Tíminn - 28.07.1938, Blaðsíða 2

Tíminn - 28.07.1938, Blaðsíða 2
122 TÍMINN Rógburður „drauganna(( (Framhald af 1. síðu.) hrúgað’ að sér gróðavænlegum vörutegundum, og einn góðan veðurdag hefði þjóðin svo staðið uppi ófær um að greiða andvirði brýnustu lífsnauðsynja. Við hefðum orðið að hætta að kaupa kol, olíu, salt og aðrar útgerðar- vörur til dæmis. Þannig hefðu kenningar Vísis orðið í fram- kvæmd. Þaö þarf blygðunarleysi til að skrifa á þennan hátt. Reynsla annarra þjóða er sú, að þegar kreppt hefir að með gjaldeyri, hefir hvarvetna verið gripið til innflutningshafta, til þess að tryggja að nægur gjald- eyrir væri fyrir hendi til greiðslu lífsnauðsynja. Þannig eru þá skrif íhalds- blaðanna um gj aldeyrismál og árásir þeirra á fjármálaráð- herra í því sambandi. Rök- semdir þeirra stangast. Skrif þeirra til þess eins, að þyrla upp ryki, ef með því mætti heppn- ast að villa um almenning í þessum málum. En þess er ekki að vænta, að blekkingar, sem eru svo andstæðar innbyrðis, geti leitt marga á villigötur. Reynslan frá kosningum und- anfarinna ára ætti að vera búin að sýna þessum herrum hug almennings 1 landinu. Það er ekki úr vegi, að minna í- haldsblöðin á það í þessu sam- bandi: Hverjjir fieir eru, seni heimta óþarfan iniiflutiiiug. Því verður ejíki neitað, að þegar þjóðin þarf árlega að standa í skilum með miklar greiðslur vaxta og afborgana af erlendum skuldum, m. a. hinu mikla Sogsláni, eftir þriggja ára aflabrest á þorskveiðum og slæmt útlit með sildveiðar, auk verðfalls á afuröum, þá hlýtur hjá hverjum hugsandi manni að vakna spurningin: Hvaö er það, sem þjóðin get- ur helzt sparað og neitaö sér um? í þessari gi’ein verður ekki farið itarlega út í þetta atriði, en það verður fljótt ljóst, að ekki er um margar vörutegund- ir að ræða, sem notaðar eru af vinnandi stéttunum, bændum og verkamönnum, sem kalla má óhófsvörur. Það má auðvitaö segja, að notkun á kaffi, sykri og hveiti sé meir komið í vana en hollt er frá heilsufræðilegu og fjárhagslegu sjónarmiði, og að eitthvað megi og jafnvel verði að spara á þeim liðum. Svo koma aftur aðrar vöru- tegundir, sem spara mætti tölu- vert á, ef að herðir. Það er hugs- anlegt og meira en það, þótt hér sé ekki áfengisbann, að takmarka innflutning áfengis. Hverjir eru það, sem neyta þess mest og myndu reka upp sárast óp ef innflutningur þess stöðv- aðist? Rennir Árni frá Múla I grun í það? Hverjir voru helztu áfengissmyglarar á tímum bannlaganna? — Það er einnig mögulegt að spara innflutning á tóbaki, og nota til þess ýmsar aðferðir. Ætli það séu bændur og verkamenn, sem nota mest af því? — Hverjir eru það, sem flytja inn og selja varasmyrsli, andlitsduft o. fl. þessháttar, og hverjir kaupa þessar vörur, sem gerð er miskunnarlaus krafa um að fluttar séu inn eða fram- leiddar í landinu? Eru það vinnandi stéttirnar? Nei, það er fólk, sem hefir fé handa á milli umfram nauðþurftir, og kaup- menn græða á slíkri verzlun meir en flestu öðru. — Það er því miður ekki ósennilegt, að þjóðin verði að neita sér um ýmislegt, sem hingað til hefir verið talið nauðsynlegt, og þeg- ar þannig verður hert að, þá mun það koma í ljós, hverjir reka upp kveinstafi, sjálfra sín vegna og þeirra, er verzla með þennan varning. — Þannig líta málin út, skoðuð í réttu ljósi, og alveg sama kemur fram, þegar íhaldsblöðin ræða um hina miklu Eyðslu. Það kemur tæpast svo út í- haldsblað, að ekki sé ritað um hina miklu eyðslu ríkisstjórnar- innar, sérstaklega fjármálaráð- herrans. Það er alkunnugt, að fjármálaráðherra hefir oft Víðskíptaháskóli Islands eigin framfæris. Þessir menn þurfa ekki að ímynda sér, að sú eyðsla, komi ekki jafn þungt niður á bök alþýðunnar í land- inu. En hvor eyðslan halda menn að sé þarfari, sóun nokkurra manna á tugum þúsunda króna sjálfum sér til framfæris, eða hin, sem miðar að því að létta undir með atvinnuvegunum og rétta þá við? í hvert skipti, sem íhaldsblöðin minnast á eyðslu, þá vekja þau athygli á óhófslifnaði aðstandenda sinna. Enn eitt hafa íhaldsblöðin gert mjög að umtalsefni und- anfarið, og það eru Láiitökiiriiar. Þessi blöð hafa verið ákaflega gleið yfir því, eftir því, sem séð verður, að ekki skyldi teljast hentugt að bjóða út gjaldeyris- lániö, eins og ætlað var, en í þess stað tekið bráðabrigðalán, og lán til rafvirkjunar á Akureyri, með kjörum, sem telja verður eftir atvikum mjög góð. Það hefir verið á það bent, að um hver einustu áramót hafa spá- menn íhaldsins lýst yfir því, að nú væri allt að fara hér í kalda- kol. Á þessum skrifum er ekki tekið mark innanlands, en þau eru þýdd af fulltrúum erlendra ríkja hér og stundum endur- prehtuö í blöðum utanlands, sem ummæli ábyrgs stjórnmála- flokks. Það er því vafalaust, að þessar hrakspár spilla verulega fyrir landinu út á við, og það hafa Sjálfstæðismenn verið að reka sig á sjálfir nú þessa dag- ana. Að öðru leyti stafa vandræöi okkar nú aðallega af því, að á góðærunum, stjórnarárum íhaldsins, var fluttur inn gjald- eyrir að þarflausu svo miljónum króna skipti með lántökum er- lendis. Á stjórnaráfum íhaldsins 1925—27, þegar saltfiskútflutn- ingurinn var að meöaltali 41 millj. króna á ári á móti 17 millj. undanfarin þrjú stjórnar- ár, ukust skuldir þjóðarinnar um 10 millj. króna. Á þessum góðu árum var ey'ðslan svo óhóf- leg, að allur hinn mikli gjald- eyrir eyddist og meira til. Þá var tekið 8 milljón lcróna lán til þess að koma upp húsbyggingum í Reykjavík! Er ömurlegt til þess að hugsa hvernig farið var með fé þjóðarinnar á þessum góðu árum. Ekki einungis öllu eytt sem inn kom, heldur skuldum safnað að auki. Það er fyrst í tíð núverandi stjórnar, að reynt hefir verið að stöðva skuldasöfnunina við út- lönd. Þegar erfiðleikarnir eru mestir, og búað er að hlaða upp skuldum erlendis, svo að við þurfum árlega, að því að talið er, að legja upp 10—12 milljónir króna fyrir greiðslu afborgana og vaxta áður en farið er að hugsa fyrir kaupum á lífsnauð- synjum þjóðarinnar, og er samt enginn efi á því, að hægt er að komast af, ef atvinnuvegirnir ganga sæmilega, en leikur einn hefði það verið á góðu árunum, þegar íhaldssukkið var sem mest, að safna fé í stað þess að safna skuldum. Það, sem nú er á þjóðina lagt, stafar fyrst og fremst af eyðsl- unni á góðu árunum, þvi að þótt lán hafi verið tekin af Fram- sóknarmönnum, þá hafa þau öll gengið til arðbærra fyrirtækja og gefið margfaldan gjaldeyri, eins og t. d. síldarverksmiðjurn- ar. En næstum hver eyrir af þeim tugum miljóna, sem sóað var á tímabili íhaldsins fór í óarðbæra og fánýta hluti, — og undir afleiðingum þess stjórn- arfars stynur þjóðin nú. Það fé fór allt til að lifa um efni fram, til of dýrra bygginga og óhófs í lifnaðarháttum yfirleitt. Hið mikla fjármagn, sem barst hér að á góðu árunum, er horfið. Það er þetta, sem þeir hljóta að reka augun í, er lána hingað fé. Það er því næsta augljóst hvar sökin liggur, þegar talað er um skuldirnar við útlönd og þá erf- iðleika, sem kunna að verða á leið okkar í útvegun lánsfjár með hagkvæmum kjörum. í þessu sambandi er rétt að minna á Httaveitiiláiitð. Líklegast er þaö einhver dæmalausasta framkoma hjá Pétri Halldórssyni, sem sögur fara af í sambandi við það mál. Undirbúningur málsins er allur með fádæmum og skal hann ekki rakinn hér. En á það skal Á síðasta Alþingi var af þing- flokknum rætt nokkuð um nýj- ar leiðir til að tryggja viðskipta- sjálfstæði landsins með nýjum úrræðum. Upp úr því umtali var eftir aö þingi sleit, ákveðið að byrja í haust þriggja vetra nám í viðskipta- og fjármálum fyrir allt að því 8 nemendur árlega. Það er gert ráð fyrir, að ekki veiti af stúdentsprófi eða hlið- stæðu námi til að geta staðizt inntöku í skólann. Eftir þessu ættu að geta verið rúmlega 20 menn í skólanum í þrem árs- deildum, en í mörgum greinum myndi kennslan vera sameigin- leg fyrir alla, svo sem í lögfræði, hagfræði og jafnvel að sumu leyti í tungumálum. Það eru líkur til að Pálmi rektor geti lánað þessari nýju kennsludeild rúm fyrst um sinn í bókhlöðu skólans, en væntan- lega ætti þessi stofnun að geta fengið húsnæði í hinum rúm- góða háskóla, þegar hann er til- búinn, og það engu síður þó að viðskiptaháskólinn muni fyrst um sinn á ýmsan hátt hafa sér- stöðu, miðaö við venjulegar há- skóladeildir. Þegar ég var staddur á Akur- eyri í vor, meðan þar stóö á stúdentsprófi, bað Sigurður skólameistari mig að skýra nokkuð nánar frá þessari fyrir- huguðu stofnun, þar sem sumir af stúdentunum hefðu hug á aö sækja þar um inngöngu. Ég sagði þá lauslega frá því, sem ég hafði haldið fram í nefnd þeirri, sem hafði málið til meðferðar fyrir hönd aðalflokkanna. Ég benti á að ísland hefði ákveðið fyrir nokkrum árum aö taka innan skamms í sínar hendur meðferð utanríkismál- anna. Fram að þessu hefði lítið verið gert til að undirbúa þetta. Sumum mönnum hefði komið til hugar að við gætum beinlínis líkt eftir fordæmi stærri þjóða, og sett upp íjölda embætta er- lendis, sendiherra, aðalræðis- menn, ræðismenn o. s. frv. Þetta | tel ég landinu með öllu ofraun. Danir borga sendiherrum sín- um í Berlín og London 130 þús. kr. auk ýmiskonar hlunninda. Og þó að minna sé borgað í smærri ríkjum, er kostnaður smáþjóðar eins og Dana þó svo mikill, að ekki er minnsti mögu- leiki að taka þá til beinnar fyr- irmyndar, hvað þá þær þjóðir, sem stærri eru. Ég hefi þess vegna haldið fram, bæði í blaða- greinum, og á þingi, að okkur væri ófær leið að geta tekið ut- anríkismálin nema að finna að verulegu leyti form, sem hæfði okkar efnum og aðstöðu. Og stofnun Viðskiptaháskólans er skorað á „sjálfstæðismenn" að benda á einhvern lið fjárlag- anna, sem mætti spara. Það er vitað, að þeir greiða atkvæði með hverjum einasta útgjalda- lið fjárlaganna þing eftir þing, og bera auk þess fram tillögur, sem kosta mundu ríkissjóð hundruð þúsunda, næðu þær fram að ganga. Og hver er svo þessi „eyðsla“, sem þeir tala um? Og hvar á að spara, ef til kastanna kemur? Auðvitað má kalla það „eyðslu“, að greiða y2 milljón króna til varna gegn mæðiveiki, og hundruð þúsunda til hjálpar þeim, sem misst hafa bústofn sinn vegna veikinnar. Það má kalla j arðræktarstyrk- inn „eyðslu“, fjárframlögin til Fiskimálanefndar, fjárveitingar til vega-, brúa- og símalagn- inga, fjárveitingar, sem miða að því að skapa viðunandi lífsskil- yrði fyrri vinnandi menn lands- ins, — vitanlega má kalla þetta eyðslu, en hve margir taka undir ávítur á ríkisstjórnina fyrir þessa eyðslu? Þrátt fyrir það, sem núverandi stjórn og þingmeirihluti leggur til þessara framkvæmda, eru sífellt gerðar kröfur um aukna vegagerð, fleiri brýr og síma, hærri fram- lög til atvinnuveganna. Og allt er þetta gert til þess að reyna að halda uppi framleiðslu landsmanna. Menn verða að dæma um það, hver fyrir sig, hvort þessi fjárframlög eiga skilið nafnið eyðsla, þótt hitt sé vitanlega mikið vafamál; hve lengi ríkissjóður reynist fær um að inna þessar greiðslur af höndum, Vert er að minna á það í sam- bandi við skrif íhaldsblaðanna um eyðslu, að þeir menn, sem eiga blöðin og ráða skrifum þeirra, hafa á undanförnum ár- um rakað saman offjár á verzl- un og útgerð, og sumir þessir menn hafa meira að segja núna, á erfiðleikatímunum, haft að- stöðu til að bæta við auð sinn vegna óþarflegrar verzlunar- álagningar. Þessir menn láta leiguþý sín tala um eyðslu ríkis- stjórnarinnar, eyðslu, sem er fólgin í framlögum til að- þrengdra atvinnuvega. Sjálfir hafa þessir menn eytt árlega og eyða enn, tugum þúsunda til að nokkru leyti miðað við þetta atriði. Eftir nokkur ár má telja líklegt, að ríkið geti notað eitt- hvað af lærisveinum þaðan beinlínis í sínar þarfir við verzl- un og milliríkjaviðskipti. En ef til þarf að taka innan skamms verður þó fyrst um sinn aðal- lega að styðjast við eldri menn, meðan hið nýja lið er að þjálf- ast og fá lífsreynslu, sem með þarf í þessu efni. Bezta fordæm- ið, og glæsilegasta, sem íslend- ingar hafa á að byggja, er reynsla Hallgríms Kristinsson- ar, þegar hann var að gera Sambandið að margþættu fyr- irtæki, með deildum erlendis. Hann tók unga menn, sem hon- um þóttu vel til þess fallnir, og þennan hátt er vonazt eftir að gerði þá að mikilhæfum trún- aðarmönnum samvinnufélag- anna, bæði heima og ytra. Ég nefni hér aðeins þrjá af þessum þjóðkunnu. mönnum: Jón Árna- son, Guðmund Vilhjálmsson og Odd Rafnar. Allir þessir menn hafa starfrækt milljónafyrir- tæki fyrir ísland með tiltölu- lega stuttum undirbúningi. Eitt- hvað svipað ætti landið að geta gert úr þeim mönnum, sem síð- ar koma fram, ef vel er valiö úr og vandaö til um verkefni. En þó að ekki væru teknir nema 8 ungir menn á ári, og þó aö allt væru úrvalsmenn, þá hefði ríkið ekki i milliríkjaskipti þörf fyr- ir nema úrval úr úrvalinu. Hvaö yrði þá um hina? Ég álít næga þörf fyrir þá, með því uppeldi, sem þeim verður fengið, ef dug- ur er í þeim, sem þessa leið fara. Norðmenn hjálpa ungum mönnum, með lágum styrk, í nokkur missiri, til að fara til framandi landa, setjast þar að, og vinna fyrir norska verzlun. Við getum gert slikt hið sama. Einn ísl. kaupmaður er byrjað- ur að hafa útibú í fjarlægum löndum. Fleiri geta farið þá leið, og gert landinu stórgagn með því að koma jslenzkri vöru inn á nýja markaði. Þá vantar oft hæfilega und- irbúna menn í þýöingarmikil störf í bönkum landsins og úti- búum þeirra, við atvinnufyrir- tæki eins og síldarverksmiðjur, og annan iðnað, sem fram- kvæmdarstjóra í verzlun, bæj- arstjóra í kaupstöðum landsins o. s. frv. Það er von mín, að úr Viðskiptaháskólanum komi menn, sem bæta á ýmsum stöð- um úr þörf sem nú er tilfinnan- leg. Viðskiptaháskólinn er þess vegna alls ekki stofnaður til að ala upp veizluhetjur handa ís- landi, heldur starfsmenn, sem eiga að fá undirbúning til að ganga með orku og þrótti inn í fjármála- og atvinnuendur- reisn landsins, undir núverandi erfiðu kringumstæöum. Námið er hugsað nokkuð margþætt. Það er gert ráð fyrir að nemendur séu allvel að sér í ensku og þýzku, er þeir koma í skólann og kunni nokkuð í frönsku. Haldið yrði áfram með hagnýta kennslu í ensku og þýzku og mjög erfiöa vinnu í frönsku, bæði af nauðsyn og sem þjálfunarmeðal. Reynt verður að fá sérlega hæfa kenn- ara í öllum þessum tungumál- um, og auk þess styðjast við sendikennarana, frá þessum löndum. í lögfræði og hagfræði yrði að kenna vissar greinar, sem mest reynir á í viðskipta- og millirikjamálum. Ennfremur yrði um að ræða allmikla þjálf- un í bréfagerð um milliríkja- skipti, og er þess mikil þörf í landi, sem ætíð hlýtur að nota borgara sína í vandasömum skiptum út á við. Svo sem að sjálfsögðu þurfa þessir menn að nema vélritun og bókfærslu og það meira en byrjunaratriði. Samhliða þessu yrði lögð á- herzla á íþróttir og að geta komið fram í félagslífinu á þann hátt, sem sæmir mennt- uðum og duglegum mönnum. Þannig yrði vinnan á veturna. Á sumrin er treyst á að stærstu atvinnu- og framleiðslufyrir- tæki landsins tækju þessa nem- endur fyrir nokkurt kaup, sem hjálpaði þeim til að komast skuldlitlum fram úr náminu. Á þessir menn geti fengið alveg ó- venjulega hagnýta menntun. Þeir læra að aka bifreið, vera að síldveiðum og Jiskveiöum, skipa upp síld og fiski og kolum. Þeir eiga að vinna að síldar- minnt, að rétt fyrir bæjarstjórn- arkosningarnar fór Pétur után án þess að láta nokkurn um það vita, og þegar heim kom, kvaddi hann blaðamenn á fund sinn og sagðist vera búinn að fá lán í Lundúnum til hitaveitunnar. í bæklingi, sem gefinn var út um þetta leyti var staðhæft, að ekki væri annað eftir en ganga form- lega frá lántökunni. Þegar búið var á þennan hátt að fleka al- menning í kosningunum, og festa allsstaðar upp mynd af stórri og sterklegri hönd, er sóp- aði reyknum af Reykjavíkurbæ, táknmynd um starfsemi borg- arstjórans og hins mikla „sjálf- stæðisflokks“, — þá fór að kvis- ast að Pétur hefði sagt ósatt. Eftir kosningarnar fer Pétur enn úr landi. Kemur heim; kall- ar fyrir sig blaöamenn og segir aö sennilega tali hann ekki eins óvarlega og í fyrra skiptið þótt hann tilkynni að gott útlit sé um lántökuna. Það sé aðeins eftir að verkfræðingur frá til- teknu landi líti á áætlanir þær, sem gerðax hafi verið, og að þvi loknu muni allt vera í bezta lagi. — Þegar líður að þinglokum, kvisast enn á ný, að Pétur muni hafa sagt ósatt, — en nú vanti ekki annað en ríkisábyrgð. Þeg- ar hún er veitt, siglir borgar- stjóri í þriðja sinn til útlanda, og hefir nú dvalið tveggja mán- aða tíma í þeirri för, eða alls verið í förum nálega hálft ár í þessum erindum. Vilyrði er veitt fyrir þessu láni, — en af einhverjum óskiljanlegum ástæð um virðast vonirnar nú vera al- gerlega að bregðast. Þegar Sjálf- stæðismenn skrifuðu fyrst um lántökuumleitanir ríkisstjórnar- innar erlendis, töldu þeir að Reykjavíkurbœr hefði svo mikið traust erlendis, að hann gæti fengið lán erlendis, þótt ríkis- sjóður fengi neitun. Nú kveður við annan tón. Vonandi tekst það, að fá lán til hitaveitunnar, og væri það meira en lítill slysni ef það reyndist ekki mögulegt, jafn- glæsilegt fyrirtæki og hér er um að ræða. En þrátt fyrir það, hve gróðavænleg hitaveitan er, er ráðsmennska Péturs borgar- stjóra þannig í þessu máli, að hann virðist með öllu óhæfur til bræðslu, aö því að flaka fisk, slátra sauðfé og starfa í frysti- og kælihúsum að framleiðslu- vörum landsmanna. Þeir eiga að starfa í búðum og skrifstof- um hjá kaupfélögum, kaup- mönnum, útgerðarmönnum, bæjarfélögum, bönkum og ríkis- stjórninni. Það verður eitt af mestu vandaverkum forstöðu- manns Viðskiptaháskólans, að koma nemendum fyrir við hin margháttuðu störf hjá atvinnu- fyrirtækjum og skipuleggja svo vinnu þeirra, að hún verði sem fjölbreyttast verklegt nám. Vitaskuld er enn óséð hvort at- vinnufyrirtækin myndu vilja taka þessa ungu menn til náms á þennan hátt. þvi að það myndi raunverulega vera skattur á þau. Góðar vonir eru þó um að þetta myndi takast, af því að allir aðalflokkar þingsins standa saman um málið, og nokkurnvegin víst að leiðtogar atvinnumálanna sjá, að hér er leitazt við að skapa atvinnulífi framtíðarinnar dugandi stuðn- ings- og forgöngumenn. Ég álít að í þessum skóla þurfi að hafa í einu mikið frjálsræði og strangan aga. Það er óhjá- kvæmilegt að treysta nemend- um mjög að mörgu leyti, því að þeir verða bæði í náminu og síðar að geta starfað upp á eig- in spýtur. En um viss aðalatriði verður að hafa strangan aga. Nemendur verða hiklaust og

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.