Tíminn - 20.10.1938, Blaðsíða 1

Tíminn - 20.10.1938, Blaðsíða 1
RITSTJÓRAR: GÍSLI GUÐMUNDSSON (ábm.) ÞÓRARINN ÞÓRARINSSON. RITSTJÓRNARSKRIFSTOFVR: Edduhúsi, Lindargötu 1D. SÍMAR: 4373 og 2353. ÚTGEFANDI: FRAMSÓKNARFLOKKURINN AFGREIÐSLA, INNHEIMTA, OG AUGLÝSINGASKRIFSTOFA: Edduhúsi, Lindargötu 1D. Sími: 2323. Prentsmiðjan Edda h.f. Símar: 3948 og 3720. 22. árg. Reykjavík, fimmtudagiiui 20. okt. 1938. Nftt straiidfcrðaskip Samníngurínn undirritadur í dag Sjóvátryggíngarféí. r Islands 20 ára Sjóvátryggingarfélag íslands á í dag tuttugu ára starfs að minnast. Það var stofnað 20. október 1918 af 24 mönnum. Var það því fyrsta innlenda trygg- ingafélagið. Fyrst í stað fékkst það ein- göngu við sjóvátryggingar, en síðar var bætt við brunadeild, líftryggingadeild og loks bif- reiðatryggingum í fyrra. Auk þessa hefir það með höndum aðrar þær tryggingar, sem óskað er eftir, t. a. m. flugvéla- tryggingkr, jarðskjálftatrygg- ingar og fleira. Er félagið nú eitt allra stærsta fyrirtæki landsins. 1. janúar 1937 tók félagið að sér líftryggingar félagsins Thule, og líftryggingar félags- ins Svea ári síðar. Hinn fyrsti framkvæmda- stjóri félagsins var Axel V. Tuli- nius, fyrrum sýslumaður. Hafði hann það starf með höndum í fimmtán ár, þar til Brynjólfur Stefánsson tók við því. Núverandi stjórnendur fé- lagsins eru Halldór Þorsteinsson útgerðarmaður, L&rus Fjeldsted málaflutningsmaður, Aðalsteinn Kristinsson framkvæmdastjóri, Hallgrímur Tulinius kaupmaður og Guðmundur Ásbjörnsson kaupmaður. Samningurinn við Norcg Ummæli norskra blaða. í nýkomnum norskum blöð- um er talsvert um það rætt, að endurskoðun verzlunarsamning- anna milli íslands og Noregs standi nú fyrir dyrum. „Morgenavisen" skýrir frá því að félag norskra síldveiðimanna við ísland '¦ og útgerðarmanna- félagið í Álasundi hafi gjört kröfu til, að ráðgefandi fulltrú- ar frá þeim fái að fylgjast með samningaviðræðunum. Norges Handels- og Sjöfartstidende hefir það eftir fulltrúa bænda í Vestur-Noregi, að norskir bændur muni krefjast þess að innflutningur kindakjöts frá öðrum löndum en íslandi verði yfirleitt bannaður, en að inn- flutningur frá íslandi verði á hverjum tíma takmarkaður við þörf (avpanes efter behovet). Norges Industri, málgagn norska iðnaðarsambandsins birtir á fremstu síðu 1. okt. grein með yfirskriftinni: Við- skiptin við fsland. Þar er kvart- að yfir því, að vörukaup tslend- inga frá Noregi hafi minnkað á síðustu árum vegna vöruskipta íslands við ítalíu og Þýzkaland, en þau lönd kaupi mikið af ís- lenzkri framleiðslu og borgi ekki í frjálsum gjaldeyri, heldur eingöngu í vörum. Þann 10. okt. birtir „Norges Handels- og Sjö- fartstidende" grein frá lands- sambandi norskra feitmetis- heildsala, þar sem vakin er at- hygli á því að innflutningur ís- lenzks kindakjöts hafi minnkað mjög á seinni árum, og að síð- (Framh. á 4. siðu.) Miss May Morris andaðist síðastliðinn sunnudag á heim- ili sínu Kelmscott Manor á Eng- landi, nokkuð yfir sjötugt. Hún var dóttir stórskáldsins William Morris og gaf út 26 bindi af rit- verkum löður síns, þar á meðal þýðingu hans á Egils sögu. Hún kom tvívegis til íslands og gat lesið islenzku til hlítar. Þeim íslendingum, sem til hennar leituðu, var hún oft hin mesta hjálparhella. í dag verður undirritaður í Kaupmannahöfn samn- ingur milli ríkisstjórnar ís- lands og skipasmíðastöðv- arinnar í Aalborg um bygg- ingu nýs strandferðaskips í stað Esju. Sveinn Björnsson sendiherra undirritar samn- inginn fyrir hönd ríkis- stjórnarinnar. Kaupvexð skipsins verður 1550 þús. kr. Greiðast nú þegar 450 þús. kr. eða andvirði Esju, en eftirstöðvarnar, 1100 þús. kr., greiðast á 8 árum. Skipið á að verða tilbúið í ágústmánuði næsta sumar. Skipið verður mun stærra en Esja. Það verður 210 feta langt í sjólínu, 35 f. breitt ög*2Ö% f. á dýpt. Til samanburðar má geta þess, að Esja er 174 f. löng, 30 f. breið og 18 y2 fet á dýpt. Skipasmíðastöðin ábyrgist að hraði skipsins verði 15 mílur á klst. Eiga að vera í því tveir mótorar og tvær skrúfur. í skipinu verður farþegarúm fyrir 155 farþega, en Esja hefir getað tekið frá 80—90 farþega. Allstórt kælirúm verður í skipinu og sérstakt rúm fyrir skepnur undir þiljum. Ætlazt er til, að skipið haldi uppi ferðum milli Glasgow og Reykjavíkur yfir sumarmánuð- ina eins og Esja hefir gert tvö undanfarin ár. Þetta skip er byggt alveg sér- staklega með það fyrir augum, að það annist strandferðir hér við land. Verður því hægt að samræma það betur þeim kröf- um sem gera þarf til slíkra skipa og mun það verða gert eins og frekast er unnt. Um seinustu helgi komu hing- að til að sækja Esju 35 sjómenn og* 1 verkfræðingur frá Chile, en hún hefir verið seld ríkis- stjórninni þar, eins og kunnugt er. Per nú fram athugun á skip- inu og er gert ráð fyrir að það fari héðan um 25. þ. m. ÞJÓÐSTJÓRN í ENGLANDI? Anthony Eden hélt ræðu á fundi friðarvina í London sið- astliðinn þriðjudag og hvatti þar til þess að mynduð yrði þjóðstjórn til að hrinda áfram vígbúnaðarmálunum. Englend- ingar stæðu orðið öðrum þjóðum að baki í þeim efnum og myndi því lúta í lægra haldi, ef þjóðin legði ekki meira á sig. Fyrir þessu yrði flokkságreiningurinn að víkja og ef nokkur stjórn gæti leyst þetta verkefni, væri það samvinnustjórn allra flokka. Foringi frjálslynda flokksins, Archibald Sinclair, hefir tekið f sama streng og sagt að Churchill ætti að verða landvarnarráð- herra og Eden utanríkisráð- herra. Miðstjórn frjálslynda flokksins hefir lýst því yfir, að flokkurinn sé reiðubúinn að láta allan ágreining niður falla, ef aðrir flokkar gerðu hið sama. Runólíur Sigurðsson framkvæmdarstjóri Fiskimála- nefndar, sem skrifar hér í blaðið í dag grein um hraðfrystihús og markað fyrir frystan fisk. MUnchensættin og smáríkin Álit Hambros stórþingsforseta Innan norska íhaldsflokksins eru nú harðar deilur, vegna um_ mæla flokksforingjans, Ham- bros, um Chamberlain og Miin- chen-sáttmálann. í flokknum f ara nú vaxandi ítök þeirra auð_ m'anna, sem nálgast nazismann í skoðunum sínum, og ráða þeir m. a. stærstu flokksblöðunum. Hambro er hinsvegar ákveðinn lýðræðissinni og friðarvinur. Hefir hann oft átt í deilum við afturhaldssömustu öflin í flokki sinum og jafnan borið hærri hlut. Veldur því einkum glæsi- mennska hans sem stjórnmála- manns, en hann er viðurkennd- ur sem einhver snjallasti fagur- fræöingur og rithöfundur Norð- manna, og er af fléstum talinn áhrifamesti ræðumaðurinn, sem þeir eiga nú. Hambro hefir um langt skeið verið forseti stórþingsins og full_ trúi Norðmanna á fundum Þjóðabandalagsins. Er almennt talið, að utan Norðurlanda séu Sandler og Hambro þeir nor- rænir stjórnmálamenn, er mests álits njóta vegna þekkingar og skarpskyggni í utanríkismálum. Hambro var í Genf, þegar Miinchen-sáttmálinn var gerð- ur. Sáttmálanum var yfirleitt hrósað í norskum íhaldsblöðum, og lagt til að Chamberlain fengi friðarverðlaun Nobels. Þegar Hambro kom heim, átti hann viðtal við blaðamenn og sagði m. a.: — Enskur utanríkisráðherra, Sir Austin Chamberlain, vann meira að þvi en nokkur annar maður, að skapa traust á Þjóða- bandalaginu og góðum vilja stórveldanna. Bróðir hans, Ne- ville Chamberlain, hefir gert meira en nokkur maður annar til þess að eyðileggja þetta traust. Framkoma hans vakti ó- hug allra fulltrúa lýðræðisland- anna í Genf og kvíða hjá full- trúum smáríkjanna. Menn fögn- uðu því að vísu, að ófriði var af- stýrt, en lokuðu heldur ekki aug- unum fyrir þvi, að það var gert með ofbeldi, sem ekki á sinn líka í sögunni.... Það er auð- velt að skilja hin bitru orð, sem _._. KROSSaÖTUM Rannsókn á riðuveiki. að - Berklaveiki í rénun. — Berklavarnarstöðvar. berklasjúklingum. — Heybruni. Leit Snorri Hallgrímsson heitir ungur læknir, sem undanfarið hefir dvalið í Árósum í Danmörku og unnið á rannsóknarstofu háskólans þar, und- ir umsjón Lárusar prófessors Einars- sonar, að rannsókn hinnar svonefndu riðuveiki, er gert hefir vart við sig í sauðfé einkum i Eyjafirði og Skaga- firði. Hefir hann fengið til athugunar innyfli, heila og mænu úr sjúkum kindum, er sent hefir verið héðan. Bannsókn Snorra hefir nú leitt í ljós, að hér er um sóttnæman sjúk- dóma að ræða, er lýsir sér í bólgu í mænu, heila og heilahimnum. Gerir Snorri ráð fyrir, að koma hingað til lands á næsta vori og halda þá áfram rannsókn sinni, þar sem sjukdómur- inn á sér stað. Hefir hann sótt um styrk til þessa verks af því fé, sem veitt er á fjárlögum til rannsóknar á riðuveikinni. t t t Sigurður Sigurðsson berklayfirlækn- ir látið Tímanum í té allvíðtækar upp- lýsingar um berklaveiki og berkla- sjúklinga í landinu. Margt bendir ótví- rætt til þess, að berklaveikin sé nú í rénun. Tala þeirra manna, sem lát- ast af völdum berkla fer ört lækk- andi, en meðfram stafar það af því, að sjúklingarnir komast nú tíðast fyrr undir læknis hendur heldur en áður og fleiri ná bata. Árið 1930 voru berklar tíðasta dánarmeinið og létust það ár 232 menn úr þeim sjúkdómi; það voru sem næst 2%„ af íbúum landsins. Árið 1935, en það ér síðasta árið, sem fullnaðarskýrslur eru til um, dóu 149 manns úr berklum eða um 1,3%<,. Þá var ellihrum orðiS algengasta bana- meinið; dró 204 menn til dauða eða 1,8%í, af íbúum landsins. Krabbameinið var annað í röðinni og grandaði 152 mönnum, 1,3%«. í öðru lagi bendir minnkandi aðsókn að berklahælunum á rénun veikinnar, og loks hafa berkla- próf a börnum og unglingum leitt í ljós, að berklasmitunin er ekki jafn víðtæk sem áður. t t I Reynslan hefir sýnt, mælti Sigurður Sigurðsson, að oftlega leita berkla- sjúklingar ekki læknis £ tæka tíð. Því þarf að leita sjúklinganna. Náist þeir nógu snemma, vinnst það tvennt, að batahorfurnar eru betri og komið í veg fyrir smithættu af þeim. Hér á landi hafa til skamms tima starfað tvær berklavarnastöðvar, önnur hér í Reykjavík, hjálparstöð Líknar, en hin á Akureyri. Nú hafa nýjar berkla- varnarstöðvar tekið til starfa á Akur- eyri og í Vestmannaeyjum, og á næstunni taka slíkar stöðvar til starfa á Siglufirði, Seyðisfirði og ísafirði. Munu þær allar starfa í sambandi við sjúkrahúsin í hlutaðeigandi kaupstöðum og hafa allar yfir röntgentækjum að ráða. Á fjárlögum næsta árs eru 18 þús. krón- ur veittar til þessara mála gegn tvö- földu framlagi annarsstaðar að. Hjálp- arstöð Líknar hér í Reykjavík er elzt þessara berklavarnarstöðya, hóf göngu sína 1919. Fram til ársins 1935 komu þangað til jafnaðar til skoðunar um 200 nýir sjúklingar á hverju, en síðan hefir stöðin notið hækkandi rikis- styrks og færzt mjóg í aukana og 1937 komu um 2000 menn til skoð- unar, framkvæmdar voru 4400 gegn- umlýsingar og teknar 730 röntgen- myndir. Af þessum 2000 mönnum höfðu 6,4% virka berkla, en 65 eða um 3% voru sýkilberar. t t t Þessar nýju og auknu berklavarna- stöðvar eru mikilvægar í baráttunni gegn berklunum. Eitt höfuðhlutverk þeirra er að framkvæma berklapróf meðal barna og unglinga í skólum kaupstaðanna og leita þannig uppi berklasjúklinga. í sumar ferðaðist Sig- urður Sigurðsson víða um 'land með ferða-röntgentæki. Rannsakaði hann meðal annars um 400 manns á Eyrar- bakka, Stokkseyri og i Flóa. Samskon- ar athuganir framkvæmdi hann á Þingeyri, Flateyri, Blönduósi og víðar. Hafði hann fyrirhugað að fara eina hringferð kring um land með Súð- inni og rannsaka 30—50 manns á hverri höfn, en af þvi varð ekki sök- um bilana á tækinu. Erlendar rann- sóknir hafa leitt 1 ljós, að í berkla- veiku umhverfi, þ. e. á heimilum og í nánu umhverfi berklasjúklinga, sé um 10% af fólkinu með veikina, en hér á landi hefir sú tala reynzt lægri meðfram vegna þess, að rannsóknirnar hafa verið látnar ná til fjölmennari hóps en tíðkanlegt er um slikar at- (Framh. á 4. slðu.) HAMBRO. gengu frá manni til manns í Genf: Það verður ekki styrjóld, meðan til er smáríki, sem hægt er að fórna. Þekktur stjórn- málamaður frá litlu ríki sagði m. a.: Ég veit hvernig þetta verður. Mitt land er svo lítið, að Englendingar munu ekki einu sinni kosta flugferð til Þýzka- lands í þeim tilgangi að bjarga því! í óllum smáríkjunum hljóta menn að óttast þessi örlög: Að landinu verði skipt, þegar stór- veldunum þóknast það, án þess að íbúarnir verði spurðir ráða. Þróunin er þessi: Á 18. öld var Póllandi skipt af óvinum þess. Á 20. öldinni var Tékkoslóvakíu skipt af vinum hennar.... Skeyti Roosevelts forseta til Hitlers vöktu mikinn fögnuð í Genf. Þaðan vonast menn nú helzt eftir forystu lýðræðisríkj- anna, síðan England og Frakk- land hafa glatað siðferðilegu og pólitísku áliti sínu, svo mjög sem raun er á orðin. — Mörg íhaldsblöðin, m. a. Ti- dens Tegn og Aftenposten, sem eru stærstu blöðin í Noregi, réð- ust harðlega á Hambro fyrir þessi ummæli. Sömuleiðis aðal- málgagn Bændaflokksins, Nati- onen. Kröfur voru jafnvel gerð- ar til þess, að Hambro legði niður störf sem forseti stór- þingsins. Hambro svaraði þess- um árásum með snjallri ræðu, sem hann flutti á fundi norskra friðarvina. Hann sagði m. a.: — Tékkoslóvakía var sköpuð í Versölum, af Englandi, Frakk- landi, ítalíu og U. S. A. England og Frakkland réðu landamærum hennar. Bæði Masaryk og Benes létu í ljósi, að Tékkar fengju meira land en þeim myndi reyn_ ast farsælt. England og Frakk- land höfðu þá góð orð um að- stoð, og Frakkland gekk í hern- aðarbandalag við Tékkoslóvakíu. Enginn maður hefir veitt brezk- franskri samvinnu meiri stuðn- ing eða sýnt henni meira traust en Benes. Samt er Tékkoslóvakíu skipt fyrir atbeina þessara ríkja, án þess að hún sjálf sé spurð ráða. Enginn allsgáður maður óskar eftir styrjöld. En hvað lengi á einu ríki að haldast uppi að hag- nýta sér stríðshræðsluna? Frið- ur er ekki eingöngu það, að ekki sé styrjöld. Enginn varanlegur friður verður grundvallaður á ofbeldi, hótunum og samnings- rofum. Það er ekki okkar verk, að dæma um það, hvort lausn Englands og Frakklands í þess- ari deilu hafi verið hin heppileg- asta fyrir framtíðina. En það er skylda allra ábyrgra stjórn- málamanna hjá smáþjóðunum, að athuga, hvaða afleiðingar hún getur haft fyrir land þeirra. Hitler líkti því við skáldskap, þegar talað var um sjálfstæði Austurríkis. Sú skoðun var við- urkennd af Frakklandi og Eng- landi. Tékkoslóvakía lagði á sig stór. kostlegar fórnir vegna landvarn. anna. Hún varð að afhenda þær, án þess að fá minnstu skaða- bætur. Þetta mun hafa áhrif í 55. blað Á víðavangi Búnaðarþingskosning í Bún- aðarsambandi Suðurlands á að fara fram 30. okt. n. k. Hefir henni verið frestað nokkuð frá því sem upphaflega var ákveðið vegna óhjákvæmilegra breytinga á listum. í kjöri eru þrír listar, frá Framsóknarflokknum, Sjálf. stæðisflokknum og Bænda- flokknum. Kosnir verða 5 full- trúar. Á listá Framsóknarflokks- ins, sem er B-listi, eru eftirtald- ir 10 bændur í aðalfulltrúa- og varaf ulltrúasætum: Þorsteinn Sigurðsson, Vatnsleysu, Guðjón JónSson, Ási, Þórarinn Helgason, Þykkvabæ, Hannes Sigurðsson, Vestmannaeyjum, Eiríkur Jóns- son, Vorsabæ, Ólafur Pálsson, Þorvaldseyri, Sveinn Einarsson, Reyni, Gísli Jónsson, Stóru- Reykjum, Sigurður Tómasson, Barkarstöðum og Sigurgrímur Jónsson, Holti. Áríðandi er að allir Framsóknarmenn sæki kjörfundina. Kosningarrétt hafa þeir, sem eru félagsmenn í hreppabúnaðarfélögum. * * * Mbl. í dag er að ympra á sínu gamla karlagrobbi um fjárhag Reykjavíkurbæjar. En muna mætti það eftir því, að álógur bæjarsjóðs á hvern íbúa í bæn- um hafa aukizt um kr. 35,50 á sama tíma sem álögur ríkisins á hvern landsmann hafa aðeins aukizt um kr. 6,50. Ennfremur að skuldir vegna reksturs bæjar. sjóðs hækkuðu á einu ári (1937) um eina milljón króna (á sama ári lœkkuðu skuldir ríkisins um 450 þús. kr. * * * Mbl. ætti líka að minnast þess, að það hefir sjálft gefizt uvv við að sanna þá staðhæfingu sína, að útgjaldahækkun Reykjavík- urbæjar á seinni árum sé vegna löggjafar, er samþykkt hafi ver- ið á Alþingi gegn vilja Sjálf- stæðismanna. Blaðið reyndi út úr vandræðum að halda þessu fram, en þegar Tíminn skoraði á það að færa rök fyrir máli sínu, varð lítið um svör. Enda stað- hæfing þessi úr lausu lofti grip- in. — * * * Ráðamenn bæjarins mega líka vel minnast þess, að ef þeir hefðu ekki fengið að safna mill- jónum óumsaminna lausaskulda í bönkum rikisins, væru þeir ef- laust farnir að gefa út „gula seðla" eins og Hafnarfjörður, og eitthvað af eignum bæjarins komið „undir hamarinn" eins og í Vestmannaeyjum og á ísafirði. Pétur Halldórsson játaði sjálfur í bæjarstjórninni fyrir nokkrum dögum, að lausaskuldir í Lands- bankanum væru um 3 milljónir króna, fyrir utan ýmsar aðrar lausaskuldir. * * * Alþýðusambandsþingið kemur saman í dag, og er f jöldi fulltrúa frá verklýðsfélögunum víðsvegar um land kominn til Rvíkur. Er þar von mikilla átaka. Mun nú á það reyna, hvort Héðni Valde- marssyni tekst að gera Alþýðu- flokkinn svo veikan, að ekki verði með honum unnið og i- haldið komist í stjórnaraðstöðu í landinu. * * * Mbl. og Vísir hafa nú, að því er virðist, gefizt upp v^ð að halda áfram umræðum þeim, er staðið hafa um vöruverðlag í Reykja- vík. Engin grein er um þetta í Vísi í gær eða Mbl. í dag. Munu formælendur kaupsýslumanna vera búnir að gera sér það ljóst, að hrein uppgjöf er þeirra bezta vörn í þessu máli. ýmsum löndum. Viðhorfið til landvarna og milliríkjasátt- mála breytist. Þegar hafa heyrzt þær kröfur, að á næstu fjór- veldaráðstefnu eigi að skipta nýlendum Portúgals og Belgíu, til tryggingar heimsfriðnum. Völkischer Beobachter og fleiri þýzk blöð, hafa látið í ljós, að (Framh. á 4. síðu.)

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.