Tíminn - 20.10.1938, Blaðsíða 2

Tíminn - 20.10.1938, Blaðsíða 2
218 TlMlM, fimmtiidagiim 20. okt. 1938 55. blað cgíímmn Fhntntudaginn 20. okt. Framleiðslan -- g^rundvöllur pjódfélagsíns Hvar sem landnemar koma að óbyggðri strönd, þá er fyrst spurt: Hvar fáum við mat og drykk í þessu nýja landi? Hvar fáum við klæði vor? Hvar og hvernig fáum vér efnivið til heimila vorra og skíði til að kynda arin vorn? Þannig spurðu forfeður vor íslendinga fyrir 1000 árum. Og þannig spyr enn í dag hver kynslóð, sem til lífs- ins fæðist. Því að hver ný kyn- slóð er í raun og veru eins og landnemar, þótt eigi sé í nýju landi. Nakin kemur hún í þennan heim og engin saðning er henni rétt af náttúrunni nema ef til vill móðurbrjóstið. Henni er yfirleitt ekki -tryggt neitt framtíðarheimili. En þetta, að til sé fæði, klæði, hús og heimilisarinn handa hverri nýrri kynslóð, sem fæðist, handa hverri kynslóð, sem lifir, það er grundvöllur þjóðfélagsins. Það er skilyrðið til þess, að land geti verið mönnum skipað. Allt, sem til þessa þarf, verða hendur mann- anna að draga úr skauti nátt- úrunnar, úr frjómagni moldar- innar, úr djúpi vatns og sjávar, úr forðabúrum í iðrum jarðar. Þetta er hin eiginlega fram- leiðsla í hinni einföldu og ó- brjáluðu merkingu þess orðs. Til þess að íbúar landsins geti lifað, þarf framleiðslan að eiga sér stað, bein framleiðsla þess, sem þjóðin notar til að lifa eða framleiðsla þess, sem hún lætur öðrum í té í skiptum fyrir lífs- nauðsynjar. Frá því að sögur hefjast hef- ir auðvitað verið unnið að mörgu öðru en framleiðslu, og sérstaklega hjá menningarþjóð- um vorra tíma. Á grundvelli framleiðslunnar, og af því að hún krafðist ekki allrar mann- legrar orku, sem til var, hefir meiri og minni hluti þjóðanna getað snúið sér að öðrum við- fangsefnum — eða leyft sér það að hafa engin viðfangsefni önn- ur en þau, sem „hjartað“ girn- ist. En lífsins lögmál eru ströng. Og sé undirstaða þjóðfélagsins — framleiðslan — vanrækt, rið- ar yfirbyggingin á grunni. Frumskilyrðin til lífsins e'ru þá ekki lengur fyrir hendi. Enginn maður skapar sér né öðrum húsaskjól með því að sitja og telja stráin á húsþökum ann- ara. Náttúran gerir út af fyxir sig ekkert fyrir þá, sem veg- sama fegurð hennar og færa hana í liti og línur. Og meist- arar reikningslistarinnar, sem þekkja verðmæti allra hluta í jörðu og á, eru alls ómáttugir og einkisnýtir nema þeir njóti hjálpar hinna starfandi handa, sem að framleiðslunni vinna. Sá þúsunda og milljóna her, hinna mjúkhendu manna og kvenna, sem í öllum löndum héfir tekið sér stöðu í laufskál- um menningarinnar, er óvígnr her, nema hin sveitin sé að sama skapi fjölmenn, sem fram- leiðslustörfin stundar. Hér með vorri þjóð og vafa- laust með flestum þjóðum, vak- ir einskonar undirvitund um hið göfuga og óhjákvæmilega hlutverk framleiðslunnar, jafn- vel hjá þeim, sem fjarstir henni virðast standa. Um það vitnar m. a. það, að margir menn, sem engin framleiðslustörf vinna, hampa því í tíma og ótíma, að þeir séu framleiðendur og mátt- arstólpar þj óðfélagsins. En það er í sjálfu sér engin framleiðsla, að kalla sig skipaeiganda eða að leggja saman tölur á skrifstofu atvinnufyrirtækis. Framleiðslan, undirstaða þjóðfélagsins, er í þvi fólgin að erja jörðina, draga fiskinn úr sjónum, leggja stein- inn í vegg hins nýja heimilis eða breyta óunnum efnum í lífsnauðsynjar. Það er að vísu rétt, að mörg þau störf, sem unnin eru og ekki geta kallast framleiðslu- störf, eru nauðsynleg og óhjá- kvæmileg hjá menningarþjóð. Og sum þeirra efla og styðja framleiðsluna beint og óbeint. En lokaniðurstaðan er þó og Hefir hraðfrystíhúsunum fjolgað of ört? EFTIR RUNÓLF SIGURÐSSON Ulfurínn í sauðargærunní Sjálfstæðisflokkurinn ávarpar samvinnufé- lögin. Sænsk-ísl. frystihúsið er fyrsta frystihúsið hér á landi, sem er byggt aðallega eða ein- göngu með fiskfrystingu til út- flutnings fyrir augum. , Það er fullgert árið 1929 og árið eftir, 1930, er frystur fiskur fyrst tal- inn útfluttur frá íslandi. Það ár eru samkv. skýrslum Hagstof- unnar fluttar út 1273 smál. frystur fiskur fyrir kr. 191.732.00 og var allur þessi fiskur frystur í Sænska frystihúsinu. Þessi upphæð mun þó ekki hafa kom- ið inn í landið, því fiskurinn, sem sendur var til Spánar, ít- alíu, Sviþjóðar og Þýzkalands, seldist illa og þeir sem að þess- um útflutningi stóðu töpuðu stórfé. Eftir þessa fyrstu misheppn- uðu tilraun, sem virðist hafa verið gerð af stórhug og bjart- sýni, en of lítið athuguðu máli, eins og oft vill verða með nýja hluti hér á landi, og sem síðar hefir endurtekið sig í sambandi við sölutilraunir til Póllands og Ameríku, fellur útflutningur á frystum fiski næstum niður 1931, en fer svo smávaxandi ár- in 1932, 1933 og 1934, en er þó ekki nema 416 smál. það ár og verðmætið talið kr. 97.000.00. Eftir 1934 vex útflutningurinn mjög ört næstu árin og verður 1.777 smál. fyrir 1436 þús. kr. verður sú, að framleiðslan get- ur komizt af án þeirra, en þeir sem þau stunda, geta ekki kom- izt af án framleiðslunnar. Þess vegna má hið vinnandi fólk til sjávar og sveita bera höfuðið hátt. Flóttinn frá framleiðsl- unni er þjóðhættulegur, og kemur harðast og stundum fyrst niður á flóttamönnunum sjálf- um. Sérhver ungur maður og kona, sem heilsu hefir og vill vera viss um að gera gagn í líf- inu, á að taka sér stöðu í þeim hóp, sem að framleiðslunni vinnur. árið 1937, en til 1. október í ár er búið að flytja út 994 smál. af frystum fiski fyrir kr. 1054 þús. og er ekki ólíklegt að útflutn- ingurinn geti orðið allt að 2 millj. króna á öllu árinu. Að hinni öru aukning útflutn- ingsins eftir 1934 liggja ýmsar ástæður. í fyrsta lagi fer þá að bera alvarlega á markaðsörðug- leikum fyrir saltfiskinn og mönnum verður ljós hættan, sem stafar af einhæfni fram- leiðslunnar og því hversu mark- aðsmöguleikarnir eru bundnir við ákveðin lönd. í öðru lagi eru það örðugleikar útgerðarinnar vegna lágs saltfisksverðs og smærri bátar fara því að gefa meiri gaum dragnótaveiði og veiði verðmeiri fisktegunda, og í þriðja lagi eru þá af hálfu hins opinbera gerðar ráðstafanir til eflingar fjölbreytni í framleiðsl- unni, meðal annars með fjár- framlögum og lánveitingum til hraðfrystihúsa í gegnum Fiski- málanefnd. Birtist hér tafla, sem sýnir út- flutningsmagn og verðmæti frysts fisks allt frá 1930 og til 1. okt. í ár. Við athugun á þessari töflu er það ljóst, að næstum ekkert hefir verið flutt út til þeirra landa, sem mest var sent til ár- ið 1930. Hinsvegar vex útflutn- ingurinn til Bretlands mjög ört og er það nú næstum því eina landið, sem frystur fiskur er seldur til. Taflan sýnir ennfrem- ur hvernig meðalverð pr. kg. af útfluttum fiski hefir vaxið ár frá ári og er nú árið 1938 sjöfalt hærra en árið 1930. Þessi gífur- legi munur er vegna þess, að hin síðari ár hefir verið lagt kapp á að veiða og flytja út verðmeiri fisk en áður og svo líka vegna þess, að sá fiskur, sem nú er að- allega fluttur út, er fullunninn í landinu (flakaður), sem eykur verðmætið að miklum mun og skapar aukna atvinnu. Við fryst- um nú og flytjum út aðallega flakaðan flatfisk, í stað þess að árið 1930 var útflutningurinn eingöngu heilfrystur þorskur. Þorskurinn hverfur í útflutn- ingnum, vegna þess, að við get- um ekki framleitt hann fyrir það verð, sem hægt er að fá fyrir hann í markaðslöndunum. Með öðrum orðum, við erum ekki samkeppnisfærir. Fram til ársins 1935 má segja, að Sænsk-íslenzka frystihúsið sé eina fiskfrystihúsið hér á landi, en úr því fjölgar hrað- frystihúsunum mjög ört og eru þau nú á þessum stöðum: Reykjavík 3, Keflavík 2, Akra- nesi, Stykkishólmi, Bíldudal, Flateyri, ísafirði, Skagaströnd, Siglufirði, Akureyri, Húsavík, Þórshöfn, Seyðisfirði, Norðfirði, Vestmannaeyjum 3. Samtals eru þetta 20 frysti- hús, sem öll frysta fisk til út- flutnings. Mörg þeirra byggja að vísu aðallega á kjötfrystingu og síldarfrystingu til beitu, enda væri rekstur þeirra með öllu vonlaus, ef þau ættu aðeins að starfa að fiskfrystingu til út- flutnings. Meirihluti frystihús- anna hafa fengið einhvern stuðning frá Fiskimálanefnd. Verkefni þessara hraðfrysti- húsa hefir verið og verður áreið. anlega fyrst um sinn aðallega frysting á flatfiski til útflutn- ings. Dragnótaveiðin kringum landið byggist líka á því,að hægt sé að frysta það, sem veiðist og koma því á þann hátt óskemmdu á erl. markaö. Hitt er aftur vafamál, hvort það sem veiðist í dragnótina, sé nægjanlegt verk- efni fyrir öll þessi frystihús, hvað þá fleiri. Vegna þess að við getum ekki framleitt þorsk, ýsu né annan bolfisk fyrir það verð, sem fáanlegt er á erlendum markaði, byggist fjárhagslega heilbrigður rekstur og afkoma frystihúsanna eingöngu á þvi flatfiskmagni, sem þau fá, en reynsla undanfarandi 2ja ára bendir hinsvegar til þess, að kolinn fari minnkandi kringum landið. Sárafá af frystihúsunum hafa í sumar fengið jafnmikinn kola og í fyrra og ekkert þeirra hefir fengið eins mikið og þau geta afkastað. Ástæðan er Ýmsir hafa verið þeirrar skoðunar á seinni árum, að hugur ráðamanna Sjálfstæðis- flokksins í garð samvinnufélag- anna, væri eitthvað að breyt- ast frá því sem áður var. Að fjandskapinn frá þeim tíma, þegar gefin voru út níðrit um Sambandið og þýdd á erlend mál, væri að lægja. Sumir hafa jafnvel álitið, að hægt væri fyrir samvinnumenn að vinna í Sjálfstæðisflokknum eða með honum að landsmálum, án þess að framtíö samvinnustefn- unnar væri af því nokkur háski búinn. Sjálfstæðisflokkurinn væri genginn til viðurkenning- ar á hinu mikilsverða hlutverki samvinnufélaganna, og að kaupmenn væru búnir að gera sér það ljóst, að barátta gegn vexti félaganna væri þýðingar- laus og heimskuleg. En hafi menn haldið, að um varanlega betrun væri að ræða í þessum efnum, er hægt að komast að raun um sannleik- ann með því að lesa annað að- alblað Sjálfstæðisflokksins, dagblaðið Vísi, sem út kom 17. okt. sl. Þar er sauðargærunni minnkandi afli dragnótabát- anna, jafnhliða fjölgun frysti- húsanna, sem nú eru farin að draga hvort frá öðru. Það virðist því, að frystihús- unum hafi fjölgað of ört, því takist ekki að vinna markað fyr- ir frystan þorsk í náinni fram- tíð, og skapa frystihúsunum þar með möguleika til aukinnar starfsemi, er ekki annað fyrir- sjáanlegt, en að rekstur þeirra dragist saman, jafnhliða því sem kolinn minnkar. Svo virðist, sem mönnum sé þetta ekki að fullu ljóst, því ennþá er talað um fjölgun frystihúsa og það jafn- vel á hinum ólíklegustu stöðum, eins og t. d. Hornafirði og Ólafs- vík, þar sem fyrirsjáanlegt er að ný frystihús leysa ekki annað hlutverk en að skerða afkomu- kastað svo að einskis þarf að spyrja. Blaðið segir svo: „Hinn pólitíski yfirgangur kaupfélaganna verður að stöðv- ast. Hann er blettur á íslenzku stjórnarfari. Hrokinn, hræsnin og blygðunarleysið, sem þeim er samfara, er nýtt fyrirbrigði í ís- Ienzku stjómmálalífi. Hinn „guðdómlegi“ réttur kaupfélag- anna til þess að leggja undir sig alla verzlunina í landinu, er byggður á fölskum staðreynd- um. — — Af slíkum yfirgangi höfum vér*) nú fengið nóg. Og því skal nú verða barizt til þrautar“. „Glöggt er það enn, hvað þeir vilj a“! Enginn þarf um það að efast. Ennþá sveimar andinn frá 1920 — andi níðritanna — yfir vötnum Sjálfstæðisflokks- ins. Því er lýst yfir af ráðamönn- um Sjálfstæðisflokksins — heildsölunum í Reykjavík, að nú skuli „barizt til þrautar“ gegn vexti og viðgangi samvinnufé- laganna í landinu. Kaupfélög- unum er brugðið um „pólitísk- an yfirgang“ og að þau „leggi undir sig“ verzlunina í landinu (Framh. á 4. síðu.) möguleika þeirra frystihúsa sem næst liggja þessum stöðum, og þó litlar líkur til að þau geti borið sig fjárhagslega, ef þau eiga að byggja á fiskfrystingu einni saman. Auknir markaðs- möguleikar og fjölgun frysti- húsanna þarf að fara saman og fjölgun frystihúsanna frá því sem nú er, verður að teljast ó- ráðleg, meðan ekki er hægt að selja neitt teljandi af öðru en flatfiskinum. Þetta þurfa menn að gera sér ljóst, því geri menn það ekki, en haldi hinsvegar á- fram fjölgun hraðfrystihúsanna meira og minna út í loftið, verð- ur Alþingi að setja lög sem banna að reisa frystihús nema með sérstöku leyfi, á svipaðan hátt og lög þau, sem nú gilda um fjölgun á síldarbræðslum. ) Þ. e. Sjálfstæðisflokkurinn. LÖND 1930 1931 1932 1933 1934 1935 1936 1937 1938 (til 1. okt) kg. kr. kg. kr. kg. kr. kg. kr. kg. kr. kg. kr. kg. kr. kg. kr. kg. kr. Bvetland .... 1.975 430 n n 266.538 67.934 377.155 79.599 404.900 94.392 417.647 176.009 800.905 436.398 1.438.158 1.290.455 930.609 1.034.944 Sviþjóð 459.250 68.889 64.534 23.062 n n 45 5 n n 6.297 4.172 8.765 7.320 20.754 24.345 130 140 Þýzkaland . . . 109.476 16.421 n n 300 60 n n n n n n n n 2.377 756 20 20 Spánn 500.474 75.671 n n n n n‘ « n n n n n n n n n n ítalia 202.146 30.321 n n n n n n n n n n n n n n n n Danmörk.,. . . n n 2.000 870 2.130 979 n r 1.550 270 2.088 1.703 n n 435 94 9.996 5.790 Noregur .... n n 2.600 143 n n « n n n n n n n n n n n Pólland n „ ' n n n n n n 10.400 2.811 200.000 30.000 n n 142.113 34.973 5.750 1.580 Frakkland . . . n „ „ n n n n n n n 340 340 n n n n n n SvÍ9S n „ n n n n n n n n 140 25 n n n n n n U. S. A n n n n n n n n n n n 210.347 86.128 144.066 73.957 47.752 11.893 Tékkóslóvakia n n n n n n r „ n n n n n n 28.866 12.066 n n 1.273.321 191.732 69.134 24.075 268.968 67.973 377.200 79.604 416.850 97.473 626.512 212.249 1.020,017 529.846 1.776.769 1.436.646 994.257 1.054.367 Meðalverð pr. kg.1) .... 15 aurar 35 aurar 26 aurar 21 eyrir 23 aurar 34 aurar 52 aurar 81 eyrir 106 aurar 1) Broti úr eyri er sleppt eða hækkað. Þegar ófrídarblikan var svörtust Guðl. Rósinkranz: Síðan í júlímánuði 1914 hefir ólgan og æsingarnar í stjórn- málum Evrópu aldrei verið eins miklar og síðastliðinn ágúst og septembermánuð. Aðalástæðan til þessa var krafa Súdeta, að undirlagi Þýzkalands, um sjálf- stjórn og síðar sameiningu við Þýzkaland, fyrir þær 3,5 millj. Súdeta, sem bjuggu í Súdeta- héruðunum í Tékkóslóvakíu. Sem undirleikur þessara háværu krafa Súdeta, komu svo hinar geysimiklu heræfingar Þjóð_ verja, þar sem þeir kölluðu hundruð þúsunda varaliðs- manna til vopna og höfðu þá yfir 2 millj. manna í einu undir vopnum og í æfingu. Samtímis unnu tugir þúsunda að bygg- ingu víggirðinga á vesturlanda- mærunum. Flest önnur lönd Ev- rópu höfðu einnig heræfingar og stórfelldar loftvarnaræfingar. Rússar reyndu flota sinn í Eystrasalti. Ráðuneyti stórþjóð- anna voru á stöðugum fundum. Milli þeirra fóru óteljandi skeyti, með kröfum, gagnkröfum, úr- slitakostum og tilslökunum. í Súdetahéruðunum voru stöðug- ar skærur, og svo og svo margir menn féllu. Nazistaþing- ið var kallað saman í Núrn- berg, þar sem Hitler hélt mikla æsingaræðu, svívirti lýðræðis- þjóðir Evrópu og hótaði vopn- aðri innrás í Tékkóslóvakíu, ef ekki væri látið að vilja hans og Henleins um sameiningu Su- deta-landsins við Þýzkalands. Helztu stjórnmálaleiðtogar Ev- rópu fóru í flugvélum á milli fundarstaðanna. Hitler hélt æs- ingaræðu á ný í Berlín. Herút- boð voru tilkynnt í útvarp margra landa og herirnir hröð- uðu sér, vopnaðir hinum full- komnustu morðtækjum, sem nú_ tíminn þekkir, út til landamær- anna. Æsingarnar, heiptin og óttinn ukust með degi hverjum og náðu hámarki í herútboð- unum. Einmitt þegar þessi „drama- tiski“ þáttur í stjórnmálum Ev- rópu var að hefjast, atvikaðist það svo, að ég lagði af stað frá íslandi á leið til Genf og kom aftur heim í lok þessa alvöru- þrungna leiks. Ég hafði því tækifæri til þess að fylgjast nokkuð með „stemningunni“ á ýmsum stöðum, þessar al- vöruþrungnu vikur, þegar spil- ið stóð sem hæst um líf og ham- ingju miljónanna. Á útleið varð ég samskipa ung- um háskólakennara frá Cam- bridge. Hann hafði verið hér á landi í nokkrar vikur, ferðast um og haft mikla ánægju af. Nú var hann á heimleið til konu sinnar og barns. Hann hlakkaði til að koma heim, en nokkurn skugga, og eigi svo lít- inn, bar á. Fregnir bárust okkur á leiðinni af Sudetadeilunni, sem harðnaði með degihverjum. Þessi ungi, gáfaði og fríði mað- ur, sem var nýbúinn að stofna heimili og átti fagrar framtíðar- vonir, tengdar við heimili og glæsilega vísindamannabraut, átti nú í vændum, þegar hann kæmi heim, að verða kallaður í herinn og sendur út á vígvöll- inn, þaðan sem hann naumast átti afturkvæmt. — Þetta voru framtíðarviðhorf þessa unga vís_ indamanns, eins og sakir stóðu þá, og sömu viðhorf blöstu við milljónum ungra manna í Ev- rópu. Leið mín lá yfir Þýzkaland. „Hafið þér nokkur forboðin blöð?“ var það fyrsta, sem þýzki vegabréfaeftirlitsmaðurinn spurði mig að. — „Nei“. — Og ég fékk að halda áfram. Ég kom til Hamborgar að kvöldi dags og dvaldi þar í 2—3 tíma. Ég gekk út í bæinn til þess að skoða mig dálítið um. Brátt heyrði ég mikinn hljóðfæra- og bumbuslátt og eftir skamma stund sá ég mikla fylkingu S.A.- manna koma eftir götunni, vopnaða byssum og byssustingj- um, albúnir til atlögu. Jafn hörkulegan og miskunnarlausan svip og á þessum mönnum hefi ég aldrei séð á nokkrum manns- andlitum. — Á götunum hróp- uðu blaðasalarnir, og seldu blöð með ræðum Hitlers á Nazista- þinginu í Núrnberg, Frá Hamborg hélt ég til Genf með næturlest suður Þýzkaland. Um morguninn eftir vaknaði ég í Karlsruhe í Suður-Þýzkalandi. Við erum komnir vestur undir landamæri. „Sjáið þér víggirð- ingarnar!“ sagði danskur höf- uðsmaður, sem með mér var í járnbrautarklefanum og benti út um gluggann. Hvert vígið af öðru, sem verið er að byggja, bera fyrir augu okkar. Alstaðar er verið að grafa skotgryfjur í vínakra bændanna, sem rölta á milli og bjarga uppskerunni eða plægja. Það er verið að setja upp geysiháar margfaldar gaddavírsgirðingar. Við þetta vinna þúsundir ungra, sól- brendra og hraustlegra manna. Það fer hrollur um mann að hugsa til þess, að eftir nokkrar vikur eða daga er þessi fagra sveit, ef til vill, breytt í blóð- ugan vígvöll, þessir ungu menn, og þetta friðsama bændafólk er flest fallið fyrir sprengjum, byssustingjum eða eiturgasi, og þessi litlu sólbrenndu börn for- eldralaus eða fallin í blóma lífsins, því hér hlýtur vígvöll- urinn að verða. Hinumegin landamæranna, á hinum ár- bakka Rínar, í Frakklandi, verður eins ástatt. Um hvað er svo barizt? Og hvers á þetta fólk að gjalda? Fólkið hefir enga löngun til þess að myrða hvert annað, og fæstum er kunnugt um hvað er barizt. Ástæðan mun þó nánast valdafíkn hinna þýzku yfirboðara og stórveldis- draumar þeirra, og einn þátt- urinn í þessum stórveldisdraum Þýzkalands er að ná undir sig hluta af Tékkóslóvakíu. Því það mun skoðun núverandi valdhafa í Þýzkalandi, eins og Bismarks forðum, að sá,sem ráði Bæheimi, ráði einnig Evrópu, -því eins og hann einnig sagði, „Bæheimur er vígi, sem sjálfur guð hefir byggt í hjarta Evrópu“. Hitler hefir áreiðanlega verið það ljóst, hvers virði Bæheimur eða Sudetalandið með öll sín fjöll, málma og verksmiðjur, er fyrir Þýzkaland. Til þess að fram- kvæma þessi áform á að fórna milljónum mannslífa. Evrópu- strið kostar 3—4 millj. manns- lífa, þar til Þýzkaland er sigrað, sagði þekktur stjórnmálamaður við mig í Genf, og það er það, sem þeir eru í vafa um í París og London, hvort þeir eigi að fórna þessum 3—4 milljónum mannslífa. Á Þjóðabandalagsþinginu var ekkert rætt um Sudetadeiluna. Meðal fulltrúanna, utan þing- funda, var þó ekki rætt um ann- að meira, og svo mikið bar á því hvað fulltrúarnir vorú með hug- ann við þessa deilu, að Welling- ton Koo, utanríkisráðherra Kín- verja, gat ekki setið á sér að minna þá á, að stríðið í Kína væri engu minna áhyggjuefni en

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.