Tíminn - 20.10.1937, Side 4
180
TÍMINN
Húðir og skinn.
Ef bsendur nota ekki til eigin þarfa allar húðÍP og
skinn, sem falla til á heimilum þeirra ættu þeir að
biðja kaupfélag sitt að koma þessum vörum í verð. —
Samband fsl. samvinnufélaga selur nauígpipahúðip,
hrosshúðip, kálfskinn, Iambskinn og selskinn til út-
landa og kaupip þessap vöpup Ml súlunap. — Naul-
gpipahúðip, hposshúðip og kálfskinn er best að aalta,
en gera verður það strax að lokinni slátrun. Fiáningu
verður að vanda sem bezt og þvo óhreinindi og blóð
af skinnunum, bæði úr holdrosa og hári, áður en salt-
að er. Gióð og hreinleg meðferð, á þessum vörum sem
öðrum, borgar sig.
Bezta
Munntóbakið
er frá
Brödrene Braun
KAUPMANNAHÖFN
Biðjíð kaupmann yðar um
B. B. munntóbakið
Fœst allsstaðar.
Utan úr heími
Framh. af 1. síðu.
stöðu þess, að ekkert geti
hnekkt henni nema sameinað-
ur her hinna vestrænu stór-
velda.
Séu Japanar einu sinni bún-
ir að ná verulegri fótfestu á
meginlandi Asíu, verður fram-
rás þeirra ekki stöðvuð með
öðru en ófriði. Sovét-Rússland
gæti ekki haldið Síberíu fyrir
Japan, ef það yrði mun sterk-
ara en nú, og þá yrði fáni Jap-
ana, (hin upprennandi sól),
hafinn að hún aðeins 40 mílur
frá Alaska.
Það væri hugsanlegt að sá
hluti Kína, sem ennþá héldi
frelsi sínu, gæti hnekkt fram-
rás Japana á þann bóginn. En
ef það tækist ekki, mundi Jap-
anar fá þar þann styrk og liðs-
auka, sem ekki ætti sinn líka
1 gjörvallri mannkynssögunni.
Japanar mundu þá ráða yfir
óhemju stóru landi og 400
millj. manna. Engin þjóð hefir
ennþá haft slíka möguleika til
að byggja upp stórveldi.
Stóra-Bretland, Frakkland
og Holland geta sleppt ítökum
sínum í Kyrrahafinu og átt
samt stórar og góðar nýlendur
nær heimalandinu. Þessu er
öðruvísi varið með Bandaríkin.
Þau eru bundin við Kyrrahafið,
og geta ekki með nokkru móti
dregið sig í hlé. Þau verða að
horfast 1 augu við veruleikann
í Austur-Asíu.
Þegar við tökum þetta við-
fangsefni til athugunar eins og
það liggur fyrir, munum við
komast að raun um þrennt. í
fyrsta lagi: Hin auknu ítök
Japana í Kína, varða Banda-
ríkin meira en nokkurt annað
vestrænt stórveldi. í öðru lagi:
Vegna hagsmuna sinna, og
vegna þess að þau eru eina
stórveldið, sem getur teflt fram
jafnmiklum her og Japanar í
Kyrrahafinu, getur svo farið,
að Bandaríkin verði að taka 1
sínar hendur forustuna í fram-
tíðarlausn þessa máls. í þriðja
og síðasta lagi þetta: Framrás
Japana í Kína er ennþá hægt
að hnekkja með sameinuðum
stjórnmála- og fjármálaátök-
um stórveldanna, vegna þess
hve þeir eru fjárhagslega veik-
ir, og að Bandaríkin, brezka
heimsveldið, Frakkland, Hol-
land og Rússland kaupa helm-
ing framleiðslu þeirra eins
og nú standa sakir.
En ef Japönum tekst að
brjóta nægilega mikið undir
sig af Kína, þá verða Banda-
ríkjamenn í framtíðinni að
keppa um yfirráðin yfir Kyrra-
hafinu við sér sterkara her-
veldi, og þau verða að taka
þeim afleiðingum slikrar bar-
áttu, sem sagan kann að leiða
í ljós.
Sljórn síldarverk-
smíðja ríkísíns
Atvinnumálaráðherra fól á
síðastl. sumri þremur mönnum,
Þormóöi Eyjólfssyni, Garðari
Þorsteinssyni og Jóni Sigurðs-
syni, að gera tillögur um fram-
tíðarstjórn síldarverksmiðja rík-
isins.
Nefndin hefir nú skilað tillög-
um sínum. Ekki hefir hún orðið
sammála og hefir Jón Sigurðs-
son skilað sérstökum tillögum,
þar sem m. a. er gert ráð fyrir
að stjórn síldarverksmiðjanna
geti oltið á einskonar „herpi-
nótaatkvæðum", sem nánara er
rætt um á öðrum stað í blaðinu.
Hinsvegar leggja þeir Þor-
móður og Garðar fram sam-
eiginlegar tillögur og er þar
tekið tillit til samþykkta
flokksþings Framsóknarmanna
á síðastl. vetri.
í tillögunum er m. a. gert ráð
fyrir þeirri breytingu, að fjár-
málaráðherra hafi yfirstjórn
síldarverksmiðjanna. Fyrir
þessu var raunar ekki ráð gert
1 samþykktum flokksþingsins,
en Þormóður Eyjólfsson hefir
j afnan síðan síldarverksmiðj -
urnar tóku til starfa, lagt til að
það fyrirkomulag yrði tekið
upp.
Tillögurnar eru svohljóðandi:
„Stjórn síldarverksmiðja rík-
isins skal skipuð 5 mönnum.
Skulu þeír kosnir hlutbundinni
kosningu í sameinuðu Alþingi
til þriggja ára í senn. Stjórnin
kýs sér sjálf formann.
Nú verður autt sæti stjórnar-
nefndarmanns og skipar þá fjár-
málaráðherra mann í hans stað,
eftir tilnefningu miðstjórnar
þess fiokks, sem stjórnarnefnd-
armaðurinn var kosinn af.
Endurskoðendur verksmiðj -
anna séu tveir, kosnir hlutbund-
inni kosningu í sameinuðu Al-
þingi, til eins árs í senn.
Heimilt sé fjármálaráðherra
að skipa sérstakan endurskoð-
anda, sem hafi á hendi daglega
endurskoðun verksmiðjureikn-
inganna. Gefur ráðherra honum
erindisbréf og ákveður laun
hans.
Stjórn verksmiðjanna hefir
aðsetur og varnarþing á Siglu-
firði, og skal hún vera þar bú-
sett eða hafa þar fast aðssetur
þann hluta ársins sem verk-
smiðjurnar eru reknar. Fjár-
málaráðherra setur stjórninni
erindisbréf og ákveður laun
hennar og endurskoðendanna.
Stjórn verksmiðjanna hefir á
hendi yfirstjórn þeirra. Fram-
kvæmdarstjóri annast sölu af-
urðanna i samráði við verk-
smiðjustjórnina, enda fari ekki
sala fram án samþykkis meiri-
hluta stjórnarinnar.
Til þess að skuldbinda verk-
smiðjurnar þarf undirskrift
þriggja stjórnarnefndarmanna.
Stjórn verksmiðjanna ræður
framkvæmdarstjóra, er hefir á
hendi daglega stjórn verksmiðj-
anna og umsjón með rekstrin-
um.
Framkvæmdarstjóri hefir pró-
kúru-umboð fyrir verksmiðjurn-
ar og skuldbindur þær eftir regl-
um um prókúru, að svo miklu
leyti sem öðruvísi er eigi ákveðið.
Stjórn verksmiðjanna ákveður
nánar starfsvið framkvæmdar-
stjóra og laun með erindisbréfi.
Stjórnarnefndarmennirnir og
endurskoðendur skulu teljast
opinberir sýslumenn og bera þær
skyldur og njóta þeirra réttinda,
sem því fylgja að lögum.“
Greinargerð
Þormóðs Eyjólfssonar.
Hér fer á eftir greinargerð
Þormóðs fyrir tillögunum:
(Garðar mun hafa lagt fram
aðra greinargerð):
„í lögum um síldarverksmiðj -
ur ríkisins var upphaflega gert
ráð fyrir þriggja manna verk-
smiðjustjórn, enda var verk-
smiðjan upphaflega aðeins ein.
Þegar núverandi stjórnar-
flokkar hófu samstarf sitt,
töldu þeir réttara vegna fjölg-
unar verksmiðjanna og líklegra
þeim til öryggis að verksmiðju-
stjórnin væri skipuð 5 mönn-
um. Með lögum um verksmiðj-
urnar frá 9. jan. 1935, er stjórn
verksmiðj anna því breytt
þannig, að hana skipa 5 menn,
4 kosnir hlutbundinni kosningu
af sameinuðu Alþingi og for-
maðurinn skipaður af atvinnu-
málaráðherra. En strax í byrj-
un kom-fram sá galli á þessu
fyrirkomulagi, að svo reyndist,
sem hinir þingkosnu menn —
eða að minnsta kosti meiri
hluti þeirra — teldu sér óskylt
að hlíta stjórn, eða taka nokk-
urt tillit til hins stjórnskipaða
formanns og tóku þegar að
halda fundi og gera ályktanir
án vitundar formannsins.
Byrjuðu þeir á þessu svo að
segja strax eftir að lögin gengu
í gildi og áður en nokkuð var
reynt á samstarf með formann-
inum, svo þetta verður ekki
skilið öðruvísi en sem mótmæli
gegn því, að verksmiðjustjórn-
in fái ekki sjálf að velja sér
formann. Hlutust af þessu svo
mikil vandræði eins og kunn-
ugt er, að verksmiðjustjórnin
varð raunverulega óstarfhæf
og voru því gefin út bráða-
birgðalög vorið 1936. En með
þau hefir einnig verið megn óá-
nægja og náðu þau aðeins
staðfestingu til næstu áramóta.
í tillögu þeirri, er hér liggur
fyrir, er tekið tillit til þess á-
lits meiri hluta Alþingis er
fram kom í tillögunum frá 9.
jan. 1935, að ríkisverksmiðju-
stjórnin skyldi skipuð fimm
mönnum og um leið reynt að
sneiða hjá því, sem virðist hafa
verið aðalgallinn á því fyrir-
komulagi þar eð stjórnin velji
sér ekki sjálf formann.
Það virðist mega gera ráð
fyrir því, að við kosningu for-
manns innan verksmiðju-
stjórnarinnar, skapaðist ein-
hver meiri hluti innan hennar,
og að sá meirihluti telji sér
skylt að standa saman um heil-
brigðan og öruggan rekstur
þessa mikla þjóðþrifafyrirtæk-
is á kjörtímabilinu. Hinsvegar
er engin trygging fyrir því, að
nokkur varanlegur meirihluti,
með sterkri ábyrgðartilfinn-
ingu um heill stofnunarinnar
myndist, ef formaður er skip-
aður af ráðherra, enda hið full-
komnasta lýðræði á því fyrir-
komulagi, sem hér er gert ráð
fyrir: að allir aðalþingflokk-
arnir hafi fulltrúa í verk-
smiðjustjórninni. En eins og nú
hagar til um skipun Alþingis,
gæti auðveldlega svo farið, að
einn flokkurinn yrði alveg úti-
lokaður frá að koma aö nokkr-
um manni í verksmiöjustjórn-
ina hvort fyrirkomulagið sem
haft væri, það, er lögin frá 9.
janúar 1935 gerðu ráð fyrir,
eða hráðabirgðalögin frá 1936.
í þessari tillögu er reynt að
koma í veg fyrir að svo geti
farið.
Engin lög um verksmiðjurn-
ar hafa gert ráð fyrir vara-
mönnum í stjórn, nema bráða-
birgðalögin frá 1936 og er held-
ur ekki gert ráð fyrir þeim hér,
en í þess stað er hér í fyrsta
sinn sett ákvæði um hvernig
skipa skuli, ef sæti stjórnar-
nefndarmanns verður autt við
fráfall eða af öðrum ástæðum.
Það virðist aðkallandi nauðsyn,
að dagleg endurskoðun verk-
smiðjureikninganna fari fram,
og virðist rétt að sá endur-
skoðandi sé stjórnskipaður.
Þess utan er hér gert ráð fyrir
tveimur þingkosnum endur-
skoðendum eins og verið hefir.
Hér er gert ráð fyrir að verk-
smiðjurnar heyri undir fjár-
málaráðuneytið í framtíðinni.
Frá því að fyrsta síldarbræðsla
ríkisins var stofnsett hefir það
ávalt verið mín skoöun, að sú
stofnun ætti að heyra undir
fjármálaráðherra, þar sem
fjárhagsafkoma þjóðarinnar er
svo mjög bundin við afkomu
síldarverksmiðj anna.
Þá er gert ráð fyrir því hér,
sem ekki hefir áður verið sett í
lög verksmiðjanna, að stjórn-
arnefndarmennirnir og' endur-
skoðendur skuli teljast opin-
berir sýslunarmenn. Virðist
þetta vera svo sjálfsagt, að
ekki þurfi að færa frekari rök
fyrir því.“
Ritstjóri: Gísli Guðmundsson.
Prentsm. Edda h.f.
Effliiií sneð
átlendíngum
Á Alþingi 1936 voru fyrir atbeina
dómsmálaráðherra samþykkt lög um
eftirlit með útlendingum. Var þar
ákveöiö að eftirlitið skyldi skerpt
mikið frá því, sem verið hafði.
Hefir síðan veriö unniö að fram-
kvænrd málsins, en þaö hefir kostað
talsverða fyrirhöfn og rannsókn á
slíku fyrirkomulagi erlendis. Reglu-
gerö um eftirlitið var gefin út slðastl.
vor og nú hefir verið gengið frá ná-
kvæmum fyrirmælum til sýslumanna,
bæjarfógeta og lögreglustjóra um
framkvæmd þess. Eru fyrirmæli þessi
mjög ítarleg. Var fyrst unnið að
þeim hér heima en síðan voru Sveini
Björnssyni sendiherra falin þau til
yfirlits.
Samkvæmt þessum fyrirmælum
verður tekin upp ströng vegabréfa-
skoðun og fá útlendingar ekki land-
gönguleyfi, nema þeir hafi ógölluð
vegabréf. Einnig er heimilað að neita
þeim um landgönguleyfi, ef ferða-
lag þeirra þykir grunsamlegt og ekki
talið liklegt að þeir geti framfleytt
sér hér á landi.
Fram til þessa hefir ekki veriö
nein vegabréfaskoðun hér og er hér
því um mikilsverða umbót að ræða.
Þá er jafnframt ákveðið að sett
skuli á fót ný stofnun, útlendinga-
eftirlit, og sé hún undir stjórn lög-
reglustjórans í Reykjavík. Útlend-
ingaeftirlit hefir það starf að fylgjast
með útlendingum hér á landiogverð-
ur að hafa á reiðum höndum allar
helztu upplýsingar um þá.
Jafnframt er ákveðiö að útlending-
ar, sem dvelji hér lengur en þrjá
mánuði, verði að hafa sérstakt dval-
arleyfi.
Þessi fyrirmæli öll koma mjög fljót-
lega til framkvæmda.
ERFÐA-FJÁRMARK
mitt fráómunatíð, er ómarkað
hægra, sýlt vinstra.
Þuríður Halldórsdóttir
Fljótshólum, Árnessýslu.
Kolaverzlun
SIGURÐAR ÓLAFSSONAR
Símn.: Kol Reykjavík Sími 1933
ÚTBREIÐIÐ
TÍMANN
Reykjavík. Sími 1249.
/V t ði* rsuðuv crhsmiöju
Heyklnis.
Símnefni: Sláturfélag.
BýúgnugerS.
Frystihús.
Framleiðir og selur í heildsölu og smásölu: Niðursoðið kjöt
og- fiskmeti fjölbreytt úrval. Bjúgu og allskonar áskurð á brauö
mest og bezt úrval á landinu.
Hangikjöt, ávalt nýreykt, viðurkennt fyrir gæði. Frosið kjöt
allskonar, fyrst og geymt i vélfrystihúsi, eftir fyllstu nútíma-
kröfum.
Ostetr og sntgör frá Mjólhurbúi Flóanianna.
Verðskrár sendar eftir óskum, og pantanir afgreiddar um
allt land.
Bifreiða-
fryggingar
Sími 1700
I.Í.
BEYKI
J. GRUNO’
ágæía hollenzka reyktóhak
VEBÐ:
AROMATISCHEIi SHAG kostar kr. 1,05 Vao
FEINRIECHRNDER SHAG — — 1,16----
íæst í öllum verzlunum.
P.W. Jacobsen & Sön
Timburyerzlun
Símn.: Granfuru. Stofnað 1824
Carl Lundsgade. — Köbenhavn
Afgr. frá Kaupmannahöfn bæði atórar og litlar pantanir og
skipsfarma frá Sviþjóð. Sís og umboðssalar annastpantanir
Eik efni í þiifar til skípa
Sæld og syndír.
Nýtt smásagnasafn eftir Jakob Thorarensen. Fæst hjá bóksölum í
Reykjavík og í aðalkaupstöðunum. Verð kr. 5,50 í bandi. — Út um
land fæst bókin send burðargjaldsfrítt gegn póstkröfu.
Sendið svofelldan seðil útfylltan:
Hr. Jakob Thorarensen,
Ljósvallagötu 10. Reykjavík.
Sendiö mér gegn póstkröfu ..... eint. Sæld og syndir.
Nafn: ......................................
Heimili: ...................................