Tíminn - 20.10.1937, Blaðsíða 3

Tíminn - 20.10.1937, Blaðsíða 3
TfMINN 179 Fískírækt í ám og vötnum Ólaiur Sigurdsson fiskiræktarráðunaufur segir frá Fréttir úr Strandasýslu Gunnar Þórðarson bóndi í Grænumýrartungu segir frá Tíminn hefr hitt Ólaf Sig- urðsson fiskiræktarrá'ðunaut á Hellulandi að máli og spurt hann um fiskirækt í ám og vötnum hér á landi. — Samkvæmt heimild í lögum frá sí'öasta Alþingi, reisti ríki'ð klakstöð í sumar vi'ð Laxá úr Mývatni og stendur hún hjá Brúum, skammt frá Grenjaðar- staö. Klakhúsið sjálft er 8 x 14 m. að stærð, steinsteypt, en hlaðið torfi að veggjunum til hlýinda. Klakvatnið er tekiö úr Laxá og leitt í gegnum þrjá hreinsibrunna og síöast látið síast gegnum hraunmöl. Ríkisstjórnin hefir í hyggju að taka ána leigunámi til 10 ára og er byrjað að meta veiöirétt býlanna í því skyni. Þegar hafa verið veiddir um 70 laxar til klaksins. í þessari nýju stöð á að vera hægt að klekja út um 3 milljón- um laxaseiða á ári, og verður hún því hin langstærsta, hér á landi. Við Elliðaárnar er hægt að klekja út um einni milljón. Aðra klakstöð mun ríkiö láta reisa hér sunnanlands, ef þörf þykir á. — Hefir eftirspurn eftir laxa- seiðum verið mikil? — Já, mjög mikil og miklu meiri heldur en hægt hefir ver- ið að fulinægja, sérstaklega hafa Norðlendingar sótzt eftir laxaseiðum. Má af því marka, hve aðkallandi þörfin er fyrir nýjar klakstöðvar. — Hve mörg fiskiræktarfélög eru starfandi hér? — Þau munu alls vera um 20 og trúlegt að þeim fjölgi á næstu árum, enda er mönnum að verða æ ljósara, hvílík nyt- semd og hlunnindi lax- og sil- ungsveiði getur verið, ef rétt er aö farið. — Hefir gó'ður árangur náðzt, þar sem klak hefir verið starf- rækt? — ‘Fyrsti árangurinn er víöa sá, að tekizt hefir að leigja Eng- lendingum veiðiárnar, t. d. Vatnsdalsá og Víðidalsá, gegn góðri borgun, en þar sem þeir veiða yfirleitt lítið, ætti laxa- gengd að aukast í þessum ám, þrátt fyrir það, þótt þær séu leigðar. Við Mývatn hefir klakstöð veriö starfrækt í Garði um all- mörg ár og viröist hafa gefiö góðan arð. — Hafa noklcur ný fiskirækt- arfélög tekið til starfa í ár? — í Reykholtsdal hafa bænd- ur, sem veiðirétt eiga í Reykja- dalsá, bundizt samtökum og stofnað með sér fiskiræktar- og veiðifélag. Nærfellt enginn lax hefir gengið í þá á undanfarið | og er hún eina borgfirzka berg- I vatnsáin, sem hefir verið að > telja má fiskilaus. Hinsvegar hefir verið dregið fyrir lax við ós Reykjadalsár, þar sem hún fellur í Hvítá. Nú var þeirri á- dráttarveiði hætt og áin alfrið- uð í sumar og hefir svo brugðið við, að talsvert hefir sézt í henni af laxi. — Taka fleiri nýjar klak- stöðvar til starfa í haust, heldur en stöðin við Laxá? — Já, í fyrrasumar lét fiski- ræktarfélag Borgfirðinga reisa klakhús við Nor'ðurá hjá Hvassa felli og hefur þaö starfsemi sína nú í haust. Ætti það að tryggja framtíð hinna fiskisælu vatns- falla í Borgarfirði. Loks get ég sagt þér þær fréttir, að Fnj óskdælingar hafa leigt enskum mönnum Fnjóská til laxveiða í 20 ár, gegn því, að þeir, auk leigu, verji allmiklu fé til fiskiræktar og geri Laufás- fossa laxgenga, og var unnið að því þegar í sumar undir umsjá brezks sérfræðings. — Hvernig lízt þér á framtíð laxaklaksins? — Laxveiðarnar ættu að geta oröið drjúg auðsuppspretta. Hér á landi eru um tuttugu vatns- föll, sem bera nafnið Laxá. Fyrr á tímum hafa þau verið krök af laxi, þótt sum þeirra séu nú fiskisnau'ð með öllu. Verkefnin, sem bíða, eru aö fylla þær allar og margar aðrar laxi að nýju, til hagsbóta fyrir komandi tíma. Og hvernig getur manni annað en litizt vel á slíkt starf? Fréttír úr A.-Húnavatnssýslu Hannes Pálsson bóndí á Undirfelli segir Srá Tíminn hefir nýlega átt tal við Hannes Pálsson bónda á Undirfelli og spurt hann frétta úr Húnaþingi. — Menn tala nú mest um mæðiveik- ina og afleiðingar hennar, segir Hann- es. í Austur-Húnavatnssýslu hefir hún gert vart við sig á a. m. k. 35 býlum og ■! eru 2 þeirra austan Blöndu. Einn bóndi hefir þegar misst helminginn af fé sínu og í haust mun hann veröa a'ð slátra mörgu af því sem enn er lifandi. Má telja víst, að ekki geti hann sett á vet- ur nema ca. 25% af því fé, er hann setti á sl. vetur. Sama hlutskipti virðist bíða allmargra eða jafnvel flestra heimila þar sem sýkin grípur um sig, ef dæma á eftir útkomunni í Vestur-Húnavatns- sýslu, en þar hefir mæðiveikin geisað einu ári lengur og munu nú allmargir bændur þar ekki geta hugsað sér að setja á meira en ca. 20—30% af sauð- fjárstofninum. Plestallt fé, sem sjúkdómseinkenni sáust á í vor um rúningu, var dautt um réttir. Af fjalli kom allmargt fé sýkt t. d. rúmlega 100 fjár af Víðidalstungu- heiði um 40 af Grímstunguheiði og eitthvað um 20 af Auðkúluheiði. Þó mun enn fleira fé hafa verið rek- ið úr réttum sýkt, án þess eigendur tækju eftir því. Almennt munu menn ekki taka eftir sjúkdómnum fyr en hann er kominn á allhátt stig. í ailri Austur-Húnavatnssýslu vestan Blöndu mun varla veröa sett á vetur nokkurt lamb, og þar sem sýkin gerir vart við sig í haust munu menn hafa hugsað sér að slátra öllum geldum ám og veturgömlu fé. Verð á kjöti af veturgömlu fé er þó óheppilega lágt eða svipað og á ærkjöti. Engan hefi ég heyrt tala um að hann muni slátra öllu sínu fé. Menn horfa með alhniklum kvíða til framtíðarinnar og þykir súrt í broti, að einmitt nú þegar afkomumöguleikar okkar bænda voru að verða sæmilegir, eftir þeim kröfum, er bændur yfirleitt gera til lífsafkomu, þá skyldi einmitt þessi pest koma til að draga kjark úr mönnum. Það er fyrirsjáanlegt að nú þegar þarf að fara aö undirbúa viðreisnar- starf á þeim svæðum er mæðiveikin hefir herjað á og er að herja. Mun ég ef til vill síðar biðja þig fyrir greinarkorn þar sem stiklaö verði á nokkrum þeim atriðum, er við Húnvetningar margir hverjir get- um helzt eygt til bjargar. — Hvað um veöurfarið í sumar? — Tíðarfar í héraðinu má telja frekar slæmt þetta sumar. Gróður kom reyndar snemma, en sökum mik- illa vorkulda varð spretta mjög treg og heyskap má telja víðasthvar allt að þriðjungi minni en í meðalári. í minni sveit, Vatnsdal, telja margir miðaldra bændur sig aldrei hafa séð jafn lítið hey á haustnóttum og nú. Fóðurbætir mun þó ekki verða keyptur í mjög stórum stíl sökum þess, að flestir verða að fækka af völdum sauðfjárveikinnar. Þó mun þar e. t. v. vera nokkru öðru máli að gegna austan Blöndu, því þar eru menn að mestu laustir við pestina, eins og við orðum það. Verzlunin er góð bæði s. 1. ár og það sem maður veit um af yfirstand- andi ár. Hún hnígur nú meir og meir til samvinnufélaganna. Slátur- félag Austur-Húnvetninga hefir nú meginið af kjötverzluninni. Hæsta verð á dilkakjöti hjá Sláturfélaginu s. 1. haust kr. 0,92 pr. kg. Meöalverð alls dilkakjöts mun alltaf hafa náð 85—86 aurum pr. kg. Fiskafli hefir verið nokkur frá Blönduósi s. 1. daga, en eigi hefir ver- ið' hægt að stunda róðra neitt að ráði, sökum þess að um þennan tíma árs eru menn bundnir viö sauðfjárslátr- un. Opinberar framkvæmdir hafa verið litlar í héraðinu, nema það sem unnið hefir verið a'ð hafnargerðinni á Skagaströnd og er vonandi að' því verki miði sem fyrst áfram, því eitt< hið nauðsynlegasta til þess, að hin ágætu landbúnaðarskilyrði njóti sín er aö á Skagaströnd rísi upp útgerð- ar- og hafnarbær. Líka gæti iðnaöur komið til greina með hina frægu Blönduóss-rafstöð sem aflgjafa. Lestraríélög. Bókavínír, Hefi til sölu Héraðssögu Borgarfjarðar, kaupið hana áður en upplagið þrýtúr. Jakob B. Bfarnason Síðu, A.-Húnv. pr. Bl. Tíminn hefir hitt Gunnar Þórð- arson bónda í Grænumýrartungu aö máli, og spurt frétta úr Stranda- sýslu sunnanverðri. — Hvernig rættist úr með heyskap- inn í sumar? — Túnin voru mikiö kalin og illa sprottin og hefir því taðan orðið mikl- um mun minni en í meðalári. Þar sem við þetta bættist slæm tíð og votviðra- söm, er heyfengurinn einnig mjög lé- legur. Vetrarfóörun búpeningsins' verð- ur því örðug og óumflýjanlegt-fyrir bændurna að kaupa mikið af síldar- mjöli eða öðrum fóðurbæti, þrátt fyrir það, þótt slíkt sé þungur baggi. — Hvað er að frétta af mæðiveik- inni? — Hún hefir eklci enn gert mikinn usla, en hvílir eins og dimmur skuggi yfir framtíðarvonunum. Þrátt fyrir varnargirðingarnar, sem komiö hefir verið upp í sýslunni, er sýnilegt, að veikin er þegar allmikið útbreidd þar. — Hefir fé reynzt vel til frálags? — Dilkar voru í vænna lagi. Meðal- þungi kroppanna frá 16—17 kg. — Hafa veriö miklar verklegar fram- kvæmdir í sýslunni í sumar? — Vegavinna hefir verið allmikil í héraðinu í sumar til hagsbóta fyrir ýmsa. — Er áhugi fyrir loðdýrarækt þar nyrðra? — Eg held, að áhugi fyrir henni sé almennur, en fjárhagsörðugleikar hamla framkvæmdum. Væri vert að at- huga, hvort ekki mætti halda verði á lífdýrum eitthvað niðri með opinberum ráSstöfunum. — Hvað er að frétta írá Reykjaskóla? — Guðmundur Gíslason kennari frá I.augarvatni hefir verið ráðinn skóla- stjóri þar í stað Jóns Sigurössonar frá Yztafelli, sem látiö hefir af störfum. Eg vil geta þess, að undir stjórn Jóns óx stöðugt gengi skólans og eru störf hans þar glöggt vitni um manndóm og giftu hinna sjálfmenntuöu bænda landsins. Allir unnendur Reykjaskólans munu óska honum góðs gengis, er hann hverfur að nýju heim til ættaróðals síns í Köldukinn, eftir þetta farsæla starf. Neíndakosmngar á Alþíngí Fastanefndir á Alþingi eru nú svo skipaðar: Nefndakosningar í sameinuðu þingi. Fjárveitinganefnd: Bjarni Bjarna- son, Helgi Jónasson, Skúli Guð- mundsson, Þorbergur Þorleifsson, Héðinn Valdimarsson, Jakob Möller, Jón Pálmason, Pétur Ottesen, Þor- steinn Þorsteinsson. Utanríkismálanefnd: Bergur Jóns- son, Bjarni Ásgeirsson, Jónas Jóns- son, Héðinn Valdimarsson, Garðar Þorsteinsson, Jóhann Jósefsson, Ól- afur Thors. — Varamenn: Gísli Guð- mundsson, Páll Zophoníasson, Pálmi Hannesson, Ásgeir Ásgeirsson, Magn- ús Guðmundsson, Magnús Jónsson, Thor Thors. Nefndakosningar í efri deild: Fjárhagsnefnd: Bernharð Stefáns- son, Jón Baldvinsson, Magnús Jóns- son. Samgöngumálanefnd: Páll Her- mannsson, Páll Zophiniasson, Magnús Guðmundsson. Landbúnaðarnefnd: Páll Zophonias- sno, Jón Baldvinsson, Þorsteinn Þor- steinsson. Sjávarútvegsnefnd: Ingvar Pálma- son, Sigurjón A. Ólafsson, Jóhann Jósefsson. Iðnaðarnefnd: Jónas Jónsson, Jón Baldvinsson, Bjarni Snæbjörnsson. Menntamálanefndin: Jónas Jóns- son, Sigurjón A. Ólafsson, Magnús Guðmundsson. í frásögn £ síðasta blaði, þegar talin voru upp nöfn efrídeildarþing- manna hafði fallið niður nafn Magnúsar Guðmundssonar. Nefndakosningar í neðri deild: Fjárhagsnefnd: Skúli Guðmunds- son, Sveinbjörn Högnason, Ásgeir Ás- geirsson, Stefán Stefánsson, Ólafur Thors. Samgöngumálanefnd: Sveinbjörn Högnason, Þorbergur Þorleifsson, Finnur Jónsson, Gísli Sveinsson, Ei- ríkur Einarsson. Landbúnaðarnefnd: Bjarni Ás- geirsson, Steingrímur Steinþórsson, Emil Jónsson, Jón Pálmason, Pétur Ottesen. Sjávarútvegsnefnd: Bergur Jóns- son, Gísli Guðmundsson, Finnur Jónsson, Sigurður Hlíðar, Sigurður Kristjánsson. Iðnaðarnefnd: Bjarni Ásgeirsson, Pálmi Hannesson, Emil Jónsson, Sigurður Hlíðar, Sigurður Kristjáns- son. Menntamálanefnd: Bjarni Bjarna- son, Pálmi Hannesson, Ásgeir Ás- geirsson, Pétur Halldórsson, Þor- steinn Briem. Allsherjarnefnd: Bergur Jónsson, Gísli Guðmundsson, Vilmundur Jóns- son, Garöar Þorsteinsson, Thor Thors. Eins og sjá má á framangreindu hefir íhaldið kosið bændaflokks- mennina í neíndir, Stefán í fjár- hagsnefnd og Briem í menntamála- nefnd. Alll með Islenskum skiptnn! *b| Rcíaeígenduir! Höfum fyrirligjfjandi hálsstengur á refi Austurstræti 7 — Sími 4637 A víðavangi Viðskiptin við útlönd. Samkvæmt útreikningi hag- stofunnar hefir verðmæti inn- flutningsins í septembermánuði numið 5.517 þús. kr. og verð- mæti útflutningsins 7.932 þús. kr. Fyrstu níu mánuöi ársins hef- ir innflutningurinn numiö sam- tals 40.180 þús. kr. og útflutn- ingurinn 39.930 þús. kr. Verzl- unarjöfnuðurinn hefir því verið óhagstæður um mánaðamótin, sem svarar 250 þús. kr. í septembermánuði hefir út- flutningur síldarafurða numið um 5 millj. kr. Fyrstu níu mánuði ársins í fyrra nam innflutningurinn 31.033 þús. kr. og útflutningur- inn 33.198 þús. kr. Útflutningurinn er því rúml. 6.5 millj. kr. meiri en í fyrra. Hefir þó talsvert minna selzt af saltfiski og ísfiski, en síldaraf- uröirnar bæta það upp og miklu meira en það. Ull hefir líka selzt fyrir 1.2 millj. kr. meira en í fyrra, þó útflutningurinn hafi ekki aukizt verulega. Verðhækkun á útlendu vör- unum og auknum innflutningi á útgerðarvörum, hefir samt aukið innflutninginn enn meira en þó má búast við því, aö hall- inn jafnist og vel þaö á þeim mánuöum, sem eftir eru til ára- móta. „Neikvæða stefnan." Hver er stefna stjórnarand- ‘stæðinga í fjármálum? Þessi' spurning hlýtur að knýja enn fastar á eftir fjárlagaumræð- urnar í vikunni sem leið. Þa'ð virtist að vísu koma fram, að Magnús Jónsson og Þ. Br. álitu, aö ekki bæri að auka tekju- öflun ríkisins frá því, sem hún er nú, en af því myndi leiöa stór- felldan niöurskurð á framlögum ríkisins til atvinnustarfsemi og menningarmála. Hva'ð er þa'ð þá, sem stjórnar- andstæðingar vilja láta skera niður? Eru það framlög til nýbýla- sjóðs, kartöfluverðlauna, mjólk- urbúa, byggingar- og landnáms- sjóðs, verkamannabústaða, bú- fjárræktar, iðnlánasjóðs eða önnur framlög til atvinnuveg- anna? Á að draga úr tollgæzl- unni eða iandhelgisvörnunum? Á að loka einhverjum skólum og draga úr öðrum greiðslum til menningarmála? Eða á ríkið að hætta að verja fé til tryggingar- mála og sjúkraframfæris? Á þetta minntust stjórnarand- stæðingar ekki einu orði. Þvert á móti skömmuðu þeir stjórnina fyrir að hafa lækkað ýmsa út- gjaldaliði. Samskonar ósamræmi kom fram í ádeilum þeirra í sam- bandi við utanríkisverzlunina. Þar skömmuðu þeir stjórnina fyrir tvennt. í fyrsta lagi fyrir aö hafa ekki haft verzlunarjöfn- uðinn hagstæðari á síðastl. ári, í ö'ðru lagi fyrir aö hafa ekki flutt inn meira af nauðsynja- vörum, vegna verðhækkunarinn- ar, sem enginn sá þó fyrir fyr en seint á árinu. En hvernig átti að láta þetta, hagstæðari verzlunarjöfnuð og aukinn innflutning, haldast í hendur. Um það þög'ðu stjórnar- andstæðingar vandlega. Þannig var öll þeirra rök- færsla. Stöðugar mótsagnir og engin ákveðin stefna, þegar til þess kom aö skýra frá því, hvað þeir myndu sjálfir gera í sporum ríkisst j órnarinnar. íhaldið hefir oft sýnt áður, hversu úrræðalaust og neikvætt þa'ð er i fjármálum, en þó sjald- an greinilegar en í fjárlagaum- ræðunum nú. Þegar Sjálfstæðisflokkurinn „framkvæmir sosia!smann“! í fjárlagaumræöunum á Al- þingi síðastliðinn föstudag tal- aði Magnús Jónsson um þa'ð með mikilli vandlætingu, aö útgjöld ríkisins færu hækkandi ár frá ári. Taldi hann slíka fjármála- stefnu óalandi og óferjandi og bætti því við, sem ýmsum þótti nýstárleg kenning, áð þvílík hækkun á ríkisútgjöldunum frá ári til árs væri í raun og veru ekkert annaö en framkvæmd „socialismans" Fjármálaráðherra dró þa'ð þá í efa, aö þessi orð fulltrúa Sjálf- stæöisflokksins í umræðunum væru af fullum heilindum mælt, og benti á að tillögur Sjálfstæð- ismanna á undanförnum þing- um hefðu ekki bent í þá átt, að þeim væri áhugamál að stemma stigu fyrir hækkun ríkisútgjald- anna. En nú er sjón sögu ríkari. Af hálfu Sjálfstæðisflokksins er, þegar þetta er ritað, búið að flytja tvö frv. á Alþingi. Fara þessi frv. fram á lækkun ríkis- útgjaldanna? Eða miða þau aö því að hækka ríkisútgjöldin og þar með framkvæma „social- ismann“ eins og Magnús Jónsson sagði? Um það verður ekki deilt. Bæði þessi fyrstu frumvörp Sjálfstæðismanna á Alþingi fara fram á hækkun ríkisút- gjaldanna. Annað er um það, að ríkiö greiði y4 stofnkostnaðar til ’að koma upp niðúrsuðuverk- smiðjum fyrir sjávarafurðir. Hitt er um að auka framlög til bygginga. Bæði þessi frum- vörp miða þvi að framkvæmd soialismans samkvæmt kenn- ingu Magnúsar Jónssonar! Um það geta allir verið sam- mála að það sé þarft og gott mál að koma á fiskniðursuðu o. s. frv. En það er slæm aðstaða fyrir stjórnmálaflokk að býsn- ast út af því að ríkisútgjöldin hækki vegna nytsamra fram- kvæmda — og bera svo sjálfur fram í sömu andránni tillögur um verulegar hækkanir á fram- lögum af opinberu fé. En þetta gerir Sjálfstæðis- flokkurinn. Og hann hefir gert það oftar en á þessu þingi. Á hverju ein- asta þingi úthúðar hann ríkis- stjórninni fyrir „eyðslu“, en ber svo sjálfur fram tillögur um að auka „eyðsluna"! Þess vegna er fjármálastefna Sjálfstæðisflokksins orðin að viðundri í augum þjóðarinnar. Morgunblaðið talar við verkamenn í Reykjavík. Það má með sanni segja, að skrif íhaldsblaðanna í Reykja- vík séu með nokkuð einkenni- legum blæ um þessar mundir. Og flestir munu geta þess til, að þetta standi eitthvað í sambandi ■ við samkomulagsumleitanir þær, er nú fara fram milli Framsókn- arflokksins og Alþý'ðuflokksins. Það er alveg bersýnilegt, að forráðamönnum Mbl. og Vísis er mjög illa við, að þessir samning- ar takist. Þeir myndu vafalaust vilja talsvert á sig leggja, til að svo yröi ekki. Jafnframt virðast þeir hafa grun um það, að innan Alþýðuflokksins séu einhverjir þeir menn til, sem gjarnan vilji samkomulagið feigt. Á þessa menn líta íhaldsblöðin sem sína li'ðsmenn að þessu leyti. Og þess- um mönnum eru þau aö gefa vopn í hendur með ýmsum skrif- urn sínum síðustu daga. Nýlega skrifar t. d. Morgun- blaðið á þessa leið: „Fravisóknarflokkurinn virð- ist ekki þurfa að kvíða neinni þrjózku frá þeim samstarfsflokki sem rennir niður í einni munn- fylli allri starfsskránni, öllum á- greiningsatriðunum, allri sinni þólitísku fortíð.“ Þessar hugleiðingar og aðrar slíkar, eru ætlaðar verkafólki og ö'ðrum fylgismönnum Alþýðu- flokksins hér í Reykjavík. Þær eiga að fylla þá „réttlátri reiði“ gegn þeim fulltrúum Alþýðu- flokksins, sem geti hugsaö' sér að ganga a'ö svo auðmýkjandi kost- um. Og síðar, þegar and- stæðingar samkomulagsins, inn- an Alþýðuflokksins, endurtaka ummæli Mbl., á fundum flokks- stjórnarinnar, jafnaðarmanna- félagsins og verkamannafélag- anna, er ætlast til að þau falli 1 nýjan og betri jarðveg! Nýtt andlit. En hvað myndi ísafold segja um þessi sömu mál, þegar hún leggur leið sína út á landið til bændanna og annarra fylgis- manna Framsóknarflokksins? Hún segir áreiðanlega alveg það sama — bara með einni breyt- ingu, þeirri, að Alþýðuflokkurinn mun þar settur í stað Framsókn- arflokksins og Framsóknarflokk- urinn í stað Alþýðuflokksins. Við Framsóknarflokksmenn í sveit- unum mun því, ef að vanda lætur, verða talað eitthvað á þessa leiö: „Alþýðuflokkurinn virðist ekki þurfa að kvíða neinni þrjósku frá þeim samstarfsflokki, sem rennir niður í einni munnfylli allri starfsskránni, öllum ágrein- ingsatriðunum, allri sinni póli- tísku fortíð.“ Það er þetta ísafoldarandlit, sem Framsóknarmenn úti um landiö kannast við frá undan- förnum árum. Og ef þeir sæu Morgunblaðsandlitið hérna i Reykjavík, myndi þeim áreiðan- lega sýnast það nýtt andlit! En reynslan mun sýna þaö, hvort lánuð Morgunblaðsslagorð fá einhverju áorkað um það, að torvelda samkomulag Fram- sóknar- og Alþýðuflokksins, og hvort sá barnalegi metnaður, sem þau eiga að kynda undir, verður settur ofar málum þjóð- arinnar. „Herpinóta“-atkvæði! Alþýðubl. er að reyna að vekja nýjan styr um síldarverk- smiðjurnar. Virðist tilgangur þess einkum sá, að vekja tor- tryggni gegn Þormóði Eyjólfs- syni af því Garðar Þorsteinsson hefir fallizt á tillögur hans um framtiðarstjórn verksmiðjanna. í því sambandi vill Tíminn velcja athygli Alþýðublaðsins á tveim mikilsverðum atriðum: í fyrsta lagi ætti blaðið ekki að minnast á neina íhaldssamvinnu í sambandi við síldarverksmiðj- urnar. Svo langminnugt ætti það að vera samvinnu þeirra Jóns Sigurðssonar og Sveins Bene- diktssonar, á siðasta kjörtíma- bili. Það er áreiðanlega ekki til neinna bóta fyrir Alþýðuflokk- inn, ef sú leiðindasaga yrði rifjuð upp að nýju. í öðru lagi ætti blaðið ekki að minnast frekar á tillögur Jóns Sigurðssonar því í þeim kemur fram sú stefna, sem Alþýðu- flokkurinn hefir alla tíð verið andvígur og verður að berjast á móti, ef hann ætlar ekki að bregðast umbjóðendum sinum, hinum efnaminni stéttum. í tillögum Jóns er lagt til að síldarútvegsmenn kjósi einn mann í stjórnina og hafi þeir „eitt atkvæði fyrir hverja herpi- nót“! Slík tillaga gæti vel komið frá íhaldsmanni. íhaldinu væri það yfirleitt til hagsbóta, ef þeirri reglu væri fylgt að miða atkvæð- isréttinn við eignir eða tekjur. En slíkt er andstætt hagsmunum og réttindum hinna efnaminna og fjölmennari stétta. Slík stefna samrýmist illa lýðræð- inu, sem leitast við að tryggja þeim fátæku jafnmikil réttindi og þeim ríku. Jörð Biijörð, ásamt búitofni fæst í skiptum fyrir ný- legt lbúðarhús & eignarlóð í Reykjavík. Upplýsingar gefur: Árni Jónsson, trésmiður Hörpugötu 10 Reykjavík Jörðín Eírí-Gröf Villingahælishreppi fæst til kaups og ábúðar í fardögum 1938. Semja ber við eigandann Eyvöru Magnúsdóttur, Njálsgötu 33 A, Reykjavfk.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.