Tíminn - 18.08.1938, Blaðsíða 4

Tíminn - 18.08.1938, Blaðsíða 4
136 TÍMINN Þætllr nr bændaförinni Framh. af 2. síðu. Áður um héröð hetjur fóru, hugann brýndi margt í senn, atorkunni eiða sóru. Eru þetta líkir menn? Sindrar geisli sami úr augum, svipað fasið líta má. Rún á kinn og brúnabaugum bendir norrænt kynið á. Ennþá skrifa skýra drætti sköpin lífs með vorri þjóð fyrir lands og lagarhætti lifa þarf hin forna glóð. Enn á þráin langt til landa, leiðarraunin mörg í senn verður því í verki og anda að vera sannir barningsmenn. Þeim er holl sú þraut að kafa þungan skafl og hátt sem rís sinn á hvora hönd er hafa Heklueld og Grænlandsís. Geislar eins og gull úr eldi gleðin bezt á hverjum stað, bónda þeim sem ber að kveldi bagga þyngstan heim í hlaö. Þvl skal veita viðnáms- þróttinn, vörðinn standa um arinn sinn. Ef í liðið leitar flóttinn langi bindi skóþvenginn. Ófarnaðar öldur leita oft á dýrust byggðavé, blessum öfl er viðnám veita, við þeim fyrir beygjum kné. Geymist eihs og góður draumur gestaminning langa stund, hlýr og andrænn undir- straumur okkur ber af þessum fund. Fyrr var hingað leitað landa, lífið yrkir nýjan brag, birti hann 1 einum anda átök stór og bræðralag. Af Sunnlendinga hálfu töl- uðu Páll Stefánsson á Ásólfs- stöðum o. fl. — Það leiddist engum þessi þriggja klukku- stunda viðstaða í Vatnsdal, þótt eftir miðnætti væri. Og ekki trúi ég því, að ógiftu piltarnir og heimasæturnar í Húnavatns- sýslu, sem þarna voru saman- komin þessa friðsælu nótt, hafi ekki getað vaknað til vinnunn- þær eru ósannar, gæti þá ekki fleira verið vafasamt í þessari kæru? Og hvað segja menn svo um það, að stúlkan er látin beiðast úrskurðar ráðuneytisins um það „hvort sérstök þjónusta við útvarpsstjóra, „sem ég kyn- oka mér við að nefna, eigi að vera skilyrði þess, að auðið sé að njóta þeirrar atvinnu í stofn- uninni, sem maður er ráðinn til“. Hér er því óbeinlínis dróttað að starfsstúlkum útvarpsins, að skilyrðið til þess að þær geti notið stöðunnar, sé „sérstök þjónusta við útvarpsstjóra“. — Dettur nokkrum í hug, að ó- spillt, ung stúlka, taki það upp hjá sjálfri sér að bera sam- starfsstúlkur sínar slíkum sök- um, eins og þarna er gert, og gert er þó sérstaklega með Þóru Hafstein? Nei, slíkt getur hún ekki gert og gerir ekki nema eftir áeggjun manna, sem vilja gera málið sem tortryggilegast og svívirðilegast. Ljótt mál. Hér hefir verlð leitazt við að túlka þetta mál frá hlutlausu sjónarmiði. Þaö er ljóst, að nokkrir formgallar hafa verið á framkomu útvarpsstjóra, sem þó virðast hvorki stórvægilegir eða refsiverðír. Þessi formsbrot er stúlkan látin túlka þannig með rætinni og ísmeygilegri kæru, að hann hafi haft hinn glæpsamlegasta ásetning í Tílbúinn áburður: Þeir sem ætla að kaupa SUPER- FOSFAT og KALIÁBURÐ til notkun- ar á komandi hausti, eru beðnir að senda oss pantanir sínar fyrir lok ágústmánaðar. ÁBURÐ ARSALA RÍKISINS Jörð til sölu. Jörðin Hrafnabjörg í innanveröum Lokinhamradal í Auðkúlu- hreppi i Vestur-ísafjaröarsýslu fæst til kaups og ábúðar í næstu fardögum. Á jörðinni er: íbúðarhús úr 'timbri, járnvarið, tvílyft, stærð 9X6 m. Skepnu- hús yfir 170 fjár, 3 kýr og 2 hesta. Hlöður sem rúma 300 hestburði. Útigangur er ágætur fyrir sauðfé. Skammt frá túninu er ný- rækt, sem gefur af sér 80—100 hestburði. Aðstaða er mjög góð til garðræktar, enda eru þar kartöflugarðar að stærð 1400 ferm. — Hrognkelsaveiði er mikil og útræði gott. — Sími er á staðnum. Allar nánari upplýsingar gefur eigandi og ábúandi jarðarinn- ar, hr. Ingivaldur Benediktsson, eða hr. umsjónarmaður Gísli Jóns- son, Bárugötu 2, Reykjavík. ar, þótt framorðið væri, eftir jafn ágætan rökkurblund og í Miðfirðinum, en frá því segir nú seinna. Þetta var fyrsti krókurinn sem á ferðaáætluninni stóð, og það er ég viss um, að af honum hefði enginn viljað missa. Þeim, sem einu sinni fer gegnum hina óteljandi Vatnsdalshóla og sér þessa fögru sveit blasa við, gleymist ekki Vatnsdalur. Mér varð á að hugsa undir söngnum á Ásbrekku og stemningunni, sem var yfir bændum úr 2 landsfjórðungum, að ef allir bændur stæðu eins vel saman um öll sín mál, eins og hugir þessara manna og kvenna, þá væri bændastéttin órjúfandi. Fararstjóri kallaði nú á ferða- fólkið að fara, og þótt margur hefði viljað dvelja enn lengur, voru nú engin grið gefin og öll bílatrossan rekin á stað áleið- is til Blönduóss, en þar átti að gista. Þegar þangað var komið, var sá matur etinn kl. 5 að morgni, sem pantaður hafði ver- ið kl. 11 að kvöldi, og hefðu margir beðið fyrirgefningar á minna, en ekki sást neitt reiði- merki á neinum. Um kl. 6 fóru menn þar að sofa og hafði þá verið ferðazt 200 km., en vakað í sólarhring. Veður þennan dag var ekki sem bezt. Kl. 9 um morguninn voru all- ir komnir á fætur, og virtust útsofnir og afþreyttir. Kaupfélag Húnvetninga veitti morgunkaffið. Yfir borðum voru margar ræður haldnar. Allmörgum ferðamönnunum mun hafa þótt viðstaðan á Blönduósi helzt til stutt, því kaupstaðurinn er að mörgu leyti fallegur, og þar ýmislegt að sjá. En þetta varð allt að skrifast á okkar kostnað, vegna óstundvísi okkar fyrri daginn. Framhald. Á víðavangi (Frh. af 1. síöu.J Kosningabandalag það í sveitarstjórnarkosningu milli kommúnista og íhalds- manna, sem skýrt var frá í sein- asta blaði, átti sér stað í Suður- Múlasýslu (Eiðahreppi), en ekki Norður-Múlasýslu. Hafði nafn sýslunnar misheyrzt í huga, en jafnframt er hún þó látin lofa að hilma yfir það, ef hún fái launahærri stöðu. Með þessu ei’ ekki aðeins hinum ó- heiðarlegustu vopnum beitt gegn útvarpsstjóranum, heldur jafnframt gegn stúlkunni sjálfri, því ekki er hægt að láta unga stúlku gera sig öllu ber- ari að ósæmilegum og óviðeig- andi hugsunarhætti en með því að bjóðast til að þegja um ást- leitnisafbrot karlmanns gegn einhverjum fríðindum, eins og t. d. betri stöðu. Hvernig, sem málið er rætt og rakið, verður því hlutur þeirra manna verstur og sið- lausastur, sem hafa ýtt undir stúlkuna að kæra á ÞENNAN veg og bera að líkindum aðalá- byrgðina á þessu framferði hennar. Enn þá óveglegri verður líka hlutur þessara manna, þegar það er athugaö, að þeir hafa auðsjáanlega hvatt stúlkuna til að reyna að fá málið þannig leyst í kyrþey, í þeim tilgangi, að geta síðar notað kæruna í baktjaldahernaði gegn útvarps- stjóranum. Á því og öðru er augljóst, að þeir hafa litið á heiður og virðingu stúlkunnar sem aukaatriði, en aðalatriðið hefir verið að geta notað hana sem vopn gegn útvarpsstjór- anum á sem lævíslegastan hátt. Og enn ljótara og leiðinlegra verður þó þetta mál, þegar blöð Spánar styr j öldin (Framhald af 1. síöu.) loftárásir hafa sært og drepið 20000 borgara og 2000 konur og börn hafa beðið bana af völdum þeirra. Allt síðastliðið ár hefir víg- staðan verið hin sama við Mad- rid. Hvorugur aðili hefir lagt ó- skipt kapp á að rjúfa herfylk- ingar hins. Bardagarnir þar hafa að mestu verið háðir með stórskotatækjum, og tjónið og eyðileggingin ekki orðið nánd- arnærri svo stórvægileg sem fyrsta árið, þegar tíðast var barizt þarna í návígi með hand- sprengjum og byssustingjum. í Madrid eru nú um 800000 ibú- ar, en 600000 hafa verið sendir burtu. Herlið stjórnarinnar í grennd við Madrid er talið nema 180000 manns. Höfuðleiðtogar lýðveldis- manna eru Miaja hershöfðingi, er orðið hefir æ áhrifameiri eft- ir því, sem á styrjöldina hefir liðið, og nú er næstum einráður í syðri héruðunum, Negrin for- sætisráðherra, sem hefir dval- arstað sinn í Barcelona og Vin- cent Rojo hershöfðingi, yfir- maður hersins í Kataloníu. Meðal uppreisnarmanna er Franco hinn mikli leiðtogi, en meðal helztu styrktarmanna hans er hópur herforingja. Af þeim hafa allmargir ungir liðs- foringjar getið sér mestan orðs- tír, þeir Valino, de Vega, Ar- anda, Varela, Escamez og Gon- zales. Af hinum eldri mönnum hafa de Llano, Solchoga, Yague og Moscardo mikil áhrif. Menn álíta, að herafli stríðsaðila sé þannig skipaður: Uppreistarmenn: Heildartala hermanna 400000 Þar af: Reglulegt herlið 250000 Varalið í æfingu 40000 síma. Þess má geta, að sams- konar bandalag átti sér líka stað í Reykjadal í Suður-Þing- eyjarsýslu í vor. Á báðum þess- um stöðum höfðu kommúnistar og íhaldsmenn saman lista, sviku hvorir aðra á víxl og end- irinn varð sá, að einn kommún- isti náði kosningu á báðum stöð- um, en íhaldsmenn fengu eng- an! íhaldsmanna og socialista ganga í einskonar fóstbræðralag um það, að æsa upp almenningsálit- ið gegn útvarpsstjóra fyrir um- rædd formsbrot hans, áður en málið er dæmt og upplýst, og reyna jafnframt að nota málið til svívirðilegra árása á dóms- málaráðherrann fyrir það eitt, að hann hefir nú sem endranær fylgt reglu ábyrgra valdhafa, að dæma ekki í óupplýstu máli. Kórónuna á hina svívirðilegu málafærslu má þó telja það, þeg- ar menn eins og Kristján Guð- laugsson og Árni frá Múla eru látnir telja sig þess umkomna, að geta prédikað um „siðgæði og göfugmennsku“ í sambandi við þetta mál og láta á sér bera eins og þeir séu hinir einu menn, sem hafi fortíð til að fylgja reglunni: Sá yðar, sem syndlaus er, kasti fyrsta steininum. Samt getur verið að menn eigi enn eftir að sjá það, sem verða myndi ódrengilegasti þáttur málsins. Það væri það, ef þeir menn, sem staðið hafa á bak við stúlkuna og töldu hana á þetta, í stað þess að vara hana við að fara þessa leið, reyndu er til kæmi að laumast undan á- byrgðinni af verkum sínum og Iétu liið óreynda stúlkubarn standa eitt uppi, þegar út í ófær- una er komið. En um það skulu engar full- yrðingar hafðar. Úr því verður tíminn að skera. Þ. Þ. Erlendir sjálfboðaliðar 23000 Hjálparsveitir 87000 Stjórnarliðið: Heildartala hermanna 450000 Þar af: Reglulegt herlið 280000 Varalið í æfingu 80000 Erlendir sjálfboöaliðar 16000 Hjálparsveitir 74000 Hernaðarsérfræðingar telja, að svo fremi sem útlendu sjálf- boðaliðarnir verði sendir heim, muni mjög draga úr þeirri tor- tímingu, er loftárásir, sem gerð- ar hafa verið með tilhjálp þess- ara útlendu manna, hafa valdið og borgarastyrjöldin muni jafn- vel verða skammvinnari en ella. Sem stendur er útlit fyrir, að þessir atburðir gerist næstu vik- ur: Uppreisnarmenn munu senni- lega sækja fram til suðuráttar frá Castellon og reyna að taka Sagunto herskildi, gera árás á Valencia og loka samgönguleið- um frá Madrid til Miðjarðar- hafsins. Takist það, vonast þeir til að matvælaskortur muni knýja Madridbúa til uppgjafar. Enn verður ekki séð fyrir hve- nær Sagunto fellur í hendur þeirra, eða hvort hún gerir það. Einnig má vera, að Franco stöðvi sókn hers síns til suðurs og snúist af alefli gegn Kata- loníu og Barcelona. Göng undir Ermarsund. Það eru nú meira en hundr- að ár síðan að fyrst kom fram tillaga um jarðgöng undir Ermarsund. Frakkar hafa jafnan verið málinu hlynntir, en Englendingar andvígir, einkum hernaðarsérfræðingar þeirra. Hin nýju hernaðar- tæki hafa nú breytt viðhorfi Englendinga og er jafnvel tal- ið að þetta mál hafi verið rætt af fullri alvöru, þegar fundum Chamberlains og Daladiers bar saman í London á síðast- liðnu vori. Herforingjaráð beggja landanna eru málinu fylgjandi. Á styrjaldarárunum lél Foch hershöfðingi svo um mælt, að slík göng útilokuðu stríðshættuna í Evrópu. Franskur verkfræðingur, Bas- devant, hefir gert áætlun um jarðgöngin. Fréttaritari Social- Demokraten í Stokkhólmi, hefir nýlega haft tal af honum, og seg- ist honum svo frá: — Um aldamótin 1800 gerði verkfræðingur, Mattieu að nafni, áætlun um jarðgöng undir Erm- arsund. Hann skýrði Napóleon frá tillögum sínum, en hann taldi þær ekki framkvæmanleg- ar. — Upphaflegu tillögurnar gerðu ráð fyrir járnbraut eftir göng- unum. En sú hugmynd er úrelt nú. Ég geri því ráð fyrir bílasam- göngum. Sökum jarðvegsins, geta göngin ekki verið bein, heldur þurfa að vera í bugðum og henta því betur fyrir bíla en járnbraut. Ég geri ráð fyrir tveimur sam- liggjandi göngum, svo bílarnir þurfi ekki að mætast. Með 100 m. millibili geri ég ráð fyrir göngum á milli þeirra, svo bíl- arnir geti snúið við. Lengdin á göngunum verður 50 km, 40 km. undir yfirborði hafsins, 7 km. undir yfirborði frönsku strand- arinnar og 3 km. undir yfirboröi ensku strandarinnar. Þar sem dýpst er, veröa göngin 110 metra undir sjávarmáli eða 35 m. undir hafsbotni. Ætti það að vera vera nægilegt til þess að ekki væi'i hægt að eyöileggja göngin með sprengjuárás. Fimm þús. verkamenn ættu að geta fullgert göngin á tveim- ur árum. Um 2 millj. fermetra af krít verður að grafa í burtu. Borunin myndi byrja samtímis beggja rnegin frá. Göngin verða að hafa öflugt járnþak og ak- Hið „brciinandi ofstæki“. (Frh. af 1. slöu.) Og á íslandi hlýtur það að verða dauðadómur hvers stjórn- málaflokks að taka þvílíkar kenningar upp í stefnu sína og baráttuhætti. Ennþá mætti íhaldsmönnum vera í minni mosagrein Sig. Kristjánssonar, þar sem bænda- stéttin íslenzka var svívirt eftir því sem greinarhöfundi lá til innræti og orðbragð.. Fyrir þá hugarfarsbirtingu tapaði flokk- urinn m. a. nokkrum kjördæm- um við næstu kosningar. Það vita íhaldsmenn vel. En með boðskap Knúts Arn- grímssonar í bakábyrgð Sjálf- stæðisflokksins, er gengið enn lengra. Svo taumlaust skiln- ingsleysi kemur þar fram á brautirnar verða úr þykkri steinsteypu. Einna mestu öröugleikarnir eru í sambandi við loftræsting- una, en með fullkomnum útbún- aði verður þó hægt að hafa hana sæmilega góða. Kostnaðinn áætla ég 1 y2 mill- jarð franka. Sé reiknað með að 4 millj. bíla fari göngin árlega — árið 1936 fóru 2.100 þús. far- þegar yfir Ermarsund — og gjaldið sé 50 frankar, ætti stofn- kostnaðurinn að fást endur- greiddur á nokkrum árum, jafn- framt því að fargjöldin milli Englands og Frakklands myndu stórlækka. Landvarnarráð Englands lýsti sig andvígt jarðgöngunum undir Ermarsund fyrir 10 árum síðan, en þessi afstaða Breta er nú mikiö breytt. Churchill er t. d. nú ákafur fylgismaður þeirra. Ég er því viss um að þetta mál verður tekið til nákvæmrar at- hugunar á næstunni. England þarf ekki að óttast göngin hern- aðarlega séð. Það er hægt aö loka þeim og fylla þau með sjó, livenær sem þörf krefur. Hins- vegar ættu þau einmitt að geta komið Englendingum að ómet- anlegu gagni, ef þeir ættu í ó- friði á meginlandinu, þar sem þau eru óvinnanleg af flugvélum og kafbátum. Slík göng eru víða til. T. d. undir Thames. Elbe, Hudson- fljótið o. s. frv. Þau síðastnefndu eru 3—4 km. löng. í Japan hafa slík göng verið gerð milli tveggja eyja. Lengd þeirra eru rúmir 7 km. skaplyndi íslenzks fólks, rétt- lætiskennd og drengskaparhug- sjónum þess, að þjóðinni er boðið aö taka upp hugarfar og breytni, sem glæpalýð einum er samboðið. Það er hampað fram- an í hana vopnum hatursins, ofbeldisins, þröngsýninnar og fyrirlitningarinnar og sagt: Takið þessi vopn og berjist með þeim. Og gegn hverjum? Gegn sjálfri sér, gegn meðbræðrum sínum, gegn frændum og vinum, ef þeir hafa ekki nákvæmlega sömu skoðanir í málefnum þjóð- félagsins og þessir andlegu eit- urbyrlar Sjálfstæðisflokksins. Af þvílíkri sáningu geta for- ingjar Sjálfstæðisflokksins ekki fengið nema einhæfa uppskeru: Þeir tapa kjörfylgi sínu um allt land. íslenzk alþýða hefir ramma andstyggð á postulum haturs og ofbeldis. Hún veit, að um alla sögu sína er það hið brennandi ofstæki, sem æfin- lega leiddi af sér ógæfu og van- sæmd, Hún finnur og skilur, aö þeir menn, sem kjósa sér þvílík vopn í stjórnmálabaráttunni, geta aldrei verið hennar full- trúar. * Úr Vestur- Hánavatnssýslu í s. 1. mánuði andaðist á heimili sonar síns, Halldórs bónda á Haugi í Miðfirði, frú Arndís Halldórsdóttir, hátt á níræöisaldri. Arndís heitin hafði legið rúmföst um alllangt skeið. Hún var ættuð úr Borgarfirði og var seinni kona Jóhanns heitins Ásmundssonar bónda á Haugi, föður Ásmundar J. Jóhanns- sonar fasteignasala í Winnipeg. Fyrir skömmu er einig látin Sigríöur Magnúsdóttir á Mel- stað, tæplega 98 ára að aldri. Hún var elzta kona þar í sveit, og hafði fótavist og allgóða heilsu fram á þetta ár. Hún hafði átt heima á Melstað síð- astliðin 40—50 ár. Tímamenn. Gjalddagi Tímans var 1. júní. Munið að greiða blaðið við fyrsta tækifæri. TÍMANN Ritstjóri: Gísli Guðmundsson. Prentsm. Edda h.f.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.