Tíminn - 01.11.1938, Síða 1
RITSTJÓRAR:
GÍSLI GUÐMUNDSSON (ábm.)
ÞÓRARINN ÞÓRARINSSON.
RITSTJÓRN ARSKRIFSTOFUR :
Edduhúsi, Lindargötu 1D.
SÍMAR: 4373 og 2353.
ÚTGEFANDI:
FRAMSÓKNARFLOKKURINN
AFGREIÐSLA, INNHEIMTA,
OG AUGLÝSINGASKRIFSTOFA:
Edduhúsi, Lindargötu 1D.
Sími: 2323.
Prentsmiðjan Edda h.f.
Símar: 3948 og 3720.
22. árg.
Rcykjavík, þriðjndaglim 1. nóv. 1938.
BRIMBR JÓTUR
Á HÚSAVÍK
Kostnaðarverd hans
áætlað 160 þús. kr.
Á árunum 1933—1936 var
byggð hafnarbryggja í Húsavík.
Bryggja þessi er lengsta
bryggja hér á landi, um 300
metra löng. Finnbogi R. Þor-
valdsson verkfræðingur gerði
teikningar að mannvirki þessu
og hafði yfirumsjón fram-
kvæmdarinnar.
Bryggjan er suðurarmur
hinnar ákveðnu hafnargerðar í
Húsavík.
Nú hefir Finnbogi R. Þor-
valdsson verkfræðingur gert á-
ætlun um brimbrjót — eða
skjólgarð — norðvestan hafnar-
innar, suður úr Húsavíkurhöfða.
Á sá brimbrjótur að vera mót-
armur hafnlarbryggjunnar, ná
200 metra frá landi, upp jafnt
vatnsfleti um hásævi, en
koma ca. 1,5 metra yfir sjávar-
flöt um lágsævi. Á brjóturinn
að verja höfnina fyrir öllum á-
gangi brims úr aðalhafáttinni
og gera hana tryggt lægi fyrir
báta og skip á hverju sem geng-
ur. Siðar getur hann orðið und-
irstaða fullkomins hafnarbakka,
ef ástæða- þætti til að gera
þarna athafnapláss og af-
greiðslustað fyrir skip, eins og
líklegt má telja að verði, þegar
tímar líða.
Áætlar verkfræðingurinn að
brimbrjóturinn muni kosta 160
þús. krónur.
Kosningar
til búnadarpings
á Sudurlandi
Kosningar til búnaðarþings
fóru fram á Suðurlandi og í
Vestm.eyjum á sunnudag. Voru
þær yfirleitt sæmilega og sum-
staðar dável sóttar. Veður var
víðast fremur gott, stillt, en
sumstaðar dálítil snjóél.
Tíminn hefir ekki enn fengið
fullnaðar fregnir um það, hve
margir hafi neytt atkvæðisrétt-
ar síns, en i eftirtöldum hrepp-
um Árnessýslu mun kjörfunda-
sóknin hafa verið þessi:
Á Kosn.réttar
kjörskrá: neyttu:
Fjórir bræðnr
Ölfus 68 39
Sandvíkurhr. 33 15
Eyrarbakki 46 35
Villingaholtshr. 36 26
Gnúpverjahr. 31 29
Hrunamannahr. 66 46
Biskupstungur 60 48
Laugardalur 22 20
Grímsnes 46 34
í vesturhreppum Rangárvalla
sýslu, Djúpár-, Ása- og Holta-
hreppum, en þar hafa bændur
með sér eitt sameiginlegt bún
aðarfélag, var kosið á einum
stað, að Efri-Rauöalæk. Mun
fundarsóknin hafa verið sæmi-
leg.
í Fljótshlíð kusu 70—80%
þeirra, sem kosningarétt höfðu
Úr Vestur-Skaftafellssýslu
hafa fáar fregnir borizt um
kjörsóknina, en þó mun hún
víðast hafa verið dágóð. — í
Kirkjubæjarhreppi kusu t. a. m.
26 bændur af 30, sem kosning-
arrétt áttu.
í Vestmannaeyjum voru 130
manns á kjörskrá, en 44 greiddu
atkvæði.
Talning atkvæðanna fer
fram austanfjalls, þegar allir
atkvæðakassarnir eru komnir á
einn stað.
Bruninn í Marseille
Stórkostlegur bruni var í
Marseille í síðastl. viku. í bruna-
rústunum hafa fundizt 27 lík,
en 68 manna eT auk þess saknað.
Myndin hér að ofan birtist nýlega í Heimskringlu. Er hún af
fjórum brœðrum úr frumbyggjasveit íslendinga vestra. Eru
þeir komnir af hinni nafnkunnu Hafnarœtt, sem kemur víða við
sögu Austlendingafjórðungs. — Faðir þeirra brœðra var Guð-
mundur Ásgrímsson, œttaður frá Vopnafirði í Norður-Múlasýslu,
en móðir þeirra var Ingibjörg Sveinsdóttir, og var hún dóttur-
dóttir Jóns sterka, frá Höfn í Borgarfirði eystra.
Hafa þessir brœður allir verið búsettir norður við Manitoba-
vatn, í hinni svonefndu Álftavatnsbyggð, og hefir farnazt vel,
hafa œtíð verið vinmargir, enda drengir hinir beztu, og ötulir
starfsmenn á öllum sviðum, segir í Heimskringlu.
Á myndinni eru brœðurnir í þessari röð: Sveinn, fœddur
1858, Einar, fœddur 1861, Guðmundur, fœddur 1863 og Páll fœdd-
ur 1866.
Nýja strandferðaskipið
*. ,* .?■'**> . *.
Myndin, sem hér birtist, er af strandferðaskipi þvi, sem samið
hefir verið um byggingu á í stað Esju. Það verður 210 feta langt,
35 feta breitt, 20y2 fet að dýpt, eða 36 fetum lengri, 5 fetum breið-
ara og 2 fetum dýpra en Esja. Hraðinn verður 15 sjómilur á klst.,
én hraði Esju er 11 mílur. Farþegarúm er fyrir 155, en Esja hafði
rúm fyrir 80—90 farþega. Smiði skipsins á að verða lokið i ágúst-
mánuði nœsta sumar.
Styrjöld Japana og Kínverja
Fyrstu dagana eftir fall Can-
ton og Hankow, barst sá orðróm-
ur út, að þessir ósigrar þýddu
endanlega uppgjöf Kínverja og
að Chiang Kai Shek myndi segja
af sér. Þessum orðrómi hefir nú
verið svarað með margendur-
teknum yfirlýsingum frá stjórn.
inni um að styrjöldinni verði
haldið áfram og einn ráðherr-
ann hefir látið svo um mælt, að
nú fyrst væri hún að byrja.
Fyrir þá, sem hafa fylgzt með
hernaðaraðferð Chiang Kai
Shek, komu þessir atburðir ekki
á óvart. Stefna hans hefir verið
sú, að halda uppi stöðugum smá-
skæruhernaði, en komast hjá
öllum stærri orrustum. Hann
hefir reynt að tefja framsókn
Japana, en jafnan hörfað undan
áður en kæmi til endanlegrar
orrustu milli aðalherjanna. —
Stórborgirnar hafa verið látnar
af hendi, án þess að kinverski
herinn liði verulegt tjón. Chiang
Kai Shek hefir ekki talið her
sinn nægilega sterkan til að
verja þær, enda hafa fylgt yfir-
ráðum þeirra miklir erfiðleikar
í sambandi við útvegun mat-
væla. Með því að láta þær af
hendi, hefir kínverska stjórnin
losnað þar við erfiðleika, sem
gátu reynzt henni of torveldir
viðfangs. Markmið Chang Kai
Sheks hefir verið að lokka jap-
anska herinn sem lengst inn í
iandið áður en til nokkurra úr-
slitabardaga kæmi og búast
fyrst til varanlegra varna, þegar
komið væri af sléttunum upp í
fjalllendið. Þ-etta undanhald að-
alhersins hefir tekizt vonum
framar. Talsverður hluti kin-
verska hersins er þó enn eftir í
þeim landshlutum, sem Japanir
hafa lagt undir sig, skiptur í
marga smáflokka, sem halda
uppi stöðugum smáskæruhern-
aði og hindra flutninga Japana.
Megin hluti þess lands, sem Ja-
panir telja sig nú ráða yfir, er
enn raunverulega á valdi þess-
ara smáflokka. Það eru aðeins
stærstu borgirnar, sem Japanir
hafa fullkomlega á valdi sínu.
Samfara þessu undanhaldi
kínverska hersins hafa gerzt ein
hverjir stórfelldustu fólksflutn-
ingar sögunnar. Það er talið, að
um 20 millj. manna hafi flúið
þau landssvæði, sem Japanir
hafa farið yfir, og leitað sér ból-
60. blað
A. KROSSGÖTIJM
Fyrstu snjóar sunnanlands. — Refasýningar. — Loðdýramerkingar í haust.
— Eyðibýlin í Laxárdal. — Togari tekinn 1 landhelgi. — Skipsstrand. —
Dálítil snjókoma var sunnanlands og
vestan í gær og í fyrradag og gerði
hvíta jörð niður að sjó. Er það í fyrsta
skipti á þessu hausti, sem snjó festir
á láglendi suðvestan lands. Enn sem
komið er, er þetta þó föl eitt, og þegar
austur í sveitimar er komið og í upp-
sveitum Árnessýslu og Rangárvalla-
sýslu er aðeins grátt í rót. Norðan-
lands snjóaði sumstaðar talsvert í
októbermánuði og i snjóþyngstu sveit-
unum, t. a. m. í Fljótum, vora
menn snemma mánaðar teknir að
nota sleða og skíðafæri gott.
t r t
Refasýningar, sem haldnar verða í
nokkrum héröðum landsins, hefjast í
Borgarnesi á morgun. í Búðardal verð-
ur sýning 3. nóvember, í Hólmavík 5.,
á Hvammstanga 7., á Blönduósi 8. í
Sauðárkróki 9., Stykkishólmi 12. og í
Reykjavík 14. og 15. nóvember. Á sýn-
ingum þessum mun dæma, ásamt H. J.
Hólmjárn ráðunaut, Norðmaðurinn
Aurdal, sem dvaldist hér um tíma í
fyrra. Er hann væntanlegur hingað til
lands með Lyru í nótt, en fer aftur
utan þann 17. þ. m. Áður en hann fer
heimleiðis er í ráði, að hann haldi
námskeið, þar sem mönnum verður
kennt að dæma um loðdýr. Ef til vill
verða loðdýrasýningar haldnar austan-
fjalls eftir miðjan mánuðinn, en það er
enn ekki fullráðið.
r r r
Merkingar á silfurrefum og bláref-
um fóru fram á öllu landinu í október-
mánuði, nema á Austfjörðum, en þar
standa þær fyrir dyrum. Voru merkt
dýr allra þeirra manna, sem í Loð-
dýraræktarfélaginu eru. Að þessu
sinni voru miklu strangari kröfur
gerðar til undaneldisdýra heldur en
verið hefir, enda er loðdýrastofninn
íslenzki í mikilli framför. Níu menn
höfðu þessar merkingar með höndum,
þeir Metúsalem Stefánsson, Hafsteinn
Pétursson á Gunnsteinsstöðum, Guð-
mundur Jónsson í Ljárskógum, Björn
Andrésson í Leynimýri, Tryggvi Guð-
mundsson á Kleppi, Einar Farested
á Hvammstanga, Þórhallur Þorgeirs-
son í Reykjavík, Kristinn Briem á
Sauðárkróki og Jón Dungal í Mjóanesi.
Áður en merkingarnar hófust áttu
þeir fund með sér í Reykjavík til að
ráðgast um hvað skyldi lagt þeim til
grundvallar.
r r r
í Laxárdal í Austur-Húnavatns-
sýslu hefir á síðustu árum hver jörðin
lagzt í eyði á eftir annari. Af nálægt
tuttugu jörðum, sem i dalnum eru,
eru þessir bæir komnir í eyði: Sel-
hagi, Kálfárdalur, Skyttudalur, Mjói-
dalur, Mörk, Litla-Vatnsskarð, Kára-
hlíð, Sneis og Núpsöxl. Af þessum
jörðum er Mjóidalur hin mesta og
hefir um langan aldur verið höfuð-
ból. Þessar jarðir eru í tveimur
hreppum, Bólstaðarhlíðarhreppi og
Engihlíðarhreppi. Auk þessara jarða
er fyrirsjáanlegt að fleiri leggjast í
eyði á næstunni. Laxárdalurinn er
ákaflega grösugur, góðar slægjur, sauð-
fjárlönd ágæt að sumiinu, en snjó-
þungt að vetrinum. Jafnhliða því sem
byggðin hefir færzt svo mjög saman
í Laxárdalnum, hefir þó verið byrjað
að reisa nýbýli í Langadal, næstu
sveit að suðvestan.
r r r
Á laugardaginn var enskur togari,
sem varðbáturinn Óðinn tók að veið-
um í Garðsjó innan landhelgislín-
unnar, dæmdur í 21100 króna sekt.
Togarinn heitir Fleming og er frá
Hull. Skipstjórinn viðurkenndi brot
sitt, en áfrýjaði.
r r r
Á sunnudagsmorgun klukkan fimm
strandaði enskur togari, Lincolnshire,
á milli Arnarfjarðar og Dýrafjarðar,
við Sléttanes, 4—5 mílum sunnan við
vitann hjá Svalvogum. Var þá snjó-
koma og dimmviðri. Sendi togarinn
frá sér neyðarmerki og koma tveir
enskir togarar og varðbáturinn Gaut-
ur, er staddur var á Þingeyri, tU að-
stoðar, en fengu ekki að gert. Um
miðjan dag í gær kom varðskipið
Ægir á strandstaðinn. Tókst að ná
hinu strandaða skipi á flot laust eft-
ir hádegið í dag. Var farið með það
inn til Þingeyrar.
festu í hinu svonefnda Innra-
Kína. Þúsundum saman hefir
þetta flóttafólk farizt á leiðinni,
einkum úr hungri, en megin-
þorrinn hefir þó komizt til á-
kvörðunarstaöarins.
Samtímis hafa kínverskir iðju_
höldar flutt þangað verksmiðjur
sínar eftir því, sem ástæður hafa
leyft, háskóiar hafa flutt þangað
bókasöfn sín o. s. frv. Smáborgir,
sem fyrir 1—2 árum höfðu
nokkrar þúsundir íbúa, hafa nú
margar nokkuð á annað hundr-
að þús. ibúa. Þessir miklu fólks-
fiutningar hafa skapað stór-
felldar framfarir og athafnalíf í
hinum afskekktu héruðum og
fióttamennirnir hafa vakið
sjálfstæðishuginn og hernaðar-
andann í hinum friðsömu íbúum
þeirra. Skáldkonan Pearl Buck,
hefir komizt svo að orði, að
merkilegasti árangur styrjaldar.
innar væri sá, að nýja og gamla
Kína, sem áður voru fjarlæg og
andstæð hvort öðru, hafi nú
sameinazt í þessum héruðum og
skipazt til sameiginlegrar varn-
ar gegn erlendum yfirgangi.
Landbúnaður hefir verið næst-
um eini atvinnuvegur Innra-
Kína og hefir meira en fullnægt
öllum þörfum íbúanna. Meöan
stjórn Chiang Kai Shek heldur
þessum héruðum, ætti herinn
því ekki að þurfa að búa við
fæðuskort.
Erfiðasta viðfangsefni stjórn-
arinnar verður að tryggja hern-
um nægileg vopn. Þau verður
hún að fá frá Rússlandi og
franska Indo-Kína, þar sem
Japanir ráða yfir öllum höfnum
Kína, en frá báðum þessum
löndum eru langir og erfiðir
flutningar.
Japanir gera sér það sjálfir
ljóst, að þeir hafa enn ekki brot-
ið mótstöðu Kinverja á bak aft-
ur. Meðan fögnuðurinn var sem
mestur í Japan yfir falli Canton,
gaf stjórnin út yfirlýsingu, þar
sem m. a. var sagt að menn
mættu ekki vænta endanlegs
sigurs of fljótt. Viðureignin við
aðalher Kínverja verður erfiðari
eftir því, sem lengra dregur inn
i landið, einkum þegar komið er
upp í fjalllendið. Sigrar Japana
hafa enn ekki gefið þeim neinn
teljandi hagnað. Smáskæru-
hernaðurinn hindrar enn alla
atvinnustarfsemi í hinu her-
numda landi, auk þess, sem al-
menningur þar fæst yfirleitt
ekki til að vinna fyrir Japani.
Áður en Kinverjar hafa hörfað
undan, hafa þeir líka eyðilagt
nær öll þau mannvirki, sem gátu
orðið Japönum til gagns, eins og
rafmagnsstöðvar, vatnsveitur,
flóðgarða, járnbrautir o. s. frv.
Heilir borgarhlutar hafa verið
brenndir til kaldra kola og sjálf
ir voru Japanir búnir að valda
stórfelldu eignatjóni með loft
árásum. í öllum stærri borgum
hefir verið ríkjandi hungurs-
neyð, sem þeir hafa verið neydd-
ir til að reyna að bæta úr, svo
ekki hlytist af meiri örðugleikar
fyrir stjórn þeirra þar. Styrjöld.
in hefir enn ekki fært þeim ann-
að en fjárútlát, en fjárhagur
þeirra leyfir þeim naumast lang_
vinna styrjöld, án verulegs
hagnaðar. Þess vegna byggja
Kínverjar sigurvonir sinar á
langvinnri styrjöld og miða all
an hernað sinn við það.
Aðrar fréttir.
Tékkneska stjórnin hefir nú
gengið frá uppkasti að nýrri
stjórnarskrá. Samkvæmt henni
verður nafni landsins breytt og
það kallað Vestur-Slovakia.
Stjórnarfyrirkomulag ríkisins
verður þingræði eins og verið
hefir, en einstakir landshlutar
fá meira sjálfræði en þeir hafa
áður haft.
Þingi radikala ‘ flokksins
franska er lokið. Flokkurinn
lýsti fylgi sínu við stefnu Dala
diers og Bonnets og samþykkti
(Framh. á 4. síðu.J
w
A víðavangi
Mbl. hefir unnið að því ó-
sleitilega undanfarið að auglýsa
starfsemi kommúnista og Héð-
ins Valdimarssonar og láta
hana vekja sem mesta eftirtekt.
íhaldið veit, að síðan Bænda-
flokkurinn leið, hafa engir
menn í þessu landi verið því
larfari en H. V. og félagar hans.
Svo þunnt er nú móðureyra
Mbl., þegar þessar hjálparhell-
ur þess eiga í hlut, að furðu
sætir. Tíminn leyfði sér fyrir
nokkrum dögum að láta í ljós
iá skoðun, að Stalin og hans
menn austur í Rússaveldi
myndu lítið fylgjast með handa-
gangi Brynjólfs Bjarnasonar,
Einars Olgeirssonar og Héðins
hér úti á íslandi og yfirleitt láta
sig litlu skipta, hverju megin
hryggjar þeir lægju í heimspóli-
tikinni. Þetta finnst Mbl. goðgá!
Það má ekki annað heyra en að
leir Einar, Brynjólfur og Héð-
inn séu frægir menn i Rúss-
landi!
* * *
Mbl. á sunnudaginn var er að
hóta því, að ríkisstjórninni
skuli verða „sýnd 60 fiskiskip við
landfestar eða á þurru landi um
vertið hér við Faxaflóa“. Liggur
næst að skilja þetta á þá leið,
að aðstandendur blaðsins ætli
að beita sér fyrir því, að fiski-
flotinn verði stöðvaður, ef ekki
hafi orðið stjórnarskipti fyrir
næstu vetrarvertíð. Fyr hefir
iað nú skeð, að spáð hafi verið
„óvenjulegum atburðum“ úr
þeirri átt og þó enginn lands-
brestur orðið. En söm er þeirra
gerð, sem til slíkra hermdar-
verka æsa, sbr. tilraun Ólafs
Thors til að koma af stað sild-
veiðaverkfalli um árið.
* * *
Skrif Sjálfstæðisblaðanna um
skattahækkanir minna mest á
karlinn, sem hélt að það væri
annað að borga eina krónu held-
ur en fjóra 25-eyringa í ferju-
toll! Þesskonar misskilning
gengur venjulega seint að leið-
rétta.
* * *
Jón í Stóradal er að reyna að
gera upp árangurinn af kjöt-
lögunum á þá leið, að þau hafi
lítið gagn gert. En í þessu upp-
gjöri sínu gleymir hann alveg
öðru meginatriðinu: Hvernig
farið hefði um kjötverðið á inn-
lendum markaði, ef lögin hefðu
ekki verið sett. En til þess voru
kjötlögin fyrst og fremst sett, að
koma í veg fyrir, að innlenda
verðið hrapaði niður úr öllu
valdi. Fyrir þá vernd, sem lög-
in veita að þessu leyti, greiða svo
seljendur kjöts innanlands verð-
jöfnunargjald til hjálpar þeim,
sem sæta lægra verði erlendis.
* * *
íhaldsblöðin tala mikið um
lýðræði þessa dagana. En ætli
það væri ekki ástæða til að leyfa
lýðræðinu að koma til skjal-
anna, þegar ráðandi stjórn-
málaflokkur verður uppvís að
því að hafa sagt kjósendum sín-
um ósatt, eins og Sjálfstæðis-
flokkurinn í Reykjavík í hita-
veitumálinu?
* * *
Jón á Akri neitar að hafa
haldið því fram, að skuldir
þjóðarinnar hafi vaxið um
milljónatugi á síðustu árum. Ef
aðrir íhaldsmenn hafi haldið
slíku fram, geti þeir svarað fyr-
ir sig, segir hann. Það er vel
farið, að Jón hefir iðrast.
* * *
„Þjóðviljinn" kom út í dag í
nýju formi, sem málgagn hins
nýja flokks, sem enginn kann
að nefna. Ritstjórar eru Einar
Olgeirsson og Sigfús Sigurhjart-
arson. Brynjólfur Bjarnason
tilkynnir þar, að Kommúnista-
flokkurinn sé lagður niður.
í Alþýðublaðinu er hinn nýi
flokkur kallaður S. A.-flokkur-
inn, sem mun eiga að vera
skammstöfun fyrir: Sameining-
arflokkur Alþýðu. En sú skamm-
stöfun er líka þekkt í Þýzka-
landi, eins og kunnugt er.