Tíminn - 22.10.1938, Side 4

Tíminn - 22.10.1938, Side 4
224 TtMlM, laiigardaginn 22. okt. 1938, 56. lílað Englendingar framleiða nú hraðfleygustu hernaðarflugvélar heimsins, segja ensku blöðin. Nýlega flaug ein slík flugvél frá Edinborg til London á 43 mín. Samkvœmt sömu heimildum framleiða Englendingar llka þœr sprengjuflugvélar, sem geta haldið sér lengst á lofti án lend- ingar. Hinar svonefndu Wel- lesby-sprengjuflugvélar geta flogið 3150 km., án þess að lenda, og flutt 500 kg. af sprengjum. Frá Englandi œtti að vera hœgt að gera loftárásir í þessum flug- vélum í 20 löndum í Evrópu. Meðal þeirra er Ítalía. * * * Amerískt blað hefir nýlega reynt að fœra rök fyrir þvl, að hlutfallslega fleiri af stórmenn_ um sögunnar hafi verið rauð- hœrðir en Ijóshœrðir og dökk- hcerðir. Af frœgum mönnum, sem voru rauðhœrðir, nefnir það m. a. Neró keisara og Napóleon, og af frœgum konum Kleopötru og Elísabetu Englandsdrottn- ingu.Ýmsar þekktar kvikmynda- stjörnur eru rauðhœrðar eins og t. d. Katharine Hepburn, Clara Bow og Ginger Rogers. * * * Enski konungurinn hefir form- lega rétt til að selja allan enska flotann og segja upp öllum her- mönnum í þjónustu ríkisins. Hann getur einnig rofið þingið og þarf ekki að kalla það saman aftur fyr en honum þóknast. Hann getur sagt Frakklandi stríð á hendur, án þess að ráð- fœra sig við stjórnina — þó ekki nema til þess að vinna Bretagne. En honum er óleyfilegt að reykja á almannafœri. * * * ítalir œtla að senda 18 þús. bændafjölskyldur til Líbyu í haust. Eiga þœr að nema þar land. í hverri fjölskyldu eiga a. m. k. að vera þrír karlmenn og tveir kvenmenn á aldrinum 16 —20 ára. * * í Svíþjóð og Noregi er smjör- neyzlan um 10 kg. á mann. Hefir hún tvöfaldazt í þessum löndum á örfáum árum. Smjöri er þar ekki blandað í smjörlíki. í Nor- egi er smjörneyzlan 4 kg. á mann. Þar er smjörblöndun i smjörliki fyrirskipuð. Útlönd Sfgrar Japana. Japanir hafa unnið tvo stór- sigra seinasta sólarhring. Þeir hafa náð Kanton, stærstu og mestu verzlunarborg Suður- Kína, á vald sitt, og kínverski herinn, sem varði aðsetursborg stjórnarinnar, Hankow, hefir yfirgefið hana. Kínverjar völdu það ráð, að yfirgefa Canton bar- dagalaust. í borginni, sem hefir um milljón íbúa, eru nú eftir um 100 þús. manns. Áður en borgin var látin falla í hendur Japana voru allar rafmagns- stöðvar, gasstöðvar, vatnsgeym- tJR BÆINUM Messur á morgun. í dómkirkjunni kl. 11, séra Bjarni Jónsson, kl. 2 bamaguðsþjónusta séra Friðrik Hallgrímsson, kl. 5, séra Frið- rik Hallgrímsson. í Laugarnesskóla kl. 5, séra Garðar Svafarsson. í Hafnar- fjarðarkirkju kl 2, séra Garðar Þor- steinsson. Erlendir sendikennarar. Fjórir erlendir sendikennarar munu flytja fyrirlestra við háskólann hér í vetur. Sænski sendikennarinn ungfrú Osterman flytur fyrirlestra sína á þriðjudögum, Þjóðverjinn dr. Wolf- Rottkay á miðvikudögum, Englending- urinn McKenzie á fimmtudögum og franski kennarinn Jean Haupt á föstudögum. Allir fyrirlestramir hefj- ast kl. 8 að kvöldi Svend Aggerholm leikhússtjóri les upp á dönsku í Gamla Bíó kl. 3 á morgun, eina af frægustu smásögum Charles Dickens, „Doctor Marigold". Aggerholm er einn bezti upplesari Dana. Hann fer heim- leiðis með Dr. Alexandrine annað kvöld. Stúdentafélag Reykjavíkur hefur vetrarstarfsemi sina með skemmtifundi sem það heldur að Hótel Borg í kvöld. Guðmundur Finnboga- son landsbókavörður heilsar vetrl með ræðu, lesin verður gamansöm skýrsla um stúdentamótið í sumar o. s. frv. Leiðrétting. í „Annál" hefir misprentazt nafnið á fæðingstað Guðmundar Snorrason- ar frá Læk í Flóa. Hann var fæddur að Þorleifsfcofi í Hraungerðishreppi. Canal Tenglo. Hinir nýju eigendur Esju, ríkisjárn- brautirnar í Chile, hafa skipt um nafn á skipinu og heitir það nú „Canal Tenglo“. Hefir skipið verið til athug- unar og hreinsunar í Slippnum und- anfarna daga og er m. a. búið að mála skorsteininn svartan, en hann var áður gulur. Skipið fer héðan í næstu viku. Gestir í bænum. Tómas Sigurgeirsson bóndi í Mið- húsum í Reykhólasveit, Kristgeir Jóns- son bóndi í Vestri-Hellum í Flóa, Gísli Guðmundsson bóndi á írafelli í Kjós. ar og vatnsleiðslur hennar eyðilagðar. Aðrar fréttir. í Palestinu gerir enska herlið- ið nú gangskör að því að vinna aftur þá staði, sem Arabar hafa haft á valdi sínu. Tóku þeir gamla borgarhlutann í Jerú- salem af Aröbum nú í vikunni. Féllu í þeim bardögum 19 Ar- abar og 95 særðust. Vörpuðu Englendingar sprengjum á helztu varnarstaði þeirra. Gyð- ingar hafa fullkomið vald á þeim landshlutum, sem þeir byggja. Samuel Hoare innanríkisráð- herra Breta hefir flutt ræðu, sem talið er einskonar svar við ræðu Hitlers í Saarbrticken. — Hann sagði að Bretar gætu gert þau orð Hitlers að sinum orðum, að þeir væru ávalt reiðubúnir til að semja frið, en teldu þó ör- uggara að vera ávalt reiðubúnir til að verjast. Þess vegna myndu þeir halda áfram að efla vígbúnað sinn. — Hann fór viðurkenningarorðum um nauð- syn ensk-þýzkrar samvinnu, en tók þó skýrt fram, að án öflugr- ar brezk-franskrar samvinnu Auglfsing um kartöfluverðlaun. Með lögum nr. 34,1. febr. 1936 um verzlun með kart- öflur og aðra garðávexti o. fl., er svo ákveðið, að næstu 3 ár skuli veita verðlaun úr ríkissjóði fyrir aukna kartöflu- framleiðslu, á þann hátt, að þeir kartöfluframleiðendur, sem rækta meira af kartöflum en þeir gerðu næsta ár á undan, skuli hljóta verðlaun. Fyrir þetta ár geta verðlaunin numið allt að 1 kr. fyrir hver 100 kg., sem framleiðendur rækta nú meira en 1937. Þeir kartöfluframleiðendur í Reykjavík, sem ætla að verða verðlauna þessara aðnjótandi, þurfa að gefa sig fram hér á skrifstofunni fyrir 20. n. m. og útfylla skýrslu um framleiðslu sína og stærð nýrra sáðlanda. Lögreglustjórinn í Reykjavík, 21. okt. 1938. Jónatan Hallvarðsson settur. STÚDENTAFÉLAG REYKJAVÍKUR. Skemmtifundur að HÓTEL BORG í kvöld, 1. vetrardag, klukkan 8V2 stundvíslega. S k emmtiatrið i Dr. Guðmundur Finnbogason heilsar vetri. Ragnar Jóhannesson stud. mag., gamansamur upplestur. (Skýrsla frá stúdentamótinu). Söngur — Dans. Frjálsar veitingar. Félagsmönnum er heimilt að taka með sér gesti. Klæðnaður: Hversdagsföt. Aðgöngueyrir kr. 2,00. — Miðar seldir við inn- ganginn. STJÓRNIN. „Vltlansi maðuriim í skutmim“. (Frh. af 2. síöu.) þessum blöðum þó finnst vera allt of lítill. En samtímis ætlast þau til þess af ríkisstjórninni, að keypt- ar séu inn í landið stórkostleg- ar vörubirgðir, sem enzt gætu þjóðinni árum saman, ef til styrjaldar dragi og örðugt yrði um samgöngur við önnur lönd. Almenningur getur um það dæmt, hvort þessi sundurleitu og samræmislausu skrif séu sprottin af einlægni og þjóð- hollustu — eða hvort þau minni ekki öllu fremur á óða mann- inn, sem sparkaði 1 skutnum og reyndi að gera þeim erfitt fyrir, sem við stýrið sátu! yrði aldrei um varanlegan frið að ræða. Stjórnin í Prag hefir gert nokkrar ráðstafanir innanlands til að þóknast Þjóðverjum. M. a. hefir kommúnistaflokkurinn verið leystur upp og bannaður. uiiNiuiinBI „FÍNT F Ó LK„ Gamanleikur í 3 þáttum eftir H. F. MALTBY. Sýning á morgun kl. 8. Aðgöngumiðar seldir frá kl. 4 til 7 í dag og eftir kl. 1 á morg- un. — SV. AGGERHOLM leikhússtjóri upplestur í GAMLA BÍÓ sunnud. 23. okt. kl. 3. Prangarinn eftir CHARLES DICKENS Aðgöngum.: á 2,00 fást á venjulegum stöðum. 62 Andreas Poltzer: Patricia 63 að hún læsti herbergi sínu að nóttunni. En það virtist ekki vera nein ófær hindrun fyrir hinn dularfulla gest, þó að hurðin væri læst. Lykillinn stóð í að innanverðu og gestinum tókst að snúa honum með lítilli töng. Á næsta augna- bliki opnaðist hurðin hljóðlaust á vel smurðum hjörunum og skuggaleg vera læddist inn í herbergið. Þessi næturdraugur var i þröngum, svörtum prjónasamfestingi, svo að það var nærri þvi ómögulegt að greina hann í myrkrinu. Og svo var hann á gúmmí- skóm, svo að ekki heyrðist nokkurt hljóð, er hann gekk að rúmi Patriciu og laut yfir það. Hann beygði sig niður að stúlk- unni sem svaf, en nú varð andardráttur hennar allt í einu ójafn. Hinn ógeðslegx gestur beið í sömu stellingum. Nú opnaði Patricia augun. Þegar hún sá drauginn, sem nærri því snerti andlit hennar með svörtum og dúðuðum hausnum, opnaði Patricia munninn eins og hún ætlaði að hljóða. En hún kom ekki upp nokkru hljóði. Það var eins og þungt farg lægi á brjósti hennar. En henni varð rórra, er hún hugleiddi að þetta gæti ekki verið annað en draumur. Hún reyndi að stinga nögl- unum í lófann til þess að vita hvort hún væri vakandi. En vöðvarnir neituðu að hlýða vilja hennar. Þetta var þá draum- ur, hugsaði hún, og lagði augun aftur. Svarta vofan leið burt frá rúminu og að gamalli dragkistu við þilið og opnaði éina skú(ffuna alveg hljóðlauSt. Svo heyrðist ofurlágt skrjáf í pappír. Allt í einu sneri vofan sér að Patriciu, sem lá enn í sömu stellingunum. Hún opnaði augun aftur og fann, hvernig hún stirðnaði af hræðslu. Nú rauf hátt neyðaróp næturkyrrðina. Og aftur og einu sinni enn. Allir vöknuðu í húsinu og fólk hljóp að herbergi Patriciu. Hurðin var ekki læst. Stúlkan sat uppi í rúminu. Hún var hvít eins og lakið sem hún lá á. Það leið góð stund þangað til hún jafnaði sig svo, að hún gat gefið samhengislausa skýringu, 1 stuttum og sundurlausum setningum. Heill hópur af fáklæddu fólki stóð kringum rúm Patriciu og hlustaði á hana með skelfingu. Einhver stakk upp á því, að leitað væri hátt og lágt í húsinu, að hinum hræðilega næturgesti. Og svo fóru allir að leita. En hvergi sást urmull eftir af vofunni. ANNAR KAPlTULI — Það var vitleysa, að þér skylduð ekki gera mér orð undir eins, ungfrú Holm. Ávalt læg’st verd Dömutöskur, leður, frá 19.00 Bamatöskur frá 1.00 Spil „Lombre“ frá 1.10 Sjálfblekungar frá 2.00 Sjálfblekungasett frá 1.50 Perlufestar frá 1.00 Nælur frá 0.30 Dúkkuhöfuð frá 1.00 Matardiskar frá 0.50 Bollapör frá 065 K. EEVARSSON & IIJÖR’VSSOA Bankastræti 11. Ferðalag J. J. (Frh. af 1. síðu.) staðir í borginni og nágrenninu. Ferðir Jónasar Jónssonar um North-Dakota hafa aflað hon- um og Íslandí margra vina. Það hefir vakið mikla athygli og á- nægju, hve mjög hann hefir leitazt við að kynna sér allt er að gagni mætti koma heima á íslandi, og ræður hans og fyrir- lestrar hafa vakið sterka at- hygli á íslandi og íslendingum og áhuga fyrir íslenzkum mál- efnum. PARÍSAREÍF Stórfengleg og bráðskemmti- leg dans- og söngvamynd eftir hinum heimsfrœgá söngleik Offenbachs „La Vie Parisienne". Aðalhlutverkin leika: MAX DEARLY og CONCHITA MONTENEGRO. bíó H dOttir g DALAMA | Afburða skemmtileg amerísk « kvikmynd frá Foxfélaginu. — H H Aðalhlutverkið leikur skauta- ♦* drottningin H SONJA HENIE, ásamt H DON AMECHE, § CESAR ROMERO O. fl. Leikurinn fer fram í New York, París, og í norsku sveita- þorpi. Kanpmenn Og k a iipfélög! Islenzkar íðnaðarvörur, sem þola samkeppní víð hínar beztu erlendu: BLÁI BORÐINN — smjörlíki TIP TOP og FIX — pvottaduít FAVORI, PALOMA, MÍMI, LIDO, handsápur REX — rœsliduft, leðurfeiti, sandsápa, vagnáburður LIDO — snyrtivörur LIDO — lysolsápa og tjörusápa SOLO — húsgagna- og bílagljái KVIKK — silfur- og gullfægilögur SPEGILL — fægilögur MÁNA — stangasápa, bón, skóáburður Þessar vörur má aldreí vanta í búðína Úrvals saltsíld, hausskorna og magadregna, seljum við beint til neytenda í hálfum tunnum á 22 kr. H.f. Smjörlikisgeröin Smári. ♦ o O O o O o o o O < > o o o o O o O o o O o o O O o o o o O o o O o o o o o o O •' o o o o O o O o O o o o o Sjóvátryqqinqarfélag íslands Líflpijggmgar pahnct vafc pja&M pinn ityyyðiir. ABALSKRIFSTOFA. EIMSKIP 2. HÆÐ. SÍMI 1700. TRYGGINGARSKRIFSTOFA: CARL D. TULINIUS & CO. H; R, AUSTURSTR. 14. SÍMI 1730. . Eimski'pafélag Reykjavíkur h.f. 99W1.h. Katla6é verður í New York um mánaðamótin nóvember og des- ember. — Tekur flutning til Reykjavíkur. Umboðsmenn í New York eru: Blidberg Rothschild Co., 15 Moore Street. Faaberg & Jakobsson Sími 1550.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.