Tíminn - 17.02.1938, Blaðsíða 2

Tíminn - 17.02.1938, Blaðsíða 2
28 TÍMINN tilveru og fyrir hagsmunum meðlima sinna. Og á stórfelld- astan og afdrifaríkastan hátt hafa þessir árekstrar komið fram í stöðvun vinnunnar. En þj óðf élagsheildin hefir hags- muna að gæta i því, að vinnan geti haldið áfram. Um gervallan heim hefir þetta hvatt stjórnir og þing landanna til þess að leita eftir ráðum, er miðuðu að því að fækka vinnustöðvunum. Á þeim áratugum, sem liðnir eru af þssari öld hefir spurn- ingin um hlutdeild rikisvalds- ins um lausn vinnudeilna verið ofarlega á baugi hjá stjórnum og löggjafarvaldi flestra menn- ingarþjóða. Fyrirmyndir að lög- gjöf um vinnudeilur og afstöðu verkamanna til atvinnurekenda er að finna í nýlendum Breta í öðrum heimsálfum (Ástralíu og Kanada) nokkru fyrir aldamót. Hin nýju þjóðfélög, sem þar voru að myndast, voru ekki bundin við neinar gamlar erfða- venjur, en ótrauð til að taka á þeim vandamálum, er fyrir lágu. Þaðan hefir svo þessi nýsköp- un í löggjöf borizt aftur til heimalandanna, að vísu ekki tekin upp óbreytt, heldur á margan hátt endurbætt og sniðin við langa reynslu á við- fangsefninu. Það hefir á síðari hluta 19. aldar og á þessari öld verið hið mesta vandamál í flestum löndum, hvaða réttarstöðu hin- ar nýju samtakaheildir, félög verkafólksins, ættu að hafa innan þjóðfélagsins. Ný við- fangsefni og nýjar spurningar hafa þar komið upp hver af annari, og sumar þeirra eru ó- leystar enn. Má þar nefna t. d. sjálfan félagsréttinn og hversu hann skuli verndaður, verkfalls- réttinn og réttinn til að vinna og hversu við því verði spornað að atvinnurekandinn, sem að minnsta kosti framan af, alstað- ar var hinn sterkari aðili, geti notað aðstöðu sína óeðlilega gagnvart verkamönnum og sam- tökum þeirra. Um þessi atriði verður nánar rætt á öðrum stað í nefndaráliti þessu. Við athugun á þessum málum kemur það í ljós, að það eru mjög víða verkamenn og sam- tök þeirra, sem átt hafa frum- kvæðið að því að óska eftir af- skiptum ríkisvaldsins af þessum málum. Þeir hafa óskað eftir því, að ríkið verndaði réttindi þeirra gagnvart hinum sterkari aðila, og þeir hafa einnig, að minnsta kosti á vissu tímabili, ótvírætt verið því fylgjandi að ríkisvaldið skipti sér af kaupi þeirra og kjörum með því, að þeir vonuðust eftir, að úrslitin yrðu þeim þá hagfelldari en hægt yrði að koma í kring með baráttu. Ljóst dæmi um þetta er sameiginleg ályktun verka- mannasamtakanna á Norður- löndum, gerð í Gautaborg árið 1886. Þar segir svo: „Þar sem þjóðfélagið aðsjálf- sögðu hefir hagsmuna að gæta í því, að deilur milli verka- manna og atvinnurekenda séu eftir því sem unnt er, leystar friðsamlega, leggur verklýðs- málaþingið til, að stofnaðir verði gerðardómar, kosnir af félögum verkamanna og at- vinnurekenda“. Til þess að draga úr vinnu- stöðvunum og skaðlegum afleið- ingum þeirra hafa verið reynd- ar margar leiðir og mismunandi í löggjöf hinna einstöku landa. Helztar þeirra eru: Sáttatil- raunir í vinnudeilum, sérákvæði um atkvæðagreiðslu við ákvörð- un vinnustöðvunar og um miðl- unartillögur, lagaákvæði um vinnusamninga og samningsað- ild, bráðabirgðafrestun vinnu- stöðvunar, dómstólar í hags- munaágreiningi, dómstólar í réttarágreiningi, sérstök lög um að útkljá einstakar vinnudeilur og að láta almenningsálitið hafa áhrif á lausn vinnudeilna. Hér á eftir skal stuttlega gerð grein fyrir hverri þessari leið fyrir sig og að hve miklu leyti þær eru notaðar. Sáttatilraunir í vinnudeilum. Þær eru í því fólgnar, að rík- isvaldið reynir að miðla málum milli aðila, þó þannig að þeir fallist á niðurstöðurnar án þess að vera skyldugir til þess. Rík- isvaldið skipar jafnaðarlega sáttasemjara í vinnudeilum, stundum sáttanefnd. Hlutverk sáttasemjara er að fylgjast með deilum og sjá um að aðilar fáist til „að tala saman“ og reyna allar samkomulagsleiðir sin á milli. Náist ekki samkomulag um tilboð eða gagntilboð frá aðilum, ber sáttasamjara að koma með tillögur til samkomu- lags og er það lokatilraun til þess að jafna vinnudeilu með þessari aðferð. Sáttasemjara er stundum veitt vald til að fram- kvæma meira og minna ýtar- legar rannsóknir málavaxta t. d. um rekstrarafkomu fyrir- tækja og sumstaðar að banna vinnustöðvun meðan sáttatil- raunir fara fram. Þetta fyrir- komulag er almennast af þeim leiðum, sem nefndar hafa verið og er meðal annars notað al- staðar á Norðurlöndum. Hér á landi er slík löggjöf til, eins og áður er sagt, en verður að telj- ast ófullkomin og þarfnast verulegra umbóta. Lagaákvæði um vinnusamninga og samningsaðild. Eins og áður er sagt, hefir réttarstaða verklýðsfélaganna í þjóðféláginu verið viðfangsefni flestra þjóða í marga áratugi. Margar þjóðir hafa sett löggjöf um rétt verklýðsfélaganna til að gera samninga fyrir meðlimi sína þar sem nánar er fram tekið hversu slíkir samningar skuli gerðir, um gildi þeirra o. s. frv. Er þá jafnframt víðast settur á stofn sérstakur dóm- stóll með frjálsu samkomulagi eða af hálfu löggjafarvaldsins, til að skera úr um ágreining út af slíkum samningum. Það er að verða almennt viðurkennt, að ein aðaltryggingin fyrir því, að vinnufriður geti haldizt sé sú, að sem mest af þeirri vinnu, sem unnin er, að minnsta kosti í stóratvinnurekstrinum, sé samningsbundin milli atvinnu- rekenda annarsvegar og verka- mannafélaganna hinsvegar. í Noregi og Svíþjóð eru lög um þetta efni, og í Danmörku gildir um það hin svokallaða „sept- embersætt", sem kölluð hefir verið stjórnarskrá í vinnudeil- um þar í landi. (Með orðinu „vinnusamningur“ er í nefndar- áliti þessu átt við það, sem á ensku nefnist collective agree- ment eða á sænsku kollektiv- avtal.) Atkvæðagreiðsla um ákvörðun vinnustöðvunar og miðlunartillögur. Víða er það fram tekið, sér- staklega í samningum milli verkamannafélaganna og at- vinnurekenda og stundum í lögum, að til þess að ákveða, að vinnustöðvun skuli hafin, skuli þurfa að hlíta sérákvæðum um atkvæðagreiðslu í því félagi, sem að vinnustöðvuninni stendur. í septembersættinni dönsku féll- ust verkamannafélögin á það, að til slíkrar ákvörðunar skyldi þurfa % hluta atkvæða á fé- lagsfundi eða annari samkomu, sem vald hefði til að taka slíkar ákvarðanir. Samskonar trygg- ingar eru teknar í lög t. d. í Dan- mörku, viðvíkjandi miðlunartil- lögu, sem borin er fram af sátta- semjara ríkisins. Slík ákvæði eru sett til þess að tryggja það, að þegar ráðizt er í svo mikil- vægar aðgerðir, sem hér er um að ræða eða sáttum hafnað, þá sé raunveruleg trygging fyrir því, að til staðar sé vilji félags- manna fyrir þeirri ákvörðun, og að ekki ráði tilviljun eða augna- bliksáhrif. Bráðablrgðafrestun vinnustöðvunar. í mörgum löndum, þar á með- al ýmsum, sem ekki beita að öðru leyti lagaboði til að knýja aðila til sátta, hafa verið tekin upp áltvæði, sem banna vinnu- stöðvun, eða að minnsta kosti lýsa vinnustöðvun ólögmæta meðan hið opinbera er að leita samkomulags um deiluna, eða beðið er eftir úrskurði gerðar- dóms (þegar um deilu út af laga- eða samningsákvæði er að ræða). í kanadiskum lögum, sem fyrst voru sett árið 1900, er sér- stök áherzla lögð á þetta at- riði. Þar er aðila gert skylt að tilkynna vinnustöðvun með 30 daga fyrirvara og leita til sátta- nefndar, en vinnustöðvun jafn- framt bönnuð til bráðabirgða. Hinsvegar er þar ekki um neinn bindandi úi’skurð að ræöa af hálfu hins opinbera. En með tilliti til lengdar frestsins eru ákvæðin mjög mismunandi í hinum einstöku löndum. í sumum löndum er vinnu- stöðvun bönnuð um óákveðinn tíma þangað til viðurkennt er að allar sáttatilraunir hafi farið út um þúfur. Samkvæmt þýzkri tilskipun frá 1920 var vinnu- stöðvun bönnuð í 3 daga eftir að opinber tilkynning um úrslit sáttatilraunanna hafði verið gefin út. Sumstaðar ná ákvæðin til allra vinnustöðvana, annars- staðar aðeins til vinnustöðvana við fyrirtæki, sem rekin eru til almenningsnota s. s. framleiðslu á gasi, rafmagni og neyzluvatni. í belgiskum lögum eru eftirtekt- arverð ákvæði um þetta efni. Þar er vinnustöðvun í þessu til- felli ekki beinlínis bönnuð, en sérstakar ráðstafanir gerðar til að hafa áhrif á aðila í sömu átt. Geri atvinnurekendur ótíma- bært verkbann, fá hlutaðeig- andi verkamenn atvinnuleysis- styrk, en geri verkamenn ótíma- bært verkfall missa þeir á- kveðin hlunnindi, sem þeir mundu annars njóta. Þess ber vel að gæta, að framangreind ákvæði um bráðabirgðafrestun vinnustöðvunar eiga ekkert skylt við lagaákvæði þeirra ílkja, sem banna vinnustöðvun yfirleitt og ákveða kaup og kjör verkamanna með dómi. Bráðabirgðafrestun vinnustöðv- unar er aðeins gerð í þeim til- gangi að sáttaumleitanir hins opinbera notist sem bezt, en ekki með það fyrir augum að koma í veg fyrir vinnustöðvanir yfirleitt. í Noregi er heimild í lögum til slíkrar bráðabirgða- frestunar vinnustöðvana í ca. 16 daga. í Svíþjóð er 7 daga frestur. í Danmörku getur sáttasemjari gert það að skil- yrði fyrir sáttaumleitunum, að vinnustöðvun sé frestað í 7 daga. Og septembersættin kveður svo á, að tillaga um vinnustöðvun skuli tilkynnt gagnaðila 14 dög- um áður en lagt er til, að vinnustöðvunin hefjist, en á- kvörðunin sjálf með 7 daga fyr- irvara. Dómstólar í hagsmunaágreiningi. Þegar um vinnudeilur er að ræða, er gerður skýr munur á tvennskonar ágreiningi milli að- ila. í fyrsta lagi þeim, sem nefndur er hagsmunaágrein- ingur, en það er ágreiningur um kaup og kjör verkamanna þar sem samningar eru ekki fyrir hendi, eða útrunnir. Hinsvegar er sá ágreiningur, sem nefndur er réttarágreiningur, en það er ágreiningur milli aðila um það hversu skilja beri einstök á- kvæði samninga, sem gerðir hafa verið eða hvort lögin hafi verið brotin af öðrum hvorum aðila. í Ástralíu og Nýja Sjá- landi voru sett lög um gerðar- dóm í hagsmunaágreiningi á ár- unum 1891—1894. Samkvæmt þeim voru allar vinnustöðvanir bannaðar og öllum deilum um kaup og kjör bar að skjóta til sérstaks dómstóls, sem kynnti sér málavexti og ákvað kaup og kjör. Þetta fyrirkomulag átti sér aðallega stuðning í verka- mannastéttinni, en það hefir þó ekki orðið framtíðarfyrirkomu- lag í þessum málum yfirleitt og er nú almennt ekki talið heppi- legt í lýðræðislöndum. Ýms Ev- rópuríki tóku þó þetta fyrir- komulag upp, sérstaklega á stríðstímanum. í Noregi var þessari aðferð beitt nokkrum sinnum, en að lokum snérust bæði verkamenn og atvinnurek- endur á móti slíkri löggjöf og töldu hana skerða um of frelsi sitt. í Englandi var einnig gripið til hennar um eitt skeið og í Frakklandi var slík löggjöf sett árið 1936, s. s. kunnugt er, af stjórn Leon Blums. Nú hafa Ástralía og Nýja Sjáland af- numið þetfa fyrirkomulag, eða að minnsta kosti dregið til mik- illa muna úr áhrifum þess. Tíðkast það nú hvergi að stað- aldri nema í Rússlandi og Ítalíu, og að því er segja má í Þýzka- landi. Frv., sem fram komu á Alþingi 1923, 1925 og 1929 gerðu ráð fyrir þessu fyrirkomulagi, en ekki mun það nú þykja til- tækilegt hér fremur en annars- staðar. Dómstólar í réttarágreiningi. Þessir dómstólar eru, eins og áður er sagt, til þess ætlaðir að skera úr í deilum, sem rísa út af gildi samnings eða skilningi á honum eða kærum um, að annarhvor aðilinn hafi framið lögbrot. Slík löggjöf á fyrirmynd í fjölda mörgum samningum, sem gerðir hafa verið sjálfvilj- uglega af aðilum, þar sem á- kveðið er, að settur skuli á lagg- irnar sérstakur gerðardómur, sem skeri úr um það, hvað í samningnum felist, ef til kemur. Hér á landi eru margir slíkir samningar til frá siðustu árum. Má þar t. d. nefna Sogssamning- inn, sem gerður var annars- vegar af Vinnuveitendafélagi íslands og hinsvegar af verka- manna- og iðnaðarmannafélög- unum í Reykjavík. Þar voru á- kvæði um slíkan gerðardóm. Þar sem slíkir dómstólar eru til, útkljá aðilar ekki með vinnu- stöðvun þann ágreining, sem undir hann heyrir, en slíkir dómstólar skipta sér ekki af öðrum vinnudeilum og hafa ekki neitt ákvörðunarvald um kaup og kjör að öðru leyti en því að skýra gildandi lög og samninga og kveða upp úrskurð sam- kvæmt því. í slíkum dómstólum eiga að jafnaði sæti fulltrúar frá aðilum eða samtökum þeirra og fulltrúar frá ríkisvaldsins hálfu, sem ýmist eru tilnefndir af dómstólunum eða viðkomandi ráðherra. Danmörk, Noregur og Svíþjóð hafa öll sett löggjöf um þessa tegund vinnudóma. Þess- um vinnudómum í réttarágrein- ingi er stundum blandað sam- an við hina vinnudómana, sem ákveða kaup og kjör, en slíkt er hin mesta fjarstæða, eins og sýnt hefir verið hér að framan. Vegna pólitískra vinnustöðv- ana hafa t. d. í Bretlandi verið gerðar sérstakar ráðstafanir, til að koma í veg fyrir tilraunir til að beita þvingun gegn stjórnar- völdunum og hindra fram- kvæmd laga á þann hátt. Einstakar vinnudeilur útkljáðar með sérstökum lögum. Þessi aðferð hefir meðal ann- ars verið notuð í Danmörku nokkrum sinnum á allra síðustu árum. Ríkisþingið hefir þá, meðan á deilunni stóð, sam- þykkt lög, þar sem vinnustöðv- un var bönnuð um ákveðinn tíma og reglur settar fyrir því, hvernig deilan skyldi útkljáð. Einnig má geta þess að í Þýzka- landi hafði verkamálaráðherr- ann, á lýðveldistímanum, heim- ild til að úrskurða að tillögur sáttasemjara skyldu vera bind- andi fyrir aðila í einstökum til- fellum, ef lausn hefði ekki feng- izt á annan hátt. Áhrif alménningsálitsins. í enskumælandi löndum er mikið upp úr því lagt að láta al- menningsálitið í landinu hafa áhrif á deiluaðila til friðsam- legrar lausnar. í þessu skyni er sérstökum dómstól eða rann- sóknarnefnd falið að kynna sér deilumálin til hlítar og gefa síð- an ráðherra skýrslu um það, en hann leggur skýrsluna fyrir þingið og getur birt hana opin- berlega. Slíkum dómstól er þá en ekkert skal hér rætt um álit mitt eða kollega minna. Það hefir verið gengið fram hjá okkur dýralæknum með allar sjálfstæðar rannsóknir og framkvæmdir á þessu máli frá því fyrsta, og þess vegna mun- um við nú flestir kjósa að leggja ekkert til málanna. Að síðustu vil ég afsaka það, hve svar mitt kemur seint, en það kemur til af því, að ég hefi stöðugt verið að búast við á- framhaldi af grein Hallgríms, sem hann boðar svo digurbarka- lega í síðustu setningunni. Hann ætlaði sem sé að kenna okkur, „hvað gera skyldi, þegar næsta bylgja gengur yfir“, og bjóst ég við að sjá þar mikil og ný vís- indi og ætlaði að þakka fyrir það allt í einu lagi. En nú er ég úrkula vonar um aö meira komi úr þeirri átt, og læt því svarið frá mér fara. P. t. Reykjavík, 14. des. 1937. Ásgeir Einarsson dýralæknir, Reyðarfirði. „Mæðíveíkín austanlands“ I 48. tbl. Tímans birtist grein með fyrirsögninni „Deildar- tunguveiki eða „mæðiveiki" “ eftir Hallgrím Þórarinsson á Ketilsstöðum. Er í greininni mjög villandi farið með orðið mæðiveiki, svo að vel er til þess fallið að valda misskilningi út á við og gæti jafnvel valdið ó- þarfa ótta einhverra bænda á Austurlandi. Sem dýralækni fyrir Austfirðingafjórðung er mér mál þetta all-skylt, og vil ég leyfa mér að biðja Tímann fyrir nokkrar athugasemdir við greinina. Greinarhöf. talar um „lang- varandi mæðiveiki austan- lands“„ og gætu þeir, sem lítt eru kunnir á Austurlandi, freistast til að halda, að hér væri um hina borgfirzku fjár- sýki að ræða. En svo er ekki, sem betur fer. Heldur hefir Hallgr. tekið nafnið mæðiveiki bessaleyfi og notar það nú á löngu um garð gengnar pestir, sem aldrei verð- ur hægt að sanna, hvað voru, og á alla þá mæði í sauðfé, sem honum er óskiljanleg eða eins og hann lýsir þessari „mæði- veiki sinni“: .... þegar kind- ur, ein eða fleiri, eru með mik- illi mæði mánuðum, misserum eða jafnvel árum saman, án vit- anlegra orsaka, svo sem hlaupa, hræðslu eða öðru þvíuml.“ Hvernig á meðalgreindur maður að skilja þennan hugs- anagang? Hver hefir nokkurn- tíma heyrt um langvarandi mæði af hlaupum eða „hræðslu"? Eða hvernig á að hugsa sér langvarandi mæði án orsaka? Hallgr. getur verið viss um að öll mæði á sér orsakir, en hitt er annað mál, hvort þær eru honum vitanlegar eða ekki, og ætlast víst enginn til þess af honum, sem til þekkir. En hann leyfir sér samt að skrifa langar blaðagreinar um málið til þess eins að auka á rugling manna og skilningsleysi í þess- um málum. Það er ósköp einföld kenning að kalla alla mæði „mæðiveiki", ef hún kemur í fé „án vitan- legra orsaka", eins og Hallgr. segir, en þó er honum ljóst, að mikil mæði fylgir mörgum sjúk- dómum öðrum en mæðiveik- inni, og telur hann þá upp í greininni þannig: „fári“, bráða- pest (þetta tvennt er nú sama veikin, Hallgr.!), lungnabólgu, smitandi lungnabólgu (lungna- pest), vatnssótt á vissu stigi o. fl.“, fyrir nú utan hlaupin og „hræðsluna“! Enda er því þann- ig varið með þau tilfelli, sem Hallgr. hefir dæmt „mæðiveiki“ og ég hefi komizt til að athuga eftir hann, að þau hafa reynst vera vatnssótt, bráðapest, lungnapest og í lungum, sem hann hefir sent Rannsóknastofu Háskólans, fannst venjuleg ormabólga. Hallgr. er afar óánægður með nafnið mæðiveiki yfir borg- firzku veikina og telur það „mjög ónákvæma lýsingu“ og „ekkert lýsingarorð“ yfir veik- ina. Hvernig í ósköpunum getur maðurinn búist við að eitt stutt nafn sé nákvæm lýsing á sjúk- dómi með öllum hans einkenn- um? Sjúkdómanöfn lýsa venju- lega aðeins einu einkenni sjúk- dómsins. En að kalla alla mæði „mæðiveiki“ er sama nákvæmni og að segja, að allir þeir, sem 1 yrði það á að hósta, hefðu kíg- | hósta. j Það má Hallgr. eiga, að hann I hefir ekki viljað fullyrða, að þetta væri sama veiki og borg- ! firzka fjársýkin og vil ég vin- 1 samlega ráðleggja honum að hætta alveg við að búa til „nýja mæðiveiki". Nógur er mis- skilningurinn samt. Það er nógu villandi, að hann útbreiðir þess- ar kenningar sínar á öllum mannfundum á Austurlandi, þó hann sé ekki að fara með þær í blöð, sem lesin eru um allt land. Þá segir Hallgr. að próf. Dun- gal hafi lýst yfir því í útvarps- erindi, að borgfirzka fjársýkin væri ekkert annað en það sem í ýmsum fjárræktarlöndum Ev- rópu gengi undir nafninu orma- veiki. Má vel vera að próf. Dun- gal hafi sagt eitthvað þessu líkt, en þarmeð hvorki játar hann né sannar, að sýkin sé ormaveiki, enda er vitanlegt að álit hans gengur í þveröfuga átt. Annars getur prófessorinn svar- að þessu sjálfur, ef honum finnst taka því. Einnig segir í greininni, „að flestir dýralæknarnir hafi litið svo á, að eins miklar líkur væru fyrir því, að veikin væri ekki sérstakur sjúkdómur, heldur af- leiðingar af lungnaormum“. Þetta er ekki nema hálfur sann- leikur, sá helmingurinn sem hentar höf. betur í augnablik- inu. Dýralæknarnir ályktuðu á sínum tíma, að sennilegt væri, að veikin stafaði af lungnapest samfara lungnaormaveiki. Síðan hefir nokkur reynsla fengist og ýms viðhorf breyzt,

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.