Tíminn - 28.07.1937, Page 3

Tíminn - 28.07.1937, Page 3
T I M I N N 127 að alheimta’ ei daglaun að kvöldum, svo lengist mannsæfin mest.“ Varðinn er reistur á leiði Step- hans, en í kring um grafreitinn, sem kenndur er við nafn skálds- 'ns, er girt með steinsteyptum stöplum, og járnkeðjum, sem þó sjást ekki á myndinni Grafreit.num kaus Stephan stað í iandareign Sigurlaugar systur sinnar og nálægt sinni eigin land- areign, á norðurbakka Medicinár- innar, upp frá Hólaskóla, sem Stephan skírði svo, fyrsta ís- ienzka barnaskólanum í Alberta. Reiturinn horfir mót sólu og suðri r.g þar hvíla nú þegar við hlið Stephans Sigurlaug systir hans og Kristinn maður hennar, og svo auðvitað Gestur sonur hans, sem hann orti eftirmælin ógleyman- legu eftir. — — þetta eru fallegir minnis- varðar og að vonum, sem þið Vestur-íslendingar eruð að reisa Stephani. — það hafa fleiri en við gert. pú manst eftir Watson Kirk- connell prófessor, málamanninum mikla og bókmenntafræðingnum. Ilann hefir birt 3 stórar ritgerðir og 2 önnur rit, síðan Stephan lézt, um hann og skáldskap hans. Ritgerðirnar hafa birzt í Dal- housie-Magazine, tírnariti hins kunna Dalhousie háskóla í Nova Scotia. Kirkconnell telur Stephan mesta skáld, sem ort hefir á nokkra tungu í Canada og jafn- vel í Ameríku og um leið bók- menntaframleiðslu íslcndinga í Canada síðustu 50 árin meiri að vöxtum og gæðum en allt til sam- ans, sem aHir erlendir þjóðflokkar hafa samið — að Frökkum með- töldum — og telur mjög vafasamt að brezka þjóðin standi þar jafn- íætis, eftir 300 ára dvöl í landinu. — Slíkar umsagnir eru góðar stoðir undir þjóðrækniskennd Vestur-íslendinga, enda eru stöð- ugt góð lifsmörk með þjóðræknis- félagi ykkar. — Já, það er óhætt að segja, að það er með góðu lífi. í fyrra stóð það fyrir móttöku Tweedsmuir lá- varðar, landstjóra Canada, rithöf- ’indarins alkunna, sem heimsótti íslendinga í Manitoba alveg sér- staklega og valdi sjálfur móttöku- staðinn á Gimli — í þinghá Jós- ephs Thorson’s — fyrsta land- náms Islendinga vestan stórvatna. En íslendingar voru 3. þjóðflokk- urinn (næstir Bretum og Frökk- tm), sem byggðu Canada vestan Ontariofylkis. En þó þetta sé í sjálfu sér á- nægjulegt, er þó meira vert um hitt, að nú er komin á sterk hreyfing með yngra fólkinu, til þess að mynda með sér sam- stæðan félagsskap þjóðræknisfé- laginu, er taki við þegar við föll- um frá, eldri mennirnir. Átökin beinast fyrst í þá átt að safna sveitafólkinu unga undir lög þjóð- ræknisfélagsins og að nota vet- urna til þess að kynna sér ís- ienzka höfunda og bókmenntir að :ornu og nýju. þessi nýju félög fá styrk frá eldra félaginu eins og auðið er. Hver deild þjóðræknisfé- Um loðdýrarækt og aukníng hetmar loðdýraræktarlögfin nýju, aðalfund Loðdýraræktarfélagfsíns o. fl. » iagsins á sér nú bókasafn, og Winnipegsafnið hefir aukizt mik- ið á síðustu árum og verið ó- venjulega mikið notað í vetur. Enn má geta þess, að þjóð- ræknisfélagið er að koma sér upp allálitlegu menjasafni af heima - gerðum munum og áhöldum — þar á mcðal er t. d. kvarnarsteinn — sem sýnt geta daglegt líf land- nemanna gömlu og á hverri kunn- áttu frá föðurlandi sínu þeir björguðust yfir gífurlegá erfið- leika fyrstu árin. þetta safn er nú geymt hjá mér og Bergþóri Johnson, fasteignasala, en fær ijrátt rúm í „Auditorium”, hinu mikla samkomu- og safnahúsi Winnipégborgar. — Ég er viss um að þetta safn verður íslendingum og þjóðræknisfélaginu heldur til vegsauka en hitt. Og þá rná kannske bæta því við, að það mun ekkert rýra álit þjóðræknisfé- lagsins, að Tweedsmuir lávarður tók því með ánægju að gerast „Patron” eða verndari þjóðræknis- iélagsins. Bretar líta töluvert glögglega til athafna tignustu manna sinna. — — En svo ég víki aftur að út- gáfunni fyrirhuguðu: Verður ekki æfisaga Stephans sögð i sambandi við hana? — Jú, ég býst við þvi að aftan við bréfin verði hnýtt skýringum og þá líka æfiágripi, sem ég verð líklega helzt til að semja. — Hvað myndirðu segja í skjótu bragði að einkenndi Step- han mest, manninn og skáldið; eða um trúarbrögð hans? Dr. Högnvaldur brosir, og úr augum og augnakrókum bregður yfir svipinn sömu sérkennilega fallegu og húmorblöndnu hlýj- unni, sem þeir kannast við, er muna náfrænda hans, séra Am- Ijót Ólafsson. það liður ekki drykklöng stund unz svarið kem- ur: — Stephan var mannvitstrúar og ég held að þessar ljóðlínur hans marki að ýmsu leyti glöggt skoð- anir hans: „þótt heimskan endist elztu mönnum betur hún yfirlifað sannleikann ei getur”. * * * Með þessum útgáfum leggur dr. Rögnvaldur síðustu hönd á það verk, sem hann hóf með nokkrium öðrum mönnum fyrir þrjátíu ár- jjm, en hefir síðan öllum mönn- Loðdýraræktin er nýr at- vinnuvegur hér á landi, en þrátt fyrir það virðist það þeg- ar fullljóst, að hann eigi fyrir sér bráðari grózku en nokkur hinna atvinnuvega vorra hefir átt eða á. Frá hálfu hins opinbera og með félagslegum samtökum liefir allmikið verið unnið að því hin síðari missiri að styrkja grundvöllinn undir framkvæmd- um er stuðla eiga að framgangi loðdýraræktarinnar. Loðdýraræktarfélag íslands. Loðdýraræktarfélag íslands var stofnað í marz 1936. Fyrsta aðalfund sinn hélt félagið í júní 1936. Sá fundur tók á- kvörðun um það, að fram- kvæma þá þegar á því hausti úrval og merkingu dýra á eins mörgum af loðdýrabúum fé- lagsmanna og frekast yrði við komið. í öðru lagi ákvað fund- urinn að láta félagið gangast fyrir refasýningum þá um haustið. — Hvorutveggja þetta var framkvæmt, refamerking- ar fóru fram á svæðinu frá Skagafirði til Rangárvalla og voru haldnar 6 sýningar. Um síðastliðin áramót voru í félaginu 93 menn, en eftir því, er næst varð komizt, voru þá til í landinu 1376 silfurrefir og 319 blárefir, á 3. hundrað minka og nokkrir þvottabimir og nútríur. Loðdýraeigendur voru þá taldir 157. Líklegt er að loðdýrum fjölgi mjög á þessu ári, þar eð mest af því ungviði, sem hæft er til ásetnings, verður látið lifa. Merkingar. Merkt vom 1052 dýr. Þar af voru dauðamerkt, sem alóhæf um langt um framar og oft ná- lega einn unnið, að koma á einn stað í Bragatúni, og öllum sýni- legan, þeim volduga lofkesti, sem Stephan G. Stephansson hlóð úr bundu og óbundnu máli þeirri andagift, sem honum var svo furðulega í brjóst blásin. Sigfús Halldórs frá Höfnum. til undaneldis, 10 dýr, og 239 fengu biðdóm, þ. e. a. s, þau voru ekki álitin undaneldis- hæf eins og þau komu fyrir við skoðunina, en á hinn bóginn heldur ekki svo léleg að von- laust væri um að þau ekki gætu batnað í útliti, t. d. við bætta meðferð. Eigendur undimituðu þá skuldbindingu um að farga þeim ekki af búi sínu. Þau af þessum dýrum, sem sett voru á í fyrrahaust og ennþá lifa, bíða nú úrslitadóms á þessu hausti. Sýningar. Á sex sýningum voru alls sýnd 276 dýr. Af þeim fengu 220 verðlaun, þar af fyrstu verðlaun 34 dýr, önnur verð- laun 65 dýr, þriðju verðlaun 121 dýr. Verðlaun þessi skiptast mi)li 50 dýraeigenda. Sýningardómari. Til þess að vera aðaldómari við sýningamar fékk Loðdýra- ræktarfélagið hingað norskan mann Lars Kálás. Hafði hann margra ára æfingu, sem dóm- ari á norskum silfurrefasýning- um, enda þótti honum farast starfið mjög vel úr hendi á sýn- ingunum hér og aflaði hann sér almenna tiltrú refaeigenda. Á rangurinn af merkingunum og þá sérstaklega af sýningun- um, varð sá, að áhugi manna fyrir loðdýraræktinni vaknaði almennt og færist jafnt og þétt í aukana. Kostnaður vegna sýn- inganna og merkinganna varð um þrjú þúsund krónur, er það allmikil fjárupphæð, en verður þó að teljast vel varið. Stuðningur ríkis- stjómarinnar við loðdýraræktina. v Af hálfu hins opinbera hefir loðdýraræktin sætt hinum bezta stuðningi. Á fjárlögum 1937 var Loðdýraræktarfélagi Is- lands veittar 2000 kr. ’til starf- semi sinnar, en langmerkast og þýðingarmest fyrir fvamtíðina er þó lagasetning uin loðdýra- rækt og loðdýralánadeild við Búnaðarbankann, er fram var borin á síðasta Alþingi fyrir atbeina landbúnaðarráðherra Hermanns Jónassonar. Er full- víst, að þegar löggjöf þessi kemur til fullra framkvæmda, er fenginn traustur grundvöll- ur til að byggja þennan nýja atvinnuveg á. Loðdýraræktin á að verða ein af lyftistöngum dreifbýlisins og bændur í sveit- um landsins eiga að reka loð- dýrarækt samhliða annari hús- c’ýrarækt. Hin nýja lagasetn- ing um loðdýraræktina miðar sérstaklega að því tryggja bændum möguleika til þess að geta komið því í kring á næstu árum. Aðalfundur 1937. Aðalfundur Loðdýraræktar- féiagsins er nýafstaðinn. Var hann haldinn í Reykjavík þann 6. og 7. júlí Sótti hann allmargt félagsmanna víðsvegar að af landinu. Félagar eru nú 121. Lýsti fundurinn ánægju sinni vfir því hversu vel hefði tekizt til með lögin um stofnun útlána- deildar í þágu loðdýraræktar- innar og vonaðist jafnframt til þess, að heimildin, er í þeim fælist, yrði hagnýtt, sem fyrst. Þá var þess eindregið óskað, að landbúnaðarráðherra skipaði hið bráðasta ráðunaut í loð- dýrarækt og velji til þess mann, er hafi fullkomna og raunhæfa þekkingu á loðdýrarækt og hafi einnig þá almenna þekkingu til að bera, að hann geti ætíð fylgzt með öllum nýmælum á þessu sviði, sem fram kunna að koma erlendis. Þyrfti þessi ráðunautur að geta byrjað á undirbúningi merkinga og sýn- inga á næsta hausti. Fundurinn áleit nauðsynlegt framgangi loðdýraræktarinnar, að gefið yrði út sérstakt blað um loðdýrarækt og yrði ráðu- rauturinn ritstjóri þess. En þyki ekki fært að helga sér- stakt blað þessum um málum, þá yrði hluti af búnaðarblað- inu Frey notaður til þess. Þá ákvað Loðdýraræktarfélagið að vinna að því, að komið verði upp tilraunabúum og hafin kennsla í loðdýrarækt við bændaskólana. Félagið gang- ist fyrir því, að komið verði á námskeiði í loðdýrarækt, helzt þegar á komandi hausti. Sé þeim, er óska, gefinn kostur á að sækja námskeið þetta, svo c em við verður komið. Stjórn Loðdýraræktarfélags- ins var falið að leita hófanna um samninga við fiskimjöls- verksmiðju í Reykjavík eða annarsstaðar, um að hafa jafn- an á boðstólum við hóflegu verði gott fiskimjöl til refa- fóðurs og gætu refaeigendur fengið það sent til hafna, sem hentugast þætti óg þörf krefði. Einnig skyldi stjórnin leita fyrir sér um kaup á hvalkjöti, sem refaeigendur gætu fengið beint frá hvalveiðistöð eða fyr- ir meðalgöngu Sambands ísl. samvinnufélaga, og athuga hvort einhver verzlun vilji ekki taka að sér að hafa til sölu eða annast pantanir á áhöldum, efni og erlendum fóðurvörum, sem refaeigendur þarfnast, enda yrði verð á þessum vörum sanngjarnt. Loðdýraræktarfé- lagið taki að sér sölu á loð- skinnum fyrir þá félagsmenn, er þess óska og var stjóminni falið að athuga hvern kostnað myndi af því leiða að koma á fót hreinsunarstöð loðskinna og var henni heimilað að koma slíkri stöð upp, ef það þætti fjárhagslega tiltækilegt. Að síðustu fór fram stjórn- arkosning og var H. J. Hólm- járn endurkosinn formaður. Bíndíndísmannafundur verður haldinn á Þingvöllum 15. ágúst nk. að tilhlutun um- dæmisstúkunnar nr. 1 í Reykja- vík. Á fundinn eru boðaðir „allir góðtemplarar hvaðanæfa af landinu, svo og félagsmenn annara bindindisfélaga og þeirra félaga, sem eru þessum málum hlynnt, ennfremur allir þeir menn er styðja vilja bind- indisstarfsemi". IÍOSNINGA VÍSA ÚR DALASÝSLU. Nú fær öldin atlögu, engu fjöldinn ræður. Lancteins hölda í heildsölu hafa Kvöldúlfsbræður. KVEÐIÐ VIÐ GLUGGA MBL. Eignast hafa gallagrip, sem gagn ei vinna kunni, mennirnir, sem „móðurskip" mynduðu úr „doríunni". skæð, þá er þar fengin skýring á því að dánartalan af völdum þess- ai’ar veiki er svo miklu lægri í Suður-Afríku, þar sem loftslag er miklu hlýrra og þurrara, og féð ekki hýst. Ég vil svo að endingu taka það íram, að ég hefi verið hér of stutt til þess að komast að enaanlegum sönnunum; þær verða að fást við tiiraunir, byggðum á rannsóknum mínum og ályktunum, en þær til- raunir verða gerðar eftir burtför mína af prófessor Dungal. — Haldið þér þá ekki sjálfur éfram rannsóknum? — Ég athuga náttúrlega betur allar upplýsingar, sem ég hefi fengið, þegar ég kem heim, áður en ég sendi frá mér endanlega skýrslu og auðvitað mun ég standa í sambandi við prófessor Dungal. En eins og gefur að skilja hefir landbúnaðarráðherrann brezki neit að að leyfa að flytja lifandi sýkt- ar kindur til Bretlands, hversu vel sem um væri búið, en sýkta vefi tek ég með til ýtarlegri rann- sókna. — Hafið þér ákveðna skoðun á því hvernig veikin hafi hingað borizt? — Já. Ég hygg að langlíklegast sé að hún hafi borizt með Kara- kúlfénu frá þýzkalandi. það er ekki að undra þótt það kæmi ekki gi’einilega í ljós, því að það er cinmitt álit kunnugra bænda hér, að Karakúlféð sé mjög ónæmt á veikina (þoli hana furðu vel) og þess vegna er það heldur ekki víst, að þeir sem seldu hingað féð frá pýzkalandi hafi vitað um að veikin leyndist með því, þar sem loftslag þar er æði mikið mildara en hér. — Teljið þér von um að lækna megi veikina t. d. með bólusetn- ingu? — Til þess yrði fyrst að hafa upp á sóttkveikjunni, en það hefir ekki heppnast enn og ómögulegt að segja hve langt kann að verða þess að bíða. — Álítið þér þá að hægt sé að gera nokkrar verulegar ráðstafan- ir til þess að stemma stigu fyrir þessum vágesti? — Já, það vona ég. í fyrsta lagi legg ég til að rannsókn á smitun- arleiðum sé haldið áfram í svip- aða átt og nú hefir verið gert, og að hafnar verði tilraunir á sýk- ingarsvæðunum, eins yfirgrips- miklar og unnt er, eins og ég sagði áðan. í öðru lagi ætti að rannsaka sem bezt möguleika fyrir breyttu hýs- ingarfyrirkomulagi, miklu betri ■oftræstingu og svalari fjárhúsum, ef þá ekki mætti taka upp þann sið að halda opnum fjárhúsum all- an ársins hringinn, svo að féð geti leitað skjóls þangað undan veðri er þvi sýnist. í þi'iðja lagi að halda áfram ein- angrunarstarfseminni, sem svo skynsamlega hefir \ferið byrjað á mcð girðingunum og merkingun- um, og af svo miklum dugnaði; og þá í sambandi við það, að slátra tafarlaust öllu fé jafnharðan og það kemur í ljós að það hefir trkið sýkina. Með öllu þessu og þá líka því, að veikin útrýmir tiltölulega fljótt því fé sem næmast er fyrir henni, þar sem hún nær til, álít ég að mikið geti unnizt, og að ekki sé óhugs- andi að með þessu geti tekizt að iækka dánartöluna úr 80%, sem hún nær allvíða, eitthvað í ná- munda við 2—3%, eins og hún er i Suður-Afríku. Til þess er mikið vinnandi, jafnvel þótt ekki tækist í bráð að finna öruggt meðal gegn henni. — Og meira að segja er ekki óhugsandi að takast mætti þrátt fyrir það, að útrýma henni, a. m. k. er ekki annað sýnilegt en að hún sé horfin á Englandi. Nú í vor og sumar hefir verið unnið að stórkostlegum fram- kvæmdum til vamar gegn fjár- pestinni. Er búið að verja til þess 'rúml. Vz millj. kr. frá ríki og sýslufélögum. Ritstjóri: Gísli Guðmundsson. Prentsm. EDDA h.f. Síldveiðin í vikunni sem leið Bræðslusíldin var á laugard.kv., 24. þ. m. skv. heimild Fiskfélags- ins, 511.562 mál, en var 475.262 mál a sama tíma í fyrra. Bræðslu- síldin er því nú 36.300 málum meiri. Miðað við útgei’ðai’tíma og veiði- flota, hefði síld í bræðslu, til þess að vei’a sambærileg við veiði fyrra árs, þurft að vera 594 þús. mál, og vantar því raunvérulega 47 þús. mál til þess að veiðimagnið sé hlutfallslega eins mikið og um þetta leyti í fyrra. Fyrir bræðslusíldina i fyrra höfðu verksmiðjurnar greitt sam- tals 2 millj. 518 þús. krónur, en nú liafa þær greitt samtals 4 millj. 92 þús. krónur fyrir bræðslusíld. Mismunurinn er mikill. Skipin eru nú búin að fá einni milljón 574 þús. krónum meira fyrir bræðslu- sild en þá. Á iaugardagskvöld var búið að salta samtals 33.505 síldartunnur á móti 59.978 tunnum í fyrra. Síldarsöltun hófst eki fyr en 20. júlí að þessu sinni og hefir þvi nú ekki staðið nema í 5 daga. En á fyrra ári var byrjað að.salta 13. júlí Söltun hafði því staðið yfir Í3 dögum skemur síðastl. laugardag, en á sama tíma í fyrra. Rcikni maður með því að salt- síldarverðið sé 8 kr. á tunnu bæði árin, vantar 211.784 krónur á að saltsíldarveiðin sé jafnmikils virði og í fyrra á sama tíma. En heild- arverðmæti sildarailans scm greitt hcfir verið veíðiskipunum nú er 1 rnillj. 262 þús. króna meira en um þetta leyti á fyrra ári. í síðustu viku hafa veiðst i.063.040 síldai’mál í bræðslu og 33.505 tunnur síldar í salt. Verðmæti vikuveiðinnar reiknuð með 8 krónum á mál og tunnu, er því kr. 1.331.080. pessi skip eru hæst í hverjum i'lokki, og hafa veitt fyrir það sem hér segir: Togarinn Gulltoppur, Rvík 9025 mál kr. 72.200.00 Línuveiðaskipið Jökull, Hf. 7177 mál kr. 57.426,00 Mótorskipið Stella, Nf. 6663 mál og tn. kr. 53.304,00 Mótoi’bátarnir Eggert, Garði, Ingólfur, Sand- gerði (tveir um nót) 3859 mál og tn. kr. 30.872,00 Mótoi’bátarnir Jón Stef- ánsson, Bjarni, Búi, Dalvik (þrír um nót): 1291 mál og tn. kr. 10.328,00 þessar skýrslur eru miðaðar við laugardagskvöld kl. 12. Bræðslusíldin skiptist þannig á verksmiðjurnar: 24/7 ’37 25/7 ’36 Verksmiðjur: liektol. hektol. Sólbakka 26.691 Kveldúlfs, Hesteyri 39.615 55.056 Djúpavíkur, Djúpav. 81.916 93.892 CT y œ 50 co CD S. R. N., Sigluf. 262.681 263.385 Sig. Kristjánssonar 10.074 23.198 Steindórs Hjaltalín 27.998 39.274 Kveldúlfs Hjalteyri 88.032 Síldarolíuv. Dagv. 33.089 51.636 Ægis, Ki’ossanesi 95.148 129.000 S. R. R., Raufarh. 53.613 44.077 Síldarverksm., Sf. 31.885 Fóðurmjölsv.sm., Nf. . 16.633 13.376 Samt. 767.345 712.894 Saltsíldin skiptist þannig á sölt- unai’stöðvarnar: Samtals Söltunarstaðir: tn. Ingólfsfjörður 82 Djúpavík 1.987 Hólmavik 2.930 Skagaströnd 1.571 Sauðárkrókur 1.440 Siglufjörður 19.561 Ólafsfjörður 1.630 Dalvík 1.552 Hrísey 1.345 Akureyri 1.247 Húsavik 1G0 Samtals 24. júlí 1937 33.505 Samtals 25. júlí 1936 59.978

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.