Tíminn - 22.10.1938, Qupperneq 3

Tíminn - 22.10.1938, Qupperneq 3
56. blað TÍMIM, laugardaginn 22. okt. 1938. 223 A N X A L L HEIMILIÐ Gamla sagan ávalt þó ný. Dánardægur. Guðmundur Snorrason, áður bóndi á Læk í Flóa og í Gufu- nesi við Rvík, andaðist 16. þ. m. Hann var fæddur í Þorleifsholti í Hraungerðishreppi 20. júlí 1874, kvæntur Sigríði Bjarna- dóttur frá Sviðugörðum í Flóa, er nú lifir hann ásamt 7 börn- um þeirra. Þau hjón bjuggu lengst af á Læk, en fluttust að Gufunesi fyrir fáum árum og til Reykjavíkur á síðastl. vori. Afmæll. Kristján Signrðsson bóndi á Halldórsstöðum í Köldukinn átti sjötugsafmæli 19. þ. m. — Kristján hefir búið hinu mesta myndarbúi á Halldórsstöðum allan sinn búskap. Hann hefir gegnt fjölda trúnaðarstarfa, stærri og smærri, fyrir sveit sína og hérað, setið í hreppsnefnd yfir 30 ár, formaður sparisjóðs Kinnunga um fjöldamörg ár, stjórnarnefndarmaður Kaupfé- lags Svalbarðseyrar, og í stjórn Laugaskóla frá upphafi. Krist- ján var raddmaður góður og stjórnaði um langt skeið kórum og kirkjusöng í sveit sinni. Þrátt fyrir bilaða heilsu ber hann aldur sinn flestum jafnöldrum betur. Börn hans eru nú upp- komin, en kona hans, Guðrún Sigurðardóttir frá Draflastöð- um, látin fyrir tæpum tveimur árum. Hjörtur Hansson bóndi á Grjóteyri við Borgarfjörð (syðra) átti 75 ára afmæli 19. þ. m. Sigurbjörn Sveinsson rithöf- undur í Vestmannaeyjum varð sextugur 19. þ. m. Eftir hann er m. a. barnabókin „Bernskan“. Gullbráðkaup. Pétur Þórðarson, bóndi í Hjörsey á Mýrum, fyrrum al- þingismaður, og kona hans, Salome Jónatansdóttir, eiga gullbrúðkaup í dag.Mun í ráði að sveitungar þeixra heiðri þau með samsæti, sem haldið verður að Hrafnkellsstöðum. Sigurjón Þorkelsson og Guð- björg Jónsdóttir, er áður bjuggu í Holti í Eyjafirði í 44 ár, áttu 50 ára hjúskaparafmæli 13. þ. m. Þau eiga nú heima á Akur- eyri. Sigurjón er 81 árs, en Guðbjörg 77 ára. Páll Jónsson hreppstjóri á Stóruvöllum í Bárðardal og kona hans, Sigriður Jónsdóttir, áttu 50 ára hjúskaparafmæli 13. þ. m. Sama dag átti Páll 78 ára afmæli. Buðu þau hjón til sín þann dag sveitungum og vinum Þófasokkar. í Kanada er það víða venja, að ganga í svokölluðum þófa- sokkum að vetrinum, þegar kuldinn er hvað bitrastur. Þykir það liprara og hagfelldara að búa sig þann veg, heldur en að troða sér í marga sokka, til þess að verjast kuldanum. í Hlín, ársriti Sambands norð- lenzkra kvenna, sem nú er ný- komin út, lýsir vestur-íslenzkur bóndi því, hvernig þessir sokkar eru búnir til. Vel má vera, að þetta ætti líka við hér og leyfir Tíminn sér því að birta útdrátt úr grein vestur-íslenzka bónd- ans: „Það er fyrst á því að taka, að gera sér sokkatré, sem þarf að vera úr tveggja þumlunga þykk- um planka. Sokkatréð sem við notum, er 15 þuml. á hæð og 13 þuml. á lengd. Bezt er að nota ull, sem er löng í sér, togmikil ull er góð. Við kembum ullina í stólkömbum, fjórtán kembur er hér um bil mátulegt í hvern sokk. Þegar hér er komið sög- unni, má fara að leggja kemb- urnar utan um mótið. Við leggj- jam þær sem jafnast, fram og aftur fyrir hæl og langsum á leggnum líka og teygjum vel úr þeim um leið. Þegar þetta er bú- ið, vefjum við lauslega utan um þunna og gisna léreftsdulu og saumum hana rækilega. Þetta er gert til þess að ullin færist ekki úr lagi, þegar farið er að þæfa. Þegar þetta er búið, er maður tilbúinn að byrja á þóf- inu. Maður fær sér volgt sápu- vatn í bala og lætur sokkatréð þar ofan- í og þæfir og nuddar, hægt og gætilega fyrst í stað, þangað til maður sér að sokkur- inn er orðinn nokkuð þófinn (ekki má þæfa of lengi, því það getur orðið illt að ná sokknum af trénu). Þá er dulan og bandið tekið af, og sokkurinn þæfður í trogi eða á f jöl, þangað til hann er búinn að fá þá stærð, sem maður óskar. Þegar sokkarnir eru orðnir þurrir, eru þeir jafnaðir að ofan með skærum og klippt rifa ofan í þá, sem er reimuð saman með skólissu, svo sokkurinn falli bet_ ur að fætinum. Þessa sokka notum við mikið í þurrakuldunum hér í Canada á veturna, þeir eru liðugir, heitir og fljótgerðir.“ Alltaf er það LILLU-súkkulaði, sem líkar bezt. Þá er gott að muna hinar kraft- miklu og drjúgu tegundir: FJALLKONIJ- ÍSt- BELLA- PRtJHÉLA- suðu-súkkulaði. Allir, sem neyta mikils átsúkkulaðis, en eru hyggnir og vilja fá mikið og gott fyrir peninga sína, munu aldrei biðja um annað en hið ljúffenga PAN-MJÓLKURSÚKKULAÐI, eftir að hafa reynt það einu sinni. &c kúsmföudm mM'lj/ál/íf Sá, sem notar Osram-D-ljóskúlur, hefir ódýrt ljós og getur þessvegna veitt sér næga birtu. 40 Dlm ljóskúla ætti að vera minnsta Ijóskúlan í húsinu. Tek að mér bréfaskriftir á þýzku og íslenzk-þýzkar og þýzk-íslenzkar þýðingar. Ingólfur Árnason, Víðimel 53. Símar: 5337 og 4510. Örnínn tilkynnir: Höfum nýlega fengið til reiðhjóla: DYNAMÓA, LUGTIR og KÁPUHLÍFAR. Sendum yður gegn póstkröfu, Laugaveg 8 hvar sem þér Sími 4661 eigið heima. D dekatumen-JáíCuM* með áfycgdcic&lúttfdinwn, sem leygyíc fotfa sUcuuneydstu Sígurður Ólason & Egill Sigurgeirsson MálfiutningsskríSstofa Austurstræti 3. — Sími 1712. og komu saman á heimili þeirra um 80 manns. Börn þeirra hjóna og tengdabörn færðu þeim að gjöf skrifborð og stundaklukku. Páll hefir nú verið hreppstjóri í 30 ár og 'í hreppsnefnd jafn lengi. Fjárrækt hans er lands- kunn. - Kaup og sala - Lllarcfni og silki, margar tegundir. BLÚSSUR, KJÓLAR o. fl. nýkomið. SAUMASTOFAN UPPSÖLUM. Sími 2744. TRÚLOFUNARHRINGAR, sem æfilán fylgir, sendir gegn póst- kröfu, hvert á land, sem er. — Sendið nákvæmt mál. SIGURÞÓR, Hafnarstræti 4, Reykjavík. Útbreiðið T I M A IV IV M.s. Dronning Alexandríne fer mánudaginn 24. þ. m. kl. 6 síðd. til Kaupmannahafnar (um Vestmannaeyjar og Thorshavn). Farþegar sæki farseðla í dag Tilkynningar um vörur komi sem fyrst. Skipaafgreiðsla Jes Zímscii Tryggvagötu. Sími 3025. r\r Guðl. Rósinkranz: Þegar ófriðarblikan var svörtust NIÐURLAG Á götunum var mikill fjöldi fólks. Blöðin voru rifin út úr höndum blaðasalanna. Á hverju götuhorni var verið að líma upp auglýsingar, þar sem fólki var tilkynnt að koma á vissa staði og máta á sig gasgrímur. í lysti- görðunum var unnið af kappi aðþví að grafa gryfjur til varnar gegn loftárásum, og ungbörn flutt í stórhópum út í sveit. Á járnbrautarstöðvunum moraði af sjóliðum, sem fýlltu hverja járnbrautarlestina af annarri á leið til hafnarborganna, til þess að fara um borð í herskipin, sem verið var að senda út til verndar Englandi. Engan stríðsmóð var þó að sjá. Stemningin var þung, allir virtust þrungnir alvöru og kvíða. En skyldan kallar. Það er um ekkert að velja. Út á vígvöll- inn, á sjó eða landi, út í eld og eiturgas eiga þesir ungu menn nú að fara. Þeir kveðja aldur- hnigna foreldra, systkini, unn- ustur, konur eða aðra ástvini, sem standa tárvotir á brautar- pallinum og þeir gera ráð fyrir að þeir séu að kveðjast þarna í síðasta sinn. Margar framtíðar- vonir brustu á slikri skilnaðar- stund. Eftir nokkra daga er brezka þingið kallað saman. Chamber- lain heldur langa ræðu, þar sem hann skýrir frá viðræðum sínum við Hitler. Þingsalurinn er full- skipaður. Hin alvöruþrungna rödd Chamberlains rýfur ein þögnina. Allir hlusta með mik- illi alvöru og eftirvæntingu, eftir því, hvort forsætisráðherrann gefi nokkra von um friðsamlega lausn deilunnar, en allir eru þá í rauninni vonlausir um það. í miðri ræðunni réttir John Simon Chamberlain skeyti. Skeytið er frá Hitler og hefir að geyma boð um fjórvelda- fundinn í Múnchen. Chamber- lain heldur þó ræðu sinni áfram, en segir í lok ræðunnar frá inni_ haldi skeytisins. Við það lýstur upp f^gnaöarópi um allan sal- inn. Fólkið á áheyrendapöllun- um gleymdi sér og hrópaði og klappaði. En þeim, sem eru á- heyrendur í þinginu, er strang- lega bannað að láta í ljósi andúð eða fylgi við nokkurt málefni. Þessi fögnuður þingmannanna við þessa óvæntu fregn, sem gaf von um frið, sýndi hvern óvilja og viðbjóð Englendingar höfðu á því að fara út í ófrið. Með þennan ákveðna og sterka friðarvilja þingsins og þjóðar- innar á bak við sig fer Chamber- lain svo í þriðja sinn á fund Hitlers, til þess að reyna að varðveita friðinn. Sá, sem séð hefir, þó ekki sé nema örlítið korn af því, sem Chamberlain sá i heimalandi sinu, vitandi svo að segja alla þjóðina á- kveðna á móti stríði, getur skil- ið eftirgjafir þeirra Chamber- lains og Daladier. Um það, hvort þeir hafi gert rétt eða rangt, hyggilegt eða óhyggilegt, er sjálfsagt enginn fær að dæma. að svo stöddu. Úr því sker framtíðin. En eitt er þó senni- lega vist, að ef Englendingar hefðu fyr tekið mál þetta föst- um tökum og sýnt Þjóðverjum fyr fulla alvöru, þá hefði fórnir Tékkóslóvakíu ekki orðið eins stórar og tilfinnanlegar og raun varð á, og þá hefði England notið meira trausts og hylli meðal smáþjóðanna og meiri virðingu meðal stórþjóðanna en það gerir nú. Guðl. Rósinkranz. HAFIÐ ÞÉR greitt andvirði yfirstand- andi árg. Tímans? Sé svo ekki, þá gerið það hið fyrsta. Gjalddagi var 1. júní síöastliöinn. Sendið áskriftargjaldið í póstávísun, eða greiöið það á innheimtu Tímans, Lind- argötu 1 D, Reykjavík. I.-I ’l I J.UrjH 4 LJ.I Nildin austur um land í hringferð n. k. þriðjudag kl. 9 s. d. Tekið verður á móti flutningi, eftir því sem rúm leyfir, í dag (til kl. 3) og til hádegis á mánu- dag. Athugið að flutningi á vestur- og norður-landshafnir verður að skila í dag, en flutningi á suð- austurlandshafnir þarf ekki að skila fyrr en á mánudag. Pantaðir farseðlar óskast sótt- ir degi fyrir burtferð. Garnir. Eins og' að undanförnu eru vel verkaðar garnir úr heimaslátruðu fé kcyptar í Garna- stöðinni í Reykjjavík. Greiðsla við múttöku. Meðferð garnanna: Þegar görnin er rakin, er náð í báða endana (slitið frá vinstr- inni og langanum) og görnin rakin tvöföld ofan í ílát með vatni í. Þá er gorið strokið úr görninni (tvöfaldri, jafnþættri) og hún um leið gerð upp í hespu um eitt fet á lengd og brugðið utan um (eitt bragð), með báðum endunum eða lykkjunni. Síðan er salti nuddað inn í hverja hespu og vel undir bragðið. Þá eru garnirn- ar lagðar niður í lagarhelt ílát og saltað vel í hvert lag. Ef ekki myndast svo mikill pækill, að fljóti yfir lagið, þá verður að láta vel sterkan pækil á garnirnar (24 gráðu). Slitnar garnír: Þegar garnirnar eru sendar, má taka þær úr lagarhelda ílát- inu og senda í kassa. Gamimar má helzt ekki slíta. Þær garnir, sem slitna og eru í tvennu eða þrennu lagi, má hirða og láta spottana (2 eða 3) í sömu hespuna. Þær garnir, sem eru slitnar meira en í þrennt, eru ónýtar. Garnastöðin. - Símí 4241. 64 Andreas Poltzer: Patricia 61 Það verður erfitt að rekja nokkur spor núna, sagði Whinstone fulltrúi. Hann sat í stofunni í matsölu frú Groy og andspænis honum sat Patricia í göml- um og snjáðum hægindastól. Hún var talsvert föl. Fulltrúinn tók eftir að það fór henni vel. — Ég hefi verið að hugsa um það í allan dag, hvort ég ætti að síma til yðar eða ekki, svaraði Patricia, því að ég hefi verið að brjóta heilann um, hvort ég hafi í rauninni upplifað þetta eða hvort það hafi bara verið martröð. Whinstone hlýddi á mjúka og djúpa rödd hennar með svo mikilli hrifningu, að hann tók varla eftir hvað hún sagði. Svo rankaði hann við sér og spurði: — Kemur það oft fyrir, að þér fáið svona martröð? — Nei, það hefir aldrei komið fyrir mig fyrr en í nótt. Og það er mögulegt að taugarnar hafi hlaupið svona með mig í gönur, eftir viðburðina sem ég var búin að upplifa áður. — Já, það getur hugsazt, sagði Whin- stone fulltrúi. Honum sást ekki yfir, hve Patricia var vandræðaleg á svipinn. — Jæja, ungfrú Holm, ég sé að... . — Nei, mig getur ekki hafa dreymt, sagði hún hægt, því að ég man það greinilega núna, að ég aflæsti herberg- var Patricia sem rauf hana, er hún tók eftir ljótu kúlunni, sem fulltrúinn hafði fengið á ennið, og hún spurði: — Þér hafið særzt. Verkjar yður mikið í það? — Já, sagði hann. Patricia, sem í eðli sínu var óframfær- in, rétti upp hendina og strauk honum varlega um ennið. írski lögregluþjónninn, sem hafði bar- ið Whinstone í ennið með grjóthörðum hnefanum, varð eigi lítið forviða, þegar Whinstone kom aftur í bezta skapi. Fulltrúinn fylgdi Patriciu heim sjálfur. Þegar þau skildu, hélt hann lengi í hend_ ina á henni og hún varð að heita honum því, að hún skyldi aldrei gefa sig að ó- kunnugum mönnum, jafnvel þó að þeir væru í miðri City um hábjartan daginn. Þegar Patricia loksins var komin upp í herbergi sitt, var klukkan orðin nærri því þrjú. Nú fyrst tók hún eftir því, hve þreytt hún var. Hún flýtti sér að hátta, hoppaði upp í rúmið og steinsofnaði und- ir eins, þrátt fyrir æfintýrið, sem hún hafði lent í um nóttina. Það mun hafa verið svo sem klukku- tlma síðar, að tekið var varlega í lásinn á herbergi Patriciu. En hurðin var læst. Patricia átti heima í matsöluhúsi, innan um allskonar fólk, svo að það var eðlilegt

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.