Tíminn - 10.02.1938, Blaðsíða 4

Tíminn - 10.02.1938, Blaðsíða 4
26 TÍMINN Komandi ár (Frh. af 1. siðu.) löng æfing í Heimastjórnar- flokknum, þar sem skipulagning starfsins hafði komizt á hátt stig. Klemens kom í framkvæmd þrem þýðingarmiklum málum í anda Framsóknarflokksins. Esjan var byggð sem farþega- skip, með þröngum en sæmileg- um aðbúnaði að farþegum. Lestarflutningur fátæka fólks- ins með ströndum fram hvarf að mestu úr sögunni eftir að Esjan kom. Var um þetta mikil deila við Mbl.menn, sem ekki létu á sig fá, þó að smælingjarnir hefðu óhægan farkost. Fram- sóknarmenn höfðu þá um nokk- ur ár barizt fyrir landsverzlun með olíu til að brjóta á bak einokun ameríska hringsins. Hafði Magnús Kristjánsson þar forstöðuna. Klemenz Jónsson tók alla olíuverzlunina í hönd ríkisins. Stórbatnaði verðið og áttu landsmenn mikið að þakka þessu átaki. Vestmannaeyingar höfðu þá keypt björgunarbát- inn „Þór". Framsóknarmenn beittu sér fyrir því, að landið leigði skipið um sumarmánuð- ina til að verja landhelgina norðan við land um síldveiði- tímann. Mætti það mótspyrnu frá Dönum og íslendingum, sem voru linir í sókn um frelsis- málin. En Framsóknarmenn sigruðu í þessu efni, og lögðu þar með grundvöllinn að ís- lenzkri landhelgisgæzlu. Raunverulega stóðu þrír flokkar að ráðuneyti Sigurðar Eggerz. Framsóknarmenn voru stærsti flokkurinn. Þá komu í- haldsmenn Sigurðar sjálfs, og að lokum kom eini verka- mannafulltrúinn, sem sæti átti á þingi, Jón Baldvinsson. Ráðu- neyti Sigurðar Eggerz var veikt og tilþrifalítið, og eru engar varanlegar minningar um þann tíma nema þau þrjú mál, sem Framsóknarmönnum . tókst að koma í framkvæmd og að fram- an er greint frá. Kosningar haustið 1923 báru nokkur merki um, að Framsókn- arflokkurinn hafði ekki notið sín til fulls um undanfarin ár. íhaldsmenn komust í meiri- hluta, en veikan þó. Sat íhalds- ráðuneyti við völd frá 1924 til 1927. En andófið var mjög sterkt, bæði á Alþingi og í blöð- um flokksins. Tryggvi Þórhalls- son stýrði Tímanum, en Jónas Þorbergsson Degi. Voru þau blöð langáhrifamest allra íslenzkra blaða á þeim tíma. Voru báðir ritstjórarnir hugkvæmir menn og skapandi um málefni flokks- ins. Auk þess var Tryggvi Þór- hallsson á þessum árum tilþrifa- mesti ræðumaður í stjórnarand- stöðunni í þeirri deildinni, þar sem málefnaátökin urðu mest. Mynduðust nú skarpar megin- línur í landspólitíkinni. Jón Þor- láksson stýrði landinu eftir hreinlegum og ákveðnum íhalds línum og villti hvergi á sér heim- ildir. En á móti risu Framsókn- arbændur og verkamenn í tveim fylkingum. Meðan þeir áttu í höggi við íhaldsflokkinn sem meirihlutaflokk var þeim nauð- ugur einn kostur að vinna sam- an. Fennti þá í bili yfir and- stæður í málefnum þessara tveggja flokka og kom ekki fram, fyr en þeir voru í sam- eiginlegum meirihluta og þurftu sameiginlega að bera ábyrgð. En á þessu tímabili hafði Fram- sóknarflokkurinn höfuðforystu í baráttunni við íhaldið bæði á Alþingi, í blöðum og á mann- fundum: En liðsauka fékk hann þó í þessu starfi frá vinstri hlið, þar sem var Jón Baldvinsson og ' félagar hans. J. J. :: Ritstjóri Gísli Guðmundsson. Prentsmiðjan EDDA h.f. SkógrœUtarmálið. (Frh. af 1. síðu.) vinna að því, að verja og friða og endurreisa hinar gömlu skógarleifar, sem finnast dreifð- ar um landið. Því næst að gera tilraunir með barrtré af heppi- legum uppruna. Ganga út frá og styðjast við hina litlu þrítugu tilraunareiti, sem gefa vissar dýrmætar bendingar. Nú vitum við að vest-norsk skógarfura, síberiskur lævirki, Cembrafura og vissar grenitegundir geta vaxið á íslandi, auk fjallafur- unnar. Það er því réttast að hefjast handa sem allra fyrst með tilraunaplöntun í stærri stíl, sérstaklega í gömlu skóg- unum, og einnig víðar. í Danmörku þurfti 100 ár til þess að koma skógræktarmál- inu á fullan rekspöl. ísland kemst ekki af með skemmri tíma, en ef landið á ekki að fara í auðn — afar víða — er engin leið framhjá skógrækt- inni og friðun hinna skemmdu svæða,-----------ég sé ekki betur en að hér sé um að ræða mál sem ríkið verður að styðja af fremsta megni bæði með fjár- framlögum og með lagasetn- ingu um friðun skóga og land- svæða sem eru að blása upp". Nú hefi ég nefnt nokkuð af því sem Flensborg segir um skógræktarmál vor. Sumt undir- strikað af honum, en sumt af mér við lauslega þýðingu. Ýmsir munu spyrja: er þessu máli ekki allvel borgið í hönd- um Skógræktar rikisins og öt- uls skógræktarstjóra? Að nokkru en ekki öllu leyti, og því starfar Skógræktarfélag ís- lands í fullri samvinnu við Skógrækt ríkisins og skógrækt- arstjóra, og engum mun það kærra en honum að svo sé. Nú færir Skógrækt ríkisins sem mest út kvíarnar um upp- eldi trjáplantna. Það er Skóg- ræktarfélags fslands að taka við mjög miklu af þeim og koma þeim vel í góða jörð og hlynna að vexti þeirra. Það á að vera þegnskylda allra meðlima Skóg- ræktarfélags íslands og fjölda annara með þeim. Hvergi bíða stærri vinnanleg verkefni á þessu sviði en hér í nágrenni Reykjavíkur, því hér býr þriðjungur þjóðarinnar og hér eru flestar hendur til þess að halda um plöntugrefin og annast ungviðina. Friðuðu svæðin sem í á að planta, eru fyrir hendi, hin víðáttumikla Þingvallagirðing, Þrastaskógur og Vatnaskógur og svo bíður Reykjavíkuræsku hið glæsilega og nærtæka verkefni að friða þær skógarleifar, sem næstar eru, og nú er, þótt skömm sé frá að segja, gengið hart að, að eyðileggja. Það' eru skógarleif- arnar sunnan Elliðavatns í Hólmshrauni, Elliðavatnslandi og víðar. Friða þessar leifar og planta milljónir plantna, tugi ha., af skógi, á þessum slóðum. Að því mun ég síðar víkja með styrk góðra manna. Fyrir Reykvíkinga er þetta ekki aðeins þegnskylda til land- varna og landbóta. Það er menningarmál fyrir reykvíska æsku. Þau börn sem vinna að skóggræðslu undir handleiðslu góðra kennara, munu ekki brjótast inn í garða manna í Reykjavík og nágrenni til þess að eyðileggja trjágróður sem mikilli elju og fyrirhöfn hefir verið varið til að ala upp, eins og nú á sér stað. Sú skemmdar- fýsn veldur því, því miður, að fyrst um sinn verður að fara Kolaverzlun SIGURÐAE ÓLAESSONAR Símn.: Kol Reykjavflc Sími 1988 J varlega að því að vinna í stærri stíl að trjágræðslu í námunda við Reykjavík, verður fremur að starfa á stöðum sem eru í nokk- urri fjarlægð. Það er hægt að friða skóga og uppblástur fyrir sauðfé og öðrum ferfættum gripum, en áleitni mannskepn- unnar standast engar girðingar ef hún vill vinna skemmdar- verk. En hvað um það, þótt slíkt komi fyrir, skógræktarmálið er mál allra landsmanna, og við sem nú lifum, verðum að hafa efni á því að þoka því nokkuð áleiðis, hvort sem við búum í borg eða sveit. Líklega getum við engar „jarðabætur" eftir okkur látið handa þeim sem landið erfa, sem sígildari séu en friðaða gróandi skóga. Ef við getum valdið straumhvörfum í því máli, munu næstu ættliðir bera það fram til varanlegs og hagræns sigurs. Við skógrækt eru árin litlar einingar, en mannsæfin það sem um munar. 19. des. 1937. Árni G. Eylands. Skattalækkun ríkís- sjóðs á útgerðinni. (Frh. af 3. síðu.) firringu og sektir á framleiðsl- unni. Það hefði því sízt af öllu mátt búast við því að þeir létu skattaívilnanir til útgerðarinnar stranda á sér. Tollaeftirgjöf ríkissjóðs á kol- um og salti er bundin því skil- yrði, að bæjarstjórn veiti út- gerðinni hliðstæðan stuðning. Bæjarstjórn Reykjavíkur hefir svarað þessu á þá leið, að hún skuli lækka aðflutningsgjald á kolum og tollun um 75 au. hverj a smál. Miðað við sama aflamagn og úthald og gert er hér að fram- an, myndi þessi eftirgjöf nema gjafar, sem útgerðinni var veitt rúmum 1000 kr. á ári, eða litlu meira en % hluta þeirrar eftir- á seinasta þingi. Bær, sem skattleggur hina að- þrengdu útgerð jafnmikið og Reykjavík, getur ekki leyft sér slíkt smánarboð. Menn, sem kallað hafa álögur á útgerðinni sektir og vitfirringu geta ekki leyft sér slíka fram- komu. Þeir verða aö láta vera meira samræmi milli orða og athafna og syna útgerðinni meiri skiln- ing. . Eftir framkomu þeirra í þessu máli, verður ályktað um hina raunverulegu afstöðu þeirra til útgerðarinnar. NOTUÐ ÍSLENZK FRÍMERKI. kaupi ég hæsta verði. Duglegir umboðsmenn óskast um allt land. Innkaupsverðlistar sendir þeim sem óska. Gunnar Guðmundsson, Laugaveg 42. Pósthólf 551 Sími 4563. — Reykjavík. „ - - - VEIT ÉG ÞAÐ, en það er pé að mmnsta kosti eítt sem má reyna tíl að bœta og blíðka skapið með og það er REGLULEGA GOTT KAFFI En 'ei pú vilt búa til óað- iinnanlegt kafiii pá, verðurðu blessuð góða að nota FREYJU-KAFFIBÆTI I Hitar, ílmar, heillar drétt, hressir, styrkir, kœtir. Fegrar, yngir, Iœrir þrótt Freyju kaffibœtír. Orðsendíng til blindra manna. Blindravinafélag íslands út- hlutar til fátækra blindra manna 10 viðtækjum á þessu ári. Umsóknareyðublöð er að fá hjá prestum landsins. Umsóknir sendist stjórn fé- lagsins fyrir 15. apríl. Stjórn Blindravinafél. íslands. BrunabótaíéLIslands Aðalskrifstofa: Hverfisgata 10, — Reykjavík. UMBODSMENN í öllum hreppum, kauptúnum og kaupstöðum. Lausafjártryggingar (nema verzlunarvörur) hvergi hag- kvæmari. BEZT AÐ VÁTRYGGJA LAUST OG FAST Á SAMA STAÐ! — Upplýsingar og eyðublöð á aðalskrifstofu og hjá um- boðsmönnum. ¦f AJUf með íslcnskum skipom! 53 ———¦—" ' "¦ ¦—' ¦¦........ ¦¦-¦!¦ ¦¦!¦— mmmmmmmmm.......¦¦¦J Tilkynniitg Búnaðarbankinn vill leiða athygli þeirra, sem hlut ciga að máli, að því, að meðal skilyrða, sem sett eru fyrir lánveiting- um til húsabóta úr Byggingar- og landnámssjóði, Nýbýlasjóði og Ræktunarsjóði, er, að húsin sé að öllu gerð eftir teikningum og fyrirmælum teiknistofu bankans, eða eftir teikningum, sem teiknistofan hef- ir samþykkt. Allar leiðbeiningar í þessu efni fást ókeypis. Teiknistofan er í Austurstræti 9, 1. hæð, sími 1734. Stjórn Búnaðarbanka fslands. BETSIÐ J. GRUNO'S ágætm holienzka reykíóbak VBBÐ: AROMATKSWHBR SHA« kestar ter. 1.15 */» kg. FEINRIEGHENDER SHA© — — 1.25-------- Fæst í ðllum verzhinum, J Bifreiða- tryggingar iíiíflliirli lsliflds 611 Simi 1700 HAVNEM0LLEN Kaupmannahöfn mælir með sínu alviðurkemida RÚGMJÖLI OG HVEITI Meiri vörugæði ófáanleg SJ.S. skíptir eingöngu við okkur,

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.