Tíminn - 20.10.1937, Blaðsíða 1

Tíminn - 20.10.1937, Blaðsíða 1
^fgteifrela 09 tíintjeimta Jiafnaiatt. )6 ©iml 2353 — í>ó»tf>ólf 96) (öjaíbbagi blabsins er I |4oi &tgangnrinn fostat 7 ft. XXI. ár. Reykjavík, 20. október 1937 Fjárlagaræðan í fjái’lagiii'æðuiiiði, sem Eysteiun Jómsson fjár- málaráðlierra flutti á Alþingi föstudagiim 15. þ. m. og foirtist hcr í Iieilu lagi, ræddi Iiauu uui rýrnun tollteknanna, ríkisútgjöldin á síð- ustu 10. árum, ríkisskuldir, ríkisábyrgöir og gjaMeyrisinál. Vörutollierinia Iiefir lækkað uni 800 þiis. kr. og' verötollurlnn uni 1 inilljón síöan árið 1925. A£ hækkun ríkisiitgjaldanna síðasta áratug, er meginhlutinn vegna framkvæmda í þág’es atviimuvegaima og' almenuiugs í laudinu. RÆÐAN: Þessi framsöguræða fjárlag- anna hlýtur að verða með nokk- uð öðru móti en venja er til. Yf- irlit hefir nú þegar verið gefið á þingi því, er haldið var í vetur, um afkomu rikissjóðs á árinu 1936 og er í rauninni engu sér- stöku við það að bæta, en geta má þess þó hér, að bráðabirgða- uppgjörið, sem þá var lagt fram, hefir staðizt því nær alveg. — Gjöldin á rekstursreikningi hafa við endanlegt uppgjör hækkað um ca. 150 þús. en gjöldin um 227 þús. Tekjuafgangur á rekstr- arreikningi er endanlega rúml. 5 þús. kr., eða gjöld og tekjur standast á. Landsreikningurinn fyrir árið 1936 verður lagður fram síðar á þessu þingi. Reikningsafkoma áranna 1936 og 1937. Flesta þá, sem nú eiga sæti á Alþingi, mun reka minni til þess, að gert var ráð fyrir því í fjár- lagafrv. fyrir árið 1936 og 1937 (yfirstandandi ár) að rekstur ríkissjóðs yrði greiðsluhallalaus og tekjuafgangur þar af leiðandi allríflegur bæði árin til greiðslu á föstum, samningsbundnum af- borgunum. Einnig munu menn minnast þess, að fjárhagsaf- koman 1936 varð því miður ekki með þessum hætti. í stað þess að tekjuafgangur átti að verða um 680 þús. kr. og skuldir að lækka um ca. 1 millj. kr., varð tekjuaf- gangur ekki teljandi, þótt jöfn- uður næðist á rekstrarreikningi og skuldir stóðu því sem næst í stað. Að vísu hefir þetta almennt verið viðurkennd sæmileg út- koma eftir ástæðum, en því ber ekki að leyna sjálfa sig eða aðra, að hún var ekki eins góð og við var búizt fyrirfram samkvæmt tekjuvonum ríkissjóðs. Um af- komu yfirstandandi árs er of snemmt að fullyrða nokkuð, eins og sakir standa. Tekjur verða að vísu eitthvað hærri en í fyrra, en þó alls ekki í neitt svipuðu hlutfalli við það, sem viðskiptin hafa aukizt almennt og vöruinn- flutningur. Rikissjóður hefir jafnframt orðið fyrir þungum á- föllum á þessu ári, ekki sízt af völdum fjárpestarinnar, sem geysað hefir, og þykir mér því ekki líklegt að afkoma hans verði betri en síðastliðið ár. Áður en gengið er frá afgreiðslu fjár- laganna á þessu þingi, er ákaf- lega nauðsynlegt að gera sér grein fyrir því, í hverju það hefir legið, að fjárlögin fyrir 1936 ekki gáfu jafn góða raun og almennt var álitið fyrirfram, bæði af stjórnarandstæðingum og þeim sem stjórninni fylgdu. Stafaði það af því, að umframgreiðslur væru meiri, en búast hefði mátt við? Eða stafaði það af hinu, að tekjur ríkissjóðs reyndust minni en gera hefði mátt ráð fyrir? Tolltekjur ríkisins hafa brugðizt. Umframgreiðslur urðu að vísu nokkrar, en ég fullyrði, að þær urðu ekki meiri en svo, aö fyrir- fram hefðu allir búizt við því, að umframtekjur ríkissjóðs myndu vega upp á móti þeim. Aðalá- stæðan til þess, að útkoman árið 1936 varð lakari en gert var ráð fyrir, og að útkoman árið 1937 verður sennilega einnig lakari en búizt var við, er áreiðanlega sú, að tekjur ríkissjóðs hafa brugö- izt vonum manna, jafnvel þótt þær hafi farið lítilsháttar fram úr áætlun. Eg gerði í fjárlaga- ræðu minni síðastliðinn vetur nokkuð ítarlega grein fyrir þessu en ætla hér að bæta við nokkrum atriðum og sýna fram á til upp- lýsingar, þær breytingar, sem orðið hafa á vörutolli og verð- tolli undanfarin ár, en það eru ; þeir tveir almennra tolla, sem ! mestar tekjur hafa gefið rikis- sjóði. Eg ætla fyrst að taka vöru- tollinn: Árið 1925 nemur vörutollurinn kr. 2.176 þús. Árið 1930 nemur vörutollurinn 1.949 þús. Árið 1934 nemur vörutollurinn 1.702 þús. Árið 1936 nemur vörutollurinn 1.384 þús. Árið 1936 hefir hann því num- ið um 800 þús. kr. lægri fjárhæð heldur en árið 1925, og hefir far- ið stöðugt lækkandi hin siðustu ár, þangað til nú í ár, að hann hækkar eitthvað lítilsháttar frá í fyrra. Þessi lækkun vörutollsins á sér aðallega þrjár ástæður hin allra síðustu ár: 1) Minnkandi heildarinnflutning til landsins, og einkum minni innflutning vörutollflokkana (vefnaðarvara o. s. frv.). 2) Lækkun eða niður- felling vörutolls af hráefnum til iðnaðar (t. d. hampur, tunnu- efni o. fl. Lög frá 1935.). 3) Lækkaðan vörutoll á vélum (sbr. lög frá 1935). Enn meir áberandi er þó þessi lækkun eldri tollanna, ef litið er til verðtollsins: Árið 1925 nam verðtollurinn kr. 2.085 þús. Árið 1930: kr. 2.337 þús. Árið 1934: — 1.694 — Árið 1936: — 1.084 — Síðastliöið ár liefir því verð- tollurinn numiö aöeins réttum hqlmingi af því, sem hann var árið 1925, og 600 þús. kr. minna en hann nam síðasta árið fyrir seinustu stjórnarskipti, áriö 1934. Þó hefir verðtollurinn á þessu tímabili verið hækkaður á mörgum vörutegundum. Þessi gífurlega lækkun verðtollsins á sér svipaðar ástæður og lækkun vörutollsins: 1) Gífurlega lækk- un á innflutningi verðtolls- skyldra vara, sem ýmist er tekið að framleiða í landinu sjálfu eða orðið hefir að loka úti af mark- aðinum, vegna gjaldeyrisörðug- leika. 2) Lækkun eða burtfelling verötolls af hráefnum til iðnað- arins hin allra síðustu ár. 3) Af- nám verðtolls af vélum til iðn- fyrirtækja, er lögfest var árið 1935. Innflutningur verðtollsskyldra | vara hefir minnkað miklu meira en annar innflutningur. Eg hygg aö það hafi fáir gert sér grein fyrir því, hve hraðstíg breytingin á innflutningi verð- tollsvaranna . hefir verið og hversu alvarlegar afleiðingar hún hefir haft í för með sér fyi'ir ríkissjóðinn. Eg ætla að nefna hér nokkur dæmi um innflutning þessara vara, sem sýna mjög glögglega þá breytingu, sem orð- ið hefir. Eg hefi ekki yngri dæmi en frá árinu 1935. Nýrri sundur- liðaðar verzlunarskýrslur eru ekki til. Eg ætla aö bera saman árin 1925 og 1935: Ár 1925 Ár 1935 kr. kr. Vefnaðarvara 6.341.000 3.182.000 Fatnaður 3.880.000 1.739.000 Skófatnaður 1.472.000 858.000 Húsgögn 297.000 37.000 Hljóðfæri 386.000 25.000 Þetta eru aðeins nokkur dæmi, sem sýna hina gífurlegu breytingu á innflutningi toll- varnings, en enn .þá meiri hef- ir þessi breyting þó orðið árin 1936 og 1937. Hert hefir verið á innflutningshöftunum og iðnaðurinn þróast i landinu sjálfu. Er komið svo langt árið 1936, að af 41,6 millj. kr. inn- flutningi samkvæmt bráða- birgðaskýrslu fyrir það ár, nema verðtollsvörur aðeins 7,5 millj. kr., en vefnaðarvörur og skófatnaður einn saman nam árið 1925 yfir 10 millj. krónum. í raun og veru má orða þetta svo, að verötollurinn sé smátt og smátt að hverfa úr sögunrfi miðað við það sem áður var. Eitt dæmi, sem sýnir greinilega hvernig innlendi iðnaðurinn hefir áhrif á tolltekjur ríkis- sjóðs, er framleiðsla sú á skó- fatnaði, sem nú er rekin hér á landi. Það má gera ráð fyrir því, að skófatnaður verði fram- leiddur hér á næsta ári fyrir 6 —700 þús. kr. Aðflutnings- gjaldið af þessari vöru er sem næst 25%, og tolltap ríkissjóðs því um 150—170 þús. kr. við það að þessi framleiðsla flytzt inn í landiö. Það er þessi gífurlega breyting á innflutningi og við- skiptum landsmanna, sem or- sakar að menn hafa oi'ðið fyrir vonbrigðum um heildartekjur ríkissjóðs á síðustu árum. Þessi þróun hefir orðið örari en menn óraði fyrir, og það er fyrst og fremst þessi breyting, þetta hrap gömlu tollteknanna, sem gert hefir það nauðsynlegt að leggja á nýja skatta og nýja tolla, þó að hitt sé rétt, að nokkur hækkun heildar- greiðslna hefir einnig átt sér stað. Þegar tollvöruinnflutningur minnkar, verður að setja ný ákvæði til tekjuöflunar í stað- inn. Þegar þessi staðreynd, sem hér hefir verið bent á, er at- huguð, þá kemur það greini- þær skatta- og tollahækkanir, sem gerðar hafa verið til að vega upp á móti hinni gífur- legu lækkun á aðaltekjuliðun- um. Það er gersamlega óhugs- andi, að ríkissjóöur geti sinnt þeim kröfum, sem til hans eru gerðar frá atvinnuvegunum og öðrum aöilum nema þetta teknatap sé vegið upp, og aö tekjur ríkissjóðs fari fremur vaxandi en minnkandi með aukinni fólksfjölgun í landinu og auknum greiðslum til al- mennra þarfa. Það er stað- reynd, að ef tekjur rikissjóðs af tollum út af fyrir sig eiga að haldast, þá verður að gera eitt af tvennu í náinni framtíð eða | hvorttveggja, að færa gjöld yf- ir á þær vörutegundir, sem áð- ur hafa veriö innfluttar, en nú eru framleiddar í landinu sjálfu, eða að færa aðflutnings- gjöldin yfir á þær vörur, sem enn eru fluttar til lanasins og það enda þótt þær þyki nauð- synlegri en sumar beirra. sem útilokaðar eru, en áður gáfu tekjurnar að mestu. Útgjöld ríkisins fara hækkandi. Það er ekki óalgengt, að heyra hér á Alþingi og utan þings talað um hin sívaxandi útgjöld rikis- ins, einkum hin 3 síðustu ár, og er þá venjulega talað urn þessi gjöld eins og einhvern almenn- ingi fjandsamlegan hlut, og er helzt í skyn gefið, að mest séu þau bein og bitlingar. Nú er það að vísu ekki rétt, að heildar- greiðslur ríkissjóðs árin 1935 og 1936 hafi verið hærri en stundum áður, t. d. árin 1930 og 1934, þó þær væru hinsvegar hærri en árin 1932 og 1933. Og þótt heildar- greiðslur ársins 1937 og 1938 séu hærri samkvæmt fjárlögum en árin 1935 og 1936, þá getur sú hækkun ekki talizt mjög veruleg. Hitt er rétt, að á síðasta 10 ára tímabili, hafa heildarútgjöld ríkissjóðs vaxið mjög verulega. En hvaða útgjöld eru það, sem aðallega hafa hækkað? En þá er ekki ófróðlegt að gera sér grein fyrir, í hverju þessi hækkun liggur, og hver af- staða þingflokkanna yfirleitt hefir verið til hennar. Þá er það eigi síður fróðlegt að athuga, hvort það er fremur styrkur til atvinnuveganna og framkvæmd- ir, eða kostnaður við rekstur þjóðarbúsins sjálfs, sem hækk- uninni veldur. Eg hefi gert sam- anburö á þessu og er annarsveg- ar tekið árið 1926 og hinsvegar árið 1936. Eru þá samræmdir landsreikningarnir fyrir bæði ár- in, en formið var annað árið 1926. Þótt þessi samanburður sé ekki hárnákvæmur, þá er hann réttur það sem hann nær, og gef- ur mjög góða hugmynd urn í hverju hækkunin liggur. Heild- arútgjöld ríkissjóðs á rekstrar- reikningi árið 1936 voru 15.480 þús. kr., en heildargreiðslur skv. rekstrarreikningi 1926 kr. 9.758 þús., og hefir hann þá verið færður eftir sömu reglum og árið 1936. Heildarhækkun útgjald- anna á þessu 10 ára skeiði er því um 5.720 þús. lcr. — Þá ætla ég að geta um þær greinar fjárlag- anna, sem hafa hækkað, en síðar að skýra með örfáum orðum i hverju hækkunin liggur. 7. gr., vaxtaútgjöld, hefir hækkað um 487 þús. kr. 9. gr., al- þingiskostnaður, hefir hækkað um 25 þús. kr., 10. gr., lcostnaður við stjórnarráðið, hagstofu og utanríkismál, hefir hækkað um 154 þús. kr. 11. gr. A, dómsgæzla og lögreglustjórn, hefir hækkað um 620 þús. kr. 11. gr. B, sameig- inlegur kostnaður við embættis- rekstur, hefir hækkaö um 160 þús. kr. 13. gr. A, vegamál, hafa hækkað um 820 þús. kr. 13. gr. B, samgöngur á sjó, hefir hækkað um 238 þús. kr. 13. gr. C, vitamál, um 133 þús. kr. 14. gr. B, kennslumál, hefir hækkaö urn 472 þús. kr. 16. gr., verklegar framkvæmdir, hefir hækkað um 1.966 þús., 17. gr., til almennrar styrktarstarfsemi, um 788 þús. kr. og 18. gr., eftirlaun, um 132 legar í ljós en nokkru sinni fyrr, hversu fjarstætt það er, að liggja mönnum á hálsi fyrir þús. kr. Aftur á móti hafa út- gjöld á eftirtöldum liðum læklc- að: 12. gr., heilbrigðismál, hefir lækkað um 174 þús., 14. gr. A, kirkjumál, hefir lækkað um 16 45. blað I Ólöf Bjarnadóttír I á Egilsstöðum. 14. þ. m. lézt aö Egilsstööum á Völlum í Fljótsdalshéraöi, frú Ólöf Bjarnadóttir, nær 103 ára að aldri. Ólöf sál. var fædd í Hellisfirði í Suður-Múlasýslu 1. dag nóvem- bermánaðar 1834. Foreldrar hennar voru Bjarni Petursson og Guörún Erlendsdóttir, sem þá bjuggu í Hellisfirði, hin mestu sæmdarhjón, og af góðu fólki komin. Ólöf heitin giftist Pétri bónda Sveinssyni í Vestdal í Seyðisfirði, og bjuggu þau með hinni mestu rausn í Vestdal þangað til Pétur heitinn maður hennar andaðist áriö 1880. Síðar bjó hún ekkja á Þórar- insstaöaeyrum við Seyðisfjörð mörg ár, en síðari árin, allt til dauðadags, dvaldi hún hjá eldri dóttur sinni, frú Margréti, konu Jóns heitins Bergssonar, bónda og kaupfélagsstjóra á Egilsstöð- um á Völlum. Með manni sínum eignaðist hún son, Svein að nafni, er dó ungur, og tvær dætur, er upp komust, frú Margréti, er giftist merkisbóndanum Jóni Bergssyni á Egilsstöðum á Völlum og frú Önnu, sem dó á undan móður sinni, en hafði verið gift Ás- mundi prófasti Gíslasyni á Hálsi í Fnjóskadal (nú i Reykjavík). Báðar dæturnar voru efnileg- ar, vel upp aldar og vel menntar, enda hlutu þær góð gjaforð. Ólöf heitin var prýðilega gefin til líkama og sálar, og hélt sálar- og líkamskröftum ótrúlega vel, . allt til síðustu stundar. Hún var stálminnug og fróð, og hafði yndi af öllum nytsömum fróð- leik. Hún fylgdist vel með öllum viðburðum, er máli skiptu, og unni landi og þjóð af alhug. Hún var dugnaðar- og rausn- arkona í öllum hlutum, sköruleg í framgöngu og tali og var á- nægjulegt að ræða við hana fram á síðustu elliár. Góðgjörn var hún og vildi öllum gjöra gott, en engum hið gagnstæða. Hún átti því láni aö fagna, að njóta samvista ástfólginnar dóttur og efnilegra barnabarna, þangað til herra lífs og dauða kallaði hana úr þessum heimi til betri heims. Allir afkomendur hennar og venzlamenn syrgja hana liðna og blessa minningu hennar. Guð gefi þjóð vorri marga hennar líka. Jón Finnsson. þús. kr. og 15. gi\, til vísinda, bókmennta og lista, hefir lækkað um 61 þús. kr. Þá mun ég skýra nokkuö í hverju hækkanirnar liggja. 489 þús. kr. hækkun vaxtaút- gjalda, þar af 300 þúsund vegna íslandsbanka. Vaxtaútgjöld ríkissjóös hafa samkvæmt þessu yfirliti hækkaö um 489 þús. kr. 300 þús. kr. af þeirri upphæð er hægt að rekja til þeirrar skuldabyrðar, sem rík- issjóður tók á sig vegna íslands- banka, þannig, að hækkun vaxtaútgjaldanna á þessum ár- um, sem stafar af öllum fram- kvæmdum ríkissjóös, er kr. 187 Framh. á 2. síðu. Uian úr heimi Bandaríkin og Japan. [Grein þessi, sem er skrifuð af Livingstone Hartley, og birtist í hinu kunna ameríska blaði Christian Science Monitor sýnir ljóslega hversu Ameríku- menn láti sig skipta atburöi þá, sem nú eru að gerast í Austur-Asíu]. Vopnabrakið í austri er mjög alvarlegt. Taki Rússland til sinna ráða, sem mjög er hætt við, er friðnum i Evrópu mikil hætta búin. Þá mun og koma á daginn, að ekki er svo ýkja langt yfir Kyrrahafið milli Ameríku og Asíu. Þrátt fyrir það, að Bandarík- in hafa tekið drjúgan þátt í málum Austur-Asíu og oft haft þar á hendi forustuna, hafa at- burðirnir í Norður-Kína ennþá verið látnir afskiptalausir. Margir Ameríkanir hafa með nokkrum ugg fylgzt með hinni gífurlegu útþenslu Japana, og reynt að beita áhrifum sín- um í þá átt, að Bandaríkin stofni sér ekki í neinn voða, vegna afskipta af hinni „gulu hættu“. — Þessum mönnum finnst að þar sem brezkt fjár- magn í Kína er sex sinnum meira en fjármagn Banda- ríkjamanna þar, og þar sem lönd Breta í Asíu eru mörgum sinnum stærri en Filippseyj- arnar, geti Ameríkumenn látið London gæta hagsmuna þeirra í Asiu og Kyrrahafinu. Ef við athugum málið lítið eitt betur, munum við komast að raun um að hagsmunir Ameríkumanna í Asíu eru aðr- ir og meiri en fjármagn þeirra og verzlun, eða örlög Filipps- eyja. Þeir verða þar beinlínis að hugsa um sína eigin framtíð, því forlög þeirra hljóta að mót- ast nokkuð af því, sem fram fer hinumegin Kyrrahafsins. Austan Kyrrahafsins er 130,000,000 Bandaríkjamanna, 10,000,000 Kanadamanna, og um 43,000,000 rómverskra Ame- ríkana. Vestan megin eru svo 600,000,000 Asíubúa, sem þegar þjást af vöntun á landrými og hráefnum. Ef hægt verður að sameina þenna gula múg í eitt sterkt herveldi, gerist það eðli- lega heimaríkt á Kyrrahafinu og eyjum þess. Bandarikin og hinir veikbyggðu nágrannar þeirra munu þá komast að því fullkeyptu. Evrópumenn eiga stór lönd í Asíu, en hafa tiltölulega lítið vald. Brezka heimsveldið getur ekki eitt varið lönd sín í Kyrra- hafinu fyrir Japönum, ef að því væri um leið kreppt í Norð- ursjónum og Miðjarðarhafinu. Frakkland og Holland eru enn- þá ver stæð. Þau standa ger- samlega varnarlaus fyrir auknu herveldi Japana. Hags- munum hins hvíta kynstofns verður ekki framar borgið i hernaði, nema með sameigin- legum átökum hinna vestrænu ríkja, að meðtöldum Banda- ríkjunum. Hagsmunum hins hvíta kyn- stofns á þessum slóðum stafar nú aðal hættan af hinni stór- felldu tilraun Japana til að brjóta undir sig hinar mörgu gulu milljónir í Austur-Asíu. Við sjáum svart á hvítu, bæði á landabréfum og í sögubókum, hina gífurlegu útþenslu Jap- ana síðan um 1900. Framrás Japana í Kína heldur áfram, og þeir leitast við að stækka áhrifasvæði sitt í Austur-Asíu. Nái Japanar undir sig nægi- lega miklu af Kína, munu þeir auka og styrkja herveldi sitt að mun. Hráefnalindir Kína og mark- aðsmöguleikar þar mundu mjög auka vald þeirra og áhrif, bæði á landi og sjó. í dag er Japan of veikt til að þola fjár- hagslegar refsiaðgerðir Vestur- landaþjóðanna. En það getur svo farið, að á morgun verði herinn búinn að styrkja svo að- Framh. á 4. síðu.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.