Tíminn - 10.03.1938, Blaðsíða 2
40
TÍMINN
Rannsókn
togaraútgerðarínnar
„Það er eðlilegt og skiljanlegt,
að sjómenn biðji um hærra
kaup“, bætir blaðið við.
Þetta seglr blað útgerðar-
manna örfáum dögum eftir að
útgerðarmennirnlr eru búnir að
neita hækkun, sem ekki fól í
sér nema hluta af kröfum sjó-
manna, og eftir að formaður út-
gerðarmannafélagsins er búinn
að lýsa yfir þvi, að þeir myndu
ekki einu sinni gera út með sömu
kjörum og áður!
Og svo heldur blaðið hugleið-
ingum sínum áfram eitthvað á
þessa leið: Sjómennirnir þurfa
að fá hærra kaup. Útgerðar-
mennirnir geta ekki greltt. „Það
er ekki til neins . . . að benda
á bankana". Þeir geta heldur
ekki hjálpað.
Sjálfir hafa útgerðarmennirn-
ir gert kröfur um stórkostlegar
fjárgreiðslur úr ríkissjóði. En
hvað segir svo blað þeirra um
þá hluti? Orðrétt á þessa leið:
„Er ríkissjóður þess megnugur
að bæta bönkunum töpin af út-
gerðinni? Nei, vissulega er hann
þess ekki megnugur“!
Hver er niðurstaða allra þess-
ara hugleiðinga? Nákvæmlega
engin!
En á öðrum stað í greininni
er að finna talsvert greinilega
niðurstöðu a. m. k. um hug aðal-
málgagns stórútgerðarmanna til
þessarar kaupdeilu. Þar segir svo
orðrétt:
„Togaraverkfallið, eins og í
pottinn er búið, er því raunveru-
lega ekki deila milli sjómanna
og útgerðarmanna, heldur er
það alvarleg áminning til ríkis-
stjórnarinnar og ráðandi meira-
hluta á Alþingi-----“.
Hvort ber að skilja þess um-
mæli sem töluð fyrir munn alls
Sjálfstæðisflokksins? Og á að
skilja það svo, að „Sjálfstæðis-
flokkurinn vilji hafa þessa „á-
minningu“ sem lengsta og eftir-
minnilegasta, jafnvel þótt hún
reyndist „slík blóðtaka fyrir
Reykjavíkurbæ, að hann myndi
seint eða aldrei bíða þess bæt-
ur“?
Gálaus eru slik ummæli og ó-
líklegt, að þau séu töluð fyrir
margra munn.
Og hvað segja þá sjómenn-
irnir og forystumenn verkalýðs-
ins, sem sýnkt og heilagt tala
um að styðja „vinstri stjórn“?
Taka þeir undir það, að til þess-
arar deilu sé stofnað af þeirra
hálfu sem „áminningar" til
stjórnar bænda og verkamanna
i landinu? Ætla þeir að „fljóta
sofandi að feigðarósi" um fram-
hald þessa máls, meðan togar-
anna bíða full mið flskjar, sem
seljanlegur er íyrir frjálsan
gjaldeyri á erlendum mörkuð-
um?
Á næstu sólarhringum verður
þessari spurningu svarað — eða
ekki svarað. Framsóknarflokkur-
inn mun ekki lengi bíða átekta
um að hefjast handa um þá við-
ieitni, sem ábyrgum stjórnmála-
flokki er skylt að reyna, þegar
slíkt er í húfi, sem nú er.
Dánarmínnmg
Nýlega er látinn Jón Guð-
mundsson búfræðingur og bóndi
á Veðrará í Önundarfirði, 73 ára
gamall. Jón var fæddur að Ket-
ilsstöðum í Hvammssveit í Dala-
sýslu. Á unga aldri fór hann til
Torfa í Ólafsdal og nam þar bú-
fræði. Laust fyrir 1890 fluttist
Jón vestur í Önundarfjörð og
vann við verzlunarstörf hjá
Torfa Halldórssyni kaupmanni
á Plateyri. Stuttu síðar kvæntist
hann bróðurdóttur Torfa, Guð-
rúnu Jónsdóttur frá Veðrará,
sérstakri myndarkonu, og lifir
hún nú mann sinn. Þegar þau
glftust byrjuðu þau búskap á
Veðrará og bjuggu þar síðan alla
tíð að undanteknum 4 eða 5 ár-
um er þau bjuggu að Kroppstöð-
um í Önundarfirði. Þeim hjón-
um varð fjögurra barna auðið
er öll komust til fullorðinsára.
Elst barna þeirra var Jóna. Var
hún gift, en er dáin fyrir 8 ár-
um. Næstur aö aldri var Oddur.
Var hann orðinn stýrimaður í
Ameríku, en lézt þar rúmlega
tvítugur. Tvö yngstu börn þeirra
lifa. Guðmundur starfsmaður
hjá Kaupfélagi Önfirðinga og
Sigrún gift Hjörleifi Guðmunds-
syni verkstjóra á Flateyri.
Jón var sá bóndi í Önundar-
firði, sem lengst hafði þar búið,
er hann lézt. Bjó hann, sem fyr
segir lengst af á föðurleifð konu
sinnar. Bætti hann jörð sína
mikið og bjó jafnan góðu búi,
þótt jörðin væri ei stór, enda var
kona hans honum samhent og
hin mesta búkona vel geíin og
sköruleg.
Veðrará er í þjóðbraut, nærri
heiðinni milli Önundarfjarðar
og Dýrafjarðar og við fjörðinn
þar sem ferjað var yílr. Var því
jafnan gestkvæmt á Veðrará.
Þar komu flestir, sem leið áttu
þar um. Það þótti sjálfsagt að
hafa tal af Jóni bónda, spyrja
hann ráða um hvar bezt væri
að ríða yfir fjörðinn, eða um
færðina yfir heiöina, ef í þá átt-
ina var farið. Alltaf var jafngott
að eiga viðræður við Jón um
þetta og hann réð heilt og skyn-
samlega, og var alltaf boðinn og
búinn að veita mönnum aðstoð
ef með þurfti, hvort sem það
var fylgd, gisting eða annar
greiði, enda eru þeir margir, sem
þegið hafa greiða hjá þeim
hjónum að Veðrará, og sjaldn-
ast munu þau hafa ætlast til
greiðslu fyrir.
í fyrra á skírdag kom sá, er
þetta ritar ásamt 15 öðrum
skíðamönnum til þeirra hjóna á
Veðrará. Það var talið sjálfsagt
að koma þar, til þess að drekka
kaffi, enda var það til reiðu,
eins og vant var. Allt virtist
mér þar likt og það var þegar
ég kom þar næst áður, fyrir 10
árum. Sama gestrisnin, sami
léttleiki og fjör yfir gamla
manninum, og sami áhuginn
fyrir velgengni ferðamannanna.
Mér fannst Jón þá svo hress að
mér kom lát hans mjög á óvart
er ég frétti það.
Önundarfjörður hefir með
Jóni á Veðrará misst einn af
beztu bændum sínum og óvenju-
góðan gestgjafa, og munu marg-
ir ferðamenn, sem fara þessa
fjölförnu leið sakna hans og
þykja skarðið ekki auðfyllt.
Gl. R.
BrunabótaféLIslands
Aðalskrif stof a:
Hverfisgata 10, — Reykjavík.
UMBOÐSMENN
í öllum hreppum, kauptúnum og
kaupstöðum.
Lausafjártryggingar (nema
verzlunarvörur) hvergi hag-
kvæmari.
BEZT AÐ VÁTRYGGJA LAUST
OG FAST Á SAMA STAÐ! —
Upplýsingar og eyffublöff á
aðalskrifstoíu og hjá um-
boðsmönnum.
Kolaverzlun
SIGURÐAR ÓLAESSONAR
Símn.: Kol Reykjavík Sími 1988
Nýafstaðinn er nú auka-
fundur Sölusambands ís-
lenzkra fiskframleiðenda.
Mun það hafa verið ætl-
un stórútgerðarmanna að
fá þennan fund til að
mæla með kröfum þeim,
sem þeir hafa gert til
ríkisstjórnarinnar. En þess-
ar kröfur hafa verið rædd-
ar undanfarið á fundum,
sem útgerðarmenn hafa
haldið með fulltrúum
helztu stjórnmálaflokk-
anna.
Stærsti heimsviðburður síð-
asta mánaðar gerðist í Eng-
landi, er Anthony Eden lét þar
af embætti utanríkismálaráð-
herra, en Halifax lávarður tók
við í hans stað. Eden var óvenju
ungur maður í brezkum ráð-
herrastóli, en hæfileikar hans í
þessari stöðu voru taldir frá-
bærir að ýmsu leyti og al-
mannahylli mun hann hafa not-
ið meiri en nokkur annar ein-
stakur ráðherra hinnar svoköll-
uðu „þjóðstjórnar", sem nú
ríkir með Bretum. Hann var
öflugur talsmaður þjóðabanda-
lagsins og eindreginn andstæð-
ingur hinnar ítölsku og þýzku
hernaðarstefnu. Fráför hans
varð út af ágreiningi innan
stjórnarinnar um hvort taka
skyldi boði Mussolini um að
ganga til samninga um hin
margháttuðu deilumál Breta og
ítala. Var Eden því mótfallinn
og taldi ónógar tryggingar fyr-
ir því frá ítala hálfu, að við- ;
unandi árangurs mætti vænta '
af samningum. En forsætisráð- |
herrann, Neville Chamberlain, !
útgerðinni, verði jafnframt
framkvæmdur allur mögulegur
sparnaður á öðrum kostnaðar-
liðum útgerðarinnar eins og t.
d. launagreiðslum útgerðar-
manna og yfirmanna, öðru
starfsmannahaldi, gjöldum til
bæjarfélaga o. s. frv.
Það væri fullkomið óráð af
því opinbera að veita nokkra
verulega hjálp, án slíkrar
tryggingar.
Nauðsynleg
rannsókn.
réð stefnu stjórnarinnar í því
máli. Tiðindi þessi hafa slegið
óhug á þær þjóðir, sem sér hafa
vænt trausts og halds, þar sem
Bretar voru, gegn ágangi her-
skárra ríkja.
En fyrir þá sem minni máttar
eru í álfunni, hefir fleiri blikur
á loft dregið í þessum mánuði.
Balkanríkin hafa séð þann kost
vænstan að viðurkenna yfirráð
ítala í Abessiníu, og talið er að
fleiri muni á eftir fara. Musso-
lini leitar nú samninga við A-
bessiníukeisara um að hann
sjálfur afsali sér öllu tilkalli til
landsins gegn því að njóta þar
svipaðra metorða og furstarnir
í Indlandsríki Breta. Á Spáni
er borgin Teruel nú aftur fallin
í hendur uppreisnarmönnum og
hinu ítalska hjálparliði þeirra.
í Austurríki hafa orðið miklir
viðburðir. Hitler kallaði Schus-
snigg Austurríkiskanzlara á
sinn fund í Þýzkalandi og varð
Schussnigg að lofa því að veita
austurrískum nazistum, sem
vilja sameiningu við Þýzkaland
meira frjálsræði en áður til
ar er ekki lengur neitt einkamál
atvinnurekendanna. Það er orðið
almennt vandamál, sem fram-
tíð þjóðarinnar getur oltið á.
Þetta viðurkenna útgerðarmenn
sjálfir með því að leita á náðir
ríkisvaldsins. Þeir segja sem satt
er að þeir geti ekki leyst málið
hjálparlaust. Þeir krefjast sjálf-
ir opinberrar íhlutunar. Ríkið
skerst ekki í málið fyr en út-
gerðarmenn biðjast þess. Til hins
geta þeir ekki ætlast, að þeir
sjálfir en ekki ríkisvaldið ráði
því, hvaða hjálp það veitir og
hvernig það framkvæmir hana.
Og til þess geta þeir sízt af
öllu ætlast, að ríkið veiti veru-
lega aðstoð, án þess að það hafi
tryggingu fyrir því, að hún komi
að fullum notum og verði til
þess að auka atvinnuna.
Hvað er framundan
í kaupdeilunní?
Kaupdeilan er alvarlegasta
mál dagsins í dag. Og því miður
sýnist ekki líklegt, að úr henni
ætti að greiðast á venjulegan
hátt. Sáttasemjari rikisins hefir
lagt fram miðlunartillögu. En
þeirri miðlunartillögu hefir ver-
ið hafnað af samninganefndum
beggja aðila. Deilan sýnist í
bili vera óleysanleg nema með
nýjum róttækum aðgerðum.
Morgunbl. 5. þ. m. lýsir rétti-
lega því ástandi sem framhald
kaupdeilunnar myndi skapa á
næstu vikum: „700 sjómenn"
eru atvinnulausir. Þar við bætist
svo sá fjöldi „verkamanna og
kvenna, sem íengi ágæta at-
vinnu við meðferð aflans frá
togurunum“ — ef deilan leyst-
ist. „Stöðvun togarana yfir
saltfisksvertíð“, segir blaðið,
„er slík blóðtaka fyrir Reykja-
víkurbæ, að hann myndi sekit
eða aldrei bíða þess bætur“.
En alveg í sömu andránni tek-
ur blaðið upp hið gamla ábyrgð-
arleysiskjal sitt um verðhækkun
lífsnauðsynja í bænum. Það tal-
ar beinlínis eins og það væri að
berjast fyrir kröfum sjómanna.
„Sjómenn benda einnig á aukna
dýrtíð", segir það. Og „þessu er
ekki hægt að neita“.
Og þó er það skjallega sann-
að með tölum frá Hagstoíunni,
að dýrtíðin er ekki meiri nú
en hún var árið 1929, þegar sjó-
mannasamningar þeir, er gilt
haía, voru gerðir.
starfsemi sinnar og gera fylgis-
mann nazista að ráðherra allra
lögreglumála. Meðan þessu fór
fram 1 Vínarborg, voru þýzkar
liðssveitir að heræfingum við
landamæri Austurríkis. Sam-
hliða hefír nú Hilter hafizt
handa á ný um að láta til sín
taka málstað hins þýzka
minnahluta í Tékko-Slovakiu.
Tékkó-Slovakar búa nú sem á-
kafast her sinn gegn yfirvofandi
þýzkri innrás. Og fyrirætlanir
Þýzalands nú um sameiningu
allra þýzkumælandi manna í
„stórþýzkt" ríki geta orðið að
veruleika áður en varir.
í Rúmeníu hefir enn dregið
til tíðinda. Goga, foringi kristi-
legra þjóðernissinna, sem þar
hafði myndað stjórn rétt
um áramótin með Gyðingaof-
sóknum að þýzkum sið, heflr nú
orðið að leggja niður völd.
Höfðu frá ýmsum erlendum
ríkjum borizt aðvaranir gegn
stjórnarstefnu hans. Þá bar það
og til tíðinda, að sendiherra
Rússlands í höfuðborg Rúmena
hvarf skyndilega og til hans
spurðist ekki. Var talið, að
stjórn Rússlands hefði haft í
hótunum um innrás í Rúmeníu
vegna þessa atburðar. Stjórnin,
sem við tók, var samsteypu-
stjórn flestra flokka og forseti
hennar grísk-katólskur • erki-
biskup. En með opinberri þjóð-
aratkvæðagreiðslu um nýja
stjórnarskrá, hefir Carol kon-
ungur nú látið fela sér einræð-
isvald í landinu.
Að stórpólitískum viðburðum
fráteknum, mun í sl. mánuði
einna mest hafa verið ritað og
rætt um hinn svokallaða Pap-
aninleiðangur og björgun hans
af ísjaka í norðurhöfum. Papa-
nin og menn hans eru rússnesk-
ir vísindamenn, er réðust í þá
mannraun, að láta sig reka á
hafís suður eftir Norðuríshafi í
þeim tilgangi að gera rannsókn-
ir um veðráttu og hafstrauma í
kuldabeltinu. Lentu þeir í hinn
mesta lífsháska, en var að lok-
um bjargað austur af Græn-
landi af flugvélum frá rússnesk-
um ísbrjót. Áhöld þeirra og
skýrslur náðust einnig af jak-
anum og mun af því mega
vænta vísindalegs árangurs.
Þann 15. febr. var Alþingi sett.
En fjárveitingarnefnd hafði
komið saman nokkru áður til að
vinna undirbúningsstörf, sem
ekki eru bundin við að þing
sitji. Allmörg mál eru þegar
fram komin í þlnginu, bæði
undirbúin af rikisstjórninni og
einstökum þingmönnum. Eru
hin helztu þeirra talin á öðrum
stað í blaðlnu. Annars er nú að
verða minna um það en áður,
að borin séu fram svokölluð
„stjórnarfrumvörp“, samþykkt
af konungi. Hefir stjórnin í
staðinn þá aðferð að fela þing-
nefndum eða einstökum þing-
mönnum málin til flutnings og
er þess þá venjulega getið í
greinargerð, að þau séu flutt að
tilhlutun stjórnarinnar. Fjár-
lagaræðan var flutt 23. febr. og
útvarpað, að venju. Á árinu sem
leið hefir orðið rekstrarafgang-
ur hjá ríkissjóði rúml. 870 þús.
kr., og skuldir ríkisins hafa
lækkað um nál. 1 milljón. Verzl-
unarjöfnuðurinn við útlönd
hefir verið hagstæður á árinu
um 7 millj. 200 þús. kr. sam-
kvæmt bráðabirgðaskýrslum
Hagstofunnar. Yfirfærsluörðug-
leikar eru þó allmiklir, þrátt
fyrir hinn hagstæða verzlunar-
jöfnuð. Valda því innieignir ís-
lendinga á vöruskiptareikning-
um erlendis, gamlar kröfur frá
þeim tíma, er verzlunarjöfnuð-
urinn var óhagstæður og svo
það, að hinar „duldu greiðslur“
(fyrir annað en Innkeyptar
vörur á árinu) fara vaxandí.
Má þar t. d. nefna vexti og af-
borganir af lánl Reykjavíkur-
bæjar til virkjunar Sogsins.
Sérstaka athygli vakti i ræöu
fjármálaráðherra samanburður
sá, er hann gerði á verzlunar-
jöfnuði og gjaldeyrisnotkun til
arðbærra fyrirtækja annarsveg
ar á árunum 1925—34 (10 ár),
og hinsvegar þrem síðustu ár-
um, 1935—37. Meðalútflutning-
ur þessara þriggja síðustu ára
hefir, vegna lokunar saltflsks-
markaðanna, orðið 8 millj. kr.
lægri að meðaltfali á ári en
að meðaltali næstu 10 árin á
undan (1925—34). Þrátt fyrir
það er verzlunarjöfnuðurinn við
útlönd hagstæður um 5,3 millj.
kr. að meðaltali þrjú síðustu ár-
in, en ekki nema 2,5 millj. kr.
fyrri 10 árin. Þar við bætist svo
sú staðreynd, að síðustu þrjú
árin hefir verið lagt svo að segja
jafn mikið fé í ný iðnaðar- og
framleiðslufyrirtæki og samtals
næstu 10 árin á undan, eða nál.
20 millj. kr. á hvoru tímabilinu
um sig. Gefur að skilja, hversu
þessi mikli vöxtur arðbærra
fyrirtækja og innkaup til að
koma þeim á fót, hefir þrengt
að gjaldeyrisverzluninni á hin-
um síðustu erfiðu árum — og
hinsvegar hversu nú væri kom-
Kröfur útgerðarmanna eru
margar og hljóða um aflétt-
ingu tolla og skatta, frjálsan
gjaldeyri, að ríkið borgi inn-
flutningstolla á fiski í öðrum
löndum o. s. frv.
Eins og skýrt hefir verið frá
hér í blaðinu felldi seinasta Al-
þingi niður ýmsa tolla, sem
hvílt hafa á útgerðinni. Mun
láta nærri að sú eftirgjöf nemi
6000 kr. á togara á meðalári.
í frv., sem Framsóknarmenn
hafa borið fram um fækkun
yfirmanna á skipum, er lagt til
að lækka útgerðarkostnað hvers
togara, um rúmar 4000 kr. á
ári. Einnig stendur til að létta
undir með útgerðinni á ýmsan
annan hátt.
Trygging, scm
ríkið verður
að hafa.
Það hafa því þegar verið
gerðar verulegar ráðstafanir til
þess að lækka rekstrarkostnað
stórútgerðarinnar.En þessi hjálp
hins opinbera leggur því jafn-
fram skyldu á herðar. Það væri
fullkomið gáleysi að gefa út-
gerðarmönnum eftir stórfelld-
ar fjárhæðir, án þess að jafn-
framt sé tryggt, að þessar ráð-
stafanir verði raunverulega til
þess að bæta rekstrarafkomu
útgerðarinnar. Ríkið verður að
hafa tryggingu fyrir því, að
þessar eftirgjafir verði ekki
gerðar tilgangslausar með auk-
inni eyðslu á öðrum sviðum.
Það verður einnig að gera kröfu
til þess, að þegar það leggur á
sig auknar byrðar til hjálpar
Kröfur útgerðarmanna til
ríkisstjórnarinnar og lýsingar
þeirra á hinu bága ástandi út-
gerðarinnar eru þannig vaxnar
að ekki má daufheyrast við
þeim.
Það fyrsta, sem ríkið verður
því að gera, er að kynna sér á
hvaða rökum þessar kröfur og
lýsingar eru reistar. Það verður
að láta fara fram rannsókn á
efnahag og rekstri stórútgerðar-
innar.
Hver einasti kostnaðarliður
útgerðarinnar þarf að vera tek-
inn til nákvæmrar athugunar
svo séð verði, hvaða sparnaði
verði þar viðkomið.
Þessi rannsókn verður jafn-
fram að vera það ítarleg, að hún
leiði það fullkomlega í ljós,
hvaða rekstarfyrirkomulag henti
útgerðinni bezt og tryggi lengst-
an úthaldstíma skipanna.
Á niðurstöðum slíkrar rann-
sóknar verður ríkið að byggja
úrlausnir sínar í þessum málum.
Hitt væri fullkomin fávizka að
fara aðeins eftir kröfum útgerð-
; armanna, án nokkurrar annarar
, athugunar og tryggingar fyrir
því, að slíkar ráðstafanir yrðu
j ekki gerðar þýðingarlausar með
aukinni eyðslu á öðrum sviðum.
Almeiiní vandamsil
en ekki einkamál
atvinnurekenda.
Einhverjir kunna að telja að
með slíkri aðferð og ráðstöfun
gangi ríkið inn á friðhelgi ein-
staklingsréttarins.
Þetta er fullkomin misskiln-
ingur. Rekstur stórútgeröarinn-
Febrúarmánnður