Tíminn - 18.10.1938, Blaðsíða 3

Tíminn - 18.10.1938, Blaðsíða 3
54. blað TÍMITVTV þrigjudaginn 18. okt. 1938. 215 II E I M I L I D A rV N A L L Sútun í héimahúsum. íslendingar hafa lítið gert að því að súta skinn til heimaiðju. Þá hefir skort það, sem aðrar þjóðir hafa um aldaraðir haft til sútunar, trjábörkinn. íslending- ar hafa því spýtt skinnin, reykt þau, elt og litað. En til þess að geta gert skinnin að gagnlegri vöru og geta notað þau í aktýgi, ólar, beizli og því um líkt, er oft þó bezt að súta þau. Slíkt væri oft hagkvæmt, ekki sízt þegar lágt er verð á húðum. Ef notað er svonefnt formalín til sútun- ar, verða skinnin vatnsheld, hvít, mjúk og þola teygju. Söltuð eða spýtt skinn eru lögð í bleyti í 2—3 daga. Ef rota á skinnin, er graut, sem búinn er til úr leskjuðu kalki og kryst- aliseruðu brennisteinsnatrium, smurt inn á milli háranna. Á móti einu pundi af kalki þarf 25 grömm af natrium. Eigi að nota ullina eða hárið, er 400 grömm- um af kalki hrært út í 15 gr. af realgar, eitruðu brennisteins- arseniki, og holdrosin smurð vel með því. Síðan eru skinnin vafin saman, þahnig að smurða hliðin snúi inn. Þegar skinnin hafa legið í bala eða stampi í nokkra daga, má strjúka hárið eða ullina af með hendinni. Til að flýta fyrir rotuninni, má hella vatni yfir skinnin. Að rotuninni lokinni þarf að ná kalkinu Ur skinnunum. Eru þau lögð í vatn, blönduðu 1% saltsýru. Síðan lögð í mjölhýð- isgraut, sem gerður er Ur hveiti- klíði hrærðu út í 60 stiga heitu vatni. Þarf eitt pund af kliði á móti 10 1. vatns. í þessu liggja skinnin í 2—3 daga, en síðan er lögurinn þynntur út með fimm sinnum meira vatni og skinnin látin liggja í því enn í nokkrar klukkustundir eftir þykkt. Loks eru þau skoluð úr hreinu vatni og holdrosin skafin vel. Loks er sjálfur sútunarlögur- inn búinn til og er 1 1. forma- lín og 1 kg. calcineraður sódi látinn í 50 1. vatns. í þessu eru sauðskinn látin liggja í 1 sólar- hring, kálfsskinn 2 daga, en stórgripahúðir 3—5 daga. Þegar skinnin eru tekin upp úr þessu, eru þau skoluð og látin ofan í nýjan lög, sem búinn er til úr natriumbisulfit, leystu upp í heitu vatni. Á móti 1 kg. af nat- rium eru látnir 50 1. af köldu vatni. Þegar skinnin hafa legið í þessu um hríð, eru þau þurk- uð. Þau mega ekki bráðþorna og þarf að teygja þau vel meðan á því stendur. í kálfskinn og stór- gripahúðir þarf að bera fitu til að mýkja þær. Gott er að nota til þess olívenolíu, 50 grömm blönduð 1 1. vatns. Olían er burstuð inn í holdrosina. Dánardægur. Ásgeir Klemensson fyrrum bóndi á Höfðahólum andaðist 4. þ. m. Hann átti sæti í stjórn Búnaðarfélags Vindhælishrepps í 33 ár. Björn Guðmundsson hrepp- stjóri á Örlygsstöðum í Vind- hælishreppi lézt í ágústmánuði s. 1. Hann var einhver mesti jarðræktarmaður sinnar sveitar. Auk hreppstjórnarinnar gegndi hann mörgum trúnaðarstörfum. Var formaður búnaðarfélagsins, sýslunefndarmaður og stjórnar- nefndarmaður í Verzlunarfélagi Vindhælishrepps. Vf,-;-........_.-—.,_-..^,-^ Gunnar Páls- I son dbr. og fyrv. hrepp- stjóri á Ket- ilsstöðum á Völlum and- aðist 20. ág. s. 1. 86 ára gamall. Fædd ur á Eyjólfs- stöðum 27. okt.1852, son- ur Páls Sigurðssonar af hinni alkunnu Krossavíkurætt og Helgu Benjamínsdóttur. Gunn- ar átti 11 systkini og einn hálf- bróður samfeðra, Jóhann, er dó fyrir fáum árum í Ameríku. Af systkinum Gunnars eru þrjú á lífi, Björn gullsmiður fyrrum bóndi á Refstað og systur tvær, Ingunn og Bergljót. Gunnar ólst að mestu upp hjá sr. Þor- steini Þórarinssyni í Berufirði. Fluttust á Fljótsdalshérað 1879, var tvö ár vinnumaður á Eyj- ólfsstöðum og Beinárgarði, fluttist sem ráðsmaður að Ket- ilsstöðum til Sigríðar Ásbjörns- dóttur ekkju Þórarins Hall- grímssonar og kvæntist henni árið 1883. Sigríður átti tvö börn af fyrra hjónabandi, Hallgrím nú bónda á Ketilsstöðum og Þorbjörgu. Þeim Gunnari varð eigi barna auðið. En á heimili Gunnars ólust upp nokkur börn auk stjúpbarnanna, sem hann gekk í föðurstað Gunnar var stórvirkur umbótamaður og gegndi ýmsum trúnaðarstörfum. Hann seldi jörð sína árið 1930 og dvaldi eftir það hjá Hall- grími stjúpsyni sínum. Sigríður kona hans dó árið 1920. Hjónabönd. Klara Simonsen og Jóhann Tryggvason söngkennari frá Hvarfi í Svarfaðardal. — Ingi- björg Einarsdóttir, Bergstaða- stíg 77 í Reykjavík og Árni Þórðarson kennari. — Oddný Þórunn Búadóttir afgreiðslu- mær hjá Áfengisverzlun ríkis- ins og Bent Bendtsen umboðs- sali. er vemdfyew auguni Við handavinnuna má ekki spara ljósiff. Það er lfka óþarfi ef þér notið Osram-D-Ijóskúluna, með henni fæst næg-, ódýr birta. / Gætið að ástimpl- uninni! Húðir og skinn. Ef bændur nota ekki til eig'iii þarfa allar HÚÐIR ofí SKlrVN, sem falla til á heimilum þeirra, ættu þeir ao biðja KAUPFÉLAG sitt að koma þessum vörum í verð. - SAMBAND ÍSL. SAMVIrVrVUFELAGA selur NAIJTGRIPA- HÚÐIR, HROSSHtTÐIR, KÁLFSKLVrV, LAMR- SKIrVN og SELSKINrV til útlanda OG KALPIR ÞESSAR VORITR TIL StlTLrVAR. - XAUT- GRIPAHtJÐIR, HROSSHtJÐIR og K ALFSKIlVrV er bezt að salta, en gera verður það strax aft lokinni slátrun. Fláningu verður ao vanda sem bezt og þvo óhreinindi og blóð af skinn- unnui, hæoi úr holdrosa og hári, áður en salt- a'ð er. Góð og hreinleg meðferð, á þessum vörum sem öðrum, borgar sig. Beztá íeí^m-&^ «w %^«%í^, nfl iinnffihðilffin s^lcuAzdv ÍUJL simumeuás^u ¦" II II I II U 9 H I U Er mjúk sem rjómi og hefir yndislegan rósailm. Fæst í öllum verslunum, sem leggja áherslu á vöru- er frá Brödrene Braun KAUPMANNA H Ö F N eyja veldur því, að sumum stór- veldunum, einkum Japan, þykir ósanngjarnt að þær skuli vera í eign smáríkis. Hollendingum er lík vel ljóst, hvaða hætta vofir yfir þeim. Þeir hafa reynt að stjórna svo frjálslega, að þeir nytu fylgis íbúanna í nýlendun- um.Það hefir tekizt vonum fram- ar. Einnig hafa þeir eins öflug- ar hervarnir á eyjunum og geta þeirra framast leyfir. Þegar at- huguð er nýlendustjórn Hol- lendinga og sá dugnaður þeirra, sem birzt hefir þar og í ræktun heimalandsins, mun flestum þykja mikið til um þessa stjórn- vítru og atorkusömu þjóð. En það er þó ljóst og ekki sízt Hollendingum sjálfum, að nýlendur þeirra njóta annarar og meiri verndar en þeir geta veitt sjálfir. Það er vernd brezka heimsveldisins. Hversu ljóst þetta Bretar er Hollendingum og Hol- sjálfum, má bezt lendingar. marka á stefnu þeirra í utanrikis- málum. Þeir hafa þar fylgt Bretum á öllum sviðum. Þeir fylgdu brezkum stjórnmála- mönnum dyggilega meðan þeir studdu hugsjón Þjóðabanda- lagsins. Holland var fyrsta land- ið, sem beitti refsiaðgerðum gegn ítalíu. En eftir að Bretar brugðust Þjóðabandalaginu hafa Hollendingar tekið svipaða að- stöðu, enda þótt Þjóðabanda- lagið eigi að vera verndari smá- þjóðanna. Þeir treysta meira á vernd brezka flotans. Þessi vernd brezka heimsveld- isins er ekki byggð á neinum samningum. Hún byggist á öðru, sem brezkir stjórnmálamenn meta ekki minna en samninga, en það eru hagsmunir brezka heimsveldisins. Bretar myndu berjast, ef Þjóðverjar ætluðu að leggja undir sig Holland. Þeir vilja ekki að veldi Þjóðverja beinist í þá átt, að það ógni beint brezka heimsveldinu. Það er munurinn á Hollandi og Tékkóslóvakíu. Þeir munu held- ur ekki óska eftir að Japanir eða annað stórveldi ráði Ind- landseyjum. Þær mynda eins- konar brú milli Ástralíu og Ind- lands, og báðum þessum mikil- vægustu nýlendueignum Breta væri hætt, ef fjandsamlegt stór- veldi réði eyjunum og gæti sótt þaðan í aðra hvora áttina eða jafnvel báðar. Þrátt fyrir þessa Stjórnmál vernd Englands Holjands. þykir Hollending- um vissara að vera við öllu búnir.' Þeir hafa unnið kappsamlega að því und- anfarin ár, að víggirða landa- mærin. Þeir óttast Þýzkaland, enda myndi freistandi fyrir Þjóðverja, ef þeir ættu I ó- friði við Breta, að leggja Hol- land undir sig til að geta veitt Englandi þaðan hættulegri á- rásir. Andúðina gegn Þýzkalandi má bezt marka á ósigri nazista í kosningunum í fyrra. Þeir töpuðu þá um 40% af atkvæðum sínum. Síðan hafa þeir enn tap- að fylgi. Þegar Austurríki var sameinað Þýzkalandi, létu for- ingjar þeirra ^svo ummælt, að þeir vildu fylgja „fórdæmi hinna austurrisku flokksbræðra, sem hefðu sameinast' hinum þýzku frændum sínum'l Þetta vakti nýja og sterka andúðar- bylgju gegn nazistum. Trúmál hafa meiri áhríf á stjórnmál Hollands en fiestra annara landa. Stjórnmálaskipt- ingin fer mjög eftir truarflokk- um. Stærstur er kaþólski flokk- urinn, sem hefir 31 af 100 full- trúum í neðri málstofunni. — Flokkur Coljin, sem styðst aðal- lega við Calvinstrúarmenn, hef- ir 17 þingsæti. Aðrir trúarflokk- ar hafa 12 þingsæti. Allir þessir flokkar eru hægriflokkar, að vísu misjafnlega frjálslyndir. Þeir standa saman að ríkis- stjórninni. Sósíalistar hafa 23 þingmenn, kommUnistar 3 og nazistar 4. Viðskiptakreppa undanfar- inna ára hefir eins og áður er sagt, skapað stórkostlegt at- vinnuleysi í Hollandi. Nokkuð hefir þó rætzt fram úr þessu seinustu árin. Þær deilur, sem það ástand skapaði, hafa einn- ig minnkað. Vaxandi ótti við yfirgang einræðisríkjanna hef- ir fylkt þjóðinni fastar saman Þannig hefir t. d. orðið sam- komulag milli allra aðalflokk- anna um aukningu landvarn- anna, þó jafnaðarmenn hefðu verið þeim andvigir áður. Þ. Þ. Kauptu Kelvin og þú verður ríkur eins og Skoti. TRÚLOFUNARHRINGAR, sem æfilán fylgir, sendir gegn póst- kröfu, hvert á land, sem er. — Sendið nákvæmt mál. SIGURÞÓR, Hafnarstræti 4, Reykjavík. kaupmann yðar um B.B. munntóbakið Fæst allsstaðar. Gærur - Garnir Kálfskinn, Ilúoir, Æðardún, Selskinn, Hrosshár og hreinar Ullartuskur kaupir ætíð hæsta verði gegn staðgreiðslu. HEILDVERZLIJIV ÞÓRODDS JÓrVSSONAR Hafnarstræti 15. Sími 2036. Sígurður Olason & Egill Sígurgeírsson Málflutningsskrifstofa Austurstræti 3. — Sími 1712. ( érðbréfabanki V ( ^.usturstr. 5 sími S652.0pið kl.11-12öq5-fa Annast kaup og sölu verðbréfa. Kopar keyptur f Landssmiðjunni. 56 Andreas Poltzer: Patricia 53 uðu. Þyí að nú var tekið hranalega í port- hliðið. Lögregludeild hafði heyrt merki Whinstones, — pað var ekki um að villast. Fulltrúinn hafði gát á mönnunum, og beið með skammbyssuna á lofti. Hann færði sig varlega út að dyrunum og kall. aði út í garðinn: í sama bili þrýsti Meller á litla hnapp- inn í gólfinu, sem hann hafði getað mjakað sér að. Og í annað sinn varð niðamyrkur í stofunni. Það heyrðist ógurlegt brak og brestir er hliðið var brotið upp. Margir lögreglu- þjónar komu inn í garðinn. — Látið engan sleppa! hrópaði Whin- stone í dyrunum. Hann var ergilegur sjálfum sér, fyrir að hafa gefið bófunum tækifæri til að slökkva ljósið á nýjan leik. En nú kom honum nokkuð til hugar og eitt augnablik stirðnaði hann af skelf- ingu. Hann hljóp úr dyrunum og inn í hliðarherbergið. Fyrst nú tók hann eftir því, að hann hafði ekki vasaljósið framar — hann hafði misst það í áflogunum. Hann kveikti á hverri eldspýtunni eftir aðra og heyrði ógurlegan hávaða utan úr portinu. Loks fann hann litlu hurðina í veggnum. Hún var læst. Hann kastaði sér á hana af öllu afli og hún lét undan. inn var rammur að afli. Samt hefði Whinstone haft betur, ef hinum hefði ekki komið hjálp. Það voru sex hendur á fulltrúanum. Skömmu síðar varð bjart í stofunni aftur. Whinstone stóð upp. NU hélt Mel- ler á báðum skammbyssunum hans. — Setjið yður niður, fulltrúi, sagði hann og lagði báðar skammbyssurnar fyrir framan sig á borðið. Fulltrúinn reikaði og settist á stól. Þessi stutta viðureign virtist hafa gengið nærri honum. — Whinstone fulltrúi. Þér hafið með komu yðar hingað, truflað hátíðlega at- höfn, byrjaði Meller. Ungfrú Holm hefir, eins og eðlilegt er, tekið yður þetta mjög illa upp og vill ekki koma hér inn meðan þér eruð hér staddur. Ég er einmitt að hugsa .um, hvað ég á að gera við yður. Whinstone svaraði ekki. Hann var móður ennþá. Meller skimaði kringum sig. Nú fyrst tók hann eftir að prestinn vantaði. Hann talaði nokkur orð við bif- reiðarstjórann, og hann flýtti sér út í portið. Hann var ekki fyrr horfinn út, en Mel- ler spratt upp. — Hreyfið yður ekki! hrópaði hann og greip skammbyssu. En fulltrúinn virt- ist ekki hræðast vopnið og það var á-

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.