Tíminn - 26.01.1938, Blaðsíða 2

Tíminn - 26.01.1938, Blaðsíða 2
16 TÍM INN sjálfur Herman Göring virðist sjá þess ýmsan vott, aö nú nálg- ist úrslitaraunin. Hljóðlát viðurkenning þess, að margt af því, sem ráðgert var, hafi þeg- ar mistekizt, felst í orðsend- ingu þeirri til stjórnmálamanna og iðjuhölda, sem dr. Schacht hefir ritaö. Fáir munu trúa því, að hér sé um það að ræða, sem æðsti ráðamaður þýzka ríkis- bankans hafi skrifað sér til dægradvalar í tómstundum sín- um og allra sízt, þegar hún birtist í „Deutsche Volkswirt“, því blaði, sem er nákomnast Gö- ring. Dr. Schacht er Svartsýni bölsýnn að vanda. dr. Schacht. Hann leitast við að leiða stjórn- málamönnunum og forystu- mönnunum á sviðum atvinnu- mála og fjármála fyrir sjónir, að það ástand, sem ríkjandi er í augnablikinu, eigi sér enga þá fótfestu, að treystandi sé á, að það vari lengi. En nú eigi heim- urinn ekki lengur í fórum sínum þann sameiginlega styrk né við- námsþrótt, sem til var þegar kreppan skall yfir 1929. Þess vegna geti allt hrunið í rústir, hve lítið, sem á bjátar. Það, sem athyglisverðast þyk- ir, er, að í greininni tekur dr. Schacht aðra afstöðu heldur en þá, sem Þjóðverjar mörkuðu á alþjóðaviðskiptamálaþinginu í London 1933. Þá var því haldið fram, að sérhvert land ætti að byrja á því að bæta sína eigin aðstöðu, þá myndu heimsvið- skiptin komast á réttan kjöl af sjálfu sér. Viðskiptamálaþingið hallaðist að gagnstæðri kenn- ingu, en þar eð ekkert sam- komulag náðist, var því slitið án neinnar niðurstöðu. Dr. Schacht segir nú, að þótt innan- ríkisaðgerðir geti skapað batnandi ástand, þá sé það ástand samt sem áður næsta fallvalt. Dr. Schacht mun þar einkum hafa í huga hin stór- feldu átök, sem gerð hafa verið innanlands til að efla atvinnu- lífið í Þýzkalandi, en reynst Viðreisnin byggist á alþjóðlegu samstarfi. hafa árangurslaus út á við. Þess vegna hefur hann upp raust sína og hrópar: Sleppið engu tækifæri, en haldið ráð- stefnu hið bráðasta og efnið til öflugra og alþjóðlegra tilrauna til viðreisnar. Atvinnulíf sér- hverrar þjóðar á við sína örð- ugleika að etja. Sumstaðar vantar hráefni, sem annað land hefir gnægð af. Þar þarf einn að miðla öðrum. Atvinnulífið stendur hallara fæti nú en 1929 og því álít ég, að maður hafi ekki tíma til að láta nokk- urt tækifæri ónotað. Hefði þessi grein ekki birzt í blaði Görings sjálfs, myndi margur hafa álitið, að hér væri stefnt gegn fjögurra ára áætluninni, sem fyrst og fremst byggist á viðreisninni innanlands. En sé þess gætt, hversu ástatt er um ritfrelsi í Þýzkalandi, þar sem vakað er yfir hverju smáplaggi og enginn má í neinu atriði ganga í berhögg við vilja stjórn- arinnar, hefði samt verið fávís- legt að skoða þetta öðruvísi en sem liðveizlu við Göring. Þann- ig er á málin litið af hálfu þeirra mörgu manna heima í Þýzkalandi, sem vona og óska að hneigzt verði til þessarar stefnu. Dr. Schacht tel- Birgðirnar ur viðleitnina til á þrotum. viðreisnar innan- lands góða og þýðingarmikla, en hún nægir ekki einu sinni hlutaðeigandi þjóð. í Þýzkalandi skilja yfir- menn sem undirgefnir hinn sára brodd þessara orða. Hitler hefir veitt sex milljónum atvinnu- leysingja vinnu, lögleitt her- þjónustu, sem ein milljón æsku- manna verður að inna af hönd- um ár hvert, og komið á þegn- skylduvinnu, þar sem nokkur hundruð þúsund manna eru lög- þvinguð til starfs. Allar þessar ráðstafanir hafa orðið til að auka hina almennu kaupgetu. En til innkaupa á neyzluvörum er ekki hægt að nota jafnmik- inn gjaldeyri og áður, því að þá væri ekki hægt að kaupa Andstaða gegn Göring? nóg hráefni til viðhalds fram- leiðslunni. Þó voru kaup á neyzluvörum orðin óeðlilega ht- il, þegar Hitler kom til valda, sökum atvinnuleysis og annara erfiðleika. Sú alhliða vöntun, sem nú gerir vart við sig, vegna þess að eldri birgðir eru á þrot- um, sanna það, að viðreisnin verður auðveldari með alþjóð- legu samstarfi en fjögra ára á- ætluninni. En fyrst um sinn verður þýzka þjóðin að spara við sig, enn meira en hún hefir gert hingað til. Frá áramótum var smjörklípan, sem ætluð er einum manni til vikunnar, skert í 170 grömm, jafnhliða því, sem enn strangari skömmt- un fer fram á öllu, sem inni- heldur feiti, svo sem fleski og tólg. Sök ann- ara þjóða, en ekki Hitlers! Það undarlega er, að þessi skortur allur hefir ekki reynzt þess megn- ugur að uppræta trú manna á forsjá Hitlers. Hans dýrð virðist jafn mikil og á þeim dögum, er smjör og aðrar nauð- synjar var auðfáanlegt án minnstu hindrana. Menn hafa snúið ásökunum sínum í garð annara þjóða, þær hafi verið þröskuldur í vegi Þjóðverja til að ná á ný yfirráðum yfir lönd- um, sem veita ríkulega þær lífs- nauðsynjar, sem Þýzkaland get- ur ekki veitt sínum mörgu son- um og dætrum. Margendur- teknar upphrópanir hafa sem sagt fallið í frjóan jarðveg. Sökin hvílir á baki hinna er- lendu ríkja, en ekki þýzku naz- istastjórninni, segja þessir til- biðjendur Hitlers. Kolaverzlun SIGURÐAR ÓLAESSONAR Símn.: Kol Reykjavík Sími 1938 Svafa Jónasdóttir á Syðra Fjalli Ungur gekk ég um Aðaldal (og orkti í barminn ljóð). Fagurt var í þeim fjallasal. og fólkið var æskuþjóð, var æskuþjóð með ást á fornum sögum, tók æskuglatt á móti nýjum dögum. Sandsbæjum frá til Syðra Fjalls um „sæludal" ég gekk. Var þar sem ríkti drottning dals með dögling að Sökkvabekk, hún drottning dals, hann fræðaþulur fremstur. (Þar faiinst mér þá ég verða allra skemmstur). Sveitamenning varð sigurorð og Syðra Fjall varð mér skugglaust og friðsælt skólaborö og skemmtilegt var hér, var bjart og hlýtt og frelsi nóg og friður, frá framtíð landsins heyrðist dyn og kllður. Rætt var um sögur, skáldmál skýrð, sú skoðun látin í té: ekki fannst nokkur með aðra eins dýrð sem Einar og Stefán G. Á flugtind þeirra, í hyldýpt þeirra hafa var hugljúft, bjart og fagurt með þér Svafa. Húsmóðir stór hér ríki réð svo réttlátt og fagurblítt, hávær röggsemd var sjaldan séð en satt var allt og hlýtt, svo vinsemd þína og hylli þína að hafa var heiður og gleði þinna vina Svafa. Hún andaðist að heimili sínu, Syðra-Fjalli í Aðaldal 11. þ. m. og var til moldar borin þaðan á laugardaginn var eftir 45 ára dvöl. Hún fæddist að Hraunkoti í sömu sveit 28. ágúst 1874. For- eldrar hennar voru Jónas bóndi Kristjánsson í Hraunkoti Þor- grimssonar (er síðar bjó í Leir- höfn á Sléttu) og kona hans Guðrún Þorsteinsdóttir. Flutt- ust þau hjón Jónas og Guðrún með 4 börn sín til Vesturheims vorið 1892, en Svafa varð eftir ein systkina sinna. Það vor giftist hún Jóhannesi Sigurjón Jónsson. Þorkelssyni og reistu þau þá bú á Syðra-Fjalli, og var þar heim- ili þeirra beggja til dauðadags. Voru þeir næstu nágrannar, bræðurnir, Jóhannes á Syðra- Fjalli og Indriði skáld á Ytra- Fjalli, báðir fræðimenn og um margt líkir, og má óhætt full- yrða, að ekki hafi önnur heimili verið ánægjulegri vottar þrótt- mikillar og ómengaðrar íslenzkr- ar menningar. Þeim Syðra-Fjalls-hjónum varð fjögurra barna auðið. Þau voru: Ása (nú látin), gift Oddi Ólafssyni framkvæmdastjóra í Reykjavik, Signý gift Þrándi Indriðasyni bónda á Aðalbóli, Helga gift Högna Indriðasyni bónda á Syðra-Fjalli og dr. Þor- kell bókavörður í Reykjavík, kvæntur Hrefnu Bergsdóttur, Jó hannes á Syðra-Fjalli lézt árið 1928, þá 68 ára að aldri. Þau hjón höfðu hætt búskap það sama ár, en Svafa átti þó heima á Syðra- Fjalli til æfiloka og undi sér þar bezt í nálægð frænda og vina og minningum starfsamrar æfi. Nú er hún til moldar hnigin í æskudalnum sínum.þar sem æfi- saga hennar gerðist og þar sem hún bjó börnum sínum vega- nesti. Ein bezta og merkasta kona í Þingeyjarsýslum er þar sjónum horfin. Vel sé hún kvödd, og góð er minning henn- ar. G. G. »Lögbergf« 50ára 14. janúar síðastliðinn voru 50 ár liðin síoan Vesturheimsblaðið Lögberg hóf göngu sína í Winni- peg. Boðsbréfið að stofnun blaðsins var dagsett 7. desember 1887 og undirritað af Sigtryggi Jónassyni, Einari Hjörleifssyni, Bergvini Jónssyni, Ólafi S. Þor- geirssyni og Sigurði Júl. Jóhann- essyni. Einar Hjörleifsson Kvaran var fyrsti ritstjóri Lögbergs og hafði hann það starf með höndum í sjö ár. Þá, 1895, fluttist hann heim tií íslands. Sigtryggur Jónasson tók við ritstjórn af honum og stundaði hana í 6 ár. Síðan hafa ritstjórar verið þessir: Magnús Paulsson, Stefán Björnsson, nú prófastur í Eskifirði, Sigurður Júlíus Jó- hannesson, Kristján Sigurðsson kandidat, bróðir Ögmundar heit- ins skólastjóra, Jón J. Bildfell frá Bíldsfelli í Grafningi, Einar Páll Jónsson frá Háreksstöðum í Vopnafirði, Finnur Jónsson frá Melum í Hrútafirði og Heimir Þorgrímsson, Adams prests frá Nesi í Þingeyjarsýslu. Núverandi ritstjóri Lögbergs er Einar Páll Jónsson. Meðritstjórar hafa ver- Fræðslumál sveítanna Eltir Aðaistein Eiríksson skólastj. á Reykjanesi Heimanám skólabarna. Það er löngum vitnað í hina fornu og ágætu heimilisfræðslu og heimilismenning vor íslendinga, þegar verið er að meta árangur af starfi skólanna. Þess er ekki ávalt gætt, að þessi ágæta fræðsla einstakra heimila var langt frá því að vera almenn. Mörg heimili hafa alls ekkert sinnt þessum málum, og kunn- ugt er að fjölmargir einstakling- ar fóru allrar bóklegrar fræðslu á mis. Með almennri skóla- skyldu fá skólarnir það hlut- verk að veita öllum almenningi þessa fræðslu, hvort sem hæfi- leikar eða áhugi er til staðar eða ekki. Þetta verður m. a. að hafa í huga, þegar verið er að gera þennan samanburð, á beztu heimilum með tiltölulegan fá- mennan hóp, sem vill og getur numið, og á núverandi skólum, með þá skyldu að annast fræðslu mjög sundurleitra ein- staklinga. Hitt er ekkert vafa- mál, að bezta fyrirmynd hvers skóla eru ágætustu heimilin, eins og þau hafa bezt verið í landi voru, bæði í fræðslu og uppeldisstarfi. Nú er þessum málum þannig komið, hér á landi, að skólar kaupstaða og kauptúna hafa, svo að segja al- gerlega tekið í sínar hendur fræðslu barnanna. Siðgæðisupp- eldið reyna heimili og skóli að annast í sameiningu, en um- hverfið og staðhættir allir valda þar miklum erfiðleikum og hafa skapað þessa verkaskiptingu milli skóla og heimila. í sveitum landsins er þessu öðruvísi hátt- að. Farskólarnir, sem heima- vistarskólarnir munu smátt og smátt leysa af hólmi, veita hverju barni 12 vikna árlega kennslu, en heimavistarskól- arnir í 16 vikur. Það er því augljóst, að fræðsla sveitabarn- anna verður jöfnum höndum að fara fram í skóla og heimilum, ef viðunandi árangurs má vænta. En reynslan hefir, því miður, orðið sú, að þátttöku heimilanna í fræðslunni hefir hrakað á seinni árum. Foreldr- um hefir hætt við að kasta allri áhyggju, í þessu efni, á hinn stutta og ófullnægjandi starfs- tíma skólans. Þess er heldur ekki að dylja, að kennurum hef- ir hætt við, að líta smáum aug- um á fræðslustörf heimilanna, og það oft með réttu, en af þessu tvennu hefir samvinnan farizt fyrir og lítill skilningur ríkt á báðar hliðar í þessu vandasama sameiginlega hlut- verki skóla og heimila. Það mun mála sannast og hvorugt má án annars vera. Heimilunum er hollt að muna það, að þau bera fyrst og fremst ábyrgð á fræðslu og uppeldi barna sinna, og að fræðsla og uppeldi á hvorki né verður nokkurntíma sundurskilið, fræðsla án siðgæð- is-uppeldis og uppeldi án fræðslu, mun ávalt verða utan við sjálft lífið. Oss kennurum er líka fyrir beztu að minnast þess, að við erum í veglegri þjónustu heimilanna, að starf vort er ekki nema hálft starf, ef ekki ræður samvinna og samhjálp, skóla og heimila, í fræðslu og uppeldisstarfinu. Skólar eru, á sinn hátt, neyðarráðstöfun líkt og sjúkrahús. Það rýrir á engan hátt virðingu þeirra og þeirra veglega hlutverk, heldur þvert á móti. Fegursta hugsjón þeirra á að vera, að gera sjálfa sig ó- þarfa, með því að vinna að menningu og þroska hvers ein- staklings í þjóðfélaginu, styðja að sannri heimilismenningu, þá þarf ekki lengur að óttast um menningu þjóðarheildarinnar. Ýmsar afsakanir, fyrir þessu samvinnuleysi, eru á reiðum höndum. Heimilin segja, til hvers eru skólarnir, ef þeir geta ekki annazt kennsluna einir? Skólamenn tala um, að heimilin skorti kunnáttu og vilja til samstarfsins. Þeir, sem utan við standa, komast að þeirri niður- stöðu, að fólksfæð í sveitum, og þar af leiðandi auknar annir heimilisfólksins, valdi því, að nú orðið geti heimilin ekki innt fræðslustörfin af hendi. Síðan tekur þetta hver upp eftir öðr- um, jafnvel kennarar taka sér þessa afsökun í munn. Nú má vel vera að eitthvað sé í þessu hæft. En áreiðanlega er hér gerður úlfaldi úr mýflugunni. Það skiptir miklu meira, en all- ar þessar afsakanir, að rétt tök og góður vilji til samstarfs sé ráðandi á báðar hliðar. Sann- leikurinn er sá, að hér er á ferðinni mikilsvert mál, sem hvorttveggj a í snn, hefir mikla menningar- og fjárhagslega þýðingu, hvernig leyst verður. Fé því, sem nú er varið til skól- anna, er um of kastað út i til- viljun eina, hver árangurinn verður af fræðslu og uppeldis- starfi skóla og heimila. Þetta sjá og skilja skólamenn, og ég hygg, að heimilin muni einnig sýna skilning og fúsleika til samvinnu. í tillögum mínum um starfs- skrá og starfshætti heimavist- arbarnaskóla í sveitum lands- ins er svo komizt að orði: Skól- arnir (þ. e. heimavistarskól- arnir) stjórni heimanámi barn- anna og hafi eftirlit með því, að heimilin ræki kennsluna vel. Skólarnir leiðbeini um bækur, gefi bendingar um aðferðir og laði heimilin til vinsamlegrar samvinnu, leggi til hæf verkefni, sem örfa börnin til námsins. Kennarinn heimsæki börnin a. m. k. einu sinni yfir veturinn, kalli þau til prófs, þegar þörf þykir. Skólinn ber ábyrgð á þess- ari heimafræðslu að því leyti, að sé hún ekki sæmilega af hendi leyst, skulu fullnægjandi ráð- stafanir gerðar“. Þetta heima- nám, og stjórn skólans á því, nær til barna á 7—14 ára aldri, þó sjálf skólaskyldan miðist við t. d. 10—14 ára aldur. í þrjá vetur, sem Reykjanes- skólinn hefir starfað, hefir ver- ið gerð tilraun með þetta heima- nám. Hér hagar þannig til, að börnin, báðar deildir — 10—14 ára börn, dvelja samtímis 9— 10 vikur, frá því í október og til hátíða. Næstu þrjá mánuði eru deildirnar heima og stunda þar nám sitt. í byrjun apríl koma þau aftur í skólann og eru þá 4—6 vikur, þar til prófi er lokið í maí. Námstími skólaárs- ins er því þrískiptur. Fyrsta tímabilinu er einkum varið til þess að komast áleiðis í náms- greinum. Þá er reynt að láta börnin vinna sem mest á eigin hönd, nota lesbækur og náms- bækur, færa vinnubækur o. s. frv. Það er lagður grundvöllur að heimanámi þeirra. í lok þessa fyrsta tímabils eru flest börnin komin á það góðan rek- spöl, að kunna nokkuð til náms- starfa, flest hafa þau fengið á- huga, hófsamlegan, sem sam- keppni og árangur skapa. Þegar þau fara heim um hátíðar, hafa þau með sér áætlun fyrir heimanámið, verkefni i eínstök- um greinum, bréf til foreldr- anna, þar sem tekin eru fram höfuðatriði þessa samstarfs skóla og heimila, er það hvort- tveggja leiðbeining og hvatning. Áður en börnin fara, er farið vandlega yfir námsáætlunina og verkefnin. Við byrjun þriðja tímabils, þegar böi-nin koma aftur i skól- ann, er farið yfir úrlausn heimaverkefna, prófað í ýmsum námsgreinum, metinn árangur- inn, sem náðst hefir heima. Síð- an er reynt að sameina þá fræðslu, sem þannig hefir náðst yfir veturinn, í sem gleggst yfir- lit, ná þeirri þekkingu og leikni í samstæða heild, þannig að nemendur hafi þess sem mest hagnýt not og geti beitt því eftir þroska sínum. Við allt nám hér, bæði í skóla og i heimilum, er unnið eftir námsáætlun og verk- efnum, miðaö við aldur og þroska. Þess skal þó getið, að allt er þetta enn á tilrauna- stigi, því mikið vantar á, að á- ætlun og verkefni séu sem skyldi. Reynslan með þessa stjórn heimanámsins hefir orð- ið þessi: Fyrsta veturinn var námið fálmkennt, hvorki börn- in né heimilin náðu tökum á því, mörg heimilin vanræktu það. Annan veturinn var það mun betra, áhugi og skilningur heimilanna almennari. Nú sið- astliðinn vetur hefir árangur orðið langbeztur. Aðeins eitt heimili vanrækti heimanámið, og voru til þess nokkrar afsak- anir. Hin heimilin ræktu þetta starf vel og sum prýðilega. Á- hugi og skilningur virðist nú vera almennur, hér I skólahér- aðinu, á þessu máli. Þann á- rangur, sem varð af 12 vikna heimanámi nemenda minna, síðastl. vetur, met ég, að meðal- tali, á móti 6 vikna námi i skóla. Án íhlutunar skólans myndi slíkt heimanám í flest- um tilfellum vera gagnslítið, miðað við það ástand, sem hér var fyrsta veturinn. Samvinna skólans og heimilanna hefir verið hin ákjósanlegasta. Þrir merkir heimilisfeður, sem allir eiga sæti í skólanefndum skól- ans og hafa mikinn áhuga fyrir fræðslumálum, hafa gefið um- sögn sína um heimanámið. Skal hér birtur stuttur útdráttur úr umsögn hvers þeirra. Ég veit

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.