
Uppbótarþingsætin, 11 tals-
ins, skiptast milli flokka eftir
atkvæðamagni á þessa leið:
Sjálfstæðisflokkurinn fær 5
uppbótarþingmenn: Guðrúnu
Lárusdóttur, Jón ólafsson, Þor-
stein Þorsteinsson, Garðar
um, þó að kjósendatalan hafi
ekki lækkað. Að þessu sinni
skal ekki rætt um þá hlið,
heldur hitt, hvaða skilyrði eru
íyrir Alþýðuflokkinn til að
inna af höndum þjóðnýtt starf
á næs'tu missirum.
Alþýðuflokkurinn vann fyr á
árum í mjög náinni samvinnu
við Framsóknarflokkinn á hin-
um fyrstu baráttuárum. Á síð-
ari árum hefir orðið á þessu
nokkur breyting. Nýtt vinnu-
lag hefir verið tekið upp, þ. e.
að leggja yfirgnæfandi áherslu
á kaupkröfur, en hugsa lítið
um að lækka dýrtíðina, sem
þjakar mest fátæklinga í kaup-
stöðum landsins. Þessi tvískipt-
ing kom glöggt fram í með-
ferð Kveldúlfsmálsins í vetur.
Hálfur Alþýðuflokkurinn á
þingi o g mikill meirihluti
flokksins utan þings, vildi taka
á því máli eins og Framsókn-
armenn. Hinn helmingur þing-
flokksins vildi taka upp aðferð
kommúnista. Hinir síðamefndu
urðu ofan á í bili. Einar 01-
geirsson hvarf þá frá sinni
fyrri aðstöðu og ráðlagði var-
færni. En töluð orð urðu ekki
aftur tekin. Alþýðuflokkurinn
tók upp í þessu máli byltingar-
kennda aðstöðu í því skyni nö
Þorsteinsson og Magnús Guð-
mundsson.
Alþýðuflokkurinn fær 3 upp-
bótarþingmenn: Sigurjón ól-
afsson, Emil Jónsson og Jón
Baldvinsson.
Kommúnistaflokkurinn fær 2
u ppbótarþingmenn: Bryn j ólf
Bjarnason og Isleif Högnason.
Bændaflokkurinn fær 1 upp-
bótarþingmann: Stefán Stef-
ánsson.
Þingmannatala flokkanna á
hinu nýkjörna Alþingi verður
þá á þessa leið:
Framsóknarflokkurinn 19.
S jálf stæðisf lokkurinn 17.
Alþýðuflokkurinn 8.
Kommúnistaflokkurinn 3.
Bændaflokkurinn 2.
Ef miðað er við kosningaúr-
slitin 1934 hefir Framsóknar-
flokkurinn bætt við sig 4 þing-
sætum, Sjálfstæðisflokkurinn
tapað 3, Alþýðuflokkurinn tap-
að 2, Kommúnistaflokkurinn
unnið 3 og Bændaflokkurinn
tapað 1 þingsæti.
Greidd atkvæði alls í landinu
skiptast á þessa leið:
Sjálfstæðisflokkurinn hefir
fengið 24037 eða 41,4%
greiddra atkvæða. — 1934 fékk
hann 21974, sem þá var 42,3%
greiddra atkvæða.
Framsóknaiflokkurinn hefir
fengið 14498 eða 24,9%
greiddra atkvæða. — 1934 fékk
hann 11377, sem þá var 21,9%
greiddra a'tkvæða.
Alþýðuflokkurinn hefir feng-
ið 11031 eða 19,1% greiddra
atkvæða. — 1934 fékk hann
11269, sem þá var 21,7%
greiddra atkvæða.
Kommúnistaflokkurinn hefir
fengið 4914 eða 8,5% greiddra
atkvæða. — 1934 fékk hann
3098, sem þá var 6% greiddra
atkvæða.
Bændaflokkurinn hefir feng-
ið 3557 eða 6,1% greiddra at-
kvæða. — 1934 fékk hann 8848,
sem þá var 6,4% greiddra at-
kvæða.
Ef miðað er við atkvæðatöl-
ur flokkanna í kosningunum
1934 og jafnframt tekið tillit
til f jölgunar greiddra atkvæða,
eru breytingar á atkvæðamagn-
inu þannig:
Atkvæðamagn Framsóknar-
flokksins hefir vaxið um nál.
14%.
Atkvæðamagn Alþýðuflokks-
ins hefir minnkað um nál.
12%.
Atkvæðamagn Kommúnista-
kosningar skyldu verða í vor.
Enginn utan Alþýðuflokksins
veit enn hvora framtíðarleiðina
flokkurinn velur. Að verja
,,slagsmálaréttinn“ sem Staun-
íng kallar svo, standa á móti
heilbrigðri vinnulöggjöf með
kommúnistum, leggja megin-
áherslu á að auka dýrtíðina í
landinu, þó að sú dýrtíð sligi
framleiðsluna eins og nú sjást
allt of glögg merki um í
Reykjavík, eða að taka upp
fyrri slóð Jóns Baldvinssonar,
vinna að alhliða framförum
verkalýðsins og þjóðarinnar
allrar í samstarfi við aðra
lýðræðis- og umbótamenn.
Aðstaða Framsóknarmanna
til viðfangsefna næstu ára
sjást glögglega af framkomu
flokksins í tveim þýðingar-
miklum málum: Hvíta hernum
og Kveldúlfsmálinu. I fyrra
skiptið er tekið fast í streng-
inn móti íhaldinu. Herinn er
leystur upp og ríkinu sparað
mikið fé. — Liðsafnaði þess-
um átti að beita móti sjómönn-
um og verkamönnum. Það átti
að beygja þá með valdi en ekki
með rökum. Mikill friður
fylgdi þessari ráðstöfun. En
ofsamönnum Mbl.stefnunnar
líkaði þetta illa. Þeir menn
flokksins hefir vaxið um nál.
42%.
Ackvæðamagn Sjálfstæðis-
flokksins hefir minnkað um
rúml. 2%.
Atkvæðamagn Bændaflokks-
ins hefir minnkað um nál. 5%.
Ýmíslegt
um kosníngfarnar
Kosningar þessar hafa verið
hinar átakamestu kosningar,
sem nokkuru sinni hafa háðar
verið hér á landi. Ekki bar þó
eins mikið á þessu á yfirborð-
;nu og stundum áður. Hinsveg-
ar hefir verið meir og skipu-
legar unnið af flokkunum að
undirbúningi en oftast áður.
„Breiðfylkingin“ tók upp
nýjan hátt að því leyti, að hún
spáði sér ekki sigrum jafn ó-
gætilega í flokksblöðum sínum,
eins og oftast áður, en lagði
hinsvegar meira fé í kosning-
arnar og hafði nú margfaldan
tilkostnað við kosningaundir-
búninginn.
Á aðalkosningaskrifstofunni i
Reykjavík var spjaldskrá yfir
alla kjósendur í landinu. Þar
unnu tugir manna allan tím-
ann meðan á kosningahríðinni
stóð. Bréf voru send fjölda
manna víðsvegar um land, ef
vitað var að þeir mundu fylgja
„breiðfylkingunni", og þeir
beðnir að vinna að kosningun-
um og senda síðan reikning til
kosningaskrifstofu Sjálfs'tæðis-
flokksins í Reykjavik.
I Reykjavík voru bifreiðarn-
ar sem „breiðfylkingin" hafði í
þjónustu sinni um hálft annað
hundrað. Allmargar þeirra hafa
verið einkabifreiðar og lagðar
til án endurgjalds, en mjög
margar hinsvegar teknar á
leigu frá bifreiðastöðvum.
Þá var fjöldi bifreiða sendar
í kjördæmin úti á landi, talið
er að í Rangárvallasýslu hafi
„breiðfylkingin“ haft 22 bif-
reiðar, og mun þetta hafa verið
svipað í mörgum öðrum kjör-
dæmunum.
Um framlög einstakra manna
í kosningasjóð „breiðfylkingar-
innar“ eru nefndar mjög stói*-
ar fjárhæðir, og einkum munu
heildsalarnir hafa verið fram-
laga háir. Talið er að kona ein
í liði íhaldsins hafi lagt 10 þús-
und krónur í kosningasjóðinn.
Minna en 150 þús. krónur
munu kosningarnar ekki hafa
kostað „breiðfylkinguna", í út-
liugðust að láta byssur og bar-
efli styðja að sigri sínum yfir
þeim mönnum, sem eiga einna
örðugastan leik í lífsbarátt-
unni.
í vetur kemur Kveldúlfsmál-
ið. Þá tekur nokkur hluti verka-
lýðsins upp byltingaraðstöðu.
Það átti að nei'ta með þing-
valdi, að einn af skuldunaut-
um bankans fengi að setja
eignir að tryggingu fyrir stórri
skuld við landið. Vissulega
hafði Kveldúlfi verið illa
stjómað, og forstjórar hans
áttu lítið gott skilið fyrir
framkomu sína í opinberum
málum. En þeir voru samt
menn og íslenzkir borgarar. Þá
tók Framsóknarflokkurinn alla
aðstöðu á sama hátt og í mál-
inu um „hvíta herinn“ móti of-
beldinu og lögleysunni. I annað
sinn nu'tu verkamenn og sjó-
menn verndar Framsóknar-
flokksins. I hitt skipti'ö mestu
andstæðingar Framsóknar-
flokksins. En þeir voru menn
þrátt fyrir allt, og það átti að
sækja þá með lögum en ekki
með ofríki og byltingaraðferð-
um.
Þjóðin hefir metið þessa
framkomu Framsóknarmanna.
Og sigur flokksins verður not-
lögðu fé, og er þá ótalið allt
það, sem einstakir menn hafa
lagt til á annan hátt en í kosn-
ingasjóðinn svo sem bifreiðar,
cigin ferðakostnað og annan
áþekkan tilkostnað.
Kosningadagurinn setti sér-
stakan svip á höfuðstaðinn.
,Breiðfylkingin‘, Alþýðuflokkur-
inn og Kommúnistaflokkurinn
höfðu allir látið gera stórar
litprentaðar áróðursauglýsing-
ar um að kjósa lista flokkanna.
Bar þó langmest á slíkum aug-
lýsingum frá E-listanum, lista
Sjálfstæðisflokksins. Voru rað-
ir af þessum auglýsmgum fest-
ar víða á húsveggi, í búðar-
glugga og einnig á allar kosn-
ingabifreiðamar.
Var eftir þvi tekið, hversu
fljótar þessar áróðursauglýs-
ingar voru að hverfa af ýmsum
stöðum eftir að kosningaúrslit
urðu kunn í Rangárvallasýslu,
og er talið að „spákaupmennsk-
an“ um kosningaúrslitin hafi
gjört sumum bæjarbúum dálít-
ið órótt innanbrjósts.
I einni fjölmennri viðskipta-
stofnun í Reykjavík komu
starí'smennirnir sér saman um
að spá um kosningarnar, og
skyldi hver um sig leggja
krónu í sjóð fyrir hvern mann,
sem skakkaði frá því sem yrði.
Skyldi sjóðnum síðan varið til
þess að gjöra sér glaðan dag,
og sá verða heiðursgestur, sem
næst færi raunveruleikanum.
Sumir þessara manna urðu að
gjalda 16 krónur, svo fjarri fór
spá þeirra og óskir um kosn-
ingaúrslitin!
Kjörsókn hefir aldrei orðið
jafnmikil og nú. Sýnir það
kappið, sem í kosningunum var.
Hér í Reykjavík voru menn
fluttir á kjörstað í sjúkrarúm-
um, og voru til þess hafðir til-
teknir menn og sérstakir bílar
að flytja slíkt fólk. Einkum
bar á því, að „breiðfylkingin“
gengi hart fram í þessu og ann-
aðist, ,fánaliðið“ flutninga. Ein-
hverju sinni sáu menn að kom-
ið var með kjósanda á sjúkra-
börum og var breitt yfir andlit
hins sjúka.
Þá er fræg sagan um sjúk-
lingana sem „breiðfylkingin"
kom með frá Kleppi. Voru þeir
aður til að halda við sömu
stefnu, til að halda uppi friði
milli stéttanna, til að verja
frelsi landsins og borgaralegt
frelsi, til að undirbúa fram-
sýna, gætilega og eðlilega
lausn á sambúðarmáli Dana
og Islendinga, til að verja þá
löggjöf, sem byggð hefir verið
upp af núverandi stjómarflokk-
um til tryggingar atvinnulífinu
í landinu.
Framsóknai'flokkurinn telur
að kosningarnar sýni ótvírætt,
að þjóðin vill friðsamlega
þróun, en fordæmir öfgar í
landsmálabaráttunni. Fram-
sóknarflokkurinn hefir kveðið
niður sinn draug, „einkafyrir-
tækið“. Ihaldið getur, ef það
vill, losnað við sinn draug,
nazistana, og mun væntanlega
sjá þann kost beztan að gera
það. Og Alþýðuflokkurinn get-
ur kveðið niður sinn draug,
kommúnis’tana, með því að
fylgja fordæmi Framsóknar-
flokksins: Að hafa að engu
yfirboð og hávaða Einars 01-
geirssonar, en vinna skipulega
með Framsóknarflokknum að
því að minnka dýrtíðina í
kaupstöðunum og auka at-
vinnu, sem borgar tilkostnað-
inn.
Þá geta þrír aðalflokkar
landsins unnið saman að því,
hver eftir sínu eðli og getu, að
gera landið frjálst og sjálf-
stætt pólitískt, fjárhagslega og
að allri menningu. J. J.
Bifreiða-
tryggingar
IIIQIf!
Sími 1700
Stúlka
vön karlmannafatasaumi óskast nú pegar.
Saumastofa Kaupfélags Stykkíshólms.
á því stigi sumir, að taka
varð af þeim kjörseðilinn
aftur, sakir þess, að þeir höfðu
enga hugmynd um hvað við
hann átti að gera.
Dánarfregn.
Þann 4. þ. m. andaðist að
heimili sínu, Litla-Fjalli í
Borgarhreppi, merkisbóndinn
Hjörtur Þorvarðarson.
Þegar ég frétti lát Iljartar
heitins komu mér í hug orð
gamla söngvarans í Israel:
Dagar mannanna eru sem gras-
ið á jörðunni, þaði blómgast
sem blómin á mörkinni, þegar
vindurinn blæs á það er það
horfið. Ég ætlaði varla að trúa
mínum eigin eyrum þegar ég
frétti lát hans, svona er stund-
um aðstaða mannanna til lög-
máls lífsins, að við getum varla
trúað öðru en að einhver viss
aldur ráði æfi mannsins.
Okkur hættir svo oft við að
minnast ekki hverfulleikans og
breytinganna. En dauðann ber
oft skjótt að garði og hann
heggur sín skörð á skammri
stundu, og þegar svo ber að
verður erfiðara að mæta áfall-
inu. En þetta er lögmál sem við
verðum að hlýða.
Hjörtur heitinn var einn af
þessum yfirlætislausu og göf-
ugu mönnum úr bændastétt
vorri, sem vinna starf sitt í
kyrþey og aflar sér þannig vin-
áttu og vinsælda, aðallega með-
al nágranna og ættingja, án
þess að leita eftir virðingu og
Imetorðum á opinberum vett-
vangi.
Ég ætla mér ekki að skrifa
hér æfisögu Hjartar heitins, en
mig langar til að minnast hans
með nokkrum þakklætis- og
kveðjuorðum.
Hvergi hefi ég komið oftar
en á heimili hins látna, að
Litla-Fjalli, og hvergi hefir
mér verið betur tekið en þar,
því að Hjörtur heitinn var gest
risinn með afbrigðum, svo að
fáir munu standa honum þar
framar.
Hjörtur var maður hreinn
og tryggur í lund, hæggerður og
glaðlyndur, fróður vel, einkum
þó í sögu, hann var sérlega á-
reiðanlegur í öllum viðskiptum
og mátti hvergi vamm sitt vita,
enda rækti hann starf sitt með
stökustu alúð og samvizkusemi.
Hann var því maður vinsæll
cg vel látinn, enda vildi hann öll
um vel og öllum hjálpa er hjálp
ar þurftu. En hjálpfýsin er ef
+il vill ein af fegurstu dygðum
mannanna. Og það er einmitt
hún sem gerir mér minningu
bans svo kæra, það er minn-
ing sem er fólgin í að'dáun fyr-
ir göfugmennsku hans og fóm-
fýsi í garð þeirra, er hjálpar
þurftu með. Sú minning gerir
mér sögu hans og mynd skýra
og ógleymanlega, og slíkt æfi-
starf álít ég margfalt lærdóms-
ríkara en sögur jarla og her-
konunga, sem þó fylla út í mik-
inn hluta veraldarsögunnar.
Góður bóndi er höfuðstoð
sveitar sinnar, hann bætir og
prýðir jörðina og innir með því
bæði þarft og fagurt verk af
höndum. Svitadropar hans eru
gróðurdögg, bæði fyrir alda og
óborna, og má hér slíkt með
sanni segja. I skjóli hins göf-
uga starfs hans og hinnar lát-
lausu og prúðmannlegu fram-
komu óx virðing hans, virðing
sem er bundin hinu góða heim-
ili, heimili sem var og er sól-
skinsblettur í þjóðlífinu, frá
því stafar ylur sem vermir og
glæðir, hrekur skuggana úr sál
hvers þess manns er þangað
kemur. Þannig hefir það verið
á Litla-Fjalli og ég veit að
svo mun það verða framvegis,
þó nú hvíli þar skuggi sorgar
og saknaðar.
Hjörtur heitinn andaðist úr
lungnabólgu eftir fimm daga
legu. Hann var maður um sex-
tugt og lætur eftir sig konu og
fimm börn, tvo syni og þrjár
dætur. Þrjú þein’a eru nú
heima og aðstoða móður sína
við búskapinn.
Ég óska aðstandendunum
einskis fremur en að þeim
takist að mæta þessum óvænta
atburði á þann hátt sem bezt
verður, með því að viðhalda og'
efla gróðursstarf hins látna,
því hlutverk eftirkomendanna
er að halda áfram æfistarfi
'í'yn’i kynslóða. Og því ætrbu
allir að taka undir með ölöfu
ríku að eigi skuli gráta Björn
bónda heldur safna liði og'
hefja fallið merki og bera það
fram til sigurs.
Hér er fagurt merki upp að
taka, því að Iljörtur heitinn
var bæði athafna og hugsjóna-
maður, hann trúði á mátt sam-
vinnu og sam'taka og bróður-
hug mannanna. Hann var góð-
ur eiginmaður og faðir í göfug-
ustu merkingu þess orðs, betri
eftirmæli eru ekki til.
Ég enda svo þessar línur
með því að óska þess að landi
voru mætti öðlast að eignast
sem flesta jafnoka Hjartar
heitins að drengskap, góðlyndi
og' tryggð .
Blessuð sé minning hans.
Reykjavík 24. júní 1937
Magnús B. Baldvinssoa
frá Gi-enjum