Tíminn - 05.05.1938, Blaðsíða 2

Tíminn - 05.05.1938, Blaðsíða 2
72 TÍMINN »Bfargráð í gjaldeyrismálum er steina áranna 1924-27«, segir Ólaíur Thórs En hún var ótakmarkaður innflutn- Ingur, enginn nýr stuðningur við framleiðsluna og auknir tollar á at- vinnnvegnnum. Hvernig licfði þessi stefna reynst í fram- kvæmd á árunum 1935—37? Morgunblaðið hefir sjald- an gert formanni Sjálfstæð- isflokksins meiri óleik en með því að hafa eftir hon- um ummæli, sem hann lét falla í neðri deild við 1. umr. um gjaldeyrislánið. Þessi ummæli vöktu góð- látlegt bros í þingdeildinni og þau munu gera það bros almennt um land allt fyrst Morgunblaðið reynd- ist svo óheppið að vekja á þeim meiri athygli en orð- in var. Ummæli Ólafs voru þau, „aS ekki hefði þurft að grípa til slíkrar lántöku nú, ef Sjálfstæð- isflokkurinn hefði ráðið og fylgt hefði verið stefnunni, sem var mótuð á árunum 1924—27“. Árin 1924-27. Stjórnarár íhaldsins 1924—27 voru einhver hin mestu veltu- ár. Fiskaflinn var oftast mjög góður og fiskverðið hagstæðara en nokkuru sinni fyr eða síðar. Verðmæti útflutts saltfiskjarins nam til jafnaðar 41 milj. kr. Verðmæti útflutningsins var til jafnaðar 70,5 millj. kr. á ári. En þrátt fyrir þetta safnaði landið skuldum erlendis síðari hluta þessa timahils. Samkvæmt útreikningi Hagstofunnar námu skuldir þjóðarinnar við útlönd í árslok 1925 39.4 millj. kr., en i árslok 1927 49.4 millj. kr. Þær höfðu þannig aukizt um 10 millj. kr. tvö seinustu stjórnarár íhaldsins. Stefna íhaldsins á þessum ár- um var hin sama og það hefir fylgt síðan, að hafa innflutning- inn óheftan. Þessvegna varð 5 millj. kr. halli á verzlunarjöfn- uðinum árið 1926, enda þótt út- flutningurinn hefði numið yfir 53 millj. kr. Það er alrangt, að nokkuð hafi verið létt undir framleiðslunni á þessum árum. Styrkir til at- vinnuveganna voru ekki auknir neitt frá því, sem áður hafði verið, og voru margfalt lægri en þeir eru nú. Hinsvegar voru toll- ar hækkaðir verulega á þessu tímabili. Á þingi 1924 voru öll aðflutningsgjöld hækkuð um 25% (gengisviðauki) og auk þess lagður 20% verðtollur á flestar vörur. Þannig lögðust þyngri tollar á framleiðsluna þessi ár en verið hafði áður. „Stefnan, sem var mótuð á árunum 1924—27“ var því í stuttu máli þessi: Ótakmarkað- ur innflutningur, engir nýir styrkir til framleiðslunnar, en tollabyrði hennar hinsvegar aukin. Það, að þessi stefna kollsigldi ekki þjóðarskútunni, var ein- göngu hinu mikla góöæri þess- ara ára, fiskaflanum og fisk- verðinu, að þakka. Arin 1935-37. Árin 1935—37 eru á engan hátt sambærileg við þessi ár. Tvö seinustu árih hefir ekki veiðst helmingur af venjulegum meðalafla. Meðalútflutningur saltfiskjar hefir ekki orðið, nema 17 millj. kr. Allur útflutningur- inn hefir orðið 52 millj. kr. til jafnaðar á ári eða 18,5 millj. kr. lægri en í stjórnartíð íhaldsins. Þrátt fyrir þetta hefir verzl- unarjöfnuðurinn orðið helmingi hagstæðari á þessum árum, en hann var til jafnaðar 10 næstu árin á undan eða 5.3 millj. kr. á móti 2.5 millj. kr. Skuldirnar hafa heldur ekki hækkað að ráði á þessum árum, umfram Sogslánið. Þessi árangur hefir náðst fyr- ir atbeina innflutningshaftanna og með auknum stuðningi til framleiðslunnar. Fyrir atbeina innflutningshaftanna hefir inn- flutningur þriggja seinustu ára orðið 11 millj. kr. lægri til jafn- aðar, en meðálinnflutningurinn á árunum 1925—34. Með því að hækka skatta á hátekjum og stóreignum hefir ríkissjóði orðið kleift að veita framleiðslunni margfalt meiri hjálp en áður og þannig hafa skapast margar nýjar útflutningsafurðir. « Ef ..stefmumi frá 1924 —27“ hefði verlð fylgt. En hvernig hefði farið, ef stefnu íhaldsins frá 1924—27 hefði verið fylgt á þessum ár- um? Hvernig hefði farið, ef inn- flutningurinn hefði verið látinn óheftur? Hvernig hefði farið, ef fram- leiðslan hefði ekki fengið neina aukna hjálp? Engin afurðasölu- lög, engin skipulagning á sölu saltfiskjar og síldar, ríkið ekki byggt eða styrkt byggingu síld- arverksmiðja, enginn styrkur verið veittur til frystihúsa, mjólkurbúa, nýbýla, loðdýra- ræktar, kartöfluframleiðslu, karfavinnslu, ufsaveiða og ann- ara þvílíkra nýjunga. En engir slíkir styrkir eða hjálp til framleiðslunnar var veitt á árunum 1924—27. Það er auðvelt að hugsa sér, hvernig þetta hefði farið, með því að athuga aðeins eitt atriði: Innflutningurinn 1935—37 heföi ekki orðið minni en 1924 —27, ef innflutningurinn hefði verið frjáls. Árin 1924—27 var meðalinnflutningur 60 millj. kr., en meðalútflutningur áranna 1935—37 var 52 millj. kr. Ef „stefnu og ráðum“ íhaldsins hefði verið fylgt hefði saman- lagður halli á verzlunarjöfnuði þessara ára a. m. k. orðið 24 millj. kr. í stað þess, að hann varð hagsjtæður um 16 millj. kr. vegna ráðstafana Eysteins Jóns- sonar. Eru skynsaniari menn Sjálfstæðisflokksins að rumska? Það er von að menn brosi, þegar formaður Sjálfstæðis- flokksins heldur því fram, ann- aðhvort af einfeldni eða í trú á vanþekkingu almennings, að slík stefna hefði ráðið bót á erfið- leikum undanfarinna ára. Slík stefna hefði beinlínis leitt þjóðina í fjárhagslega glöt- un og orðið þess valdandi, að ísland væri ekki lengur í tölu sjálfstæðra ríkja. Þetta mun líka öllum skyn- samari mönnum ihaldsins ljóst. Þessvegna mun þeim heldur engin þökk í því að formaður Sjálfstæðisflokksins skuli þann- ig verða sjálfur til þess að rifja upp það ábyrgðarleysi, sem íhaldið hefir sýnt í þessum mál- um á undanförnum árum. En fyrir þjóðina er holt að það sé rifjað upp, sem oftast. Það er nauösynlegt fyrir hana að vita, að Sjálfstæðisflokkurinn hefir fyrst og fremst verið hags- munasamtök ábyrgðarlausra fjáraflamanna, sem hafa miðað stefnu sína við gróða líðandi stundar, en ekki við afkomu og fjárhagslegt sjálfstæði þjóðar- innar. Gáleysi Sjálfstæðisflokks- ins í þessum málum sézt bezt, þegar það er nú athugað, hvern- ig farið hefði, ef ráðum hans hefði verið fylgt. Það er ekki óhugsandi, að einmitt slík at- hugun geti orðið þess valdandi, að hinir hyggnari menn flokks- ins komizt á þá skoðun að flokk- urinn verði að breyta um stefnu og láti þá hina ábyrgðarlausu heildsalaklíku heldur sigla sinn sjó. ntuliiuiítilé-iitilisttniiið EStír Jón Árnason Sramkvæmdastjóra Stopul atvinna er engin nýj- ung hér á landi. Og mér er nær að halda að „atvinnuleysi“ hafi verið öllu meira hlutfallslega fyrir 40—50 árum, heldur en síðustu tvo áratugina. En sá var munurinn, að atvinnulítið fólk var þá í sveitum, engu síð- ur en í sjóþorpum og bæjum, en nú má heita, að ekki sé um neitt atvinnuleysi að ræða, nema í bæjum og sjóþorpum. Atvinnuleysið virðist orðið að pólitísku lífsviðurværi jafn- aðarmanna og sjálfstæðis- flokksmanna. Þegar birtar eru tilkynningar um það í blöðun- um, að atvinnulausir menn hér í bænum verði skráðir, er ekki látið nægja að tilgreina stað og stund, þegar skráningin á fram að fara, heldur er skorað á menn að mæta til skráningar, rétt eins og borgarstjóranum sé eitthvert sérstakt áhugamál að hjörðin alheimtist. Þetta er ofurskiljanlegt, þegar þess er gætt, að Sjálfstæðisflokkurinn hefir mjög notað „atvinnuleys- ið“ í áróðri sínum á rikisstjórn- ir þær, sem með völd hafa far- ið í landinu allmörg undanfar- in ár. Jafnaðarmenn þurfa að nota atvinnuleysið til að sanna, hvað „auðvaldsskipulagið“ sé mein- gallað. Þess vegna reyna þeir líka að gera sem mest úr því. Sem betur fer, hefir atvinnu- leysi verið mjög lítið hér á landi mörg undanfarin ár, enda eru gæði landsins ekki hagnýtt enn, nema að litlu leyti, og ætti því að vera mögulegt fyrir landsmenn að hafa nægilegt að gera sér til framfæris. Mér dettur ekki í hug að rengja það, að þeir sem láta skrá sig á atvinnuleysisskýrsl- ur, séu atvinnulausir daginn, sem skráning fer fram, en hitt er líka alveg víst, að margir þeirra, sem skráðir eru, hafa atvinnu mikinn hluta ársins. Það er nokkuð áberandi hér í Reykjavík, að því nær á hverj- um degi er auglýst eftir fólki, einkum virðast húsmæðurnar eiga erfitt með að fá vinnukon- ur, og sveitabændur erfitt með að fá daglaunafólk, bæði vetur og sumar. En samtímis því, sem sveitabúskapur smáfærist yfir í einyrkj abúskap og húsmæð- urnar hér í höfuðstaðnum eru aðstoðarlausar við hússtörfin, eða verða að fá sér vinnukonur frá útlöndum, er verið að kosta ærnu fé og miklu málæði til þess að koma af stað „atvinnu- bótavinnu" handa unglingum. Alþýðuflokkurinn og sjálf- stæðisflokkurinn berjast um atkvæði þurfalinga og at- vinnuleysingja hér í Reykjavík við hverjar kosningar bæði til bæjarstjórnar og Alþingis. Þessi barátta setur svip sinn á fá- tækramál og „atvinnuleysis“- mál landsins, og reyndar á alla pólitík þessara tveggja flokka. Það væri ekki úr vegi að taka til athugunar, hvort ekki muni sanngjarnt að svifta þurfamenn atkvæðisrétti til bæja og sveita- stjórnakosninga. Þó þetta fólk kunni að vera ágætis manneskj - ur, þá er það þó upp og ofan lakari þjóðfélagsborgarar en hinir, sem sjá sér farborða án sveitarstyrks. Og það virðíst tæplega geta talizt ósanngirni, þó þeir sem verða að annast framfæri þurfamanna, hafi dá- lítið meiri rétt í sveitamálum, en þurfamennirnir sjálfir. Launagreiðslur okkar íslend- inga á síðustu áratugum hafa verið apaðar eftir staðháttum iðnaðarlandanna, en ekkert tillit tekið til náttúrufars og atvinnuhátta landsins. Ég drap á það í blaðagrein 1930, að rétt mundi að taka hér upp aftur þá venju, sem tíðkast hefði í landinu um langan aldur, að greiða verkamönnum laun eftir árstíðum. Nokkrir kunningjar mínir úr flokki verkamanna tóku þessari tillögu hið versta Ræða Hermanns Jónassonar iorsætísráðherra við 3. umræðu fjárlaga á Alþíngíl938 Herra forseti, góðir íslendingar! Ég þarf, eins og þið hafið heyrt, bókstaflega engu að svara vegna minna stjórnar- deilda, og því verður ræða mín nokkuð almennt svar við þeim árásum, sem stjórnarandstæð- ingar halda uppi gegn ríkis- stjórninni, sem í aðalatriðum eru þessar: 1. Að fjárlögin séu svo há og eyðslan svo mikil, að það sé ríkinu um megn. 2. Að starfsmannahald ríkis- stjórnarinnar sé óhóflegt og launin of há. 3. Að gjaldeyrismálunum hafi verið illa stjórnað. 4. Að sjávarútvegurinn hafi verið vanræktur, og loks 5. Að þingstörfin gangi seint og illa. Þegar almenningur á að dæma um þessar árásir, dæmir hann fyrst og fremst út frá því, hvort betur mundi hafa verið stjórnað, ef stjórnarand- stæðingar hefðu farið með völdin. Um 1. atriðið, að fjárlögin séu of há og eyðslan of mikil, má þegar á það benda, að þörf- in fyrri framlög til atvinnulífs- ins hefir verið meiri þessi 4 ár heldur en nokkurntíma á und- anförnum árum. En jafnframt hefir verið rikari þörf fyrir verklegar framkvæmdir vegna þess, hve atvinnulífið hefir víða dregizt saman sökum fjárkrepp- unnar. Stefna ríkisstjórnarinn- ar hefir verið sú, að reyna að gera þetta tvennt: að halda uppi verklegum framkvæmdum, eftir því sem hægt hefir verið, til að draga úr atvinnuleysinu, — en jafnframt að reyna að efla atvinnulífið og gera það fjölbreyttara með fjárframlög- um til þess, og með því að veita þeim gjaldeyri sem til hefirr : verið, fyrst og fremst til fram- leiðslunnar, og þá ekki sízt til iðnaðarins, sem hefir aukizt stórkostlega á þessum áruip,. — Afleiðing þessa hefir orðið sú að fjárlögin hafa orðið allhá, en reynslan hefir líka orðið þannig, að enginn þingmanna Sjálfstæðisflokksins hefir get- að bent á neinn verulegan lið í fjárlögum, sem ætti að fella niður, svo rík hefir þörfin ver- ið fyrir þau fjárframlög, sem í fjárlögum hefir verið ákveðin. Hinsvegar hafa Sjálfstæðis- menn komið fram með til- lögur á undanförnum þingum um fjárframlög, sem numið hafa milljónum, og það svo, að tekjuhallinn á fjárlögum 1937 hefði orðið meir en 4 milljónir kr. ef farið hefði verið eftir til- lögum þeirra. Meðal annars bar einn af þingmönnum Sjálfstæð- isflokksins fram tillögu um að hækka atvinnubótaféð eitt úr háfri milljón í heila milljón. Sjálfstæðismenn geta því sízt allra ásakað okkur Framsókn- armenn fyrir há fjárlög, því að okkar barátta á undanförnum þingum hefir verið í því fólg- in, að halda aftur af Sjálfstæð- isflokknum og koma í veg fyrir að sá flokkúr kæmi því til leið- f ar að fjárlög yrðu ennþá hærri. Þetta er í samræmi við stjórn Sjálfstæðisflokksins á Reykja- víkurbæ, þar sem öll útgjöld hafa hækkað tiltölulega miklu meira en útgjöld ríkissjóðs. Ég skal játa að fjárlögin éru há og það væri ákjósanlegra að þau gætu verið lægri, en öll rök liggja til þess að þau mundu sízt hafa verið lægri ef Sjálf- stæðisflokkurinn hefði stjórnað heldur hið gagnstæða, og er þá dæmt út frá staðreyndum ein- um um bæjarstjórn Reykjavík- ur og framkomu flokksins hér á Alþingi. Þá er því haldið fram að starfsmannahaldið sé of mikið og launin of há. Ég neita því ekki að það væri æskilegt að hæg: væri að fækka opinberum starfs- mönnum. En það er þó í fyrsta skipti síðan núverandi ríkis- stjórn tók við völdum, að samin hefir verið starfsmannaskrá og fjárveitinganefnd gefið tækifæri og aðstaða til að fylgjast með starfsmannafjölgun og launum starfsmanna, betur en nokkurn- tíma hefir áður tíðkast. Með beinum sköttum hefir verið tekinn kúfurinn ofan af, hæstu laununum og launin hafa víða lækkað frá því sem var. í stofn- unum þar sem Sjálfstæðisrpenn ráða, eins og t. d. Sölusambandi ísl. fiskiframleiðenda, voru til skamms tíma 3 framkvæmda- stjórar, sem höfðu samtals 63 þús. kr. í laun, en þeir munu nú hafa 54 þús. og skrifstofu- stjórinn þar var með 15 þús. kr. laun. Forstjóri Eimskipafélags- ins hefir víst 24 þús. kr. árslaun. Hjá bænum hafa sumir æðstu starfsmennirnir haft um 20 þús. kr. í laun. Þetta er framhald af því, þegar þeir réðu bankastjóra íslandsbanka á sínum tíma með 40 þús. kr. árslaun og forstjóra Áfengisverzlunarinnar með 18 þús. kr. laun. Hjá bænum og 1 stofnunum, sem Sjálfstæðis- flokkurinn ræður yfir, hefir ver- ið hrúgað saman fleiru af starfs- fólki en dæmi eru til í öðrum op- inberum stofnunum, samanber alla fátækrafulltrúana hjá bæn- um og skiptingu á embættum til til þess að koma fleiri mönnum að. Það hljómar því næstum eins og Sjálfstæðisflokkurinn sé að gera skop að sjálfum sér þegar hann kemur fram með aðfinnsl- ur við ríkisstjórnina út af þess- um málum, því að það hefir engin stjórn gert meira að því að jafna laun manna en núver- andi stjórn. Hefir hún þar eins og víðar leiðrétt margskonar misrétti, en voru leifar frá því, að Sjálfstæðisflokkurinn hafði stjórnað. Þær aðfinnslur, sem oftast eru þó fram bornar, eru út af gjald- eyrismálunum og eru þær tvennskonar. í fyrsta lagi telja stjórnarandstæðingar . að inn- flutningshöftunum hafi verið beitt ranglátlega; þau hafi ver- ið notuð til hagsmuha fyrir kaupfélögin, en kaupmanna- stéttinni sýnt ranglæti. Eins og mönnum er kunnugt hefir ver- ið farið eftir félagatölu kaup- félaganna með innflutning og verður sannast að segja ekki séð að réttlátari regla verði fundin um innflutning. Enda hygg ég að flestir líti svo á að þessar að- | finnslur séu meira bornar fram til að gera sig góða í augum kaupmanna, og ef til vill af nokkurri óvild til kaupfélag- anna, heldur en að þaö sé sann- færing þeirra, sem bera þetta fram, að innflutningshöftunum hafi ekki verið réttlátlega 'beitt. Hin árásin er þó öllu algeng- ari í seinni tíð, að vegna mis- taka á framkvæmd gjaldeyris- haftanna sé gjaldeyrisástandið svo örðugt sem raun er á. Það er næstum óþarfi að svara þess- um aðfinnslum, svo oft hefir það verið gert með gildum rök- um og svo auðsæ er þessi blekk- ing. Það mun sanni nær ef inn- flutningshöftunum hefði ekki veriö beitt og ef Sjálfstæðis- flokkurinn hefði farið hér með völd þá mundi, eins og árferðið hefir verið undanfarið, vera komið hér í það öngþveiti, að ekki hefði verið hægt að kaupa lífsnauðsynjar. Það er ofur eðli- legt að kaupmennirnír, sem miklu ráða í Sjálfstæðisflokkn- um og hafa mikinn hag af þvi að innflutningur haldizt sem mestur, einkum á allskonar ó- þarfavörum, sem mikið má leggja á, þrýsti á flokk sinn um innflutninginn. En afleiðingin hefði óumflýjanlega orðið: Skortur á lífsnauðsynjnm. Eftirlitið með innflutningnum hefir borið þann árangur, að 3 síðustu árin var meðal innflutn- ingur 10 millj. kr. lægri en með- alinnflutningur 10 næstu ára á undan. Verzlunarjöfnuðurinn hefir á þessum 3 árum að rneðal- tali orðið helmingi hagstæðari . en næstu 10 árin þar á undan og þó er meðalútflutningur undan- farinna þriggja ára 8 millj. kr. lægri. Það verður heldur ekki um það deilt, að innflutnings- höftin hafa jafnframt eflt iðn- aðinn í landinu stórkostlega, og á það sinn þátt í því að atvinnu- leysið var minna í siðastliðnum ágústmánuði en það hafði verið undanfarin 5 ár. Þannig hefir tekizt í erfiðleikunum að halda verzlunarjöfnuðinum hagstæðari en nokkrar vonir stóðu til. Og þó hefir verið lögð svo mikil áherzla á það, að efla iðnaðinn að það hefir á 3 árum t. d. verið komið á fót jafn miklu af nýj- um iðngreinum og gert hafði verið á 10 árum þar á undan. Það er vitað mál, samkvæmt upplýsingum hagstofunnar, að skuldirnar við útlönd hafa ekki aukizt síðan í ársbyrjun 1935

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.