Tíminn - 28.07.1937, Qupperneq 1

Tíminn - 28.07.1937, Qupperneq 1
2^fgreit>öla og »nnt)eiinta ^afnatott. 1Ö eirnt 2353 ~ Póotbótf 961 ©faíbba^i blaftalne et I )6ni Ácflaoearlnn footat 7 fc. XXI. ár. Reykjavík, 28. júlí 1937. Gjaldey rismál TekjuoflQD rikissjóðs og sveitasjóða Eftir Jón Árnason framkvæmdastjóra Á miðju ári í fyrra var verzl- unarjöfnuðurinn samkvæmt fkýrslum Hagstofunnar óhag- stæður um 3,25 millj. kr. Á miðju þessu ári, eða í lok júnímánaðar, var verzlunar- jöfnuðurinn óhagstæður, sem nam 7,26 millj. króna. Nú er það á almanna vitorði að innflu'tningshöftin hafa ver- ið framkvæmd á sama grund- velli og á fyrra ári. Megin ástæðurnar til þess- arar versnandi afkomu, eru tvær. Hin fyrri er gífurleg verð- hækkun á ýmsum þeim vörum, sem okkur er ómögulegt að komast af án. Síðan í fyrra hafa kornvörur hækkað um 43%, nýlenduvörur um 27%, timbur um 25%, sem- ent um 35%, þakjárn um 17%, búsáhöld 15%, salt 40%, síld- artunnur 40—50% og kol um 57%. Stafar þessi verðhækkun af hækkuðu heimsmarkaðs- verði og ennfremur af því, að íarmgjöld með leiguskipum hafa tvöfaldazt á árinu. Önnur ástæðan er sú, að ein megin útflutningsvara okkar, saltf iskurinn, hef ir hinsvegar að kalla ekkert hækkað í verði, né heldur aðrar fisktegundir, sem úl hafa verið fluttar á árinu. Loks er þriðja ástæðan, og hún er sú, að við höfum flutt inn æðimikið af ýmiskonar efnivörum til verklegra fram- kvæmda á þessu ári, umfram það, sem flutt var inn af sam- bærilegum vörum árið áður. Er þetta fólgið í efni til fjárpest- argirðinganna, byggingarefni í nýbýlin, efnivörur til endur- bóta á eldri síldarverksmiðjum í því skyni að auka afköst þeirra, og loks efnivörur í tvær nýjar síldarverksmiðjur, aðra á Húsavík en hina á Akra- nesi. Hinsvegar er í framan- greindum samanburði sleppt innflutningi til Sogsvirkjunar- innar og Hesteyrarverksmiðj- unar, sem hvorttveggja er framkvæmt fyrir erlend lán, sem greiðast eiga á mörgum árum. Þá hefir innfluntingur vegna sjálfra síldveiðanna enn aukisí frá því í fyrra, sakir þess hve veiðiflokinn er hú s'tærri ' en nokkru sinni áður. Hér að framan hefir verið sýnt fram á þá gífurlegu verð- hækkun, sem fram er komin á öllum helztu nauðsynjavörun- um, sem til landsins þarf að flytja. Jafnframt hefir verið sýnt fram á, að önnur aðalút- flutningsvara landsins, fiskur- inn, hefir hinsvegar ekkert hækkað í verði, og allir muna aflabrestinn á síðustu vetrar- vertíð, sem einnig hlýtur að koma til greina í þessu sam- bandi. En sagan er ekki öll sögð. Önnur stærsta útflutnings- varan, saltsíldin, hækkar held- ur ekki í verði. Annarsvegar er því gífurleg hækkun á öllum brýnustu lífs- nauðsynjum, sem við komumst ekki hjá að kaupa, en hinsveg- ar kemur engin verðhækkun fram á tveim alstærstu vöru- tegundunum, sem við höfum ftutt út til þessa. Innflutningshöftin verða ekki hert neitt sem heitir, án þess að jafnframt komi til skömt- unar á því sem inn er flutt. Er því auðsætt, að út af þess- um óhagstæðu verðhlutföllum á innflutningsvörunum og tveim megin útflutningsvörum ckkar, þá fá engar venjulegar ráðstafanir rönd við reist, nema því aðeins að síldveiði verði mikil. Við þurfum að veiða alla þá síld, sem við getum selt salt- aða, svo sem raun varð á síð- astliðið ár. En við þurfum auk þess að veiða alveg óvenjulegt magn af bræðslusíld, ef við eigum að geta mætt greiðsluþörfinni til útlanda á árinu. Bi'æðslusíldar- afurðirnar þurfa að mæta álíka íjárhæðum og síðastliðið ár, og auk þess megninu af þeirri verðhækkun, sem fram er kom- in og fram kann að koma á innflutningsvörunum. Ekki ger- ir fiskurinn það. Ekki gerir saltsíldin það. Og loks eru ekki taldar horfur á að kjötið gjöri það, að því er kunnugir telja. Mínníngarorð Ég var á ferð fyrir tveim ár- um norður í Skagafirði og beið eftir samferðamönnum á heim- ili góðvinar míns á Hofsós. Þá kemur inn í stofuna annar gest- ur, ung kona, fríð sýnum, fall- ega vaxin, í léttum, smekkleg- um reiðbúningi. Mér var sagt, að þetta væri nýgift kona þar úr sveitinni, að hún væri fædd og alin upp austur í Fnjóska- dal, og að maður hennar væri Friðrik Guðmundsson á Höfða á Höfðaströnd. Mér er nú kunnugt um, að þessi kona, Þóra Jónsdóttir frá Fornastöðum var þá 27 ára gömul, og að hún hafði verið tvo vetur á einum héraðsskól- anum, stundað þar mikið íþróttir, einkum sund. Mér varð þessi kona umhugsunarefni, þó að ég sæi hana aðeins nokkrar mínútur. Mér fannst ég sjá þarna hvernig myndi verða háttað þróun ungra kvenna í landinu, eins og lífskjörin eru nú. Ég bar saman í huganum hlutskipti konunnar áður fyr, þegar fullorðinsárin, áhyggj- urnar og erfiðið tók við af barnsaldrinum og æskan fékk ekki nema lítil brot af yndis- leik æskudaganna. En 13. apríl í vor andaðist þessi kona. 1 þrjú ár höfðu þau hjónin á Höfða byggt sér ynd- I islegt heimili, þar sem hver j dagur rann eins og gullinn I sandur í stundaglasi tímans Fjármálaástandið í landinu er hvergi nærri gott. Ríkið vantar 'tekjur, líklega sem svar- ar 1 milj. króna á ári, svo út- gjöld og tekjur standist á, ef greiða á til fulls umsamdar af- borganir af ríkisskuldum og lækka þær sem því svarar. Reykjavíkurbær hrúgar upp lausaskuldum í hlutfallslega miklu stærri stíl en ríkið, af því tekjur hvers árs hrökkva hvergi nærri fyrir útgjöldum. Hinir bæimir hafa sist betri sögu að segja, og sveitarfélög- in, einkum sjóþorpin, kvarta undan því, að erfitt reynist að ná inn nægilegum 'tekjum til að standast óhjákvæmileg útgjöld. Geri maður sér þetta ástand ljóst, virðist ekki nema um þrjár leiðir að ræða. 1. Að reyna að taka lán, út- lend eða innlend, til að borga greiðsluhallann og standast hallann í næstu framtíð. 2. Spara útgjöld svo greiðslu. jöfnuður náist og eitthvað verði afgangs til skulda- greiðslu. 3. Afla nýrra tekna svo greiðsluhalli hverfi, og þá helzt svo ríflegra, að hægt sé að borga sem fyrst þær lausa- póra Jónsdóltir frá Fornastöðum. eins og eitt af heimsins miklu skáldum sagði um sina ásta- daga. En nú er þetta heimili I rústum. Maðui'inn sem í fjöl- mörg ár hafði barizt við að fá þessa jörð, og fegrað hana og prýtt, hann er nú kominn inn í fjarlægt hérað, en drengur- inn þeirra litli, sem ber nafn móður sinnar er í fóstri hjá vandafólki foreldranna. Unga glæsilega konan, sem átti meginþátt í að byggja upp heimilið á Höfða er horfin sjónum. Samt finnst mér að hugboð mitt við fyrstu sýn ! hafi verið rétt. Dána konan var ein af þúsundum hinna ungu kvenna, sem njóta yls og birtu í skjóli þeirrar menningar, sem þjóðin er að byggja. Eftir þús- und ára erfiðleika og van- rækslu er að byrja nýr dagur í þróunarferli íslenzkra kvenna. J. J. skuldir, sem safnast hafa und- anfarið auk umsaminna af- borgana af löngum lánum. Fyrstu leiðina álít ég með öllu ófæra. Að vísu tala menn stöðugt um kreppu, og illt ár- ferði hér á landi, en ég álít það óafsakanlegt bjartsýni, að treysta svo á bætta afkomu frá því sem nú er, að ekki sé leitað allra bragða til að rétta við fjárhaginn, miðað við ástandið eins og það er nú. Menn verða að gæta þess, að því nær aliar afurðir lands- manna, nema saltfiskurinn, eru í viðunandi verði, og sumar í geypiverði. Þó þess ætti að mega vænta, að saltfiskur hækki í verði á næstu misser- um, eru engar líkur til þess, að sumar aðrar framleiðsluvörur, t. d. síldarafurðir, haldizt í því háa verði, sem nú er, og getur þefcta þá nokkuð unnizt upp íyrir þjóðarbúskapinn í heild. Þá er önnur leiðin, spamað- urinn. Ég hefi heyrt mikið tal- að um sparnað á fé til opin- berra þarfa síðan ég man fyrst eftir umræðum um landsmál, en sjaldan séð nokkrar nýtileg- sr tillögur þar að lútandi. Ég held líka að allur sparnaður til verklegra framkvæmda, og að mestu til menningarmála, mundi skjótt hefna sín. Líklega mætti þó fara betur með fé það, sem varið er til fátækramála, en yfirleitt hefi ég ekki trú á því, að sparnaðurinn einn dragi langt á leið, og læt því útrætt um hann. Þá kemur að þriðja úrræð- inu, tekjuaukanum. Ég er eng- an veginn vantrúaður á að mjög mikið sé hægt að auka tekjur ríkis og sveitarfélaga, án þess að sverfa um of að al- menningi. Og frá mínu sjónar- miði verður þetta að gerast, ln'að sem á bjátar. Ég hefi ekki trú á því að bæg't sé að hækka gömlu tekju- stofnana, að verulegu ráði. Þó kynni að mega hækka álagn- ingu á áfengi eitthvað, og ann- aðhvort kæmi Áfengisverzlun ríkisins upp ölgerð eða leyfði bruggun á áfengu öli. Er eklci óhugsandi, að íslenzkt öl mætti selja erlendis, t. d. í Englandi, því Englendingar flytja inn mikið af öli. Bensínskattinn eigum við að hækka til muna, enda óhjákvæmilegt að fá auk- ið fé til vegaviðhalds og vega- gerðar. Hinsvegar ætti að hætta þeirri fáranlegu vitleysu, að vera að malbika þjóðvegi, á meðan illfært er bílum um fjöldamargar götur höfuðstað- arins. Sennilega verður ekki hjá því komizt að tolla eitthvað inn- lendan iðnaðarvarning, móti einhverju af því, sem ríkið hef- ir tapað í tollum á samskonar innfluttum iðnvarningi. En allrar varúðar verður hér að gæta, einkum um þann varning, sem unninn er úr íslenzkum hráefnum. Ekki held ég að 'tekjuvonir af þessum tollhækkunum séu mjög miklar, nema helzt af bensínskatti. Iiann mætti sjálf- sagt tvöfalda að meinalausu, 1 en þar ætlast ég til að komi auknar framkvæmdir við vega- ' gerðir á móti að mestu leyti. Til þess að ráða bót á fjár- hagsvandræðum ríkissjóðs og bæjar- og sveitarsjóða vil ég lá'ta stofna sérstakan sjóð, sem skipt sé árlega á millí ríkis- sjóðs og bæjar- og sveitarsjóð- anna eftir fyrirfram ákveðnum reglum. Tekjur sjóðsins séu: 1. Aðflutningsgjaldi 15% af ellum innfluttum vörum. Með núverandi innflutningsmagni mundi þessi tekjuliður nema um 6 millj. króna. Þetta inn- flutningsgjald má skoða sem einskonar verðfellingu pening- anna og er því réttmætt að gjaldið kæmi jafnt á allar vör- ur, enda á tollalöggjöfin að öðru leyti að hafa séð fyrir hæfilegum mun á tollgreiðslu af nauðsynjum og miður nauð- synlegum vörum. 2. Vaxtaskattur 25% af vöxt- um sparisjóðsfjár, bankavaxta- bréfa, verðbréfa með ríkis- ábyrgð og ríkisskuldabréfa, og verðbréfa bæjar- og sveita- félaga, enda greiði eigendur sparifjár og vaxtabréfa engan annan skatt af þessum verð- mætum, hvorki til ríkis né sveitafélaga. Vaxtaskatturinn mundi líklega nema um 1 millj. króna á ári. Tekjur jafnaðarsjóðs þessa, sem skipt yrði árlega milli rík- is- og sveitarfélaga mundi nema alls um 7 millj. króna. Ætti sú fjárhæð að nægja til þess að hægt yrði að byrja á afborg- unum skulda í stað þess að safna eyðsluskuldum á ári hverju. Auk þessara tekna, sem skiptast milli ríkissjóðs og sveitarsjóða, má auka tekjur bæjarsjóðanna með lóðaskatti. Þyrfti þá Alþingi að sam- þykkja heimildarlög fyrir bæj- firfélögin til að leggja slíkan skatt á og ætti skatturinn að nema allt að 4% af fasteigna- matsverði lóðanna. Hér kann að þykja nokkuð djúpt tekið í árinni, en þegar þess er gætt, oð langmestan hluta lóðanna hafa menn eignast fyrir lítið eða ekkert, og að verðmæti þeirra er sjaldnast að þakka aðgerðum eigendanna, virðist mér lóðaskatturinn alls ekki óréttlátur, og sízt óréttlátari en margir aðrir skattar, sem almenningur leggur á sig. Og hann á að geta gefið öruggar 'tekjur. Landverð skattskyldra kaupstaðarlóða var nálægt 33 millj. króna við fasteignamatið 1930, svo lóðaskattuiinn ætti að geta gefið um 114 millj. króna tekjur á ári, — þar af 32. tbl. Uían úr heimi í keisaradæminu Indlandi, sem ennþá er hluti hins brezka heimsveldis, búa 400 milljónir manna, eða meira en í allri Evrópu utan Rússlands. Þar eru á sumum svæðum ein hin allra beztu náttúruskilyrði og mesta þéttbýli jarðar. En gagnvart yfirþjóðinni, Bre'tum, sem þó eru 10 sinnum fámennari, stendur hið indverska mannhaf máttvana og umkomulaust í sínu eigin auðuga landi. Eða svo hefir það verið fram til síð- ustu ára. óravegu niðri í svartad j úpi vanþekkingarinnar og hinnar sárustu fátæktar, þræla milljónir Indlands með algleymið (nirvana), sem hið eina og æðsta takmark. En nú er Indland á morgni nýrrar aldar. Tólfti hver mað- ur í landinu hefir lært að lesa og skrifa. Ok tólfti hlu'ti allra Indverja er raunar stórþjóð út af fyrir sig, eða meira en 30 milljónir manna. Það eru þess- ar 30 milljónir, læsra og skrif- andi Indverja, sem nú hafa haíið baráttuna gegn Bretum. En hver og einn af þeim leggur sig fram til að hafa áhrif á hina ellefu, sem ennþá eru ó- læsir og óskrifandi, vekja hjá þeim kröfur til lífsins og með- vitundina um, að þeir eigi að vera borgarar með mannrétt- indum í sjálfstæðu ríki. Frh. & 4. sí8u. nálægt 1 millj. hér í Reykjavík. Ef nú svo færi, að bæjar- stjórnir trássuðust við að leggja á þennan lóðaskatt, mætti binda fjárframlög úr jafnaðarsjóði því skilyrði, að '/iðkomandi bæjarfélag hefði notað tekjustofna sína til fulls, þar á meðal heimildina til að leggja á lóðaskatt að hámarki. Að sjálfsögðu má benda á það, að þessir nýju skattar muni rýra eldri skattana, tekjuskatt og sveitarútsvör og því ekki vera hrein viðbót. Þetta er rétt, sérstaklega að því er viðkemur vax'taskattin- um og lóðagjaldinu. En þó ekki sé hægt að sanna það með töl- um, þori ég að fullyrða að báð- ii þessir skattstofnar gefa margfaldar tekjur á við það, sem tapast í útsvörum og tekjuskatti. Ég er líka þeirrar pkoðunar, að vaxtaskatturinn mundi frekar verða til að auka sparifjársöfnun í landinu. Er á því full þörf, og sparifjárauk- inn mundi þá einnig gefa drýgri vaxtaskatt. Að lokum vil ég 'taka það fram, að þessar tillögur mínar eru ekki bornar fram í nafni neins stjórnmálaflokks. En ég vænti þess,'að þeir, sem mesta ábyrgð bera á fjármálum ríkis- og sveitarfélaga, athugi þær vandlega áður en lengra er haldið á sömu braut en gerf hefir verið undanfarið. Ef til vill hafa menn á takteinum beti'i úrræði til að leysa fjár- hagsvandræðin, en hér hefir verið bent á, og er þá vel farið. Jón Árnason.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.