Tíminn - 26.01.1938, Blaðsíða 3

Tíminn - 26.01.1938, Blaðsíða 3
T í M I N N 17 ið: Jón Ólafsson skáld, Hannes S. Blöndal skáld, Björn Pálsson, Ólafssonar skálds, Baldur Sveinsson blaðamaður og Egill Erlendsson. Blaðinu bárust árnaðaróskir og ávörp víða að, meðal annars frá forsætisráðherra Kanada, landstjóranum í Kanada, ríkis- stjóranum í Norður-Dakota og Hermanni Jónassyni forsætis- ráðherra íslands. Ávarp Hermanns Jónassonar var á þessa leið: „Á 50 ára afmæli heiðraðs blaðs yðar flyt ég yður af hálfu ríkisstjórnar íslands og hinnar íslenzku þjóðar hugheilar þakk- ir og hamingjuóskir. Ég þakka það mikilsveröa starf, sem blað yðar hefir innt af hendi í hálfa öld til að vernda íslenzka tungu í Vesturheimi, auðga íslenzka menningu og treysta bróður- böndin milli íslendinga austan hafs og vestan. Fyrir allt þetta flyt ég yður þakkir vor íslend- inga og ég get á þessum degi flutt yður þau gleði-tíðindi, að nú er fyrir hendi á íslandi meiri áhugi en nokkru sinni áður fyr- ir því að auka og efla samstarf- ið milli heimaþjóðarinnar og ís- lendinganna vestan hafsins. Ég hygg að þess verði skammt að bíða, að raunhæfar ráðstafanir verði gerðar í samræmi við þennan vaxandi áhuga. Og um leið og ég ber fram þá ósk að slíkar ráðstafanir megi bera giftusamlegan árangur, bið ég yður að flytja íslendingum í Vesturheimi kveðju frá heima- þjóðinni íslenzku og voru sam- eiginlega ættlandi." Mjög skrautleg og vönduð út- gáfa af Lögbergi kom út 22. desember, í tilefni af afmælinu. Jörð til sölu Jörðin Brattsholt í Stokks- eyrarhreppi er til sölu og á- búðar á komandi vori. Semja ber við undirritaðan Egill Gr. Thorarensen Sigtúnum. fyrir víst, að þeir tala fyrir munn alls þorra foreldra hér í skólahéraðinu: .... „sjálfsnámið heima bygg- ist á því, hve /el börnin hafa til- einkað sér nám í skólanum. Ég held að slíkt heimanám, sem þetta, eigi framtíð. Eigi fyrir sér að umskapa hið fræðilega upp- eldi barnsins. Sé ,’eið, til þess að skólarnir skili nemendum, að loknu fullnaðarprófi, betur menntum, en ella. Nemendum, sem skilja betur tilgang náms- ins og séu betur sjálfbjarga í lífsbaráttunni, en þeir er stöðugt sitja á skólabekkjum, og hafa ekki notið þeirrar þjálfunar, er heimanámið skapar. Heimanám- íð hlýtur einnig að tengja sam- an foreldra, börn og kennara, þeim böndum, er skapa barninu þau uppeldislegu áhrif og sjón- armið, er haldbezt verða. Jón H. Fjalldal." „.... Mér hefir virzt þetta fyr- irkomulag hafa gefizt ágætlega, börnin halda áfram námi heima í líkingu við það, er skóli þeirra veitti, eftir verkefnum, sem skólastjóri lætur þeim í té. Þetta sjálfsnám vekur hjá þeim dug og þroska til að reyna á, hvað þau geta sjálf í þessu efni. Enda er fengin reynsla fyrir því, að þau ná meiri og haldbetri þekk- ingu en ella, ekki sízt þegar skilningur og áhugi heimilanna fæst fyrir þessu. Þá er með þessu fyrirkomulagi gerð virk tilraun til að endurvekja heimafræðsl- una, með aðstoð skólanna, sem því miður hefir mikið hnignað á undanförnum áratugum. Þetta eitt út af fyrir sig, verður að Hverníg einir íhaldið loíorð sín? Eitt af þeim loforðum, sem íhaldið gaf í seinustu bæ j arst j órnarkosningum, var það, að sýnd skyldi var- kárni í útgjöldum bæjar- sjóðs og kappkostað að reka bæinn tekjuhallalaust og láta hann ekki safna skuld- um. Það er holt fyrir kjósendurna, að rifja það upp fyrir þessar kosningar, hvernig íhaldið hefir efnt þetta loforð sitt. Á því geta þeir bezt séð, hversu mikið mark Dvöl Allir þurfa að eiga dá- lítið bókasafn og þá að velja vel í það, bækur og tímarit, sem bezt eru kaup á. — Af tímaritinu Dvöl eru nú komnir úr 5 árgangar, er fást ennþá allir fyrir 27 kr. í þeim eru um 200 stuttar ar skáldsögur, sem margar eru meðal þess bezta, sem til er í heiminum í þeirri grein bókmenntanna. Kostar þá hver saga aðeins 13—14 aura til jafn- aðar, með því að allt annað sé alger- lega úkeypis, sem í Dvöl hefir komið, en það er margskonar fróðleikur, kvæði, kimnisögur, ferðasögur o. fl. Bókhneigt fólk ætti að athuga hvort nokkur bókakaup nú á dögum séu jafngóð og Dvöl og hvort ekkl væri heppilegast að gerast áskrifandi strax, (árg. 1938 kostar 6 kr.) og ná í eldri árganga áður en þeir þrjóta. Það þarf ekki að búast við að þeir lækkl nokk- urntíma í verði. — Að eiga Dvöl frá byrjun mun varla síður trygg eign i framtíðinni heldur en gull eða silfur. Utanáskrlft: Dvöl, Reykjavík. Mínning Þann 30. nóv. sl. andaðist á sjúkrahúsinu Sólheimum í Reykjavík Maren Magnús- dóttir kona Einars Sigurðsson- ar frá Klifshaga í Öxarfirði. Hún var 52 ára að aldri, fædd að Horni í Skorradal 8. jan. 1885. Þann 22. apríl 1915 giftist hún Einari Sigurðssyni og reistu þau bú í Öxarfirði og bjuggu þar í 9 ár á jörðunum Sandfellshaga og Klifshaga. En árið 1925 flutt- ust þau til Reykjavíkur með því að hægara var fyrir Maren að njóta þar læknisaðstoðar í veik- indum sínum. Hefir Einar nú upp á síðkastið verið starfsmað- ur hjá kaupfélaginu í Rvík. All löngu áður en þau hjón fluttust suður var Maren farin að kenna sjúkleika þess, er síðar þjáði hana meira og minna það, sem eftir var æfinnar. Var það liðagigt svo mögnuð, að hún varð löngum að liggja rúmföst og mátti sig naumast hræra án sársauka. Ýmsra ráða var við ■þessu leitað eftir því sem tök voru á, en án þess að varanleg- ur árangur næðist. Síðustu mán- uðina, sem hún lifði, lá hún á sjúkrahúsi. Flestir Norður-Þingeylngar, sem heima hafa átt eða dvalið í Reykjavík, þekktu Maren sál. og heimili þeirra hjóna. Þó eigi væri þar auður fyrir hendi og oftast þröng híbýli, voru þar allir hjartanlega velkomnir. Og þangað, komu líka margir. Ekki til að telja kjark í húsfreyjuna í sjúkdómsraunum hennar eða votta samúð sína. Þess þurfti ekki. Það var þvert á móti henn- ar hlutverk að hughreysta aðra og vekja áhuga þeirra á lífinu. Hún fylgdist af lífi og sál með atburðum og viðfangsefnum, eigi sízt í þjóðmálum, og sannaði, að þeir sem vanheilir eru sýna stundum trú sýna i verki eins vel og hinir sem alheilir eru. Flestum varð kynningin við hana minnisstæð, þrek hennar og glaðværð í sjúkdómbarátt- unni, áhugi hennar og hinn góði hlýi hugur. G. G. er takandi á þeim loforðum, sem það gefur fyrir kosningarnar nú. Bæjarreikningar Reykjavíkur undanfarin ár skýra frá því, að íhaldið hafi efnt þetta loforð sitt eins og hér seglr: Skuldlr bæjarsjóðs vlð árslok 1933-36. 1933 3.366.213 kr. 1934 3.909.030 kr. 1935 4.801.729 kr. 1936 5.174.175 kr. Það er vitanlegt að skuldir bæjarsjóðs hafa enn aukizt að mun á síðastl. ári vegna þess að tekjur bæjarins hafa ekki hrokkið fyrir útgjöldum. Skulda- söfnunin öll á kjörtímabilinu er því talsvert meiri en framan- greindar tölur sýna. Öll þessi skuldaaukning hefir orðið til á þann hátt, að eyðsla bæjarins vegna hinna föstu út- gjaldaliða hafa orðið þetta hærri en útsvörin, þó þau hafi stór- hækkað á ári hverju. Ekki einn eyrir af skuldahækkuninni hefir farið til nytsamra verklegra framkvæmda í bænum eða til þess að styrkja atvinnuvegi bæjarmanna. Þannig heflr ihaldið efnt lof- orð sitt. Þannig mun það efna loforð Eg kaupi eða tek 1 umboðssölu all ar tegundir af refa- skinnum. Sendið skinn yðar til mín, og ég mun simleiðis láta yðuT i té ákveðið verð. Ef yður líkar ekki verðtilboðið endursendi ég sklnnin strax. Staðgreiðsla. NB. Tek á móti skinn- um á Hótel ísland í Reykjavik dagana 7.— 15. febrúar næstkom- andi. EINAR FARESTVEIT, Hvammstanga. Lesið Dvöl Útbreiðid Dvöl þau, sem það gefur nú, ef það heldur áfram meirihluta sínum i bæjarstjórninni. Vilja kjósendurnir láta lhald- inu haldast það uppi framvegis að gefa og efna þau á þennan hátt? BETZID J. GBUHO’S ágœta hollenzka reyktóbak VBXÐ: AROMATISCHER SHAG kostar kr. 1.15 V^o kg. FEINRIECHENDER SHAG — — 1.25--- í«st í óllum verzlunum. Tílkynníng' Búnaðarbankinn vill leiða athygli þeírra, sme hlut eiga að máli, að því, að þeir, sem lán fá til húsabóta úr Byggingar- og landnámssjóði, Nýbýlasjóði eða Ræktunarsjóði, verða sjálfir að tryggja sér aðflutt byggingarefni hjá efnte- sala. Bankinn, eða teiknistofa hans, geta ekki veitt aðstoð viff útvegun erlends gjaldeyris. Stjórn Búnaðarbanka tslandfi. P. W. Jacobsen &Sön Timburverzlun Slmn.: Granfuru. Stofnað 1824 Carl Lundsgade. — Köbenhavn Áfgr. frá Kaupmannahöfn bœði stórar og litlar pantanir og skipsfarma frá Svlþjóð. Sís og umboðssalar annast pantanir Eik oð efni í þilfar til tkipa Húsabætur í sve'ítum Eftir Jóhannes Davíðsson bónda í Hjarðardal telja eitt hið merkilegasta, sem gert hefir verið nú síðari árin, að því er fræðslu barna í sveitum viðkemur. Páll Pálsson, Þúfum.“ „Mér undirrituðum, sem hefi verið prófdómari við barnaskól- ann í Reykjanesi, og sem hefi þar að auki náin kynni af fræðsluástandi barna I skólahér- aði Reykjanesskólans, er bæði ljúft og skylt að skýra frá þvi, sem áliti mínu, að heimanám barna í Reykjarfjarðar- og Nauteyrarhreppi sl. vetur, undir eftirliti Reykjanesskólans, hafi borið mjög góðan árangur. Við lok fyrra tímabils afhenti skóla- stjóri hverju barnl ákveðin námsverkefni, og leiðbelningar um það, hvernig heimanáminu skyldi hagað. Virðast börnin og aðstandendur þeirra, því nær undantekningarlaust, hafa haft mikinn vilja og lofsverðan skiln- ing á, að rækja þetta nám svo að' þessi tilhögun kæmi að sem beztu liði. Virðist þaö augljóst, að ef þessi reynsla fengist framvegis, og helzt sem víðast, er hér stigið merkilegt og mikilvægt spor til stuðnings barnafræðslunni i landinu. Með þessari tilhögun er meðal annars talsverðum kostn- aði létt af aðstandendum, sem margir hverjir eiga fullerfitt með að standa straum af náms- kostnaði barna sinna. Þá eru og heimilunum lagðar þroskandi skyldur á herðar, þær skyldur, sem beztu heimilin hér á landi, á liðnum öldum, ræktu þannig, að af þeim bar ljóma sem menn- ingarstofnunum innan síns hér- aðs. Þó hitt sé mest um vert, að með eflingu heimanáms er verið að leggja þann grundvöll í menningarlífi þjóðarinnar, sem flestum mun sýnast þroskavæn- legastur: Að venja nemandann við að nema sjálfstætt og vera sinn eigin kennari, að því leyti sem auðið er. Þeim mikilvæga tílgangi má ekki gleyma, þegar dæmt er um árangur heimanáms .... Ég vil ennfremur geta þess, að ég veit ekki annað, en að heimilin, þ. e. aðstandendur, — hafi með gleði og fúsleik reynt að láta börnunum I té þá aðstoð við námið, sem í þeirra valdl hefir staðið. Þorsteinn Jóhannesson form. skólanefndar.".. Það er því miður ekkl rúm til þess að birta þessar umsagnir í heild. En af þessum útdráttum er ljóst, að þessir mætu menn hafa allir trú á heimanáminu undir stjórn skólanna. Hér verð- ur haldið áfram tilraunum með stjórn heimanámsins. Allt ætti það að verða auðveldara, eftir því, sem nothæfum les- og náms- bókum fjölgar. Höfundar þeirra ættu að hafa þetta heimanám 1 huga, láta fylgja með leiðbein- ingar um notkun, bæði fyrir for- eldra og kennara, því hvorir- tveggju þurfa að leiðtaeina nem- endum við námið. Með þessar endurbætur, á fræðslu sveita- barnanna, fyrir augum, þarf að útrýma farskólunum, koma upp heimavistarskólum, vel útbúnum að áhöldum og kennslukröftum, færa um að stjórna heimanámi barnanna, flytjandi hugsjónir sínar og starf inn á hvert heim- ili. Þá eignast skólarnir vlrðu- legan sess í þjóðfélaginu, verða menningarmiðstöðvar er hjálpa heimilunum til að inna af hendi fræðslu og uppeldisstarf, sem skilar aukinnl siðmenningu og fegurð, í lifi einstaklinga. En til slíks skólaheimills þarf að vanda svo, að ekki sé vafi á, að nem- endur læri þar þá hluti, er þeim og heimilum þeirra er fengur að. Allir, sem hér eiga hlut að máll, heimilin í sveitunum, við kenn- arar og fræðslumálastjórn lands- ins, eiga að taka höndum saman um, að hrinda þessum málum 1 framkvæmd, það verður bezt gert með byggingu heimavistarskól- anna og viturlegri námsstjórn á starfi skóla og heimila. Það þyk- ir sjálfsagt, að hafa ráðunauta og leiðbeinendur 1 sauðfjárrækt, garðrækt, loðdýrarækt o. s. frv. og þykir mikilsvert að vel farn- ist í þessum greinum, enda arð- urinn sjáanlegur í askinum. En eru ekki yfirstandandi timar nægilega alvarlegir, mistök í fræðslu- og uppeldisstarfi þjóð- arinnar svo augljós, að ástæða sé til að hefjast handa til um- bóta. Kennarar, skólanefndir og foreldrar, takið þessi mál til ein- lægrar athugunar, og látið aldrei undan siga í baráttu fyrir betri skilyrðum til hollara uppeldis, hagnýtari fræðslu og aukinni mannrækt. Kynslóðin, sem nú hefir ábyrgðina og stendur í miðri lífsbaráttunni, eykur bezt við vöxt sinn og hamingju með þvl, að skapa uppvaxandi kyn- slóð sem bezt skilyrði til vaxtar. Reykjanesskóla, 15. október 1937. AÖalsteinn EiríJcsson. Það er sanni nær, að vér ís- lendingar búum 1 lítt numdu og ennþá ver byggðu landi, eftir þúsund ára búsetu hér. Skortur á vaTanlegu bygging- arefni, eða vankunnátta í að nota þau efni sem í landinu eru, stein og leir, hafa gert það að verkum, að hver kynslóð hef- ir tjaldað til sinnar elnu nætur í byggingarmálunum. Má það að visu afrek kallast, hvernig þjóðin hefir getað hýst sig og hitað híbýli sín, I jafn skóglausu landi og við ekki betri aðflutningsskilyrði, og má í því sambandi ekki kasta of þungum steini á forfeður vora íyrir eyð- ingu skóganna. Kunnátta og hagsýni forfeðr- anna i byggingum úr torfi og grjóti og takmörkuðu viðar- magni, er að vísu aðdáunar- verð og hafði sitt listagildi og sinn þjóðlega og fagra stil. Ærið voru þessi torfhús við- haldsfrek og þurftu mikillar ár- legrar vinnu og aðgætni, til þess að þau héldu sér sæmilega, þennan stutta tíma sem þau gátu staðið. Á síðari árum hafa gömlu torfbæirnir gengið mjög úr sér, og verið víða leystir af hólmi, með miður vönduðum steinhús- um og timburhúsahjöllum, eða svonefndum skúra viðbótar- byggingum, sem eru það mesta viðrini, að útliti og nothæfni, er liklega á sór stað um hús. Sízt hefir skipt um til betra, yf- irleitt, hvað hlýindi og hollustu snertir, við þessa siðari ára bragabót. Flest af þessum nýju húsum er kalt, og þarf mikla upphitun, til þess að geta talizt sæmilegir mannabústaðir, og staðizt að því leyti nokkurn samanburð við gömlu torfbæina. Víða í sveit- um er lélegur mór og erfitt að ná í hann, enda dugir illa, þó nógur væri, til að hita stór hús. Kolakaup eru víðast óhugs- andi, vegna verðs og aðflutn- ingsörðugleika. Flestum þessum húsum er illa eða hvergi nærri nægilega vel við haldið, og jafnvel að hús sem byggð hafa verið fyrir dýr lán, eru ófullgerð og miður vönduð að frágangi. Er þá veg- urinn viss og greiður til eyði- leggingar og hrörnunar fyrir ár fram. Kjallaraíbúðir höfuðborgar- innar eru illræmdar og úthróp- aðar, enda gert mikið á seinnl árum til að byggja vönduð hús fyrir verkalýðinn, svo að slíkar lbúðir þurfi ekki að nota. En ég hygg, að ekki allfá sveitabýli séu þannig, að bæjargrenin þar geri þessar kjallaraíbúðir góðar. Við síðasta Jarðamat reynd- ust um 1300 sveitabýli með húsaverð undir 1000 kr. Tala þær tölur skýrt um ásigkomu- lagið. Ég hefi séð bæi i svettum swo

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.