Tíminn - 18.08.1938, Blaðsíða 1

Tíminn - 18.08.1938, Blaðsíða 1
/ XXII. ár. Rvík, fimmtud. 18. ágúst 1938. Morgunblaðið Sylgir iordæmí Knúis Arngrímssonar Híð »brennandi oistæki« Hið afdankaða prestskrípi og postuli Sjálfstæðisflokksins hiefir — eins og kunnugt er — í nafni Sjálfstæðismanna mark- að þá leið í pólitískri starfsemi, sem líklegust má þykja til sig- urs og hæfilegust flokknum til virðingar og baráttu. Þessi kjör- orð, sem Knútur Arngrímsson vill að flokkurinn taki fyrir allri sinni baráttu, eru: „Brenn- andi ofstæki". Þessi orð eiga að vera leiðarljós flokksins í starfi og stjórn. „Undir þessu merki skaltu sigur vinna“. Svo eiga íhalds- menn að hugsa að sínu leyti, eins og hinn frægi þjóðhöfðingi fornaldarinnar, er tók krossinn, tákn kristindómsins og bróður- kærleikans, upp í hermerki sitt. Og til nánari skilgreiningar á sjálfu kjörorðinu er svo áheyr- endum fest í minni, sem „dýpst fyrirlitning" á því, sem er í andstöðu við hugarfar ofstæk^ isins, vakandi athygli um það að gefa andstæðingi aldrei rétt, en þurka út áhrif þeirra öll. Og svo að lokum brýning um það, að brjóta af sér þingræði og lýðræði. Þá muni íhaldinu opn- ast nýtt ríki valds og farsældar á íslandi. Vitanlega er fátt um það að segja, þótt volaður aumingi fléipri um heimskulega hluti. Enginn gerir rekistefnu út af þvílíku. En þegar forustumenn heils stjórnmálaflokks standa að baki slíks „ræðumanns" og slíkrar ræðumennsku, án þess að mótmæla af alvöru, þá er atburðurinn ekki lengur ómerk- ur. Þá er fíflshjal flónsins búið að fá bakábyrgð foringjaliðsins í fjölmennum pólitískum flokki. Lítum þá nánar á þetta kjör- orð Knúts, sem Mbl. og Vísir láta sér sæma að verja. Getur nokkurt mannsbarn á íslandi bent á það, úr sögu þjóðarinnar, fyr eða seinna, að atburðír, er framdir voru af brennandi ofstæki, hafi leitt til gagns fyrir fólkið, þjóðina, hafi orðið til farsældar eða hamingju? Hefir hið brennandi ofstæki i þjóðfélagslegri og réttarfars- legri baráttu íslendinga, inn- byrðis og út á við, nokkurntíma leitt til annars en óhamingju og ófarnaðar? Er ofstæki, hatur og fyrirlitn- ing íyrir öllu öðru en ímynduð- um, persónulegum hagsmunum, talin tí. ggð í fari einstaklings? Nei! Myndu þá slíkar eigindir þykja gæfusamlegar í fari stjórnmálaflokks eða í háttum þjóðfélagsþegnanna yfirleitt? Hafa ekki flest óhappaverk í sögu íslendinga verið unnin af hugarfari ofstækisins? Svört- ustu glæpirnir hafa á öllum stöðum og öllum tímum vaxið upp úr jarðvegi haturs, upp af hinu brennandi ofstæki. Þess vegna er það beinlínis glæpsamlegt að láta nokkrum líðast það að halda slíkum boð- skap að meðbræðrum sínum, og þá einkum ungu, lítt þroskuðu fólki. (Framh. á 4. síðu.J Reykjavíkurbréf Morgun- blaðsins síðastl. sunnudag, ber þess óræk merki, hversu mikinn sigur liðsmenn Kn. Arngrímssonar í Sjálfstæð- isflokknum hafa unnið í viðureigninni við lýðræðis- öflin í iflokknum, út af ræðu Knúts á Eiði. Allt Reykja- víkurbréfið er óslitið túlkun þeirra kenninga, sem Knút- ur flutti þar, og það er jafn- vel reynt að ganga feti framar í ósvífnu orðbragði og vansæmandi ósannind- um. Kenningar Knúts voru í stuttu máli þær, að til þess að Sjálf- stæðisflokkurinn geti náð völd- um, verði hann að telja kjósend- um trú um, að ríkisstjórnin og hennar flokkar reyni að gera þjóðinni allt til bölvunar og þess vegna verði Sjálfstæðis- menn líka að fylgja þeirri reglu, „að gefa andstæðingi aldrei rétt, í hversu smáu atriði sem er, því það veikir okkar málstað, en styrkir hans“. M. ö. o. að Sjálf- stæðisflokkurinn eigi að beita nákvæmlega sömu starfsaðfei’ð- um, sem nazistar hafa beitt og beita annarstaöar. „Það er illviljiim, skemmdafýsniu og hölbænirnar, sem mest kveður að“. Sú mynd, sem dregin er upp af stjórnarflokkunum og verkum þeirra í umræddu „Reykjavíkur- bréfi“, er fullkomlega í samræmi við þessar kenningar Knúts. Lýsing „Reykjavíkurbréfsins“ á valdhöfunum er í stuttu máli þessi: „Þeir ætluðu að bæta fjár- Kag vorn en komu honum í fullkomna óreiðu“. „Þeir ætluðu að minnka skuldir þjóðarinnar en hafa margfaldað þær“. „Þeir ætluðu að bæta liag at- vinnúveganna, en hafa íþyngt þeim með margföldum tolla- og skattaálögum, dýrtíð, höftum og ógleymdri ofsókn gegn fram- kvæmdamönnum þjóðarinnar“. „Sveitirnar áttu að fá alhliða viðreisn, en úr því varð flótti á mölina“. „Verzlun og viðskipti þjóðar- innar hafa þeir með ofstopa og ranglæti leitt í fullkomna glöt- un“. „Kennslumál og skólahald þjóðarinnar hafa þeir gert að fargani, sem leiðir til ófarn- aðar“. Og í stuttu máli lýsir blaðið störfum þeirra og stefnu með þessum orðum: „Þeir liafa dregið úr fram- leiðslu landsmanna, skapað hér taprekstur fyrir gróða, ranglæti í stað réttlætis, kyrstöðu í stað framfara og atvinnuleysi í stað vaxandi afnota af gæðum landsins“. „Meðal þeirra, sem nú stjórna landinu, er það ILLVILJINN, SKEMMD AFÝ SNIN OG BÖL- BÆNIRNAR í GARÐ AND- STÆÐINGANNA, SEM MEST KVEÐUR AГ. Veröur kemiingum Knuts fylg't Iietur? Verður það áþreifanlegar sannað en með ummælum sem þessum, að Mbl. hefir tekið upp þá kenningu Knúts Arngríms- sonar, að telja andstæðingana vilja gera þjóðinni alla þá bölv- un, sem þeir geta? Og verður reglunni „að gefa andstæðingi aldrei rétt“, betur fylgt í hinni pólitísku baráttu en með slík- um skrifum um andstæðing- ana? Vissulega ekki. Það er tæpast hægt að lýsa verstu glæpa- mönnum og föðurlandssvikur- um ver en gert er í þessum skrifum. Það er ekki að gefa öllu ljótari lýsingu á skapgerð og fyrirætlunum manna en þá, að „illviljinn, skemmdafýsnin og bölbænirnar" séu það, sem „mest kveði að“ í fari þeirra. „Ranða liættaii44. Eitt þekktasta vopn nazist- anna gegn andstæðingum sínum er að telja þá kommúnista. Mbl. gleymir heldur ekki þessum naz- istisku vinnubrögðum í um- ræddri grein. Það segir m. a.: „Svo heillum horfnir eru þessir póiitísku vindbelgir, sem með stjórn landsins fara, að þeir eru komnir undir áhrifa- vald þeirra manna, sem laun- aðir eru af rússnesku fé, til að svíkjast aftan að sjálfstæði þjóðar vorrar“. „Þessi hugsunarháttur (þ. e. ofbeldishugsunarháttur) er hreinræktaðastur í yfirdrottn- unarofstæki kaupfélagsvaldsins, sem hefir nýlega tekið upp á arma sína útibú Stalins hér á landi til þess að kommúnistaof- stækið geti hér samlagazt kaup- félagaofstækinni til almenns niðurdreps fyrir frelsi þjóðar- innar“. Hér er ekki aðeins haldið fram gömlu „Breiðfylkingar“-lyginni frá því í fyrravor, að ríkisstjórn- in sé undir yfirráðum kommún- ista! Því er nú bætt við, til að gera ósannindin áhrifameiri, að „kaupfélagsvaldið“, sem mun eiga að vera Samband ísl. sam- vinnufélaga sé búið að taka „útibú Stalins“, þ. e. Kommún- istaflokk íslands upp á arma sína! Það er vissulega ekki hægt að taka betur upp þau vinnubrögð nazista, að telja alla andstæð- inga sína kommúnista eða und- irlægjur þeirra, heldur en hér er gert. Hversu lengt. þola lýðræðisuieimirnir í Sjálfstæðisflokkn- um þetta? Þó þessi vinnubrögð séu í sam- samræmi við vilja og fyrirskip- anir heildsalanna og meirihluta forráðamannanna í flokknum, er vitanlegt, að meirihluti hinna MIAJA FRANCO Sjá grein um Spánarstyrjöldina á öðrum stað í blaðinu. A víðavangi Ritgerðasafn Jónasar Jónssonar. Á stofnþingi Sambands ungra Framsóknarmanna að Laugar- vatni í vor var samþykkt, að S. U. F. skyldi hefjast handa um útgáfu á úrvals ritgerðum Jón- asar Jónssonar. Skömmu síðar var hafinn undirbúningur að þessu verki. Er ráðgert, að rit- safn þetta komi út í allmörgum bindum og kemur fyrsta bókin út nú í haust, sennilega í des- embermánuði. Útgáfustarfsemi þessari verð- ur hagað á þann veg, að í bind- inu, er kemur út í haust, verða minningagreinar og afmælis um merkisfólk, lífs og liðið. Á næsta ári koma út úrvalsgreinar frá fyrstu baráttuárum ungmenna- félaganna. Greinar Jónasar um bókmenntir og listir verða nægt efni í eitt bindi, og þá ekki síð- ur frægustu stjórnmálagreinar óbreyttu flokksmanna er þeim andvígur og líka allmargir af helztu mönnum flokksins. Þeir vilja að Sjálfstæðisflokk- urinn starfi á hreinum lýðræðis- grundvelli, afneiti Knúti Arn- grímssyni og hans líkum, hætti öllum nazistiskum vinnubrögð- um og reyni að vinna sér fylgi með heiðarlegri baráttu og mál- flutningi. Hversu lengi geta þessir menn unað því, að flokkurinn beiti þeim vinnubrögðum og túlki í blöðum sínum stjórnmálastefnu, ■ sem þeir eru fullkomlega and- vígir? Sjá þeir ekki, svo framarlega sem þeir ætla að fylgja stefnu sinni, þá verða þeir annað hvort að fá þvi framgengt að Sjálf- stæðisflokkurinn leggi hin naz- istisku vinnubrögð á hilluna ell- egar að yfirgefa flokkinn? Þetta verða lýðræðismennirn- ir í Sjálfstæðisflokknum að gera sér Ijóst í tíma. Öll bið, sem er byggð á þvi að síðar geti gefizt tækifæri til að ráða niðurlögum nazistadeiidarinnar í flokknum, getur orðið hættuleg. Þá getur farið eins og í hreppsnefndar- kosningunum í vor, þar sem íhaldsmenn og kommúnistar höfðu bandalag, að nazistarnir einir beri hagnaðinn frá borði, en hinir smán og ósigur. Þess- vegna er hyggilegast að gera reikningana upp strax, en fresta því verki ekki. hans, þær, er gildi hafa, þótt tímar líði. Bindið, sem út kemur í haust, hefir inni að halda 20—30 minningargreinar. Eru margar þeirra um nánustu samstarfs- menn Jónasar og aðra þá, sem markað hafa dýpst spor í lífi þjóðarinnar á fyrsta þriðjungi þessarar aldar, bæði Framsókn- armenn og stjórnmálaand- stæðinga þeirra. Meðal annars verða þar ritgerðir um þessa menn: Ásgeir Finnbogason, André Courmont, Einar H. Kvaran, Gest Einarsson frá Hæli, Hallgi'ím Kristinsson, Hólmfríði Pálsdóttur, Jón Bald- vinsson, Jón Þorláksson, Ingólf Bjarnarson í Fjósatungu, Krist- björgu Marteinsdóttur á Yzta- felli, Magnús Helgason, Ólöfu Bjarnadóttur á Egilsstöðum, Sigurð Fjeldsteð í Ferjukoti, Sigurð Jónsson á Yztafelli, Svein Ólafsson i Firði, Tryggva ÞóThallsson. Bók þessi verður 220—250 blaðsíður að stærð í Skírnis- broti, með allmörgum myndum. Verður hún seld áskrifendum á fimm krónur, en bókhlöðuverð verður eitthvað hærra. Er það mjög ódýr bók, miðað við al- mennt verðlag á bókum nú. Þeir sem óska, geta fengið bókina í snotru bandi og kostar hún þá kr. 7,50. Áskriftarlistar verða sendir út á næstunni. Þeir, sem vilja ger- ast áskrifendur, geta skrifað til Jóns Helgasonar, Pósthólf 961, Reykjavík. Heyskapurinn hefir yfirleitt gengið vel um land allt. Veðráttan hefir verið hagstæð og heyin náðst inn ó- hrakin. Víðast mun töðufeng- urinn vera i meðallagi, þó út- litið væri slæmt með sprettuna framan af sumrinu. Eysteinn Jónsson fjármálaráðherra kom heim úr utanför sinni síðastl. þriðju- dag. Var hann tæpan mánuð í ferðalaginu. Síldveiðin hefir gengið ágætlega að und- anförnu. Veiði hefir verið mik- il og veðrátta hagstæð. Um seinustu helgi var saltsíldarafl- inn orðinn eins mikill og í fyrra, en bræðslusíldaraflinn var y3 minni. Heildaraflinn var svip- aður og um líkt leyti 1936. 34. blað tTLÖMD: Spánarstyrjöldm Eftir RALPH HEINZEN. Hið kostnaðarsamasta, blóð- ugasta og óttalegasta stríð, sem yfir Spán hefir gengið, hefir nú hafið sitt þriðja ár. Meira en ein milljón manna hefir látið lífið og meira en fimmtíu mill- jarðar gullpeseta hafa gengiö til þurrðar, og þó er uppreisn- in gegn lýðræðisstjórninni í landinu enn óútkljáð eftir látlausar orrustur í nálægt 25 mánuði. Fyrst nú, eftir að styrjöld hefir staðið í tvö ár, lítur út fyrir, að erindrekum erlendra ríkja, sem hér eiga hagsmuna að gæta, takist að ná samkomu- lagi um heimsendingu tuttugu þúsund sjálfboðaliða af þeim fimmtíu þúsundum, sem talið er að berjist á Spáni í þessum ófriði, sem orðinn er uppgjör, með vopnum framkvæmt, á milli þjóðræðis og einræðis. Þegar þriðja ár borgarastyrj - aldarinnar hélt í garð, hafði Franco meira en tvo þriðju hluta Spánar á valdi sínu. Þrjá- tíu héruð Spánar eru algerlega í höndum Francos, níu i hönd- um stjórnarinnar, en um átta héruð, er sífellt barizt, sem sé Lerida, Taragona, Castellon, Madrid, Guadaljara, Toledo, Granada og Jaen. Hinir síðustu tólf mánuðir hafa verið Franco sigurtíð. Hann hefir yfirbugað allt fj andmannalið í hinum norð- lægu Atlantshafshéruðum og klofið þann hluta landsins, sem stjórnarherinn enn heldur, í tvennt og sótt fram til Miðjarð- arhafsins. Hinsvegar hefir upp- reisnarmönnum ekki tekizt að brjóta á bak aftur vörnina í Kataloníu og í héruðum um- hverfis Valencia. Á þessum sömu tólf mánuð- um hefir stjórnarherinn aðeins unnið einn sigur, nefnilega við Fernel í desembermánuði í fyrra. Tveim mánuðum síðar missti hann aftur i hendur ó- vinanna land það, sem hann hafði hertekið. Það gerðist um sama leyti og sóknin austur til Miðj arðarhafsins stóð yf ir. Liðsmenn Francos unnu hins- vegar marga og stóra sigra. Meginsigrar eru kenndir við þessa staði: Bilbao, Santander, Oviedo, Gijon, Teruel, Belchite, Huesca, Alcaniz, Caspe, Fraga, Lerida, Golaguer, Tremp, Bielsa, Morella, Vinaroz, Benicarlo, Albocacer og Castellon. Franco ræður yfir öllum frjóustu landbúnaðarhéruðum Spánar, 90% af námum Spánar og allri Atlantshafsströndinni og helmingnum af Spánar- ströndum meðfram Miðjarðar- hafinu. Öll strandlengja Spánar er 1470 mílur og af henni eru um 900 mllur á valdi uppreisn- armanna. Þar að auki eru spönsku nýlendurnar og spönsku eyjarnar, að Minorka undanskilinni, í þeirra höndum. Frá því í janúarmánuði 1938 hafa ekki færri en 800 loftárás- ir verið gerðar á spánskar borg- ir og bæi, einkum Sagunto, Barcelona og Valencia. Þessar (Framh. á 4. síðu.J

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.