Tíminn - 17.05.1938, Page 1

Tíminn - 17.05.1938, Page 1
XXII. ár. Rvík, fimmtud. 17. maí 1938. 21. blaö. Ungir Framsóknarmenn Verður ísland ferðamannaland? Ég hefi leitt nokkur rök að því, að skólahúsin í dreifbýl- inu verða í framtíðinni undir- staða atvinnunnar við ferða- lög á íslandi, og stærstu skól- arnir á hverastöðunum verða í þessu efni þýðingarmestir. Það þarf þess vegna að hlynna að þeim alveg sérstaklega í þessu efni. Nú ber þess að gæta, aö allir stærstu skólarnir eru reistir með samvinnu fátækra manna. Ríkið hefir smátt og smátt lagt fram helming stofnkostnaðar, en hinn helminginn hafa menn fengið með gjöfum einstakra á- hugamanna, framlögum sýslu- og hreppsfélaga og að síðustu með lánum. Hvíla á öllum skól- unum allmikil lán, sem seint gengur að afborga af litlum tekjum. Þess vegna eru allir skólarnir lítt búnir um þá inn- anstokksmuni, sem með þarf á nútímagistihúsi. Kvennaskól- arnir þrír á Laugum, Hallorms- stað og Laugalandi eru lang- fremstir í þessu efni af öllum íslenzkum skólum og hefir þar komið fram góður smekkur kvenna, að hlynna svo vel að sérmenntastofnunum sínum. Nú er mikill áhugi víða um land að koma á stórfelldri kennslu í allskonar smíðum, vefnaði og matargerð við hér- aðsskólana og er í fyrsta sinn á fjárlögum næsta árs gert ráð fyrir fjárveitingu til efnikaupa í þessu skyni, og haustið 1938 verður fullbúið við einn skól- ann stórt og fjölbreytt vinnu- skýli fyrir karla og gonur. Það má búast við að þar verði næsta vetur unnið rnikið að trésmíð- um, vefnaði, saumum og fleiri algengum vinnubrögðum. Og þá koma ný vaxtarskil- yrði fyrir „fjalldalaskólana“, sem sumargistihús. Þá geta nemendur skólanna smíðað flesta þá hluti, 'sem með þarf til húsbúnaðar. Þar geta nem- endur á nokkrum árum smíðað öll þau rúm, borö, stóla og legu- bekki, sem með þarf í þessum stóru heimilum. Og jafnhliða vefa ungu stúlkurnar dúka til að klæða þessi húsgögn, en ríkið leggur til efnið, og kennsl- una. Skólinn eignast húsbún- aðinn og heldur honum við, en nemendur fara heim með þá færni og þekkingu, sem þeir hafa fengið við vinnunámið. Auk þessara smíða má gera ráð fyrir að í öllum ungmenna- skólum verði að vetrinum unn- ið að því að steypa steina, og síðan byggt úr þeim á sumrin. Á þennan hátt má sameina þörfina að kenna unga fólkinu hagnýt vinnubrögð, og að skapa í einu æskulýðsheimili og sum- argistihús, sem bera langt af því sem gerist með öðrum þjóð- um með sambærilega aðstöðu. J. J. undirbúa stoínun landssambands Upplýsíngar um stoinun landssam- bandsins, feröir o. fl. Undirbúningsnefndin í Reyk- javík vinnur nú af kappi að stofnun sambandsins. Með bréfaskriftum og símtölum hefir hún samband við trúnaðar- menn sína víðsvegar um land. Skrifstofa nefndarinnar, á Lindargötu 1D, er opin sem hér segir: Fram til 1. júní á mánudögum, miðvikudögum og föstudögum, kl. 6—7y2 s. d. Frá 1.—11. júní daglega kl. 1—7 e. h. Sími skrifstofunnar er 2353. — Utanáskrift undirbúnings- nefndar er: Undirbúningsnefndin, Pósthólf 961, Reykjavík. Undirbúningsnefndin hefir kynnt sér, hvernig standi á ferðum í sambandi við mótið og skipulagt ferðir fulltrúanna víðast hvar að af landinu. Um ferðakostnaðinn skal þetta tek- ið fram: Úr sumum sýslum landsins (nánar tiltekið hér á eftir) greiða fulltrúar engin fargjöld fyrr en suður er kom- ið, en úr öðrum sýslum verða fulltrúar að greiða fargjöld sín strax að fullu. Síða,n verður öll- um kostnaði við þátttöku í mót- inu jafnað niður, og greiða all- ir fulltrúar jafna upphæð. Ferðir til mótsins eru sem hér segir: A. bílferðir: Fulltrúar úr Þingeyjarsýslum báffum og Eyjafjarffarsýslu skulu mæta á Húsavík á mið- vikud. 8. júní kl. 12 og á Akur- eyri að kvöldi sama dags. Bif- reiðar frá B. S. A. flytja fulltrú- ana frá Húsavík til Akureyrar og á fimmtud.morgun 9. júní kl. 8 verður lagt af stað frá Akur- eyri með bifreiðum sömu stöðv- ar. — Fulltrúar úr Skagafirffi skulu mættir að Varmahlíð fimmtud. kl. 10 og slást þar í föx með full- trúum norðan Öxnadalsheiðar. Fulltrúar úr A.-Húnavatns- sýslu skulu mættir á Blöndu- ósi (Kvennaskólanum) um há- degi sama dag og slást þar í för með öðrum fulltrúum. Fulltrúar úr V.-Húnavatns- sýslu skulu mættir að Norður- braut um kl. 3 e. h. sama dag og verða þar teknir í hóp ann- ara fulltrúa. Fulltrúar úr Borgarfjarffar- og Mýrasýslu skulu mæta í Hreðavatnsskála um kl. 6 e. h. sama dag, eða á Akranesi. Verða þeir teknir í hóp norðanfulltrúa á þessum stöðum. Einnig eiga fulltrúar úr Borgarfirði þess kost, að mæta í Borgarnesi dag- inn eftir, föstud. 10. júní, og verða þeir þá fluttir með m/s. Laxfossi til Reykjavíkur. Fulltrúar úr Strandasýslu Frh. & 5. d. 1. síðu. Ávarp tfil utigm Framsóknarmanna Fyrir nítján árum síðan héldu Framsóknarmenn sitt fyrsta stóra flokksþing, sem jafnframt var hið eigin- lega stofnþing flokksins. Næstu ár á undan hafði flokk- urinn þó raunverulega verið til, eða kannske öllu fremur drög að flokki. Hið fyrsta þing Framsóknarmanna — Þingvallafundurinn — var sótt af nálega hundrað full- trúum víðsvegar að úr byggðum landsins. Af vorhug og bjartsýni, samfara stórhug og skilningi, markaði þetta þing framtíðarstefnu Framsóknarflokksins. Þrátt fyrir dreifðan liðskost, þröngan fjárhag, harðvítuga mótspyrnu fjársterkra andstæðinga og marga aðra byrj- unarörðugleika, setti þessi flokkur markið hátt og ætl- aði sér giftusamt starf á víðum vettvangi. Og á síðast- liðnum tuttugu árum hefir Framsóknarflokkurinn að verulegu leyti komið áhugamálum sínum í framkvæmd. Á þessum árum hefir hann jafnan verið mikilsráðandi, stundum mest ráðandi á löggjafarþingi þjóðarinnar, og unnið fjölþætt viðreisnarstarf fyrir land og þjóð. Yfirstandandi ár mun verða viðlíka þýðingarmikið fyrir stjórnmálasamtök ungra Framsóknarmanna eins og árið 1919 fyrir Framsóknarflokkinn sem heild. Und- anfarin ár hafa víðsvegar um landið verið starfandi stjórnmálafélög ungra Framsóknarmanna, en samband milli félaganna verið lauslegt. Þó hafa þau sína þýð- ingu, því að þau eru að vissu leyti sá hornsteinn, sem skipulögð landssamtök ungra Framsóknarmanna verða reist á. Dagana 11.—14. júní n. k. er fyrirhugað að halda að Laugarvatni fyrsta landsmót ungra Framsóknarmanna, þar sem jafnframt verði stofnað landssamband félags- samtaka þeirra og þátttaka þeirra í stjórnmálastarfinu skipulögð. Undirbúningi undir mót þetta er nú vel á veg komið. Úr öllum sýslum landsins munu ungir Fram- sóknarmenn sækja mót þetta, sem háð er á hinum al- varlegustu tímum. Margháttaðir, óviðráðanlegir örðugleik- ar á sviði atvinnuveganna, s. s. fjárpest, aflabrestur og markaðshrun sveipa framtíð unga fólksins dökkum skuggum. Þó er hitt geigvænlegra, að erlendar byltinga- og ofbeldisstefnur reka hér skipulagðan undirróður, kost- aðan af erlendu fé, sem stefnir að því marki einu, að gera ísland háð erlendum stórveldum, þurrka út þjóðlega menningu íslendinga og svipta þá dýrustu réttindun- um: þingræði, lýðræði og persónufrelsi. Framsóknarflokk- urinn hefir tekið upp einarðar, jákvæðar aðgerðir gegn aðsteðjandi vandamálum atvinnulífsins. Með frjáls- lyndri og ábyrgri stjórnmálastefnu hindrar hann mjög útbreiðslu byltingaskoðana. Sá fjöldi ungra manna, karla og kvenna, sem fyllir flokkinn, hefir ávallt átt raun- hæfan þátt í slíkum aðgerðum, bæði beint og óbeint. Og nú þykir tími til kominn, að ungt Framsóknar- fólk sýni félagslegan mátt sinn og æskuþrek með því að mynda skipulögð stjórnmálasamtök er eigi rætur sínar í hverri byggð, hverju þorpi og hverjum bæ á þessu landi. Ungir Framsóknarmenn, konur og karlar! Fjöl- mennið að Laugarvatni á fyrsta landsmótið. Sýnið andstœðingunum djarfa, einhuga og bjartsýna sveit, sem af trú á land og þjóð, frjálslynd og þjóðholl, fram- sýn og starfsfús, markar sér stöðu á vettvangi þjóðmál- anna. — Dragið lœrdóma af tuttugu ára starfi eldra fólks- ins í flokknum. Verið viðbián að taka við starfi þess og halda því áfram á þann giftusama og farsœla hátt, sem einkennt hefir starf Framsóknarflokksins. — Hitt- umst heil að Laugarvatni! UNDIRB ÚNINGSNEFNDIN. Frh. af 2. d. 1. síðu. skulu mæta á Hólmavík að kvöldi fimmtud. 9. júní og veröa þeir fluttir af Andrési Magnús- syni daginn eftir. Fulltrúar úr Dalasýslu (og úr austurhluta Barffastrandar- sýslu, ef hægt er) skulu mæta í Ásgarði föstudaginn 10. júní, eigi síöar en um hádegi. Þeir verða fluttir af Andrési Magn- ússyni. Fulltrúar úr Snæfellsnessýslu skulu mæta í Ólafsvík, Búðum eða Stykkishólmi föstudaginn 10. júní. Þeir, sem mæta í Ól- afsvík eða Búðum, verða fluttir af Helga Péturssyni, en þeir, sem mæta í Stykkishólmi verða fluttir af Bifreiffastöff Stykkis- hólms. Fulltrúar úr Hnappadalssýslu skulu mæta að Vegamótum föstudaginn 10. júní. Þeir verða fluttir af Helga Péturssyni. Fulltrúar úr Vestur-Skafta- fellssýslu skulu mæta að Kirkju- bæjarklaustri að kvöldi fimmtu- dagsins 9. júní, eða í Flögu eða Vík daginn eftir. Þeir verða fluttir af Siggeir Lárussyni. Fulltrúar úr Rangárvallasýslu skulu mæta að Holti, Seljalandi, Ossabæ eða Hvoli (Kaupfélag- inu) föstudaginn 10. júní. Þeir verða fluttir af Siggeir Éárus- syni. Fulltrúar úr Árnessýslu skulu mæta að Ölfusárbrú laugardag- inn 11. júní, eigi síðar en kl. 10 f. h. Verða þeir teknir þar í hóp þeirra fulltrúa, sem frá Reykja- vik koma. Fulltrúar úr Gullbringu- og Kjósarsýslu skulu mæta í Rvík að kvöldi föstudagsins 10. júní. ■Fulltrúar úr framangreindum héruðum eiga ekki að greiða far- gjöld sín þegar í stað, heldur sýna bílstjórunum og skipstjór- anum á Laxfossi kjörbréf sín. Verður þeim þá látinn í té sér- stakur farseöill, sem þeim ber að skila að Laugarvatni. Þar fer og fram greiðsla ferðakostnaðarins. Það skal tekið fram, að þess er vænzt, að fulltrúar fylgist með áætlunarferðunum og viti ljós- lega, á hvaða tíma þeir þurfa að mæta á hverjum stað. Hér er að vísu oftast tilgreindur ákveðinn tími, en slíkt getur hæglega breytzt af ýmsum orsökum. B. Sjóferffir. Fulltrúar úr Múlasýslum og Austur-Skaftafellssýslu fá mjög hentuga ferð meö Súðinni, sem fer frá Rvík austur um 31. maí til Siglufjaröar 5. júní, snýr þar við og verður komin til Reykja- víkur 10. júní, daginn áður en Landsmótið byrjar. Þann 14. júní fer svo Súðin aftur austur um land í hringferð. Ferðir fi'á Vestfjöröum eru enn í óvissu, en skrifstofa und- irbúningsnefndar mun láta trúnaðarmenn nefirdarinnar á Vestfjörðum eða væntanlega fulltrúa vita jafnskjótt og eitt- hvað verður afráðið í því efni. (Framhald á 4. síSu.) Uian lír heimi Hugsaníegir eílirmenn Hítlers I. Hermann Göring. Hér í blaffinu hefir áff- ur veriff rakinn kaflinn um Hitler í hinni frægu bók ástralska prófessorsins, Stephens H. Roberts, um Þýzkaland (The House that Hitlers built). í bók- inni er ennfremur minnst sérstaklega þriggja manna sem Roberts telur líkleg- asta til aff verffa eftirmenn Hitlers. Birtist hér frásögn um einn þeirra — Göring. Frásögnin um hina tvo mun koma í næstu blöffum. Mönnum hættir við að veita Herman Göring yfirhershöfð- ingja of litla eftirtekt. Sögu- sagnirnar um orðusótt hans og „fataskápinn“ (flugmálaráðu- neytið), eru mjög orðum auknar. Þær eru á borð við allt annað, sem um hann er sagt, eins og það t. d., aö hann hafi ljónsunga fyr- ir stofudýr, og ásamt persónu- leika mannsins hefir þetta sín áhrif. Göring er annar valda- mesti maður Þýzkalands, annar vinsælasti maðurinn, enda þótt bústaður hans í Berlín sé um- luktur gaddavírsgirðingu, og enginn hefði getað náð þeirri stöðu, sem hann hefir náð, án mikils dugnaðar. Göring er fæddur í Bayern 1893. sonur fyrrverandi nýlendu- stjóra. Hann gekk ungur í her- inn, og 1912 varð hann undirfor- ingi í fótgönguliðinu. Hann tók þátt í stríðinu frá byrjun, fyrst í fótgönguliðinu, en síðar í loft- hernum. Hann hækkaði óvenju fljótt í metorðastiganum innan hersins, hlaut Járnkrossinn og Pour la Mérite, sem er æðsta virðingarmerki. Á síðustu mán- uöum stríðsins varð hann yfir- foringi yfir hinni frægu Richt- hofen-herdeild. Göring er maður einrænn og óráðþæginn, enda vildi hann ekki viðui-kenna ósigurinn eftir að vopnahlé var samið. Neitaði hann aff afhenda yfirmönnum sínum flugvélarnar og varð að beita hann valdi. Hann strauk þá ryk hins sós- ialdemokratiska Þýzkalands af fótum sér, brá sér yfir til Sví- þjóðar og gerðist þar óbreyttur flugmaður. Þegar hann kom aft- ur til Múnchen, til aö stunda sögu við háskólann, heyrði hann Hitler halda ræðu og gekk þegar í lið með honum. Honum var falið að skipuleggja stormsveit- irnar. Síðan stóð hann við hlið Hitlers í Múnchen-uppþotinu, særðist hættulega, flýði til Tyrol og þaðan áfram til Ítalíu. Göring gat ekki horfið aftur heirn til Þýzkalands, fyrr en að hann var náðaður ásamt fleirum árið 1927. Var hann einn meðal hinna fyrstu nazista, er sæti hlutu í ríkisþinginu. Sakir síns meðfædda forustuhæfileika, tókst honurn smátt og smátt aö þoka hinum hæggerðari meölim- um í'íkisþingsins aftur fyrir sig og var hann kosinn forseti þings- ins 1932. Eftir byltingu nazistanna varð (Framhald á 4. síðu.)

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.