Tíminn - 17.05.1938, Blaðsíða 3

Tíminn - 17.05.1938, Blaðsíða 3
TÍMINN 81 Orsakír stéttabaráttunnar ir að togararnir væru enn bundnir við hafnargarðana og að stöðvun verzlunarflotans hefði haldizt mánuðum saman. En andstæðingarnir óttast þó einna mest, að Framsóknar- flokkurinn hei'ir bent á og berst fyrir hinni einu varanlegu lausn stéttabaráttunnar. Hann vill að í stað samkeppni stéttanna komi samvinna þeirra um sam- eiginlega hagsmuni. í stað skipulags hinnar frjálsu sam- keppni með fáum stóratvinnu- rekendum, mörgum vinnu- þiggjendum og stöðugum kaup- styrjöldum komi samvinna og sameign þeirra manna, sem við hlutaðeigandi framleiðslu- tæki vinna, og réttlát skipting arðsins. Þá er féfletting atvinnu- rekandans og óbilgjarnar kröf- ur vinnuþiggjandans úr sög- unni, því þeir hagsmunir, sem orsaka þetta nú, eru þá ekki lengur fyrir hendi. Að vísu verða alltaf talsvert margir starfsflokkar, sem ekki er hægt að tengja í beint hagsmuna- samband við framleiðsluna, en þjóðfélagið verður að hafa yfir þeim styrkleika að ráða, að hagsmunastreita þess fólks geti ekki troðið á rétti framleiðslu- stéttanna, heldur verði kjör þess miðuö við afkomu þeirra. Samvinna um framleiðsluna og sterlct og réttlátt ríkisvald er leiðin úr ógöngum stéttabar- áttunnar. Þ. Þ. Launagreiðslur eínkafyrírtækja trúalaun eru ekki til hjá ríkinu eða stofnunum þess. Þrátt fyrir þessar staðreyndir, er í blöðurn Sjálfstæðismanna sí og æ um það geipað, hve launa- greiöslur hjá ríkinu og’ stofnun- um þess séu óhóflega háar og aö það séu þær, sem séu í þann veg- j inn að sliga atvinnulíf lands- ; manna. Og þeir, sem þessu halda i fram, eru í mörgum tilfellum j sömu mennirnir, sem ákveðið ! hafa 16 þúsund króna forstjóra- ' launin í einkafyrirtækjunum — og sumir þeirra taka viö þeim sjálfir. Um það þarf ekki að deila, að laun margra opinberra starfs- manna eru of há, þegar þau eru borin saman viö þaö, sem erfiðis- menn landsins í sveit og við sjó bera úr býtum. En hræsni og yf- irdrepsslcapur Sjálfstæðismanna í þessum málum mun seint verða til leiðréttingar að þessu leyti. Ef hugur fylgdi máli, myndu þeir byrja heima fyrir, þar sem „framtak einstaklingsins" ræður. Þeir myndu lækka forstjóra- og skrifstofustjóralaunin viö sjálfa sig og sína skjólstæðinga í einka- fyrirtækjunum. Þeir myndu t. d. hætta aö láta Kristján Einars- son, Thor Thors og Ólaf Proppé taka 20 þús. kr. á ári hvern af „þrautpíndum útvegsmönnum". Þaö er rétt, að háu launin þurfa að lækka. En það á þá að byrja á hæstu laununum — hjá einkafyrirtækjunum og bönkun- um. Og tíminn mun leiða í ljós hversu Sjálfstæðismenn bregðast við, þegar farið verður fram á stuðning þeirra til slíkra ráð- stafana. Morgunbl. gerði nýlega van- máttuga tilraun til að sýna fram á, að stéttabaráttan sé ekki afleiðing hinnar frjálsu samkeppni. Öll rök blaðsins fyrir þessari staöhæfingu eru þau, að kom- múnismirin sé áhrifalaus í ýmsum helztu löndum hinnar frjálsu samkeppni, t. d. Eng- landi og á Noröurlöndum. Með því þykist blaðið hafa sannað, að engin stéttabarátta sé til í þessum löndum og rangt sé því að telja hana afleiðingu frjálsu samkeppninnar. Til þess að afsanna þessa fjarstæðu blaðsins, nægir að nefna tölur um tapaða vinnu- daga, sökum verkfalla, í tveim- ur af þessum löndum, Bretlandi og Svíþjóð. Tölur þessar eru tekn ar úr skýrslum frá vinnumála- skrifstofu Þjóðabandalagsins. í Bretlandi hafa tapaðir vinnudagar, sökum verkfalla, verið á árunum 1926—1932, sem hér segir: 1926 ......... 162.230 þús. 1927 ........... 1,170 — 1928 ........... 1.390 — 1929 ........... 8.290 — 1930 ........... 4.400 — 1931 ........... 6.980 — 1932 ........... 6.490 — í Svíþjóð hafa tapaðir vinnu- dagar, sökum verkfalla, orðið á sama tíma sem hér segir: 1926 ........... 1.711 þús. 1927 ............. 400 — 1928 ........... 4.835 — 1929 ............. 667 — 1930 ........... 1.021 — 1931 ........... 2.627 — 1932 ........... 3.000 — Þessar tölur gefa bezt til kynna hversu stórfellt böl vinnustyrjaldirnar og stétta- baráttan hefir verið fyrir þessi lönd og það jafnvel þó kom- múnismann hafi vantað til að blása að kolunum. En þessar tölur afsanna líka fullkomlega þá staðhæfingu Morgunblaðsins, að stéttabar- áttan geti ekki þrifizt, án kom- múnismans. Stéttabaráttan er í öllum löndum hinnar fTjálsu samkeppni, vegna þess að hún er eðlileg og óhjákvæmileg af- leiðing af því skipulagi á at- vinnurekstrinum. Þess vegna eru vinnustyrjaldir og harðvít ug stéttabarátta í mörgum löndurn hinnar frjálsu sam- keppni, þó þar sé enginn telj- andi kommúnismi til. Kommúnisminn er í raun og veru ekkert annað en ósvífnasta tegund stéttabaráttunnar. Ef frjálsa samkeppnin hefði ekki skipt stéttunum í fjandsamleg- ar hagsmunaheildir myndi hvorki hann eða önnur form stéttabaráttunnar vera til. — Hversu andvígir sem menn eru kommúnismanum, mega þeir ekki gleyma því, að hann er afleiðing en ekki orsök frjálsu samkeppninnar og það er þess vegna hún, sem hefir mein- semdirnar, og þeirra á meðal kommúnismann, í sér fólgnar. Með því að berjast fyrir frjálsri samkeppni sýnir Sjálf- stæðisfl. bezt, að hann er frekar en nokkur annað hérlendur stjórnmálaflokkur, fulltrúi og málsvari stéttabaráttunnar. — Að vísu talar Sjálfstæðisflokk- urinn alveg eins og Kommún- istaflokkurinn mjög fagurlega um afnám stéttabaráttunnar, en hjá báðum er þetta fólgið í fullnaðarsigri annars stéttarað- ilans, en algerðri undirokun hins. Þá er lokatakmarki stétta- baráttunnar og frjálsu sam- keppninni náð, því lögmál hennar er það, að hinn sterki eigi að drottna og hafi rétt til að undiroka þá, sem minna mega sín. Sjálfstæðisflokkurinn og Kommúnistaflokkurinn eru þannig fulltrúar stéttarand- stæðnanna og barátta þeirra stefnir að því marki, að geta kúgað hinn. Með réttu má segja, að þeir byggi tilveru sína á stéttabaráttunni. Þess vegna er líka auðskilinn hinn mikli fjandskapur þessara flokka til Framsóknarflokksins. Um tvo áratugi hefir það verið hlutverk Framsóknar- flokksins að skapa jafnvægi í þjóðfélaginu og draga úr mestu hörku stéttabaráttunnar. Hann hefir hindrað það, að þessum andstæðu fylkingum lysti sam- an til úrslitabaráttu og sagan frá 9. nóv. endurtæki sig þar í enn blóðugri mynd. Hversu þýðingarmikil þessi milliað- staða Framsóknarflokksins er, sézt bezt á lausn þeirra tveggja stórdeilna, sem forsætisráð- herra hefir ráðið fram úr á yf- standandi þingi. Hefði milli- göngu Framsóknarflokksins ekki notið við, er allt útlit fyr- Upplýsingar þær, er fjármála- ráðherrann gaf á Alþingi ný- lega um hálaunagreiðslur hjá einkafyrirtækj um annarsvegar og ríkinu og ríkisstofnununum hinsvegar, eru næsta eftirtektar- verðar. í 16 einkafyrirtækjum, sem ráðherrann hefir látið athuga, eru 23 forstjórar, sem hafa að meðaltali 16 þús. kr. laun. Þar að auki eru svo bankarnir, sem (a. m. k. tveir) hafa hærri for- stjóralaun en þessu meðaltali nemur. Hinsvegar eru sjálf ráð- herralaunin hjá ríkinu ekki nema 10 þús. kr. Og hæstlaunaði forstjórinn við ríkisstofnun hefir sömu upphæð. En við þessi 16 einkafyrirtæki vinna líka sjö svokallaðir skrif- stofustjórar eða fulltrúar, sem hver um sig hafa 10 þús. kr. laun. Slík skrifstofustjóra- eða full- Jón Árnason I bóndi, Finnsstöðum. Jón Árnason bóndi aö Finns- stöðum í Eiðaþinghá lézt að heimili sínu 10. marz sl. eftir nokkra vanheilsu og var jarð- settur 19. s. m. í heimilisgraf- reitnum á Finnsstöðum. Með Jóni er hniginn að velli einn af bændaöldungum Fljóts- dalshéraðs. Jón var sonur Árna Jónssonar og Sigurveigar Guttormsdóttur, sem bjuggu um 50 ára skeið, og vel það, á Finnsstöðum við rausn og myndarbrag. Jón var elztur af fimm bræðr- um og fjórum systurum er kom- ust á fullorðins ár af 15 börnum þeirra hjóna. Af þeim eru nú á lífi Anna á Finnsstöðum, Steinunn á Hofi og Þórður í Seli. í tið Árna á Finnsstöðum var allmargt í heimili og flest vaskra manna. Þar var, fyrr á árum, unnið meir en gerðist að þeirrar tíðar hætti, að umbótum á túni, engjum, húsum og jafnvel að vegagerð. Finnsstaðabræðurnir þóttu sterkir og liðtækir vel til átaka allra. Var viðbrugöið dugnaði þeirra og hagsýni við flutning á efni Lagarfljótsbrúarinnar 1902 —1905. Þá var ok ekki síður margt vel um Finnsstaðasysturnar, sem svo voru nefndar er þær voru í fö.ðurgarði og jafnvel eftir að þrjár þeirra giftust burtu. Einkenni þessara systkina voru: dugnaöur, djörfung, hjálpsemi og tryggð, allt með blæbrigðum sem þeir einir vissu um, er bezt þekktu til. Heimilislífið á Finnsstöðum, sem talið var með ágætum, mót- aði skapgerð þessara systkina. Svo virtist, sem allir þar stæðu beint og óbeint að því, að heim- ilishættir allir héldust í sem traustustum skorðum. Jón Árnason fæddist á Finns- stööum í september 1863, dvaldi þar allan aldur sinn, að undan- teknurn nokkrum vikum er hann naut tilsagnar í skrift og reikn- ingi hjá síra Birni Þorlákssyni á Hjaltastað, síðar á Dverga- steini. Á efri árum Árna föður síns var hann ráðsmaður hjá honum en Anna systir hans ráðskona fyrir móöur þeirra. Jón kvæntist um þær mundir Steinunni Hinrikisdóttur frá Hafursá. Allt um það hélzt heimilið í sömu skorðum, eða þangað til Árni lézt árið 1911. Var þá búinu og jöröinni skipt og keypti Jón af systkinum sínum sumum jarðahluta þeirra, á næstu árum. En á þriðjungi Finnsstaða reisti anna systir hans bú og hjá henni dó Sigurveig móðir þeirra 1917. Jón og Steinunn eignuðust 2 börn, Guðnýju húsfreyju á Mið- húsum, gift Sigurði Steindórs- syni bónda þar, og Árna bónda á Finnsstöðum, kvæntist Stefaniu Guðjónsdóttur frá Uppsölum. Steinunni konu sína missti Jón 1923. Jón átti um skeið sæti í hreppsnefnd. Eiðahrepps. Hon- urn féll það starf aldrei. Hann var of heimakær. Finnsstaðir áttu hug hans allan. Jón Árna- son elskaði þá jörð. Hún réði mestu um skaphöfn hans. Hún gaf honum það, sem hann þurfti með, og hann lét henni í té orku sína og þrek, sem hvorttveggja var mikið. Enda eru Finnsstaöir ein af fallegri jörðum Fljóts- dalshéraðs. Jörðin er ein af fá- um, sem er aö taka á móti um- bótum þriðja ættliösins. Hún liggur viö rætur fjall- garðsins, er skilur Hérað og Fjörðu. Neðan við slétt túnið er hiö víðáttumikla Finnsstaöanes að Lagarfljóti. Og í suðvestri rís fjalljöfur Austurlands, Snæfell í sól og himinbláma. 23. marz 1938. Þ. J. Bn. Nýtt fasteígnamat Samkvæmt lögum frá haustþinginu, hefir fjármálaráðherra fyrir nokkru síðan skipaö í yfirmatsnefnd fasteigna í landinu, þá Bjarna Ásgeirsson, Pál Zophoniasson og Hannes Pálsson bónda í Undirfelli. Hefir nefndin þeg- ar byrjaö starf sitt til undirbúnings matinu, en því á aö vera lokiö og fast- eignamatsbók komin ut áriö 1942. Núgildandi fasteignamatsbók er frá 1932. Sýslunefndir og bæjarstjórnir kjósa tvo menn í undirbúningsnefndir, en fjármálaráöherra skipar formenn þeirra. Þessi.r menn hafa verið skipaöir formenn: Gullbringusýsla: Klemenz Jónsson, kennari, Árnakoti. Kjósarsýsla: Björn Bjarnarson, Grafarholti. Borgarfjarðarsýsla: Jón Hannesson, bóndi, Deildartungu. Mýrasýsla: Sverrir Gíslason, bóndi, Hvammi. Snæfells- og Hnappadalssýsla: Hall- ur Kristjánsson, bóndi, Gríshóli. Dalasýsla: Bjarni Jensson, Ásgarði. A.-Baröastrandarsýsla: Ingimundur Magnússon, bóndi, Bæ. V.-Baröastrandarsýsla: Guðmundur S. Jónsson, bóndi, Sveinseyri. V.-ísafjarðarsýsla: Jóhannes Dav- íðsson, bóndi Nyrðri Hjarðardal. N.-ísaf j aröarsýsla: Bergmundur Sigurðsson, bóndi, Látrum. Strandasýsla: Gunnar Þóröarson, bóndi, Grænumýrartungu. V.-Húnavatnssýsla: Ólafur Björns- son, bóndi, Núpdalstungu. A.-Húnavatnssýsla: Bjarni Prí- mannsson, bóndi, Efri Mýrum. Skagafjaröarsýsla: Jón Jónsson, bóndi, Hofi. Eyjafjarðarsýsla: Davíð Jónsson, bóndi, Kroppi. N.-Þingeyjarsýsla: Sigurður Björns- son, bóndi, Grjótnesi. N.-Múlasýsla: Björn Hallsson, bóndi, Rangá. S.-Múlasýsla: Benedikt G. Blöndal, kennari, Hallormsstað. A.-Skaftafellssýsla: Þorleifur Jóns- son, bóndi, Hólum. (Framliald á 4. siðu.) unarhætti landsmanna. Ekki verður deilt um nauðsyn sýslumannsembættanna fyi’ir ríkið. Að vísu mætti að skað- lausu leggja nður 2—3 embætti, en slík breyting er svo viðkvæm fyrir héruðin og hefir ekki mikla fjárhagslega þýðingu fyr- ir ríkissjóð, að einsætt má telja, að Alþingi muni í þeim efnum elcki gera neinar verulegar breytingar. Má auk þess líta á það, að auk skyldustarfanna eru góðir sýslumenn, sáttasemj- arar í héraði og lögfræðilegir ráðunautar héraðsbúa i vanda- sömum málum, og má sízt gera of lítiö úr þýðingu þeirrar starfsemi fyrir almenning í landinu. Ég álít, að það eigi að hefja sýslumannsembættin aftur til vegs og virðingar, ekki vegna sýslumannanna sjálfra, heldur vegna þjóöfélagsins. í þau em- bætti þurfa að veljast hinir færustu menn, ekki fyrir áróður þeirra manna, sem í hvert sinn eru i ríkisstjórninni, heldur af því, að það þyki eftirsóknarvert að gegna störfum sýslumanns- j ins frernur en sinna gróðabralli j og fésýslu í höfuðstaðnum. Ég í álít, að hér á landi eigi sýslu- ! menn að vera fyrir ísland það, algerlega traustslaust og enginn vildi sinna máli þess. Ég hefi ekki erft þessa gömlu móðgun við þjóðina. Þjóðin var þá nógu sterk til að þola slíka framkomu. Þjóðin er enn nógu sterk til að taka eins og hvítur maður móti Pétri borgarstjóra, þó aö hann hafi ekki komið fram sínu er- indi. Og ég hygg að mikill meiri- hluti þjóðarinnar, þar meö tal- inn flokkur Sjálfstæðismanna á Alþingi, muni verða nógu sterk- ur til þess aö brjótast út úr þeim „ramma", sem Mbl. vill setja um atvinnuerfiðleika þjóð- arinnar. Það mætti vel vera í síðasta sinn, sem aöstandendur fjöllesins dagblaðs leggja út á þann hála ís, sem Mbl. var á í gær og fyrradag — og því miður nokkrum sinnum áður. Þaö væri sennilega allmikil skemmtun fyrir þann litla stjórnmálaflokk, sem vinnur að því að koma ís- landi undir erlend yfirráð, ef síðustu dagar Alþingis yrðu not- aðir í gagnkvæma fjármálagagn- rýni milli meirihluta Alþingis og meirihluta bæjarstjórnar Rvíkur um það hvernig bezt væri hægt aö hindra, að ísland nyti trausts og virðingar í öðrum löndum. Sýsitimennírnír og þjóðfélagíð j. j. Jónas Jónsson flutti í efri deild þingsályktunartillögu um byggingu sýslumannabústaða. Skrifaði hann með henni ítar- lega greinargerð og fer húri hér á eftir: Sýslumannaembættin eru gpmul og virðuleg. Margir af þjóðnýtustu mönnum í sögu lándsins hafa gegnt sýslu- | mannsstörfum. Og með ári hverju má heita, að bætt sé á þá stétt nýjum og vandasömum störfum og framkvæmdum fyrir þjóðfélagið. Sýslumaðurinn er lögreglu- stjóri og dómari í sínu héraði. Hann innheimtir skatta fyrir ríkið. Hann stýrir fjármálum og framkvæmdum sýslunnar. Hann hefir með höndum hin fjölbreyttustu og vandamestu störf fyrir ríkið og sýsluna. Hann geymir hin dýrmætustu skjöl viðvíkjandi eignum þús- unda af meðborgurum sínum. Glatist slík skjöl við bruna eða af öðrum slysum, er tapið oft óbætanlegt. En það er síður en svo, að þjóð og þing hafi skilið, hve mikið var hér i húfi. Að sama skapi og hin nýja menning og fjöl- þættu félagsmál leggja meiri og meiri byrðar á herðar sýslu- mönnum, má heita, að kjör þeirra hafi farið versnandi. í vaxandi dýrtíð eiga þeir hvergi höfði sínu að aö halla, og þeir verða að hrekjast á milli heim- ila með hin dýrmætu skjöl, eins og væru þeir mannfélaginu ó- viðkomandi. Dæmi eru til, að nýir sýslumenn hafi hvergi fengið inni í sýslu sinni og orð- iö aö koma fjölskyldu sinni fyrir í annari sýslu. Hitt er þó enn algengara, að sýslumaður- inn verður að byggja eða kaupa dýr hús, oft meö sérstöku neyðarverði, og sitja svo með skuldabaggann alla æfi. Við sýslumannaskipti eru húsamál- in oft erfið og hættuleg fyrir fjárhagslegt sjálfstæði þessara starfsmanna. En ekki þarf miklum getum að því að leiða, hve ógætilegt það er fyrir ríkið, að menn í hinum mestu trún- aðarstöðum um fjármál og rétt- arfar þurfi að vera fjárhagslega háðir mönnum, sem láta í té fjárstuðning eöa ábyrgðir til þess að dómari héraösins og fjárgæzlumaður ríkisins hafi þak yfir höfuðið. Fyrr á öldum bjuggu sýslu- menn venjulega stórbúum á beztu jörðum í héruðunum. Laun þeirra gerðu þeim kleift að hafa rausn og risnu sem hæfði embættinu að sið þeirrar aldar. Enn eru sýndir á Ökrum í Skagafirði veggir, sem taldir eru verk Skúla fógeta, þegar hann var sýslumaöur í Skaga- firði laust fyrir miðja 18. öld. Fram yfir síðustu aldamót gátu sýslumenn landsins með þeinú launaaðstöðu, sem þeir höfðu, notið sín sæmilega í héraði undir hinu aldagamla skipulagi um embætti þeirra. Húsakynni þeirra voru aö vísu ekki eld- trygg, en þess var þá heldur enginn kostur með þeirri gerð, sem þá var á híbýlum manna í landinu. En rausn og svipur sýslumannsembættanna var þá með þeim hætti, sem hæfði þeirra virðulega starfi. En þegar kom fram á stríðs- árin 1914—18, breyttist þetta skyndilega. — Verðhækkunin sýndist skapa mikla auðlegð, ekki sízt í Reykjavík. Áhrifa- mestu lögfræðingarnir fengu gífurlegar tekjur, margföld ^aun viö þaö, sem ríkið galt sýslu- mönnum sínum. Margir af helztu skörungum í lögfræð- ingastétt vildu nú ekki líta við sýslumannsembættum, heldur reka sjálfstæða gróðaatvinnu í kaupstööum. Fór þá svo undir þessum kringumstæðum, að stundum voru settir í sýslu- mannsembættin menn, sem ekki voru til þess færir, svo sem t. d. Einar Jónasson, svo að ekki séu nefnd fleiri dæmi. Undir liessum kringumstæðum varö mjög erfitt að fá heppilega menn í sýslumannastöður, nema að beita til þess lægni og áróðri, eins og gert hefir verið af ráðherrum Framsóknar- manna síðan sá flokkur fór að hafa bein áhrif á veitingar sýslumannsembætta. En þö veröur að játa það, aö síðan á stríðsárunum 1914—18 hefir aö- staða íslenzkra sýslumanna verið hin erfiðasta. Var þó hin mesta þörf á að halda þessum gömlu og viröulegu embættum í heiðri, þegar svo mikil nýsköp- un og óró var í hinu íslenzka þjóðlífi í sambandi við ger- breytingu í atvinnulífi og hugs-

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.