Tíminn - 05.05.1938, Blaðsíða 4
74
TÍMINN
Komandi ár
(Frh. af 1. siðuj
í hennar stað vélskip, sem rúm-
aði 150 farþega. Það yrði í
strandferðum haustið, veturinn
og vorið, en gengi um hásum-
arið eina ferð á viku milli
Glasegow og Reykjavíkur. Því
er ætlað að vera 2Yz dag hvora
leið. Nokkurnveginn full vissa
er fyrir að þetta skip gæti flutt
1500—1800 enska ferðaanga til
og frá landinu yfir sumarið, og
þeir myndu flestir ferðast um
landið 1—2 vikur. Eimskipafé-
lagið hefir haft í hyggju að
láta byggja stærra og fullkomn-
ara skip til millilandaferða. Ég
hygg að það myndi lika fá
mikla aðsókn af enskum og
þýzkum ferðamönnum og væri
mikill fengur að þvílíku skipi.
En það myndi hafa lítið að gera
með mannflutningaskip sitt
að vetrinum og á því stendur
meö framkvæmdirnar. Norð-
menn og Danir halda við reglu-
bundnum ferðum hingað og
mun tæplega þurfa að gera ráð
fyrir meiri gestastraum frá
þeim löndum heldur en þau
skip rúma. Aftur á móti væri
mikill fengur að fá beinar ferð-
ir að sumri til milli Reykjavík-
ur og Gautaborgar. Svíar eru
fjölmennastir og auðugastir af
Norðurlandaþjóðunum og
myndu líklegir til að vilja sækja
hingað á sumrin til nokkurrar
dvalar, ef urn væri að ræða
hentugar ferðir. Að öllu sam-
töldu má búast við mestri auk-
inni gestakomu frá Svíþjóð og
Englandi, og er rétt að taka til-
lit til þess í undirbúningi um
komu erlendra sumargesta.
Enn er lítið um gistihús í ís-
lenzkum kaupstöðum, en gera
má ráð fyrir að viðunandi gisti-
hús risi smátt og smátt í helztu
bæjunum, eftri því sem á við
um stöðuga gestakomu á öllum
tímum árs. í Reykjavík yrði að
öllum líkindum, þegar ferða-
mönnum fjölgar, að hafa sam-
band milli gistihúsanna og ein-
stakra heimila, sem leigðu her-
bergi yfir sumartímann. Er
þessi aðferð höfð í mörgum
borgum og baðstöðum ytra til
að bæta úr herbergjaþörf á
mesta annatímanum.
Mestur vandinn er að bæta úr
gistihúsaþörfinni út um landið
í strjálbýlinu. Án gistihúsa í
dreifbýlinu, og upp til fjalla,
getur aldrei orðið arðvænn
ferðamannastraumur til ís-
lands. Á hinn bóginn er svo
dýrt að byggja á íslandi, að í
fljótu bragði mætti telja von-
laust að hægt yrði að leysa úr
þessum vanda. En þessi lausn
hefir samt verið framkvæmd,
meira en til hálfs, með bygg-
ingu skóla á heitum stöðum.
Þeir skólar eru betur byggðir og
með meiri smekk og stórhug
heldur en áður þekktist. Og
vegna jarðhiíans er hægt að
koma við einmitt í þeim stöðum
ýmiskonar aðbúnaði í menning-
arátt, svo sem sundlaugum, ;
gufuböðum og sandböðum, sem ;
koma sér vel fyrir langferða- |
menn. Skólabyggingarnar á |
hverastöðunum verða aðal-
gistihúsin í sveitum að sumar-
lagi. En við hlið þeirra þarf að
bæta húsakostinn á allmörgum
öðrum stöðum, svo sem síðar
verður vikið að.
Framh. J. J.
Á víðavangi
(Frh. af 1. síöu.)
sem tekin er að annast póst- og
farþegaflug, undir stjórn hins
ötula flugmanns Agnars Kofoed-
Hansen. Er þess að vænta, að
þetta verði upphaf að flugsam-
göngum hér á landi sem aldrei
falli niður héðan af, enda er
hvorutveggja, að flugtækninni
hefir fleygt fram á síðari árum
og nú höfum við eignast nokk-
ura reynslu og fengið innlendan
mann í þjónustu þessara mála,
sem þar er til forustu fallinn.
I
Grænmetisverzlunin
og útsæðið.
íhaldsblöðin íundu sér það til
nýlega, að álasa ríkisstjórninni
fyrir skort á útsæði. Árni G.
Eylands forstöðumaður Græn-
metisverzlunarinnar skrifaði
þá samstundis grein í bæjar-
blöðin, þar sem hann sannaði
að auglýst hefði verið eftir
pöntunum frá kaupfélögum og
kaupmönnum með venjulegum j
fyrirvara, og Grænmetisverzl-
unin hefði ekki aðeins séð fyrir
pöntunum þeirra, heldur þre-
földu því magni, sem þessir
löghelguðu forsjármenn al-
mennings höfðu áætlað að
nægði. En óánægja íhaldsins
kann að hafa stuðst við það,
að Grænmetisverzlunin sá sér
ekki annað fært, eins og á stóð
og útsæðisþörfin nú er óvenju-
mikil, bæði sakir tíðarfarsins á
síðasta ári og vaxandi garð-
yrkjuáhuga, en að afgriðapant-
anir beint til búnaðarfélaga og
einstaklinga, þar sem kaup-
mennirnir alveg sérstaklega
höfðu sofið á verðinum. En út-
sæðisvöntun var ekki meiri en
það, að sakir ónógra skipaferða
varð f Grænmetisverzlunin eitt
sinn uppiskroppa í tvo daga.
Mundu kaupmenn hafa gert
þetta betur fyrir ykkur, bænd-
ur góðir!
Siglíngateppan
(Frh. af 3. siOu.)
gjaldkerum, þótt afleiðingin
verði afsölun á allri ihlutun
um það hverjir stjórni þessu
landi í næstu framtíð, og eftir
hvaða stefnumiðum því yrði
stjórnað. G. M.
Frá happdrætti Styrktar-
sjóðs sjúklinga á Reykjahæli.
Enn er óvitjað eftirtalinna
vinninga: ,
Nr. 3901 ljósmyndavél, ^
— 3701 peningar kr. 50,00,
— 2070 peningar kr. 25,00.
Verði vinninganna eigi vitjað
fyrir 31. maí 1938, verða þeir
eigi afgreiddir.
Trúlofunar-
hrínga
smíðar Jón Dalmannsson
flull-
smíður, Vitastíg 20, Reykjavlk
Geldíng á lombum
og húsdýrum
Engin blæðíng
Hin nýja tegund af
„BURDIZZO”
geldingartöngum, uppfundin og síðan
1910 aðeins framleidd af Dr. N. Bur-
dizzo, sem er frumkvöðull að nútíma
geldingaraðferðum.
Myndalisti og verðlisti íæst endurgjaldslaust hjá einkaumboðsmanni
vorum fyrir ísland:
Fyrír lömb kr. 50,00
fyrir kálfa — 66,00
Hörundið er algerlega óskaddað.
Engin skýkingarhætta. Gelding-
una rná framkvæma á hvaða
tíma árs sem vill. Engin eftir-
köst. Auðvelt að nota fyrir hvern
sem er. — Nýja tegundin er út-
búin með haki til að halda kólf-
inum, svo hann getm' ekkí runnið und-
an tönginni. Ekkert opið sár. Engin
mistök. Sparar tíma og vinnu.
H.f. Eínagerð Reykjavíkur
P. O. Box 897, Reykjavík.
(eirðbréfabankin
\^;A.astavstY\5 sími5652.Opið kl.11-12o95-
9
annast kaup og sölu
allskonar verðbréfa
þessa hættu og hefir borið fram
frumvarp til að fyrirbyggja al-
gerða lokun á iðnaðinum, þá
rísa kommúnistar upp og hrópa
að það sé ofsókn á iðnaðar-
mennina. Þegar talað er um að
íækka yfirmönnum á skipun-
um, til samræmis við það sem
annarsstaðar tíðkast, ef þannig
mætti styðja að því að útgerð-
in geti gengið og borið sig, þá
er hrópað um ofsókn á sjó-
mennina.
Og Sjálfstæðismenn hér á Al-
þingi glúpna . undan þessum
hrópyrðum, enda kemur oft
sama tilhneiging fram hjá
þeim viðvíkjandí innflutnings-
höftunum — vegna hagsmuna
kaupm.-stéttarinnar. — Smátt
og smátt virðist vera að takast
að koma þeirri eitruðu skoðun
inn í meðvitund nokkurs hluta
þjóðarinnar, að réttur stétt-
anna sé sá eini helgi réttur 1
þessu landi og enginn annar
réttur til. Áróðursmennirnir
telja fólkinu trú um, að nú sé
eiginlega til aðeins ein dyggð
— það er að vera stéttvís —
með öðrum orðum sagt, blindur
á alt nema augnablikshags-
muni sína og sinnar stéttar. Og
eftir að búið er að blinda menn
þannig, er auðvelt fyrir áróð-
ursmenn að leiða menn út í
hverja deiluna eftir aðra, deil-
ur, sem sýnast vera um hags-
muni stéttanna, en eru oft, þeg-
ar dýpra er skoðað, eyðilegging
á atvinnugrein stéttarinnar.
Gott dæmi um þetta er það, að
nú eru það 20 stýrimenn, sem
sumir hafa um 9 þús. kr. laun,
sem stöðva allan siglingaflot-
ann, sem 16 þús. landsmanna,
flestii' fátækir og búa við lakari
kjör en þessir stýrimenn, hafa
byggt upp vegna fórnfýsi og
föðurlandsástar, sem kommún-
istar telja eina af hinum verstu
ódyggðum.
Ef einhver þessara manna
segði við sina stéttarbræður,
þessi stöðvun er hættuleg fyrir
atvinnugrein okkar, skipaflot-
ann o. s. frv., þá mundi hann
vera stimplaður með orðinu ó-
stéttvís, og fólki er kennt að
trúa því, að það sé svívirðilegra
en að vera sauðaþjófur.
Kommúnistar styðja að sjálf-
sögðu þessi verkföll, en svo
ganga þeir hér sama daginn um
göturnar í kröfugöngu með
stór kröfuspjöld, þar sem þeir
heimta 8 þús. kr. hámarkslaun,
sömu mennirnir, sem styðja
kauphækkun þeirra, sem nú
hafa 9 þúsundir. —
Þetta alveldi stéttanna er að
verða íslenzku þjóðinni hættu-
legra en flest, ef ekki allt ann-
að, jafnhliða þeirri sterku til-
hneigingu að flýja framleiðsl-
una og erfiðið og komast inn í
léttari störf. Kommúnistar, sem
róa á bak við í stéttunum, vita
það mæta vel, að ekkert er lík-
legra og sigurvænlegra til þess
að liða þjóðfélagið í sundur, en
stéttabaráttan. Því meira sem
tillitslaus stéttabarátta magn-
ast, því veikara verður þjóðfé-
•lagið og því óhæfara til að .
sigrast á eríiöleikunum. Hér
beita þeir þvi sömu bardagaað-
ferð eins og' annarsstaðar, og
| spila á sérdrægnina og eigin-
! girnina. En það fyrsta sem þeir
| sjálfir gera, þar sem þeir ná
! völdum, er að afnema stéttirn-
! ar, þótt menn búi þar við hin
misjöfnustu kjör og innleiða
það sem þeir kalla alræði ör-
eiganna.
Einn þátturinn í þessu starfi,
að láta stéttakröfurnar og
stéttahatur sundra þjóðfélag-
inu, er það, að þegar samþykkt
er hér á Alþingi hin sanngjarn-
asta vinnulöggjöf, espa kom-
múnistar til andstöðu gegn
henni, og hóta því að hún skuli
brotin. Frummælandi samfylk-
ingarinnar hér á Austurvelli í
gær, bar fram eina ósk og hún
var þannig: Ég vona, að í dag "
takist okkur að bera fram mikl-
ar kröfur. — Og fyrir framan
ræðustólinn, þar sem H. V. tal-
aði, stóðu kröfuspjöld með á-
letrun: „Niður með auðhring-
ana“. „Átta þúsund króna há-
markslaun“.
En þótt þetta og annað sé
skoplegt og fullt af andstæð-
um og mótsögnum, hefir það þó
allt hið sama og ákveðna mark-
mið: að ala á stéttabaráttunni
og sundrunginni, til þess að
gera þjóðfélagið óstarfhæfara,
og þeir hafa rétt í því, að það er
vísasti vegurinn að því marki.
En við þessa menn, sem á
sundrunginni ala, vil ég segja
það, að þeir hefðu áreiðanlega
gott af að hugleiða þá lífsreglu,
að mlsnotkun allra gæða endar
aðeins á einn veg. Þeir sem mis-
nota þau glata þeim. Þessi regla
er svo ófrávikjanleg að sjálfur
lífgjafinn, sólarljósið, getur
deytt, ef það er notað um of.
Frelsið, sem er eitt af æðstu gæð-
um mannanna, er heldur engin
undantekning frá þessari reglu.
Mísnotkun frelsisins veldur al-
mennri tortimingu í hverju
þjóðfélagi og hefir þann endir,
að þeir sem misnota frelsið,
glata því!
Við íslendingar vorum lengi
ánauðug þjóð og almúginn kúg-
aður. Það hefir tekið okkur ald-
ir að vinna þetta frelsi aftur. Og
það er þetta frelsi, sem hefir
gefið almenningi í þessu landi
þær réttarbætur, sem hann hefir
fengið. En nú er það sem við
kunnum okkur ekki læti. Bæöi
stéttir og einstaklingar — æðri
sem lægri — virðast eftir alla
kúgunina vilja njóta frelsisins,
— eins og ofdrykkjumaður
áfengis —.
Menn skiptast í stéttir, og í
nafni stéttanna eru gerðar kröf-
ur um aukin lífsþægindi, en öllu
öðru og öllum öðrum er gleymt,
og mönnum er talin trú um að
þetta sé hin æðsta dyggð mann-
anna. Áður þurftu menn að
komast undir vernd ættar hér á
landi til þess að geta komið sér
vel fyrir. Nú eru það stéttirnar.
Réttur þeirra er nú talinn heil-
agur, en rétt þjóðarinnar man
Munið
efnasamsetningu tilbúna áburðarins, og haglð notkun hans
eftir þvf:
Kalksaltpétur: 15,5% köfnunarefni og 28% kalk.
Kalkaiumonsaltpétui': 20,5% köfnunarefni og um 33% kolsúrt kalk.
Brennistoinssúrt ammoníak: 20,6% köfnunarefni.
Tröllamjöl: 20,5% köfnunarefni og 60% kalk.
Oddaperlur: 20% köfnunarefni og 60% kalk.
Tún-IV itr ophoska: 14% köfnunarefni, 14% fosfórsýra 18% kalí og 8—10% kak.
Garða-JVitrophoska: 15% köfnunarefni, 15% fosfórsýra og 18% kalk.
Stickstoffkalkfosfat: 16% köfnunarefni, 16% fosfórsýra og 35% kolsúrt kalk.
Kalíáburöur: 40% kalí.
Brennisteinssúrt kaií . 48—50% kalí.
Superfosfat: Beinmjöi. Hornmjöl. Áhurðarkalk. 18% fosfórsýra.
Áburðarsala ríkisins
BETKID
J. GRUNO’S
ágæta holíenzka reyktébak
VBBÐi
AROMATISCHER SHAG kostar kr. 1.15 V40 kg.
FEINRIECHENDER SHAG — — 1.25___
Fæst í ðlhim verzlunum.
enginn, og þegar á hann er
mínnst, er hann með fyrirlitn-
ingu kallaður réttur hinna ríku.
Það er aftur hið sama, og hinn
heilagi réttur ættanna áður, á
Sturlungaöldinni, þegar við glöt-
uðum frelsinu, sem tók okkur
aldir að vinna aftur. Þá mundi
heldur enginn eftir þjóðinni.
Hvað er hér að gerast?
Mér finnst stundum, góðir ís-
lendingar, þegar athugaðar eru
bardagaaðferðir stéttanna í
seinni tíð og bardagaaðferðir
hinna óheiðarlegri áróðurs-
manna, og allt þetta er kallað-
ur heilagur réttur og frelsi, að
ég endurþekki þar samskonar
rétt og frelsi og hér ríkti stuttu
áður en við glötuðum sjálfstæði
okkar forðum. Það er þetta af-
skræmda frelsi. Munurinn er sá
að áður voru það ættir, en nú
eru það stéttir, sem eigast við.
Á Sturlungaöld tóku ættirnar
sér frelsi til þess að meiða, mis-
þyrma og kúga í nafni ættanna.
Nú vilja stéttirnar hafa sams-
konar frelsi til að kúga allt og
alla, hver fyrir sína ímynduðu
augnabliks hagsmuni.
Okkar saga, og saga annara
þjóða, sýnir það, að í þessari
mynd birtist frelsið rétt áður en
það veldur tortímingu og hverf-
ur, og þá fyrst og fremst úr eigu
þeirra, sem misbeittu því.
Það er orðin venja hér á Al-
þingi á eldhúsdegi og henni er
haldið nú, að vera með allskon-
ar sparðatíning, sannan og ó-
sannan um ágalla á stjórnar-
farinu, — þótt allir þessir menn
viti að ástandið hefir verið, og'
er þannig, vegna utankomandi
og óviðráðanlegra atvika að
hverjum flokki, sem ætti aö
stjórna nú, mundi reynast það
næsta erfitt.
En það, sem við ættum að
ræða um, og getum ráðið við, er,
að afstýra hinni blindu stétta-
baráttu og sérdrægni, meðal
æðri sem lægri stétta i okkar
eigin landi og koma 1 veg fyrir,
að hún valdi meira tjóni en orð-
ið er, geri þjóðina óhæfari til
þess að brjótast fram úr örðug-
leikunum. — Því að lokum lenda
erfiðleikarnir á þjóðinni sem
helld, þótt sumum stéttum tak-
ist að velta þeim af sér um
stund, og þessvegna eru það hin-
ir sönnu hagsmunir allra, að
taka sameiginlega á í tíma, til
þess að afstýra afleiðingunum,
sem fyrir alla hlýtur að leiða af
sundrunginni.
Það er þetta, sem virðist að-
kallandi fyrir þjóðina til þess
að hún geti verndað frelsi sitt,
lýðræði og sjálfstæði.
En því skal heldur ekki
gleymt, ef gera þarf þessar kröf-
ur um fórnfýsi til þeirra stétta,
sem lægra eru launaðar og á all-
an hátt ver settar — þá verða
fyrst og fremst þeir einstakling-
ar og þær stéttir, sem meira
mega, að ganga á undan um, að
sýna þessa fórnfýsi.
Þetta er hin sanna köllun
tímans eins og nú horfir við. —
Prentsmiðjan EDDA h.f.