Tíminn - 08.10.1938, Blaðsíða 3

Tíminn - 08.10.1938, Blaðsíða 3
50. blað TÍMIIVIV, laagardagmm 8. okt. 1938, 199 r 50aura d ós i n Happdrætti Háskóla Islands. Aðeins einn söiudagur eftir í 8. ílokki. IJtboð Þcir, er g’era vilja tilboð í að reisa íbúðarhais á Vífilsstöðum, vitji uppdrátta á teikuistofu húsameistara ríkisins. Reykjavík, 6. okt. 1938. GUÐJÓN SAMÍJELSSON. 3J §paðkjöiið kemur uiii miðjan þenna mánuð. Aldrei væima eða betra en nú. Sama verð ©g í fyrra. Tekið á móti pöntunum í slma 1080. IIARVÖTN OG ILMVÖTIV FRA AFENGIS- VERZLUA RIKTSIAS ERIJ ItEJÖG IIEAT- UGAR TÆKIFÆRISGJAFIR Samband ísl. samvinnufélaga T I M I A IV er víðlesnasta auglýsingablaðið! Tilkynning Það tilkynnist liér með að Teiknistofa Landbúnaðarins getur ekki verið hjálpleg um útvegun á neinum efnum til bygginga, nema pantanir gangi í gegnum þá verzlun, þar sem viðkomandi hefir aðal viðskipti og ábyrgist hún skilvísa grciðslu. TeiUnistofan. Herklleg' prófrsiun mcð diesel-mótör í fískíbát. Fyrir nokkru var gjörð mjög merkileg og lærdómsrík tilraun á fiskibátnum „Utility", sem er 13,41 m. langur og 4,12 m. breiður. Vélin var 22 ha. Kelvin-Diesel mótor, 1 cyl. Reynsluferðin var farin með fullu afli frá Bowling til Tarbert, sem er ca. 43 sjómílur, á 6 klst. og 15 mín. og er það ca. 6,9 sjó- mílna meðalhraði. Öll eyðslan var 29,5 lítrar hráolia, eða 4,72 lítrar á klukkustund. Þegar skipið kom til Tarbert, voru farnar margar tilrauna- ferðir, til þess að sannprófa eyðsluna við mismunandi hraða. Árangurinn varð þannig: snún./mín. mílur/klst. l./klst. mílur/1. 740 7,18 4,99 1,40 700 6,9 4,13 1,67 600 6,0 2,59 2,32 500 5,0 1,63 3,68 400 3,9 1,00 3,90 300 0,53 170 0,36 Á þessu má sjá, að báturinn fer með 10 lítra á 14 mílna vega- lengd, í fullri ferð. En 10 lítrarnir endast 39 mílna vegalengd ef skipið er látið ganga 3,9 mílur á klst. Sé nú vélin látin snúast 170 snúninga á mínútu, þá verður hráolíueyðslan 8,6 lítrar á sólar- hring. Vélin gekk jafnt og rólega allan tímann, á meðan þessar til- raunir voru gerðar, og svo þíður var gangur vélarinnar, að eld- pana. Kom fram hörð gagnrýni á aðgerðum, eða öllu heldur á aðgerðaleysi Þjóðabandalagsins í þessum málum, frá nokkrum fulltrúum. Sérstaklega voru þeir Litvinoff og Wellington Koo harðorðir í garð bandalagsins og gagnrýndu afstöðu Englendinga og Frakka í þessum málum. En þrátt fyrir hina hörðu gagnrýni Wellington Koos á aðgerðum Þjóðabandalagsins, út af árás- um Japana á Kína, var meir klappað fyrir honum er nokkr- um öðrum ræðumanni, sem ég hlustaði á, þegar hann lauk við hina kröftugu ræðu, sem hann flutti af mikilli mælsku og móð. Fulltrúarnir viðurkenndu þann- ig fúslega réttmæti gagnrýn- innar. Annað mál, sem miklar umræður urðu um, var 16. grein Þj óðabandalagssáttmálans. Full_ trúar Norðurlandanna vildu fá það viðurkennt af Þjóðabanda- lagsþinginu, að Norðurlöndin gætu verið sjálfráð um það, hvort þau beittu refsiákvæðum, sem um ræðir i 16. greininni, gegn ófriðarþjóðum, eða ekki. Sandler, utanríkisráðherra Svía, hafði mest orð fyrir Norður- landabúum í þessu máli. Benti hann á að ekki hefði staðið á Norðurlöndunum að beita refsi- aðgerðunum, það væri ekki sök smáþjóðanna að refsiaðgerðirn- ar fóru út um þúfur, heldur vöntun á ábyrgðartilfinningu stórþjóðanna. Hann benti einnig á, að enginn efaðist um friðar- vilja Norðurlandaþjóðanna, en þau vildu ekki taka á sig öll þau óþægindi, hættu og tap, sem af irefsiaðgerðum leiddi, og sem yrði tiltölulega meira en fyrir stór- þjóðirnar. Fyrsta verkefni Norð_ urlandaþjóðanna, sagði hann að væri að vernda frið og hlutleysi Norðurlandanna. Ýmsir voru á móti þessum réttindum Norður- löndunum til handa og meðal þeirra var Litvinoff utanríkis- málaráðherra Rússa, sem taldi að ef Norðurlöndin fengju þessi réttindi viðurkennd, væri það sama og að fella niður þessi á- kvæði, því að þá myndu önnur ríki koma á eftir og krefjast sömu réttinda. Virtist hann á- líta, að algjört hlutleysi í ófriði gæti ekki átt sér stað, annað- hvort yrðu þjóðirnar að vera með eða móti. Það yrði vitanlega of langt mál að segja frá öllum þeim málefnum, sem rædd voru á þinginu. En auk stjórnmálanna voru fjölmörg velferðarmál, sem Þjóðabandalagið hefir með höndum, á dagskrá. Eins og t. d. útrýming eiturlyfja, svo sem ópíums, sem eyðileggur heilsu og hamingju ótölulegs fjölda manna árlega, útrýming hættu- legra sjúkdóma, eins og mala- ríu og kóleru, og að fyrirbyggja hvítt mansal o. fl. Velferðarmál- in voru aðallega rædd í nefnd- unum, en samþykktir um að- gerðir í þeim efnum voru gerðar í þinginu. Engum, sem kynnist Þjóða- bandala[{inu, getur dulizt, að það vinnur mikið og merkilegt starf í þágu heimsmenningar- innar, enda stór og dýr stofnun. En hinsvegar verður því ekki neitað, að Þjóðabandalagið er, eins og stendur, næsta þýðing- arlítil stofnun til verndar friði og réttlæti í heiminum, sem í upphafi var ætlað að vera aðal- hlutverk þess. Að svo er komið, er aðallega sökum þess, að fas- istisku ríkin hafa ekki viljað semja um sín deilumál á frið- samlegan hátt, og gengið úr bandalaginu, en hinar stórþjóð- irnar ekki getað eða þorað að beita sér í Þjóðabandalaginu, til þess að fyrirbyggja yfirgang þessara einræðisríkja. Sökum þessa hafa áhrif Þjóðabanda- lagsins og álit farið mjög þverr- andi á síðustu árunum. En þvi verður tæpast neitað, að stofnun Þjóðabandalagsins er sú víðtæk- asta og merkilegasta tilraun, sem gerð hefir verið til þess að fyrirbyggja stríð. Og þótt illa hafi tekizt með þessa fyrstu til- raun, þá mun það trú flestra þeirra, sem fást við milliríkja- mál, að Þjóðabandalagið eigi eftir að eflast og fá mikla þýð- ingu, sem verndari friðarins í heiminum. Guðl. RósinJcranz. HAFIÐ ÞÉR greitt andviröi yfirstand- andi árg. Tímans? Sé svo ekki, pá gerið það hið fyrsta. Gjalddagi var 1. júní síðastliðinn. Sendið áskriftargjaldið í póstávísun, eða greiðið það á innheimtu Tímans, Lind- argötu 1 D, Reykjavík. rérðbréfabankii ^A-ostovstr. 5 sími 3652.Opió kl.11-1209b-bj nn 09 5-fa# Annast kaup og sölu verðbréfa. spýtustokkur gat staðið upp á endann á toppi vélarinnar allan tímann, án þess að detta. Að því loknu fór báturinn til fiskiveiða, en sparneytni vélar- innar hefir síðan vakið mikla athygli meðal sjómanna. Kopar keyptur í Landssmiðjunni. Reykjavík, 15. sept. 1938. Ó. EINARSSON. 40 Andreas Poltzer: an tólf.... Meller svaraði ekki. Hann fór inn á undan og Patricia fylgdi honum eftir, inn í allstóra stofu. Þar var maður inni, sem stóð upp, þegar hún kom inn og hvarf, án þess að segja eitt einasta orð. Fátt var húsgagna í stofunni, en hús- gögnin sæmileg, það sem var. Meller benti henni á stól og settist sjálfur. Hann leit á klukkuna og sagði létti- lega: — Kæra Patricia.... — Ég er engin „kæra Patricia" fyrir yður, tók hún hvasst fram í. — Eins og yður þóknast, ungfrú Holm! Að vísu get ég ekki beðið nema hálftíma. Hann leit á úrið sitt og sagði rólega: Klukkan 16 mínútur yfir ellefu mun ég hafa óvéfengjanlegan rétt til að, kalla yður skírnarnafni yðar! Patricia fölnaði, og missti nú í fyrsta skipti stjórnina á sjálfri sér. Hún spratt upp: — Ég krefst þess, að fá að fara út héðan! Meller virtist ekki heyra hvað hún sagði. Hann sagði kuldalega: — Sitjið þér kyr, ungfrú Holm! Ég hefi ekki sagt yður ennþá, hvers vegna ég bað yður að koma hingað. — Mig gildir það líka alveg einu. Patricta 37 borðinu til Patriciu. — Ég átti að fá yður þetta, sagði hann og lagði bréf á borðið. — Hver fékk yður þetta bréf? spurði unga stúlkan forviða. — Maðurinn, sem situr þarna frammi .... Nú, hann er horfinn! Þjónninn benti í áttina fram að dyrunum. Patricia var forvitin og reif upp um- slagið. í því var pappírsmiði og hripað á hann með blýanti: „Ungfrú Holm! Ég þarf endilega að tala við yður um áriðandi málefni. Það er viðvíkjandi afa yðar, Kingsley lávarði. Ég bíð yðar við Green Park, bak við Hó- tel Ritz. Erindið er mjög áríðandi. Gerið svo vel að hafa vinkonu yðar ekki með yður. Henry Meller." Patricia lét bréfið detta á borðið. Hún varð svo forviða á þessum boðum, að hún vissi hvorki út eða inn. Hvað skyldi Mel- ler vilja henni, hann, sem að því er hún hafði fengið að vita í Scotland Yard, hafði verið ritari hjá afa hennar, og hét réttu nafni Ortega? Eitt augnablik datt henni í hug að rífa bréfið í tætlur og skeyta engu því, sem í því stóð. En svo hvarf hún frá því og henni snerist hugur. Það var ekki sann- að, að Meller og Ortega væri sami mað- urinn.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.