Tíminn - 23.06.1938, Síða 2

Tíminn - 23.06.1938, Síða 2
98 TÍMINN að framtíð þjóðarinnar geti beinlínis meir en á flestu öðru oltið á því, að okkur takist að breyta skóla og uppeldismálun- um. Það verður að snúa við þeim hættulega hugsunarhætti, sem virðist vera að festa rætur meir og meir meðal þegnanna í þessu þjóðfélagi og sem ég hefi minnst á hér að framan. Ég er að vísu ekki þess umkominn að benda á þær breytingar, sem gera þarf, nema aðeins í örfá- um frumdráttum. En ég get bent á að það sem fyrst og fremst þarf að taka til athug- unar, er uppeldi barnanna og barnafræðslan, sem við köllum svo. Ég get bent á það, að vali kennara er víða mjög ábóta- vant og við verðum að gera okkur grein fyrir, að það mál þarfnast endurskoðunar. Börn- in eru, að minnsta kosti í sveit- um landsins, með skólanáminu, um of slitin frá starfi heim- ilanna, sem oft hefir verið drýgsta veganestið fyrir marga íslendinga, þegar kom út í baráttu lífsins. íþróttir og útivera í barnaskólunum er of lítil og hvorutveggja ábóta- vant. Og það er aðkallandi nauðsyn og næsta undarlegt, að það skuli að mestu hafa verið látið undir höfuð leggjast, að kenna börnunum allt um skað- semi áfengis og tóbaks, því að það verður aldrei unninn bugur á þessum nautnum, sem kosta þjóðina svo miklar fórnir, nema einmitt í gegn um barnauppeld- ið fyrst og fremst. Það þarf að kenna börnunum einföldustu undirstöðuatriði heilbrigðis- fræðinnar. Kenna þeim og láta þau skilja, að það er skylda gagnvart sjálfum þeim, skylda gagnvart sínum og við þjóðfé- lagið að gera sitt ítrasta til þess að varðveita heilsuna og starfs- þróttinn, sem er undirstaöa allrar lífsgleði og lífsnautnar og að vinnan er fyrst og fremst helgasta skylda hvers manns. Það þarf ennfremur að hafa meira verklegt nám í seinustu bekkjum skólanna og sjálfsagt að gera garðrækt beinlínis aö skyldunámsgrein, því ræktun moldarinnar er ein undirstaðan í lífi þjóðarinnar og ekkert er þroskavænlegra en að vinna við ræktun og finna lífið og gróður vaxa milli handanna á sér. — Þennan þráð verður í aðal- atriðum að taka upp og það verður að halda honum áfram gegn um uppeldismál okkar og skólamál, er taka við eftir barnafræðsluna. Uppeldi unglinganna og at- hafnaleysið er mál, sem þolir litla bið lagfæringar og úr- lausnar. Unglingar í sveitum eru sumstaðar næstum ofþjak- aðir vegna erfiðis, en í kaup- stöðum eru þeir eyðilagðir vegna iðjuleysis. Þannig getur þetta ekki haldið áfram. Það verður að gefa þeim unglingum, sem til þess eru hæfir og hafa löngun til þess, tækifæri til að nema nauðsynlegar iðngreinar og ef með þarf verðum við, eins og sumar nágrannaþjóðir okk- ar hafa gert, að koma á sér- stökum námsskólum eða verk- stæöum til þess. Það verður að koma upp vinnuskólum eða þegnskylduvinnu fyrir ungl- inga, að minnsta kosti fyrir þá, sem iðjulausir eru. Lausn þessa máls getur ekki haldið áfram að stranda á óskynsamlegum yfirboðum um kaupgjald fyrir þessa unglinga, því kaupið er ekkert aðalatriði fyrir þá. Hitt er fyrst og fremst mergurinn málsins, að kenna þeim að það er ánægjulegt að vinna. Kenna þeim að vinna, kenna þeim að leggja á sig erfiði og brjóta á bak aftur erfiðleikana; það er bezta hjálpin til sjálfbjargar. Hið sama verður að gerast í skólum landsins almennt. Þeir sem nám stunda í hinum æðri skólum verða ekki síður að læra að skilja það, að það er ekki einhlýtt að komast í em- bætti, því fylgja skyldur um mikla vinnu, eljusemi og á- byrgðartilfinningu. í héraðs- skólunum verður að leggja enn meiri áherzlu á vinnunámið. í skólunum þurfa nemendur að læra allt hið nauðsynlega í lífs- baráttunni á því sviði, sem þeir ætla að starfa. í fáum orðum sagt, að verða hæfari þegnar og dugmeiri þegar þeir fara úr skólunum en þegar þeir koma þangað. Enn er það nauðsynlegt, að í- þróttir verði auknar og bættar meðal landsmanna allra. Þær eru vinna, sem við búum okkur til, erfiði, sem kennir mönnum að láta á móti sér og reyna á sig. Þær eru því hinn bezti undirbúningur undir sjálfa lífs- baráttuna. Þær eru og einnig góö skemmtun, auka heilbrigði, gleði og léttlyndi, sem við sann- arlega þurfum meira af en við höfum. Ég hefi nýlega skipað niu manna nefnd til þess að athuga og undirbúa tillögur til ríkis- stjórnarinnar fyrri næsta reglu- legt Alþingi um það, hvernig hagkvæmast verði að efla í- þróttastarfsemina og líkams- ræktina meðal þjóðarinnar, fyrst og fremst með það sjón- armið fyrir augum, að áhrif í- þróttanna til þroska, heilsu- bótar og hressingar nái til sem flestra í þessu landi. Erlendis hefir risið upp sterk hreyfing, sem sumstaðar hefir verið styrkt af ríkinu, þess efnis að innprenta mönnum þau sann- indi, að það sé rík skylda hvers manns að haga lífi sínu öllu viðvíkjandi klæðnaði, mat og drykk og öðrum lífsvenjum þannig, að heilsan varðveitist sem bezt og að menn hafi sem mesta hæfni til að vinna. Ég geri mér vonir um að við getum í sambandi við þær breytingar, sem mér þykir líklegt að gerð- ar verði á íþróttamálunum, tek- ið upp samskonar starfsemi hér á landi. Enda er ég þess full- viss að hennar er mikil þörf, því að það brestur mjög á að hollustuhættir hér á landi séu þannig, að við verði unað, en við það lamast starfsþrek og framtak þjóðarinnar meir en menn gera sér ljóst. Þetta sem ég hefi hér nefnt, er aðeins riss af þeim höfuð- línum, sem leggja ber áherzlu á í uppeldis- og skólamálum nú á næstu árum, en það er vissu- lega ekki til þess ætlazt, að það sé nein heildarmynd. En ef við leggjum áherzlu á þetta, og það gerum við, og ef þær stofnanir í þessu landi, sem áhrif hafa, svo sem blöðin, kirkjan, skól- arnir og útvarpið, legðust á eitt um það að kenna þjóðinni þessa lífsskoðun, þá munum við ekki aðeins afstýra þeirri hættu, sem nú er yfirvofandi, þegar fleiri og fleiri þegnar leita gæfu í athafnaleysi, heldur munum við áður en langt líður eignast enn starfhæfari þegna en við eigum nú. Við munum eignast einstaklinga, sem eru bezta trygging fyrir því, að við sigr- umst á hverskonar erfiðleikum, sem þjóðfélag okkar kann að mæta og að við höldum sjálf- stæði okkar og frelsi, sem sterk og heilbrigð þjóð, því aö fyrir heilbrigða, ábyrga og táp- mikla einstaklinga, er vinna og barátta ekki aðeins skylda, sem þeir rækja vegna þess að það er skylda, heldur nautn, sem er þeim lífið sjálft. III. En nú munuð þið spyrja: Hvar eru verkefni handa öll- um þessum starfsömu þegnurn? Er ekki fjöldi einstaklinga at- vinnulaus, þótt þeir vilji vinna og biðji um vinnu? Vissulega eru verkefnin nóg og liggja al- staðar fyrir fótum okkar. Sum- ir virðast þeirrar skoðunar, að hin aukna tækni óg framfarir skapi vöntun á áframhaldandi verkefnum og þar af leiðandi atvinnuleysi. Ég held að þetta sé fullkomlega misskilningur. Sannleikurinn er sá, ef rétt er á- haldið, að hin aukna tækni og kunnátta og hinar miklu framfarir hafa stööugt marg- faldað möguleikana fyrir nýrri tækni og vaxandi vellíðan al- mennings. Og ef við lítum á verkefnin, þá skulum við taka það sem hendínni er næst. Veg- urinn hérna milli Reykjavíkur og Suöurlandsundirlendisins, er hvergi nærri viðunandi og það meir að segja þó um 3 leiðir verði að velja. Innan skamms munum við sjá nauðsyn þess og gera kröfur til þess að vegur verði lagður skemmstu leið, vegur, sem fær er allt árið, og verði sterkari og breiðari en þeir vegir, sem við nú höfum. Það liggur í augum uppi, að ekki verður hjá því komizt að tengja saman á þennan hátt höfuðborg landsins og stærstu og frjósömustu landbúnaðar- héruðin sem við eigum, með vegi, sem þolir miklu stærri vagna og þyngri flutning og gerir þá flutninga ódýrarioghag- kvæmari en nú er. Suðurlands- undirlendið sjálft og fiskimiðin, sem þar liggja undan landi, vantar höfn, sem sjálfsagt ekki verður komizt hjá að byggja áður en langt um líður. Og Suðurlandsundirlendið allt, sem hér liggur fyrir framan okkur er að mestu ónumið land, en jarðvegsrannsóknir, sem nýlega hafa verið gerðar, sýna að þar eins og annarsstaðar um landið, eigum við góða og frjó- sama mold, betri mold en flest- ar aðrar þjóðir, þar sem við getum ræktað margt, sem við ekki ennþá ræktum. í landbún- aðinurn og ræktunarmálunum eru stöðugt að opnast nýir möguleikar, sem okkur hefði ekki dreymt um fyrir nokkrum árum og sem við tæpast þekkj- um enn. Hin nýju vísindi hafa fundið Jeiðir til þess að kynbæta margskonar nytja- jurtir og þaö eitt opnar okkur meðal annars margskonar möguleika til þess að ala hér upp þær tegundir nytjajurta, sem eru við hæfi íslenzks lofts- lags og veðráttu. Enginn veit enn hve stórfelldum breyting- um þessi eina grein vísindanna á eftir að valda. Einn íslenzkur stúdent er nú við nám erlendis í þessari vís- indagrein, en við þurfum að senda héðan fleiri nemendur, sem sækja til framandi landa nýjungar, sem nú eru að koma fram á sjónarsviðið í öðrum vísindagreinum. í efnafræðinni hefir t. d. einnig opnazt alveg nýr heimur, sem hefir kennt mönnum að framleiða úr land- búnaöarafurðum margskonar nauösynjar, sem engum manni kom til hugar fyrir nokkrum árum aö væri framkvæman- legt. Hinn nýi garðyrkjuskóli að Reykjum í Ölfusi, er vísir að merku starfi, sem hér þarf að vinna. Þangað mun hinn nýi skólastjóri safna margvíslegum nýjungum og fróðleik, sem miðlað verður víðsvegar um þetta land og þaðan munu koma nemendur, sem sumir hverjir munu síðar meir sækja aukinn fróðleik til framandi landa. Við höfum hér á landi næstum eingöngu, um hundruð ára, lifað á þeim afurðum og auð, sem moldin gaf. Hversu miklu auðveldara ær það ekki nú aö lifa á afurðum moldar- innar, þegar tæknin og vísindin eru stöðugt að auka frjósemi hennar, ef svo mætti segja, og gera okkur það mögulegt að rækta í mold fjölda nytjajurta, sem við ekki þekktum áður og því síður ræktuðum. Nú sem stendur neytum við minna grænmetis að ég hygg, en nokk- ur önnur þjóð, að undantekn- um heimskautaþjóðunum. Og við framleiðum þó ekki einusinni nægilega mikið af einföldustu tegundum garðávaxta fyrir ís- lenzkan markað. Þetta er okkur mikið tjón, ekki aðeins fjár- hagslega, heldur og heilsufars- lega. Hugsið ykkur, unga fólk, allt það stórfellda verk, sem hér er óunnið á þessu eina sviði og hugsið ykkur alla möguleikana í sambandi við jarðhitann viðs- vegar um landið. Ég get vitanlega ekki í þessu stutta erindi talaö um nema sárafátt af hinum mörgu mögu- leikum í landbúnaði og ræktun, en ég get þó ekki komizt hjá því að minnast á framtíð þétt- býlisins eða þorpbyggðanna í íslenzkum sveitum. Þéttbýlið á ekki aðeins rétt á sér, heldur er það að minni hyggju nauð- synlegt og jafnvel mjög aðkall- andi. Torfubyggðin víðsvegar um landið hefir allsstaðar reynzt fastheldin á fólk. Þaðan hefir þaö sízt flutzt. Menn vilja gjarna lifa saman i þéttbýli og nú gerir hin nýja tækni og hin nýju vísindi i ræktun, þorps- byggðina á margan hátt eðli- legri og hagkvæmari en áður var. Meö því geta menn notað sameiginlegar vélar og verkfæri og fá aðstöðu til rafmagnsnotk- unar og ýmsra annara þæginda, sem ekki er hægt að veita sér án þéttbýlis. En auk þess virðist mér það auðsætt að í sveita- þorpunum eða samvinnubyggð- unum, sem verða byggðar á næstu árum, vaxi upp samhliða landbúnaðinum nýjar atvinnu- greinir, sérstaklega iðnaöur, sem er stórum ódýrara að reka upp í sveit, þar sem ódýrara er aö lifa en í hinum dýru kaup- stöðum. Iðnaöur, sem fyrst og fremst fullnægir þorpinu sjálfu og þeim svæðum, sem að því liggja, í stað þess að menn sækja nú allt í kaupstaðina og kaupa vöruna dýru verði þar og soga þannig fjármagnið úr sveitunum jafnhliða sem vinnu- aflið flýr úr sveitum landsins til kaupstaðanna í iðnaöinn. Margskonar smávélar, sem á seinni árum eru framleiddar, munu gera hinn smærri iðnað í sveitum mögulegan og allar skynsamlegar ástæður mæla með því, að hann eigi framtíð fyrir sér. Það er ekki hægt að neita því að ískyggilega horfir um sjávarútveginn nú sem stendur, en einnig þar eru að koma í ljós stórfelldir möguleikar. Eng- an hefði dreymt um það, fyrir nokkrum árum, að síldariðnað- urinn ætti þá framtíð fyrir sér, sem reynsla seinustu ára hefir leitt í Ijós. Framfarir á því sviði eru svo stórstígar, að síldariðn- aðurinn er nú orðin ein af stærstu atvinnugreinum lands- ins og iðnaðarvörur úr síld ein af aðalútflutningsvörum okkar. Ekki þætti mér það neitt ó- sennilegt, að á næstu árum risi hér upp fiskiðnaður, sem yrði engu síður stórfellur en síldar- iðnaðurinn hefir verið. Iðnaður almennt hefir tekið miklum framförum hér á landi hin seinustu ár og heldur á- fram að vaxa í sambandi við þá tækni, sem þróast hér smátt og smátt, vegna betri skilyrða og ódýrs rafafls. En sá iðnaður, sem að sjálfsögðu á mesta framtíð fyrir sér, er iðnaður úr íslenzkum hráefnum. Ennþá vitum við ekkert hvaða auðæfi búa hér í jörðu. Það hafa á seinni árum verið gerðar lítilsháttar rannsóknir, en þær eru enn - mjög ófull- komnar. Við vitum þó að við höfum hér efni í sement. — Efnið hefir ennþá aðeins fund- izt á 3 stöðum og framleiðslan verður of dýr, vegna þess að það þarf að flytjast til. Við getum einnig framleitt hér ís- lenzkan áburð, en ekki hefir (Framhald). IX. Þegar mynduð var ný stjórn vorið 1934, var málum skipt ná- lega jafnt milli stjórnarflokk- anna til meðferðar. Lögðu sós- íalistar mikla áherzlu á að flokkur þeirra fengi jafna hlut- deild í yfirráðum og framkvæmd mála, þó að þeir ættu ekki nema einn ráðherra í stjórninni, en i Framsóknarmenn tvo. Þessi ; krafa ýarð undir eins til að j veikja stjórnina. Haraldur Guð- mundsson fékk þegar frá byrjun ! of mikið að gera og afhenti ! raunar frá byrjun tvo þýðingar- I mikla málaflokka, uppeldismál og heilbrigðismál flokksmönn- um sínum til úrslitameðferðar. Ráðherrar Framsóknarflokksins hefðu að réttu lagi getað haft íleiri stjórnardeildir til með- [ ferðar, en þess var ekki kostur. j Þeir menn, sem mest réðu um | þessa skipun í Alþýðuflokknum, ' og það var ekki formaður hans, Jón Baldvinsson, litu á sig í þessu efni sem öðru í kaupdeilu, bæði viö Framsóknarflokkinn og við þjóðina í heild sinni, en ekki nema að nokkru leyti sem stjórnarflokk. Þess vegna seild- ist flokkurinn eftir að hafa til meðferðar fleiri mál heldur en hann haföi orku til að glíma við á þann hátt sem hentaði hags- munum allrar þjóðarinnar.. Þar ofan á bættist að flokkur Har- aldar Guðmundssonar leitaðist aldrei við að nota sér reynslu annarra manna, sem hefðu get- að veitt óhlutdræga hjálp. — Höfðu þeir þó í því efni heppi- legt fordæmi frá hinni fyrri Framsóknarstjórn. Ég hafði, öll þau ár, sem ég var i landsstjórn- inni, leitað um mörg lögfræðileg atriði til Stefáns Jóhanns Stef- ánssonar. Hann hafði undirbúið mörg þýðingarmikil frumvörp í samráði við mig, þar á meðal átt mikinn þátt í umbótinni á | æðsta dómstóli landsins. Mér þótti engin læging að leita að- stoðar um sérfræðileg lögfræði- efni til Stefáns Jóhanns og hafði af því góðan stuöning við fram- ! gang þýðingarmikilla mála. Á sama hátt hefi ég um margar framkvæmdir í öðrum efnum, leitað hjálpar til Emils Nielsens, Pálma Loftssonar, Guðjóns Sa- múelssonar og Þóris Baldvins- sonar, til að nefna samstarf um tvo málaflokka, útgerðarmál og byggingar. Mér hefir jafnan gef- izt vel um framkvæmd mála, að leita samstarfs við þá, sem bezt báru skyn á þau verkefni sem lágu fyrir til úriausnar í hvert sinn. En Alþýðuflokkurinn tók aðra og alveg gagnstæða stefnu, að vera sjálfum sér nógur í hverri grein, og það líka í þeim efnum, þar sem hann vantaði nálega öll skilyrði til að hafa forystu um þróun málanna. Ofan á þessa einangrunarpóli- tík Alþýðuleiðtoganna, bættist það, að þeir voru yngri og reynsluminni flokkur en Fram- sóknarmenn. Skipti mjög miklu um aðstöðu ráðherranna í þessu efni. Hermann Jónasson og Ey- steinn Jónsson gátu hvenær sem var leitað sér aðstoðar hjá fjöl- mörgum mönnum víða um land sem höfðu að baki langa starf- semi í sjálfbjargarviðleitni fólks- ins, og voru þar fyrst forráða- menn í hópi samvinnubænda, leiðtogar kaupfélaganna og Sambandsins. Ráðherrar Fram- sóknarmanna gátu þannig stuðzt við æfða menn í framkvæmdum, hvar sem var'á'landinu. En auk þess var meginþorri kjósend- anna, samvinnufólkið, óvenju- legir stuðningsmenn á erfiðum tímum.Þar voru þúsuhdir manna um allt land, sem höfðu tamið sér að gera miklar kröfur til sín og sinna, en stilla í hóf um kröf- ur til þjóöfélagsins. Hafði mjög á þetta reynt í kjötsölumálinu. Jón í Stóradal og félagar þeirra höfðu sett upp kröfur um kjöt- verð til bænda, sem ekki var unnt að framkvæma nema með milljónaframlagi úr ríkissjóöi. Framsóknarmenn tóku ekki und ir þessa kröfu. Þeir sögðust ekki sjá nokkurn möguleika til að halda aðalatvinnuvegum lands- ins uppi með almennum mill- jónastuðningi frá skattgreiðend- um. Samvinnubændur landsins skildu þetta vel. Þeir voru vanir í meir en hálfa öld að selja framleiðsluvörur sínar sjálfir og a,ð fá fyrir þær það sem hægt var að fá á opnum markaði. Framsóknarflokkurinn og Sam- bandið kom hinsvegar á nýju skipulagi á kjötsöluna, sem tryggði bændum það verð fyrir kjötið, sem mest var hægt að fá á innlendum og útlendum mark- aði. Gifta Framsóknarflokksins um stjórn landsins á tímabilinu 1934—37 var að verulegu leyti fólgin í því að liðsmenn og liðs- foringjar voru þjálfað lið, hóf- samt í kröfum, en öruggt til mikilla átaka um almennings- heill. Þannig gátu ráðherrar Fram- sóknarflokksins leitað til manna eins og Jóns í Deildartungu, Bjarna á Hólmi, Þorsteins á Reyðarfiröi, Björns á Kópaskeri, Vilhjálms Þór, Egils í Sigtúnum og sr. Sveinbjörns á Breiðabóls- stað, svo að nefnd séu fáein nöfn af mörgum. í sömu kringum- stæðum leitaði Haraldur Guð- mundsson til Óskars í Hafnar- firði, Jóns Axels Péturssonar, Arnfinns skólastjóra á Eskifirði, Halldórs Friðjónssonar á Akur- eyri, Gísla Halldórssonar verk- smiðjustjóra eða Jóns erindreka Sigurðssonar. Munaði miklu á starfhæfni og ábyrgðartilfinn- ingu þeirra, sem hinir tveir stjórnarflokkar höfðu þannig aðstöðu til að styðjast við um framkvæmd vandasamra mála, enda fór árangurinn eftir því. Á þessu þriggja ára stjórnar- tímabili, efldist landið undir for- ustu Framsóknarmanna og flokk urinn sjálfur, svo sem kosning- arnar 1937 báru ljósan vott um. í skjóli við eflingu Framsóknar- flokksins, veiktist liðssveit Jóns í Stóradal meir og er nú að engu orðin. í Alþýðuflokknum óx

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.