Tíminn - 03.11.1938, Page 2

Tíminn - 03.11.1938, Page 2
242 TÍMIM, fimmtiidagiim 3. nóv. 1938 61. blað ^gíminn Fimmtudaginn 3. nóv. Fyrírspui’nír til bæjarstjóra og Víðskipti við Norðmenn hreppsnefndaoddvita um fátækraframfærslu stafað í atvinnu utan fram- færsluhéraðsins? 13. Hefir börnum þurfalinga verið komið í sumardvöl? 14. Hefir nokkur þurfalingur síðari ár verið styrktur af fram- færsluhéruðum, til þess að fá sér atvinnutæki (vél til iðnaðar, bát, bústofn, túnland, garðland, o. s. frv)? (Stuttorð en greini- leg frásögn, ef einhverju er frá að segja). 15. Teljið þér styttingu — eða afnám — sveitfestistímans valda vandræðum og vera óvið- unandi? 16. Hve margir, sem flutzt hafa inn síðan nýju fram- færslulögin gengu í gildi, hafa sagt sig til sveitar? 17. Teljið þér að lög um byggðarleyfi væri til bóta? 18. Teljið þér stuðning þann, sem ríkið veitir framfærsluhér- uðum, skv. gildandi lagaákvæð- um um Jöfnunarsjóð bæjar- og sveitarfélaga, heppilegt fyrir- komulag? 19. Teljið þér líklegt, að laga- ákvæði um skerðing atkvæðis- réttar óreiðumanna og ónytj- unga, sem eru á sveitarfram- færi, myndi knýja þá til mann- dóms og sjálfsþjargar? 20. Teljið þér, að hægt væri að komast hjá misþeitingu slíks ákvæðis? 21. Hvað telduð þér auðveld- ast að gera og heppilegast til varanlegra atvinnubóta, þ. e. bættra afkomuskilyrða í yðar framfærsluhéraði? Sanngírní útlendu skípafélaganna Um mánaðamótin september og október áttu að sendast héðan 22 blárefir, sem seldir voru til Svíþjóðar. Þangað höfum við sjaldan beinar ferðir því miður, og yfirhöfuð fara íslenzku skipin ekki að jafnaði beina leið til Norðurlanda, heldur leggja fyrst lykkju á leið sína til Englands og Þýzkalands. Það er því varla mögulegt að senda með þeim lif- andi dýr, sem fara eiga til Norð- urlanda, vegna þess, að þau eru svo lengi á leiðinni. Af þessum á- stæðum var ákveðið, að senda fyrrnefnda refi með „Lyru“ til Bergen. En þegar spurt var um, hvað farmgjaldið væri, var svar- ið það, að það væri kr. 50.00 — fimmtíu krónur — undir hvert dýr, og átti að greiðast í útlend- Ég hefi á ferðum mínum í Noregi, meðal annars komist að raun um, að mjög vel er tekið á móti íslendingum hvar sem þeir koma þar. Sérstaklega hefi ég reynslu af því hvað viðvíkur að veita oss upplýsingar um þá þekkingu, sem þeir hafa fengið í tekniskum og verklegum fræð- um, þar sem íerðir mínar ávalt hafa verið í þeim erindum. Ég finn þess vegna hvöt hjá mér til að gefa opinberlega nokkrar upplýsingar um viðkynningu mína við þá og það sem ég hefi komizt að raun um, því ýmis- legt virðist í samvinnu þessara landa, sem betur mætti fara og sem á einn eða annan hátt væri hægt að leiðrétta. Sú spurning kemur ósjálfrátt fram: Hvers vegna eru Norð- menn svo fúsir til að veita oss allskonar upplýsingar? Ég skal taka það fram strax, að í þau skipti, sem ég þekki til, að fengnar hafi verið verðmætar upplýsingar, þá hafa aldrei við- komandi menn haft neinn per sónulegan hagnað af að veita þær og hafa þær þó oft verið þannig, að þær geta í framtíð- inni haft mjög mikla þýð- ingu fyrir ísland. Svarið við þessu, frá mínu sjónarmiði er, að yfirleitt líti Norðmenn á okk- ur með miklum skilningi og vel- vild, sem bræður sína; og ég get einnig sagt, að hinar hröðu framfarir á íslandi á síðasta mannsaldri, hafa vakið ánægju og undrun hjá þeim Norðmönn- um, sem ég hefi kynnzt á ferðum mínum, og hafa þeir látið það ó- um — norskum — gjaldeyri, sem þýðir það, að raunverulega verð- ur farmgjaldið 55.50 kr. fyrir hvert dýr, eða kr. 111.00 fyrir lít- inn kassa með tveim dýrum. Þar við bætist hirðing á dýrunum á leiðinni, sem verður að borga sérstaklega, og svo fóður handa þeim. Hætt var við að senda dýr- in þessa leið, en ákveðið að senda þau með Dronning Alexandrine til Kaupmannahafnar, því búizt var við að þar væri meiri sann- girni að mæta. Ekki reyndist þa<ð samt svo. Danska félagið var á engan hátt betra viðureignar, og krafðist kr. 50.00 í farmgjald fyrir hvert dýr. Til samanburðar má geta þess, að taxti Eimskipafélags íslands er fyrir lifandi dýr í kössum, til útlanda kr. 1.50 fyrir hvert ten- ingsfet, sem svarar til að vera 20 —30 kr. undir kassa hæfilega stóran fyrir 2 refi, eða 10—15 kr. undir hvern ref, sem er sann- gjarnt, en virðist vera, saman- borið við annað farmgjald, nægi- lega hátt. Þetta litla dæmi sýnir greini- Fátækramálin Framfærsluþunginn, sem hvíl- ir á bæjar- og sveitarfélögunum í landinu, er svo mikill, sérstak- lega í bæjum og stærri kaup- túnum, og vex svo stórkostlega, að hann hlýtur að vera mikið umhugsunarefni og alvarlegt fyrir alla hugsandi menn þjóð- félagsins. Framfærsluþunginn á öllu landinu hefir verið sem hér segir: Talið í Ár heilum kr. 1911—1912 ......... 213.630 1916—1917 ......... 394.183 1921—1922 ......... 970.367 1925—1926 ........ 1111.772 1933 ........ 1976.361 1936 ........ 3465.560 Tölur þessar eru fyrir fjögur fyrstu reikningsárin teknar upp úr Árbók Hagstofunnar frá 1930, og er þar miðað við fardagaár. En tölurnar fyrir tvö seinni ár- in eru úr skýrslum um úthlutun ríkisstyrks til bæjar- og sveit- arfélaga, og er þar miðað við almanaksár. Fyrir árið 1937 eru ekki til samandregnar skýrslur enn. Þetta eru framlög bæjar- og sveitarfélaganna til fátækra og sjúkra. Auk þessa eru svo fram- lög ríkisheildarinnar til hinna sjúku manna og atvinnubótafé frá ríkinu til bæjar- og sveitar- félaga. Á móti atvinnubótafénu hafa bæjar- og sveitarfélögin lagt fram miklar fjárfúlgur (nú % alls), sem telja má að undir ýmsum kringumstæðum hafi verið sama sem fátækrastyrkur, þó á annan hátt reikningsfær- ist. Allt færist þetta svo í aukana, að ekki verður hjá komizt að taka fastari tökum á, en áður hefir verið gert. Allir leiðandi menn í landinu verða að leggj- ast á eitt um það. En þetta er viðkvæmt vandamál, — eitt af allra mestu vandamálum þjóð- arinnar. Á því verður að taka mannúðlega, en þó með fullri festu og einurð. Leita verður að upptökum meinanna. Athuga verður af hvaða á- stæðum þurfamennska fólksins er, og hvað hægt er að gera fyr- ir það á hagkvæmari og hollari hátt en nú er gert. Fá verður um þetta álit og til- lögur þeirra manna, sem fyrir fátækramálunum standa víðs- vegar i landinu, einkum þar sem í ströngustu er staðið. Nú hefir atvinnumálaráð- herrann sent bæjarstjórum og allmörgum oddvitum hrepps- nefnda fyrirspurnir, sem sniðn- ar eru þannig, að svörin veiti þýðingarmiklar upplýsingar til viðbótar þeim fróðleik, er Hag- stofan getur veitt, skv. fyrir- liggjandi skýrslum um þessi efni. Ennfremur er spurt um á- lit þessara forráðamanna á mikilsverðum, tilteknum undir- stöðuatriðum. Full ástæða er til að ætla, að ríkisvaldið þurfi að krefjast þess af forráðamönnum bæjar- og sveitarfélaga a. m. k. á ýmsum stöðum, að þeir skapi skynsam- legt aðhald í þessum efnum. Og það verður hver maður með á- byrgðartilfinningu að hafa í huga, að ef getu bæjar- og sveit- arfélaganna þrýtur, þá eru líka öll framfærslulagaákvæði orðin einskisvirði fyrir sjúka menn og öreiga í þessu landi. Það má sjálfsagt með réttu fullyrða, að á ýmsum stöðum hafi umsjónarmenn þessara mála ekki sýnt þá fyrirhyggju og ráðdeild, sem þurfti. Og hinu verður þá heldur ekki neitað, að á seinni tímum hefir sá eðlilegi metnaður heilbrigðra manna að vilja ekki þiggja af sveit eða bæ nema af óviðráðanlegum ástæð- um, nokkuð rýrnað, og þá fyrst og fremst í kaupstöðum lands- ins og stærri þorpum. En það ber vel að muna í þessu sambandi, að hverskonar ábyrgðar- og manndómsleysi í þessum efnum gefur þeim öfl- um byr undir báða vængi, er áður stóðu gegn því, að þurf- andi mönnum væru veitt sum almenn mannréttindi. Eins og skýrt er frá á öðrum stað hér í blaðinu, hefir at- vinnumálaráðherra sent bæjar- stjórum og hreppsnefndarodd- vitum fyrirspurnir um ýms at- riði viðvíkjandi framfærslu og úthlutun framfærslustyrks. — Spurningarnar fara hér á eftir: I. 1. Hve margt fólk var að meira eða minna leyti á sveitarfram- færi í yðar framfærsluhéraði 1937: a. Eldra en 16 ára og yngra en 60 ára? b. Yngra en 16 ára? c. Eldra en 60 ára? (Þeir, sem fengu ellilaun og örorkubætur, sem eru að upp- hæð meira en glaðning, sbr. skilgreiningu Tryggingarstofn- unar ríkisins, teljíst hér með). 2. Hve margir eru (1938) á sveitarframfæri vegna mikillar ómegðar? Tala þeirra, sem fyrir styrkn- um eru skráðir? 3. Hve margir vegna atvinnu- leysis? 4. Tve margir vegna heilsu- leysís, örkumla og elli? 5. Hve margir vegna drykkju- skapar, ráðleysis og leti? 6. Eru einhleypir, vinnufærir menn á sveitinni? Hve margir? 7. Hve margir þurfamenn eldri en 16 ára eru niðursetningar (þ. e. komið fyrir með meðlagi)? II. 8. Hvernig er framfærslu- styrkurinn veittur? (í pening- um, vörum eða öðrum tiltekn- um nauðsynjum, ávísun á ótil- greindar vörur í verzlupum? Mánaðarlega eða fyrir lengri tímabil í einu?) Gerið grein fyrir aðalreglum. III. 9. Hefir nokkur þurfalingur verið sviftur fjárræði? 10. Hefir það fyrirkomulag verið haft við nokkurn þurfa- ling á síðari árum, að svifta hann að vísu ekki formlega fjár- ræði, en láta hann þó ekki fá í sínar hendur til umráða vinnuarð sinn í venjulegum gjaldeyri, heldur úthluta honum lí fsnauðsyn j um ? 11. Teljið þér að uppkomin börn komi sér hjá að framfæra foreldra sína, þó þau geti? IV. 12. Hefir á árunum 1937—1938 nokkrum þurfaling verið ráð- ERLINGUR PÁLSSON: Englendingar eru frá fornu fari einhver mesta íþróttaþjóð heimsins, enda telja þeir sjálf- ir, að hin mikla líkamsmenning þjóðarinnar, hreysti hennar og harðfengi, og sú mikla seigla, sem þjóðin hefir öðlazt með langvarandi þjálfun, sé einn af aðal hyrningarsteinunum undir brezka heimsveldinu. Þó hefir íþróttahreyfingin verið lítt skipulögð af hendi ensku stjórn- arinnar fram að þessu, heldur hefir henni verið haldið uppi af íþróttafrömuðum, félögum í- þróttamanna og íþróttaunn- enda. En á úrslitastundum í lífi ensku þjóðarinnar, eins og t. d. 1914—18, hefir það komið í ljós, að þjóðin var ekki almennt eins íþróttum búin og skyldi, og leiddi það til þess, að ýmsir merkir Englendingar fóru að hugleiða það, að til þess að þjóð- in drægist ekki aftur úr öðrum þjóðum í líkamsmenningu, þyrfti hið opinþera að láta eitt- hvað verulega til sín taka á þessu sviði. Það varð því að brezka þingið samþykkti í- þróttalöggjöf árið 1937, fyrir England, Wales og Skotland, „PHYSICAL TRAININING AND RECREATION ACT“, sem var staðfest af konungi og gekk í gildi sama ár. Aðal innihald þessara laga er sem hér segir: Erlingur Pálsson íþróttaráff og íþróttanefndir. Starfandi skulu vera tvær ráðgefandi nefndir til eflingar líkamsrækt, önnur fyrir Eng- land og Wales, hin fyrir Skot- land. Forsætisráðherra skipar menn í nefndir þessar á hverj- um tíma. Aðalhlutverk nefnda þessara skal vera það, að að- stoða ríkisstjórnina við rann- sóknir og framkvæmdir á öllu því, er lýtur að eflingu og um- bótum á líkamlegri vellíðan þjóðarinnar, með líkamsæfing- um, hollum skemmtunum o. s. frv. Þessum ráðgjafanefndum er í lögunum gefið nafnið „íþrótta- ráð“. íþróttaráði er svo heimilt að skipa nefndir sér til aðstoðar í starfi sínu, og má kjósa alla með óskertu mannorði í þær nefndir, nema meðlimi íþrótta- ráðs. Héraffsnefndir og undirnefndir. íþróttaráði Englands og Wal- es er svo heimilt að setj a á stofn héraðsnefndir á umráðasvæði sínu. í þeim nefndum skulu eiga sæti fulltrúar fyrir uppeldis- stofnanir, æðri menntastofnan- ir, aðrar héraðsstofnanir og fé- lög, sem starfa í anda þessara laga. Ennfremur skulu eiga þar sæti menn með sérþekkingu og reynslu í þeim málum, sem nefndunum er ætlað að vinna að á hverjum stað o. s. frv. Störf héraðsnefnda skulu vera þessi: 1) Að athuga allar aðstæður til líkamsræktar og menningar á hverjum stað á yfirráðasvæði þeirra, vekja og glæða áhuga almennings fyrir þýðingu slíkr- ar líkamsræktar og þjálfunar, og að hvetja menn á nefndar- svæðinu til að vinna að bættu fyrirkomulagi og þróunarskil- yrðum í þessum efnum. 2) Að rannsaka og meta allar þær tillögur, sem þeim kunna að berast um bætt íþróttaskil- yrði, og athuga hverja þá um- sókn, sem þeim kann að þerast um fjárhagslega aðstoð, sam- spart í ljósi við mig. Þetta er skýringin, sem ég get gefið á því, hvers vegna Norðmenn eru yfir- leitt svo velviljaðir okkur. Hinsvegar hefi ég orðið þess var, að ýmsir Norðmenn, sem ferðazt hafa á íslandi eða haft samband við ísland á einn eða annan hátt, hafa eigi ávallt haft þá tilfinningu af viðkynningunni á íslandi, að litið væri á þá með sömu velvild eins og mín reynsla er að Norðmenn líti á íslendinga. Orsakir til þessa geta verið margar, og mun hér hafa áhrif meðal annars ýmiskonar sam- keppni á verzlunarsviðinu. Sala sjávarafurða vorra er í sam- keppni við Noreg á heimsmark- aðinum, og eins og kunpugt er lögðu Norðmenn toll á íslenzkt sauðakjöt fyrir nokkrum árum, sem var mjög tilfinnanlegt fyrir hina íslenzku bændastétt, er í langan tíma hafði selt mikið af sauðakjöti til Noregs. Það er auðvitað margt, sem taka verður til greina í þessu sambandi, þegar hugsað er um ástæðurnar fyrir misskilningi, er komið hefir upp milli manna í báðum löndunum. Mér er það ljóst, að þessi verzl- unarkritur, sem gert hefir vart við sig, hefir ekki neitt hljóm- grunn hjá almenningi í Noregi, og er aðeins á takmörkuðu sviði, og mun ekki hvað sízt vera sök einstakra verzlunarmanna, sem hafa reynt að vernda sína verzl- unarhagsmuni. Þeir Norðmenn, sem ég hefi talað við um þessi mál, hafa strax komið inn á þessa braut og sagt, að auðvitað ættu þeir mis- lega hverskonar starfsemi það er, sem útlendu skipafélögin reyna að reka hér, og hvar við værum staddir, ef við þyrftum allt undir högg að sækja til útlendinganna, og hefðum ekki Eimskipafélag íslands til þess að annast milli- landasiglingar okkar. Ber að keppa að því, að efla sem mest Eimskipafélag íslands, svo það geti fljótlega annast allar okkar millilandasiglingar. Má gera það meðal annars með því að láta það sitja fyrir flutningum. Það gengur landráðum næst af ís- lendingum, að ganga framhjá hinum innlendu skipum, þegar um flutninga er að ræða, ef ann- að er hægt, og nota útlendu skip- in, eins og þó mun nokkuð al- vanalegt. Hver sannur íslend- ingur hlýtur alltaf að hafa það hugfast, að láta íslenzku skipin sitja fyrir öllum flutningum, og nota aldrei hin útlendu skip, nema óhjákvæmileg nauðsyn krefj ist. Þorbergur Þorleifsson. kvæmt heimild til fjárveitinga í þessum lögum. Vald kennslumálaráffuneyt- isins: Kennslumálaráðuneytið getur samkvæmt tillögum nefndar, er forsætisráðherra skipar til fram- kvæmda lögum þessum, og heitir fjárveitinganefnd, eftir nánari reglum veitt styrki: a) Upp í kostnað héraðsstjórna eða einstakra félaga til að út- vega tæki eða stofna til fyrir- tækja, sem miða að eflingu lík- amsræktar, íþróttaskóla og á- halda til þeirra, íþróttavalla, sundskála, baðstaða, útilegu- skála, og annarra húsnæðisbygg- inga, sem á einhvern hátt stuðlar að því að glæða íþróttalíf þjóð- arinnar, svo sem skólabyggingar, sæiuhús, sem bæta skilyrði til ferðalaga og hollrar útivistar. b) Upp í kostnað héraðsstjórna eða íþróttafélaga, til að útvega og æfa kennara og forystumenn. c) Til almennra sjóða, er hafa þann tilgang að styrkja framan- greinda starfsemi. Aðallega gerir þó löggjöfin ráð fyrir að veita fé til nýrra fram- kvæmda á þessum sviðum, en eigi til eldri stofnana, nema sér- staklega standi á. d) Styrkveitingar samkvæmt a-lið má binda vissum skilyrðum, ef henta þykir, til að tryggja, að stofnanir þær, sem styrktar eru, haldi áfram starfsemi sinni. e) Þá er einnig heimilt, sam- kvæmt lögum þessum, að gera ráðstafanir til útbreiðslu þekk- ingar á gildi íþrótta. Aukiff vald héraffsstjórna: Þá er vald héraðsstjórnanna jafna menn með þjóð sinni, og því miður væru það ekki alltaf beztu verzlunarmennirnir, sem hefðu verzlunarviðskipti við ís- land. Þeir hefðu, eins og aðrar þjóðir, menn sem væru eigin- gjarnir og hugsuðu um eigin augnabliksgróða, og þeirra verk yrðu eftir því. Sama verðum vér því miður að segja um suma verzlunarmenn vora. Sömu Norðmenn hafa einnig látið í ljósi óánægju sína yfir því, að framkoma þessara manna, sem muni hafa orðið til þess að ís- lendingar yfirleitt líti á Norð- menn með minni samúð og vel- vild en annars myndi vera. Þetta er það, sem ég meðal annars hefi orðið var við á mínum mörgu ferðum í Noregi, og hefi ég fengið tækifæri til að umgangast þar fólk af öllum stigum þjóðfélagsins, bæði á heimilum þess og annarsstaðar, þar á meðal marga af þeirra fremstu mönnum í iðnaði og öðrum greinum vísinda og tækni. Ég hefi komizt að raun um, að háir tollar í Noregi á íslenzk- um vörum eru ekki vel séðir þar hjá almenningi, t. d. tollurinn á íslenzka sauðakjötinu. Það hef- ir verið í miklu áliti á norsk- um heimilum og mjög eftirsótt. í þessu sambandi vaknar eðli- lega sú spurning hjá mér, hvort ekki íslendingar og Norðmenn gætu haft meiri samvinnu en nú er í verzlunarmálum til hagnaðar fyrir báðar þjóðirnar, t. d. þar sem nú er samkeppni milli þeirra, er orsaka kann, að bæði löndin fái lægra verð fyrir afurðir sínar, en annars mundi verða. Sennilegt er að mikið af þeirri andúð, sem Norðmönnum finnst þeir verða fyrir á íslandi, eigi rót sína að rekja til þeirr- ar verzlunarsamkeppni, sem nú er milli landanna. Mér virðist þess vegna það geta haft mikla þýðingu að taka þessi mál til rækilegrar athugunar, af þeim sem þau hafa með höndum, og reyna að koma betra skipulagi á þau en nú er. Að mínu áliti er þýðingarmest fyrir báða aðila að samkeppnis- fyrirkomulagið, sem nú er á sölu sjávarafurða, yrði komið fyrir á hagkvæmari hátt og samvinna kæmi í stað samkeppni, til hags- bóta fyrir báðar þessar frænd- þjóðir. Auðvitað dylst mér ekki að ýmsir kaupendur sjávaraf- urðanna frá báðum þessum löndum og aðrir, vilji gjarnan að samkeppnisástandið haldist milli þessara þjóða, svo þeir geti fengið afurðir þeirra fyrir lægra verð, en sem líkindi eru til að annars mundi verða, ef um samvinnu væri að ræða. Einnig virðist líklegt að taka megi upp bein viðskipti á ýmsum vörum milli íslands og Noregs. Nikulás Friffriksson. aukið stórlega í þessum lögum frá því sem áður var, og geta þær nú stofnað til hverskonar í- þróttastarfsemi, sem þær eru megnugar um og telja nauðsyn- lega, og ráðstafað landsvæðum, sem þær hafa umráð yfir, án í- hlutunar annarra, annaðhvort gegn borgun eða endurgjalds- laust, til félaga eða félags, sem starfa í anda þessara laga. Þetta er þá í mjög stuttu máli aðal innihald ensku íþróttalag- anna frá 1937. í athugasemdum og útskýring- um, sem stjórnin lét fylgja þess- um lögum, er það tekið fram sem álit, að líkamleg hæfni sé aðal- lega komin undir tvennu: Viffur- værinu og þjálfun líkamans. — Hvað snertir viðurværið, kveðst stjórnin hafa hafizt handa á ýmsan hátt til úrlausnar því vandamáli, en gerir þó líkams- ræktina þar aðallega að umtals- efni. M. a. er þar tekið fram: Að þó skilyrðin í skólum (enskum skól- um) megi heita sæmileg, þá nái þau hvergi nærri tilgangi sínum til að uppbyggja líkamsmenn- ingu þjóðarinnar, nema séð verði jafnframt um, að þeim, sem dag- lega vinna á skrifstofum og verkstæðum, gefist kostur á að iðka líkamsæfingar. Þar er sérstaklega talað í á- kveðnum orðum til héraðsstjórn- anna um að þær notfæri sér þá aðstoð og það aukna vald, sem í- þróttalögin veita þeim, sem stjórnendum fræðslumála og heilbrigðis yfirvalda; með því að stofna til námskeiða í ýmsum í- þróttagreinum fyrir fólk sem

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.