Tíminn - 15.10.1938, Blaðsíða 4

Tíminn - 15.10.1938, Blaðsíða 4
212 TÍMIM, langardagfnn 15. okt. 1938. 53. blað Seinustu daga Súdetadeilunn- ar var einn maður, sem verið hafði lítt þekktur áður, nœstum því eins oft nefndur og Cham- berlain og Hitler. Það var ráðu- nautur Chamberlains, Sir Ho- race Wilson. Hann er 54 ára gamall. 1919 tók Lloyd George hann í þjónustu stjórnarinnar. Hélt hann stöðugt áfram að hœkka í tigninni, þrátt fyrir öll stjórnarskipti og 1930 gerði Mac Donald hann að ráðunaut stjórnarinnar l iðnaðarmálum. Þegar Neville Chamberlain varð fjármálaráðherra, tókst fljótt mikill kunningsskapur milli hans og Wilson og má segja, að síðan hafi Wilson verið einhver mesti áhrifamaðurinn á bak við tjöld- in. Það er sagt, að Chamberlain treysti nœr ótakmarkað á þekk- íngu hans og tillögur og fari meira eftír ráðum hans en nokk- urs annars manns. Þegar Cham- berlain varð forsætisráðherra, gerði hann Wilson einnig að ráðunaut sínum í utanríkismál- um. Vegna hinna miklu áhrifa, sem talið er að Wilson hafi á Chamberlain, er hann stundum nefndur í gamni og alvöru „Downing Street’s Rasputin“. Horace Wilson stendur i nán- um kunningsskap við ýmsa helztu auðkýfinga og landeig- endur í Englandi. Hann hefir alltaf verið mjög vinveittur Þjóðverjum. í sumar bauð Dala- dier honum til Frakklands. Hann afþakkaði boðið með þeim ummœlum, að hann vœri ekki einn af þeim Englendingum, er ferðuðust erlendis. En í septem- ber flaug hann fjórum sinnum til Þýzkalands. Hann var með l öllum ferðum Chamberlains og fór auk þess einu sinni fyrír hann á fund Hitlers. Úr ræðu atvinnumála- ráðherra. (Framhald af 3. síðu.) vík héldi áfram að stækka svo óðfluga, að y3 hluti íbúanna gæti lifað á byggingarvinnu, á sama tíma og hin lífræna atvinna bæjarins drægi saman seglin. Hann sagðist halda því fram, að byggingarnar ættu að koma þar, sem lífvænlegust skilyrði væri fyrir hendi og þegar menn at- huguðu málið, væri það ljóst, að Reykjavík vantaði meira líf- vænlega atvinnu en ný hús. Fyrir þessu yrðu menn að beygja sig og breyta atvinnu sinni í samræmi við það. Það væri t. d. ólíkt meira vit í því fyrir Reyk- víkinga að láta frekar byggja ný skip en ný hús og þess vegna ætti það að vera til athugunar, hvernig hægt væri að beina innflutningnum og vinnuaflinu inn á slíkar brautir. Á fundinum var ennfremur skýrt frá stofnun S. U. F. og sýndar skuggamyndir frá París. Fundinn sóttu um 60 manns. 12 menn gengu í félagið á fund- inum. ÚR BÆIVUM Kaupfélag Reykjavíkur gefur í dag út blað, þar sem hrint er hinum hatrömmu árásum kaupmanna- blaðanna á félagið. Meðal þeirra, sem í það rita, er Theodór B. Líndal hæsta- réttarmálaflutningsmaður. Málhelti og stam. Kennsla verður í vetur á vegum barnaskólanna fyrir málhölt börn og stamandi. Bömin eiga að koma til við- tals við kennarana mánudag 17. okt. kl. 5 síðdegis í Austurbæjarskólanum. Aðstandendur barnanna tali við kenn- arana. Messur á morgun: í dómkirkjunni kl. 11, sr. Friðrik Hallgrímsson, kl. 6, sr. Sigurjón Þ. Arnason. 1 fríkirkjunni kl. 2, sr. Árni Sigurðsson. í Laugarnesskóla kl. 10%, barnaguðsþjónusta, kl. 5, séra Sigurður Pálsson frá Hraungerði. í fríkirkjunni í Hafnarfirði, kl. 2, sr. Jón Auðuns. Stjórn Kaupfélags Reykjavíkur og nágrennis hefir ákveðið að höfða mál gegn ritstjórnum Morgunblaðsins og Vísis fyrir ummæli, er birt hafa verið í þessum blöðum nú nýlega um starfsemi félagsins. Boðhlaupsdagurinn. Á morgun keppa fjögur íþróttafélög bæjarins og sjö skólar í boðhlaupi og fer keppnin fram á íþróttavellinum. Boðhlaupin hefjast klukkan rúmlega tvö. 60—70 manns taka þátt í hlaup- unum. Jafnframt boðhlaupunum fer fram knattspymukeppni, úrvalslið Vals og Víkings gegn úrvalsliði Fram og K. R. Gestir í bænum. Sigmundur Jónsson á Kambi í Reyk- hólasveit, Hólmgeir Vilhjálmsson bóndí á Heiði á Langanesi. Ungverjar (Framhald af 1. siðu.) styðji þessar kröfur, en Þjóð- verjar séu þeim andvígir. Óttast Þjóðverjar, að náin samvinna milli Pólverja og Ungverja geti orðið þeim þrándur í vegi, sér- staklega verði Ungverjaland ekki eins efnalega háð Þýzka- landi, ef landamæri þessara ríkja nái saman. Samkomulag hefir náðst milli Tékka og Þjóðverja um það, að engin atkvæðagreiðsla verði látin fara fram og láti Þjóð- verjar sér nægja héruð þau, sem þeir hafa þegar fengið. Náðist þetta samkomulag á fundum, sem Svalkowsky utanríkisráð- herra hefir átt með von Ribben- trop og Hitler í Berlín. Munu Þjóðverjar gera sér góðar vonir um, að Tékkóslóvakar verði þeim svo efnalega háð, að hún verði hér eftir að lúta boði þeirra og banni. Vðrar fréttir. Burckel, yfirmaður nazista í Austurriki, hefir lýst þvi yfir, að samningum milli kaþólsku kirkjunnar og nazista væri slit- ið og muni öllum skólum kirkj- unnar verða lokað. Hann skor- aði jafnframt á alla nazista, að segja skilið við kaþólsku kirkj- una, sem væri miðstöð andnaz istiskrar starfsemi í landinu. Eftir að kunnugt varð um þessa yfirlýsingu Burckel fóru nazist- ar í Vín hópgöngur um göturnar og hrópuðu: „Vér viljum sjá Innitzer biskup hengdan“. Burckel hefir jafijframt til- kynnt, að hert verði á ráðstöf- unum gegn Gyðingum og Tékk- Aukln kartöflnrækt. (Framhald af 1. síðu.) kartöfluræktun á þessum stöð- um að þari, sem er góður áburð- ur, er allsstaðar nærtækur. Svo er um talað, að Búnaðar- samband Kjalanesþings efni til fyrirlestranámskeiðs í Keflavík einhverntíma fyrir lok þessa árs. Mun aukning garðræktar, sérstaklega í Reykjaneshrepp- unum, þá tekin til nánari at- hugunar. í Reykjaneshreppun- um sex eru (1937) 3238 íbúar. Meðan vetrarvertíðin stendur mun láta nærri að þarna séu um 1000 aðkomumenn. Árin 1933— 1935 var kartöfluuppskeran í þessum hreppum 1900 tn. að meðaltali. Verðlaunaárið 1936 komst hún upp í 3607 tn. Árið 1937 var hún 3214 tn. og hefir því aukningin haldizt betur þar en víðast annarsstaðar. Má segja, að þessir hreppar séu nú sjálfum sér nógir um kartöflu- rækt, en hafi lítið aflögu. Rækt_ anlegt landrými í þessum sveit- um er lítið samanborið við fólksfjölda. Aukin kartöflurækt, byggð á öruggum markaði i Reykjavík, ætti því að vera álitlegri en mjólkurframleiðsla, umfram eigin þarfir og ver- stöðvanna á svæðinu. Ætti því að mega væntá þess, að íbúar þessara hreppa, sem sýna mik- inn dugnað í erfiðri sjósókn, gangi ekki síður rösklega fram í því, að auka hjá- sér kartöflu- ræktina, sem ætti að geta orð- ið þeim mikill efnalegur stuðn- ingur. Vonandi verða garðyrkjuskil- yrði athuguð víðar hér nærlend- is strax á þessu hausti í þeim tilgangi að efnt verði í vetur til fræðslu og undirbúnings aukn- um framkvæmdum á næsta vori. Væri m. a. vel til fallið, að hald- in yrðu fyrirlestra-námskeið um þessi mál hér í bænum og Hafn- arfirði í vetur. Þá ætti Búnaðar- samband Suðurlands að láta halda námskeið á Selfossi, Eyr- arbakka og ef til vill viðar. Nokkrum hundruðum króna er vissulega vel varið til slíkrar fræðslu og áhugaaukningar, sem gæti sparað árlega stórkost- lega fé í erlendum gjaldeyri og dregið úr atvinnuleysinu, sem m. a. stafar af því að menn láta slík tækifæri ónotuð. En það vil ég taka fram, að hugur minn beinist ekki að því að efna til neinnar stóriðju með fljóttekinn gróða fyrir augum; það, sem mest ríður á, er að minni hyggju, að kartöflurækt- in komizt í það horf hjá sem flestum framleiðendum í þeim sveitum, sem bezt eru til slíkrar ræktunar fallnar, að þeir hafi allir verulegan afgang um fram eigin þarfir til sölu á hverju hausti. Þá safnast þegar saman kemur. Þetta á að vera vel kleift. Það, sem mest skortir, er þekking og áhuga, jafnve1 mest hag- kvæm þekking á hinum réttu handtökum við ræktunina. 50 Andreas Poltzer: Patricia 51 heldur en ekki, þegar hann heyrði 6- kunna kvenmannsrödd spyrja eftir hús- bónda hans, og vildi röddin fá að tala við hann þegar í stað. Með ískaldri fyrirlitn- ingu svaraði hann: „Því miður...en Violet hrópaði í vonzku á móti: — Asni! Þér talið við greifafrú Lam- bethcastle, unnustu húsbónda yðar! — Ó, ég bið afsökunar, yðar náð! hróp- ■aði Philip lafhræddur. Hans náð unnusti yðar, er á Ritz Hótel. Þannig atvikaðist það, að Whinstone kom í tæka tíð til stefnumótsstaðar Pat- riciu og Mellers. Hann sá, að unga stúlk- an steig inn í bifreið Mellers. Hann elti bifreiðina í leigubíl. Þau voru komin til Stratford, þegar hann missti allt í einu sjónar á bifreiðinni. # * * Patricia sá, eins og í gegnum þoku- slæðu, að presturinn lyfti upp höndun- um. Hún var í því ástandi, að henni fannst sér standa á sama um allt. Á næsta augnabliki var hurðinni hrnndið upp og skipandi rödd hrópaði: — Réttið upp hendurnar! Enginn má hreyfa sig úr sporunum! Whinstone hafði sína skammbyssuna í hvorri hendi. Allt í einu varð dimmt. Patricia fann, að hún var tekin upp og farið eitthvað á burt með hana. En svo heyrði hún rödd Mellers í eyra sér: — Þú sleppur ekki frá mér. Whinstone fulltrúi ruddist fram, undir eins og dimmt varð, en hann sá bráðlega, að hann hafði ekki farið rétt að. Hann hafði ekki þorað að skjóta, af hræðslu við að hitta Patriciu. Því datt honum fyrst i hug að reyna að ná í Patriciu, því að hann grunaði hvað Meller ætlaðist fyrir. En í staðinn fyrir Patriciu hafði hann gripið prestinn. Whinstone hafði ráðizt inn í húsið aleinn. Eftir að hafa misst sjónar af bifreið Mellers, hafði hann hvarflað þarna milli gatnanna, til þess að reyna að finna hann aftur, og það vildi svo vel til, að hann hafði verið nærri, þegar Patricia kom út í portið og hrópaði á hjálp. Og svo kom hann inn, einmitt þegar giftingin stóð sem hæst. Hann tók fyrst og fremst eftir hjónaefnunum, þessvegna hafði hann ekki tekið eftir bílstjóranum og hreyfingum hans. Það var hann, sem hafði stigið á ofurlítinn hnapp á gólfinu, og þá hvarf ljósið. Whinstone hélt bráð sinni með annarri hendi en með hinni reyndi hann að á í vasaljósið sitt. Við birtuna frá því fann hann rafsnerilinn á veggnum. En ljósið Í LEUFJEUIIETU1TÍUI „FlNT F Ó LK“ Gamanleikur í 3 þáttum eftir H. F. MALTBY. Sýning á morgnn kl. 8. Aðgöngumiðar seldir frá kl. 4 til 7 í dag og eftir kl. 1 á morg- un. — um í Austurríki. Öllum Tékkum og Gyðingum, fæddum í Tékkó- slóvakíu, hefir verið vísað brott úr Vínarborg. Eru það um 30 þús. manns, sem brottvísunin nær til. Friedman- hljómleikarnír Sölu aðgöngumiðanna með Áskriftarverðinu (25% lægra) verður hætt í kvöld (laug- ardag) og ósóttar pantanir seldar. Hljóðfœrahúsið, sími 3656 og Sigfús Eymundsson. M.s. Dronning Alexandrine fer mánudaginn 17. þ. m. kl. 6 síðd. til ísaf jarðar, Sigluf jarðar, Akureyrar. — Þaðan sömu leið til baka. Farþegar sæki farseðla fyrir kl. 3 í dag (laugardag). Fylgibréf yfir vörur komi fyrir kl. 3 í dag (laugardag). Skipaafgreiðsla Jes Zimsen Tryggvagötu. Sími 3025. éröbréfabankinrv C A^sturstr. 5 sími 5652.Opió kl.11-1209 <3 Annast kaup og sölu verðbréfa. - Kaup og sala - Ullarefni og silki, margar tegundir. BLÚSSUR, KJÓLAR o. fl. nýkomið. SAUMASTOFAN UPPSÖLUM. Sími 2744. Daglega 50% hráolíusparnaður eru drjúgar tekjur fyrir skozka síldarútgerð með Kelvin-Diesel. Sígurður Olason & Egill Sígurgeírsson Málflutningsskrifstola Austurstræti 3. — Sími 1712. BÍÓ ERFÐASKRÁ GULiJVEM AIV S m. ¥■■. Sprenghlægilegur og spennandi „Wild West“ gamanleikur. Aðalhlutverkið leika, dansa og syngja: GÖG og GOKKE. sem aldrei hafa verið jafn spaugilegir og í þessari mynd. ttttttttttt : nýja bíó tutm::!:::::::: Vopnasmyglarnir í Marokko. Æfintýrarík amerísk kvikmynd. ASalhlutverkin leika: JACK HOLT, MAE CLARKE || o. fl Ötull blaðamaður. Spennandi amerísk kvikmynd. Aðalhlutverkin leika: CHARLES QUIGLEY, ROSALIND KEITH o. fl. Börn fd ekkí aðgang. Síðasta sinn ! II :: I a ■:::t Á krossgötnm. (Framhald af 1. síöu.) en um hana hefir ekki verið gerð kostnaðaráætlun enn sem komið er. t t r Mæðiveikin er nú í mikilli rénun í þeim byggðarlögum, sem hún hefir geisað í imdanfarin tvö eða þrjú ár. Þess eru mörg dæmi, að bændur, sem í fyrra misstu fjölda fjár, jafnvel 30— 40 kindur eða meira, hafi nær alheimt fé sitt hraust af fjalli í sumar. Þetta hefir aukið bjartsýni manna og á sumum mæðiveikisvæðunum er nú sett á hvert einasta gimbrarlamb. Er svo í efri byggðum Borgarfjarðar og víðar. Mestan usla gerir veikin nú þar, sem hún var að byrja að stinga sér niður i fyrra haust og í vetur. r t t Verzlunarfélag Vindhælinga reisti í sumar frystihús á Skagaströnd. Verður þar fryst kjöt til útflutnings o'g til sölu í þorpinu sjálfu og fiskur tekinn til hraðfrystingar. Þetta nýja frystihús tók til starfa seínt í septembermánuði, en sökum bilunar á vélum þess, mun þó tvísýnt, hvort hægt verður að starf- rækja það til verulegs gagns í haust. TricboNan - S heitir ný hárvatnstegund, sem nú kemur á markaðinn. Er henni sérstaklega stefnt gegn flösunni. Notkunarreglur fylgja hverju glasi. Útsöluverð 4 krónur. Heildsalan hjá ÁFEAGISVERZLUÁ RÍKISIXS. Tilkyniiing. Að gefnu tilefni tilkynnist hér með, að vörur vorar, seldar verzlunum í Reykjavík og Hafnarfirði, seljast að- eins gegn staðgreiðslu. RAFTÆKJAEINKASALA RÍKISINS. VIRGINIA Garnír. Eins ojí að umlanförnu eru vel verkaðar garnir úr heimaslátruðu fé keyptar í Garna- stöðinni í Reykjavík. Greiðsla við móttökn. Meðferð g’arnanna: Þegar görnin er rakin, er náð í báða endana (slitið frá vinstrinni og langanum) og görnin rakin tvöföld ofan í ílát með vatni í. Þá er gorið strokið úr görninni (tvöfaldri, jafn- þættri) og hún um leið gerð upp í hespu um eitt fet á lengd og brugðið utan um (eitt bragð), með báðum endunum eða lykkj- unni. Síðan er salti nuddað inn í hverja hespu og vel nndir bragðið. Þá eru garnirnar lagðar niður i lagarhelt ílát o'r =alt- að vel í hvert lag. Ef ekki myndast svo mikill pækill, ao fljóti yfir lagið, þá verður að láta vel sterkan pækil á gaminc' r (24 gráðu). Slitnar garnir: Þegar garnirnar eru sendar, má taka þær úr lagarhelda f- látinu og senda í kassa. Garnirnar má helzt ekki slíta. Þær garnir, sem slitna og eru í tvennu eða þrennu lagi, má hirða og láta spottana (2 eða 3) f sömu hespuna. Þær garnir, sem eru slitnar meira en í þrennt, eru ónýtar. Garnastöðin. - Sími 4241.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.