Tíminn - 08.10.1938, Blaðsíða 2

Tíminn - 08.10.1938, Blaðsíða 2
198 TtMIM, laiigardagiim 8. okt. 1938, 50. blað Verðlag 11 vörutegunda í Reykjavík (nákvæm sundurliðun) Vörutegund: Innkaups Tollur Annar Kostn.v. Útsölu- Álagning Álagning í °/o af: verð af innkaupsverði kostn. með tolli verð Kostn.v með tolli Innkaups verði Kr. 0/o Kr. Kr. Kr. Kr. Kr. Strigaskór frá Japan . . . 1.53 41.8 0.64 0.31 2.48 4.50 2.02 81.5 132 0 Kápuefni frá Italíu á m . 4.66 24 00 1.12 0.67 6.45 18.00 11.55 179.0 248.0 Léreft - - - - 0.44 15.91 0.07 0.08 0.59 1.35 0.76 128.8 172.5 Satin - - - - 1.48 13 03 0.18 0.17 1.83 5.50 3 67 200.6 248.0 Ferðatöskur (40 m.) frá í tal. 2 18 35.32 0.77 0.69 3.64 8.00 4.36 119.8 200.0 Georgette frá Italiu á m 0.76 40.80 0 31 0.- 1.07 3.00 1.93 180.4 254.0 kjólaefni1) Gard.efni - - - 2.11 10.00 0.21 0.03 2.35 5.25 2.90 123.5 137.0 Sængur- veraefni - - - 0.88 42 05 0.37 0.04 1.29 3 00 1.71 132.5 194.0 Alumin- rafsuðupottar frá Þýzkal. 18.08 12 67 2.29 0.98 21.35 33 00 11.65 54.6 64.5 Tauvindur - - 15 74 36.40 5.73 2,02 23 49 36.00 12.51 53.3 79.5 Mjólkursett - - 3.76 38.50 1.44 1.13 6.33 15.00 8.67 137.0 2300 Til frekari glöggvunar birtir Tíminn hérmeð verð þeirra 11 vörutegunda, sem ritað hefir verið um hér í blaðinu, nákvæmlega sundurliðað. Eru hérmeð m. a. tilgreind brot úr hundraðshluta, bæði tolls og álagningar. Ennfremur sundurliðað innkaupsverð og annar kostnaður, og sérstaklega tilgreind álagning á kostnaðarverð með tolli. Blaðið vonast eftir að geta bi rt skýrslu um fleiri vörutegundir í næstu viku. Ihald og brennivín Skrif stjórriarandstöðublað- anna um „brennivíns“-inn- flutninginn eru með því ógeðs- legasta, sem sézt hefir í íslenzk- um blöðum. Aðalblað Sjálfstæðisflokks- ins, Morgunblaðið, hefir nú al- leg nýlega skrökvað því upp, og að þvi er bezt verður séð — vísvitandi, að innflutningur á- fengis og tóbaks sé meiri nú í ár en í fyrra. Það hefir nú verið sannað, að það, sem Mbl. sagði, að væri „brennivín og tóbak“ var tilbúinn áburður og að inn- flutningsleyfin til ríkiseinka- salanna námu í septemberlok 80 þúsund krónum lægri upp- hæð en í fyrra, þrátt fyrir 170 þús. kr. aukningu til áburðar- kaupa. Þannig hrasa Sjálfstæðismenn um staðreyndirnar, þegar þeir eru að búa sér til ádeiluefni gegn ríkisstjórninni. Og hitt tekur svo út yfir allan þjófabálk í þessu máli, að ein- mitt þessir menn og þessi flokk- ur, Sjálfstæðisflokkurinn, skuli nú fyllast heilagri vandlætingu út af innflutningi á „brenni- víni“. Það eru nú nálega 4 ár síðan kvæmt öllum leyfum, sem út eru gefin. Tvöfeldni þessa manns er verðug kóróna á fram- komu verzlunarstéttarinnar og Mbl.-liðsins í gjaldeyrismálum þjóðarinnar um þessar mundir. Annað mál er það, hvort slíkt verður til langframa þolað. l) Tollur og annar kostnaður ósundurliðað. heimilað var i lögum að flytja brennivín inn í landið. Það er kunnugt, að menn úr öllum stjórnmálaflokkum voru fylgj- andi afnámi bannsins. En engir gengu harðara fram í því en áhrifamenn í Sjálfstæðisflokkn- um að fá brennivínið inn í land- ið. Það var vitað, að formaður flokksins, Ólafur Thórs, var mjög ákveðinn á móti brenni- vínsbanninu, og áður en þjóð- aratkvæðagreiðslan fór fram, tók hann þátt í útvarpsumræð- um um það mál. Um Morgun- blaðið er það að segja, að það gerði sig alveg sérstaklega að málgagni fyrir þá, sem Ieyfa vildu brennivínsinnflutninginn. Og fjórir fimmtu hlutar af þing- mannaliði Sjálfstæðisflokksins greiddu atkvæði með brenni- víninu. Rök þessara manna voru þá: Það þýðir ekki að leyfa tak- markaðan innflutning á áfengi. Nú er að vísu til mikið áfengi í landinu (Spánarvínin), en menn verða að geta keypt eins mikið áfengi og þeir vilja, því að annars smygla þeir því inn í landið. Nú á þessu ári er það svo, að innflutningur allra hinna dýr- ari víntegunda hefir verið stór- kostlega takmarkaður og mun mega kallast alveg hverfandi. Innflutningurinn er að mestu takmarkaður við þær tegundir, sem kosta lítinn erlendan gjaldeyri. Það er rétt, að þessi innflutn- ingur þyrfti senn að minnka og helzt alveg að hverfa á slík- um tímum. En eru ekki Morgunblaðsrök- in frá 1933 og 1934 um hætt- una af smyglinu og hættuna af heimabrugginu ennþá fyrir hendi, a. m. k. í augum ritstjóra og aðstandenda þessa sama blaðs? Það skal ekki í efa dregið, að Sjálfstæðismönnum mörgum hverjum sé ósárt um, þó að tekj- ur ríkissj óðs — af áfengistolli og öðru — minnki meðan and- stæðingar þeirra eru við völd. En því trúir enginn, sem til þekkir, að Morgunblaðsliðið sé í hjarta sínu hneykslað yfir því, að brennivín sé flutt inn í landið. Vandlætingarskraf þess um þetta efni, er lítilmennska af aumustu tegund. Það er ekki öfundsvert hlut- skipti að afneita sjálfum sér til að geta borið út róg um and- stæðinga. Á víðavangi (Frh. af 1. síBu.) Það er rétt að vekja at- hygli á því, að ríkisstjórnin skipaði snemma í ágúst sérstaka nefnd til að íhuga hugsanlegan undirbúning vegna stríðshættu. Þar sitja fulltrúar frá þrem stærstu stjórnmálaflokkunum. Og það var í alla staði óviðeig- andi, að nota þau mál til að troða illsakir á því augnabliki, þegar hættan var yfirvofandi, eins og reynt var að gera í blöðum stjórnarandstöðunnar fyrir nokkrum dögum. * * * En meöal annara orða: Vill Sjálfstæðisflokkurinn beita sér fyrir því, að aftur verði leitt í lög aðflutningsbann á áfengi? * * * íhaldsblaðið „Vísir“ segir svo 6. þ. m.: „---Hinsvegar er þess HEIMILIÐ Prjóiilessýiilngm. Eins og áður hefir verið frá skýrt hér í blaðinu, hefir frú Anna Ásmundsdóttir gengizt fyrir sýningu á prjónlesi og bandi, sem haldin verði hér í bænum um mánaðamótin nóv- ember og desember. Hefir ríkis- stjórnin og Samband heimilis- iðnaðarfélaganna heitið nokkr- um fjárstyrk til sýningar þess- arar. Tilgangur sýningar þessarar er að fá stofn til fyrirmynda fyrir ákvæðisvöru i prjónlesi, handunnu og vélunnu, af þeim vörutegundum, er hér segir: Sokkum, vettlingum, peysum, vestum, smásjölum, treflum, nærfatnaði o. fl. Er óskað, að sýningarmun- trnir séu í algengum stærðum og helzt, að hver tegund sé í þrem stærðum. Gott væri, að sömu litbrigði og prjón væri t. d. á kvenbelgvettlingi og smá- trefli eða þríhyrnu, karlmanns- skíðapeysu, sokkum og belg- vettlingum, o. s. frv. Þó eru auð- vitað einstakir hlutir af þessum tegundum kærkomnir. Ennfremur er óskað eftir mis- munandi smágerðu og grófu þel- bandi, og hreinu togbandi, rokk- spunnu og vélspunnu, í sauða- litum og jurtalitum. Hverjum prjónuðum sýning- armun skal fylgja hönk af bandinu í honum og tekið fram, hvort hann er hand- eða vél- unninn, eða ef hvorttveggja, þá að hve miklu leyti. Þá skal og tekið fram lykkjufjöldi fitjar, stærð prjóna, söluverð hlutar- ins, nafn vinnanda og heimilis- fang. Burðargjald þeirra muna, sem ekki seljast, verður endurgreitt. Munirnir eru vátryggðir frá þeim degi, sem þeir eru settir í póstinn. Sýningarmunirnir þurfa að vera komnir til Reykjavíkur í síðasta. lagi um 20. nóvember. Utanáskrift: Prjónlessýningin í Reykjavík 1938. nú að gæta, að samvinna Al- þýðuflokksins og Framsóknar- flokksins hefir að vísu verið með nokkuð ósvipuðum hætti því, sem nú tíðkast annarsstaðar á Norðurlöndum, um samvinnu bænda og verkamanna. Hér á landi hafa verkamennirnir í Alþýðuflokknum verið algerðar undirlægjur bændanna í Fram- sóknarflokknum. Annarsstaðar á Norðurlöndum eru það verka- mennirnir, sem mestu ráða í samvinnunni------“. Svona talar íhaldið í Rvík til að gera verka- menn þar óánægða með Alþýðu- flokkinn. En hvað segir ísafold um þessi boðorð? A IV IV Á L L Hjónabönd. Hólmfríður Hemmert frá Blönduósi og Þórólfur Sigurðs- son bóndi í Baldursheimi. - Sól- veig Indriðadóttir frá Fjalli og Kristján Halldórsson bóndi á Syðri-Brekkum á Langanesi. Afmæli. Árni Pálsson prófessor í sögu átti sextugsafmæli 13. sept. sl. Ásmundur Guömundsson pró- fessor í guðfræði átti fimmtugs- afmæli 6. þ. m. Ludvig Kaaber bankastjóri við Landsbankann átti sextugs- afmæli 12. sept. sl. Þórarinn Stefánsson hrepp- stjóri í Húsavík átti sextugsaf- mæli 17. sept. sl. Guðlaug Pálsdóttir ljósmóðir í Ósgerði í Ölfusi varð áttræð 24. sept. sl. Haraldur Guðmundsson frá Háeyri varð fimmtugur 4. þ. m. Jón Björnsson, bóndi á Öl- valdsstöðum í Borgarhreppi Mýrasýslu, varð áttræður 6. þ. mán. Aðstaða íslands í stríði Striðshættan, sem rétt fyrir síðustu mánaðamót var talin yfirvofandi, hefir eins og vænta mátti, komið af stað umtali um það, hver aðstaða íslands sé, ef stríð brýzt út á meginlandi Ev- rópu, og hvernig aðstaða lands- ins var í síðustu heimsstyrjöld. Það er vitanlega sjálfsagt fyrir íslenzku þjóðina að fylgj- ast eftir því sem unnt er með þeim óveðurskýjum, sem á hverjum tíma eru í lofti ,meðal hinna stóru þjóða. En hitt verð- ur að gera sér ljóst, að geta þjóðarinnar til að tryggja sig um langan tíma fyrir hverju, sem fyrir kann að koma, er takmörkuð. Þetta land hefir ekki fjárhagslegt bolmagn til þess að safna erlendum vöru- birgðum, sem enzt gætu langt fram í ókominn tíma. Jafnvel stórþjóðirnar eru þess vanmátt- ugar að gera slíkar ráðstafanir svo að verulegu nemi. Bezta tryggingin, sem íslenzka þjóðin getur skapað sér með til- liti til styrjaldarástands, er að koma framleiðsluháttum og lífs- venjum sínum í það horf, að hún geti verið sjálfri sér nóg að sem mestu leyti. Því minni sem þörfin fyrir utanríkisverzl- un er hér á landi, því betur er (Framh. á 4. siðu.) GUÐLAUGUR RÓSINKRANZ: Frá 19. þingí Þjóðabandalagsíns ^xxnxnn Ltiunardatiinn 8. okt. Óheppni og illur málstadur Málstaður heildsalanna í Rvík er, frá sjónarmiði alþjóðar, ekki glæsilegur. Og þeir eru heldur ekki heppnir í málflutningi. Núna í vikunni varð tals- mönnum kaupmannastéttarinn- ar á sú skissa að gera umræðu- efni skiptingu vefnaðarvöruinn- flutningsins miili kaupfélaga og kaupmanna á þessu ári. Þóttust þeir ætla að sanna, að innflutn- ingsnefnd beitti hlutdrægni gegn kaupmönnum. Bollalegg- ingum þessum fylgdi svo til- heyrandi orðbragð um ríkis- stjórn og innflutningsnefnd. En samanburður þessi var svo kjánalega gerður, að hvert barn gat séð veiluna. Því að annars- vegar var borinn saman inn- flutningur vefnaðarvörukaup- manna í Reykjavík einni, hins- vegar allur annar vefnaðarvöru- innflutningur í landinu, til kaupfélaga, kaupmanna og iðn- fyrirtækja. Þessi samanburður er náttúr- lega tóm vitleysa, sem ekkert er á að græða. En slúður Mbl. um þetta efni varð til þess, að Tíminn aflaði sér þeirra gagna, sem nú liggja fyrir um vefnað- arvöruinnflutninginn. Og það vill svo til að til eru alveg ná- kvæmar upplýsingar um það, hvernig leyfunum hefir verið skipt. Þegar samanburður er gerður, er rétt að sleppa þeim vefnaðar. vöruinnflutningi, sem iðnaðar- fyrirtæki hafa fengið. Eftir veröur þá innflutningur verzl- ananna, og hann skiptist milli kaupfélaga og kaupmanna þannig: Ef tekinn er innflutningur vefnaðarvara í öllu landinu á þessu ári, hafa Samband ísl. samvinnufélaga og félög þess fengið 22%, önnur kaupfélög og pöntunarfélög 11%, en kaup- mannaverzlanir 67% eða fulla tvo þriðju hluta af öllum inn- flutningnum. Ef tekinn er innflutningur reykvískra vefnaðarvöruverzl- ana út af fyrir sig, skiptist hann þannig á þessu ári, að kaup- mannaverzlanir hafa fengið 83% en kaupfélagið í Reykjavík aðeins 17%. Margur, sem hlýtt hefir á kveinstafi kaupmanna í þessu efni mun verða undrandi yfir þessum tölum. Og það er sann- arlega ósvífni í meira lagi, að blöð kaupmanna skuli dirfast að ympra á því, að þeirra hlutur hafi verið fyrir borð borinn við skiptingu innflutningsleyfanna. í félögum Sambands ísl. sam- vinnufélaga eru nú um 12 þús- undir félagsmanna samtals á landinu. Af því má ætla, að um helmingur þjóðarinnar hafi við- skipti sín hjá þeim. En öll kaup- félög og pöntunarfélög á land- inu, innan Sambandsins og ut- an, fá ekki nema 33% af vefn- aðarvöruinnflutningnum. Hver hugsandi og sanngjarn maður, getur af þessu séð, að því fer svo fjarri, að kaupmenn eigi nokkra minnstu kröfu til, að þeirra hluti verði aukinn — að ef kaupfélögin settu það á odd, ættu þau beinlínis heimt- ingu á, að þeirra hluti í vefn- aðarvöruinnflutningnum væri aukinn, en hluti kaupmann- anna minnkaður að sama skapi. Innflutningsnefndin hefir með skiptingu vefnaðarvöruleyfanna sýnt kaupmannaverzlununum, þá ýtrustu sanngirni og hlífð, sem af henni var hægt að krefj- ast, og vissulega meira tillit en þeir menn eiga skilið, sem ekki launa með öðru en skætingi og rangfærslum um hin vanda- sömu störf nefndarinnar. Að lokum skal á það minnst, að kaupmannastéttinni hefir af fjármálaráðherra verið sýnd sú tiltrú, að fulltrúi frá henni hefir, án þess að skylt sé eftir lögum, verið skipaður í inn- flutningsnefndina. Þessi fulltrúi hefir notað aðstöðu sína innan nefndarinnar til að auka inn- flutninginn sem allra mest, en utan funda ræðst hann á nefnd_ ina fyrir það, að innflutningur- inn sé allt of mikill og að bank- arnir geti ekki yfirfært sam- Höfundur þessarar greinar, Guðlaugur Rósinkranz yfir- kennari, var mættur sem gestur á þingi Þjóðabanda- lagsins, sem haldið var í Gen- eve í septembermánuði, á sama tíma, sem stríðshættan vofði yfir Evrópu. Lýsir hann þinginu og vinnubrögðum þess og ýmsum mönnum, er það sóttu. Oft hefir Þjóðabandalagið, á undanförnum árum verið nefnt í sambandi við deilur milli þjóða og önnur alþjóðamál. Mjög hafa komið fram mismunandi skoð- anir á Þjóðabandalaginu og gildi þess. Mest hefir áliti þess hrakað síðustu árin og sérstak- lega eftir Abessiníustríðið. — „Þjóðabandalagið er steindauð stofnun," eða eitthvað á þá leið, eru ummæli, sem ekki er óal- gengt að heyra. Ofmælt er að vísu að það sé „steindauð stofn- un“, þótt það dyljist engum, að þýðing Þjóðabandalagsins á stjórnmálasviðinu og til þess að vernda friðinn í heiminum sé mjög þverrandi. í júlímánuði síðastliðnum fékk ég boð frá Þjóðabandalag- inu um að koma til Genf í sept- embermánuði í haust, til þess, ásamt fleiri boðsgestum, að vera viðstaddur Þjóðabandalags. þingið, sem jafnan kemur sam- an í september og kynnast þar starfsemi bandalagsins. Tók ég þessu ágæta boði auðvitað með þökkum, þar eð ég taldi það myndi verða fróðlegt að kynnast Þjóðabandalaginu nokkuð frá fyrstu hendi. Þjóðabandalagið greiddi allan ferðakostnað fram og aftur, á- samt þriggja vikna dvöl í Genf. Boðsgestir Þjóðabandalagsins voru að þessu sinni 36 frá 35 þjóðum. Tveir frá Bretlandi. Það hefir verið siður Þjóðabanda- lagsins nokkur undanfarin ár, að bjóða fólki víðsvegar að úr heiminum til Genf á meðan á Þjóðabandalagsþingunum hefir staðið, svo gestirnir fái tækifæri til þess að kynnast sem bezt starfsemi bandalagsins. Var þetta í fyrsta sinn, sem nokkrum íslendingi hefir verið boðið. Þeir, sem boðnir voru, voru flestir á- hrifamenn í einhverjum félög- um, sem vinna að samvinnu þjóða á milli. Flestir voru úr Þjóðabandalagsfélögunum, fá- einir frá alþjóðahjálparfélögum og nokkrir fulltrúar sendisveita og utanríkisráðuneyta. Ég varð fyrir valinu frá íslandi, vegna starfs míns í Norræna félaginu í þágu norrænnar samvinnu. Að heiman fór ég í ágústmán- aðarlok og kom til Genf 7. sept. Daginn eftir mættum við öll, sem boðin vorum, í hinni miklu höll Þjóðabandalagsins, sem án efa er ein stærsta og glæsileg- asta höll, sem til er í Evrópu. Teikningu að höllinni gerðu 5 heimskunnir franskir, ítalskir og ungverskir húsameistarar. Byggingin stóð yfir í 7 ár og var ekki lokið að fullu fyrr en í fyrra, og kostaði 40 milljónir svissneskra franka, eða rúmlega 40 milljónir króna. Höllin stendur í stórum og fögrum garði rétt við Genfvatn- ið, með útsýni til Alpafjallanna í suðvestri, þar sem hið fagra snæviþakta fjall, Mont Blanc, gnæfir hæst, logagyllt í kvöld- sólinni, í björtu veðri á kvöldin. Það er dásamlegt útsýni. Borgin Genf liggur á mjög fögrum stað við annan enda Genfvatnsins og er vel byggð, með fjölda stórra og fallegra garða, sem prýða borgina ákaf- lega mikið. Þarna hittumst við 36 frá 35 þjóðum. Sundurleitur hópur, hið ytra að minnsta kosti. Við kynntum okkur hvert fyrir öðru og komumst brátt að raun um, að hér vorum við samankomin frá hinum fjarskyldustu þjóð- um. Það var Canadabúi og Kín- verji, Suður-Afríkumaður og Tyrki, Ástralíubúi og Síammað- ur, Indverji og íslendingur o. s. frv. Við spurðum hvert annað um lönd og þjóðir, atvinnulíf og stjórnarfar, um heiti konunga, forseta og höfuðborga. Ekki mundi ég að höfuðborgin í Af- ganistan heitir Kabul og hefir 80 þúsund íbúa, og ekki var heldur von að Kínverjinn vissi nafnið á höfuðborg íslands. Allir kepptust um að segja hver öðr- um frá helztu menningaratrið- um síns lands. Ég sagði meðal annars, að öllum jafnaði frá ís- lendingasögunum, hinum sí- gildu bókmenntum okkar. En þá varð ég hissa, þegar Indverjinn sagði mér, að forníslenzka væri jafnvel kennd við einn háskóla í Indlandi og mælti um leið fram stef úr Hávamálum. Eftir nokkra daga fannst okk_ ur, sem við hefðum þekkzt lengi og fundum nú ekki til þess, hve hópurinn var ósamstæður í út- liti. Á hverjum morgni mættum við i fundarsal okkar til þess að vita hvað gera skyldi þann dag- inn. Flesta dagana var fyrir- lestur um starfsemi Þjóða- bandalagsins og skipulag þess. Eftir að Þjóðabandalagsþingið hófst, hlustuðum við á þing- fundi og nefndarfundi. Einn daginn var okkur boðið til Nyon, sem er dálítill bær skammt frá Genf, til þess að skoða útvarpsstöð Þjóðabanda- lagsins. Það er stór stöð, sem að öllum jafnaði sendir út í 18 tíma í sólarhring, á 4 tungumálum og á mörgum mismunandi bylgju- lengdum. Um morguninn þann 12. sept. hófst Þjóðabandalagsþingið. — Veðrið var dásamlegt, hin hvíta, fagra höll böðuð í sólskini. Allir virtust í hátíðaskapi. Fulltrú- arnir, um hálft annað hundrað frá 47 þjóðum, streymdu upp hallargarðinn. Laust fyrir kl. 11 fóru þeir að tínast inn í þing- salinn, sem er mjög fallegur og kvað vera stærsti fundarsalur heimsins. Þeir heilsast kunnug- lega, spjalla saman og leita að bekkjum síns lands. Nokkrum mönnum bregður fyrir, sem maður þekkir af myndum. — Þarna eru þeir Sandler og Koht, utanríkisráðherrar Svíþjóðar og Noregs, Litvinoff, hinn margum- ræddi utanríkisráðherra Rússa, Wellington Koo, hinn mælski utanríkisráðherra Kínverja, De Valera, frelsishetja íra, og nokkrir aðrir heimskunnir menn. Jordan, forseti síðasta Þjóðabandalagsþings, sezt í for- setasætið, slær forsetahamrin- um í borðið, og setur þingið með alilangri, ágætri ræðu. Hann minriir fulitrúana á að eina tryggingin fyrir góðu samkomu. lagi innan bandalagsins og ffiði í heiminum sé að einlægur vilji sé ríkjandi hjá stjórnum land- anna til þess að vernda heims- friðinn; án þess megni Þjóða- bandalagið ekkert. Að ræðu hins fráfarandi forseta lokinni er gengið til kosninga um forseta þingsins, og í þetta sinn var De Valera kosinn með miklum meirihluta atkvæða. Tók hann strax við fundarstjórn og var hylltur af öllum þingheimi. Hélt hann síðan ræðu, þar sem hann talaði um hina erfiðu tíma og verkefni Þjóðabandalagsins og minnti fulltrúana á, hverjir erf- iðleikar biðu þessa þings. Þingfundir voru flesta dagana og nefndarfundir í hinum 6 föstu nefndum þingsins daglega. Helzta umræðuefni þingsins var skýrsla Þjóðabandalagsins um störf þess á síðastliðnu ári. All- mikill tími fór, af eðlilegum á- stæðum, í að ræða Spánarstriðið og ófriðinn milli Kínverja og Ja-

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.