Tíminn - 15.10.1938, Blaðsíða 3

Tíminn - 15.10.1938, Blaðsíða 3
53. blað TÍMBVIV, Iangardaginii 15. okt. 1938. 211 ÍÞRÓTTIR Landslið Norðmanna. Sunnudaginn 2. þ. m. fór fram knattspymukeppni í Stokkhólmi milli landsliðs Svía og Norð- manna. Lauk henni með sigri Norðmanna 3:2. Áhorfendurnir voru nálægt 40 þús. Skömmu áður höfðu Norðmenn unnið Svía með 2:1, gert jafntefli við Dani, 1:1, og í sumar unnu þeir Finna með 9:0. í Evrópukeppninni, sem háð var í París í júní, munaði minnstu að lið Norðmanna hefði sigrað ítali, sem nú eiga bezta liðið á meginlandi Evrópu. Var leikurinn jafn, 3:3, þegar hinn venjulegi tími var útrunninn. Er það ekki ofsögum sagt, að lands- lið Norðmanna sé nú eitthvert bezta liðið á meginlandi Evrópu. Til fróðleiks fyrir ísl. knatt- spyrnumenn, skal hér getið ald- urs þeirra manna, sem kepptu við Svía: Johansen, markvörður, 34 ára gamall og hefir keppt í 34 milli- landaleikjum. Rolf Johansen, 27 ára, keppt í 27 millilandaleikjum. Öivind Holmsen, 26 ára, keppt í 27 millilandaleikjum. Kristian Henriksen, 26 ára, keppt í 17 millilandaleikjum. Niels Eriksen, 28 ára, keppt í 39 millilandaleikjum. Rolf Holmberg, 23 ára, keppt í 22 millilandaleikjum. Tryggve Arnesen, 21 árs, keppt í 4 millilandaleikjum. Harald Nordahl, 19 ára, keppt í einum millilandaleik. Brynildsen, 21 árs, keppt í 5 millilandaleikjum. Reidar Kvammen, 23 ára, keppt í 34 millilandaleikjum. Arne Brustad, 26 ára, keppt í 24 millilandaleikjum. Af þessum mönnum eru fráeg- astir Johansen markvörður, N. Eriksen miðframvörður, Kvam- men innframherji og Brustad v. útframherji. Norðurlandablöðin telja t. d. sjálfsagt að Kvammen og Brustad eigi að vera i úrvals- liðinu, sem skipað sé beztu mönnum á meginlandi álfunnar og keppa á við landslið Englend- inga seinna í haust. Af því verð- ur þó sennilega ekki, því ítalir Ungverjar og Pólverjar ráða mestu í nefndinni, sem velur lið- ið og munu láta sína menn ganga fyrir. Heimsmet í 10 km. hlaupi. B Æ K U R Gangleri, XII. ár, 2. hefti, fs- landsdeild Guðspekifélagsins gefur út. Af þeim, sem að þessu sinni rita í Ganglera, má nefna Grét- ar Fells, séra Ragnar Ófeigsson, Jónas Kristjánsson lækni, Jón Árnason prentara og Ríkarð Jónsson myndhöggvara. Kvæði eru þar eftir Grétar Fells, Sigur. jón Friðjónsson og Kristjón Jónsson. Halldór Kiljan Laxness: Gerzka œfintýrið. Heimskringla gaf út. 243 bls. Verð kr. 8,00 óbundin, kr. 10,00 í bandi. Gerzka æfintýrið er brot úr ferðasögu Halldórs Kiljans Lax_ ness um Rússlands á siðastliðn- um vetri og ályktanir út af því, sem hann telur sig hafa komizt í kynni við þar eystra. Leið Hall- dórs lá víða um landið og jafn- vel allt suður til Kákasusland- anna, þar sem hann dvaldi sem gestur á rússnesku rithöfunda- þingi. Bókin hefst á lýsingu á eymd- inni, stjórnleysinu og örbirgð- inni, sem ríkti í Rússlandi, þeg- ar höfundur kom þangað í fyrsta skipti, árið 1932, og þessi lýsing síðan notuð til þess að mála sem sterkustum litum viðreisnina, sem á að hafa átt sér stað í landinu hin síðustu fimm árin. Mikill hluti bókarinnar fjallar um aftökurpar og réttarhöldin og málssóknina gegn hinum gömlu byltingamönnum, sem svo mikið kapp hefir verið lagt á að ryðja úr vegi. Eins og vitan- legt er, reynir höfundurinn þar að réttlæta og fegra málstað r áðst j órnarinnar. Þetta æfintýri Kiljans er ekki sérlega þýðingarmikið innlegg í lof „sovétvinanna" um ráð- stjórnarríkin, en samt er bókin á köflum skemmtileg aflestrar. Þó hefir höfundinum sumstaðar tekizt miður en vænta mátti, einnig í því tilliti. 30.05,5 Ilmari Salminen, Finnl., ’37. 30.02,0 Taisto Máki, Finnl., ’38. Af þeim 10 hlaupurum, sem náð hafa beztum árangri í 10 km. hlaupi á þessu ári, eru 7 Finnar. Afmælisrit Víkings. ÍMBEIMTI/MEM Tímans út utn landt Sumarannimar eru bún- ar. Haustir er rétti tíminn til þess aö innheimta blað- gjöld Tímans og vinna aö útbreiðslu hans. Bendið mönnum á stœkkunina og endurbœturnar á blaðinu, sem nú er tvímœlalaust vandaðasta, fjölbreyttasta og ódýrasta blað, sem fólk í dreifbýlinu hefir völ á. Vinnið ötullega fyrir Tímann. . .Hvert greitt árgjald er mikill styrkur og hver nýr kaupandi stór vinningur. $JÍm$oG5> aðeins Loftur. knattspyrnufélögunum í Rvík. Merkasta greinin í afmælis- blaðinu er eftir Einar B. Guð- mundsson hæstaréttarmálafl.- mann. Sýnir hann m. a. fram á, að fámennið eða vöntun á góð- um íþróttavöllum og öðrum að- búnaði sé ekki eingöngu orsök þess, að víð :t stöndum öðrum þjóðum að baki í knattspyrnu, heldur stafi það einnig af aga- leysi og áhugavöntun knatt- spyrnumannanna sj álfra. Höfiun fengið mikið úrval af allskonar emaill. og aluminium eldhúsáhöldum. Ennfremur rafsuðuáhöld og leirkrukkur o. m. fl. af gagnlegum hlutum í cldhúsið. ^ökaupfélaqiá Allt í búið Srá KRON Eldhn^áhöld Bifreiðarafgevmar -- Viðtækjarafgevmar ACCUMULATOREN-FABRIK, Höfum til SAI/TSTEIIVA handa sauðfé og stórgrípum. Samband ísl. samvinnufélaga Sími 1080. DR. TH. S0NNENCHEIN. Finninn Taisto Máki setti ný- lega heimsmet í 10 km. hlaupi á 30 mín. 2 sek. Fyrsta heimsmetið 1 10 km. hlaupi var viðurkennt 1911. Síðan hefir metið tekið þessum breytingum: 30.58,8 Jean Boin, Frakkl., 1911. 30.40.2 Paavo Nurmi, Finnl., ’21. 30.35,4 Willie Ritola, Finnl., ’24. 30.23.2 Willie Ritola, ’24. 30.06,4 Paavo Nurmi, Finnl., ’24. hana, þegar henni lá lífið á, heldur við allt og alla, sem eiga í vök að verjast eins og hún. Héðan af verður barátta hans háð á öðrum og stærra vígvelli en fyrr. Það er ekki lengur Vogaheimilið eitt, börnin hans og skepnumar, sem þurfa hans við. Hann á að verða bandamað- ur allra þeirra, sem höllum fæti standa gagnvart ofurmagni þungra lífskjara, allra sem hann nær til. Reisa þá sem falla eins og hann sjálfur féll og var reistur við af bróðurhöndum, sem hann aldrei þekkti og vildi aldrei þekkja — fyrri en nú. Þetta er meginþráðurinn í sögunni um Sturlu í Vogum. En hún er samt miklu meira en þetta. Hér kemur fjöldi manna við sögu og yfirleitt er þessu fólki lýst mjög haglega og sum- um frábærlega vel. Sá gamli Voga-Björn, sú hreina, einfalda sál á mörkum tveggja heima, er nýjung í bókmenntum vorum. Vindingar faktor við Grimms- höndlun, læknirinn, Hamragní- arinn Brynjólfur, Gunnlaugur Austfirðingur og það Neshóla- hyski er allt bráðlifandi fólk og öllu skáldlega lýst, þótt af mis- jafnri nákvæmni sé, svo sem efni standa til. Stíll Guðmundar Hagalíns er yfirleitt léttur og skemmtileg- ur. Verður kannske stundum nógu íburðarmikill, þegar hon- um verður mikið niðri fyrir. Málfar er hér víða einkennilegt — vestfirzka? Minnir mig helzt á sambland af Jóns sögu Ólafs- sonar Indíafara og Píslarsögu í tilefni af 30 ára afmæli sínu, hefir knattspyrnufélagið Víking- ur gefið út vandað blað, þar sem saga félagsins er rakin í aðal- dráttum af ýmsum þeim mönn- um, sem framarlega hafa staðið í félaginu. Er nú mikill áhugi i félaginu og hefir kapplið þess í 1. fl. staðið sig vel í sumar, en annars hefir Víkingur um all- langt skeið staðið að baki hinum séra Jóns Magnússonar. Fer þetta vel víða, en einstaka sinnum bregður því óneitanlega fyrir, að höf. lætur vaða á súð- um og vandar sig ekki. Tónninn verður hjáróma, eins og t. d. þegar Sturla segist ekki ætla að verða „standandi skiliri“ i stofu læknisins. Þetta myndi Sturla trúlega aldrei hafa sagt. Slíkt er ekki vestfirzka, heldur léleg prentsmiðjudanska. Ann- ars skal ég ekki fara í sparða- tíning, þótt þess sé þörf og allt of margir veigri sér við svo nauðsynlegu skítverki. Ætti aldrei að sjást ritdómur án þess. En þetta má ekki ritdóm kalla. Ég vildi aðeins vekja at- hygli á skemmtilegri og góðri bók. Um gallana hefi ég verið stuttorður. Þeir breyta engu um heildarniðurstöðuna. En hér ætla ég að segja megi líkt og sá gamli Voga-Björn kemst að orði við Guðrúnu sálugu konu sína um látinn Sturlu: — Ajú, ajú. Ætli þú þekkir ekki eitthvað til báta, Guðrún mín, svo oft sem þú hefir skroppið hérna fram í fjörðinn með þínum karli, með þínum karli, segi ég. Það er aldrei nema satt. Bátarnir eru jafn- ólíkir og manneskjumar. Að hann sé fulllágur á skutinn .... En það gera lotin gott. Það gera lotin gott, mín góða kona! Þorkell Jóhannesson. Gula bandið er bezta og údýrasta smjörlíkið. t heildsöln hjá Samband ísl.samvinnufélaga Sfimi 1080. 20' o s 3010 45" T A R Srá Mjólkursamlag'í Eyfirðinga alltaf Syrírliggjandi í heildsölu. Sairjband ísl. samvinnuíélaga Sími 1080. Ur rœðu atvinnu- málaráðherra (Framhald af 2. siðu.) þeirri tilhögun, að launin hækkuðu og lækkuðu eftir því, hvernig framleiðslunni vegn- aði. Það er vafalaust öllum ljóst, að afkoma okkar byggist fyrst og fremst á framleiðslunni. Til þess að geta keypt nauðsynleg- ustu vörur og staðið 1 skilum, sem fjárhagslega sjálfstæð þjóð, þurfum við að geta framleitt nægilega mikið af vörum, sem eru seljanlegar erlendis. Það er því réttlætismál, að aðrar stétt- ir beri að einhverju leyti þann þunga, er óviðráðanleg atvik leggja á herðar framleiðend- anna, og á sama hátt er það líka rétt, að þær njóti þess, þegar framleiðslunni vegnar vel. Þá minntist ræðumaður á fátækraframfærið og * atvinnu- leysið í kaupstöðum. Ræddi hann í því sambandi kröfurnar um aukinn innflutning bygg- ingarefnis til Reykjavíkur. — Byggingamenn héldu því fram, að y3 hluti Reykvíkinga lifði á hyggingarvinnu. Hann kvaðst oft hafa spurt fulltrúa þeirra, hversu lengi þeir héldu, að það ástand gæti halflizt, að Reykja- (Framh. á 4. síðu.) 52 Andreas Poltzer: kom ekki. Öryggið mun hafa verið brunnið í sundur. Og fólkið var horfið, nema þessi eini maður, sem Whinstone hélt. Auk inngangsdyranna voru þrennar dyr á stofunni. Þær voru allar galopnar. Whinstone hljóp af handahófi út um einar þeirra. Hann hafði ekki hugmynd um, hvaða leið fólkið hafði flúið. Dyrnar, sem Whinstone hafði farið um, lágu inn í herbergi, sem engar aðrar dyr voru á. Að minnsta kosti virtist honum svo fyrst í stað. Hann lýsti veggina með vasaljósinu og kom ekki auga á felu- dyrnar, sem voru á einum veggnum, enda var vont að sjá þær. Fulltrúinn vissi, að hann mátti engan tíma missa, og flýtti sér aftur fram í fremri stofuna. Dyrnar út í portið stóðu opnar og presturinn var horfinn. En Whinstone skeytti ekkert um hann í bili. Aðrar dyr voru inn í tómt herbergi og húsgagnalaust. Hann fór að þriðju dyr- unum og inn af þeim var langur og mjór gangur. í sama augnabliki og hann ætlaði sér þar inn, heyrði hann lágt þrusk bak við sig, svo að hann leit við. Á næsta augna- bliki missti hann fótanna. Einhver hafði brugðið honum.Nú barðist hann í mjrrkr- inu við ósýnilegan andstæðing. Maður- Patrtcia 49 laust að hitta Meller á ný. Og Violet var ekki lengi að hugsa sig um, hvað gera skyldi. Hún flýtti sér í símann og náði sam- bandi við Scotland Yard. Whinstone full- trúi var því miður ekki viðstaddur. Violet hafði fengið að vita nafn hans hjá Pat- riciu. En það var Forest leynilögreglumaður, sem Violet hitti, og þegar hann heyrði, að erindið væri viðvíkjandi Patriciu Holm, sagði hann Violet númerið á heimasíma Whinstones. Enginn svaraði heima hjá fulltrúan- um. Violet leið vítis kvalir. Philip, þjónn Whinstones heyrði vel, að það var hringt i símann, en hann hreyfði hvorki hönd né fót. Vér höfum fyrr getið þess, að það var ljóður á ráði þessarar þjóns-perlu. Philip var sann- færður um, að hann hefði komið aldar- fjórðungi of seint í þennan heim. Hann hataði allar nýtízku uppgötvanir, frá járnbrautum til flugvéla og síminn var hoiium mesta viðurstyggð, sem hann skaut skollaeyrum við, hvenær sem hann sá sér fært. En af því að síminn hélt áfram að hringja í sífellu, drattaðist Philip loks- ins mæðilega á stað til þess að þagga niður í óróageplinum. En gremja hans óx

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.