Tíminn - 08.10.1938, Blaðsíða 4

Tíminn - 08.10.1938, Blaðsíða 4
200 TÍMIM, langardagiim 8. okt. 1938, 50. hlað Ef Hitler œtlar að láta Þýzka- land ná yfirráðum yfir öllum þýzkumœlandi mönnum erlend- is, verður hann að halda vel áfram, segir sœnski Social-De- mokraten. Eftir því, sem nœst verður komizt, er tala þýzkumœlandi manna utan Þýzkalands, sem hér segir: Sviss .............. 2,900,000 Frakkland .......... 1,634,000 Pólland ............ 1,245,000 Rússland ........... 1,185,000 Rúmenía .............. 800,000 Júgóslavía ........... 740,000 Ungverjaland ......... 385,000 Danzig ............... 348,000 Luxemburg ............ 250,000 Eystrasaltslöndin ... 248,000 Ítalía................ 235,000 Danmörk ............... 70,000 Belgía ................ 50,000 Lichtenstein .......... 10,000 Brasilía ............. 750,000 Chile ................ 720,000 Argentína ............ 200,000 Ástralla ............. 100,000 Afríka ................ 78,000 Canada ................ 50,000 / Bandaríkjum Noröur-Ame- ríku skipta þýzkumœlandi menn nokkrum milljónum. Vegagerðfr. (Frh. af 1. síðu.) vík og sumpart gerður vegur úr járnbentri steypu, en sumpart malbikaður um 700 metrar í hvorum, Elliðaárvegi og Hafnar. fjarðarvegi. Ennfremur var mikið unnið að breikkun og end- urbyggingu annarra kafla þar. Var samtals varið til þessara umbóta um 100 þús. kr., auk um 150 þús. kr í atvinnubótafé. — Verður endurbyggingu Elliðaár- vegar væntanlega lokið 1940, en Hafnarfjarðarvegar ekki fyrr en eftir 4—5 ár. Til viðhalds og endurbóta þjóðvegum verður í ár varið um 750 þús. kr., eða um 100 þús. kr. minna en í fyrra. Hefir því orðið lítið um endurbætur, en kröfur til bætts viðhalds fara eðlilega vaxandi með hverju árinu. Þjóð_ vegirnir eru nú taldir samtals 4480 km. og eru þar af allgóðir akvegir nær 1300 km., ruddir kaflar bílfærir, að minnsta kosti sumartímann, með ak- brautarköflum, rúmlega 2000 km., en aðeins reiðfærir nær 1200 km. í þessu sambandi má geta þess, að bílfærir vegir eru nú samtals um 4800' km., að meðtöldum sýsluvegum og köfl- um á fjallvegum. Þjóðvegakerf- ið hefir verið aukið svo hin síð- ari ár, að það er nú 76% lengra en fyrir 5 árum. Allur árlegur kostnaður við bílflutninga, rekstur bílanna og vegabótakostnaður mun nú orðinn um 10 millj. kr. og er það meir en tvöfalt hærri upphæð en tekjur Eimskipafélagsins og ríkisskipanna samtals. Þessi stórfellda breyting hefir orðið á aðeins fáum árum. ÚR BÆIVUM Gestir í bænum. Guðjón Ólafsson, Stóra-Hofi í Gnúpverjahreppi, Eirikur Jónsson, Sandlækjarkoti, Eiríkur Loftsson, Steinsholti, Jóhann SÍKUrðsson, Stóra- Núpi, Grímur Einarsson í Neðri-Dal I Biskupstungum, Jón Hannesson bóndi í DeUdartungu, Slgurþór Ólafs- son bóndi í Kollabæ, Kristján Breið- dal bóndi á Jörfa í Snæfellsnessýslu. Messur á morgun: í dómkirkjunni_ kl. 11, ínnsetning séra Sigurjóns Þ. Ámasonar, kl. 2, séra Friðrik Hallgrímsson, kl. 5 síra Frið- rik Hallgrímsson. — í fríkirkjunni kl. 2, séra Arni Sigurðsson. — í Laugar- nesskóla kl. 2, sira Garðar Svavarsson. Frú Margrét Þorláksdóttir, ekkja Steingríms heitins Guðmunds- sonar byggingarmeistara, er 70 ára í dag. Hún býr á heimili tengdasonar síns, Hermanns Jónassonar forsætis- ráðherra. I Valsmenn og velunnarar félagsins, er ætla að gefa hluti á Valsveltuna, gerið svo vel, að tala við Hólmgeir Jónsson í Kiddabúð. Hjálpumst öll til að gera Valsveltuna að beztu hlutaveltu árs- ins. X. Umdæmisstúka Reykjavíkur selur merki á götunum í dag og á morgun til ágóða fyrir útbreiðslu- starfsemi sína. Merkin eru með þrennu móti og kosta 25 aura, 75 aura og eina krónu. María Markan söngkona er nýlega kominn heim eftir alllanga dvöl erlendis. Heidur hún fyrstu söngskemmtun sína hér að þessu sinni í Gamla Bíó á þriðjudag- inn kl. 7 síðdegis. Skemmtun Framsóknarfélaganna í gærkveldi sóttu hátt á annað hundrað manns. Fyrst var spiluð Framsóknarvist, en síðan var sameig- inleg kaffidrykkja. Meðan hún stóð yfir flutti Hermann Jónasson ræðu og talaði m. a. um vetrarstarfsemi fé- laganna. Að kaffidrykkjunni lokinni var dansað til kl lí4. Skemmtunin fór hið bezta fram. Á krossgötum. (Framhald al 1. sUSu.) Út af tillögu Sigurðar Jónassonar frá í sumar um að stækka Sogsstöð- ina um 4000 KW, var lögð fram á síð- asta bæjarstjómarfundi skýrsla frá rafmagnsstjóra, en S. J. taldi hana ó- fullnægjandi og villandi og gera ráð fyrir allt of lítilli raforkuþörf á næstu árum. Gerði hann grein fyrir hvemig á því stæði, að hann teldi, að raf- magnsþörfin myndi verða miklu meiri en rafmagnsstjóri hefði áætlað, og hvernig mætti auðveldlega auka raf- magnsnotkunina á næstu árum. Við umræðumar kom í ljós, að Pétur Hall- dórsson borgarstjóri hafði ekki einu sinni hugmynd um hver rafmagns- notkunin væri nú. Hitler og England. (Framhald af 1. síðu.) þvl, að Þjóðverjar gerðu sér al- gerlega rangar hugmyndir um Englendinga og töldu sér trú um mikla viðskiptalega og fjárhags- lega sigra á kostnað þeirra. — Hvað réttlætti t. d. þá skoðun, að Englendinga skorti hugrekki til að fórna blóði sínu fyrir fjár- hagslegt og pólitískt vald sitt? Tilkynniiig' frá barnaskolimnm Samkvæmt gildandi lögum um fræðslu barna eru öll börn skólaskyld á aldrinum 7—14 ára, — fædd á tímabilinu 1925—1931, að báðum árum meötöldum. Foreldrar, eða aðrir forráðamenn barna á þessum aldri, sem ekki hafa þeg- ar sent börn sín í skóla, eru áminntir um að gera það tafarlaust, eða tilkynna for- föll, ef um þau er að ræða. Séu börnin ekki komin til bæjarins úr sumardvöl, ber að tilkyiuia það, ella má búast við, að sæti þeirra í bekkjunum verði skipað öðrum. Vottorð frá lækni fylgi tilkynningu um sjúkdómsforföll. Loks skal bent á, að umsóknir um und- anþágu frá skólavist ber að senda skrif- lega, stílast þær til skólanefndar, en sendist skólastjóra viðkomandi skóla. SKÓLASTJáRARNIR. TRÚLOFUNARHRINGAR, sem æfilán fylgir, sendir gegn póst- kröfu, hvert á land, sem er. — Sendið nákvæmt mál. SIGURÞÓR, Hafnarstræti 4, Reykjavík. Daglega 50% hráolíusparnaður eru drjúgar tekjur fyrir skozka síldarútgerð með Kelvin-Diesel. Englendingar hafa að vísu enga herskyldu, en þeir hafa samt alltaf getað teflt fram því her- liði, sem þörf hefir krafið í hvert sinn. Englendinga hefir aldrei skort það hugrekki og úthald, sem þurfti til þess að bera hærra hlut. Friður milli Þjóðverja og Eng_ lendinga hefði skapað hinu þýzka ríki mikla og glæsilega framtíð. Þegar athuguð eru þessi 14 ára gömlu ummæli Hitlers og yfir- lýsing hans og Chamberlains, munu margir draga í efa gildi yfirlýsingarinnar fyrir heims- friðinn, og líta svo á, að einmitt vegna hennar telji Hitler sig eiga betri taflstöðu. Þess vegna leggja þeir leið- togar enskra ihaldsmanna (svo sem Duff Cooper, Antho- ny Eden o. fl.), sem vilja ekki aðeins tryggja Bretaveldi held- ur öllum heiminum frið, áherzlu á það, að engir slíkir samn- ingar verði gerðir við Þýzka- land, nema önnur ríki, sem tal- izt geta réttir aðilar, taki einnig þátt í þeim. Jafnaðarmenn og frjálslyndi flokkurinn fylgja sömu stefnu. En vel getur svo farið, að þess- ir menn beri lægri hlut og Hitler nái marki sínu. Chamberlain virðist á margan hátt svara til þeirra enskra stjórnmálamanna sem Hitler segir „að viti að þeir fái ekki neitt, nema þeir gefi eitthvað í staðinn", og það getur verið auðvelt, þegar hægt er að taka gjafirnar frá öðrum, eins og t. d. Tékkoslóvakíu. 38 Andreas Poltzer: Patricia 39 Tíu mínútum síðar stóð Patricia á stað þeim, sem tiltekinn hafði verið 1 bréfinu. Meller kom til hennar að vörmu spori. — Ég þakka yður, ungfrú Holm, að þér skylduð koma svona fljótt. Nú er ekki seinna vænna, ef þér viljið sjá afa yðar þessa lífs. Hann langar til að sjá yður... Þarna beið stór bifreið. Patricia fór að vagninum. Hún var ósjálfráð gerða sinna. Þau stigu inn í bifreiðina og hún rann af stað. Þau óku á hraðri ferð um Pall Mall, Strand, Fleet Street, Ludgate Hill og Cannon Street. Patricia sá To- wer bregða fyrir, en svo kannaðist hún ekki lengur við umhverfið. Þau hlutu að vera í austurjaðrinum á London. Allt í einu hægði bifreiðin á sér; hlið var opnað og því lokað aftur þegar bif- reiðin var komin inn fyrir. — Við erum komin á leiðarenda, ung- frú Holm, gerið svo vel og komið út! Patricia varð við þeirri ósk og spurði óróleg: — Hvar er Kingsley lávarður niður kominn? Hún heyrði ruddalegan kuldahlátur og svo rödd Mellers: — Kæra ungfrú Holm. Ég vildi sjálfur gefa mikið til að vita, hvar Kingsley lá- varður er staddur þessa stundina.... Þau voru stödd í stóru porti og var hár múrgarður allt í kring. Bifreiðin hafði staðnæmzt við steinþrep, sem lágu upp að lágum dyrum. Hurðin stóð í hálfa gátt og daufa ljósskímu lagði út um gættina. Patricia hafði verið svo niður- sokkin í eigin hugsanir á leiðinni í bif- reiðinni, að hún hafði ekki lagt neinar spurningar fyrir förunaut sinn. En nú vaknaði illur grunur hjá henni, er hún heyrði orð Mellers. Hún harkaði af sér þá ónotakennd, er allt í einu hafði gripið hana þarna, og spurði rólega: — Hvað á þetta að þýða. Ég hefi komið hingað með yður, af því að þér sögðuð mér, að Kingsley lávarður lægi fyrir dauðanum og langaði til að sjá mig. .. . Hafið þér gabbað mig? — Það er djúpt tekið í árinni, ungfrú Holm. Ég varð að nota þessa skreytni út úr vandræðum, af því að ég efaðist um, að þér mynduð koma með mér að öðrum kosti. Þér verðið að afsaka, að ég hefi villt yður sjónir. — Og hvað viljið þér mér? spurði hún hvasst. — Eigum við ekki að koma inn, ungfrú Holm? — Sama stendur mér. En ég ætla að benda yður á, að ég hefi nauman tíma. Ég verð að vera komin heim fyrir klukk- hrtMai Aðstaða tslancls í stríði. (Framhald af 2. síðu.) þjóðin stödd á stríðstímum. Aukning matjurtaræktar í landinu og Vöxtur ísienzks iðn- aðar til innlendra nota, hafa að þessu leyti mikilsverða þýðingu. Og því ber að fagna, að á ýmsan hátt erum við íslending- ar betur á vegi staddir en marg- ar aðrar þjóðir. íslenzka þjóðin framleiðir ógrynni matvæla, miðað við fólksfjölda. Hér skort- ir hvorki feitmeti, kjöt né mjólk og eigi heldur myndi hér vanta fisk til matar jafnvel þótt inn- flutningur kola og olíu til flot- ans stöðvaðist að einhverju leyti. Og nakin þarf þjóðin ekki að ganga með þeim tækjum, sem nú eru til í landinu til að vinna úr íslenzkri ull. Það eru sem sé ekki mikil lík- indi á því, að land, sem er ann- að eins matvælaforðabúr og ís- land, þurfi að kvíða sulti, þó að flutningar yrðu tregir yfir At- lantshaf. En aðstaða okkar ís- lendinga til flutninga er líka ólíkt betri nú en hún var í byrj- un síðustu heimsstyrjaldar. Þá áttum við engin millilandaskip — ekki einu sinni skip til strandferða. Og þó varð aldrei neinn tilfinnanlegur skortur hér á landi í síðustu heimsstyrjöld. Nú eigum við álitlegan skipa- stól, sem við getum sent vestur yfir haf, ef austurleiðin er hættuleg. Þar er ómótmælan- lega mikill munur á. Það er sjálfsagt að gæta for- sjálni og fyrirhyggju á hverjum tíma. En hitt ástæðulaust að ó- stillast og vekja hræðslu meðal landsfólksins, þótt stríðsblika sé í lofti. Svo lengi sem þetta land þarf ekki að færa blóðfórnir styrjaldanna, höfum við íslend- ingar flestum öðrum síður ástæðu til að æðrast. BÍÓ Konungurmn skemmÉir sér! Víðfræg, fjörug og fyndin frönsk gamanmynd, eftir leik- riti Gaston de Cavailet og de Plers: „Le Roi“. Aðalhlutverkin leika af hrein- ustu snilld: VICTOR FRANCEN, GABY MORLAY, M. RAIMU. Kvikmynd þessi er sannkölluð gimsteinn meðal skemmtikvik- mynda. Myndin sýnd l dag kl. 7 og 9. NÝJA TOVARICH Amerísk stórmynd frá Wamer Bros., gerð eftir samnefndu leik- riti eftir hinn heimsfræga rit- höfund, Jaques Deval. Aðalhlutverkin leika: CHARLES BOYER (sem Michail Alexandrovitch stórfursti), CLAUDETTE COLBERT (sem Tatiana Petrovna stór- furstafrú) og BASIL RATHBONE (sem umboðsmaður rússnesku Sovétstjómarinnar). Gærur - Garnir Kálfsklnn, Híiðlr, Æðarcliin, Selskinn, Hrosshár og lireinar UllarÉuskur haupir ætíit hœsta verði gegn staðgreiðslu Heildverzlun Þórodds Jónssonar HafnarsÉræÉi 15. Sími 2036. Gerska æfintýrið efÉir HALLDÓR KILJAA LAXAESS kom I bókaverzlanir I dag. Félagar í Máli og menningu fá 15% afsl. í bókaverzl. Heimskringlu Maria Harkan syngur í GAMLA BÍÓ þriðjudaginn 11. okt. kl. 7 síffdegis. Við hljóðfærið FriÉz Weisshappel. Affgöngumiffar seldir í Bókaverzlun Sigfúsar Eymundssonar og Hljófffæraverzlun Katrínar Viffar. * ts. úr b e z t u saufff járhéruffum landsins, kemur um miðjan mánuðinn í 1/1,1/2 og 1/4 tunn- um. — Verð 1/1 tunna 165 kr., 1/2 tunna 85.00 kr., 1/4 tunna 45.00 kr. (Q)kaupfélacjiá Kjarnar — (Essensar) Höfnm birgðir af ýmiskon- ar kjörnnm Éil iðnaðar. — ÁFEAGISVERZLUA RÍKISIAS Ullarefni og silki, margar tegundir. BLÚSSUR, KJÓLAR o. fl. nýkomiff. SAUMASTOFAN UPPSÖLUM. Sími 2744. Pianó- og Harmoninm- kennslu veiÉir Gunnar Sigurgeirsson, Barónsstíg 43. Sími 2626. SvelÉur siÉjandi kráka, meðan fljúgandi fær“. VALSVELTA5Í hin vinsæla, verður haidin í k. R.-húsinu á morgun. Hefst kl. 4 síðdegis.-Hlé kl. 7—8 (ef eitthvaff verffur þá óselt) DRÆTTIR: 1000 hr. í peningum. — Flugferð til Ahuregrar. Rafmagnsbúsáhöld: 3 pottur, panna, hetill. Eiharshrifborð. — Grammófónn. — Nltílverh. LÍÉið í glugga Jóns Rjörnssonar & Co. í BankasÉræÉi! Komið og skoðiff — og þér munuff draga. — Mætið snemma, því tækifæriff stendur stutt. KNATTSPYRMJFÉLAGin VALIJR

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.