Tíminn - 15.10.1938, Blaðsíða 2

Tíminn - 15.10.1938, Blaðsíða 2
210 TlMIM, langardaginn 15. okt. 1938, 53. blað Hlutverk Framsóknarmanna Ræða ílutt aí Karli Krístjánssyni síðastl vetur á skemmtisamkomu Framsóknar manna, og gesta þeirra, í Húsavík ^ímirtn Lauyardaginn 15. okt. Sneypuíör Morgunblaðsins Þann 22. sept. sl. birtist í Mbl. grein undir fyrirsögninni: „Hve lengi —?“ Þar eru ræddar or- sakir til hins háa verðlags, sem nú er á ýmsum vörutegundum. Um þetta segir blaðið: Sökin er hjá valdhöfunum, sem hafa lagt á skattana, hátollana og verzl- unarfjötrana“. Og 24. sept. seg- ir blaðið ennfremur: „Þaff eru hinir gífurlegu skattar og toll- ar ríkisstjórnarinnar, sem hafa skapaff þessa óbæriiegu dýrtíff". í þessu sama blaði var svo birt skýrsla um tollahækkun, sem orðið hefir á nokkrum vöruteg- undum. Mbl. vissi, að hið háa verð, sem nú er á ýmsum vörum í Reykjavíkurbæ og þá sérstak- lega ýmsum vefnaðarvörum, hafði vakið athygli og umtal meðal almennings. Þetta umtal gat verið óþægilegt fyrir skjól- stæðinga Sjálfstæðisflokksins í kaupsýslustéttinni. Og þá er gripið til hins gamla rógburðar, að kenna ríkisstjórninni um allt, sem aflaga fer. Fólkið í Reykj avík átti að trúa þvi, að kaupsýslustéttin væri algerlega saklaus í þessu máli. Það átti að fá menn til að trúa því, að háa verðið væri að mestu leyti tollar, sem verzlan- irnar yrðu að greiða í ríkissjóð. Mbl. og aðstandendur þess hafa sennilega haldið, að ekki myndi verða hirt um að hrekja ósannindin. Og allra sízt mun það hafa búizt við að ósann- indin yrðu hrakin svo eftir- minnilega og ómótmælanlega og með svo óþægilegum afleiðing- um fyrir kaupsýslustéttina í Rvík, sem raun hefir orðið á. En Tíminn hefir svarað ó- sannindum Mbl. um tollana með því að birta sundurliðað verð 15 vörutegunda, sem seldar hafa verið undanfarið í verzlunum í Reykjavíkurbæ. Af þessum tölum sézt það, að tollurinn á hverri þessari vöru- tegund um sig er alveg hverf- andi upphæff samanboriff viff verzlunaráiagninguna. — Þess vegna hefir sú upphæff, sem greidd er í ríkissjóffinn, enga úrslitaþýðingu um útsöluverff þessara vara í búðum. Þessi 15 dæmi, sem talin voru í Tímanum, sýndu meðal ann- ars, að: Fáir íslendingar munu vera svo illa að sér í sögu þjóðar sinnar, að þeir eigi kannist við frásögnina um Þorgeir Ejós- vetningagoða á Alþingi árið 1000. Sú frásögn er ákaflega merki- leg. Hún er um stórviðburð í lífi íslenzku þjóðarinnar, — og um stórvitran íslending og þjóð- hollan. Ný trúarbrögð, — hin kristna trú —, voru boðuð á Alþingi af miklu kappi af miklum höfð- ingjum, en á móti stóðu einnig ríkilátir valdamenn og harð- tækir, sem voru fylgjendur hins gamla siðar, — Ásatrúarinnar. Það lá við að allur þingheim- ur berðist, og flokkarnir „segðu sundur með sér lögum'. Þá varð það samkomulag höfuðsmanna, sem sáu að í ó- vænt efni stefndi, að fela Þor- geiri Þorkelssyni frá Ljósavatni að úrskurða ágreininginn. Hann „lagðist undir feld“, — segir sagan, — og hugsaði mál- ið lengi, enda var það sannar- lega stórfellt vandamál. Og úrskurður hans er 'afar- glæsilegur vitnisburður um vítsmuni og framsýni norræns anda. Hann úrskurðaði, að allir ís- lendingar skyldu taka hinn nýja sið og láta skírast, „því ef vér slítum lögin“, sagðl hann, „þá munum vér og slíta friðinn". En hann lét ýmsar gamlar venjur haldast, svo sem um hrossaketsát. Og blóta máttu menn goðin á laun. Þessi viðburður er, — að því, er ég bezt veit, — einstæður í veraldarsögunni. Það er einstætt, að einum manni hafi verið falið að gera út um svo viðkvæm og brenn- andi deilumál á þjóðþingi. í meira en niu aldir, sem liðnar eru síðan þetta gerðist, hefir þó enginn — að mér skilst — haldið því fram, að önnur aðferð hefði verið réttari, eða að hægt hefði verið að úrskurða viturlegar en Þorgeir gerði. Öllum virðist hafa komið sam- an um, að hann hafi fundið beztu lausnina, sem til var. En hvað eT þá sérstaklega viturlegt við úrskurð Þorgeirs? í fyrsta lagi: hinn glöggi skilningur á því undirstöðuat- riði, að hið litla, íslenzka lýð- veldi mátti ekki við því að slíta lögin og friðinn. í öðru lagi: hinn vormann- legi skilningur á því, að hinn gamli siður var að úreldast, en hinn nýi siður aftur á móti sigrandi hugarstefna, sem hvorki var rétt né hægt að stemma stigu fyrir. í þriðja lagi: hinn sálfræði- legi skilningur á því, að órétt var að svifta burt í einu öllum gömlum trúarvenjum, því menn geta ekki haft trúar- og venju- skipti, eins snögglega og menn hafa fataskipti. Menn þurfa að fá náttúrlegt ráðrúm til þess smátt og smátt að þroskast til nýrra siða. Enda er vafasamt að úrskurðurinn hefði verið hafður sem lög, ef hann hefði ekki veitt þetta ráðrúm. Sjálfur bar Þorgeir, þegar hann kom heim af þinginu, goð sín í fossinn. En hann skildi að ekki mátti ætlast til hins sama af allri þjóðinni. í úrskurðinum kemur þannig fram hin vitur- lega hófstilling umbótamanns. Fyrir þennan úrskurð skipar Þorgeir eitt hið allra veglegasta sæti í huga þjóðar sinnar enn í dag. Hann er í meðvitund hennar sem fulltrúi þeirrar far- sælu vizku, sem er allt í senn: nærgætin og víffsýn, framsækin og hófsöm, djörf og ábyrgffar- rík, — og fullkomlega þjóffhoii. * * * Það, sem um var deilt á Al- þingi árið 1000, voru trúarbrögð. En sú afstaða, sem Þorgeir Ljósvetningagoði tók, var samt sem áður aðallega pólitísk. Hann var enginn trúboði, held- ur stjórnmálamaður. Hann úr- skurðaði ekki sem trúarbragða- frömuður, heldur sem stjórn- vitringur. Á þeirri örlagaríku stund íslenzku þjóðarinnar varð pólitíkin samvirk trúboðinu, og fór vel á, af því Þorgeir réði. En pólitíkin sjálf getur líka orðið að trúarbrögðum, þó hún eigi alls ekki að vera það, — og þeim trúarbrögðum fylgir löng- um hið hættulega trúarofstæki. Þá verða stjórnmálamennirnir trúboðar, en ekki stjórnvitring- ar. — Hvernig er ástatt hjá íslenzku þjóðinni og á Alþingi íslend- inga nú? Er ekki eitthvað þar líkt því, sem var árið 1000? Liggur ekki við, að menn segi sundur með sér lögum? Marxismi og nasismi flæða inn yfir landið og verða fólki að trú, sem hjá allmörgum verður að ofstæki. íhaldssamir menn annarsveg- ar og menn nýrra siða hinsveg- ar hafa í hótunum hverir við aðra. Er ekki útlit fyrir, að svo geti farið, ef gæfa og vitsmunir ráða ekki, að þjóðin okkar, sem hef- ir átt því láni að fagna um langan aldur að vera vopnlaus, fari að hervæðast til innan- landsófriðar og bræðravíga? Hvað er langt þangað til að líflátsdómar verða kveðnir upp í þessu landi, eins og í Rússlandi og Þýzkalandi, ef trúarofstækið færist í aukana, en hugsunar- háttur Þorgeirs Ljósvetninga- goða, vitsmunir og þjóðhollusta koma ekki til sögunnar og gera sig gildandi? Raunar er nú svo komið ald- arháttum og stj órnarháttum, að enginn einn maður fær aðstöðu til þess að úrskurða, þótt Þor- geir fengi hana forðum. Engum einum manni verður selt í hendur vald til þess. í nútíðarstíl verður það að vera flokkur manna, sem valdið getur fengið. Góðir Framsóknarmenn og samkomugestir! Það er augljóst mál, að Framsóknarflokkurinn verður að taka að sér hlutverk Þorgeirs Ljósvetningagoða á Al- þingi og úti um landið við sjó og í sveit. Geri Framsóknar- flokkurinn það ekki, gerir það enginn flokkur, því enginn annar fiokkur í iandinu hefir effli til þess aff geta gert þaff. Hafið þið ekki séð þess merki? Hinir stjórnmálaflokkarnir allir flytja trúboðspólitík. Þeir berjast um hinn nýja og gamla sið, — og vilja hvað eftir annað segja sig úr lögum. Framsóknarflokkurinn aftur á móti er ekki trúboði, frekar en Þorgeir. Hann reynir að leita úrlausnar í hverju vandamáli með hófstillingu og að lögum. í þessu sambandi vil ég minna á „Kveldúlfsmálið“ og „gerðar- dóminn“, sem öllum er í fersku minni. Bæði þessi mál eru greinileg sýnishorn þess, hvern- ig Framsóknarflokkurinn reynir að eyða öfgum til beggja handa. En nú spyr máske einhver: Var það ekki einn af beztu kostum Þorgeirs, að hann skildi, að hinn nýi siður var betri hin- um gamla, og hafði sjálfur þrek til að fleygja goðum hins gamla tíma í fossinn? Jú, það, er rétt. Hefir ekki Framsóknarflokkurinn líka sýnt samskonar skilning? Hefir hann ekki borið meira af skurðgoðum afturhalds og í- halds í fossinn, en nokkur ann- ar flokkur? Hefir hann ekki verið allra flokka áhugamestur um að hver einstaklingur geti notið sín sem bezt með félagslegum samtök- um, byggt sér varanlega og sæmilega bústaði, létt strit sitt með tækni, glætt vit sitt með námi, — og verið jafn öðrum fyrir lögum. Og er ekki þetta einmitt hinn heilbrigði, innsti kjarni hins nýja, stjórnmálalega siðs tutt- ugustu aldarinnar? * * * Áður var sungið: „Vormenn íslands! Yðar bíða eyðiflákar, heiðalönd! Komið grænum skógi að skrýða skriður berar, sendna strönd! Huldar landsins verndar- vættir vonarglaðar stíga dans, eins og mjúkir hrynji hættir, heilsa börnum vorhugans". Guðmundur Guðmundsson orti þetta lj óð undir áhrifum þeirrar sterku og hlýju hugar- farsleysingar, sem fór um land- ið, þegar þeir menn voru að ganga fram á völlinn, sem síðar gerðust Framsóknarflokksmenn. í þessu ljóði má segja, að heyrist hjartsláttur Framsókn- arflokksins. í því ljómar ástin á verkefn- um vormannsins, sem finnur að verndarvættir lancLsins stíga vonglaðar háttmjúkan dans um- hverfis hann. En einmitt þessi hjartsláttur flokksins, ást hans á verkefnum vormannsins og meðvitund hans um nálægð vættanna, gerir það að verkum, að honum er nú — á örlagaríkum tíma — ætlað mjög sambærilegt hlutverk fyrir þjóð- ina og Þorgeiri á Ljósavatni var falið árið 1000. Harm einn allra stjórnmálaflokkanna í landinu getur sameinað þetta þrennt, sem Þorgeir sameinaði: Þjóff- hollan friffarvilja, vorhugann og virffinguna fyrir því náttúrulög- lögmáli, aff þaff þarf tíma til aff umskapa til fulls — og innieiffa allar reglur nýs siffar. Um leið og við Framsóknar- flokksmenn gerum okkur þetta ljóst, verðum við einnig að gera okkur það ljóst, að á okkur, hverjum einstökum manni og Fi’amsóknarflokknum í heild, hvílir skylda, sem reynir á vits- muni, þrek og þor. Skyldan sú: að gera allt, sem unnt er, til að leysa hlutverkið af hendi, svo vel sé. Hamingja þjóðarinnar er í veði. Þegar Þorgeir hvíldi undir feldi á Alþingi forðum, og fann þunga stórfelldusfeu ábyrgðar og skyldu á sig lagðan, mun hann — eins og allir þjóðræknir vor- menn —, hafa hlustað eftir röddum „landsíns verndar- S. TJ. ZF1. Úr ræffu atvinnumálaráffherra á fundi F. U. F. í Reykjavík. Félag ungra Framsóknar- manna í Rvík hélt fyrsta fund sinn í haust síðastl. fimmtudag. Á fundinum flutti Skúli Guð- mundsson ráðherra ítarlegt er- indi um ýms þau verkéfni, sem væru framundan á stjórnmála- sviðinu. Skýrði hann frá störf- um milliþinganefndanna, sem hefðu sjávarútvegsmál, banka- mál og skatta- og tollamál til athugunar. Myndi milliþinga- nefndin, sem hefði sjávarútvegs- málin til meðferðar, kynna sér eftir föngum, hvernig hægt yrði að koma á meiri sparnaði í rekstri stórútgerðarinnar, en kæmi það samt í ljós, að ekki væri hægt að reka hana halla- laust í meðalári, teldi Fram- sóknarflokkurinn rétt að koma henni til hjálpar og yrði það þá verkefni nefndarinnar að gera tillögur um, á hvern hátt það yrði gert. Ræðumaður talaði þessu næst um launamálin. í vetur hefði verið skipuð nefnd, sem á að gera tillögur um skiptingu opin- berra starfsmanna í launa- flokka. Þegar þessi nefnd hefði lokið störfum, ætti að vera fenginn grundvöllur fyrir ný launalög. Enn væri ekki víst, hvort nefndin myndi skila á- liti sínu svo tímanlega, að hægt yrði að ganga frá þessu máli á næsta þingi. Ræðumaður kvaðst álíta, að þessi löggjöf ætti að ná til hálfopinberra stofnana eins og t. d. bankanna og Eim- skipafélagsins, en þar væru launagreiðslur yfirleitt hærri en hjá ríkinu sjálfu. Sömuleiðis þyrfti að gera ráðstafanir, sem kæmu í veg fyrir að launa- greiðslur yrðu hærri hjá einka- fyrirtækjum. Þá sagðist ræðumaður hafa oft hreyft því, að komið yrði á (Framhald á 3. siðu.) vætta“, sem skáldið talar um. í gegn um skjaldagný og sverða- klið æstra trúboðsflokka hefir hann heyrt hvatningarorð vætt- anna til sín um að gæta laga og friðar. í gegn um háværar kröfur og hótanir æstra stjórnmálaflokka heyrast nú raddir hinna sömu verndarvætta íslenzku þjóðar- innar mæla hvatningar til Framsóknarflokksins um: aff sækja fram, en gæta þó hófs, — eyffa ofstæki til beggja handa, — miffla málum, — úrskurffa á,- greining stjórnmálaöfganna, svo ekki verffi slitiff lögum og friffi í landinu. Sturla í Vogum I. og II. Þar sem tollurinn til ríkisins var kr. l,12,var álagning verzl- unarinnar kr. 11,55. Þar sem tollurinn var 7 aur- ar, var verzlunarálagningin 76 aurar. Þar sem tollurinn var 18 aur- ar, var verzlunarálagningin kr. 3.67. Þar sem tollurinn var 31 eyr- ir, var verzlunarálagningin kr. I, 93. Þar sem tollurinn var 21 eyr- ir, var verzlunarálagningin kr. 2,90. Þar sem tollurinn var kr. 2,29, var verzlunarálagningin kr. II, 65. Þar sem tollurinn var kr. 1,44, var verzlunarálagningin kr. 8.67. Þar sem tollurinn var kr. 24,37, var verzlunarálagningin kr. 254,13. Þessum staðreyndum var ekki hægt að neita. En þegar svo er komið, að Mbl. er orðið bert að ósannsögli og álagning verzlananna í Rvík á þessar vörutegundir hefir verið afhjúpuð — allt að gefnu tilefni frá Mbl. sjálfu — þá ær- ist Mbl. og lið þess og æpir út um stræti og gatnamót, að Tíminn hafi hafið „ofsókn gegn kaupmönnum". En hafi einhver hafið ofsókn gegn kaupmönnum í þessu máli, þá eru það kaupmennirnir sjálf- ir með verzlunarháttum sínum. Aumlegri og vesalmannlegri uppgjöf hefir tæpast þekkzt en hjá Mbl. og skjólstæðingum þess í þessu máli. Þorkell Jóhannesson: Eftir Guffm. G. Hagalfn. Útg.: Þorst. M. Jónsson. Akureyri 1938. Guðmundur Gíslason Hagalín er atorkusamur rithöfundur. Hann hefir frá upphafi gædd- ur verið ódrepandi seiglu, en því er ekki að leyna, að með árun- um hefir honum vaxið snerpa, svo að þeir gerast nú færri, sem fram úr honum fara. Ég get fyrir mitt leyti játað það, að ekki var það nú fyrri en ég hafði lesið fyrra hlutann af sögunni um Kristrúnu gömlu í Hamra- vík, að mér virtist með öllu einsætt, að Guðmundur myndi ætla að verða mearkilegur rit- höfundur. Ekki svo að skilja, að ýmsar smásögur hans frá fyrri árum væri ekki vel gerðar. Þær slaga sumar upp í það helzta, sem hér hefir sézt í þeirri grein bókmennta. En annað var þá líka léttvægt og jafnaði hitt niður í meðallagið, ef í það var farið. Maður er orðinn því svo vanur, að vita efnilega menn, sem vel fóru af stað og mikils sýndist mega af vænta, verða fyrr en varði utangátta með öllu við „musteri mannorðsins", þar sem öndvegi eru búin rit- skörungum og snilldarmönnum bókmenntanna einum. For- garðar þess musteris eru harla rúmgóðir og getur þar að líta GUÐM. G. HAGALÍN mikinn söfnuð rímhagra manna og stútungs-söguskálda. Fer þar og drjúgum fjölgandi. En önd- vegin skipast seint og með dræmingi. Fer um rúmaskipan hér ærið oft á annan veg en fyrstu líkur þóttu til benda, og meir að elju og kappsamlegri sókn að settu marki en með- fæddri andagift, þótt álitleg þætti í fyrstu raun. Er því lengi vanséð, og þó seint örvænt um það, hverjum árangri skáldin kunna að ná. Nú er það með engu móti ætlan mín að vísa Guðmundi Hagalín til neins öndvegis með línum þessum. Á því hefi ég engin ráð, enda er slíkt síður en svo á þeirra færi, sem sjálfir eru mjög svo utan- veltu um skáldmennt alla. En mér þykir það vera sanngirnis- kvöð á hendur þeim mönnum í landi voru, sem bækur lesa og nokkurs eru unnandi andlegu lífi, að þeir láti það ekki með öllu liggja í þagnargildi, sem til afreka má telja í skáldmennt- um þjóðarinnar. Ekki er það svo margt eða mikið, sem manni berst í hendur af þessu tæi ár hvert. Og þeir eru ofmargir, sem láta slíkt lítt eða ekki til sín taka. Sagan um Sturlu í Vogum er mikið rit fyrirferðar, 628 bls. alls. Það er nú og hefir um hríð verið mikill siður að rita langar skáldsögur, og er ufn það ekkert að segja, nema hvað manni miklast stundum kjarkur útgef- anda og væntanlega lesandanna líka, er maður finnur sjálfum sér nóg boðið. Yfirleitt sýnist mér þessi bók læsileg í bezta lagi, þrátt fyrir lengdina. Hún er yfirleitt spennandi sem kall- að er og víða beinlínis skemmti- leg. Henni má líkj a við stórt vatnsfall, sem rennur hratt og straumþungt á köflum, en breiðir nógu mikið úr sér á milli og er þá í lygnara lagi til þess straumþunginn njóti sín alltaf jafn vel. Uppistaða sögunnar er strengd yfir atburði, sem ger- ast á heimili vestfirsks útskaga- bónda frá haustnóttum til vor- daga. Höfuðpersónan er Sturla bóndi. Hann er alinn upp á sveit, eins og fleiri góðir menn í þessu landi. Og þó höfundur láti að mestu hjá líða, að út- mála fyrir sér og öðrum með- ferðina á drengnum — hann virðist ekki ganga með jafn gagurt hreppsómaga-komplex eins og t. d. Halldór Kiljan Laxness — þá er hér að finna lykillinn að skaphöfn þessa afr- enda, harðgerða, ósveigjan- lega og tortrygga útskagabónda. í viðskiptunum við fóstra sinn uppgötvar hann fyrsta sinn, svo sem af hendingu, ofurkrafta sína. Hann þarf svo sem ekki að láta þennan ræfil kúga sig. Sjálfur er hann,þegar til kemur, miklu stérkari en þessi heimski og uppblásni manngarmur, sem að fornum sið hyggst að „hefna þess í héraði, sem hallaðist á Alþingi“, reynir eftir föngum að hefna sinnar eigin eymdar á þeim, er hann heldur enn ves- alli. Upp frá þessu trúir Sturla með öllu á mátt sinn og meg- inn. Býður öllum byrginn, sem til hans vilja seilast. En hina fyrirlítur hann, sem lúta verða í lægra haldinu. Hann vægir ekki heldur til íyrir náttúruöfl- unum, sem sópa heyjunum hans á sjóinn og brjóta bátinn hans, svo að hann stendur uppi hey- laus á haustnóttum með fé sitt allt og fangafár og bátlaus við opinn aflasjóinn. Hann fær sér bara nýjan bát, setur á fleira fé en nokkru sinni fyrr og byggir tvær hlöður í stað einn- ar, sem ofviðrið feykti. En þrátt fyrir alla kraftana, ofurhugann og hörkuþrekið, er hann maður og ekki klettur einn. Hann ann konu sinni meira en nokkur veit, jafnvel sjálfur hann. Og þegar hún deyr vofeiflega af at- burðum, sem illir menn valda, verður hann í fyrsta skipti á æfinni berskjaldaður fyrir. í fyrsta skipti á æfinni hrökkva kraftar hans ekki við ofurmagni atburðanna. í fyrsta skipti verður hann nú að leita til ann- arra um hjálp, sem ekki verður endurgoldin, sem hann veit líka og finnur, sér til nokkurrar undrunar, að veitt er af bróður- hug en ekki vegna ávinnings. Þetta vinnur nokkuð á hörk- unni, sem bezt hefir þó dugað honum að þessu, hvort sem við var að etja hversdagslega örð- ugleika útnesjabóndans heima fyrir eða bolabrögð héraðshöfð- ingja og kaupmanna, sem lengi höfðu setið yfir hlut allra manna í héraðinu og vildu ekki þola honum, fremur en öðrum, að standa á eigin fótum. Þó er það þá fyrst, er hann fær ekki varið sig fyrir ótta um trú- mennsku konunnar, sem hann elskaði og missti, að honum fellur allur ketill í eld um hríð. Hér verður honum að koma hjálp frá öðrum. Og nú er öll afstaða hans gerbreytt. Hann, sem hélt sig hafa verzlað skuld- laust við lífið, er orðinn stór- skuldugur maður. Ekki aðeins við konuna sína, sem fórnaði sér fyrir hann og gekk út í op- inn dauðann, af því að hann gætti hennar ekki og verndaði

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.