Tíminn - 01.11.1938, Page 4
240
TtMIM, þrtgjudaginn 1. nóv. 1938,
60. blað
Einn frœgasti œfintýramadur
veraldar, Hubert Wilkins, varð
nýlega fimmtugur. Hann er ást-
ralskur að uppruna. Hann hœtti
háskólanámi í miðjum klíðum og
varð stríðsfréttaritari hjá enska
stórblaðinu „Morning Post“ l
Balkanstyrjöldinni. Hann náði
hvað eftir annað svo góðum
myndum af vígstöðvunum, að
undrum þótti sœta. Urðu þessar
myndatökur til þess að hann var
ráðinn sem Ijósmyndari í hinn
frœga norðurleiðangur Vil-
hjálms Stefánssonar 1913—17.
Sýndi hann þar svo mikinn
dugnað, að hann varð brátt einn
af helztu mönnum leíðangurs-
ins. Þegar hann kom úr leið-
angrinum, gerðist hann flug-
maður í enska hernum og fékkst
einkum við myndatökur af víg-
stöðvum óvinanna. Var það
hœttulegt starf og munaði oft
litlu, að flugvél hans vœri ekki
skotin niður. 1919 reyndi hann
að fljúga frá Englandi til Ástra-
líu, en misheppnaðist. Næstu ár
tók hann þátt í ýmsum leiðangr-
um til Suðurheimskautsins. Ár-
in 1926 og 1927 gerði hann mis-
heppnaðar tilraunir til að fljúga
frá Alaska yfir norðurheim-
skautið. Honum heppnaðist það
loksins i apríl 1928. Flaug hann
frá Point Barrow í Alaska til
Spitsbergen á 20 klst. og 20 mín.
Síðan hefir hann tekið þátt í
nokkrum flugleiðöngrum til suð-
urheimskautsins. Á seinustu ár-
um hefir verið mest um hann
rætt í sambandi við fyrirhugaða
tilraun hans til að fara undir ís-
breiðuna á norðurpólnum i kaf-
bát. Hann hefir enn ekki getað
framkvœmt þessa hugmynd,
vegna fjárhagsörðugleika, en nú
hefir ráðizt fram úr þeim og er
afráðið að tilraun þessi verði
gerð nœsta sumar.
* * *
Hér fara á eftir ummœli
þriggja heimsfrægra rithöfunda,
sem lýsa viðhorfi þeirra til ást-
arinnar og tilhugalífsins:
— Starfaðu eins og lif þitt
vœri eilíft. Elskaðu, eins og þú
ættir að deyja í dag. — Seneca.
— Þegar maður verður ást-
fanginn, byrjar maður á því, að
táldraga sjálfan sig og endar
með þvi að táldraga aðra. — Os-
car Wilde.
— Þegar maður ber upp bón-
orðið, fleygir hann sér fyrir fœt-
ur stúlkunnar, sem hann elskar.
Hann hugsar ekki um það þá, að
þessir sömu fætur munu hér eft-
ir troða á honum til dauðadags.
— Anatole France.
* * *
í árbókum Espólíns segir svo
frá vorinu 1508: „Var þetta vor
hart til matfanga með almenn-
ingi, en fuglanet var uppspennt
og stóð í stilli á páskum. En
á páskadag sjálfan var Ögmundi
presti (siðar biskupi í Skálholti)
sagt til að fuglinn vœrí kominn
í látrið. Prestur bannaði að slá
hann, sagði að nú vœri lífgun-
dagur, en ei dauða. Kýr var yxna
í fjósí, hún sleit síg upp, og hljóp
tJR BÆmiM
Félag ungra Framsóknarmanna
heldur aðalfund sinn í Sambands-
húsinu í kvöld. Fundurinn hefst kl.
8,30. í fundarbyrjun fer fram inntaka
nýrra meðlima. Formaður félagsins
og gjaldkeri gera grein fyrir störfum
félagsins og fjárhag, og síðan fer
fram kosning í stjórn og til fulltrúa-
ráðs Framsóknarfélaganna í Reykja-
vík.
Framsóknarfélag Reykjavíkur
heldur aðalfund sinn í Sambands-
húsinu á fimmtudagskvöldið og hefst
hann klukkan 8,30. Venjuleg aðalfund-
arstörf, svo sem stjómarkosning, kosn-
ing í fulltrúaráð Framsóknarfélag-
anna o. s. frv.
Listsýning.
Sveinn Þórarinsson listmálari og
kona hans, Agnete Karen Þórarins-
son, opnuðu listsýningu í Markaðsskál-
anum á laugardaginn var. Sýningin er
opin kl. 10—9 daglega.
Óskar Jónsson
verkstjóri í Eddu prentsmiðju er 45
ára á morgun.
Áskriftalistum
að úrvalsritgerðum Jónasar Jónsson-
ar óskast skilað bráðlega. Nýir áskrif-
endur snúi sér til afgreiðslu Timans
eða skrifi til Jóns Helgasonar, póst-
hólf 961, Reykjavík.
Menningar- og
fræðslusamband alþýðu,
sem er einn þátturinn í starfsemi
Alþýðusambands íslands, munu gefa
gefa út fjórar bækur í haust samkv.
auglýsingu hér í blaðinu f. m. Eru
það Svartfugl eftir Gunnar Gunnars-
son, Sælueyjan eftir August Strind-
berg, báðar þýddar af Magnúsi Ás-
geirssyni, Lönd og ríki eftir J. F.
Horrabein og Verklýðsshreyfing nú-
tímans eftir Finn Moe. Bækurnar
eiga að kosta 8 kr. Tíminn hefir verið
beðinn að geta þess að pantanir eigi
að sendast til Menningar- og fræðslu-
sambands alþýðu, Alþýðuhúsinu,
Reykjavik.
Ignaz Friedman
heldur kveðjuhljómleika í Gamla
Bíó kl. 7,15 í kvöld.
Gestir í bænum.
Runólfur Sveinsson skólastjóri á
Hvanneyri, Stefán Sigurgeirsson bóndi
í Hvammi í Hjaltadal, Ólafur Sveins-
son í Stóru-Mörk undir Eyjafjöllum.
Athygli
skal vakin á auglýsingu á 3. síðu
blaðsins f dag um verðlækkun á for-
lags- og umboðssölubókum Acta h.f.
út, hingað og þangað um grund-
irnar, og snerti með fœtinum
nettogið; hljóp þá upp net-
stöngin svo netið slóst yfir fugl-
inn, nœr þrjú hundruð að tölu;
var hann þá tekinn að boði
prests og borinn inn í stofu og
geymdur fram yfir miðdégi á
mánudag, en síðan sleginn og
skiptur meðal fólksins; var það
orðtak eftir Ögmundi biskup
síðan, að þá skal taka gæs er
gefst, kvað hann slíkt vera jarð-
teikn af Guði að bjarga mönnum
svo furðanlega. Mörgœsir koma
jafnan á vorum í stórhópum, af
hafi á land eystra, og eru þá
mjög spakar nokkra daga, sem
þreyttar séu af löngu flugi, og
þá vorkuldar eru og nœðingar,
knappast þœr mjög þétt við
vötn eða vermsli, og er þá auð-
veldast að spretta yfir þœr neti“.
Ögmundur var um þetta leyti
prestur að Breiðabólstað í Fljóts
hlíð.
78
Andreas Poltzer: Patricía
Auglýsing
um dráttarvextí.
Samkvæmi ákvæðum 45. gr. laga nr. 6, 9.
jan. 1935 og úrskurði samkvæmi iéðrl laga-
grein falla dráitarvcxtir á allan tekjju- og
eignaskatt, sem féll í gjalddaga á manntals-
þingi Reykjavíkur 31. ágúst 1938 og ekki hef-
ir verið greiddur í síðasta lagi ÍIIM 9. ÁÓV-
EMBER NÆSTROMMDI. - A það, sem greitt
verður eftir þann dag, falla dráttarvexthir
frá 31. ágúst 1938 að telja.
Þetta er birt til leiðbeiningar öllum þeim,
sem lilut eiga að máli.
Tollstjórinn í Reykjavík, 31. október 1938.
«Fón lleriiisiiinssoii.
MINNIN G ARRIT
Jóns Raldvinssonar forscta
fæst á eftirtöldum stöðum:
SKRIFSTOFUM: Alþýðusambands íslands,
Sjómannafélags Reykjavíkur,
Verkakvennafélagsins Framsókn,
Alþýðubrauðgerðarinnar,
Alþýðublaðsins.
Á sömu stöðum eru afgreidd minningarspjöld Minningarsjóðs
Jóns Baldvinssonar forseta og tekið á móti gjöfum til sjóðsins.
Erlendar fréttir
(Framhald af 1. síðu.)
að hætta öllu samstarfi við
kommúnista. Var það síðara til-
laga frá Daladier sjálfum, en
hann taldi ekki unnt að vinna
áfram með kommúnistum vegna
stefnu þeirra í fjármálum. Það
var Daladier, sem upphaflega
fékk því til leiðar komið gegn
vilja Herriot, að radikala flokk-
urinn hóf samvinnu við kom-
múnista.
Franska þingið kemur saman
15. þ. m. Það er talið, að utan-
ríkismálastefna stjórnarinnar
hafi nægilegt þingfylgi, en vafa-
samt hvort Daladier fær meira-
hluta þingsins til að fallast á
tillögur sínar um viðreisn fjár-
hagsins og atvinnulífsins. Tak-
ist honum það ekki, þykir lík-
legt, að hann muni efna til
kosninga.
í helztu nýlendunum, sem áð-
ur voru eign Þjóðverja, Tanga-
nyika og Suðvestur-Afríku, hafa
verið haldnir fjölmennir fundir
til að mótmæla afhendingu
þeirra til Þjóðverja.
Goebbels hefir nýlega flutt
ræðu og sagt að Þjóðverjar
myndu fylgja nákvæmlega á-
ætlunum Hitlers í „Mein
Kampf“. Við munum sækja
fram, sagði hann, með „Mein
Kampf“ í annari hendinni og
sverðið í hinni. — Hér í blaðinu
hefir nýlega verið skýrt frá
fyrirætlun Hitlers í „Mein
Kampf“
79
- Kaup og sala -
Ullarefni og silki,
margar tegundir. BLÚSSUR,
KJÓLAR o. fl. nýkomið.
SAUMASTOFAN UPPSÖLUM.
Sími 2744.
9Giillfoss‘
fer ankaferð til Stykk-
isbólms væntanlega á
fimmtudagskvöld.
svaraði Patricia. Henni tókst einnig að
tala látlaust og rólega.
* * *
Sir William lögreglustjóri var óánægð-
ur. Hann kallaði Duffy og Whinstone inn
til sín.
— Jæja, herrar mínir, hafið þið upp-
götvað nokkuð nýtt? var það fyrsta, sem
hann sagði, er þeir komu inn. Þetta var
málamyndarspurning, því að auðvitað
vissi Sir William allt um rannsóknir þær,
sem fram höfðu farið útaf hvarfi hins
horfna lávarðar.
Duffy og Whinstone vissu það, og svör-
uðu ekki.
— Þið vitið, að ég er ekkert hrifinn af
frönsku aðferðinni, hélt lögreglustjór-
inn áfram. En úr því að við komumst
ekki úr sporunum, er rétt að við, aldrei
þessu vant, reynum að skapa okkur mynd
af þessu tilfelli Kingsley lávarðs. Þér
hafið orðið, Duffy yfirfulltrúi.
Þó Duffy virtist þunglamalegur sili
við fyrstu sýn, spratt hann fimlega upp
úr stólnum sínum, gekk hvatlega fram
og aftur um gólfið, en þó svo létt, að
fótatakið heyrðist varla, og settist svo á
stólinn aftur. Sir William og Whinstone
fulltrúi, sem þekktu þennan ávana Duf-
fys, biðu þolinmóðir þangað til Duffy tók
til máls.
— Sir William, sagði Duffy loksins, að
minni skoðun hefir Meller, eða ef þér
viljið heldur kalla hann Ortega — senni-
lega heitir hann hvorugu nafninu —
numið lávarðinn á burt. Eða gert út af
við hann fyrir fullt og allt! Jafnvel þó
að það síðara sé tæplega eins líklegt. Ég
get hugsað mér, að þetta hafi gerzt
þannig:
— Ortega tekst með einhverju móti að
fá Kingsley lávarð til þess, að láta allt
vinnufólkið sitt fara að heiman þetta
kvöld. Síðan kemur Ortega með sína skó-
sveina. Þeir neyða lávarðinn til að fara
með sér. Af einhverri ástæðu verður Or-
tega að verða eftir. Hann sér ungfrú
Holm koma inn — hún álpaðist þarna
inn af tilviljun. Hann felur sig og hverf-
ur rétt á eftir, meðan ungfrú Holm er í
hinum endanum á húsinu. Hann gefur
sér ekki einu sinni tíma til að opna
dyrnar, sem ungfrú Holm hefir skellt í
á eftir sér, fyrr en seinna, að hann lýkur
þeim upp. Þetta g.erir hann máske með
vilja, því að hann vill ekki, að stúlkan
sé læst inni í húsinu. Hann hefir þekkt
Patriciu og veit að hún er barnabarn lá-
varðarins, því að hann hlýtur að hafa
talað við hana fyrir hönd lávarðarins
áður, eða að minnsta kosti hefir hann
séð hana áður.
Aðalfundnr
Framsóknarfélags Reykjavíkur
verður haldinn n. k. fimmtu-
dagskvöld kl. 8y2 í Sambands-
húsinu.
STJÓRNIN.
SVAR
til Héðins Valdimarssonar.
Vegna ummæla þeirra, sem
Héðinn Valdimarsson viðhefur í
ritgerð sinni „Skuldaskil Jón-
asar Jónssonar við sósíalism-
ann“ í Nýju landi 14. okt. sl.
um afstöðu mína og fleiri Fram-
sóknarþingmanna til hins svo-
kallaða geðveikismáls, vil ég
taka þetta fram: H. V. var einu
sinni á opinberum fundi þar
sem ég einnig var staddur —
með dylgjur svipaðar þessum.
Ég svaraði honum þá, að þetta
væru ósannindi, sögð gegn betri
vitund. H. V. mótmælti því ekki
þá.
Þetta sama svar endurtek ég
nú. Bjarni Ásgeirsson.
►gamla Bíótmmmmtn
Lðgtak
hjá ungfrúnni
Bráðskemmtileg og spennandi
amerísk gamanmynd, gerð eftir
leikriti H. M. HARWOOD. —
Aðalhlutverkin leika hinir glæsi-
legu leikarar
JEAN HARLOW og
ROBERT TAYLOR.
tNÝJA BÍÓ I
MANHATTAIV
COCKTAIL
(Vogues 1938).
Afburða skrautleg og skemmti-
leg amerísk tískumynd með
tiskuhljómlist tízkusöngvum, og
tízkukvenklæðnaði af öllum
gerðum og í öllum regnbogans
litum
Aðalhlutverkin leika:
JOAN BENNETT og
WARNER BAXTER.
EilsitWMllllMilkin
sem fórst fyrír þ. 26. f. m. vegna veikinda,
verður í Gamla Bíó Á MORGUN (mídvíkudag)
kl. 7 síddegis.
Bifreiðarafóevmar --
Viðtækiarafgevmar.
ACCUMULATOREN-FABRIK,
DR. TH. S0NNENCHEIN.
Kaupiim tómar ílósknr
og bökunardropaglös með skrúfaðri hettu
pessa viku.
w
Afengísverzlun ríkísins.
Míðstj. Framsóknarflokksíns
heldur fund í Edduhúsinu kl. 5 á morgun
(miðvikudag).
Eysteinn Jónsson. Herniunn Jónasson.
f ÚTBREIÐIÐ TÍMANNf